Vísir - 18.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 18.09.1940, Blaðsíða 2
V í S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Itristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Féiagsprentsmiðjan h/f. Jónas á »lensinucc. AÐ var ekki rétt vel undir- búin innrás, sem formaður utanríkismálanefndar, Jónas Jónsson, gerði nýlega á hendur sjálfstæðisblöðunum og þó sér- staklega Haraldi Árnasyni kaupmanni. En ofan á undir- búningsleysið bættist svo það, að Jónas hrepti mótbyr. Hann sá því þann kost vænstan að kú- venda á miðj.u sundi og sigla aftur til sama lands. Og hann þykist „góður á lensinu“, eins og einu sinni var sagt. Um það geta menn sannfærst með því að lesa speglahugleiðingu hans í Tímanum í gær. .Tónas siglir fullum seglum á lensinu og læt- ur sem hann liafi aldrei hrakið Úrleiðis og orðið að hverfa til sama lands, Til þess að dylja fýluförina fer liann að halda móralprédikun yfir þeim, seni skrifa mn opinbera starfsmenn erlendis og bittir vitanlega eng- an fýrír nema sjálfan sig. Jónas hafði sem sé ráðist á Harald Ámason, sem verið hafði opin- ber. starfsmaður erlendis, borið honum á brýn ósann- indi og dylgjur, en vérður nú að viðurkenna alt sem Harald- ur liafði sagt. Gæti það verið hugleiðingarefni formanni ut- anríkismálanefndar, hvort ekki ættu að vera sérstaklega ströng viðurlög við því, að einmitt maður í svo ábyrgðarmikilli stöðu Ieyfði sér að slást upp á þá, sem gegna eða liafa gegnt opinberum störfum erlendis fyrir landsins hönd. * Þær umræður, sem orðið hafa um síldarpeningana til Vil- hjálms Þórs, stafa allar af þvi, að Jónas Jónsson hélt því fram, að allar slíkar greiðslur til Vil- hjálms hefðu gengið til fslands- sýningarinnar í New York og annars opinljers lcostnaðar. Har- aldur Árnason kannaðist hins- vegar ekki við að þessir um- ræddu síldarpeningar hefðu gengið til sýningarinnar. Enda kvað hann Vilhjálmi hafa verið fyllilega heimilt að reka kaup- sýslu á eigin hönd, samkvæmt samkomulagi, sem hann hefði gert við sýningarráðið. Út af þessum upplýsingum Haralds sendi formaður utanrikismála- nefndar lionum svofelda kveðju í Tímanum.' „Haraldur Ámason hefir gef- ið Morgunblaðinu ósannar upp- lýsingar um starf Vilhjálms Þór í Ameríku. Dúkakaupmað- urinn dylgjar um, að Vilhjálm- ur hafi að sið óþarfra milliliða stungið í sinn vasa umboðslaun- um fyrir síldarsölu í Ameríku. .... Haraldur var aldrei nema undirtylla við sýninguna og ýtti sér þar fram til verka við að raða dóti með æfingu sína úr skemmuglugganum“ o. s. frv Þetta er nú ádrepan, sem op- inber starfsmaður, sem verið hefir í þjónustu landsins erlend- is, fær hjá formanni utanríkis- málanefndar, þegar hann gefur upplýsingar, sem varða það starf, sem honum hefir verið falið. Hann er talinn fara með ósannindi og dylgjur, án þess nokkur viðleitni sé sýnd til þess að finna þeim orðum stað. Svo er þagað, meðan verið er að undirbúa kúvendinguna. En þegar á „lensið“ er komið, er öllum sýnilegt, að Haraldur Árnason hefir gefið réttar upp- lýsingar, þótt hinn „góði lens- ari“ forðist að viðurlcenna það berum orðum og biðja Iiarald jafnframt hreinlega fyrirgefn- ingar. * Það sem á milli hefir borið um síldarpeningana er þetta: Jónas heldur því fram, að þeir hafi átt að ganga til “sýningar- innar. Ilaraldur segir hinsvegar að Vilhjálmur Þór hafi haft samning mn að mega reka kaupsýslu á eigin hönd. Þess- vegna hafi honum engin skylda horið til að afhenda sýningunni