Vísir - 11.09.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 11.09.1940, Blaðsíða 3
VISIR Kaupirðu góðan hlut þá znundu hvar þú fékst hann. Ný fataefni ai finustu gerð nýkomin.^ Mjög ódýp og góð föt fá allir, sem versla vid Alafoss Þingholtsstræti 2. Gæsla fengins f j ár Þá afli kemur óvænt að, eftir því sem méiri er, sést þá oft og satt er það, í súginn aldrei meira fer. Efnið í grein þessari verður lítið eitt um skatta, skattfrelsi og stríðsgrþða togaranna, sem nú er svo mildð talað um. Um- talið er þó mest alt á þá einu lilið, að krefja útgerðina um skatta. Hitt er minna rætt og hugsað, hversu best má ráðstafa gróðanum lil varanlegra hags- muna fyrir þjóðina. Nú má þó „gróðinn“ ekki fara eins og fyr, að nokkuru leyti í súginn, í skatta og síðar í kreppuhjálp, til ráðdeildarlitilla manna. Nú er afstaðan öll önnur og verri en þá, um og eftir fyrra stríðið, lijá útgerðinni: Skuld- irnar margfalt meiri og skattar alhr margfalt liærri, þegar ekki er í gildi einhver undanþága. Nú hefir framsóknarblaðið „Tíminn“ krafist þess, að skatt- frelsi togaranna verði tafarlaust afnumið með hráðabirgðalög- um. Hversu yrði þá afleiðingin af þessu frumhlaupi ? Afleiðingin er augljós hjá þeim félögum, sem þegar kunna að liafa grætt nokkuð, eða gera það hér eftir. Dæmið er séð og sannað frá út- gerðarfélagi, sem undanþágan náði ekki til. Það liafði nokkura tugi þús. kr. í „gróða“ árið sem leið, og því var gert að greiða í skatta, ekki að eins allan „gróð- ann“, heldur líka næstum f jórðaparti meira. Afnám skatlatakmörkimar togarafél. (ekki meira en þau greiddu 1938), að skattalögum og reglum óbreyttum, verkaði þvi þannig: Því hærri sem „gróði þeirra væri talinn, þess meira yrði raunverulegt tap þeirra. Ekkert félag eða fyrirtæki einstakra manna getur þrifist eða haldið uppi starfsemi undir slíkum vitfirringalögum. Eng- inn fæst til að leggja fé í nokkurt nýtt gróðavænlegt fyrirtæki, með slíkt hundsbit á hælum sér, og öll shk félög sem nú eru til og kunna að „græða“ álitlega fúlgu, hlytu að hætta starfsem- inni. Atvinna öll við sjóinn legð- ist í kaldakol. Þetta er krafa „Tímans“, Alþýðublaðsins og kommúnista*). Er þetta gert með vilja og samþykki forráða- manna jæssara tveggja stjórn- málaflokka? Eru þeir eun, eða fjöldi þeirra manna, virkilega svo djúpt ofan í vösum komm- únista, að þeir vilji samþykkja þetta? Vegna undanþágunnar hefir togarafélögunum verið kleyft að halda áfram að draga til bankanna miljónir króna upp í skuldir sinar, og þar með milj. kr. upp í skuldir hankanna í öðr- um löndum. Og félögin verða að hafa frið til þess, að greiða allar skuldir sínar, innvinna aftur tapaða hlutaféð og gera enn nokkuð betur, ef tækifæri gefst til þess. Hvað yi'ði svo ríki og bæjum úr öllum þessum bráðabirgða- lagasköttum, sem fengjust 1 eða 2 ár — — meðan f jöldi manna á ekki erfiðara en nú, að greiða iitsvör og skatta? Þeim yrði *) Getið skal þess þó, Alþbl. til afsökunar, að nú í nærri mánuð, síðan eg svaraði því í Mbl. 7. f. m. hefir ritstj. þess þagað um kröfur sínar. En þá tekur „Tíminn“ við. vafalítið varið í ekki minna sukk en áður. Sukkið og