Vísir - 02.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 02.09.1940, Blaðsíða 2
■fliójnaw* VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F. Ritstjóri: Ifristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. ' ’ * * '1 •: Baráttan við dýrtíðina. AÐ varð öllum ljóst þegar styrjöldin hófsl nú fyrir rúmu ári, að Itaráttan við dýr- tíðina yrði eitt af mikilvægustu og jafnframt vandasömustu hlutverkum ríkisstjórnarinnar. Engum, sem kominn var til vits og ára, gat dulist það, að styrj- öld . þessi hlyti að hafa mikla dýrtíð í för með sér eins og all- ar aðrar styrjaldir. Hér stóð svo á, að óvenjulítið var til af vör- um i landinu, vegna þess að undanfarin ár höfðu gjaldeyris- ástæður þótt svo erfiðar, að ekki væri unt að flytja inn nema það allra nauðsynlegasta. Af sömu ástæðum var dýrlíð þá einnig miklu meiri, þegar við uppliaf ófriðarins, en verið hefði að eðlilegum hætti. En af þessum ástæðum var það alveg sérstök skylda ríkisstjórnarinn- ar, að vera á verði um það, að dýrtíðin ykist sem allra minst. Aðrar þjóðir höfðu búið sig undir styrjöldina með því að safna sem mestu af nauðsynja- vörum. Hér strönduðu slikar ráðstafanir á þvi, að ekki var nægilegur gjaldeyrir til þess að greiða fyrir þarfirnar meira en x-étt frá degi til dags. Er nú öll- um ljóst, að þjóðin hefði getað verið nokkruin miljónum króna betur stæð i dag, ef tök liefðu verið á því, að birgja sig upp áður en ófriðurinn hófst. Eftir að sjálfstæðismennirnir tóku sæti í ríkisstjórninni, var betur gengið fram í því, að afla að- drátta, og var vöruskorturinn því ekki alveg eins tilfinnanleg- ur og annars hefði verið. ★ Vegna takmarkaðs innflutn- ings til landsins höfðum við bú- ið hér við óeðlilega dýrtíð ár- um saman. Þjóðin var þvi illa við því búin að bæta á sig hinni auknu dýrtíð, sem óhjákvæmi- lega hlaut að Ieiða af styrjöld- inni. Þess vegna var nauðsyn- legt að reyna að koma í veg fyr- ir hina auknu dýrtíð með öllum ráðum. Stjórnin gerði sameigin- lega ýmsar ráðstafanir til þess að erfiðleikarnir af völdum styrjaldarinnar kæmu sem jafn- ast niður. Var skorað á almenn- ing að sýna fullan þegnskap á þessum alvarlegu tímum og vel undir það lekið af öllum hugs- andi mönnum. En það er ekki sýnt, að stjórnin hafi látið sér skiljast það til fullnustu, að ráðstafanir þær, sem gerðar voru í upphafi, gátu ekki verið algildar varúðarráðstafanir, meðan styrjöldin stæði, hvort sem það væri lengur eða skem- ur. Við höfum þurft að kaupa miklu meira af vörum á stríðs- verði, en verið hefði, ef inn- flutningurinn til landsins hefði verið frjáls á undanförnum ár- um. Ástæðan til þess, að inn- flutningurinn hefir ekki verið frjáls, er sú, að ekki hefir verið talinn nægilegur gjaldeyrir fyr- ir hendi. Það var vöruþurð og dýrtíð í landi, þegar áður en ófriðurinn hófst. Það getur þess vegna ekki dulist, að þörfin á innflutningi er rík. Þá ér hara eftir að vita hvort gjaldeyririnn sé fyrir hendi, og hvort skyn- samlegra sé að fresta kaupum, vegna fyrirsjáanlegrar verð- lækkunar. ★ Hér í blaðinu hefir hvað eftir annað verið