Vísir - 01.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 01.10.1940, Blaðsíða 3
V ISIR K. R, vann Walterskepnina. AUmargt manna var á vell- inum. Var sunnan kaldi og nokkuð hráslagalegt. Valur lék undan vindi í fyrri hálfleik. Var leikurinn nokkuð jafn og fengu hœði liðin auðveld færi, en þau voru öll misnotuð. Leikurinn var fjörugur framan af og var þessi hálfleikur skemtilegur og eins fyrstu mmúturnar af seinni hálfleik. K.R.-liðið er komið í allgóða æfingu og er langt sið- an sést hefir jafnmikið votta fyrir samleik hjá þeim, en ein- staklings-ftæknin liefir setið á hakanum (öfugt við Viking, þar sem alt annað hefir setið á hakanum fyrir tækninni). Er leikni margra K.R.-inga með knöttinn þétt við sig mjög hág- horin og hjá engum er leiknin góð nema Björgvin Schram, t. d. er áberandi Iivað þeim er ó- sýnt um að „skalla“ af viti. Sú mikla breyting liefir verið gerð á K.R.-liðinu, að Björgvin leik- ur nú innframlierja, og er það mjög til bóta fyrir liðið. Birgir Guðjónsson leikur i stað Björg- vins og er hann þar mikið betri en í framlinu. Vinningsmarkið skoraði Björgvin úr vítaspyrnu, snemma i seinni hálfleik, sem tekin var fyrir hrindingu. Var það strangur dómur, en þó rétt- ur. Eftir .að K.R. slcoraði fóru þeir innherjar K.R., Björgvin og Óli B., alt of mikið í vörn og eyðilagði það leik liðsins alger- lega og fengu Valsmenn greini- lega yfirhöndina og varð Ant- on oft að verja, mjög fallega, til að sú sókn bæri ekki árang- ur. Valsliðið var ekki upp á sitl besla, tækni leikmánna var sem fyrr góð, en samleikur var með ónákvæmara móti, en liann er lífsskilyrði fyrir Val, sem ekki notar hinar löngu spyrnur og spre.ttupplilaup K. R. Valsliðið var nokkuð jafnt, enginn verulega upplagður, nema ef til vill Magnús Berg- steinsson. Valsmenn fengu fleiri færi en K.R., en lið, sem ekki skorar, á erfitt með að kvarta, jafnvel þó það tapi á vita- spyrnu. D. Tciliiiiskóliiíii. Næstu daga tekur Teikniskól- inn til starfa, og er það sjöunda árið, sem hann rekur starfsemi sína hér í bænum. Er hann stofnaður af Marteini Guð- mundssyni myndhöggvara og Birni heitnum Björnssyni, en Marteinn rekur nú skólann einn. Ken t verður að þessu sinni, svo sem að undanförnu, almenn fríhendisteikning og auk þess hraðteikning eftir lifandi fyrir- myndum (croques). Er hið síð- arnefnda nýbreytni, sein tekin var upp í fyrra og einnig verð- ur haldið áfram i vetur, en í öllum menningarbæjum er slíkum slcólum haldið uppi og þeir fjölsóttir. — 1 fyrra sótti þessa deild skólans fjöldi manns, þ. á m. margir af þelct- ustu listamönnum okkar, enda er hún sérstaklega til þess ætl- uð að halda við og auka á tækni listamanna og annara, er liafa lagt fyrir sig teikningu. — Leikfélaglð til Akraness S.ÍÐASTLIÐINN sunnudag fór Leikfélagið í heimsókn upp á Akranes, til þess að sýna þar gamanleikinn „Stundum og stundum ekki“. Var ætlunin að lialda tvær sýningar um daginn og ná svo Fagranesinu heim að loknum sýningum. Af þessu gat þó ekki orðið, þvi að aðsóknin varð svo mikil, að ekki varð hjá því komist að lialda þriðju sýning- una. Mistu leikendurnir því af Fágranesinu og urðu að taka einkabíl til bæjarins. Var kom- ið hingað ld. 6 í gærmorgun. Minkur drepinn. Magnús Guðjónsson bifvéla- virki náði í mink sl. föstudag. Skrapp Magnús lil Grindavikur á fimtudaginn og gisti þar um nóttina hjá Guðjóni Einarssyni í