Vísir - 04.09.1940, Blaðsíða 2
VlSIR
STEFAN ÞORSTEINSSON:
GARÐRÆKTIN
Hvenær og hvernig á að taka upp?
Sumarið er senn á enda. Það hefir bæði verið stutt ogf óhag-
stætt garðyrkjunni, einkum hér á Suðurlandi.
VÍSIF?
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)..
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Sambýlismennirnir
og við,
g ENN eru liðnir fjórir mán-
uðir frá því Bretar settu
fyrsta herlið silt á land. Þrátt
fyrir smávægilegar misfellur
má segja, að sambúðin hafi yf-
irleitt verið eins góð og við
mátti búast, eftir því sem til var
stofnað. Sá ásetningur iiefir
dafnað með öllum hugsandi Is-
lendingum, að koma þannig
fram í hvívetna, að ekki væri
um réttmæt sakarefni að ræða
á hendur þeim. Og frá Breta
hálfu virðist liafa verið full-
komin viðleitni á því, að gera
sig ekki altof heimakomna. Það
fyrirheit, sem gefið var af hálftl
Breta, um það, að skifta sdr
ekki af innanlandsmálum Is-
lendinga, hefir átt sinn góða
þátt í því, að sambúðin hefir
verið slík, sem raun er á. Við
höfum treyst því að þetta fyrir-
Jieit yrði haldið út í æsar,
( *
Það sló óhug á menn, þegar
það fréttist nú fyrir þrem vik-
um, að Bretar liefðu tekið fast-
an unglingsmann einn hér í
hænum fyrir að hafa rekið
leynilega sendistöð. Sá óhugur
magnaðist, er það fréttist
nokkrum dögum síðar, að einn-
ig maður á Akureyri liefði ver-
ið tekinn fastur, sakaður um
samskonar atliæfi. Menn gerðu
sér það ljóst, hvílílc hætta gæti
stafað af slíkum verknaði. Rík-
isstjórnin viðurkendi þegar
nauðsyn þess, að komið yrði í
veg fvrir að radíósenditæki
væru notuð tii þess að stofna
hlutleysi rikisins í liættu. Voru
gefin út bráðabirgðalög til þess
að tryggja öruggara eftirlit en
verið hafði í þessum efnum.
Koma þeir, sem nú kynnu að
gera sig selca um slíka starf-
semi, undir 91. grein nýju
hegningarlaganna, sem fjallar
um landráð. Er refsingin sam-
kvæmt þeirri grein alt að 16
ára fangelsi, en þriggja ára
fangelsi, ef um gáleysi er að
ræða.
★
Með þessu höfðu islensk
stjórnarvöld sýnt, að þau vildu
gera alt sem unt væri til þess
að koma í veg fyrir hugsanlega
hættu. Það kemur því mönnum
mjög á óvart, er hreska her-
stjórnin grípur til þess ráðs,1 að
senda hina tvo íslendinga, sem
hún hefir haft í haldi undan-
farið, af landi burt til gæslu í
Bretlandi, meðan á stríðinu
stendur. Menn eiga bágt með að
fella sig við liessa ráðstöfun. |
Það er skýrt tekið fram, að
þessir menn liafi ekki gerst sek-
ir um njósnir fyrir erlent ríki.
Það hefir verið hert svo á eft-
irlitinu hér innanlands, að það
getur varðað þyngstu refsingu,
sem til er í íslenskum lögum,
ef út af er brugðið. Það var
sjálfsagt að hafa hina tvo menn
undir svo ströngu lögreglueft-
irliti, að með öllu væri loku fyr-
ir það slcotið, að þeir gerðu
frekari tilraunir til þess að ná
sambandi við erlend ríki.
*
Það lítur út fyrir, að bresku
hernaðaryfirvöldin telji að hér
sé starfandi hin svokallaða
„fimta herdeild“. Það verður
að fá úr því skorið, á livaða
rökum þessi grunur er reistur.