spurt að því, hvern- ig gjaldeyrisástandið væri i raun og veru. Ekkert svar. Það hefir einnig verið int eftir því, hvort stjórnin héldi að vörur mundu lækka á erlendum markaði á næstunni. Ekkert svar. I stað þess að ganga að efninu umsvifalaust og ræða það svo sem skynbærum og á- byrgum manni sæmir, lætur viðskiftamálaráðherrann blað sitt flytja áframhaldandi skæt- ing um þá, sem vilja ræða þelta mál í alvöru, útúrsnúninga og hártoganir. En hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að það er hreinn og beinn gálgafrestur fyrir við- skiftamálaráðherrann að ætla að humma það fram af sér. Stjórnin verður að taka upp sameiginlega stefnu í viðskifta- málunum. Það er ekki til neins að vitna í gjaldeyrisskort, þeg- ar allir vita, að nægur gjaldeyr- ir er fyrir hendi. Það er ekki heldur lil neins að vera að tala um sparnað í sambandi við frekari takmörkun á innflutn- ingi, þegar öllum mönnum er ljóst, að framundan er ekki verðfall heldur verðhækkun. Baráttan við dýrtíðina er eitt af þýðingarmestu verkefnum ríkisstjórnarinnar. í þeirri bar- áttu á hvorki einn eða neinn af valdamönnum þjóðarinnar að komast upp með það, að neyða þjóðina til að spara eyrinn i dag til þess eins að þurfa að kasta krónunni á morgun. a Nyja Bió: í sátt við dauðann. NÍJA Bíó sýnir um þessar mundir ameríska stórmynd er nefnist: „í sátt við dauð- ann“. Aðalhlulverkið leikur af- burðaleikkonan Bette Davis, sem nú er með réttu talin ein besta kvikmyndaleikkona i Bandaríkjunum. — Hlaut hún heiðursverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd. Áðrir leikendur eru líka af betra taginu, m. a. George Brent, Humphrey Bogart (sem lék í „Spilt æska“) o. fl. Efni myndarinnar er um slúlku, sem þjáist af ólæknandi. sjúkdómi og reynir fyrst að gleyma því, sem framundan er, með drykkjusvalli, en reynir svo að fá frið á annan liátt. Bv. Sindri tekinn í landhelgi. YRIR helgina Var b.v. Sindri staðinn að Veiðum innan Iandhelgi í Arnarfirði. Varðbáturinn Faxi fór með Sindra til Patreksfjarðar og þar dæmdi sýslumaðurinn i Barða- strandarsýslu skipstjórann í 29.500 kr. sekt. Til vara kemur 7 mánaða einfalt fangelsi. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. — Skipstjóri áfrýjaði málinu. Skotæíingar í austursveitum. «kotæfingar fara fram í ® dalnum fyrir ofan Litla- Géysi í Ölfusi á næstunni. — Hefir verið komið þarna upp æfingastöð fyrir riffilskyttur. , Skotið verður 'í vesturáft til fjalla. Þegar æfingar fara þarna fram, verður staðurinn merkt- Ný 10.000 mála síldarverk- smiðja fyrir næsta sumar. Útgerðarmenn og sjómenn sameinast um fjárframlög í desember 1936 var stol'nað Samvinnuí elag síldveiði- skipa, Reykjavík (skammstafað S.S.S.) með því mark- miði að bvgg.ja 10 þús. mála síldarverksmiðju á Norður- ‘ Jandi. Þá gengu í lelagið eigendur 25 skipa, en málið náði ekki framgangi vegna samtakaleysis og fjárskorts. Nú hefir hugmyndin verið tekin upp aftur og hefir st.jórn S.S.S. sent áskorun til s.jómanna og útgerðar- manna um að vinna að málinu. ' Þessari málaleitun er vel tekið og mun enginn útgerðarmaður, sem