Vísir - 26.08.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 26.08.1940, Blaðsíða 1
¦ Kristj Ritstjóri: án Guðlaug sson Félagsp Skrifstofur: rsntsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 26. ágúst 1940. 195. tbl. Loftárásii* á London og Berlin 54 þýskar flugvélar skotnar niður við Bretland i gær. Breskar flugvélar fljúga í fylkingum yfir kanslara- EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Síðastliðna nótt voru tvívegis gefnar aðvaranir um, að Ibftárásir væri yfirvofandi. Hafði sést til þýskra flugvéla, sem stefndu í áttina til London. Allar hinar venjulegu varúðarráðstafanir voru gerðar. I hverri einustu loftvarnastöð og flugstöð voru menn viðbunir. Eins og í hin fyrri skiftin tókst þýsku flugvélunum að komast inn yfir úthverfi borgarinnar, en heldur ekki lengra. — Af götunum í miðhluta Lundúnaborgar mátti sjá, að fallhlífarblysum var varpað yfir úthverfin og enn- fremur heyrðist í fjarska, að varpað var hvinsprengj- um, en sprengjur þessar notuðu Þjóðverjar fyrst í inn- rásinni í Holland og Belgíu. Gefa þær frá sér blísturs- hljóð og er mikill hvinur, þegar þeim er varpað, en til- gangurinn er aðallega að haf a truf landi áhrif á f ólkið, verka á taugar þess. Upp á síðkastið ndta Þjóðverjar hvinsprengjur þessar æ meira í loftárásum sínum á Bretland, en taugar bresks f ólks virðast sterkari en á meginlandinu, og enn sem komið er hefir fólk verið furðulega rólegt í loftárásunum. Það munu ekki hafa verið mjög margar sprengjuflugvélar, sem komust inn yfir úthverf in, því að í þetta skifti eins og áður', er þýskar flugvélar hafa reynt að komast til London, hafa bresk- ar orustuflugvélar Iagt til atlögu við þær, áður en þær komust til borgarinnar, hrakið þær á flótta eða dreift þeim, og tiltölulega fáar hinna þýsku flugvéla „sloppið í gegn". LOFTÁRÁSIRNAR S.L. LAUG- Eftir fyrstu fregnum að dæma hefir manntjón orðið lít- ið í þessum tveimur loftárásum. Samkvæmt tilkynningu breska flugmálaráðuneyt- isins og öryggismálaráðu- neytisins voru skotnar nið- ur í gær Við Bretland 54 þýskar flugvélar. loftárás A berlín. TÍU MIKLAR SPRENGINGAR URÐU I BORGINNI. United Press hefir fengiS fregnir um það frá Berlín, að kl. 12.15 s.l. nótt hafi verið gefnár aðvaranir í Berlín um, að loftárás væri yfirvofandi. Að minsta kosfi tíu miklar sprengingar heyrðust í miðhluta ])orgarinnar og virtust spreng- ingarnar hafa orðið i norður- og vesturúthverfunum. Sprengingar þessar urðu fyrstu tíu minútur loftárásar- innar. Einnig heyrðist, að skot- ið var af loftvarnabyssum af öllum stærðum víðsvegar um borgina. — Einnig er talið, að mörgum sprengikúlum hafi verið varpað um 40 kílómetra frá.Unter den Linden svæðinu. Flugvélarnar komu í / fylkingum inn yfir borg- inga og flugu yfir Kansl- arahöllina. Fólk þusti til loftvarnabyrgjanna og er skothríðin hófst um ger- valla borgina voru flestir komnir í loftvarnabyrgi. ARDAG. — ARASIR A PORTS- MOUTH, RAMSGATE, DOVER OG FJÖLDA MARGA STAÐI AÐRA. — Allan laugardag s.l. var mik- ið barist í lofti yfir Doversundi og víða yfir Bretlandi. Einnig var skifst á skotUm yfir Dover- sund. Mikið tjón varð af loft- árásum Þjóðverja á Ports- mouth, Ramsgate og Dover, einkanlega í Portsmouth, og talsvert tjón varð í úthverfum Lundúnaborgar. Eins og vana- lega ber þýskum og breskum fregnum lítt saman. Þjóðverjar segja, að hafnarhverfin í Ports- mouth hafi staðið i ljósum loga, en Bretar viðurkenna, að kvikn- að hafi í allmörgum bygging- um þar og manntjón hafi orðið, margir menn hafi særst og beð- ið bana, einkanlega er sprengja kom niður á kvikmyndahús. Eldurinn var fljótlega slöktur. Kviknaði bæði í verslunar- og íbúðarhúsum í Portsmouth, London og víðar. 