Vísir - 17.09.1940, Blaðsíða 1
FUtstjóri:
Kristján Guðlaugsscn
Skrifstofyr:
Félagsprentsmiðjan (3. foæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Simi:
Auglýsingar . . 1660
Gjaldkeri S línur
Afgreiðsla j
30. ár.
Reykjavík, hriðjudaginn 17. september 1940.
214. tbl.
ast viö i
Þannig ætlá þeir ad hafa það.
» íirðu að haf-
varnabyrgjiim í
nétt §em leið.
wwk®%%
Þjóðverjar tóku Danmörku án nokkurrar verulegrar mót-
spyrnu. Danir vörðust 2—3 tíma á landamærunum, en fengu
svo skipun frá stjórninni um að leggja niður vopn. Að kveldi
sama dags og hernámið hófst, liöfðu þýskar hersveitir sest að i
öllum helstu bæjum landsins og þá var sú sjón algeng, sem
myndin hér sýnir: Þýskir foringjar ræða um, livar eigi að koma
mönnum þeirra fyrir, en umhverfis stendur mannfjöldinn og
hprfir á. — Þetta ætla Þjóðverjar að endurtaka í Englandi og
undirbúa nú innrás af kappi.
Afrikusáyrjölcliii
Italir sækja fram
í Egiptalandi.
Bardagar við framsveitir Breta.
EINKASKEYTI frá United Press. Londori í morgun.
Samkvæmt fregnum frá Kairo eru vélahersveitir Itala komn-
ar 25 mílur enskar inn í sandauðnir Egiptalands nálægt MiS-
jarðarhafi, og héfir nú komið til átaka milli hersveita Graziani
og framvarða breska hersins, sem ver Egiptaland. Um innrás í
Bresk-egipska Súdan (suðausturhomið), sem einnig var búist
við, héfir ekkert frést enn þá.
Líklegt þykir, að til öflugri á-
taka komi þá og þegar. Mann-
Ijón segja Bretar allmikið i liði
Itala, en hverfandi hjá sér.
MANNTJÓN I BRESKA
SOMALILANDI.
Það er nú kunnugt hvert varð
manntjón Breta í Breska Soma-
lilandi, sem ítalir hertóku i
skammri sókn fyrir skömmu.
Af hði Breta féllu 38 menn, 71
særðist en 49 er saknáð. Mann-
tjón Itala er talið 10 sinnum
meira. — Sést af þessu i hve
smáum stíl bardagarriir hafa
verið enda er það kunnugl, a'í
Bretar höfðu þarna nijög lílið
lið til varnar.
ir 16 iljónir m
kviMir II iii8 í
i.
Einkaskeyti frá United Press.
London, í morgun.
Roosevelt forseti liefir nú
skrifað undir herskyldulögin.
Fyrsta verk Iians, eftir að undiív
skrift laganna hafði farið fram,
vár að fyrirskiþa áð aítír karlar
i á aldrinuin 21 55 ára skyldi
skrúseltir lil æfingu. Er líér um
líi'/i miljön manria að ræða.
EINKASKEYTI frá United Press. London i morgun.
ýskar flugvélar voru á sveimi yfir London síð-
astliðna nótt cg var sprengjum varpað á ýmsa
staSi í borginni, meSal annars í miShluta borg-
arinnar. Veður var hagstætt til loftárása, tungískin og
auðvelt að finna staði til þess að varpa sprengjum á þá.
Það er kunnugt, að miklar skemdir urðu á húsum á
nokkurum stöðum, en engar opinberar tilkynningar
um manntjón eða eigna hafa verið birtar. M. a. hrundi
álma sjúkrahúsbyggingar, en til allrar hamingju voru
allir sjúklingarnir í lof tvarnabyrgjum og sakaði þá ekki.
ÁRÁSUM Á ERMARSUNDSHAFNIRNAR , i
ER HALDIÐ ÁFRAM. . J
Bretar héldu áfram árásum sínum á Ermafsundshafnir Þjóð-
verja á sunnudagskvöld. Voru gerðar 'árásir á 8 stórar hafnar-
borgir, á svæðinu Wilhelmshaven til Boulogne. Miklar skemdir
urðu á hafnarmannvirkjum og skipum þeim, sem Þjöðverjar
hafa dregið saman til undirbúnings innrásinni. Amerískir frétta-
ritarar segja, að sökt hafi verið flutningaskipum, sem búið var
að setja hermenn út í, og hafi þeir farist í hundraðatali. Sé
fjöldi hermannalíka á reki i sjónum.
1 nótt vörpuðu Þjóðverjar að-
allega niður tímasprengjum, þ.
e. sprengjum, sém springa eftir
vissan tíma. Varð því að tæma
marga borgarhluta, þar sem
þær komu niður, meðan reynt
var að gera sprengjurnar ó-
skaðlegar.
Nokkrir slökkviliðsnienn voru
drepnir, þegar varpað var
sprengjum á þá við storf sín.
