Vísir - 21.08.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1940, Blaðsíða 3
I VISIR Ræða Churchill. Framh, af 1. sídu. MANNTJÓNIÐ I STYRJÖLDINNI. Churchill sagði, að manntjónið í styrjöldinni nú væri 92.000. Þar með eru taldir fallnir ,særðir, fangar (mestur liluti þessara 92.000) og horgarar, sem farist liafa og særst. 1914 var mann- tjónið 365.000. Churchill gerði nokkurn samanburð á styrjöldinni þá og nú. Þá var barist þannig, að herirnir eyddu feikna miklu stáli hver gegn öðrurn. Vék hann í því sambandi að liinu ógurlega mann- fallið við Sornine og Passchendaele. Nú hefði tæknin verið tekin algerlega í þjónustu hernaðarins og það og afstaða fóllcsins sjálfs væri það, sem mest ylti á. Af hinum nýju hernaðaraðferðum hefði leitt, að miljónjr manna hefði gefist upp eða talið tilgangs- laust að verjast. — Churchill kvað þær liernaðaraðferðir sem nú væri beitt ,eiga hetur við Breta en þá er beitt var, að tugþúsund- um manna var miskunnarlaust slátrað á vígvöllunum, og mundi það koma í ljós því betur sem lengra liði, að Bretar og breskar þjóðir yrði slyngar að nota tæknina í hernaði. HIN BREYTTU VIÐHORF. Churchill rakti allítarlega liið breytta viðhorf, sem hefði skap- ast við það, að hvert landjð á fætur öðru hefði orðið Hitler að bráð. Hann ræddi þetta með til- lj.fi til Breska Somalilands og á- standsins þar eystra, en frá upp- hafi var gert ráð fyrir samvinnu Frakka, í Franska Somalilandi, og að not yrði að flota- og flug- stöðvum Frakka við'austanvert Miðjarðarhaf og víðar. Þótt Frakkland hefði orðið fyrir því, að Þjóðverjar væði yfir landið, hefði nýlendurnar getað haldið áfram. Þeim hefði verið það skyll. En þetta væri ekki glæp- ur hinnar mildu og göfugu frönsku þjóðar, heldur „mann- anna frá Vichy“. I Evrópu leiddu sigurvinning- ar Þjóðverja til þess, að öll strandlengja meginlandsins frá N.-Noregi til Spánar er á valdi Þjóðverja. Allar hafnir, flug- stöðvar o. s. frv. eru í höndum Þjóðverja, og skilyrði þeirra tjl árása á England batnað svo, að flugvélar þeirra komast á fáum mínútum til Bretlands. Það, sem vér óttuðumst mest, gerðist, sagði hann. Hann sagði því næst, að það liefði þólt furðu- legt, — hefði menn vitað þetta í vor snemrna, —■ að nú væri Bretar öruggari um sigurinn en nokkuru sinnj. í ræðu sinni lauk Churchill miklu lofsorði á flugher Breta og sagði að flugvélaframleiðslan hefði aukist svo gífurlega, að yfirgnæfandi birgðir væri fyrir hendi af liverskonar tegundum, flugvéla, en amerísku flugvél- arnar væri aðeins að bvrja að koma. Churchill sagði á einum stað í ræðu sinni, að eldci væri víst, að styrjöldin stæði eins lengi og menn ætluðu — brautin að sig- urmarkinu yrði styttri en menn hafa búist við, —- en varlegra væri þó að búast við að hún vera von á henni hingað eftir ca. 2 mánuði. Það er því með öllu ástæðu- laust fyrir fólk og fyrirtæki að safna að sér óþarflega mikilli smámynt, enda getur slíkt orðið til beinna óþæginda í viðskifta- lífinu, ef mikið kveður að. Rilcisstjórnin mælist eindreg- ið til þess, að þau fyrirtæki, sem nota skiftimynt í viðskiftumr sínum að nokkru ráði, afhendi daglega i bankann alla þá skifti- mynt,. sem þeim er auðið að missa vegna viðskifta sinna. Með því ennfremur, að allmikið af skiftimynt mun liggja í sparibaukum þeim, sem bank- arnir hafa selt, eru það tilmæli ríldsstjórnarinnar til almenn- ings, að eigendur sparibauk- anna leggi hið allra fyrsta inni- hald þeirra í bankana. Hér er um tihnæli að ræða, sem allir hljóta að bregðast vel við, og ætti fólk að varast að láta það lenda í undandrætti, að láta smámynt sína af liendi samkvæmt ofansögðu. stæði eitt eða tvö ár eða lengur. Churchill lcvað Breta liafa fallist á að leigja Bandaríkjamönnum flugstöðvar í nýlendunum í Vesturálfu og gaf í skyn, að samvinnan myndi verða hin nánasta. Hann gaf og í skyn að von væri aukins stuðnings (lier- skipá) o. fl. Cliurchill kvað það óslc sina og hæn að hreska stjórnin