Og vissulega niunu islensk
stjórnarvöld telja það skyldu
sína, að uppræta slika land-
ráðástarfsemi, ef hún er fyrir
hendi. En það er dálitið ein-
kennilegt að bugsa sér að
„fimta herdeildin“ gæti notað
þá tvo pilta, sem hér um ræðir
í sína þjónustu eftir að þeir
hafa farið svo að ráði sínu, að
þeir hlytu að verða undir sí-
feldum grun. Slikar kúgunar-
artilraunir hlytu fyrst og fremst
að verða „fimtu herdeildinni"
sjálfri hætlulegar, því þá yrði
hægt að rekja verknaðinn lil
upphafsmannanna.
★
Margt bendir til þess, að Bret-
ar vilji taka lillit lil almenn-
ingsálitsins liér á landi og hafi
þess vegna vandað framkomu
sína. Það er þess vegna rétt að
þeir viti það, að almennings-
álitið á Islandi telur að með
þessum „utanstefnum“ sé rnjög
nærri höggvið því fyrirheiti,
sem gefið var við komu Bi’eía
í vor, að skifta sér ekki af inn-
anlandsmálum okkar. Við ósk-
um þess að sambúðin geti farið
svo úr liendi sem verið hefir.
En það, getur orðið erfitt, ef
valdinu er ekki beitt af fullum
skilningi og nærgætni.
a
Samkomulag
í Hitaveitu-
deilunni.
I fyrradag náðist samkomulag'
í deilu Dagsbrúnar og Höjgaard
& Schultz og undirrituðu báðir
aðilar eftirfarandi framhalds-
samning:
Firmað Höjgaard & Schultz
A/S og Verkamannafél. Dags-
brún í Reykjavík gera hérmeð,
í sambandi við verkamanna-
vinnu við hitaveitu Reykjavik-
ur, svofeldan framhaldssamn-
ing viðvikjandi brottfarartíma
bifreiða þeirra, sem flytja
verkamenn til vinnu á morgn-
ana frá geymsluplássi Höjgaard
& Schultz A/S við Flókagötu
hér í bænum.
Timaákvarðanir pær, er selt-
ar eru í bréfi Höjgaard &
Schujtz A/S til Verkamanna-
félagsins Dagsbrún, dags. 27.
nóv. síðastl., séu fluttar um 5
mínútur til baka t. d. þannig,
að 25 mín. verði 30 mín., þó að
því áskildu, að verkamennirn-
ir samþykki þessa breytingu, og
skulu trúnaðarmenn verka-
manna á vinnustöðunum leita
samþykkis verkamanna í því
efni.
Að svo miklu leyti sem verka-
menn ekki veila samþykki sitt
til ofangreindra breytinga á
fyrgreindum timaákvörðunum
skulu þær standa óbreyttar.
Samningur þessi er gerður í
tveimur samhljóða eintökum
og heldur hvor aðilji sínu ein-
taki.
Reykjavík 2. sept. 1940.
F. h. V.M.F. „Dagsbrún“,
Sigurður Halldórsson,
Guðm. R. Oddsson.
pr. Höjgaard & Schultz A/S,
Kaj Langvad.
Kjöt lækksr í
verði.
jp RÁ og með deginum í dag
lækkar dilkakjöt í verði um
30 aura kílóið. Er verðið þá
komið niður í 2.40 pr. kg.
Fyrst þegar slátrun hófst í
haust, var verðið á nýju dilka-
kjöti kr. 3.00 pr. kg.
Slátrun er enn ekki hafin af
fullum krafti, en þeir dilkar,
sem komið hafa til slátrunar,
benda til þess, að fé muni yfir-
leitt verða vænt í haust.
Kartöflumyglan mun ekki
hafa gert mikinn skaða svo vitað
sé, til þess hefir veðnáttan verið
of köld upp á síðkastið. Þó mun
hún hafa stungið sér niður, eink-
um í þéttbýlinu. Það eru eink-
um næturfrostin sem valdið
hafa töluverðum skemdum í
kartöflugörðunum, hér sunnan-
lands að minsta kosti. — Fólk
spyr hvernig hægt sé að verja
garðana gegn næturfrostum. Jú,
leiðbeiningar eru til á prenti um
shkar varnir. Það er t. d. hægt
að brenna einhverju því moð-
rusli sem reykur myndast af í
garðinum eða við hann,svo reyk-
inn leggi yfir garðimí. Erlendis
gera menn tilraunir með svo-
kallaða forfórbræðslu, sem kvað
hafa svipaðar verkanir. Þá er
hægt að vökva grasið að morgn-
inum með vatni (eftir frost-
nótt) um eða fyrir sólarupp-
komu, til þess að vatnið þiði
grösin áður en sólin skín. Öll
þessi ráð eru þó betur fallin til
frásagnar en framkvæmdar.
