Vísir - 01.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR Stf yrimaiB iraskólliin ogr ¥él§tjora§kolmii eiga merkilegr starfsafniæli 21 Það er skemtileg; tilviljun, að aðal skólar sjó- mannastéttarinnar eiga báðir merkileg afmæli á þessu hausti. Stýrimannaskólinn er 50 og Vélstjóraskólinn 25 ára. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Hversu lengi svo? JþEGAR Þjóöstjórnin settist að völdum, lýsli hún yf- ir því, að stefna liennar myndi verða í því falin, að vinna geyn vaxandi dýrtíð og láta ei.lt gf- ir alla ganga. Þetta var sú stefna, sem þjóðin gat sætt sig við, með því að hún var löngu orðin leið á valdamisbeitingu og sérréttindabra,ski þeirra flokka, er að völdunum liöfðu setið. Flestum mun einnig hafa verið það ljóst, aó nauðsyn var á frekari samvinnu, ef til ó- friðar skyldi draga á mcgin- landi Evrópu, til þess að firra þjóðina þeim vandræðum, sem af lionum kynni að stafa. Þær óskir fylgdu því þjóðstjorninni úr hlaði, að lienni ma tti vel lánast viðleitnin til þess að bæta liag fjöldans og' draga úr sárustu neyðinni í landinu. Þess slcal þegar getið, að fyr- ir atbeina þjóðstjórnariiinar voru ýmsar ráðstafanir gerðar þegar í upphafi, til þess að tryggja þjóðinni helstu nauð- synjavörur til framleiðslunnar, með sæmilegu verði, og auk þess voru aðrar ráðstafanir gerðar samhfiða, til þess að halda niðri dýrtíðinni innan- lands. Mætti þar nefna, að á- kveðið var með Iögum, að húsalciga í Reykjavík mætti ekki hækka frá því, sem hún var, og sérstakri nefnd falið að mela sanngjarnt eftirgjald íbúða. Að þessu Ieytinu virtist þjóðstjórnin vilja vera stefnu sinni trú, en er frá leið og á reyndi, kom alt annað hljóð i strokkinn. Sjómenn kröfðust áhættu- þóknunar vegna siglingar um hætfusvæði, og fengu kröfum sínum framgengt að nokkru leyti, með því að aðstaða þeirra og lífskjör voru alt önn- ur en verkamanna í landi. Þótt viðleitnin beindist í þá ált, að lialda kaupinu niðri, til þess að koma í veg fyrir dýrtíðina, þótti sanngjarnt að gera hér undanþágu, en þar með var skriðan komin af stað. Næsla skrefið var svo hækkun á af- urðaverði til bændanna, og það var réttlætt með þvi að sjómennirnir „væðu í pening- um“, og.livað væri eðlilegra en að þeim væri einnig beint til bændanna. Kaupgjald miðast við vísi- tölu, sem reiknuð er út árs- fjórðungslega, en þegar allar nauðsynjavörur hækkuðu í verði, sumpart vegna dýrari flutninga að landinu og frá, og sumpart vegna hækkunar á innlendum afurðum, leiddi aft- ur af því að kaupgjaldið hlaut að hækka, að vísu eftir lögá- kveðnum stiga. — Hjólið snýst. — Þegar kaupgjaldið hækkar, hækkar innlenda vöruverðið, — en sá er munurinn, að þeg- ar kaupið hækkar hlutfallslega við dýrtíðina, virðist afurða- verðiS hækka eftir duttlungum verðlagsnefnda, án nokkurs eðlilegs samanburðar eða út- reiknings, miðað við annað verðlag og ástand í landinu. Og þannig heldur þetta áfram koll af kolli, og nú mun svo komið, að helstu neysluvörur almennings hafa stigið svo til- finnaidega í verði, að vart er viðunandi. Að hinu leytinu hefir við- skiftamálaráðherra séð svo um, að landsmenn búa að miklu óhagstæðara lnarkaðs- verði á erlendum vörum, með því að heimila ekki á þeim inn- flutning fvr en alt er um sein- an, og hanna jafnvel enn þá innflutning á ýmsum helstu nauðsynjavörum, sem skortur er á í landinú. Á slíkri fásinnu hefir þjóðin tapað miljónum króna, og eru þó ekki*öll kurl komin til grafar. Hvað er svo framundan? — Veturinn og atvinnuleysið, -— fyrirsjáanlega miklu meira, en það hefir nokkru sinni áður verið. Þrátt fyrir það mun verðhækkunin og kaupgjalds- hækkunin halda áfram, þar til að hruni dregur. Hvað verður um nýjar framkvæmdir á næst- unni? Þær verða fyrirsjáan- lega engar, og atvinnuvegir þeir, sem nú hafa mesta