1 fyrradag segjast Bretar hafa skotið niður 50 þýskar flugvél- ar. — Bretar tilkyntu í gær, að breskar sprengjuflugvélar hefði gert árásir á fjölda marga hern- aðarstaði í Norðvestur-Frakk- landi og víðar í Frakklandi, I Hollandi og Þýskalandi. Árás- 1 irnar voru gerðar bæði í björtu j og dimmu. Eins og að vanda j voru árásirnar gerðar á olíu- I vinslustöðvar', liergagnabirgða- I stöðvar, flugvélaverksmiðjivr og Banvænir á a. m. k. 4 km. færi. EINKASKEYTI frá U. P. ft"| árs gamall Kaliforníu- ^1* búi hefir fundið upp nýtt vopn — „drápsgeisla", — sem eru svo magnaðir, að þeir drápu fullvaxið naut á i km. færi, þegar þeir voru reyndir. Uppfinningin er í því fólg- in, að X-geislum er beint í eina samhliða geislabraut, en venjulega streyma þeir í allar áttir. En með efni, sem fékst Svíþjóð var hægt að ná valdi á geislunum. Ekkert er nákvæmlega gef- ið upp um þessa uppf inningu, því að hermálaráðuneytið í Bandaríkjunum mun vera að hugsa um að festa kaup á henni. skotfæra, hafnarmannvirki, flugstöðvar o. s. frv. Varð mik- ið tjón í þessum árásum. Meðal staða þeirra, sem árásir voru gerðar á, eru Brest, Boulogne, Arlienne, Dieppe, ýmsir staðir í Ruhr og Rínarbygðum o. s. frv. Það er ekki talið, eftir sein- ustu f regnum að dæma, að mik- ið tjón hafi orðið af völdum loftárásanna á London, en við- urkent er í breskum tilkynn- ingum, að skemdir hafi orðið á gas- og vatnsleiðslum. Opinber bresk tilkynning hef- ir ekki verið birt enn sem kom- ið er um loftárásina á Berlín, en hún mun vera væntanleg i kvöld. Það er nú kunnugt, að fjölda margar loftskeytastöðvar i Þýskalandi hættu útsendingum í nótt sem leið, vegna þess að beyrðist til bresku flugvélanna. Fregn frá Leipzig hermir, að fólk hafi hafst við í loftvarna- byrgjum fram undir morgun. Á undangengnum tveimur dögum hafa verið skotnar nið- ur samtals 104 þýskar flugvél- ar við Bretland. Flestar mistu þeir i gær i bardaga við strönd- ina á Dorset, er breskar orustu- flugvélar tvístruðu 130 þýskum flugvélum. 34 af hinum þýsku flugvélum voru skotnar niður. Bretar mistu 32 orustuflugvélar í gær, en áhöfnum 15 þeirra var bargað. Það er einnig kunnugt, að í loftárásunum seinustu á megin- landinu voru gerðar árásir á hernaðarstöðvar og verksmiður á Norður-íialíu, m. a. í Savoia- j flugvélaverksmiðjurnar . við ' Lago Maggioro, Arásir voru ;^::¥;:fS:.:. i-:V; ¦¦.;¦. PÓLVERJAR eru enn þá í stríði. Myndin sýnir Sikorski hershöfðingja vera á hersýmngu í Eng- landi og er hann að skoða útbúnað pólskra hermanna. — Við þetta tækifæri afhenti hann einnig heiðursmerki þeim Pólverjum, sem barist höfðu i Narvik með Bandamönnum. gerðar á verksmiðjur. og aðra hernaðarlega mikilvæga staði við Stuttgart, Köln, Frankfurt am Main og Ludwigshafen og rnarga aðra. ISlaðaummæli í Bretlandi iaiaa loftárásiiriiai*. Aðalmræðuefni Lundúnablað- anna eru loftárásir Þjóðverja um helgina. Segir „Daily Tele- graph" m. a.: „Það' hlaut auðvitað að reka að því að óvinirnir tækju aftur upp hatramar loftárásir, eftir að þeir höfðu hætt þeim í fimm daga til að ná sér eftir tjónið. Árásirnar hófust aftur á laugar- dag, og má telja að þá hefj- ist annar þáttur lofthernaðar Þjóðverja gegn oss. Fyrsti þátt- urinn stóð frá 8.—18. ágúst. ;' Þegar í byrjun þessa síðari þáttar varð það Ijóst, hve óvin- unum höfðu sviðið hin miklu töp í fyrri umferðinni. Á þeim fimm dögum, sem liðu, án þess að nokkuð markvert gerðist, höfjSu óvinirnir reynt þá aðferð að senda einstakar vélar, aðal- Iega til að hrella óbreytta borg- ara með því að ráðast á friðsam- lega staði með sprengjum og kúlnahríð. Nú senda þeir jafn- margar orustuflugvélar og sprengjuflugvélar og reyna að einbeita árásunum sem rríest á einn einstakan stað. Þeir virðast sætt sig við hið óumflýjanlega tjón, sem af hverri árás hlýst fyrir þá, og reyna nú að eins að ná sem mestum