Vísir - 26.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1940, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSMR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgölu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 66 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Leyndin um við- skiftaástandið. jJ^LMENNINGUR hér á landi fær ekkert að vita, hvernig viðskifti okkar við útlönd standa. Síðan i fyrrahaust hef- ir ríkisstjórnin haldið þeirri kontrabók vandlega læstri í hirslum síílum.' Afleiðingin er sú, að í utnræðum um þessi mál verður allur fjöldinn að byggja meira á tilgátum en vissu, um það, hvernig við stöndum okkur í raun og veru út á við. Þessi leynd urn við- skiftaástandið er skiljanlega nokkuð bagaleg, þegar um það er rælt hvort halda eigi inn- flutningi til landsins í sömu skorðum sem verið liefir eða slaka á klónni. Nú má vel vera, að nauðsynlegt ltafi verið á þeini tíma sem „dagskipunin“ um að hætta að birta verslunar- skýrslurnar var gefin út, að leyna vitneskjunni um það, hvernig málin stæðu. Þá stóð svo á, að við skiftum jöfnum höndum við báða styrjaldarað- ilana. Leyndin hefir ]>ví vafa- laust verið fyrirskipuð þeirra vegna, en ekki vegna almenn- ings á íslandi. Eftir að svo er komið, að við getum elcki skift nema við annan styrjaldar að- ila, virðist hin upprunalega á- stæða burtu fallin. Það ætti því að mega ætlast til þess af ríkis- stjórninni, að hún leyfði að birta verslunarskýrslurnar eins og verið hefir. Með því einu móti eru unt að hafa fast undir fæti i umræðum um verslun- armálin. Fjármálaráðherra hefir skýrt frá því, að skattar og tollar hafi orðið minni fyrri helming þessa árs* en á sama tíma í fyrra. Minkun tollteknanna sýnir, að heildarinnflutningurinn hefir dregist stórlega saman frá því sem var í fyrra. Um útflutninginn vita menn binsvegar ekki gerla. Engar upplýsingar liggja fyrir um það, hverju hann nemur. Menn vita það eitt, að hann hefir auk- ist stórkostlega. Það er þess- vegna engum blöðum um það að fletta, að viðskifíajöfnuður okkar við útlönd er nú hagstæð- ur svo mörgum miljónum skift- ir, ef .til vill hátt á annan tug miljóna, i stað þess að hann var óhagstæður um nokkrar miljón- ir á' sama tíma í fyrra. Nú vita menn, að innflutn- ingshöftin liafa aldrei verið rétt- lætt með öðru en því, að gjald- eyrisástandið leyfir ekki frek- ari innflutning. Þessi ástæða virðist alveg úr sögunni. En engu að síður er haldið dauða- haldi í liöftin. Það er látið í veðri vaka, að það sé svo inikill sparnaður í því að kaujia ekki neitt. Sumir þeir vitru menn, sem um þessi mál rita, kalla alt „kramvöru“ sem ekki er á frílista. Og þeir virðast standa í þeirri sælu trú, að þjóðin þurfi hvorki nú né síðar að flytja inn neina „kram- vöru“. Það væri fróðlegt að at- liuga það í verslunarskýrslum undanfarandi ár'a, hvað miklu þessi svonefnda „kramvara“ nemur af öllum innflutningi til Iandsins. Það er hætt við, að þá kæmi í ljós, að þjóðin telur sig þurfa að flytja inn eitthvað tals- vert meira en eintómar frilista- vörur. En úr því svo er, að við get- um ekki þegar til lengdar læt- ur komist af með frílistavör- urnar einar, þá er spurningin: Er betra að fresta kaupunum? Er trúlegt, að vörur eigi eftir að falla i verði i nálægri fram- tíð? Ef svo er, að vörur eiga eftir að stíga en ekki falla, þá er það ekki sparnaður, heldur fyrir- hyggjuleysi, að fresta kaupun- um. Þetla verður rikisstjórnin að gera upp við sig sameigin- lega. Mún verður að niarka þá stefnu í viðskiftamálunum, sem miðast við þær aðstæður, sem nú eru, en ekki við liðið ástand. ()g jafnframt ætti ríkisstjórn- in að alhuga, hvort ástæðurnar fyrir leyndinni um viðskifta- málin eru ekki burtu fallnar. Það er altaf eitthvað einræðis- kent við slíka levnd, og ósam- boðið margyfirlýstum, lýðræðis- flokkum að halda henni fram yfir brýnustu nauðsyn. a —o— Lýsisgeymar hi. Djúpavíkur fyllast. J^ORÐANGARÐUR hefir ver- ið um helgina fyrir norðan og ekki veiðiveður. Átti Vísir í mtfrgun tal Við Siglufjörð og var blaðinu skýrt svo frá, að snjóað hefði í fjöll þar undan- farnar nætur. Veður er þó heldur skárra i dag og er búist við að skip geli brátt farið að veiða aftur. Ekk- ert skip hefir hætt, þrátt fyrir að kaupverð síldarinnar hefir lækkað. Ríkisverksmiðjurnar vqru á laugardag búnar að taka við 800.000 málum, eða 1.200.000 hektolítrum og er það um þrisv- ar sinnum meira en i fyrra. Frá fréttaritara Vísis. Djúpavík í morgun. Norðaustan hvassviðri haml- ar nú veiðum. Verksmiðjan hef- ir fengið 172.000 mál og er sennilega hægt að taka 10.000 í viðbót, en þá eru olíugeymar verksmiðjunnar fullir. Alls hafa verið saltaðar hér 1149 tunnur. Ví§ir ogr U. P. veiia breiknm liði- foriiigja npplýiingar um «iiiclon> komn bróður liani frá Noregri. JPJins og lesendur Vísis muna birtist í blaðinu síð- astliðinn þriðjudag neðanmálsgrein, sem hét „Frá Petsamo til New Yorlc“. Var hún eftir einn aí' fréttariturum United Press, sem dvalið hafði i Noregi og lýsti heimför hans vestur um haf á finsku ski])i. í grein þessari var m. a. sagt frá breskum liðsforingja af norskum ættum, Ragnari Christ- opherson, sem komst lijá kyrr- setningu í Finnlandi með þvi að losa sig við einkennisbúning sinn og taka sér annað nafn. Nú stendur svo á, að í setu- liðinu hér-er annar maður með nafninu Cliristopherson. Er hann liðsforingi og bróðir Ragn- ars þess, er getið var um í grein- inni á þriðjudaginn. Þeir bræður eru af norskum ættum, en eru Þjóðverjar sóttu til bæjarins. Fór bróðir minn þá einnig til Elverum, en nokkuru síðar bélt hann yfir til Svíþjóðar og til Stokkhólms. Þaðan fór hann aftur til Nor- egs og barðist þar með norsku hðssveitunum, því að hann hefir verið liðsforingi i fimm ár. Þegar bardagar hættu i Nor- egi komst hann lil Finnlands, en svo vissi eg ekki meira, fyrri en mér var sagt frá grein Vísis. Eg vissi að vísu að liann komst heill á húfi til Englands, því að faðir minn .sendi mér skeyti um það, en engar nánari upplýsingar um undankomu hans. Meðan barist var í Noregi bjóst eg við að verða sendur þangað. En því míður lauk bar- dögum þar, áður en mér gæfist tækifæri til þess að berjast þar í landi feðra minna. Þungar horfur vegna ófriðar- aðgerðanna. Heimflufningurinn - hiíaveitan og síldarsalan. breskir ríkisborgarar. Hákon Christopherson vissi að bróðir hans komst undan frá Noregi og heim til Englands, en hafði enga hugnlynd um livaða leið hann liafði farið, fyrri en honum var bent á greinina í Vísi. Var það kunningi hans islenskur — Gotfred (Gotíi) Bernhöft — sem benti honum á nafn bróður hans í greininni. Vísir hafði tal af Christopher- son fyrir lielgina og bað hann að segja hlaðinu nánar um æfintýr- um bróður lians í Noregi. Sagð- ist honum svo frá: — Bróðir minn var lektor í ensku við háskólann í Oslo. Þeg- ar Þjóðverjar réðust inn í land- ið ætlaði hann fyrst að fylgjast með bresku sendisveitinni frá Oslo, en varð of seinn, svo að hún var farin. Tók hann þá það til bragðs að fara á eftir norsku stjórninni og fór í einkabíl sínum til Hamars. Hann hafði reynt að selja bil- inn nokkuru áður, en ekki tekist það, til allrar hamingju, og gat því notað liann á flóttanum. Er ekki að vita hvernig farið liefði, ef honum hefði tekist að selja bilinn. Þegar hann hafði verið ör- skamma stund í Hamri varð norska stjórnin að flýja þaðan og til Elverum, vegna þess að Hæstu skip eru Tryggvi gamli með 23259 tunnur og mál og Garðar 2287fi tunnur og mál. Ríkisstjómin hefir að undan- förnu unnið að þrem verkefn- um, sem allan almenning skifta miklu, og- öll eru háð boði og banni ófriðaraðiljanna. Ber þá fyrst að nefna heimflutning Is- lendinga, sem á Norðurlöndum dvelja, ennfremur síldarsölu til Svíþjóðar, og að lokum innflutn- ing