leitað hefir verið til, skorast úr leik. Þá er hafin fjársöfnun meðal útgerðarmanna og sjómanna og mun hún hvarvetna mæta bestu undirtektum. Vísi hefir horist áskorunar- skjalið frá S.S.S. og fleiri for- göngumönnum. Þar reiknast þeim til að árið 1937 töpuðu út- gerðarmenn í skipshlutina eina rúml. 8000 kr. að meðaltali, en 30.000 kr. í júlí 1940 og stórum fjárhæðum öll liin árin frá 1935. Árið 1937 misti hver liáseli af ca. 400 kr. lilut að meðaltali vegna löndunartafa. í júlí í sumar tapaði hver háseti að meðaltali ca. 1200 kr. hlut og liklega í ágúst liinni sömu upp- liæð. 011 hin árin frá 1935 hafa þeir tapað stórfé af sömu á- stæðum. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjan kosti 4 milj. króna og er ætlunin að safna sem mestu af því fé. Fjáröflunarleiðir eru þessar: 1. Farið er fram á við alla útgerðarmenn (aðra en þá, sem eiga sjálfir fullnægjandi verk- smiðjur fyrir eigin skip), að þeir leggi fram væntanlega upp- bót á bræðslusíldarverð yfir- standandi árs, umfram, þegar á- kveðnar 12 kr. og síðar 9 kr. á mál. Einnig er farið fram á að skipverjar geri það sama. 2. Þá er farið fram á, að þeir útgerðarmenn, sem það geta, leggi fram minst 10 þús- und krónur fyrir hvert síld- veiðiskip og að skipverjar allir leggi eitthvað fram, eftir því sem fjárhagur þeirra leyfir, auk væntanlegrar uppbótar samkvæmt 1. lið. 3. Lán frá einstaklingum, er standa utan við ofannefndar starfsgreinar. í áskorunarskjali S.S.S. segir ennfremur: Öll slílc framlög samkvæmt 1.—3. tölulið séu vaxtabær lán til félagsins er endurgreiðist að fullu á vissum, síðar tilteknum árafjölda, sennilega á 10—15 árum. Fyrir láninu er hug- myndin að gefa úr slculdabréf i flokkum eftir fjárhæð bréf- anna, líkt og veðdeildarbréf, sem eigandinn geli síðar selt eða veðsett, ef hann þarf á því að halda. Bréfin eru dregin út og innleyst með fullu nafnverði, viss tala af liverri stærð á hverju ári. Þá er ætlunin að hamra það í gegn hjá Iöggjafarvaldinu, að þessi framlög öll verði undan- þegin tekju- og eignaskatti og útsvari þar til um leið og þau eru aftur endurgreidd frá félag- inu. Mun stjórn félagsins fylgja því máli fast eftir. Fyrir skip- stjóra og aðra þá sem í ár liafa háar tekjur, er þessi lántaka þvi ur með flöggum, og liermenn verða á verði. Stórskotaliðsæfingar fara fram í Auðsholti næstkom- andi þriðjudag, 3. september frá kl. 2.30—4.30. Skotið verður til marks, sem valið hefir verið um 2 km. suð- ur af flughöfninni í Kaldaðar- nesi. alveg sérstakt tækifæri til þess að bjarga fénu frá þvi að vera uppétið af skattanefndum og niðurjöfnunarnefndum. Allir slíkir menn ættu því að vera sérstaklega ríflegir á fjárfram- lög til fyrirtækisins, þegar af þeirri ástæðu. En er trygt að lána til þessa? sjiyrja menn. Hvað haldið þið um lánin sem hvíla á ríldsverksmiðjun- um. Vextir af þeim og afhorg- anir eru á hverju ári teknar i vinslugjaldi síldarinnar af ó- skiftum afla af öllum síldveiði- flotanum sem fyrsli peningur. Hjá nýrri og stórri verksmiðju, sem væri félagseign útgerðar- innar, mundi aðferðin verða