Vísir - 11.09.1940, Page 2

Vísir - 11.09.1940, Page 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á' mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fjarstæður í skattamálinu. jþ AÐ ætti í rauninni að vera óþarft að gera lausn skalta- málanna að fjandskaparefni milli . þeirra flokka, sem, fara með stjórn landsins. Þessir flokkar eru sammála um, að skattafyrirkomulagið sé óliæft eins og sakir standa, þótt þeir að von.ym leggi mismunandi á- Iierslu á það, sem breyta þarf. Yirðist það standa nær stjórnar- flokkui>um,.að benda á leiðir til þess, -að hægt sé að mætast á sameiginlegum grundvelli, en að npta, hvert tækifæri til rógs- mála og sundrungar. Alþýðu- blaðið birti fyrir skömmu for- ustugrein, þar sem ráðist var á Sjiálfstæðisflokkinn fyrir tvö- feldni og ólieilindi í þessum málum,. Var þvi lialdið fram, að kröfur sjálfstæðisblaðanna um endurskoðun skattalöggjaf- arinnar væri fyrirsláttur einn og yekti ekki annað fyrir flokknum en að lialda sem fast- ast í þær ívilnanir, sem Alþingi hefði samþykt stórútgerðinni til handa. Slíkar getsakir eru ekki til þess fallnar að finna sameiginlega lausn i þessu margþætta vandamáli og ó- þarft að elta ólar við þessháttar fullyrðingar. ★ Það er trúlegt, að fjarstæður skattamálanna hafi aldrei koia- ið eins áþreifanlega í Ijós og út- lit er á að verði eftir árið í ár. Ymsir hafa „grætt“ allmikið fé. En hvað verður eftir af þeim gróða, þegar búið er að greiða skattinn? Við höfum heyrt um stríðsgróðaskatt hernaðarþjóð- anna. En höfuin við gert okkur grein fyrir því, að við höfum sjálfir verið að greiða „stríðs- gróðaskatt“ á undanförnum ár- um, þótt hvorki við né aðrir hafi átt i ófriði? Við höfum meira að segja í sumum tilfell- um orðið að greiða hærri skatt, en stríðsþjóðirnar leggja á þegna sina. Þær hafa ekki kom- ist Iengra en að telja 100% alt. En við getum bent á dæmi þess, að mönnum er ætlað að greiða meira en 100% — meira en alt. Hér er um að ræða slík öfug- mæli, að engin vitiborin þjóð getur .talið sér sæma, að láta slikt viðgangast í löggjöf sinni. * Ef einhver segði: svart er svarl, en hvítt er ennþá svartara, þá er hætt við að sá hinn sami þætti „tala svart“. En ef einhver segði: tap er tap, en gróði er ennþá meira tap, gæti hann i mörgum tilfellum fært sönnur á mál sitt. Svo er skattaskipan- inni fyrir að þakka. En hver vill halda því fram í fullri alvöru að slík skipan sé réttlát? Er nokk- urt vit í að láta svona fjarstæð- ur þrífast í skjóli löggjafar, sem snertir hvern einasla þjóðfélags þegn og á að vera undirstaða fjárhagsafkomu ríkisins? Við höfum flest áhyggjur af því að við höfum of litlar tekjur. En þegar úr rætist, tekur stundúm ekki betra við. Þá vaxa tekjurn- ar mönnum yfir höfuð, svo að þeir verða að borga með þeim. Við teljum það þegnlega skyldu Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórnar-- 60 ára í dag dO uðmundur Ásb jörns- son forseti bæjar- stjórnar er sextugur í dag, en hann er sá maðurinn, sem lengst hefir komið við sörgu bæjannálefna Reykja- víkur, af þeim, sem nú eru starfandi í bæjarstjórn, og nýtur óskerts trausts allra bæjarbúa, jafnt flokks- bræðra sem andstæðinga. Þessa verða menn fljótt varir er störf Guðmundar Ásbjörns- sonar bera á góma, og það er engin tilviljun hvernig að hon- um andar, heldur ávöxtur af löngu og heillariku starfi. Guðmundur Ásbjörnsson er fæddur að Eyrarbakka og þar ólst hann upp í foreldrahúsum. Hneigðist liann rnjög til náms, en átli þess ekki kost, og hóf þá trésmíðanám lijá Sigurði Ólafssyni á Eyrarbakka, þá 16 ára að aldri og lauk því er hann var 19 ára. Frá því er Guðmundur komst á legg hefir liann unnið alla al- genga vinnu til sveitar og