Vísir - 20.08.1940, Síða 1
Rltstjóri:
Kristján Guðtaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 2 6&0
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 20. ágúst 1940. ^ ^
190. tbl.
Bretar herða loftárásir
sínar á meginlandinu - -
Loftárásir á Eerlin og
Frakklandsstrendur.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Aðvaranir voru gefnar í Berlín snemma í morgun
og leið hálf önnur klukkustund frá því, er að-
varanir um loftárásir voru gefnar og þar til
merki voru gefin um, að hættan væri liðin hjá.
Meðan aðvaranirnar voru gefnar heyrðust 40 spreng-
ingar greinilega í vesturhverfunum og er talið líklegt,
að breskar flugvélar hafi verið á ferðinni og gert tilraun
til þess að fljúga inn yfir aðalborgina.
Aðvaranir um loftárásir hafa verið gefnar, en
sprengjum hefir ekki verið varpað á borgina sjálfa, svo
að vitað sé. Þar sem lofthernaðurinn fer stöðugt harðn-
andi og Þjóðverjar virðast leggja áherslu á, að reyna að
komast inn yfir London, hefir iðulega verið um l>að
spurt, hví Bretar gerði ekki slíkt hið sama og gerði loft-
árásir á Berlín. Hafa að undanförnu heyrst háværar
raddir um það í breskum blöðum, að Bretar ætti að
leggja meiri áherslu á sókn en þeir hafa gert að undan-
förnu.
Frá borg einni á suðurströnd Bretlands hafa borist
þær fregnir, að í gærkveldi hafi breski flugherinn gert
ógurlega Ioftárás á Frakklandsstrendur. Hver stór-
sprengingin v^rð af annari og það var eins og alt þar á
ströndunum stæði í Ijósum loga.
Opinberar tilkynningar um þessar loftárásir hafa
ekki verið birtar í London enn sem komið er.
í gær voru að eins gerðar strjálings loftárásir á staði
í Bretlandi. — Fjórar Þýskar flugvélar voru skotnar
niður. — Engar hópárásir voru gerðar.
Það var opinberlega tilkynt
í Bretlandi í gær, að 144 þýsk-
ar flugvélar hefði verið skotn-
ar niður í loftbardögunum síð-
astl. sunnudag. Bretar mistu 22
flugvélar, en 12 af flugmönn-
unum var bjargað.
Þjóðverjar segjast hafa skot-
ið niður 738 breskar flugvélar
undangengna 10 daga.
Fréttaritarar frá Bandaríkj-
unum í Englandi segja, að
skýrslur Breta um tjónið í loft-
bardögunum séu áreiðanlegar.
Einn þeirra segir, að það liggi
í augum uppi, hversu ýktar
fregnir Þjóðverja séu.
Það Var tilkynt í London í
morgun, að nýjar loftárásir
hafi verið gerðar á Fiat-verk-
smiðjurnar og Caproni-verk-
smiðjumar á Norður-Dlalíu.
Hafa Bretar nó gert loftárásir
á þessar flugvélaverksmiðjur
þrisvar sinnum.
önnur loftárás á Boulogne
var gerð á sunnudagskvöld.
London í morgun.
„1 síðustu viku hafa Þjóðvei'j-
ar beðið hroðalegan ósigur,“
segir i grein í „Times“, eftir
flugmálasérfræðing hlaðsins.
„Það er mjög óliklegt, að
nokkur flugher hafi nokkru
sinni beðið eins mikinn ósigur,
því að tala flugvéla þeirra, sem
skotnar voru niður, hefir farið
vaxandi með degi hverjum..