Hliði. Árla föstud.morguninn, eða kl. að ganga 5, lieyrði Magnús mik- ið vein í liænsnunum fyrir utan. Fór hann þá ofan að athuga hvað væri á seyði. Þá sá liann að eitthvert kvikindi var komið i hænsnin, sem var að gera þeim ónæði. Fór hann út, og sá hann þá þegar, að þetta hlaut að vera minkur. Fór hann þegar að hjarga hænsnunum, en áfergjan var svo mikil í núnknum, að hann hætti ekki að elta hænsnin, þrátt fyrir að maðurinn væri þar rétt hjá, og grimdin var jafnvel svo mikil, að hann reyndi að glefsa i fælur Magnúsar, sem var ber- fættur. Þegar Magnús var búinn að koma hænsunum inn í stíu, náði hann í gólfslcrúbbu, sem stóð upp við íbúðarliúsið og hugðist að leggja til atlögu við minkinn. Var minkurinn kominn á meðan inn í stiuna og var þar að drepa eina hænuna. Ivom Magnús þá á hann höggi og gat rotað hann. Var minkurinn búinn að drepa eina hænuna, en reita aðrar, án þess að þær hafi sak- að. — Er þetta í fyrsta sinn, sem vart verður við mink í Grinda- vík. NÝKOMNAR MARGAR TEGUNDIR AF Lj óiakróu uni lt or ðlömp u na Ntantllöuaiiuin Porgramciitisikeriiiuin ásamt öðru fleira. Rai'lamimg'crðin ■Suðurgötu 3. Reykjðirík - ílknreyri Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. Eg vildi geta skrifað fáein orð um Ásdisi Jónsdótlur, þótl eg finni, að það verði af van- efnum gert. Kynning okkar varð ekki fyr en á síðari árum, og fundum okkar bar heldur ekki oft saman. Eg kom á heim- ili Ásdísar og sá hana nokkr- um sinnum annarsstaðar. Við fyrstu sýn varð Ásdís mér minn- isstæð. Hún var óvenjulega glæsileg kona og sköruleg í allri framkomu. Eg lield, að ekkert sé ofmælt, þótt fullyrt sé, að í hvað fjölmennum liópi sem verið hefði samankóminn, myndi Ásdís liafa vakið athygli. Fóreldrar liennar voru Jón Halldórsson, ættaður úr Laug- ardalnum, og Guðrún Nikulás- dóttir, ættuð úr Grímsnesi. Kann eg ekki að rekja þær ætt- ir, en það munu vera góðar ætt- ir í báða liðu. Foreldrar henn- ar hjuggu i Sjávargötu fyrir vestan bæ allan sinn húskap. Gerði Jón úl á gamla vísu. Ilann hafði marga báta 9g þótti liepp- inn formaður. Ásdís var fædd hér og ól hér allan sinn aldur. Hún sá Reykja- vík vaxa — sá gömlu torfbæ- ina jafnaða við jöx-ðu, er víðast livar voru í úthverfum bæjár- ins. IJún sá nýjar byggingar rísa upp af rústunum, Reykja- vík vaxa úr smábæ í stórborg á okkar mælikvarða. Ilún fylgdist vel nxeð öllu, sem gerðist. Alt gladdi liana, sem miðaði lil fi'amfara og hóta lxinni ungu, uppvaxandi kynslóð. Hún unni æskustöðvunum, Reykjavik, og hún horfði lengx-a og hæi'ra en á húsin og göturnar. Hér söng aldan við ströndina sína undur- samlegu söngva. Fjallahringur víður og fagur blasli við í fjarska — og sólai’lagið liér var alveg óviðjafnanlega fagurt og heillandi. Alt hreif þetta hina ungu sjómannsdóttur. Þótt bæi'- inn stækkaði og breyttist, þá var þetta háð því lögmáli, að vara og vera óumbreytanlega eins, og öll þessi fegui'ð var henni svo hugþekk, að liún liefði vist livergi unað hag sín- um, annarsstaðar til langframa. Ásdís giftist 9. júlí 1897 Jóni Gíslasyni verslunarmanni. Hann er Skagfii'ðingur. Áttu þau hjón fjögur böi'n, þau er úr bai'næsku komust. Þar af eru þrjú á hfi, Olga Dagmar, gift Gústaf Sveinssyni lögfræðing, Óskar Thoi'berg bakarmeistari og Viggó Haraldur, gjaldkeri hjá ísafoldarprentsmiðju. Þau urðu fyrir þeim harmi, að sjá á bak 15 ára gömlum dreng, er var hið