reynd- ist verðug friðinum ef henni yrði veitt það að sigra. ------- —BB—--------- Agiist. II. Iljarníi- §ou lieiðraður. Próf. Ágúst H. Bjarnasyni var haldið samsæti í gærkveldi í Oddfellowhúsinu í tilefni af 65 ára afmæli hans. Samsætið sátu um 100 manns. Rektor háskólans, próf. Alex- ander Jóhannesson stjórnaði samsætinu og flutti fj7rstu ræð- una fyrir minni heiðursgestsins. Rakti hann hinn langa og ötula starfsferil próf. Ágústs, en auk Iláskólarektors tóku margir aðrir til máls. Próf. Sigurður Nordal, sr. Friðrik Hallgríms- son, er mælti fyrir minni frúar- innar, próf. Árni Pálsson, er mælti fyrir minni barna pró- fessorshjónanna, Gunnlaugur læknir Einarsson, Guðm. pró- fessor Hannesson, Ásgeir banka- stjóri Ásgeirsson, de Fontenay sendiherra Dana og Hjalti Jóns- son, er mælti fyrir minni Há- konar, skógræktarstjóra. Próf. Ágúst tók þrisvar til máls. Vel á minst — útvarpið! Eg hefi verið að „velta því fyrir mér“, hvort rétt sé að láta óátaldar allar þær hrellingar, sem útvarpið hérna vill bjóða hlustendum sínum. Komst eg að þeirri niðurstöðu, að réttara væri að áminna það lílillega, hvort sem árangurhm yrði nokkur eða enginn. Það er ekki Iiægt að ásaka sjálfan sig, þegar maður situr heima hjá sér, arg- ur og leiður yfir hugkvæmnis- leysi útvarpsins, ef maður reynir að leiðheina aumingja mönnlin- um á einhvern hátt. Skemtiatriði útvarpsins eru aðallega fólgin i þrennu: Fyrir- lestrum, sem eiga að vera til skemtunar og fróðleiks, liljóm- list, útvarpsleikritum og upp- lestri, er heyra undir sömu grein listarinnar. Er oft allvel til fyr- irlestranna vandað og stundum ágætlega, því athugandi er, að líminn er takmarkaður og einn- ig er takmarkaður sá fróðleikur, sem almenningur getur tekið á móti á þennan hátt. Verður ekki annað með sangirni sagt, en að útvarpið noti í mörgum tilfell- um þá bestu krafta, sém völ er á. Þá er hljómlistin. Hljómlistar- menn þeir, sem \*ð útvarpið starfa, hafa oft reynt að leið- heina hlustendum hvað æðri hljómlist snertir og er það bæði gott og nauðsynlegt. Þarf eg þá ekki að benda á neitt þvílíkt. Eklci finst mér það lieldur á- mælisvert, þó að reynt sé að skaka á „draggarganið“, ef það er gert i hófi, þvi að margir hlustendur eru ekki hálærðari í þessari göfugu list en svo, að þeir hafa yndi af þessu. En það, sem mér þykir þreytandi og beinlínis ankanalegt er, að söngvarar okkar, sem margir eru góðir raddmenn, slculi syngja sömu lögin dag eftir dag og ár eftir ár, að eins af því að þau eru íslensk. Þessa er vita- skuld krafist af þeim af þeim hluta fólksins, sem, er svo ó- söngvið, að það getur ekki lært nema svo sem tuttugu lög eða hugsar meira um textann en sjálfan sönginn eða lagið. Söng- lagasmiðir okkar eru fáir og ekki allir jafn-snjallir, svo að mér finst algerlega rangt að takmarka sönglagaþekkingu manna við þá eina. Það er þann- ig með hvað eina, að við erum komin svo mikið inn i hringiðu umheimsins, að oklcur veitir ekkert af að kynnast þvi, sem til menningar má teljast í þessu efni sem öðrum. Þá hefir útvarpið tekið upp þá nýbreytni i sumar og síðast- liðið sumar, að leika alt sum- arið leikþætti eftir sama mann- inn og meira að segja lála sörnu mennina fara með það kvöld eftir kvöld. Þetta nær ekki nokkurri átt, ekki einu sinni þó að bæði höfundar'og leikendur séu ágætlega valdir, en þvi hef- ir ekki verið að heilsa. í fyrra tóku þeir höfund, sem var tæp- ast meðalmaður og þvældu hon- um út megnið af sumrinu. Einu sinni eða tvisvar tóku þeir leik- þátt eftir annan mann og var það að minsta kosti í fyrra skiftið, eins og sólskinsblettur í leikstarfsemi sumarsins. í fyrrahaust lék Leikfélagið hér Ieikrit eftir nýjan liöfund, sem sýndi ótvíræða hæfileika, þó að ýmislegt mætti að því finna. Nú hefir útvarpið tekið þennan liöfund i sumar og þvælt honum þannig út, að all- ir eru orðnir hundleiðir á hon- um. Því að það er hvorttveggja, að erfitt er að fá nothæfar hug- myndir einu sinni