Vísir - 20.08.1940, Síða 2
VlSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstrœti)..
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Tollheimtumenn
og bersyndugir,
»pÍMINN ræðir nokkuð s.l.
föstudag um grein Björns
Ólafssonar um bæjarmálefni
Reykjavíkur, er birtist hér í -
blaðinu fyrir nokkru. — For-
maður F ramsóknarf lokksins
hefir látið svo um nokkurra ára
skeið, sem hann ætti ekkert rík-
ara áhugamál, en að rétta við
hag Reykjavíkur, — setja nvtt
andlit á hæinn, — eins og hann
komst sjálfur að orði. Svo ó-
gæfusamlega liefir þó tekist, að
flokkur hans hefir þráfaldlega
risið gegn lionum, er uin hags-
munamál Reykjavikur hefir ver-
ið að ræða, jafnvel þótt þau hafi
verið að dómi fornftnnsins eina
leiðin til viðreisnar og bjargar.
Svo hjákátleg hefir raunin orð-
ið, einnig í þeim málum, þar
sem saman hafa faríð hagsmun-
ir Reykjavikur og hinna dreifðu
bygða og nægir í þvi efni að
skirskota til hins óumbeðna og
óvelkomna flótta úr sveitunum
frá hendi Reykjavíkurbæjar.
Þann flótta átti að stöðva, og
um það hefir formaðurinn ritað
margar greinar í flokksblöð sín,
en við atkvæðagreiðslur innan
þingsins hefir það sýnt sig, að
þessi hugsjón hans og baráttu-
mál hefir átt engu fylgi að fagna
innan flokksins, og hann liefir
staðið að heita má heill og ó-
skiftur gegn formanninum í þvi
augnamiði að viðhalda ófremd-
aráslandÍHU, sem formaðurinn
hefir fordæmt.
Björn Ólafsson gerði fulla
grein fyrir því, að orsakanna að
hinu erfiða f járhagsástandi
Reykjavikurbæjar, væri að leita,
annarsvegar í óeðlilegu að-
streymi efnalauss fólks til höf-
uðstaðarins og að liinu leytinu í
því að löggjafinn hefði gert fá-
ránlega taumlausar fjárkröfur
á hendur bæjarfélaginu, sem
leiddu til þess að borgararnir
væru að sligast undir sköttun-
um. Þessu til sönnunar vakti
Bjöm athygli á þvi, að á árun-
um 1921—1930 fjölgaði íbúum
landsins um 1395 að meðaltali á
ári. Af þeim fjölda tók Reykja-
vik við 1050 árlega, eða um
75%. Á árunUm 1931—1938
fjölgaði íbúunum árlega á land-
inu öllu um 1289 að meðaltali
en af þeim hóji tók Rvík við
1148, eða 90% árlega, að meðal-
tali. Slík fjölgun hlýtur að leiða
til stórfeldra truflana og ófarn-
aðar, og Framsóknarflokkurinn
ber ábyrgð á því hvernig komið
er, enda hefir flokkurinn og for-
ráðamenn hans unnið að því
beint og óbeint að flytja fólk úr
dreifðu bygðunum hingað til
bæjarins. Hin sivaxandi eymd
utan Reykjavíkur hefir orsakað
hið öra aðstreymi fólksins til
höfuðstaðarins, og hlýtur að
skapa þar hið sama eymdará-
stand, ef ekki er að gert í tíma.
Þá vakti Bjöm athygli á hinu,
að framfærslulögin hafa komið
fátækraframfærinu og styrktar-
starfselninni út í hreinustu öfg-
ar. Samkvæmt aðgengilegum
skýrslum um fátækraframfærið
1937 eru styrkþegar það ár sam-
falst 5320 að tölu, en um áramót-
in næstu á undan er ibúafjöldi
bæjarins 35.300. Liðlega sjötti
bver maður, sem lifir og lirærist
í bænum nýtur þurfafjár sér til
lífsuppeldis, og allmikill fjöldi
þessara þurfalinga hefir flust til
bæjarins eftir að framfærslu-
löggjöfinni var breytt.