fjár- austur ríkis og bæja sýnist þó nú þegar í kreppunni og öllu skuldavafsinu, komið langt úr liófi. Má þar til nefna m. a. leikjafarganið, félagsstyrkina, starfsmannafjöldann, óþörf fyrirtæki, veisluhöld og margs- konar ólióf og óþarfa. Hvar ætti svo að laka þvilíkar tekjur á eftir, þegar búið væri að koma atvinnufyrirtækjunum fyrir kattarnef? Eiga viðbætur atvinnuleysingjanna þá að gefa af sér nýjar tekjur? Ráðstöfun stríðsgTÓðans. Eins og þegar er sýnt og oft hefir verið sagt, er alveg vafa- laust, að breyta verður veru- lega skattalöggjöfinni og út- svarsreglunum, á næsta alþingi. En hvern veg á þá að breyta þeim lögum? Og hvernig á að fara svo með striðsgróða félag- aiina, ef hann kynni aö verða nokkuð mikill, svo að félags- mönnum, starfsmönnum og allri þjóðinni verði að bestum notum og varanlegustum? Um það þurfa að hugsa allir velviljaðir menn og vitibornir. Og þeir einir að framkvæma, sem til þess er trúandi. En áður þurfa þó að heyrast raddir og tillögur, um ljós og ákveðin úrræði, til að moða úr, i svona afdrifaríku máli. Fyrsta og sjálfsagðasta krafa j útgerðarmanna skilst mér verði i að vera sú, að þeir fái i friði að | vinna upp útgerðartöp fyrri ára, ! ásamt vöxtum af eign sinni. Þar næst að legga fé í varasjóð, til endurtiýjunar gömlum skipum og úreltum. í þriðja lagi er sjálf- sagt að greiða skatta og útsvör þegar vel hefir gengið, en þá inuan ákveðinna og lióflegra takmarka. Og í fjórða lagi verða félögin þá Iíka að hafa eitthvað eftir sjálf, til frjálsra nmráða. Minni kjör eða lakari en þetta í gróða árum, eru ekki boðleg framleiðslufélögum, og ekki heldur samboðin lögum og stjórnarfari, í svo kölluðu lýð- frálsu landi. Þetta held eg að mætti fram- kvæma einfaldast og öruggast, með því að ákveða skifting árs- hagnaðarins með vissum hundr- aðshlutum (%) í hvern stað. Og til þess að bera á borð einhverja tillögu til athugunar og um- ræðna, vil eg nefna þessar tölur: 1. í vexti af hlutafénu 5%. Þar á eftir er fyrst hægt að tala Um gróða, ef þá er meira af- gangs, þegar reikningar fyrir- tækis eru i fullu lagi og eignir þess laldar með sannvirði. 2. Til varasjóðs gengi þá 15% af gróðanum. 3. í alla beina skatta 60%, sem skiftist í ákveðnum hlutföll- um milli rikis og bæjar eða sveitarsjóða. Og þá varla meira en 10—12% til ríkissjóðs, ef hann Iiefir allar tolltekjur frá félögunum. 4. Loks hefðu félögin sjálf 25% til frjálsra umráða. Með því fé mætti flýta fyrir endur- nýjun skipastólsins, og auka liann. Eða mynda aðra sjóði, styrkja líknarstai’fsemi og tryggja Iiag og samheldni félags- skaparins á ýmsan hátt. Með þessu liku fyrirkomulagi, gæti ekki fremur en nú, neinn ímyndaður gróði eða óséður, farið „í vasa útgerðarmanna“. Taprekstur. Um taprekstur slíkra félaga, þarf eigi siður að setja fastar skorður, svo ekki verði eins og áður, heimtað takmarkalaust af eignum þeirra, i allskonar skyld- ur og skatta. Mætti takmarka þetta þannig: Þegar tapið færi yfir ákveðið mark, t. d. 2% af eignum og hlutafé samanlögðu, þá væri félagið skattfrjálst, og greiddi enga vexti af hlutafénu. Þegar tapið væri minna en þetta, og eins þegar ágóði væri minnl en til vaxta, mætti greiða vexti aí' hlutafénu úr varasjóði — ef ekki væri sérstakur sjóður til Jiess ætlaður. En i slíkum kring- umstæðum, og eins þegar mjög htill gróði yrði til sundurliðun- ar, þá færi hami óskiftur í skatta. En aldrei mætti þó, á einu ári, fara dýpra ofan í vasa útgerðarmanna til skatta- greiðslu en svo, að næmi t. d. 2% af félagseign þeirra. V. G. Kristinn Ármannsson: Latnesk málfræði. 