sú sama, nema afkomuskilyrði verksmiðjunnar mundu verða enn betri. Slíkt lán ætti þvi að vera jafn trygt og innstæðufé i banka. Því ef sildin þrýtur, þá þrjóta bankarnir líka. Liklega er nú alveg einstætt tækifæri fyrir útgerðarmenn og sjómenn til þess að koma sér upp myndarlegri verksmiðju. Og ef þeir nú nota tækifærið og skjóta saman að mestu því sem þarf til þess að byggja 10 þús. mála verlcsmiðju, þá er það svo myndarlega gert og með því komið í framkvæmd svo stór- lcostlegu nauðsynjamáli, að þess mun minst meðan síld er hrædd á íslandi. Jafnframt mun það verða forspilið að öðrum slík- um framförum i þessari at- vinnugrein, sem almenn sam- tok þarf til. Skerist því ekki úr leik, en verið allir „samtaka eins og síldin“. • Þeir sem undirrita þetta fyr- ir hönd stjórnar S.S.S. eru S. J. Iljaltalín, Ingvar Vilhjálmsson og Jón J. Fannberg. Listamennimir eiga að vekja fslendinga til þjóðernislegrar meðvitundar. Vidtal við Eggeft Stefánsson söngvara. Eggert Stefánsson söngvari er nýkominn úr ferð um Norður- og Austurland. Hefir hann haldið söngskemtanir á Seyðisfirði, Húsavík, í Reykjadal, að Laugum (fyrir börn Rauða-Krossins þar) og loks tvívegis á Akureyri. Gat söngvarinn sér ágætan orðstír fjrrir frammistöðu sína og hlaut mjög vinsamlega dóma í Akureyrarblöðunum. Á einum stað er m. a. komist svo að orði: Söngvaranum var tekið forkunnar vel, enda munu áheyr- endur aldrei hafa orðið hrifnari af söng hér í bæ, og óx hrifn- ingin með hverju Iagi. Dáðust menn að hinni hreimfögru og stórkostlegu rödd hans, en þó enn meira að túlkun hans á lög- um og Ijóðum. Ummæli annarra blaða voru á líkan veg. í dag hitti tíðindamaður Vísis Eggert að. máli og spurði hann um ferðina norður og austur. ir að koma upp í sveit eins og nú.“ „Hvað kemur til þess?“ ' „ísland er i hershöndum og andlegri menningu þess stafar liætta af liinum miklu erlendu áhrifum, sem fara dagvaxandi og flæða inn yfir þjóðlífið okk- ar. Sem betur fór, fann eg að sveitirnar voru hinar sömu og áður, landið það sama og þjóð- in eins og hún hefir verið.“ ; „Hvernig var hljómleikunum tekið?“ i „Með afbrigðum vel. Annars voru aðstæðurnar með undir- | leikinn mjög misjafnar. í sveit- i unum og smærri kauptúnum er erfitt að fá góða undirleikara, | en á Akureyri lék Rohert Abra- ! hamsson undir og gerði það ! með mikilh prýði. Annars er I það ekki tilgangur með list i minni — enda ósamrýmanlegt sannri og göfugri list — að safna auði eða mikla mig af frægð eða vinsældum. Það sem fyrir mér vakir, er að vekja þjóðina til sjálfsstæðiskendar, vekja hana til umliugsunar á eðli sínu og köllun sinni og á fegurð og gæðum þessa undra- verða lands, sem við erum svo hamingjusöm að eiga og byggja. Allir erfiðleikar og alt andstreymi hverfur, ef maður finnur sálu einhvers opnast fyr- ir því sem göfugt er og fagurt og íslenskt“. „Heldurðu að þér hafi telcist Eggert Stefánsson. „Eg fór upp í sveit, af því að þar finn eg alt það sem islensk- ast er og hjarta mínu stendur næst. Því að hversu margt og mikið sem bindur mig stórborg- unum, svo sem öll menning þeirra, stórbrotnu listir og vís- indastofnanir, þá eru það samt altaf óbygðirnar íslensku, sem kalla á hug minn og hjarta.