Framsóknarflokkurinn og
socialistar hafa með löggjöf
unnið markvist að því á undan-
förnum árum að koma fjárhag
hæjarins í kaldakol. Félags-
málaráðherra mun og síst í úr-
skurðum sínum bera fjárhag
eða nauðsyn Reykjavikurbæjar
fvrir brjósti.
Formaður Framsóknarflokks-
ins lýsti einnig nýlega yfir því á
landsmálafundi í Dölum að
verðlag á kjöti og mjólk liefði
orðið að hækka gífurlega, af því
að „sjómennirnir í Reykjavík
hefðu vaðið í peningum“. Ekki
er talið nægja að gera kröfurn-
ar til bæjarfélagsins sjálfs, held-
ur er féð einnig sótt í vasa borg-
aranna, til jiess að draga úr getu
jieirra gagnvart fjárþörf bæjar-
ins. Það eitt er því ekki nóg, að
þessir menn hafi verið harðsvír-
uðustu „tollheimtumenn“ gagn-
vart Reykjavíkurbæ, heldur
standa þeir einnig „bersyndug-
ir“ framan í borgurunum og
krefjast jiess, að jieir verði lekn-
ir alvarlega er þeir tala með
um fjárhag Reykjavíkurbæjar.
Nei! Hjálpin kemUr síst frá
þeim, sem í Tímann skrifa — en
hún kemur samt.
i- - •>* *•• ■ '••■ '•<«.. . ..
Frækileg björgun,
SI. sunnudag lá við slysi á
■ Ilafravatni, en vegna
dugnaðar og þols ungs verslun-
armanns, 'Hauks Eyjólfssonar
hjá Fr. Bertelsen & Co., fór bet-
ur en á horfðist.
Haukur hafði verið úsamt
fleira fólki í sumarbústað við
Hafravatn og voru þar m. a.
tvær stúlkur, Ingibjörg Her-
mannsdóttir, verslunarmær og
Þóra Brynjólfsdóttir, símamær.
Fóru þau þrjú á bát út á vatnið,
en er þau undu upp segl, hvolfdi
bátnum.
Tókst Hauki með miklum erf-
iðismunum að koma báðum
stúlkunum á kjöl, en Ingibjörg
Slökt á52 vitum.
Aðein§ látið loga á
lO vitum eftir 25 þ.m.
ILögbirtingablaðinu, sem út kom á föstudag er birt aug-
lýsing um vita og sjómerki frá Vitamálastjóranum. Er
þar skýrt frá því, áð frá 25. þ. m., það er frá næsta sunnudegi,
verði aðeins látið loga á 19 vitum meðfram ströndum lands-
ins. — Eru það þá 52 vitar, sem slökt verður á.
Vitar þeir, sem látið verður
loga á, eru á þessum stöðum:
Dyrhólaey, Slórhöfða austan
Eyja, Reykjanesi,. Garðskaga,
Malarrifi á Snæfellsnesi, Kross-
nesi norðan til á Snæfellsnesi,
Elliðaey á Breiðafirði, Bjarg-
töngum, Arnarnesi við Isafjarð-
ardjúp, Straumnesi, Hornbjargi,
Sauðanesi við Siglufjörð, Rifs-
langa á Sléttu, Raufarhöfn,
Langanesi, Glettinganesi sunn-
an Borgarfjarðar eystra, Æðar-
steini við Berufjörð, Papey og
Alviðruhömrum við Kúðaós.
Á öllum öðrum vitum, sem
heyra undir vitastjórn ríkisins,
verður slökt frá næstkomandi
sunndegi. Eru það samtals 52
vitar, meðfram öllum strönd-
um landsins.