200 bls. í stóru 8 bl. broti. ísafoldarprentsm. Reykjavík 1940. Hér er sannarlega bætt úr brýnni og langri þörf, þvi kenn- aragrammatíkin er löngu ófá- anleg og var aldrei hentug. Hér hefir þvi orðið að nýtast við er- lendar kenslubækur, aðallega málfræðina i byrjendabók Mik- kelsens, sem að vísu var noklcuð góð, það sem hún náði, en hún náði skamt og slcilgreiningar á hugtökum voru þar með öllu ónógar. 'Nú er það kunnugra en frá þarf að segja, að unglingum vill veitast erfitt að skilja ýms fyrir- brigði latneskrar málfræði, jafnvel þó þau séu sæmilega skýrð, svo að hér veitti ekki af að gera góð skil. Eg hefi farið yfir alla bókina, list prýðilega á hana endanna á milli og hlakka til að kenna á hana, ef að því rekur. Skýringarnar eru yfir liöfuð allar glöggar og að mér finst, sagt frá með svo óbrotnum hætti, að þær sé algerl. heinlaus biti, en það hefir viljað brenna við, einmitt hjá málfræðingum, að þeim sé allólagið að koma svo orðum að skýringum sínum, að þær reynist auðmeltar. Hér er á annan veg. Eg vildi þó benda á nokkur örfá atriði. Eg fæ ekki betur séð, en að í 5. og 8. og 9. línu á bls. 50 eigi að standa þátíð eða framtíð, en ekki þátíð og fram- tíð, enda þótt svo til engu máli skifti. 1 202. gr. 4) segir: „stað- arfall táknar hvar og hvenær eitthvað er að gerast“; loca- tivus hinn forni merkir auðvitað að eins hvar eitthvað er eða ger- ist, og runninn saman við abla- tivus verður hann að ablativus loci; hvenær eitthvað gerist er aftur á móti staðarfallinn og ablativus loci óviðkomandi, því þar kfemur ablativus temp- oris til greina. Þetta skiftir svo sem heldur engu máli, þvi það er annarsstaðar greint frá þessu hárrétt, enda staf- ar það auðvitað ekki af öðru en augnabliks meinloku. Þá er það væntanlega elcki nema prentvilla, að Februarius er feldur niður úr mánaðatalinu a hls. 184—85, því hann var tek- inn upp í rómverska timatalið samtímis Januarius, enda þótt hann lenti fyrst á öðrum stað i mánaðaröðinni, en hann er nú. Það hefði og í því sambandi vel mátt nefna liinn einkennilega hlaupmánuð Mercedonius eða mensis intercalaris, eins og hann var venjulega nefndur; höf. mið- ar við julianskt rím, en þar á Mercedonius ekki heima. Ef miðað er við julianskt rím hefði hinsvegar verið óhætt að minri- ast á lilaupársdaginn og tiltaka, hvernig hann var tilgreindur (ante diem bis sextum cal. Mart.) og nefna nafnið á hlaup- árinU bissextilis. Að lokum vil eg geta þess af afturhaldi og vana, að þó eg viti, að sá framburður latínunnar, sem kendur er í þessari mál- fræði sé talinn fræðilega réttur, þá þykir mér hann frábærlega ljótur, en hinn ahnenni fram- | burður latínunnar (kirkjufram- •burðurinn), sem mun tilkominn