efnisins til hitaveitunnar. Að því er Vísir frétti i morg- un eru þungar horfur í öllum þessum málum, eins og sakir standa, og lílil líkindi til að leyfi fáist fyrir þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegar eru, íil ]iess að tryggja framgang þessara mála. Er ekki ólíklegt að hin ó- vænta tregða, sem orðið liefir á nauðsynlegum Ieyfisveitingum, standi í sambandi við hernaðar- aðgerðir þær, sem nú standa yfir, og mun þó ekki með öllu vonlaust um að úr rakni er fram á haustið eða veturinn kemur. Ríkisstjórnin mun halda á- fram tilraunum sinum til þess að þoka máluiii þessum áleiðis, meðan nokkur von er um heppi- lega lausn þeirra, enda verður ekki sagt að svo komnu máli að öll sund séu lokuð. Snjóar í fjöll sunnanlands. Snjóað hefir í fjöll víða hér sunnanlands í kuldunum und- anfarnar nætur. Svo liefir Visi verið skýrt frá af manni, sem dvalið hefir á Þingvöllum að undanförnu, að þar hafi snjóað niður undir bygð á aðfaranóU laugardags. Maður einn, sem gekk á Skriðu, sunnan við Skjaldbreið, í gær skýrði blaðinu svo frá, að þar hefði nýlega snjóað og væri sumstaðar alldjúpur snjór í fjallinu. Unglingavinnan. Á síðasta fundi sínum samþykti bæjarráð að verja alt að 2500 kr. til unglingavinnunnar við vegagerð 1 austan Þingvallavatns, umfram fjárveitingu á fjárhagsáætlun, enda leggi ríkissjóður jafnt framlag á móti. Bæjarráð hefir samþykt að leyfa veitinga- stofu í Vesturgötu 45, eftir með- mælum heilhrigðisnefndar. írar auka landvarnir sínar af ótta við innrás Dublin (U. P.) — Eire — írslca Frírikið eykur nú af kappi landvarnir sínar, vegna þess að stjórn þess óttast að dragast inn í striðið. Fyrstu mánuði styrjaldarinn- ar voru írar mjög öruggir og töldu víst að lega landsins myndi forða því frá öllum áföllum. Að vísu var nokk- urt varalið kallað til vopna og ýmsar varúðarráðstafanir gerð- ar, en það var alt smámunir móts við það, sem hlutlaus ríki á meginlandinu tóku til bragðs. En þegar Þjóðverjar höfðu tekið Noreg og svo Holland og Belgíu breyttist þetta alt á svip- stundu. Þá kom í ljós greinilega, liversu það var raunverulega auðvelt að gera innrásir með að- stoð voldugs loftflota. Jafnvel Bretar fóru að óttast innrás og Irum varð það brátt ljóst, að Þjóðverjar gæti fengið augastað á landi þeirra fyrir bækistöðvar flugvéla sinna. Held-málið vekur æsingar. Þessi ótti jókst þegar Stephen Caroll Held, 43 ára kaupsýslu- maður af þýskum ættum, var handtekinn fyrir njósnir. Átti hann að hafa látið „írská lýð- veldisherinn" — I. R. A. — fá 4000 sterlingspund fyrir að n jósna um hafnarvirki og annað er hafði hernaðarlega þýðingu. Benti alt til þess að Held væri í þjónustu Þjóðverja. Þá tók de Valera af skarið og ákvað að nú skyldi hafður allur viðbúnaður til þess að verja hlutleysið fyrir hverjum sem væri. Var strax ákveðið að auka reglulega herinn og sjálfboða- sveitirnar um nokkrar þúsundir manna. Jafnframt var hafist handa um að stofna „héraðs- varnasveitir“, sem eiga að liafa gætur á fallhlifarhermönnum og hafa auk þess gætur á skipaferð- um með ströndum fram. Aukning hersins. Mikil „sókn“ var hafin til þess að fá menn til þess að ganga i þessar sveitir eða herinn. De Valera og aðrir meðlimir stjórn- arinnar ávörpuðu þjóðina í út- varpi eða ferðuðust um landið og h.éldu hvatningarræður. Fjöldi manna bauð sig fram, þar á meðal margir, sem verið höfðu í gamla lýðveldishernum. Honum má eklci rugla saman við þann lier — I. R. A. — sem nú starfar, því að liann tók nafn- ið traustataki og hefir eingöngu heitt ofbeldisverkum í baráttu sinni fyrir sameiningu Eire og Ulster. Þrátt fyrir góðar undirtektir lýsti Oscar Traynor, landvarna- ráðherra, að framboðið væri ekki nægilegt, og. sérstaldega væri það lítið meðal yngra fólks- ins. Lét hann orð falla í þá átt, að ef ekki væri annars kostur yrði jafnvel að skylda menn til þjónustu í hemum og öðrum landvarnasveitum. Her Eire er mjög lítill, saman- borinn við herstyrk ríkja af sömu stærð á meginlandinu. Áð- ur en þessi „Iandvarnasókn“ var hafin voru í hernurii, samkvæmt opinberum skýrslum, 14.243 menn, en sjálfboðaliðar voru 11.757 að tölu. Ank þess-var borgaravarðlið, eða lögregla, sem í voru 5000 manns. 