Þó segir í auglýsingunum, að
búast megi við, að þessi ákvæði
gildi aðeins um stundarsakir og
breytingar verði fljótlega gerð-
ar á vitaskránni.
Þessar ráðstafanir eru gerðar
vegna hins óvenjulega ástands,
en vonandi verður þess ekki
langt að bíða, að kveikt verði
er ósynd og sökk hún nokkurum
sinnum, áður en það tókst. Ýtti
Ilaukur bátnum síðan í óttina til
lands, en áður en þangað var
komið, kom félagi þeirra þre-
menninganna, Arinbjörn Jóns-
son á bát til hjálpar.
Höfðu Haukur og stúlkurnar
þá verið hálftíma í vatninu. Voru
þau strax háttuð ofan í rúm og
fóru Haukur og Þóra til vinnu
sinnar í gær, en Ingibjörg kvef-
aðist dálítið.
aftur á flestum eða öllum þeim
vitum, sem nú á að fara að
„myrkva“.
Bv. Helgafell kom hingað í
fyrrinótt með átta skip-
brotsmenn, sem togarinn bjarg-
aði af fleka skamt norður af ír-
landi á fimtudaginn.
Menn þessir voru skipverjar
á sænska skipinu Niels Gorthan.
Voru sjö þeirra sænskir, en sá
áttundi Pólverji. Skip þeirra var
skotið tundurskeyti á þriðjudag
og sökk það á 4 mín., en fjórir
skipverja, af 21 manns áhöfn,
biðu bana við sprengjuna.
Skipverjar komust á tvo fleka
og fann Helgafell annan. Það er
talið sennilegt að þeir 9 menn,
sem voru á liinum flekanum
liafi einnig bjargast, því að
skipaferðir eru tíðar um þessar
slóðir og veður var gott.
Útvarpið í kvöld.
KI. 19.30 Lög úr tónfilmum og
óperettum. 20.30 Erindi: Á skemti-
ferðaskipi um Ivyrrahaf (Th.
Smith). 20.55 Hljómplötur: Tón-
verk eftir Stravinski: a) Octett
fyrir blásturshljóðfæri, b) Pet-
rouska ballettinn.
Agriist II. Bjarna§on
liró£e§§or
65 sira.
Prófessor Ágúst H. Bjarnason
er sextíu og fimm ára í dag, og
hefir háskólinn gengist fyrir því
að honum verður lialdið veglegt
samsæti í Oddfellowliöllinni í
' tilefni dagsins. Prófessorsstarfi
hefir Ágúst H. Bjarnason gegnt
frá því er háskólinn var stofnað-
ur hinn 17. júní 1911 til þessa
dags, og er liann nú eini prófess-
orinn sem starfað hefir við há-
skólann frá upphafi og starfandi
er enn.
Eftir glæsilegan námsferil og
að aflokinni doktorsprófraun við
Kaupmannahafnarháskóla hóf
prófessor Ágúst H. Bjarnason
störf sín fyrir íslensku þjóðina,
og hefir hann auk starfs síns við
háskólann unnið að margvísleg-
um fræðslu- og skólamálum, og
samið fjölda rita Iieimspekilegs
efnis, sem komin eru inn á hvert
heimili á landinu, sem bókment-
um hefir sint á annað borð. Hef-
ir enginn einstaklingur lagt
j drýgri skerf til fræðslu þjóðar-
1 innar um menningu Austur-
landa, Hellas eða Vesturlanda en
Ágúst H. Bjarnason. Auk þess
hefir liann samið almenna sál-
fræði og siðfræði, sem kendar
eru við háskólann og eru braut-
ryðjandaverk hér á landi.
Að þessu sinni skal ekki út í
það farið að rekja hin mörgu
og margvíslegu ritstörf próf.
Ágústs H. Bjamasonar. Hann
er fyrir löngu þjóðkunnur mað-
ur fyrir þau, fyrirlestrastarf-
semi sína og fræðsustörf önnur.