Við sjáum að grös hinna ýmsu
kartöfluafbrigða eru mjög mis-
jafnlega harðger gegn frostinu,
t. d. stendur alpha sig ágætlega,
en tegundir eins og stóri skoti,
akurblessun o. fl. virðast þola
það mun ver. Af þessu má mikið
Iæra.
Menn ættu þó ekki að vera of
fljótir á sér með að taka upp, því
það er ekki svo alvarlegt þó
nokkuð falli af kartöflugrasinu,
en það munar þó nokkuð um
hverja „sprettuvikuna“ úr því
þessi tími er kominn. Og til-
raunir sýna að jafnvel eftir að
grasið er fallið að mildu leyti
geta kartöflurnar haldið áfram
að vaxa nokkurn tima. Ástæðan
fyrir þessu er sú, að kartöflurn-
ar „taka upp“ vatn en að sama
skapi minkar þurefnismagn
þeirra miðað við þunga. Því skal
mönnum ráðið frá, því að rjúka
í að taka upp úr kartöflugörðun-
um undir eins og grasið fellur,
að einhverju eða öllu leyti, með-
an ekki er orðið áliðnara hausts.
Hvað sjálfri upptökunni við-
víkur, þá er eitt sem gæti mæll
með því að fjarlægja grasið úr
garðinum nokkru áður en tekið
er upp, en það er að á þann hátt
mundi garðurinn frekar þorna
og verða þokkalegri þegar upp-
takan hefst. Það er því sumstað-
ar siður erlendis, að slá grasið
(með ljá) og raka það síðan
burtu úr garðinum (t. d. með
rakstrarvél) noklcru fyrir upp-
töku. Það er þó hæpið að mæla
með þessu eins og nú árar, nema
þá helst þar sem grasið er fallið
að miklu eða öllu leyti.
I sambandi við upplökuað-
ferðir, þá vil eg fyrst og fremst
minna menn á höggkvíslina.
Þetta er eitt hentugasta upp-
tökuáhaldið þegar um smágarða
er að ræða. Hún er með Iöngu
skafti og fjórum bognum tind-
um, sem mynda rétt horn við
skaftið. Þetta áhald kemur þó
fyrst og fremst að góðum noturn
þar sem raðsett hefir verið og
hlúð vel að grösunum að sumr-
inu.
Þar sem höggkvísl er notuð er
rétt að liaga upptökunni þannig:
Fyrst er grösunum kipt upp í
einum 3—4 rökum, þá eru kart-
öflurnar sem fylgdu grösunum
tíndar upp, grösunum fleygt til
hliðar og síðan er kvislin tekin
og þær kartöflur, sem eftir verða
í moldinni teknar upp með
henni. Maður leggur tindunum
innUndir hrygginn og kippir síð-
an að sér; á þann hátt er moldar-
j hryggnum að nokkru leyti snúið
við og kartöflunum sem eftir
liggja rótað upp.
Allur verkaléttir við upptök-
una er mikils virði, því bæði er
upptaka mikið verk og oft fáir
góðviðrisdagar að haustinu. —
Einfaldasta aðferðin fyrir utan
þá frumstæðu upptökuaðferð
sem hér var nefnd, er sú sem
ekki krefst neinnar sérstakra
upptökuverkfæra, að plægja
kartöflurnar upp með venjuleg-
um plóg. Plægt er þá skálialt
undir moldarhryggina sem
myndast hafa þegar hreykt var
að kartöflugrösunum að sumr-
inu. VeltUr plógurinn þá öllu til
sömu hliðar, mold og kartöflum.
Á þennan hátt getur upptakan
gengið mjög vel, því það er lítið
meira verk að hreinsa kartöfl-
Þótt ekkert verði fullyrt um
það með vissu, má ganga út frá
því sem gefnu að kröfum ís-
lensku rikisstjórnarinnar verði
mætt af hálfu breskra stjórnar-
vakla með fullum skilningi,
enda hefir það stoð í yfirlýsingu
þeirri, sem gefin var ríkisstjórn
íslands lil handa nokkru eftir
hernámið, að það væri eindreg-
inn vilji og ásetningur liinnar
bresku ríkisstjórnar að blanda
sér að engu leyti í innanríkis-
mál íslands, eðá skerða þjóðar-
sjálfstæði vort.