Tekist hefir að halda flugvéla-
tjóni þeirra í að minsta kosti
12%% af flugvélum þeim, sem
til árása hafa verið sendar, en
þegar tekið er tillit til þess, að
meiri hluti véla þeirra, sem
skotnar liafa verið niður, eru
sprengjuflugvélar og tveggja
manna orustuflugvélar, verður
sjálft manntjónið ennþá í-
skyggilegra fyrir Þjóðverja. í
vikunni sem leið hefir það ekki
numið minna en 800—900
manns, eða meir en 100 manns
á dag. Vér höfum aðeins mist
69 flugmenn, og er þá tjón
Þjóðverja meira en 4: 1 hvað
flugvélar snertir og um 12: 1
hvað flugmenn snertir. Þó er
í hinum hresku tilkynningum
aðeins talið það tjón, sem Þjóð-
verjar liafa með vissu beðið og
ekkert áætlað vegna þess, sem
líklegt má teljast að tapast liafi
af flugvélum á lieimleið, en vit-
að er að margar flugvélar voru
svo illa á sig komnar, að har-
dögum loknum, að mjög vafa-
samt er, að þær hafi náð heim.
Manntjón Þjóðverja er svo
mikið, að engar líkur eru til að
það verði bætt með nýliðum,
þvi að ómögulegt er að æfa
nýja flugmenn svo ört, sem
tjónið hefir verið.
Mörgum útlendingum liættir
lil að efast um liina hresku
sigra, en þeir ættu að hafa það
hugfast, sem ameríski blaða-
maðurinn sagði, þegar honum
liafði verið gefinn kostur á að
kynna sér aðferðir þær, sem
lierstjórnin hefir til að sann-
reyna flugvélatjón andstæð-
inganna: „Eftir að eg hefi kynt
Frh. á 3. síðu.
Bylfing áformuð
í Mexico.
Leitað að Almazan
herfðríngia sem beið
ósigur í fosrsetakosn-
ingunum.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Fregn frá Mexiko City hermir,
að mexikanskt eftirlitsskip hafi
stöðað Bandaríkjaskipð, Her-
man Frasli, 4494 smál., og hafi
vopnaðir sjóliðar farið um borð
i skipið og leitað i því.
Að því er United Press hefir
fregnað, voru þeir að leita að
Almazan herforingja, sem beið
ósigur i seinustu forsetakosn-
ingu, en hann hefir verið á
ferðalagi um Mið-Ameríku að
undanförnu, og er talið, að hann
liafi ætlað til Mexiko til þess að
hefja stjórnarbyltingu.
Bretar yfirgefa
Breska Somali-
land.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Það var opinberlega tilkynt í
London í gær, að Bretar hefði
flutt herafla sinn á hrott úr
Breska Somalilandi. Tekið var
fram, að brottflutningurinn
hefði gengið greiðlega og slysa-
laust og liefði mestur liluti
þeirra liergagna, sem fyrir var
i landinu verið fluttur á brott,
en annað eyðilagt.
Það hefir, eins og sjá liefir
mátt af skeytum að undanförnu,
horft allóvænlega fyrir Bretum
á vígstöðvunum í Breska Soma-
lilandi. Þeir höfðu þar lítinn
liðsafla, en vel æfðan, en Italir
réðust inn í landið með milcið
Afstaða Rúmena gagnvart
Ungverjum harðnar.
Þeir vilja undir engum kringumstæðum að
„Karlslínan“ falli í hendur Ungverjum.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Frá Búdapest er símað, að á ráðstefnu Ungverja og Rúmena í
Turnu Severin liafi kastast i kekki milli fulltrúanna. — Ung-
verslíu fulltrúarnir eru nú farnir til Búdapest til þess að gefa
ríkisstórninni skýrslu um það sem á milli ber.
Að því er Uniled Press liefir fregnað veldur ]>að mestum erf-
iðleikum, að Rúmenar neita að fallast á að láta af hendi það
svæði, sem „Karlslínan“ er á, en það eru víggirðingar sem Rúm-
enar hafa kostað miklu til að koma upp.
Flugvél sú, sem hér sést á myndinni, er af svonefndri Miles Master-gerð. Getur liún farið með
um 400 km. hraða á lclst. og er notuð til kenslu. Þegar flugmannaefnin kunna að fara með
þessa vél, fá þeir Hurricane eða Spitfire-vél, en Bretar segja að þær standi sig vel í baráttunni
við Þjóðverja.
