Vísir - 22.08.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 22.08.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR AXEL THORSTEINSON: RoOSÍJVKliT Bíýdifit* sig* 1905—1910 rakRoosevelt lög- fræðistörf. Haustið 1910 komu upp mörg hneykslismál í New York ríki, og það var mjög þjarmað að demokrötum, og skorti þá frambjóðendur, sem nokkrar líkur væri til að kosn- ir yrði á ríkisþingið í New York. Roosevelt lét til leiðast að gefa kost á sér sem þingmannsefni í efri deild þingsins, og náði kosn- ingu. Lenti Roosevelt brátt i snörpum deilum við ráðamenn flokksins, „Tammany-húsbænd- urna“, og bar sigur úr býtum í þeim skiftum, og var þessara viðureigna víða getið. Þegar Roosevelt liafði verið endurkos- inn á þing 1912, lenti hann aftur í deilum við flokksstjórnina. I þeim deilum kyntist hann víð- kunnum demokrat, stjórnmála- manninum Joseplius Daniels, sem varð flotamálaráðherra í ráðuneyti Woodrow Wilsons, en Daniels mundi eftir Frank- lin Roosevelt, og kom því til leiðar, að hann varð aðstoðar- flotamálaráðherra. Árið 1919 fór Roosevelt til Frakklands í erindum flotamálastjórnarinn- ar. Þegar liann kom aftur tók hann mikinn þált í baráttunni fyrir því, að Bandaríkin gengi í Þjóðabandalagið. 38 ára var hann valinn varaforsetaefni flokksins í ríkisforsetakosning- um. Og í forsetakosningunum 1920 flutti hann um 800 ræð- ur og var liann, að sögn, all- dasaður eftir kosningabarátt- una, en í þessum kosningum biðu þeir ósigur James M. Cox og Roosevelt, en Harding var kosinn forseti. Gaf Roosevelt sig nú aftur að lögum, þar til liann lók lömunarveikina 1924. — Ár- ið 1929 hvatti Alfred E. Smith, sem þá var forsetaefni demo- krata, Roosevelt til nýrrar þátt- töku í stjórnmálunum, og lét Roosevelt til leiðast að vera rik- isstjóraefni flokksins í New York. Hann var kosinn með 25.- 000 atkvæða meirihluta, en Smith komst ekki í forsetastól- inn. — Roosevelt tók við rikis- stjórastörfunum 1. jan. 1929 og vann mikið verlc i þágu New York ríkis. Varð hann að heyja marga harða baráttu til þess að komafram áhugamálum sínum, svo sem vatnsvirkjunarmálum o. fl. Hann var endurkosinn rík- isstjóri með 725.000 atkvæða meirihluta, en eftir það liafði flokkurinn augastað á honum sem ríkisforsetaefni, enda leið ekki á löngu, að hann yrði val- inn forsetaefni. Þegar Lister Hill, fulltrúi Al- abamaríkis í öldungadeild þjóð- þingsins i Washington, lagði til á ráðstefnunni í Chicago, að Pioosevelt yrði kjörinn forseta- efni, sagði hann: „Roosevelt einn er leiðtogi vor og aðrir koma ekki til greina sem leiðtogar. Honum er manna best treystandi til að varðveita friðinn, sé það gerlegt, en sé styrjöld ólijiákvæmileg, er hann sá maður, sem best er treyst- andi til þess að leiða Bandaríkja- þjóðina til sigurs.