Hann er sístarfandi, ungur i
anda og auðugur af láhuga um
flest það er til umbóta horfir.
Hann er samviskusamur fræði-
maður, sem vill vinna hvert
verk vel, og á skilið þjóðarþökk
fyrir unnin störf, en án efa á
hann enn eftir að leggja margt
til málanna, þótt aldur taki að
færast yfir hann.
Gamlir og ungir nemendur
hans munu í dag þakka honum
fræðsluna, og þjóðin öll votta
honum virðingu sína á þessum
merkisdegi ævi hans.
Frá Petsamo til
New York.
200 farþegar í sfað 20 venjulega.
Í?P Francis McEachen fylgdist með styrjöldinni í Noregi
fyrir hönd United Press, en er henni var lokið, fékk
p hann skipun um að hverfa heim til New York. Tók
y hann sér þd ferð með finska mótorskipinu Mathilda
Thorden, og var það fyrsta skipið, sem fór frd Petsa-
mo, eftir að finsk-rússneska striðið hófst. — Greinin
er því miður ekki alveg ný, vegna þess, að bréf það,
sem hún var i, var sent til Englands til skoðunar.
Þ. 21. júní leysti Mathilda
Thorden landfestar og sigldi í
norðurátt út fjörðinn. ÞettaÝsex
þúsund smúlesta finska mótor-
skip hafði innanborðs lifandi
farm, sem allur var fullur vonar
og ótta.
Þegar komið var út úr firðin-
um var rússneskt tundurdufla-
svæði á hægri hönd, en á vinstri
liönd var Noregur í liöndum
Þjóðverja og þar mátti búast við
að væri einhver skip þýska flot-
ans. En framundan, á sigling-
unni lil Ameríku, var það svæði,
þar sem eftirlitsskip Breta ösl-
uðu til og frá.
Sá orðrómur barst milli far-
þeganna, en fékk þó aldrei stað-
festingu, að í lestarrými Mat-
hilda Thorden væri dýrmætur
farmur. Tuttugu og f jórir stórir
kassar, fullir af sænsku gulli,
sem geyma átti í Bandarikjun-
um, góður fengur fyrir þá þjóð,
sem kæmi til hugar að taka það.
Litla skipið sigldi beint i átt-
ina til miðnætursólarinnar, frá
einu höfninni i Norður-Skan-
dinaviu, sem ekki var ísilögð. Á
hægri liönd, tiu mílur undan,
voru tundurdufl Rússa, en til
vesturs, fjórar mílur á brott var
handhelgi Noregs.
Þegar komið var fram hjá
þessum hættusvæðinu beygði
Mathilda Thorden til vesturs,
síðan til suðvesturs og fór 40
m. fyrir sunnan ísland, sem
Bretar höfðu tekið. Það var ekki
ætlunin að láta neitt eftirlitsskip
verða vart við ferðir skipsins.
Ferðin til New York tók tólf
daga. Farþegarnir voru 200 að
tölu, en venjulega tók skipið að
eins 20 farþega. Þeir voru flótta-
menn, stjórnmálaerindrekar,
blaðamenn og rúmlega 100 sjálf-
boðaliðar, sem farið liöfðu til
Finnlands frá Bandaríkjunum
og Kanada.
Alla leiðina til New Y'ork, en
þangað var komið 3. júli, sáum
við ekki eitt einasta skip, hvorki
kaupfar né herskip. Það er varla
Iiægt að hugsa sér muninn á
borginni, sem við komum til og
þeirri, sem við yfirgáfum.
★
Petsamo var aldrei sérstak-
lega mikil vinnuborg. Þar var
aldrei til bygging, sem líktist
neitt skýjaldúf. Það var varla til
uppfylling, svo að heitið gæti.
Og alt, sem nýtilegt var, var
brent til ösku þegar Rússar
komu.