árangri með árásunum, hvað sem það kostar. Loftárásum Þjóðverja má líkja við stórskotaliðsárásir þær, sem venja er að byrja með, þeg- ar mikil sékn er hafin. En í þessu tilfelli hefir þetta alger- lega mistekist, vegna þess að tjónið er svo að segja einskis virði frá hernaðarlegu sjónar- miði. Árangur er enginn eða mjög lltill ,hvort sem litið er á skemdir á verðmætum, mann- tjón eða áhrif á kjark almenn- ings. Þjóðverjar hafa yfirleitt mist 3—4 sinnum fleiri flugvél- ar í hverri árás en Bretar, auk þess sem þeir hafa mestmegnis mist sprengjuflugvélar, sem eru miklu dýrari en orustuflugvél- ar, taka lengri tíma í framleiðslu og valda meira manntjóni ef þær týnast, enda er manntjón þeirra hlutfallslega miklu hærra en flugvélatjónið." Margir Brétár hafa krafist þess í breskum blöðum, að Frh. á 3. siðu. 8aiisniiig:5ir Itiímena og Fngrvei*ja komnir í strand. Sennilegt að þjóðstjórn verði mynduð í Rúmeníu. Ðr. Mániu ber nú einna hæst af stjórnmálaleiðtogum þar í landi. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Nú um helgina bárust fregnir þess efnis, að búist væri við, að samkomulag myndi nást milli Rúmena og Búlgara um Suður- Dobrudja, og eftir þýskum fregnum að dæma verður héraðið afhent 10. október. Samkómulagsumleitanir Búlgara og Rúm- ena eru þó ekki enn úr sögúnni og ekki loku fyrir það skotið, að snurða hlaupi á þráðinn. En miklu ver horfir með samkomu- lagsumleitanir Rúmena og Ungverja í Turnu Severin, því að fulltrúar beggja eru farnir heim til þess áð tilkynna ríkisstjórn- um sínum, að ekkert samkomulag hafi náðst. Nokkurar líkur eru þó fyrir því, að samkomulágsumleitanir verði teknar upp á ný. * Það sem á milli ber. Það er mikið, sem á milli ber. Fyrir nokkuru bárust fregnir um að Rúmenar vildu i mesta lagi lála Ungvera fá aðeins 2—3 héruð Transylvaniu, en samið yrði aðallega á grundvelli ibúa- skifta. Ungverjar voru sagðir vilja fá nærri alla Transylvaniu. Ágreiningurinn í Turnu Severin virðist aðallega hafa verið um það, hvort leggja ætti íbúaskifti til grundvallar, eins og Rúmen- ar vildu, eða þegar yrði tekið fyrir hversu mikið land Rúmen- ar skyldi láta af hendi. Þjóðverjar og ftalir óánægðir. Það hefir vakið gremju þýskra og ítalskra stjórnmálamanna, hversu stirt gengur að ná sam- komulagi, en Þjóðverjar og Ital- ir styðja sem kunnugt er kröfur Ungverja. Vinna Þjóðverjar að því af kappi, að samkomulags- umleitanir verði teknar upp á ný. Ungversk blöð eru gröm í garð Rúmena og segja, að þau æsi þjóðina upp gegn Ungverj- um. í Bretlandi er litið svo á, að hver sú stjórn Búmeníu, sem samþykti afhendingu Transylv- anu, myndi falla. Að undanförnu hefir dr. Maniu, leiðtogi Bænda- flokksins stöðugt vaxið fylgi, en hann berst fyrir því, að Tran- sylvania verði ekki látin af hendi. Lausafregnir herma, að Karl konungur hafi boðið Bændaflokksmönnum fimm sæti í þjóðstjórninni, og jafnvel að dr. Maniu verði forsætisráð- herra. Seinustu fregnir. Seinustu fregnir herma, að tilkynt hafi verið opinberleg'á, að samkomulagsumleitanir Ung- verja og Búmena byrji á ný næstkomandi miðvikudag. Stjórmálamenn ætla, að það sé vegna þess, að stjórnir möndul- veldanna hafa lagt mjög að Rúmenum, að samkomulags- umleitanirnar verða teknar upp aftur um miðja þessa viku, því að kunnugt er að sendiherrar ítala og Þjóðverja í Rómaborg ræddu við utanríkismálaráð- herra Rúmeniu og að þeim við- ræðum loknum var boðað, atS samkomuiagsumleitanirnar yrði teknar upp á ný. Kappliðin í kveld. w o: c £ 04 i-fi a g 09 B 2 s w O H O n a 9 H h 09 B' C a: O -"a H <« .2 r2 0 c ._. í a u U .£ £ w •3 Si c ea 'U Loðdýrabú. BæjarrátS samþykti á fundi sín- um síöastl. föstudag, að þaíS vildi ekki leyfa fkiri loSdýrabú á bæjar- Iandinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.