“ Það er eins dæmi i sögu Bandaríkjanna, að nokkur flokksleiðtogi njóti eins ein- dregins fylgis flokks sins og nú er komið í ljós, að Roosevelt nýt- ur í demokrataflokknum. Vafa- laust á hann gífurlegu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Eng- inn núlifandi stjómmálamanna Bandaríkjanna á eins almennum vinsældum að fagna sem leið- togi og maður. Mönnum er lilýtt til hans vegna persónulegra ífSfifiiE B 3|ífi SÍIIII. áhrifa hans. Mönnum finst, að þeir þeklci hann, rödd hans liefir fært yl og hlýju og vonir inn á heimili þeirra, glælt ást þeirra á öllu, sem þeim er kært fram- ar öllu frelsinu. Hann hefir hald- ið fast á rétti frjálsborinna manna, réttinum til að hugsa, tala og rita, eins og sannfæring- in býður, réttinum lil þess að greiða atkv. ufn hverjir eigi að fara með völdin í landinu, rétt- inum til þess að trúa á guð og vera frjálsir að þvi að Iáta trú sína í ljós. Þegar Roosevelt talar um þessi liugðarmál sín og önn- ur, stafar Ijómi af honum, og margir, sem um hann hafa skrifað, segja, að hvort sem menn lilýði á hann flytja út- varpsræður eða bæði sjái og heyri hann tala, finnist mönn- um, að það verði bjartara í kringum þá, er rödd hans hljómar, og alt hlýlegra, trú þeirra á framtíðina aukist og viljinn til þess að vinna að því, að hún vei’ði framtíð friðarins og réttlætisins glæðist. Þannig lýsa Bandarikjamenn sjálfir forseta sínum. Og þannig — eða á svipaðan hátt — hefir honum verið lýst af annara þjóða mönnum, ekki síst þeim, sem kúgaðir eru og þjakaðir, og þrá það frelsi, sem Roosevelt vill — og berst fyrir — að allar þjóðir geti búið við. Pr Odýr leikföng Armbandsúr frá 1.00 Bílar — 1.00 Hárspennur — 1.00 Hárkambar — 1.00 Kubbakassar — 2.00 Myndabækur — 0.75 Munnhörpur — .1.00 Saumakassar — 1.00 Smíðatól — 1.50 Skip — 1.00 Yddarar — .1.00 Vasaúr — 1.00 K. Einersson & Slörnssnn, Bankastræti 11. Sliiiaieiíi í efri hluta Grímsár til leigu fná 23.—28. ágúst. — Uppl. gefur Ásgeir G. Gunnlaugsson. Sími: 3102 og 4362. Matpeiðslubók eftir frk. Iíelgu Thorlacius, meö formála eftir Bjarna Bjarnason lækni, er komin út. Frk. Helga Thorlacius er löngu orðin þjöðkunn fyrir framúr- skarandi þekkingu á svi'öi mat- gerðarlistarinnar og hefir á undanförnum árum beitt sér af alefli fyrir aukinni grænmetis- neyslu og neyslti ýmissa inn- lendra jurta, t. d. skarfakáls, hvannar, heimulanjóla, hóf- blöðku, Ólafssúru, sölva, fjalla- grasa, berja o. s. frv. í bókinni er sérstakur kafli um tilbúning drykkja úr innlendum jurtum. Húsmæður! Kynnið yður Matreiðslubók Helgu Thorla- cius áður en þér sjóðið niður fyrir veturinn. Bókin kostar aðeins kr. 4,00 í fallegu bandi. Kerlingarf jöll. Einliver fegurstu fjöll íslands eru Kerlingarfjöll sunnan Hofs- jökuls bæði að lögun og lit; þau eru að mestu úr líparít. Dalir miklir eða gil — Hveradalir — skifta fjöllunum í tvent og er í þeim dal mesti fjöldi af hverum, þar er sennilega mesta hvera- svæði á Islandi. Litaskiftingin í dalnum er þannig að henni verður vart lýst betur en Þorvaldur Tlioroddsen gerir í ferðabók sinni. Hann segir: „Niður með öllu gilinu er alt sundurskorið af bríkum til beggja liliða og eru hlíðarnar allar mislitar. Þar eru gulgræn- ar skellur af brennisteini, hvitt hverasalt, mislitur leir, ótal sjóðandi hverapyttir, dölckbláir, ljósbláir, dökkgrænir, ljósgræn- ir, gulir, hvítir og rauðir; hvar sem litið er eru ólal augu og al- staðar gufustrókar upp úr liverri rifu.