12.000 manna aukning. Enda þótt ekkert væri gefið upp um það, hversu mikið væri ætlunin að auka herinn, var samt tilkynt, að liann yrði a. m. k. aukinn um 12 „battalionir“, en í hverri eru um 1000 menn. Auk þess átti að styrkja þær battalionir, serri fyrir væri. Loks áttu héraðsvarnasveitirnar að taka við því fólki, sem gæti, vegna starfa sinna, aðeins látið af hendi nokkurn lduta dagsins. Eftir þessu að dæma verður mannafli landvarnanna um 40— 50 þús. samtals. Héraðsvarnasveitimar eiga ekki að bera vopn, en eins og áður getur er hlutverk þeirra fólgið í að hafa gætur á öllum mögulegum lendingarstöðum flugvéla — sjávarströndum, engjum, golfvöllum. Auk þess hafa þær gætur á öllum vörum, sem fluttar eru inn í landið, að eklri sé smyglað vopnum o. þ. h. Borgaravarðliðið tekur að sér Islandsmeistararnir 1939 verða nr. 4. K. R. vann í gær með 4:0. JJ æst-síðasti leikur íslands- mótsins, leikur Fram og K. R. í gærkveldi var leiðinlegur og tilþrifalítill, og átti veðrið vafalaust mestan þátt í því. Norðansveljandi var á og hroll- kalt. K. R. lék undan vindi 1 fyrra hálfleik og lá á Fram að heita má allan hálfleikinn. Settu þeir fyrra mark sitt þegar rúml. 15 mín. voru liðnar. Braust Har- aldur Gíslason í gegnum vörn Fram og skoraði. Annað markið kom seint í liálfleiknum og liefði markmaður Fram átt að geta varið það. Stóðu leikar 2:0 í hálfleik. Framarar gerðu uokkur upp- hlaup, en ekkert hættulegt, því að framlína þeirra var mjög í molum. I síðara hálfleik lá heldur meira á K. R„ en þeim tókst að skora tvö mörk þótt vindurinn væri í fangið. Gerði Haraldur Gislason það fyrra snemma í hálfleiknum, fór i gegnum vörn Fram, en það síðará slcoraði Óli B. úr vita- spyrnu. í liði K. R. var Har. Guðm. miðframherji, en Björgvin lék einnig fram í fyrra hálfleik. I siðara liálfleik fór hann aftur. Framarar voru aðeins 10 fyrsta slundarfjórðunginn, vantaði Jón Sig„ en varamaður kom þá. Samleikurinn var lítill, en alt- of mikið af háum spvnmm og enginn skortur yar á „kiksum“, sérstaklega í fyrra hálfleik. Eftir leik Fram við Val voru það mik- il vonbrigði að sjá þennan leik hjá liðinu. Guðm. Sigurðsson (Val) var dómari. • Siðasti leikurinn — úrslita- leikurinn milli Vals og Víkings fer fram í kveld og má þar bú- ast við skemtilegum og góðum leik. Valur hefir nú 4 stig, Víking- ur þrjú, K. R. tvö og Fram eitt stig. Þarf Valur þvi ekki annað en, að halda jafntefli, til þess að hljóta sæmdarheitið „Besla knattspyrnufélag Islands“. Þorsteinn Einarsson (K. R.) verður að líkindum dómari og er það starf vel skipað með hon- um. lögreglustörf, ef til ófriðar kem- ur. Iíefir það fengið um 1000 varðstöðvar um alt landið. Njósnurum sýnd engin miskunn. .Tafnframt því sem lierinn var efldur, gengu sérstök varúðar- lög í gildi. Herréttur fær vald til þess að yfirheyra og dæma til dauða óbreytta borgara, sem hafa framið sérstaklega alvar- leg afbrot. Þeim dómum er ekki hægt að áfrýja. Lög voru sett um að ríkið geti tekið í sína þjónustu öll öku- tæki, ef þurfa þyki og að þeir, sem verði kallaðir í herinn, eigi lieimtingu á sínum fyrri störf- um, þegar þeir liafi aftur verið leystir úr herþjónustu. Margir I. R. A.-menn hafa ver- ið handteknir og ýmsir aðrir, sem grunaðir eru um að standa nærri „5. herdeildinni“. Menn vita ekki greinilega hversu vokl- ugur I. R. A. er. Þeir, sem taldir eru kunnugir lionum, segja að að liann sé fáliðaður og margir meðlimanna myndi standa með stjórninni, ef hann reyndi að koma af stað byltingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.