ÍSLANDSKVIKMYND S.I.S.
íslandskvikmynd Sambands íslenskra samvinnufélaga er Vig-
fús Sigurgeirsson ljósmyndari hefir tekið, var sýnd í fyrsta sinn
í gærkveldi í Iðnó í við.urvist ríkisstjórnar, blaðamanna og f jölda
annara gesta.
Áður en myndin var sýnd, lýsti Jón Árnason forstjóri tildrög-
um til upptöku myndarinnar, hver væri tilgangurinn með henni
svo og það, að hón hefði verið sýnd á íslandsdeild heimssýning-
arinnar í New-York.
Myndin er i aðaldráttum
landhúnaðarkvikmynd, enda
þótt þar sé fleiru skotið inn i,
svo sem sildarvinslu og þó eink-
um landslagi.
Myndin sem heild er ekki
gallalaus, hvorki hvað mynda-
töku sé samsetningu snertir, en
við því er naumast liægt að hú-
ast þar sem kvikmyndataka er á
lið a. m. k. um 20.000 manna,
útbúið öllum nýtísku hernaðar-
tækjum. Það var upphaflega svo
ráð fyrir gert, að lier Frakka í
Franska Somalilandi aðstoðaði
við vörn Breska Somalilands,
en eftir uppgjöf Frakka eða öllu
heldur Jjegar sýnt var, að Frakk-
ar i Franska Somalilandi ætluðu
að halda samhandinu við Pé-
tainstjórnina var útséð um, að
Bretar gæti vænst neins stuðn-
ings úr þessari átt. Nú hefði
mátt ætla, að Bretar hefði eflt
hei'varnir sínar i Breska Soma-
lilandi, en orsök þess að þeir
gerðu það ekki var sú, að þeir
‘vildu ekki veikja varnir sínar
annarstaðar í Afríku. Mesta á-
liugamál Breta í Afríku er að
verja Egiptaland og Suezskurð-
inn, en það er húist við, að Italir
hefji innrás í Egiptaland frá Li-
byu þá þegar. Bretar telja, að
það sé þeim ekki mikið tjón að
missa Somaliland i hili — þeir
telja sig örugga með að halda
yfirráðunum i Rauðaliafi og
þess vegna geti Italir ekki haft
nein not af Breska Somalilandi,
en verði hinsvegar að liafa þar
nokkurn lier og dreifi því kröft-
um sínum. Var því sú stefna
tekin að vinna ítölum sem mest
tjón meðan varist var, en flytja
heraflann á brott. Hinu er ekki
að leyna, þótt ítalir kunni að
hafa lítil not af Somalilandi, þá
er það þeim vafalaust mikil örf-
un, að liafa náð þessari nýlendu
á sitt vald úr höndum Breta. Og
heyrst hafa raddir um það í
Bretlandi, að það sé heimskulegt
að láta skína í það i opinberum
Frh. á 3. síðu.
frumstigi hér á landi, og enda
þótt Vigfús Sigurgeirsson sé á-
gætur ljósmýndari, getur eng-
inn krafist þess, að hann taki
gallalausa 900 mtr. langa kvik-
mynd á skömmum tima. En ef
gera má ráð fyrir, að það lélega
úr kvikmyndinni verði siðar lát-
ið þoka fyrii' öðru betra, og
myndin svo hygð hetur og heil-
legar upp, er enginn vafi á því,
að úr þessu má vinna ágæta
landbúnaðarkvikmynd.
Aðalgalla myndarinnar frá
Ijósmyndalegu sjónarmiði tel eg
livað tiltölulega mikið af lienni
er óskarpt. Það sakar að vísu
ekki alstaðar, en sumstaðar er
það til mikilla lýta, enda er þetta
megingallinn af liálfu ljósmynd-
arans.
Annar galli er sá, að myndin
er tekin við ólík veðurskilyrði.
