Vísir - 05.09.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 05.09.1940, Blaðsíða 1
 Ritstjóri: Kfisti • án Guðlaug sson Skrifstofur Félagsp '¦entsmiðjart (3- hæð). Ritstjóri Biaðamenn Auglýstngar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 5 línur 30. ár. Reykjavík, fimtudaginn 5. september 1940. 104. tW. Stórkostlegasta loftvarnaskothríð siö- an stríðið hófst, kringuin London í nótt Hva-ð er að grera^t við GibraUar. Býst breska flota stjórnin við stóporustu? Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Fréttaritari United Press í Tangier skýrir svo frá að vænta megi þar á hverri stundu stórtíðinda. Síðustu fjóra dagana hefir á- standið í franska Marokko "versnað til stórra muna, og eru horfur taldar ískyggilegar, og virðist svo sem hið versnandi á- st'and. beinist sérstaklega gegn hreskum hagsmunum. Ekki er þess getið í skeytinu i hverju hið „versnandi ástand" felist, en hinsvegar lögð áhersla á það, að liðsauki mikill hafi borist til Gíbraltar, bæði varnarlið á landi og flotastyrkur. Er talið að þetta livorttveggja hafi verið tvöfald- að, vegna ástandsins í Marokko. Breski flotinn hefir daglegar æfingar við Gibraltar, og sýnast þær æf ingar miðaðar við það að til sterkrar andstöðu geti komið, og stöðugt eru sendar þangað nýjar flotadeildir. rrit- reoluliDlD a! United Press. London í morgun. Fregnir frá Bukarest herma, að Antonescu herforingja, sem kallaður er þar manna á meðal „rauði hunduriim", hafi Verið fengið algert einræðisvald, þrátt fyrir það, að hann hefir enn ekki lokið við að mynda stjórn. Fyrstu stjórnarráðstafanir hans eru þær, að hann hefir afnumið ritskoðun þá, sem áð- ur hafði verið fyrirskipuð, og kallað alla aukalögregluverði frá störfum. Virðist meiri ró ríkjandi í landinu, síðan Anton- escu tók sér i hendur stjóroar- tauniana. Afhending Transsylvaniu hefst í dag, og balda þá Ung- verjar inn yfir landamærin. Talið er, að Antonescu hafi, á- samt herforingjaráðinu, gert nauðsynlegar ráðstafanir til að lcoma í veg fyr'ir óeirðir. Þýskar flugsveitir gera árásir á 50 borgir og flest héruð Englands. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Þýskar flugsveitir gerðu í nótt einhverjar hörðustu árásir á England, sem gerð- ar hafa verið frá því er stríðið hófst. Komu þær í þéttum fylkingum inn yfir landið, dreifðu sér og létu sprengjum rigna yfir hér um bil fimmtíu borgir, og má heita að slíkar loftárásir hafi verið gerðar í flestum héruðum Englands. Loftárásir voru ennfremur gerðar á þrjár útborgir Lundúna í nótt. Kom víða til harðra loftbarr daga milli hinna bresku og þýsku flugvéla, og auk þess var látlaus skothríð af loft- varnabyssum. Einkum kvað mjög að skothríð loftvarnabyssanna í Lundúnum og út- borgum hennar, og hafa aldrei jafnmargar loftvarnabyssur verið teknar þar í notkun, enda mátti heita að skothríðin myndaði órofinn „eldvegg" umhverfis borgina og út- hverf i hennar. Samkvæmt opinberum tilkynningum, sem gefnar voru út í Lundúnum í morgun, hefir tjón af loftárásum þessum orðið óverulegt, þrátt fyrir það að í loftárásum þess- um notuðu þýsku flugsveitirnar eingöngu að heita mátti þyngstu og kröftugustu sprengjur. Breskar flugsveitir réðust gegn hinum þýsku og tvístruðu þeim, þegar er inn yfir ströndina kom. Víða voru háðar miklar loftorustur, en ekki er fyllilega kunftugt um hve margar flugvélar voru skotnar niður. Vitað er um að tvær þýskar flugvélar hröpuðu til jarðar í úthverfum Lundúna, með því að þær urðu fyrir skotum úr loftvarnabyssum. Talið er að allar eða flestallar varnastöðvar L ndúnaborgar hafi tekið þátt í vörnum borgar- innar í gærkveldi og í nótt, enda hefir skothríðin aldrei verið jafn stórkostleg né látlaus. Þýsku flugvélarnar vörpuðu niður svifblysum