Eftir klukkustundar hvíld
var merki gefið kl. 3.45 í nótt
og fengu borgarbúar þvi litla
sem enga hvíld í nótt, enda sú
talin ætlunin, að þreyta þá sem
mest.
TIMES GERIR ATHUGA-
SEMDIR VIÐ TILKYNN-
INGAR ÞJÓBVERJA.
Stjórnmálafrétlaritari Times
tíefir birt grein, til þess að sýna
fram á hvernig staðhæfingarnar
í tilkynningum Þjóðverja rek-
ast á. Segir hann, að það komi
varla fyrir, að útbreiðslumála-
ráðuneytið gefi út tilkynningu,
sem ekki sé í ósamræmi við síð-
ari » tilkynningar, jafnvel tilk.
sem koma í kjölfarið. Tilkynt
var, að samkvæmt því, sem her-
foringjar segði, væri innrásin í
Bretland í þann veginn að byrja,
en utanríkismálaráðuneytið til-
Varnabandalag milli
Bandaríkjanna og
Ástralíu.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Sendiherra Bandaríkjanna,
Lothian lávarður, og Mr. Casey,
sendiherra Ástraliu, ræddust við
í Washington í gær. Tilkynt var,
að þeir hefði ræðst við um mál-
efni, sem mjög varða Ástraliu
og Bandarikin..
Komist hefir á kreik orðróm-
u r um, að til standi að Banda-
ríkin og Ástralia geri með sér
varnarbandalag. — Ástralia
veiti stuðning verði ráðist á
Kyi-rahafseyjar Bandarikjanna,
en Bandarikin styðji Ástraliu,
ef lil árásar kemur.
kynti, að kannske þyrf ti ekki að
gera neina innrás. — Það var
ekki gerð nein árás á Bucking-
hamhöll, sagði útbreiðslumála-
ráðtmeytið, en sama ráðuneyti
birti tilkynningu um árásina
rétt á eftir í blaði sínu. — Vik-
um saman var því haldið fram,
að ekki yrði gerðar lc>ftárásir á
Berlín. Sænskt blað hefir það
eftir þýskum yfirvpiduhi, að
fólkið gæti lifað á bersvæði
kringum borgina, þótt hún væfi
lögð í rústir. — Villandi, ósam-
ræmdar frétlir, sem þýska
stjórnin lætur þjóð sinni í té,
segir Times, sýnir hversu lítil
virðing er borin fyrir dómgreind
þýsks ahnennings. Minnir blaðið
á, að Hitler hafi likt þýsku þjóð-
inni við sauðahóp í bók sinni
„Mein Kampf".
Enn getgátur um innrásina.
Það koma stöðugt fram nýj-
ar getgátur varðandi innrásina.
Ameriskir fréttaritarar í Berlín
virðast ætla, að eitthvað mikið
standi til þá og þegar, og Winst-
on Churchill, forsætisráðherra
Bretlands sagði enn í gær, að
Bretar yrði að vera við því bún-
ir, að innrás yrði gerð hvenær
sem væri. Er það áreiðanlegt, að
stórkostlegur undirbúningur
hefir farið fram, og margra ætl-
an er, að alt talið um, að búið
verði að sigra England á tiltekn-
um dögum, sé fram sett í blekk-
ingarskyni. .
En þótt mikið væri um. innrás
rætt i gær„ óttuðust menn ekki
innrás í Bretland s.l. nótt, því
að suðvestan strekkingur, þoka
og úrkoma var á Ermarsundi.
Er nú kominn sá tími, að erf-
iðara verður um innrás, og
halda flestir sérfræðingar því
fram, að Hítler verði að láta til
skarar skríða nú — eða fresta
innrásinni til næsta vors.
Motaaukningr
Kanada.
EINKASKEYTI FRÁ U. P. —
London í morgun.
Kanadafloti er nú auk-
ínn af feikna krafti og
eru þegar í honum sex sinnum
Ásakar Þjóðveija
Auguste, kardináli af Hlond i
Póllandi, æðsti maður kaþólsku
kirkjunnar þar, hefir borið
þungar sakir á Þjóðverja og
sent ákæruskjal til páfans.
Heldur hann því fram, að Þjóð-
verjar vinni markvíst að því að
eyðileggja kaþólskuna í þeirn
hluta Póllands, sem í þeirra hlul
kom. Telur hann þá ofsækja
menn miskunnarlaust og skjóta
þá i tugatali.
fleiri menn en á sama tíma {
fyrra. Eru nú um 70 þús. manna
í flotanum.
Mörg skip eru i smiðum og
nokkur hafa þegar verið tekin
i notkun. Eru áhafnir alveg til-
búnar jafnóðum og skipin eru
fullgerð.
1 stríðsbj'rjun voru aðeins 15
skip i Kanadaflotanum, en nú
eru þau 120 af öllum stærðum
og gerðum. Á einu ári héðan í
frá, á að bæta 95 skipum við.
Fjöldi þeirra skipa, sem nú eru í
notkun, voru áður fiskiskip,
sem' hafa verið vopnuð o. s. frv:
16.000 manna vinna að smíð-
um herskipa i Kanada.