Sennilega stafar það af naum-
um tima við upptöku kvik-
myndarinnar. Þessi galli er ekki
veigamikill ef aðeins er gengið
út frá fræðslusjónarmiði mynd-
arinnar, þvi myndin getur verið
skörp og greinileg ]xítt dimm-
viðri sé. En það verður engin
lcvikmynd glæsileg nema við
góð birtuskilyrði og þess vegna
verður Ijósmyndarinn stundum
að liggja döguin saman yfir
sama viðfangsefninu ef vel á að
takast.
Þriðji gallinn er fólginn i því
livað sumir þættir myndarinnar
eru langdregnir, eins og t. d.
lieybandslestirnar og heim-
reiðsla á lieyi, sem aldrei ætluðu
að enda. Það skal játað, að i
þeim liluta voru margir glæsi-
legir þættir og einstakar gullfall-
egar myndir, en aftur annað lak-
ara sem fella hefði mátt hurt, án
þess að sök kæmi.
Annars er það víðar, sem þarf
að bæta inn í myndina, lieldur eri
að fella úr lienni. Garðyrkju-
þátturinn og sildarvinsluþáltur-
inn eru dæmi sem eg tek, því
hvorutveggja er mjög ábóta-
vant, ef litið er á myndina sem
fræðslumynd.
Byggingu og samræmingu
myndarinnar tel eg i ýmsu á-
bótavant, og það svo að naíið-
synlega þurfi umbóta við.
Myndinni er að nokkuru leyti
raðað eftir árstiðum, að öðru
leyti aftur eftir atvinnugrein-
um, og þetta vill sumstaðar
rekast óþægilega á.
Sá þáttur kvikmyndarinnar
sem lýsti haustslátrun sauðfjár,
getur verið góður og gildur út
af fyrir sig, en hann á ekki að
vera sýndur fyrir almenning,
nema ‘ undir vissum kringum-
stæðum, þvi til þess er hann of
grófur og viðbjóðslegur.
Ilér að framan hef eg talið
helstu galla myndarinnar, bæði
livað upptöku hennar og bygg-
ingu snertir. En myndin hefir
einnig ýmsa kosti til að bera og
þá meira að segja mikla. Hér er
í fyrsta sinni gerð tilraun til þess
að taka heilsteypta kvikmynd af
atvinnuháttum íslensks land-
búnaðar, og sú tilraUn út af fyrir
sig er virðingarverð og þakkar-
verð. En svo er myndin sjálf á-
gætlega hepnuð í einstökum atr-
iðum og blátt áfram glæsileg á
köflum. Dýralifið og heyvinnan
eru best hepnuðu kaflarnir og
þar eru viða gullfallegar mynd-
ir. Það sama má segja um lands-
lagsmyndirnar. Eg hygg að gef-
ist Vigfúsi tækifæri til að endur-
bæta mishepnuðu kaflana og
þegar lionum vex reynsla og æf-
ing i kvikmyndatökunni, þá geti
þjóð vor unað vel við þessa
mynd og þurfi ekki að bera
kinnroða fyrir henni hvar sem
lnin verður sýnd.
Því verður að visu ekki neit-
að, að ef þessi kvikihynd á fyrst
og fremst að verða landbúnaðar-
fræðslumynd, þarf öll auglýs-
ingastarfsemi að hverfa úr
lienni. En sé henni aftur á móti
ætlað að vera auglýsingamynd
fyrir vissa stofnun, þá verður að
líta á liana nokkuð öðrum aug-
um en venjulega er gert Um
hlutlausar fræðslumyndir.
Ein ósmekkvísi keyrði úr
liófi við sýninguna i gærkveldi,
og hún endurtekst vonandi ekki
framar. Söngvarnir sem fylgdu
henni voru mestmegnis „jazz‘
— sú auðvirðilegasta og smekk-
lausasta tegund hljómlistar sem
þekkist, fyrir utan það, að liún
er fjarskyldusi íslensku þjóðlifi,
allra þeirra hljómlistagreina
sem við þekkjum.
Sigfús Halldórs frá Höfniun
skýhði myndina.
Þorsteinn Jósepsson.