“ Vegna legu fjallanna og hæð- ar (1477 m.) er af þeim víð- ust og tignarlegust útsýn á landi hér, þar sést þvert yfir ísland, í suður sést á sjó framan við Suðurlandsundirlendi og í norð- ri blasir við MæHfellshnúkur og | liafið kringum Skaga, Húna- > flói og Skagafjörður, í vestri Langjökull og í austri yst í bláu mistri sést Vatnajökull. Myndin hér fyrir ofan er tek- in nokkuð ofan við Sæluhús Ferðafélags íslands. A miðri myndinni er Loðmundur (1432 m.), þar er af kunnugum talin vera besta aðstaða til þess að iðka fjallgöngur. Var nám- skeið Fjallamanna s. 1. sumar haldið þar. Til hægri við Loð- mund efst *á hjarnbreiðunni er hæsti tindur fjallanna (1477 m.) en langt til hægri sést í Hvera- dali. Um næstu helgi efnir Ferða- félagið til ferðar i Kerlingar- fjöll. Verður farið þangað laug- ardag og dvalið heilan dag í fjöllunum. Þá verður og farin önnur ferð um Kaldadal í Borg- arfjörð og gengið á Baulu. Eru þetta síðuslu tveggja daga ferð- ir félaganna á þessu sumri. Outsider. VÍSIS KAFFÍÐ gerir alla glaða. | Framköllun KOPIERING STÆKKUN Fljótt og vel af hendi leyst. Tliiele hL.f, Austurstræti 20. GELATIN matarlím- í bréfum. duft Framköllun KOPIERING STÆKKUN framkvæmd af útlærðum Ijósmyndara. Amatörverkstæðið Afgr. í Laugavegs-apóteki. um Hvalfjörð, Dragháls og Skorradal eru bilferðir fimtudaga kl. 9 f. h., laugardaga kl. 2 e. h. og mánudaga kl. 11 f. h. FRÁ BORGARNESI: Þriðjudaga og föstudaga kl, 11% f. li. og sunnudaga kl. 6 e. h. Afgreiðsla i Borgarnesi: Bifreiðastöð Finnboga, sími 18 og Hótel Borgarnes, sími 19. BIFREIÐASTÖÐIN HEKLA. — Sími: 1515. Reykjauik - Hkereyri Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. Tilkynning. Athygli skal vinsamlegast vakin á því, að breska aðal- ræðismannsskrifstofan er ekki lengur í Hafnarstræti 10-12. — Símanúmer skrifstofunnar er nú 5883 og 5884. Tilkynning írá. ríkisstjórniirmi,, | Með því nð Fíkis^ ; stjépninm lieHx* vexii tjáö, að bpeska Fíkis-’ stjópnin hafi ákveðið að leyfa ekki fpamvegis ai bpeskip peningaseðlaF veröi fluttiF inn til Hi*et— lands, vill hón hérmeð alvaFlega skopa á þá, sem iiafa bpeaka peningaseðlsi i vépslnm sínuxn,. að af- Ixexida þá strax íslenslc— um bðnkum og ails elclcl seinna en fyxip loloxssaF— tíma 27» ágdst 1940, því I aö aö öÖFxxm kosti eiga. I liandltafaF slíkra p©i»! § ingaseöla þaö á hættu að '|. seðlaxnip vex»öi 6inn«* '| leysaxxlegiF og vei*ölauste Reykjavík, 21. ágúst 1940 Utanrlkismálapáðoneytí#v I Aiigflýsinf^ nita umfierð í fileykjstvík. Samkvæmt ályktun bæjarstfómar Reykja- víkur hefir verið ákveðinn einstefnuaksftia* vagna og reiðhjóla, auk bifreíóa tiin Hverfis- j götu frá vestri til austurs og um I>augaveg jfrá j austri tii vesturs. Ennfremur er á götum, þai sem fyrirskipr ' aður er einstefnuaksur, óheimilt að leggjafrá sér reiðhjól, annarsstaðar en vinstra megín á götunni við gangstéttarbrún og svc í reiðhfólK- grindur, sem settar eru á gangstéttir með sam-1 Hvers vegna auglýsið þér í ¥isi? Það margborgar sig. þykki lögreglunnar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. ágúst 1940. Agiiai* KoefioetMEíiiifiien.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.