síldarpeningana, né heldur muni liann hafa gert það. Fyrir þetta réðst Jónas á Harald með því orðalagi, sem að ofan get- ur. Jónas játar að vísu ekki ber- um orðum, að alt, sem, Harald- ur hefir sagt um þetta, sé rétt, og alt sem liann sjálfur hefir sagt þar af leiðandi liið gagn- stæða. En þó dylst engum, að þetta er svo. Loks segir formaður utanrík- ismálanefndar að sjálfstæðis- blöðin liafi farið með „dylgjur og rógmælgi um Vilhjálm fyrir störf hans í þágu landsins“. Væri elcki rétt af þessum vand- lætara að reyna að finna þessum orðum einhvern stað. Lesendur Vísis geta um það borið, hvaða „dylgjur og rógmælgi“ liefir verið höfð frammi hér í blaðinu um Vil- hjálm Þór. Jónas tók þann kost, að kú- venda í þessu máli og sigla aftur til sama lands. Hann þyldst góð- ur á lensinu. En flestir aðrir telja siglinguna heldur óglæsi- lega, þegar nú er snúið aftur til sama lands að endaðri þess- ari hæðilegu fýluför. a Upplestrarkveld frú Elisabeth Göhlsdorf. Frú Elísabet Göhlsdorf leik- kona frá Leipzig efnir til upp- lestrar á ljóðum eftir Heine í kvöld í Kaupþingssalnum. Elísabeth Göhlsdorf. Hún hefir nokkrum sinnum áður lesið upp úr þýskum kveð- skap og leikritum og jafnan við hinar bestu viðtökur. Þó hefir áheyrendahópur hennar að sjálfsögðu verið mjög takmark- aður, vegna þess live fáir treysta sér í að hlýða, vegna liins fram- andi máls. En þó hafa þeir undrast, er áður töldu sig lítt skilja í töluðu máli, hve létt þeim veittist að fylgjast með, en ástæðan e r augljós: frúin les upp með þeirri snild, að það, sem virðast kann þungt aflestr- ar verður í meðferð henar ljóst og skýrt. Auk þess klæðir hún viðfangsefni sín lífi hinnar skapandi listar. Það er sérstök ástæða til að vekja athygli á upplestri frú Gölilsdorf, þvi að einstök atvik valda því að hún dvelur nú hér en ekki í heimalandi sinu. Ljóð Heine eru líka betur þekt og vinsælli hér á landi en nokkur annar kveðskapur útlendur, enda bera hinar mörgu islensku þýðingar þessu vitni. Það er auðskilið, hvers vegna frú Göhlsdorf hefir einmitt val- ið sér Heine að viðfangsefni. Það hefir orðið hlutskifti Ölæði og róstur á götunum í gær. J^LLMIKIÐ kvað að hávaða og róstum á götum bæj- arins í gær, og raunar einnig á sumum veitingahúsum. Á ýmsum stöðum safnaðist sam- an múgur og margmenni um- hverfis drukkna aðkomumenn, sem áttu í innbyrðis deilum og handalögmáli. Varð þó ekki að sök, svo vitað sé, enda leitað- ist lögreglan við að liafa liemil á hinum ölóðu mönnum. Um miðnætti í nótt var brot- inn brunaboði í Auslurstræti og kom slökkviliðið á vettvang, en hér liöfðu drukknir að- komumenn verið að verki og var enginn eldur uppi. Það væri mjög æskilegt, að almenningur léti sig framferði aðkomumannanna litlu skifta, i stað þess að þyrpast utan um þá, þegar einhverjar róstur eru þeirra í milli. Það er mál, sem íslendingum kemur ekki við, en öðrum ber að gæta. Lögreglustjórinn befir fyrir sitt leyti gengið röggsamlega fram i þvi að taka ölóða Is- lendinga úr umferð, og verð- ur ekki vart mikillar óreglu frá þeirra liendi lengur, en það er hér, eins og oftar, að vald lög- reglustjórans nær skamt, og liann er ekki einfær um með sínu liði, að halda uppi sæmi- legri reglu á götunum. Þessa verða menn að gæta, er þeir kvarta undan framferðinu í Miðbænum er kvölda tekur. Oddfellowhúsið. Það hefir nú verið ákveðiÖ, að veitingasalirnir í Oddfellowhúsinu verði framvegis eingöngu fyrir Is- lendinga og yfirmenn í breska hern- um. Sjá augl. Anna Guðmundsdóttir, ekkja Eyþórs heitins Oddssonar slátrara lést að heimili sonar síns í gærkvekli eftir langvarandi legu. Ilún var 88 ára að aldri. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli kl. 9 í kvöld, ef veður ■ leyfir. Albert Klahn stjórnar. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún Kr. Sigurjóns- dóttir, starfsstúlka á Nýja Kleppi, og Þórarinn Jónsson Njarðargötu 27- „Aukin kynni af erlendri menningu æskileg“ nefnist pési eftir Stein K. Stein- dórsson, sem seldur er á götunum í dag. Næturlæknir. Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur apóteki. Næturakstur. Bifreiðastöð Islands, Hafnarstr. (sími 1540) hefir opið í nótt. margra af mestu og bestu son- um Þýskalands og dætra að dveljast langvistum frá föður- landinu inikla og fagra. Þetta urðu einnig örlög ljóðskáldsins mikla, sem vel hefði kannast við liendingar Jónasar Hall- grímssonar, ef hann hefði heyrt þær: í öngum mínum erlendis yrki eg skemsta daginn. Frú Göhlsdorf á tim hríð ekld afturkvæmt til heimalands síns. En eins og jafnan fer, þegar listamenn eiga í hlut, hefir hún reynst landi sínu og þjóð betri dóttir en efni stóðu til — kær- leikur hennar til lands síns og þjóðar og hinnar miklu menn- ingar Þýskalands hefir aukist og magnast í útlegðinni. B. G. Frú Ingibjörg Björnsdóttirl á Torfalæk. F. 28. maí 1875. D. 10. sept. 1940. I Mig langar til að skrifa nokk- ur minningarorð um frændkonu mina, frú Ingibjörgu Björns- dóttur á Torfalæk, þó að eg viti, að þau hljóti að vera gerð af vanefnum. Fundum okkar bar ekki nema örsjaldan saman síð- ustu f jörutíu árin. Eg þekti hana best meðan liún var ung stúlka í föðurgarði og eg sjálfur barn að aldri. Samt finst mér eg vita nógu mikið um hana á fullorð- insaldri til þess að fara ekki með neitt fleipur. Það þurfti eklci annað en sjá hana og tala viö hana endrum og eins til þess að geyma skýra mynd af lienni. Hún var alt af svo sviphrein og sjálfri sér lík. Ingibjörgu var frá upphafi gefið flest það atgervi, sem unga stúlku getur prýtt. Hún var fríð kona og fönguleg, óvenju táp- mikil, gáfuð og fjölhæf. Þó hygg eg, að lundernið og skapferlið hafi verið liennar dýrmætasta vöggugjöf. Það mundi hafa gert hana að gæfukonu, nærri því hvernig sem liögum hennar annars hefði verið háttað. Hún var að eðlisfari allra manna glaðlyndust, stilt og skapföst, kjarkmikil, ósérplægin og drengur góður. Það liefði verið erfitt að hugsa sér hana á rangri liillu í lífinu, því að hún átti hvorttveggja í senn: mjúk- leika til þess að laga sig eftir á- stæðunum og þrek til þess að móta örlög sín. Hún var ein af þeim konum, sem var jafn vel fallin til þess að setja aðalsbrag á hin fátæklegustu kjör og sóma sér í hverri virðingarstöðu, sem hun hefði verið kvödd til að gegna. Nú varð æfi hennar hvorki þannig liáttað, að hún þyrfti að berjast við örbirgð né fengi tækifæri til þess að sýna glæsi- mennsku sína og skörungsskap i neinu hefðarsæti. Hlutskifti hennar var alveg hversdagslegt að því leyti, að þar var ekki um neinar stórfeldar breytingar eða óvænt verkefni að ræða. Hún var bóndadóttir frá góðu meðal- heimili, var ung gefin bónda- syni úr næstu sveit, tók þar við búsforráðum og ól síðan allan aldur sinn á sama bænum við störf venjulegrar sveitakonu. Þó var ýmislegt í þessum fá- breytta æfiferli og þrönga verkaliring, sem vert er að minnast sérstaklega. Traustir og gróskumiklir ættstofnar stóðu að Ingibjörgu í báðar ætt- ir, og