velt- una, eiga einnig eftir að fá þyngsta skellinn. Óráð stríðs- áranna 1914—1918 hefir kom- ið upp að nýju. Menn hafa ekkert lærl og engu' gleymt, þrátt fyrir reynslu þá, sem fékst á þeim árum. íslensku skipin halda loftskeyfa- tækjunum. ' Frá því var skýrt fyrir nokk- uru hér í blaðinu, að tilslökun væri í vændum frá hálfu bresku ríkisstjórnarinnar, um töku loftskeytatækja fiskiskipa þeirra er sigla til íslands. Hafa um nokkurn tíma staðið samn- ingaumleitanir milli islensku og bresku ríkisstjórnarinnar um þessi mál, með þeim árangri að breska ríkisstjórnin hefir nú fallist á tillögur íslensku stjórn- arinnar, en þær eru í aðalatrið- um sem hér segir: .Loftskeytatæki skal iimsigla, en innsiglið má brjóta og taka lækin í notkun ef hætlu ber að höndum. í hvert sinn sem innsigli er brotið, skal haldið sjópróf, þar sem gengið er úr skugga um, í hvaða lilgangi tækin hafa verið notuð. Sannist að ekki hafi verið um neyð að ræða, missir skipið rétt til að sigla með loftskeyta- læki framvegis. ÖII fiskiskip mega hafa tal- stöðvar meðan þau stunda veið- ar við strendur íslands, en sigli þau til útlanda verður að inn- sigla tækin eins og loftskeyta- tækin og gilda sömu reglur um þau. Þetta eru í aðalatriðum nið- urstöður samningaumleitana þeirra sem fram hafa farið að undanförnu og staðfesting hefir fengist á hjá bresku stjórninní. Það hefir og orðið að samkomu- lagi að skip sem nú eru í Eng- landi, eða í förurn þangað komi með tækin aftur. Sömuleiðis hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að tækin verði send hið allra fyrsta, sem tekin voru úr íslensku togurunum í Englandi nú fyrir skeinstu. Kolaveri á landiitu. Kol eru nú seld á kr. 134.00 pr. tonn, heimflutt hér i Rvik. Til samanburðar má geta þess, að kolaverð í öðrum kauptún- um er sem hér segir: ' í Vestmannaeyjum eru kol- in seld á 125 krónur (heim- fhitt), á ísafirði 125 kr., á Sauð- Ég er viss um, að þessi tima- mót í sögu áminstra stofnana mun vekja marga gamla nem- endur til umliugsunar uffi að- stöðu þeirra nú, um sögu þeirra á liðnum árum, svo og frain- tíðar skipulag og liorfur. Um þessa skóla hefir ekki verið mikið deilt. Þeir liafa víst þótt skifta svo litlu máli. Jafnvel pólitikin hefir næsta lítið um þá nætt, og lýtur hún þó oft að litlu. Þegar frá er dregið það at- riðið, sem reyndar er mikils um vert, að skólarnir munu báðir jafnan liafa verið vel sett ir um starfslið, er ekki hægt að segja, að vcl hafi verið bú- ið að þeim að öðru leyti. Húsa- og áhaldakostur þeirra hefir nú um langt skeið verið næsta lítilfjörlegur, og óskir forstöðu- mannanna um uinbætur í þeim efnum lítinn árangur borið. Að því er vélskólann snert- ir, þá hefir hann aldrei átt þak yfir höfuðið, en hröklast úr einum staðnum í annan, og er nú hafnaður í liinu hálfrar ald- ar gamla liúsi stýrimannaskól- ans. Með því að hólfa í sund- ur nokkur herbergi þar, og byggja forstöðumanninum út, tókst að hola vélskólanum þar niður lil bráðabirgða. Aukist stýrimannaskólinn og þurfi á þessum herbergjum að lialda, hefst vergangur vélskól- ans að nýju. Um ástand skólahússins geng ur meðal annars sú saga, að stjórn breska seluliðsins hafi ekki þótt það nothæft fyrir her- mannaskýli í sumar. Er það, að ég held, eina skólahúsið i bænum, sem ekki var tekið. Fiskgeymsluhús og aðrar vöru- skemmur voru álitnar tiltæki- legri. Það lakasta í þessu er þó það, að telja verður þetta sjálf- skaparvíti. Það verður að segj- ast, að þetta er að miklu leyti sjómanna’nna eigin sök. Hefðu þeir haft verulegan áliuga fyr- ir þessu máli og metnað, ekki viljað sætta sig við að vera af- skiftir, þá væri öðru vísi og betur um þessa hluti. Þá er ó- hugsandi að Alþingi og ríkis- stjórn hefðu til lengdar sniðið svo mjög við neglur allar fjár- veitingar til þessara stofnana. En