mesta mannsefni. Trcgaði Ásdís hann mjög. Það má fullyrða það, að Ás- dis var prýði sinnar stéttar. Hún var fyrii'myndar húsfreyja, um- hyggjusöm móðir, heimilisræk- in og heimiliselsk. Það var un- un að koma á heimili hennar. Þar nutu allir umhyggju hús- freyjunnai', sem með stjórn og skörungsskap hafði mótað heimilið og sett sinn frjálsa, hlýja hlæ á alt. Henni var út- hlutað óvenju ríkulega — góð- ar gáfur, glæsimcnska, hátt- prýði i fi-amgöngu, sem ekki var lærð né tamin, heldur meðfædd | og í fylsta samræmi við lyndis- einkunn liennar og hið góða, ljúfa hjartalag, sem ekki mátti aumt sjó, svo að hugur og hönd væi'i ekki samstundis útrétt til lijálpar. Er það áx-eiðanlegt, að allii', sem hryggir kopiu til hennar, fóru glaðari aftur á braut. Það má öllum vera eftirsjá að slíkum konum sem henni. Er þó sáx-ast liöggið gegn eigin- manni og börnum, þeim, sem næstir hemii stóðu og þektu hana best. Býst eg við, að nú sé tómlegt heima í stofunum, þar sem Ásdís gekk um glöð og hress fyrir fáum dögum. Hjónaband þeirra var mjög ástúðlegt. Hún lætur eftir sig ó- gleymanlegar minningar i huga þeirra, sem stóðu lienni næst. Dauðinn kom mjög s'nögg- lega og öllum, að óvörum. En Ásdís var áreiðanlega ferðbúin. Ilún var alt sitt líf, í öllu sínu dagfari að búa sig undir þessa miklu ferð. Hún var trúuð lcona, og vissan um framlialdslífið mun hafa varpað þeim ljóma yfir líf hennar, sem gerði liana sterka i allri raun — og vissan um það, að sá, sem sáir í kær- leika, uppsker í kærleika. Elínborg Lárusdóttir. öirdinulau fiOurhelt lénit Danash VERSVIJVIV Klapparstíg 37. VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Útibú Sjúkrasamlagsins i Bergitaða§træti 3 hefir verið lagt niður frá og með deginum i dag. Afgreiðsla samlagsins verður því hér eftir eingöngu i aðalskrifstofunum, Austurstræti 10. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Frá og meö deginum í dag lækka fopvextif vorip um ll2°lo p. a«, úf 7% í Gll2°/o p. a. Reykjavík 1. okfóber 1940 Utvegsbanki íslands h.f. Teikniskólinn hcfst næslu daga. Ivent verður í tveim deildum: Almenn frí- Iiendisteikning og liraðteikning (croques), lifandi model. Upplýs- ingar í síma 4505, kl. 12—1 og kl. 7—8 daglega.' MARTEINN GUDMUNDSSON. Tilkynning Kaup Dagsbrúnarverkamanna verður i'rá og með 1. okt. á klukkustund sem hér segir: Dagkaup kr„ 1.84 Eftirvinnukaup — 2.73 Helgidagakaup — 3.43 Næturvinna, sé hún leyfð — 3.43 * STJÓRNIN. Það tilkynnist hérmeð að gjaldeyris- og irinflutningsnefnd hefrr nú numið úr gildi þær hömlur er settar hafa verið á sölu sements og timburs. Er nú sala á þessum vörum frjáls til hvaða notkunar sem vera skal. Félag Byggingarefnakaupmanna Tilkynning frá Alþýðubrauðgerðinni Frá og'með sunnudeginum 29. f. m. lækkaði verð okkar á rúgbrauðum sein hér segir: Seydd rúgbrauð úr 0.95 í 0.90 stk. Óseydd — úr 0.90 í 0.85 stk. Normalbrauð úr 0.90 í 0.85- stk. HmlýsiiD frá ríkisstjarniiai: Myrkurtíminn í sambandi við umi'erðartakmarkan- ir á áður auglýstum svæðum, vegna hernaðaraðgerða Breta hér á landi, verður í október sem hér segir: 1) Reykjavík og nágrenni frá kl. 6.05 siðd. til kl. 6.20 árd. 2) Hrútafjörður frá kl. 6.00 síðd. til kl. 6.15 árd. 3) Akureyri og nágrenni frá kl. 5.45 siðd. til kl. 6.00 árd. 4) Seyðisfjörður og nágrenni frá kl. 5.30 síðd. til kl. 5.45 árd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.