sjáv- ar, sem fyrir féll. Sem barn dvaldi liann á sumrum í sveit og vann fyrir sér, en á vetrum stóð hann í beitingakrónum, og fékk að launum, hálfan hlut, sem síðan jókst í höndum hans eftir því sem á leið, þardil heill varð. Því næst hófst sjósóknin sjálf. Hefir Guðmundur stund- að veiðar á opnum bátum frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn og þilskipum frá Akranesi og Reykjavík, eftir að hann fluttist hingað. Stundaði hann m. a. sjó á „Kútter Haraldi“ hjá Geir Sigurðssjnii, og er einn af „kátu körlunum“, sem kveðið var um í þá daga og sungið er af al- nxenningi enn í dag. Guðmund- ur flultist til Reykjavíkur árið 1907 og var þá til sjós alt út- haldið fram í september. Húsa- smíðar stundaði hann svo hér í bænunx og víðar, en réðist til hvers manns að draga sem mest í bú, en ef honum tekst það bærilega, er honum refsað. Skattaskipan, sem gerir gróð- ann að tapi býður upp á svik og undandrátt. Slíkt er eklci ein- ungis ranglátt, heldur blátt á- fram varhugavert fyrirkomu- lag. Um skattaívilnanir til togar- anna er það að segja, að allir núverandi stjórnarflokkar stóðu sameiginlega að þeirri löggjöf. Sú löggjöf var nauð- synleg, ekki síst vegna þess, að með skattaálögum hafði verið gengið svo nærri útgerðinni, að hún var að hruni komin. Ef nú ætti að afnema ívilnunina, án þess að skattafyrirkomulaginu væri breytt, væri aftur tekið, það sem ívilnunin fól í sér. Þá gæti orðið lirun framundan að nýju, óviðbjargandi, nema með nýrri ívilnun — svikamylla í fullum gangi. Það er alveg sama hvort litið er á skattafjTÍrkomuIagið frá sjónarmiði atvinnurekandans eða launamannsins. Fyrirkomu- lagið er óhæft. Um þetta eru í rauninni þeir flokkar, sem að rikisstjórninni standa, sam- mála. Lausn þessara mála verð- ur aldrei sú, að öllum Iíki. En það er hiklaust eitt af mikil- vægustu hlutverkum stjórnar, sem styðst við jafn öflugt þing- fylgi og núverandi stjóm, að leita sameiginlegra ráða út úr þvi öngþveiti, sem í er komið. a Völundar haustið 1908. Þar vann liann þar til i aprílmán- uði árið 1913. Þá um haustið setti hann á fót trésmíðavinnu- stofu að Laugavegi 1 hér i bæn- um, ásamt Hjálmari Þorsteins- syni, og ráku þeir hana í félagi þar til árið 1919, að Guðnxund- ur keypti eignarhluta Hjálmars. Árið 1914 byrjaði Guðmund- ur að versla í smáum stíl, en i árslok 1915 stofnaði hann í fé- lagi við Sigurbjörn Þorkelsson verslunina Vísi, sem þannig á aldarfjórðungsafmæli á þessu ári. Árið 1916 keyptu þeir svo húseignina að Laugavegi 1, sem þá stóð fjórum álnum innan við götulínu, og fluttu þeir hana nokkru síðar, og gengu frá hús- inu eins og það er nú. í öllu starfi sínu og viðskift- um ávann Guðmundur sér hið mesta traust manna. Ifneigðist hann einnig snennna að félags- málum og tók mikinn þátt í starfsémi Heimastjórnarflokks- ins meðan liann var við lýði, og var handgenginn og góðvin- ur ýmsra helstu foringja hans, sem kunnu að meta kosti Guð- mundar, gáfur hans og dugnað. Árið 1918 var Guðmundur kosinn í bæjarstjórn Reykjavík- ur og hefir átt þar sæti æ siðan. Var liann um skeið aðalmál- svari flokks síns í bæjarstjórn, enda er hann mælskur maður og fylginn sér i besta lagi. Var hann snemma kjörinn forseti bæjarstjórnar og er þetta 15. ár- ið, sem hann gegnir því starfi. Þráfaldlega hefir hann verið settur borgarstjóri, í forföllum þeirra Knuts Zimsen og Jóns lieitins Þorlákssonar og farist það starf eins vel úr hendi og öll önnur, sem hann hefir á annað borð tekið í mál að sinna. í starfi sínu í bæjarstjórn hefir Guðmundur sýnt alla þá lcosti, sem hann prýða. Hann er stór- huga en ekki flasfenginn, fylgir hverju máli fast fram, sem liann Ijær fylgi, og öll hans orð