þetta má ekki lengur svo ■búið standa. Hið gamla hús stýrimannaskólans er að verða ónothæft og er auk þess alt of lítið. Það verður að endur- byggja það á næstu árum, stærra og fullkomnara, svo stórt, að allir skólar, sem starf- ræktir eru hér í bænum fyrir sjómenn sérstaklega, geti feng- ið þar liúsnæði. Það er móðg- un við sjómannastétlina, að búa þessum skólum svo léleg starfsskilyrði, sein þeir hafa nú, á sama tíma og hundruð- um þúsunda króna er árlega varið til annara skóla um alt land. * Það er margt, sem bendir á, að vélfræðikenslunni verði að breyta áður en langt um líður. árkróki 120 kr., á Siglufirði 139 kr., á Hjalteyri voru kol seld á kr. 100.00 til skamms tíma, á Akureyri 138 kr., á Húsavík 111 kr., á Raufarhöfn 130 kr. og á Seyðisfirði 95 kr. Með góðum húsakynnum mætti færa liana að mestu undir eina •stjórn og samræma hana betur til léttis fyrir nemendur. Vél- tæknin tekur svo örum breyt- ingum, að sama kenslufyrir- komulag getur elcki staðið til lengdar. En það er tómt mál að tala um það á meðan skól- inn hefir þella húsnæði, og' ér að lieita má áhaldalaus. Ef að vanda lætur og að ó- hreyttum aðstæðum er naum- ast hægt að vænta þess, að yf- irstjórn skólamálanna hefjist lianda ótilkvödd, kröfurnar verða að koma frá sjómönnun- um sjálfum, ekki einu sinni, heldur áframhaldandi, þar til undan þeim er látið. Það er margra ára reynsla fyrir því, að öllu, sem rikissjóði áskotn- ast, er eytt, þar eru altaf nógir til að kroppa hvern eyri. Sjómannastéttinni hefir ver- ið næsla ósýnt um að seilast í ríkissjóðinn; þess vegna hefir liún orðið útundan og ekkert fengið. En nú verður hreytt til. Það er ekki liægt hjá því að kom'ast. Farmanna- og sjó- mannasamband íslands hefir tekið þetta mál að sér. Það mun beita sér fyrir þvi, að frumvörp verði flult á næstu þingum um fjárveitingu til skólabyggingar. Það mun ekki verða staðar numið fyr en all- ar sanngjarnar kröfur sjó- mannanna eru uppfyltar. * Það er mála sannast, að á sjómannastéttinni hvílir mest- ur hitinn og þunginn af for- sorgun þessarar þjóðar. Það er hennar starf, sem her ríkuleg- aslan ávöxt, þegar á alt er lit- ið. Það eru því nærtækar líkur fyrir því, að það fé, sem var- ið er til þess að manna sjó- mannastéttina og búa henni sem best lífskjör á allan liátt, komi aftur með góðum vöxt- um. Balc við farmannasamband- ið standa ellefu félög yfir- manna á íslenska skipaflotan- um. í þeim hópi er margt á- hrifamanna, sem ekki munu láta hlut sinn eftir liggja. Þeir munu einróma gera þá kröfu til næsta Alþingis, að einhver lítill hluti þess mikla fjár, sem t. d. fiskimennirnir liafa fært á land á þessu ári, og sem kem- ur í ríkissjóðinn eftir ýmsum leiðum, verði lagðar til hliðar, og síðar varið til þess að koma í framkvæmd þessu menning- armáli sjómannanna. Það væri viðeigandi afmælisgjöf til sjó- mannaskólanna, sem liver ein- asti kjósandi á landinu mundi fallast á fyrir silt leyti. Og hversu rífleg sem þessi upp- hæð væri, þá væri hún þó að- eins verðug viðurkenning Al- þingis á starfi sjómannastétt- arinnar alment. En hvað sem um þetta verð- ur, þá verður skólabyggingar- málið ekki þagað í liel úr þessu. Sjómennirnir munu setja metnað sinn í að fá það leyst á sem skemstum tíma. * Blað Famannasambandsins, sjómannablaðið Víkingur, er að þessu sinni lielgað skóla- málinu. Flytur það ágrip af sögu skólanna með myndum, og auk þess greinar eftir ýmsa merka menn. Vikingur á nú um 3000 kaupendur víðsvegar á þes§u liaii§ti. Hallgr. Jónsson. landinu, og heitir á þá alla sem einn að fulltingja sér i baráttunni fyrir þessu nytja- máli sjómannastéttarinnar. Takmarkið er fullkomið og myndarlegt hús á góðum stað i Reykjavík fyrir áminstar kenslustofnanir sjómanna, með öllum nauðsynlegum húnaði, og þannig sett, að við