í viku og svo er hitt, að útvarpið hefir ekki látið sér nægja þetta, heldur hefir það látið hann lesa upp kvæði og sögur og halda fyrir- lestra. Er ekki annað sjáanlegt, en að útvarpið hafi ætlað að koma því svo fyrir, að maður- inn ætti sér ekki uppreisnarvon. Alveg sama máli er að gegna með Jeikendurna. Hver leikandi hefir sin séreinkenni, sem geta verið ágæt og skemtileg innan um annað, en ef menn eiga að hlusta á þau og ekkert annað, þá leiðist mönnum þetla svo mákið, að leikandinn er þá bú- inU að „spila, sína rullu“. Af hverju útvarpið gerir þetta, veit eg ekki, en annaðlivort hlýtur það að vera af grunnhygni eða leti. En ef það stafar af því síðarnefnda, þá veit eg ágætt ráð, sem gæti verið þeim til létt- is í erfiði þeirra og það er að ráða sama manninn sem þul, leikara og upplesara — eg veit meira að segja af sérstökum manni, sem væri ágætlega til þess fallinn, að drepa alla í leið- indum — því þá mundu allir loka fyrir útvarpið hjá sér og þeir þyrftu ekki að sjá um neitt útvarpsefni framar og færi þeim þá eins og manninum, sællar minningar, sem brendi upp atvinnuna fyrir sjálfum sér. Kona. Vísir vill taka það fram, að álit blaðsins á hinum unga leik- ritahöfundi, sem nú starfar hjá útvarpinu, er að hann sé allra eftirtektarverðasti rithöfundur og slcáld, sem komið hefir fram á síðari árum hér á landi, enda vikur frúin ekki að því. Að öðru leyti sér blaðið ekki ástæðu til athugasemda. Ritstj. HARLEY DAVIDSON mótorhjól í góðu standi til sölu. - Tækifærisverð! K. v. á, Yíirforingi i breska setuliðinu í Reykja- vík óskar eftir íbúðarherbergi með aðgangi að baðlierbergi, æskilegast að inngangur væri sér. Þriggja rnánaða fyrir- framgreiðsla. Uppl. í noDæiifiiar ÍIIRINGS OFFICER. Sími 4106. LINGUAPHONE- TUN GUMÁL ABÆKUR fyrirligg-jandi. PJðtur. Nálar. FJAÐRIR í GRAMMÓ- FÓNA. STRENGIR bogahár. PLEKTARA STEMMU- GAFFLAR. SAXOFON OG KLARINET BLÖÐ. BANGO HARMONIKA (fimmföld, í góðu standi). Nytt: Dilkakjöt Lækkað verð. Nordalsíshús Sími 3007 Buð fyrir tóbaks- og sælgætis- verslun, með litlu veilinga- plássi, vantar sem fyrst. Til- hoð merkt: „Commander“ fyrir laugardag á afgr. Vísis. BúsáhSId EMAILLERUÐ, NÝKOMIN. Hamhorg Laugavegi 44. Niöursuduglös Sultuglös, Tappar, allar stærðir, Flöskulakk og Betamon. VUIR Laugavegi 1. IJTBÚ, Fjölnisvegi 2. Auglýsing frá ríkisstjórniuui. Ríkisstjórnin hefir samið við bresku myut- sláttuna um að slá íslenska skiftimynt og nma vera von á henni hingað eftir ea. 2 mánuðL Með því að eins og* stendur er hörguR á skiftimynt, en allmikið af hemni mun Iiggja í sparibaukum þeim, sem bankamir hafa seh, eru það tilmæli ríkisstjórnariwnar til almeun- ings, að eigendur sparibaukanna leggi hið'aDra fyrsta innihald þeirra inn í bankann. Ennfremur eru það tilmæli til fyrírtækja þeirra, sem nota skiftimynt í viðskiftum sínstm að nokkru ráði, að þau af hendi clagíega í bauk- ana alla þá skiftimynt, sem þeim er auðíð awS missa vegna viðskifta sinna. REGLUR um farþegaflutninga með skipum vorum fii Bandaríkja Norður-Ameríku samkvæmt ósk ríkisst jórnarinnar: 1. Allir farþegar skulu komnir til skips eœ- um klukkutíma fyrir brottför skipsins. 2. Frá þeim tíma að farþegar skiilvi vera komnir til skips, er engum manni Iieímíif að fara um borð í skipið eða fara úr sfcip- inu, nema að hann hafi skrlflegt leyfs frá framkvæmdastjóra eða skrifstofusíjöra skipafélagsins. 3. Leyfi það, er um ræðir i 2. lið verður að eins veitt þeim mönnum, sem sýna fram á, að þeim sé nauðsynlegt vegna verslunar- reksturs síns að fara um borð í skipið á framangreindu tímabili. 4. Ef það skyldi koma í ljós að farþegar eða aðrir hafi flutt bréf á laun um borð i sfcíp- ið verður þeim ekki leyft far með skipinij. Reykjavík, 13. ágúsí 1940. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. M\iú - flkiireyri Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs, * )) EfegiHm i Qlseim m 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.