yfir borgir þær, er gerðar voru árásir á, og sáust mörg þeirra í lofti yfir Lundúnum og úthverfum hennar. Samkvæmt síðustu fregnum, sem borist hafa frá London er talið að í gær hafi verið skotnar niður 54 flugvélar fyrir Þjóð- verjum, en 11 fyrir Bretum. Er enn gert lítið úr því tjóni, sem orðið hefir í loftárásunum. Bretar héldu uppi árásum á Ermarsundsströnd Frakklands, flugu inn yfir Þýskaland. Var varpað sprengjum niður á ýms- ar þýskar borgir. London i morgun. Það var ekkert lát á bardög- um í lofti yfir Bretlandi i gær. Þýskar flugvélar komu hvað eftir annað í hópum yfir sund- ið og lenti i ægilegum bardög- um, er bresku flugvélarnar komu til sögunnar, stundum í mikilli hæð. Bretar segjast hafa skotið niður 45 þýskar flugvél- ar, en mist sjalfir 11. Fimm af flugmönnunum var bjargað. Þjóðverjar segjast hafa skotið niður um 60 breskar flugvélar og aðeins mist 6 sjálfir. Árásir Þjóðverja byrjuðu snemma morguns, eins og vana- lega að undanförnu, eða á ní- unda tímanum, og hélt svo bardögum áfram fram eftir kvöldi og í gærkveldi seint var tilkynt í London, að bardögum væri enn ekki lokið. t fyrsta loftbardaganum segja Bretar, að 7 Messerschmitt-flugvélar hafi verið skotnar niður. Kl. um 1 kom griðarmikil flugvélasveit yfir sundið. Er Krístín Norðmann IHlIDGHBOKfN ( Þættir um kontraktbridge úr Culbertsons-kerfi. kemur út á morgun. Allir, sem bridge spila þurfa að éignast þessa bdk. Fæst hjá öllum bóksölum. tahð, að í henni hafi verið um 200 sprengjuflugvélar, varðar orustuflugvélum. Réðu breskar flugvélar til atlögu við þær og var brátt barist yfir öllu svæð- inu milli West-Sussex og Tham- esárósa. í þessum bardaga urðu Þjóðverjar fyrir langsamlega mestu tjóni, og er talið, að þeir hafi mist 38 flugvélar. .1 gær- kveldi seint var talið, að miklu fleiri flugvélar hefði verið skotnar niður, en þá var kunn- ugt, og er búist við nýrri til- kynningu þá og þegar. Tveir flugvélaflokkar brutust gegnum loftvarnir Breta og eltu bresku flugvélarnar þær inn yfir land og var viða barist. ÍSprengjum var varpað á ýmsa staði, og er viðurkent, að tjón hafi orðið bæði í íbúða og iðn- aðarhverfum, en manntjón varð nokkurt. Hörð lof tárás var gerð á borg eina i suðausturhluta landsins. I London voru gefnar marg- ar aðvaranir um loftárásir. Árásir á skotfærabigðir Þjóð- verja í Schwartzwald og víðar. í breskum tilkynningum i gærkveldi er sagt frá þvi, að gerðar hafi verið árásir á f jölda margar flugstöðvar Þjóðverja á meginlandinu, og aðrar hern- aðarlegar stöðvar. Þá er sagt frá því, að vegna hins gífur- lega tjóns, sem Þjóðverjar hafi orðið fyrir, er skotfærabirgðir hafa sprungið í loft upp í loft- árásum, hafi Þjóðverjar tekið upp á því að koma fyrir mikl- um skotfærabirgðum hingað og þangað úti í skógum, m. a. í Schwartzwald. En bresku flug- mennirnir hafa* fundið marga staði, þar sem slikum birgðum hefir verið komið fyrir. Segir i tilkynningum í gær, að bresku flugmönnunum hafi tekist að sprengjá í loft upp margar slik- ar birgðastöðvar, í skógum fyr- ir norðan Berlín og i Norðvest- ur-Þýskalandi og viðar. I mörg- um tilfellum hefir eldurinn breiðst út um skógana og vald- ið feikna tjóni. Þar sem flogið hefir verið yfir oftar en einu sinni sést eldur, sem kviknað hafði í fyrri árásum. Flugvélar flotans og strand- varnaliðsins, hafa gert árásir á höfnina í Ostende i Belgíu, flutningapramma á skipaskurð- um, skip i Scheldeósúm og víðar. r a Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, hefir enn á ný aðvarað Japani, og komst hann svo að orði, að Bandaríkin léti sig miklu varða, að óbreytt ástand (status quo) héldist í Franska Indo-Kína og Hollensku Austur-Ihdíu. Sagði Cordell Hull ennfremur, að það mundi hafa mjög slæm áhrif