það megi auka, eftir því sem kröfur tím- ans heimta. Hallgr. Jónsson. Fimtugur: Helgá Guðmundsaon fimíugur. Margir halda því fram, að menn um'fimtugt séu á besta skeiði æfinnar. Á fáum mönn- um sannast þella álit betur en Helga Guðmundssyni banka- stjóra, sem álti fimtugsafmæli síðastliðinn sunnudag. Hann er unglegur og fjörmikill í fram- komu og' tekur á ölluin við- fangsefnum með festu og dugn- aði. Starf lians um lang't skeið sem bankamaður, fulltrúi í umfangsmikilli útflutnings- verslun og opinber erindreki í Suðurlöndum, veitti honum góðan undirbúning fyrir starf lians sem aðalhankastjóri Út- vegsbanka íslands, er hann tók. að sér þegar Helgi Briem lét af starfi í bankanum. I þessu starfi hefir hann sýnt slíkan dugnað, að óvíst er, hvort bankinn liefði lcomist yf- ir þá örðugleika, sem að hon- um steðjuðu í hyrjun, ef Helga liefði ekki notið við. Ber öllum saman um, er til þess þekkja, að hann liafi í því viðreisnar- starfi sýnt dugnað, árvelcni og framsýni sem fáum er gefið. Hann er afar vinsæll af hin- um fjölmenna viðskiftamanna- hóp hankans. Hann er hreinn og beinn í allri framkomu og veitir skjót svör við öllum málaleitunum. Er því við brugðið, hversu greiðlega hann afgreiðir erindi manna, er til hans þurfa að sækja, og hefir það aukið mjög vinsældir hankans og aflað honuni nýrra viðskifta. Á jafn erfiðum tim- um og þeim, er nú standa yfir, er bankastofnunum vorum nauðsynlegt að hafa glögga og dugandi menn við stýrið, menn eins og Ilelga Guðmundsson. Vinir hans og hinir mörgu viðskiftamenn bankans munu óska þess, að krafta lians megi njóta við um mörg ókomin ár og að hagur hankans megi halda áfram að blómgast til styrktar íslensku atvinnulífi. 85 ára í dag: Frú Njálsgötp 33. Hún er fædd 1. okt. 1855 að Melshúsum á Sel- tjamarnesi, en v^r tekin til fósturs eins árs gömul, lil Ól- afs Stephensen jústisráðs i Viðey, var þar til 15 ára aldurs, að hún fluttist aftur til Reykja- vikur, eftir lát fóstra síns, þá til móður sinnar að Melshúsum. Tæpra 18 ára giftist liún Þorláki Magnússyni heyki, átlu þau 3 börn, en tvö af þeim lifa, þau: Hinrik Þ. Biering, fyrv. barna- kennari á Flateyri, og frú Guð- ríður Þ. Vidalín, búselt á Njáls- götu 33. Mann sinn misti Mar- grét eftir 15 ára sambúð. Árið 1915 giftist hún aftur, Sigurði Vilhjálmssyni, byggingameist- ara, er þá hafði dvalið í New- York í 33 ár, Sigurður lést 3. niars 1931, var þá Margrét tæpra 75 ára. Það er talið nokkuð við aldur að giftast 60 ára gamalþ en enginn Iiamingjubrestur varð það Margréti þegar hún það öldruð giftist Sigurði, er þá var líka talsvert við aldur; 'sambúð- in varð þeim sönn hamingja, og gat vart verið betri þótt yngri hefðu verið, og mér er ekkí grunlaust Um, að þau árin hafi verið hamingjuríkust í lifi hennar, þvi henni hafa mætt á langri leið, skin og skúrir, sem vænta má. Margrét her ellina vel, í við- tali við hana ber ekki á neinum ellimörkum, hún ræðir um dagsins viðburði og landsins þarfir sem amg væri, les og skrifar gleraugnalaust og saum- ar svo vel, að mörg ungmej'jan mætti öfundast enda var hún annáluð fyrir hagleik og vand- virkni. Eg hefl þekt Margréti í rúm 35 ár, alt frá unglingsáruin mín- um, hún hefir ávalt verið mér sem tryggur vinur. Vandaðri og ábyggilegri manneskju en liana er vart að finna; hún er sann- trúuð kona sem byggir all sitt traust á guði og handleiðslu hans. Lifðu heil Margrét min. Guð blessi þig. Þinn C. Ól. Valsveltan. Enn hefir ekki verið vitjað 2ja vinninga í happdrætti hlutaveltu Vals: nr. 2423, Eldstó (karnína) og nr. 3763, Máíverk. — Munanna sé vitjað í Litlu Blómabúðina strax. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristín Sigurðardóttir frá Seljatungu í Flóa og Sigurþór Hersir matsveinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.