Ha&n smíði 43.000
smál. orustuskips í
Bandaríkjunum.
Einkaskeyti frá United Press.
London, í morgun.
Frá Fíladelfíu ef símað, að'
kjölurinn hafi verið lagður að
stærsta orustuskipi, sem smiðað
hefir verið vestan hafs. Verður
það 43.000 smál. að stærð og á
að heita New Jersey.
Skipið á að kosta 93 milj.
dollara. Smíði þess er hafin 6
vikum á undan áætlun vegna
hins alvarlega ástands og er
fyrsta orustuskipið, sem smíðað
er samkvæmt hinni hýju áætlun
Roosevelts um að tvöfalda flot-
ann.
Um miðjan nóvember verður
farið að æfa 400 þús. nýliða í
herinn, en síðán verður ein
miljón manna æfð á ári.
Tímarit Máls og menningar
er nýkomiÖ út, vandaÖ að frá-
gangi. í hefti'ð skrifa: Kristinn E.
Andrésson „Hvað bíður íslands",
Sigtu-'Öur Nordal „Jóhann Sigur-
jónsson", SigurÖur Þórarinsson
..Listgildi kvikmynda", Vilmundur
Jónsson „Til varnar lýðræðinu",
Gnnnar Gunnarsson „Afskifti er-
lendra þjóSa viljum vér engin"
María Knudsen „Bríet BjarnhéS-
insdóttir". Þá eru í heftinu: Saga
eftir kínverskan höfund, kvæ'ÍSi eft-
ir Jón Helgason próf., Stein Stein-
arr, Halldór Kiljan Laxness, Gest
Gu'Sfinnsson, Gu'ðfinnu Tónsdóttur
og Kristinn Péturss"" T.oks eru
umsagnir um bækiir ,--''''" t;l félags-
manna o. fl
fyrir einu ári sendi Stalin
Rauða herinn Pólverjum í
opna skjöldu, þegar þeir áttu
líf sitt að verja fyrir ÞjóS-
verjum. Þá var öll von úti
fyrir Pólverja, er þeir urðu
að berjast við ofurefli bæði
að vestan og austan.
Þetta var þó aðeins byrjun-
in á landvinningapólitik Stal-
ins, því að 30. nóvember réðsl
Rauði herinn á Finna. í, mars
var friður saminn í því stríði
og urðu Finnar að láta af
hendi mikil lönd.
Næst kom röðin að Eystra-
saltslöndunum. Þau ; voru
kúguð til að biðja um upp-
töku í Sovétríkjasambandið
og loks var Rúmenía neydd
til að. láta af hendi Bessara-
bíu og Norður-Bukovinú.
Alt fór þetta fram „þegj-
andi og hljóðalaust".
Aðaivísistalan mat-
vælanna hækkaði um
5 st. - Z% til í.ágúst
Frá 1. júlí til 1. ág. hækkaði
aðalvísitala matvælanna um 5
stigj. eða tæplega 2%. Fimm
matvælaflokkar hækkuðu, þrír
stóðu í stað, en einn lækkaði.
Var aðalvísitalan 63 stigum
eða 31% hærri í ágústbyrjun í
ár, en á sama tima í fyrra. Elds-
neytis- og ljósmetisflokkurinn
hækkaði ekki í júlímánuði.
Hann var í byrjun ágústmánað-
ar 172 stigum eða 92% hærri en
um sama leyti í fyrra.
Hér fara á ef tir vísitölur hinna
einstöku flokka i ág. 1939, og
júlí og ágúst 1940.
Ág. Júlí Ág.
1939 1940 1940
Brauð ......... 192 304 326
Kornvörur ..... 155 295 297
Garðávextir ____420 299 299
Sykur ......... 140 228 228
Kaffi o. fl.......156 184 186
Smjör, feiti ____173 272 272
Mjólk o. fl......208 257 267
Kjöt, slátur ____325 336 341
Fiskur ........ 197 234 227
Matvörur alls . . 209 269 274
Eldsneyti o. fl. .. 187 359 359
Fatnaður ...... 285 358 361
Niðurskurður ákveð-
inn á sýktu íé.
Ákvörðun hefir verið tekin
um að skera niður fé í Skaga-
firði, sem sjúkt er af garnaveiki.
Verður þessi aðgerð i Skaga-
firði einskonar tilraun fyrir
aðrar sýslur, og ekki gert ann-
arsstaðar fyrri en séð verður
hvernig hún tekst þarna.
Menn vita með vissu, að veik-
in er á 14 bæjum í sýslunni og
eru þeir flestir i Hjaltadal. Auk
þess er sjúkt fé á tveimur bæj-
um í Óslandshlíð og tveim i Við-
vikursveit.
Þegar niðurskurðm- hefir far-
ið fram, verða fjárhúsin sótt-
hreinsuð samkvæmt fyrirmæl-
um Rannsóknarstofu Háskólans
og bændurnir fá liflömb til að
setja á.