þótt foreldrar hennar byggju ekki nema við þokkaleg efni, bar heimilið á Marðarnúpi alt af svip rótgróinnar festu og menningar. Og um leið var of- inn inn í þetta heimili þáttur, sem setti á það vissan æfintýra- blæ. Eldri sonurinn Guðmundur Björnson, síðar landlæknir, liafði verið settur til menta, reynst frábær liæfileikamaður og komist til mikils frama. Það var ekki geipað af þessu á Marð- arnúpi, en foreldrar og systkini fylgdust af alúð með ferli hans og gengi, hann var sjálfur fölskvalaus í ræktarsemi við átthaga sína og ættfólk, og það voru hátíðisdagar, þegar liann gat skroppið norður. Þegar Ingibjörg giftist, tók hún við heimili, sem líka stóð á gömlum merg. Sigurlaug tengdamóðir hennar, sem eg þekti reyndar ekki nema af afspurn, var ann- áluð myndar og hæfileikakona, og ungu húsfreyjunni mun liafa verið það áhugamál, að Torfa- lækur setti ekki ofan, þegar dóttir Þorbjargar á Marðar- núpi tæki þar við stjórninni. Allir vita, að störf húsmæðr- anna á sveitaheimilum liafa verið í erfiðasta lagi síðustu áratugina, þótt efni hafi verið sæmileg, og Ingibjörg fór vitan- lega ekki varliluta af raunum og örðugleikum lífsins. En hjóna- band liennar var mjög farsælt, hún eignaðist myndarlega og vel gefna syni og naut sem eigin- kona og móðir bæði ástar og virðingar, en var maður til að laka því, sem móti blés, með ró og reifu geði. Mér er það sérstaklega minn- isstætt, þegar eg kom að Torfalæk fyrir mörgum ár- um, hvað húsfreyjan var frjáls- leg og óþústuð, þegar liún eftir hinar skemtilegustu viðtökur lét söðla hest sinn og fylgdi mér fram i Vatnsdal upp á gamlan kunningsskap. Það gat engum dulist, að þar var kona, sem skipaði til lilítar það rúm, sem forlögin höfðu visað henni til, og hafði fundið þar ærið verk- svið til þess að njóta hæfileika sinna og beita þeim. Þetta fundu lika gestir þeir, sem komu ókunnugir að Torfalæk, og þeir voru margir eftir að þjóðbrautin færðist þar fast að garði. Það hefir oftar en einu sinni komið fyrir mig að eiga tal við mæta menn, sem lagt höfðu leið sína um þvert Norð- urland og létu vel af viðtökum og myndarskap, en tólcu samt liúsfreyjuna á Torfalæk sér- staklega til dæmis, án þess að hafa hugmynd um, að þeir væru að segja neitt mér til ánægju. Það er að vísu ekki orðinn neinn þjóðarbrestur við fráfall hennar. En þegar eg hugsa um, hvað eg sakna þess að eiga ekki von á að sjá liana framar, þá get eg gert mér í hugarlund, hvert slcarð er eftir liana fyi’ir þá, sem nær henni og næstir stóðu. Heimilið var sá reitur, sem hún liafði helgað lijarta, hug og hendur, og sárastur harmur er nú kveðinn að manni liennar, Jóni bónda Guðmunds- syni, og sonum þeirra sex. En liún var líka prýði ættar sinn- ar allrar, sveitar og liéraðs. Og liún var enn meira. Hún var svo mikil og góð kona, að hún liafði um sína daga haldið við og aukið veg og sæmd einnar merkilegustu stéttar hins ís- lenska þjóðfélags, þeirrar stétt- ar, sem frá upphafi Iandsbygð- ar liefir náð einna ríkustum og dýpstum þroska i þröngum verkahring: húsfreyjanna í sveitunum. Sigurður Nordal. Útvarpið í kvöld. KI. 19.30 Hljómplötur: Lög eftir látin íslensk tónskáld. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögum (V.Þ.G.). 21.00 Strok- kvartett útvarpsins: Kvartett eftir Haydn (Op. 33, nr. 3). 