á almenningsálitið í Bandaríkj- unum og kynni að háfa hinar hættulegustu af leiðingar, ef Japanir settu herlið á land í Franska Indo-Kína. Samkomujagsumleitanir hafa nú verið teknár upp á ný milli Japana og Frakka, en Japanir voru i gær sagðir h'afa fallið frá kröfum sínum um að setja her- lið á land. Sagði talsmaður jap- önsku stjórnarinnar, að allar deilur myndi verða leystar eftir nokkura daga. En ýmsar fregn- ir herma, að horfur séu ískyggi- legar, — japönsk herskip séu úti fyrir ströndum Indo-Kína og franskt fólk í hafnarborg- unum hafi verið flutt inn i land í öryggisskyni. Þeir fá nýjar bækistöðvar í ANNAPOLIS er sjóhðsforingjaskóli Bandaríkjanna. Hér sjást sjóliðsforingjagefni, sem eru að fara um borð í orustuskip- in Arkansas, New York og Texas. — Einhverjir þeirra munú nú fara til hinna nýju bækistöðva, sem Bandaríkin hafa fengið hjá Bretum. Hitler heldur ræðu vid opnun vetrarhjálparinnar þýsku. Þýska vetrarhjálpin tók til starfa í gær, en svo sem kunnugt er beitir hún sér fyrir samskotum meðal almennings, og helstu foringjar nasista ganga þar fram fyrir skjöldu fyrsta daginn, og safna jafnvel sjálfir þá í samskotabauka. Starfsemin hófst að þessu'sinni með samkomu mikilli í Saortspalatz, sem dr. Göbbels setti með stuttri ræðu, þar sem hann m. a. lýsti starfsemi vetrar- hjálparinnar fyrsta stríðsárið. Gat hann þess að safnast hefðu það ár 681 miljón ríkismarka, eða 115 milj. ríkismarka meira en árið áður. Gat dr. Göbbels þess því næst, að, Hitler tæki til máls, og ávarpaði foringjann með hlýjum orðum og árnaðar: óskum, og var Hitler hyltur af mannf jöídanum af miklum fögn- uði. Hitler hóf ræðu sína með því, að nú væri eitt ár liðið frá því er styrjöldin við Breta hófst. Lýsti hann því næst gangi styrj- aldarinnar og afskiftvim Breta af henni. Nú stæðu þeir einangr- aðir, með því að Þjóðverjum hefði tekist að brjóta á bak aftur öll þau ríki, sem stutt hefðu mál- stað þeirra og réðu þar nú lögum og lofum. Gerði Hitler lítið úr frammistöðu Breta, einkum, i Noregi og fór háðulegum orðum um það, að nú sætu þeir uppi með Abessiníukeisara, dr. Ben- es, Hákon konung, Villielmínu drotningu og fleiri ráðamenn þjóðanna, sem sigraðar hefðu verið, en efaðist um hvort slíkt myndi reynast þeim vænlegt til sigurs. Bretar yrðu nú að berjast ein- ir og verja sitt eigið land. Virki þeirra, Frakkland, væri hrunið, og breska heimsveldið sjálft myndi hrynja i rústir fyrir sam- eiginlegar aðgerðir Þjóðverja og ítala. Hitler kvaðst hafa æskt þess að eiga góða samvinnu við Breta, og í því augnamiði hefði hann nú nýlega gefið þeim kost á friði. Því tilboði hefði verið hafnað og lægi þá ekki annað fyrir en að berjast þar til yfir lyki. Bretar hefðu tekið upp á því í baráttu sinni gegn Þýskalandi, að beina árásum sinum gegn hinum óbreyttu borgurum sér- staklega, og beindust loftárásir þeirra frekar að óvíggirtum stöðum en hinum, sem hefðu hernaðarlega þýðingu. Þetta hefði hann þolað og umborið i þrjá mánuði, en nú væri þolin- mæðin á þrotum og myndi verða gripið til róttækra gagn- ráðstafana. Mr. Churchill hefði undirbúið þjóð sína undir þriggja ára stríð, en hann kvaðst sjálfur hafa gef- ið Göring marskálki fyrirskip- anir um að miða allar ákvarðan- ir við fimm ára strið, ekki af þeim sökum að hann byggist við þvi að styrjöldin myndi dragast það á langinn, heldur af hinu að hann kysi að vera viðbúinn öllu. Víða vekti það athygli, og menn væru farnir að spyrja í Englandi, hvernig á drætti þeim stæði, sem orðið hefði á vænt- anlegri innrás, en hann kvað menn geta verið rólega, hann myndi koma þegar tími væri til. Bretar kunna að varpa niður yfir þýskar borgir 3, 4 eða 5 þús. Frh. á bls.„3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.