En nú eru Finnar komnir af t-
ur. Nú er ys og þys í Petsamo og
húsin þjóta upp, eins og gorkúl-
ur á fjósliaug. Tuttugu og fjór-
ar stundir á sólarhring heyrist
hávaðinn í hömrum smiðanna,
hvinurinn í sögum þeirra og
urgið i eina krananum, sem þar
er til og aldrei fær augnabliks
hvíld. Endrum og eins heyrast
dimmar þrumur dýnamit-
sprengjanna, sem gefa til kynna
að nú sé verið að vinna að bygg-
ingu nýrrar uppfyllingar.
Petsamo er nú eina höfnin við
Ishafið, sem ekki leggur og er
ekki ennþá í höndum ófriðar-
aðilja. Hún er eina höfnin, sem
útflutningsafurðir Finna og
Svia geta farið óhindrað um og
líka eina höfnin, þar sem þeir
geta tekið á móti matvælum og
öðrum nauðsynjum.
Pelsamo er ekki i járnbrauta-
sambandi við aðrar borgir, svo
að allir flutningar verða að fara
fram á bilum.
Svíar standa að nokkuru
leyti straum af kostnaðin-
um við hafnarmannvirkin,
sem eiga að ná 16 km. út með
vesturströnd fjarðarins. Bragg-
ar voru reistir i skyndi fyrir.þá
2000 finsku hermenn og smiði,
sem eru þarna að starfi og þess-
um bröggum fjölgar daglega.
Það eru varla fleiri en 12 konur
þarna.
★
Þessi tvö bundruð, sem fóru
vestur um haf, komust ýmsar
leiðir til Petsamo.
Eg var í Tromsö, þegar þang-
að barst skipunin til setuliðsins
uxu að leggja niður vopn. Þarna
var úrvalslið og hermennirnir
voru fjarri því að vera fegnir
yfir skipuninni. Með dönskum
jiresti, breskum ræðismanni og
liðsforingja flaug eg í norskri
sjóflugvél til smá-stöðuvatns,
sem er rétt fyrir sunnan Petsa-
mo. Eg símaði frá Rovaniemi,
hvernig mér hefði gengið og fór
svo til Petsamo til þess að bíða
eftir skipsferð.
Ragnar Christopherson hðs-
foringi, sem nú er á Ellis-eyju,
lxafði unnið fyrir sér hingað og
þangað á leiðinni til Petsamo frá
Oslo. Hann liafði verið túlkur
fyrir ýmsa breska ræðismenn í
Noregi og verið í Oslo, þegar
Þjóðverjar höfðu tekið boi’gina.
Hann var breskur þegn og flýði
til Svíþjóðar. Eg hafði einnig
verið i Oslo, en fór norður i
land.
Það átti að taka okkur háða
fasta í Petsamo. Skilríki mín
forðuðu mér þó frá því. Christ-
opherson komst hjá því, með
því að kasta einkennisbúningn-
um og talca sér annað nafn.
Fyrir Kurt Singer og konu
hans var Petsamo eina leiðin til
undankomu. Singer var Gyð-
ingur og hafði farið til Austur-
ríkis, rétt fyrir „Anschluss“ til
þess að tala gegn nasismanum.
Meðan hann var þar, var kona
hans send í fangabúðir í Þýska-
landi.
Hún var þó að lokum látin
laus og þau flultust þá til Gauta-
borgar í Svíþjóð, þar sem liann
gaf út andnasistískt blað og
bækur. Eftir að Þjóðverjar tóku
Noreg og áhrif þeirra jukust i
Svíþjóð, var Singer handtekinn
og mikið af bókum hans voru
eyðilagðar.
Sjálfboðaliðarnir, sem flestir
voru af finskum ættum komu í
hópum frá ýmsum stöðum í
landinu.
Allir voru oi-ðnir þreyttir á
verunni í Evrópu, og þegar
Frelsisstyttan og skýjakljúfarn-
ir á Manhattan gnæfðu við him-
in, var þxmgu fargi af okkur
létt. •. ,