einhvern tíma á miðöldum, er miklu fallegri. Framburðurinn liefir auðvitað ekki þá þýðingu, sem væri, ef Jatínan væri enn lif- andi; hún er þó að vísu að þvi leyti lifandi, að kaþólska kirkj- an notar hana til allra brigða — líka sem skrjfstofumál — og að því leyti mætti segja, að fram- hurður sá, sem hún notar, ætli nokkurn rétt á sér. Höf. er alls góðs maklegur fyrir þessa bók. En nú gerði liann vel, ef hann hætti enn og semdi latnesk-íslenska orðabók, því bæði er nucleus ófáanlegur og óhandhægur, og enn meiri þökk mundi mönnum verða á íslensk-latneskri orðabók. G. J. Þaö var Skoti, sem sagöi svo frá nískasta manninum í heimi: Sá haföi þann siö að gefa syni sínum penny til aö fara aö sofa, tók svo aurinn af honum, þegar hann var sofnaður — og flengdi drenginn svo á morgnana fyrir aö týna peningnum! ★ Setuliðið yar að skotæfingum í fyrsta skifti. Mennirnir skutu í mark, sem var 500 m. í burtu, en enginn hæfði það. Næst reyndu þeir á tvö hundruð metra færi, en enginn hæfði að heldur. Þá var reynt á iöo m. færi, en alt fór á sömu leið. „Stándið rétt“, öskraði liðþjálf- inn. „Bregðið byssustingjunum! Gerið áhlaup! Það er eina vonin fyrir ykkur!“ lEöfmai fyi'ii’llgg;ijaii«li Rúgmjöl H. Benediktsson & Co. Sími 1228 :# Gjarðajárn 1” og iy4” fyrirliggjandi. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN. Sími 1280. KALK óleskjað I dlúnkum á 100 kg. nýkomið. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN. Sími 1280. fiuglýsing um lausar lögregluþjónastöður í Reykjavík. Samkvæmt ákvörðun rikisstjómarinnar verður lögregluþjónum í Reykjavík í.jölg- að um 16. Eru stöður þessar því lausar til umsóknar og er umsóknarfresfur til 25. þ. m. Umsóknir skulu stilaðar til lög-, reglust jórans í Reykjavík, og liggja frantmi hjá honum sérstök umsóknar- eyðublöð. Aldurstakmark er 28 ár og enn- fremur skulu umsækjendur vera hraust- ir, meira en meðaimenn á íiæð o^ vel vaxnir. Lögreglustjórinn i Reykjávik, 10. sept. 1940. AGNAR KOFOED-HANSEN. Þær sem eiga hatta í viðgerð lijá okknr gjöri svo vel og sæki þá fyrir kl. 1 á laugardag 14. þ. m. HATTA OG SKERMAVERSLUNlhl, Laugaveg 5. — Hafnfirðingar. Allir þeir, er eiga á uppfyllingu okkar í Hafn- arfirði kol, báta, skipsskrúfur, skúrbygging- ar eða annað, gefi sig þegar fram við hr. Guð- jón Arngrímsson, sími 1053, Kveldúlfur. Konan min, Kristín PálsdóttÍF andaðist á heimili oltkar, Sjafnargötu 11, mánudaginn 9. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá I>)nikirkjunni, og hefst Id. 1 e. h. Iaugardaginn 14. þ. m. Theodér Jakobsson. Jarðarför mannsins míns, Magnúsar Magnússonar framk væm dastjóra, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 13. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar, Ingólfsstræti 8, kl. 1 y2 e. h. Ragnheiður GuSmundsdóttir. Við þökkum innilega fyrir auðsýnda iduttekningu við andlát og jarðarför Ðf. phil Ben. S« Þófapinssonar. Hansína Eiríksdóttir, börn, tengdaböm og bamaböm. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för mannsins míns og föður, Þópðar Hjartar, stýrimanns. Aurora Hjaríar og dóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.