Hér liefir liinsvegar verið
sligið spor, sem heggur um of
nærri réttindum vorum og
þjóðarmetnaði, og það gersam-
lega að þarflausu. Er þess því
að vænta, að ríkisstjórn Islands
haldi fast á þessu máli. Þannig
að fylsti réttur hinnar íslensku
þjóðar verði trygður, og útmáð
verði áhrif þessa óheppilega at-
burðar með fullri uppreist.
Að öðru leyti vísast til leiðara
blaðsins um þessi mál.
Ný gatnanöfn.
INS og lesendur Vísis mun
reka minni til samþykti
bæjarstjórn s.l. vor að láta nöfn
gatnanna í Kauðarárholti enda
á h o 11.
I nefnd þeirri, sem nöfnin
valdi, áttu þeir sæti prófessor-
arnir Ólafur Lárusson og Sig-
urður Nordal og Pétur Sigurðs-
son, háskólaritari.
Nú hefir þessi nefnd gert til-
lögur um ný gatnanöfn. Legg-
urnar úr plógstrengnum en að
tína þær ef tir að þeim hefir verið
rótað upp með handverkfærum.
Að síðustu koma svo hin sér-
stöku,þar til gerðu,upptökuverk-
færi til sögunnar. Mjög lítið er
til af slíkum verkfærum í notk-
un hér á landi og þau eru með
öllu ófáanleg eins og nú standa
sakir. Þvi munu þau ekki gerð
að umtalsefni hér.
Viðvikjandi upptölcu annara
garðávaxta þá er það að segja,
að blómkál og rauðrófur þola j
ekki að frjósa að neinu ráði. |
Aftur á móti þola gulrófur, gul- i
rætur, hvítkál og toppkál nokk-
urt frost. Þessar matjurtir er því
ástæðulaust að taka upp fyrst
um sinn, því varla munu þær
vera of vel þroskaðar, nema þá
lielst toppkálið. Það verður þó
að gæta þess, að taka þessar mat-
jurtir upp í þíðu og að sjálfsögðu
áður en frost sest að í jörðu.
Grænkálið þolir að standa út í
garðinum fram á vetur og er
ekki iekið upp fyr en jafnóðum
og það er notað.
Stærsta skip smíðað
á Vestíjörðum, sett á
flot í gær.
Einkaskeyti til Vísis.
f gær var sett á flot í ísaf jarð-
arhöfn stærsta skip, sem smíð-
að hefir verið á Vestfjörðum.
Nefnist það „Richard“, en eig-
andi þess er hlutafélag, er
Björgvin Bjamason útgerðar-
maður veitir forstöðu.
Skipið er 100 smálestir að
stærð og í alla staði hið vand-
aðasta. Er það smíðað á skipa-
smíðastöð Marselíusar Bern-
hardssonar, en teiknað af Egg-
erti Lárussyni. í skipinu er
diesel-vél, og er það fyrsta
fiskiskip, sem slíka vél notar.
Tvær skrúfur eru á skipinu, og
er það einnig nýjung, þegar um
slík slcip ræðir. Ljósavél verður
sett í skipið, og er það bið vand-
aðasta að allri gerð.
Uppliaflega var ætlunin að
skipið yrði það snemma tilbú-
ið, að það færi á síldveiðar í
sumar, en ýmsir erfiðleikar
urðu þess valdandi, að svo gat
ekki orðið. Fer það nú i isfisks-
flutninga.
ur hún til að nafni Þvergötu
verði breytt í Þverholt og að
kalla nýja götu, sem liggur
jafnhliða Þverholti Einholt. —
Loks verður ný gata frá Ein-
holti að Háteigsvegi nefnd Með-
alholt.
Rlkisstjórn Islands
mótmælir brottflntniDgi
íslendinganna.