21.20 Hljómplötur: Harmoníkulög. Knattspyrnumóti Norðlendinga í meistaraflokki er nýlokið. Þátt- takendur voru Akureyrarfélögin tvö K. A. og Þór, og keptu þau um nýjan verðlaunagrip, sem K. A. hafði gefið. Er það tréknöttur á fæti, skorinn út af Geir Þormar. Leikar fóru svo, að K. A. sigraði með 4:2. í 1. flokki urðu úrslit þau, að K. A. bar einnig þar sig- ur úr býtum með 3:2. Áttræð í dag: Áttræð er í dag ein af mætis- konum þessa lands, frú Sigríð- ur Hjaltadóttir Jensson, eklcja Jóns heitins Jenssonar yfirdóm- ara. Faðir hennar var Hjalti Tliorberg, bróðir Bergs lands- höfðingja, en þeir voru synir sira Ólafs Hjaltasonar Thor- bergs, er prestur var að Hvann- eyri í Siglufirði, Helgafelli og síðast að Breiðabólsstað í Vest- urhópi (d. 1873). Móðir frú Sig- ríðar var Guðrún Jóhannesdótt- ir frá Neðstabæ í Norðurárdal í -Húnavatnssýslu. Hjalti Thor- berg var um sinn ráðsmaður hjá Arnóri sýslumanni Árna- syni á Ytri-Ey á Skagaströnd, en síðar bóndi að Gunnsteins- stöðum í Langadal. Frú Sigríður ólst upp hjá Bergi Thorberg, amtmanni og síðar landshöfðingja, föður- bróður sínum, og naut liins á- gætasta uppeldis og mentunar. Hún giftist 9. janúar 1886 Jóni Jenssyni (rektors Sigurðsson- ar), er þá var landritari, en varð nokkurum árum síðar dómari í landsyfirrétlinum, á- gætum manni, fluggáfuðum og drenglyndum. Munu ýmsir hafa af því að segja, livílíkur dreng- ur Jón Jensson reyndist er til hans var leitað í nauð, ekld síst þeir, sem fáa áttu að og lítils voru um komnir. Þar var ekki til launa liorft né hagnaðar í neinni mynd. Jón Jensson var allmjög við opinber mál riðinn, þingmaður Reykvikinga um hríð, hverjum manni íslenskari að eðlisfari og fastari fyrir, sjálfkjörinn forvígismaður landvarnarstefnunnai-, er uppi var laust eftir aldamótin og hafði mikil álirif á hugsunar- hátt þjóðarinnar í sjálfstæðis- málunum. Var þá oft hvast um Jón Jensson og á.liann leitað ó- vægilega, eins og oft vill verða í orrahríð stjórnmálanna. En liann naut samúðar og skiínings konu sinnar í þeirri baráttu allri, enda hefir hún alla tíð ver- ið góður íslendingur og liugsað hátt fyrir liönd lands og þjóðar. Frú Sigríður var ágæt eigin- kona og móðir, heimilisrækin og stjórnsöm. Vafalaust hefir hún ávalt kunnað best við sig heima fyrir, en hún var áhuga- söm um margt og lét því all- mikið til sín taka utan heim- ilis. M. a. bar hún réttindi kvenna mjög fyrir brjósti, átti góðan þátt í stofnun Kvenrétt- indafélagsins og sat lengi í stjórn þess. Hún studdi og Thorvaldsensfélagið með ráðum og dáð um hálfrar aldar slceið eða lengur, mun hafa verið að- alhvatamaður þess, að Bama- uppeldissjóður félagsins var stofnaður og lengi mestu ráð- andi um stjórn hans og starf- semi. — Frú Sigríður misti mann sinn 25. júní 1915 og liafði heilsa lians þá lengi staðið völtum fæti. Þeim hjónum varð fjögurra harna auðið og lifa þrjú þeirra: Bergur, sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæj- arfógeti í Hafnarfirði, frú Ólöf, kona dr. Sigurðar prófessors Nordals, og ungfrú Sesselja, sem lengst af hefir dvalist með móður sinni. Eina dóttur mistu þau uppkomna, Guðlaugu pð nafni. Frú Sigriður var mikil fríð- leikskona á yngri árum, virðu- leg í framkomu og fór elcki hjá þvi, að eftir henni væri tekið livar sem hún fór. Hún er góð kona, vinföst og trygg og gleym- ir ekki gömlum vinum, þó að fækkist um fundi. Hún hefir átt við þrálátan lieilsubrest að stríða síðari árin og má nú lieita þrotin að kröftum. Munu marg- ir minnast hennar í dag með hlýjum huga, þakka forna trygð og árna henni allrar blessunar. P. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.