standa eins og stafur á bók, hvort sem andstæðingar eiga í hlut eða aðrir. Hefir Guðmundi þótt gott að komast af við and- stæðinga sina, ekki af þvi að hann hafi slegið undan, -— síður en svo, — heldur af hinu, að hann hefir notið hins fylsta trausts þeirra og trúnaðar í öllu samstarfi og hefir það rutt ýmsum erfiðleikum úr brautu. Það hefir jafnan verið aðall Guðmundar, að hann hefir Ijáð hverju máli óskifta krafta, sem hann hefir viljað styðja, og einkmn hefir þessa gætt opin- berlega i félagsmálefnum. Hef- ir hann jafnan gegnt helslu trúnaðarstörfum í öllum félags- skap. Hefir hann þannig átt sæti i stjórn Trésmiðafélagsins, Kaupmannafélagsins, Verslun- arráðsins og fleiri slíkum fé- lagsskap, en lengst hefir hann starfað fyrir K. F. U. M., sem ávalt hefir notið styrks hans og stuðnings frá því er liann gekk í þann félagsskap árið 1903. Af öðrum félagsskap, sem Guðmundur er við riðinn mætti nefna Vinnuveitendafélagið, en ha.nn er varaformaður þess, þá á hann sæti í stjórn Eimskipa- félags Islands, er einn af stofn- endiun Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, hefir verið þar í stjórn frá byrjun og formaður frá því er Jón Þorláksson lést. í bankaráði (Utvegsbankans lief- ir hann átt sæti frá þvi árið 1932, og í bæjarráði frá því er það var stofnað og varaformað- ur þess, en borgarstjóri er sjálf- kjörinn formaður. Við útgerð hefir Guðmundur fengist allverulega um dagana. Er liann einn af stofnendum Iirannar h.f., sem gerir út tog- arann Geir, og formaður fé- lagsins liefir hann verið að heita má frá byrjun. Hefir út- gerðin gengið sænxilega, enda verið rekin með mestu liygg- indum. Af öllu þessu má marka, að Guðmundur liefir sint félags- málefnum mjög um dagana, og mun það mála sannast, að oft liafa einkamálefni hans orðið að víkja fyrir liinum. Þegar hagsmunir almennings hafa krafist, hefir hann verið reiðu- búinn til að fórna sér og sínum liagsmunum til lijálpar, og sannaðist það ljóslega er spánska veikin gekk liér árið 1918, og munu þau hjálparstörf Guðmundar lengi í minnurn höfð. Þrátt fyrir stöðuga vinnu og annríki hefir Guðmundur aflað sér liinnar bestu sjálfmentunar á mörgum sviðum. Þótt hann hneigðist til menta í æsku og var skólaganga hans öll partur úr tveimur vetrum í barnaskóla. Sjálfur hefir liann aflað sér þeirrar tungumálakunnáttu, að hann talar og ritar Norður- landamálin, og les ensku sér til gagns. * Eg hitti Guðnnmd Ásbjörns- son að máli nú fyrir tveimur dögum. Ilann vildi sem minst um störf sín ræða, og gerði lít- ið úr þeim: „Mér hefir verið ýtt út i flest það, sem eg -liefi opin- berlega haft afskifti af“, sagði liann, „en það sem. eg kann per- sónulega best að meta, er hve allir samferðamenn minir hafa verið mér góðir, og gildir það í rauninni jafnt um flokksbræð- ur mína og andstæðinga“. —- Þakldæti fyrir þetta sagðist Guðmundur vilja tjá mönnum á þessum, merkisdegi í ævi hans. Hin síðari árin hefir Guð- mundur verið lieilsuveill og er lasinn þessa dagana. Hann er þó unglegur í besta lagi og óbil- aður að starfsþreki og áhuga. og finnur þar engin ellimörk. Er enn að vænta frá lians hendi mikilla starfa og góðra -— ánm að lcemur ekki til greina. Þeir, sem náð hafa vináttu Guðm. Ásbjörnssonar, hafa átt þar tryggan liauk i liorni. Þar liefir liann verið heill og óskift- ur eins og í öllu öðru, og úr margra vanda hefir hann greitt með ráðum og dáð. Hygg eg, að enginn geti annað um Guð- mund sagt, en að hann sé lieill rnaður og hreinn, — drengur góður í þess orð fylsta skilningi. K. G. Spor í rétta átt. Þótt ekki liggi fyrir neinar opinberar skýrslur um það, hvern- ig viðskiftajöfnuðurinn er nú við útlönd, er það á alþjóðar vit- orði, að