Svo sem getið var í blaðinu í gær hefir herstjórnin
hreska gripið til þess ráðs að flytja tvo unga Islendinga
af Jandi burt, af þeim sökum, að þeir urðu sannir að
því að hafa sendistöðvar í fórum sínum. Samkvæmt
yfirlýsingu Capt. Wise, sem er talsmaður bresku her-
stjórnarinnar, hafði hvorugur þessara manna sent ó-
vinum Breta neinar upplýsingar, né njósnað fyrir þá,
en í varúðarskyni hafa þeir samt verið sendir til Bret-
lands, að þvi er mönnum skiist, öðrum til varnaðar. —
Ríkissljórn íslands hefir mótmælt þessu athæfi og
mun hafa krafist þess að fá mennina senda liingað
heim af nýju og sér framselda. Mun mál þetta verða
rætt í ríkisstjórninni enn frekar í dag og af utanríkis-
málanefnd.
læknir.
Það er satt, að dauðinn kveð-
ur oft dyra meðal okkar sem
mjög óvæntur gestur, er kem-
ur í lítilli þökk. En ekki minn-
ist eg þess að fótatak hans liafi
í annan tíma látið mér jafn
ömurlega í eyrum eins og þeg-
ar mér var flutt sú fregn, að
vinur minn Kristján Grimsson
lækriir væri mjög alvarlega
sjúkur og ekki liugað líf. Eg
liafði hitt liann hressan og glað-
ann stuttu áður. Alt virtist fjar-
stæðara en að ætla, að það yrðu
okkar síðustu fundir. En það
átti þó svo að verða.
Kristján Grímsson var fædd-
ur að Nikhóli í Mýrdal þ. 15.
maí árið 1900, sonur merkis-
lijónanna Grims Sigurðssonar
og Vilborgar Sigurðardóttur,
sem nú eiga heimili hér í
Reykjavík, en bjuggu lengi að
Nikhóli og komu þar upp
mörgum mannvænlegum börn-
um. Kristján fór í Mentaskól-
ann í Reykjavík og útskrifaðist
þaðan vorið 1925. Eg hygg, að
liann hafi verið meðal þeirra,
sem ekki ólu neinar efasemdir
um það, hverja stefnu skyldi
taka að loknu stúdentsprófi.*
Hugur lians hneigðist strax að
læknisfræði. Kandidatsprófi i
þeirri grein lauk hann árið
1932 við Háskólann liér, en fór
utan að þvi loknu til fram-
haldsnáms og lagði þá sérstak-
lega stund á skurðlæknisfræði.
Erlendis dvaldi liann svo til
ársins 1936, en hvarf þá heim
til starfa, búinn ágætri mentun
í sinni grein. Eg er þeirrar skoð-
unar, að ýmsar ytri aðstæður,
m. a. nýskipun lieilbrigðismál-
anna í þann mund, sem Kristj-
án settist liér að sem læknir,
hafi torveldað það, að hann
fengi til fullnustu neytt þeirrar
ágætu þekkingar, sem hann
hafði aflað sér sem skurðlækn-
ir. Og þó að ég sé vitanlega
ekki dómbær um þá hluti, þá
er það sannfæring mín, að
Kristján hafi á þessu sviði ver-
ið mikill læknir, gæddur þeim
guðsloga, sem fáum lilotnast,
en ekki er unt að afla sér með
lærdómi. — En Kristján hafði
og marga þá kosti aðra, er
j prýða mega góðan lælcni. Hann
j var ljúfmenni í viðmóti og
• drengur hinn besti, enda naut
hann mikilla vinsælda meðal
þeirra, er voru honum kunn-
ugir og vissu hvern drengskap-
armann þeir áttu að, þar sem
hann var.
Á dvalarárum sínum erlend-
is kvæntist Kristján eftirlifandi
konu sinni Bengtu Anderson og
eignuðust þau tvö börn.
Við skólabræður Kristjáns og
vinir, sem söknum hans og eig-
um erfitt með að sætta okkur
við að sjá lionum á bak svo
ungum, skiljum vel, að sökn-
uður þeiiTa, er voru honum
nánastir, er mildll. Eg veit, að
foreldrum hans, sem. unnu lion-
um mjög og glöddust yfir liam-
ingju lians og góðu gengi, þyk-
ir mikill sinn missir og lái eg
þeim það ekki. En framar öll-
um er þó harmur kveðinn að