“ „Hverra áhrifa naustu á ferð þinni?“ „Allra þeirra bestu, sem eg gat á kosið. Fólkið sýndi mér hvarvetna gestrisni og velvild og náttúran sjálf vafði mig örmum. Eg sá alstaðar fegurð, alstaðar yndisleik og hreinleik eins og eg hefi ávalt og alstaðar séð í þessari undursamlegu, ó- snortnu náttúru íslands. Eg hefi aldrei haft jafn mikla þörf fyr- að vekja þessar kendir ?“ „Um það skal eg ekki full- yrða neitt. En liitt fanst mér, að íslenska alþýðan hlustaði sem aldrei áður. Mér fanst hún svelgja i sig tónana af þorst- látri hrifnæmi og af alvöru- þrunginni listhneigð. Ef til vili var það hin utanaðkomandi þjóðernislega hætta, sem fékk hana til að hlusta á rödd hróp- andans, er liann liét með söng sínum á liðveislu til handa öllu þvi, sem íslenskt er og þjóð- legt.“ „Hvernig er sönglistarlíf á þeim slóðum, sem þú fórst um?“ „Eg kyntist því ekki nema á Akureyri. En þar er nokkur hópur manna, sem fylgist vel með listalífi þjóðarinnar og sýnir listamönnum alla þá alúð og hjálþsemi, sem þeir geta í té látið. Eg kyntist mörgum þess- ara manna og eg votta þeim al- úðarþakkir fyrir gestrisnina, al- úðina og lijálpsemina, enda munu móttökurnar á Akureyri seint fyrnast úr huga mér.“ „Hvenær ætlarðu að syngja fyrir okkur?“ „1 þessum mánuði, nieð að- stoð dr. von Urbantschitsch. Og að því loknu ætla eg svo aftur eitthvað upp til sveita, og syngja þár. Eg hlakka til, því mér finst það vera skylda mín og köllun að vekja þjóðerniskend íslendinga og syngja hana inn í hjörtu þeirra. Að vekja þessa kend er köllun allra íslenskra listamanna, hvort heldur það eru skáld, rithöfundar, málarar eða hljómlistarmenn. — Og eg vil taka enn dýpra í árinni og segja; að það sé einungis andi Islands og listir þess, sem halda uppi rétti og sjálfstæði þjóðar- innar. í dag hvílir réttur þjóð- arinnar til eilífs lífs á herðum íslensku listamannanna, því að það hafa altaf verið skáldskapur og listir, sem hafa vakið þjóðina til meðvitundar um gildi sitt og sjálfstæðisrétt. Breskur her- maður í vígahug. Aðfaranólt laugardags var breskur maður, ölvaður, stadd- ur á vegamótum Hofsvalla- og Sólvallagatna og hóf hann þar skothríð á mannlausan híl, sem Hampiðjan átti, en einnig skaut hann á íslending, sem bar þar að og fór að grenslast eftir gerðum hins breska her- manns. Skotið hæfði manninn ekki, en hann heyrði hvininn er kúlan straukst fram hjá honum. Maðurinn tilkynti athæfi her- mannsins og lögregluþjónar fóru á vettvang, 2 íslenskir og 1 breskur. Leist þeim breska svo illa á manninn, að hann ákvað að senda eftir meira liði og fór sjálfur, með öðrum ís- lenska lögregluþjóninum, eftir liðsauka, en hinn átti að gæta ölvaða hermannsins á ineðan. En þegar lögreglusveitin kom á vettvang, var maðurinn allur á bak og burt. Hafði hann þot- ið út í náttmyrkrið, og lög- regluþjónninn, sem átti að gæta hans, mist sjónar á hon- um. í miklu uavali SPARTA Laugavegi 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.