hann hefir gerbreyst okkur í hag. Hér er ekki ástæða til að bera fram neinar ágiskanir um það, hverju nemi á versl- unarjöfnuðinum nú og um sama leyti í fyrra, en það er óhætt að fullyrða, að það er ekki undir tveimur tugum miljóna. — Eins og þráfaldlega hefir sýnt verið hér í blaðinu, er þess vegna ekki lengur hægt að bera við gjaldeyrisástæðum fyrir því að ekki sé rýmkað um innflutn- inginn. Þá hagar einnig svo til, að fyrirsjáanlegt er, að erlendar vörur munu eiga eftir að hækka stórkostlega. Hvorttvegga þétta: gerbreyt- ing á gjaldeyrisástandinu okk- ur í hag og fyrirsjáanleg verð- hækkun á aðfluttum vörum hefir verið undirstaða þeirrar kröfu, sem sjálfstæðisblöðin hafa borið fram um afnám haftanna. Walterskepnin heíst á sunnud. Walterskepnin hefst á sunnu- daginn kemur. Það er síðasta knattspyrnukepni meistara- flokks á árinu og fer hún fram á sunnudögum uns mótinu er lokið. 1 gær var dregið um livaða félög mættu fyrst til kappleiks og kom upp hlutur Fram og Vals en K. R. og Víkingur Iceppa eftir hálfa aðra vilcu. Það fé- lag, sem tapar leik, keppir ekki oftar á mótinu, svo að leikirnir verða aðeins þrír. Fram að þessu hefir við- skiftamálaráðherrann skelt skolleyrum við þessari kröfu, blað hans farið lítilsvirðingar- orðum um þessa „kramvöru- stefnu“ og alt gert til þess að láta líta svo út sem hér væri aðeins um „sérkröfur“ kaup- manna að ræða. Það lilýtur því að vekja mikla athygli, að viðskiftamálaráð- herrann lýsir því yfir í grein, sem hann skrifar í Timann i gær, að liann muni nú „gera ráðstafanir lil þess innan ríkis- stjórnarinnar, að nokkrar helstu nauðsynjavörutegundir, sem elcld eru nú þegar á „frí- Jista“, verði settar á sérstakan „frilista“, þannig að leyft verði að kaupa þær frá Bretlandi, án leyfis Gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar.“ Með þessu er sýnilegt, að við- skiftamálaráðherrann hefir orð- ið að taka til greina, það sem Vísir liefir haldið fram i þessu máli, þótt hingað til hafi engin viðurkenning fengist. Að svo stöddu verður ekki um það sagt, hve víðtæk þessi rýrnkun verður. Mun ríkis- stjórnin láta það mál til sín taka sameiginlega. En hvort sem sporið, sem nú verður stígið, er langt eða skamt, er það þó í rétta átt. Kvöldikóli K. F. U. M. Hinn góðkunni kvöldskóli Iv. F. U. M. hefur starf sitt 1. okt. n. k. Eins ög hæjarbúar vita nú orðið, er skólinn ætlaður pilt- um og stúlkum, sem lokið hafa fullnaðarprófi barnafræðslunn- ar. Eigi er krafisi inntökuprófs. Skólinn starfar í byrjunar- deildum og framlialdsdeild. Við skólann starfa ágætis kennarar og skólastjóri er Sigurður Skúlason magister. Skólagjald er mjög lágt. Skólinn hefir til þessa vaxið jafnt og örugt og náð mildum vinsældum. Námsgreinar skólans eru: ís- lenka, danska, enska, reikning- ur, bókfærsla, handavinna fyrir stúllcur, og í framhaldsdeild ennfremur þýska. Þá má vekja athygli á þvi, að kistinfræði er kend í skólanum. Skólinn er liinn lientugasti fyrir þá ung- linga, sem vilja stunda gagnlegt nám jafnhliða atvinnu sinni. Námsmeyjar fá þar og tilsögn í handavinnu. Ættu nemendur að tryggja sér skólavist í tima. Umsóknum er veitt móttaka í versl. Vísir á Laugavegi 1, til 25. sept. Snjóar norðanlands. Um og eftir síðustu helgi hefir snjóað niÖur undir bygð víða norð- anlands, og aðfaranótt þriðjudags gerði alhvítg jörð, víða alveg nið- ur að sjó. Á Hólsf jöllum var snjór- inn svo djúpur, að bílvegurinn var með öllu ófær. Knattspyrnukappleikur var háður á íþrótavellinum í gær milli starfsmanna Landsímans og Ríkisútvarpsins um bikar, sem út- varpsstjóri gaf. Starfsmenn Land- símans sigruðu með 5:3. L

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.