Vísir - 02.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1940, Blaðsíða 2
V í S I R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprenlsmiðjan h/f. Tíminn og áfengis- skömtunin. þ ESSA DAGANA er Áfengis- verslunin lokuð og verður þangað til búið er að ganga frá fyrirlcomulagi því um skömtun áfengis, sem nú er upptekið. Fátt hefir oftar Itorið á góma í opinberum umræðum síðustu ára, en hvernig draga mætti eitt- hvað úr drykkjuskapnum í landinu. Er þrátt fyrir mörg orð og fögur hafa undanfarnar ríkisstjórnir elcki treyst sér til þess að gera neinar ráðstafanir, sem að haldi gæti komið í þess- um efnum. Hefir ástæðan vafa- laust verið sú, að ríkissjóður liefir ekki verið talinn mega missa neins af hinum mikla áfengisgróða. Það er á allra vit- orði, að þótt Áfengisverslun ríkisins hafi aðeins verið opin á daginn, þá liefir áfengisverslun engu að síður verið rekin dag og nótt. Leynivínsalarnir hafa séð fyrir því. Með skömtun þeirri, sem nú er upptekin, er gerð tilraun lil þess að draga úr drykkjyskapn- um og ekki síst leynisölunni. Er vonandi að þessar ráðstafanir nái tilgangi sínum. Enginn efi er á því, að allir hugsandi menn taka því fegins hendi, að loksins skuli þó eitt- hvað aðhafst til að stemma á- fengisflóðið. Þessvegna hlýtur það að vekja athygli, að eitt stjórnarblaðið, Tíminn, notar þetla tækifæri til þess að hella úr sér þvílíkum óþverra, að undrum sætir. Blaðið leitast við að koma því inn hjá mönnum, að sjálfstæðismenn eigi sökina á þvi, að áfengið hefir flætt yf- ir landið á seinni árum, svo sem raun er á. Allir vita að afnám bannlaganna var samþykt með miklum rneiri hluta við alþjóð- aratkvæðagreiðslu. Innan allra flokka greiddu menn atkvæði sitt á hvað. Það sem olli því, að svo mikill meirihluti var með afnáminu, var það, að árum saman hafði smyglað áfengi og heimabrugg verið drulckið jöfn- um höndum bæði i bæjum og sveitum, Tíminn veit það fullvel, að einlægustu og áhrifamestu bind- indisfrömuðir landsins, utan þings og innan, eru í Sjálfstæð- isflokknum. Það er þessvegna elcki annað en svívirðilegur róg- ur, þegar blaðið heldur því fram að sjálfslæðismenn eigi sök á því, að drykkjuskapur landsmanna er svo sem raun er á. Blaðið telur að skemtisam- komur flokksins hér í Reykja- vik séu drykkjusamkomur. Þús- undir manna úr öllum sléttum liafa á undanförnum árum sólt þessar samkomur flokksins og geta allir um jjað borið, að eng- ar samkomur, sem hér eru haldnar, fara betur fram. Tíminn segir um áfengissöl- una á undanförnum árum; „Lnda gerði Framsóknarflokk- urinn ekkert annað í áfengis- málinu en að framfylgja sigri Sjálfstæðisflokksins í atkvæða- greiðslunni um bannlögin.“ Svona rógur er ekki svaraverð- ur. Hann sannar það eitt, að ill- Trésmiðafélag Reykjavík- ur boðar vinnustöðvun hjá HÖjgaard & Schultz. Agreiningup um flutning trésmida sem vinna utanbaejap hjá flrmanu. Trésmíðafélag Reykjavíkur hefir sent Vísi eftirfarandi bréf og æskt birtingar: í tilefni af bréfi Vinnuveitendafélags íslands til Trésmiðafé- Iagsins, sem birtist í Morgunblaðinu. s. 1. þriðjudag væntir Tré- smíðafélagið að blað yðar birti eftirfarandi: kvitni þeirra manna, sem þann- ig tala, eru engin takmörk sett. Þá segir Tíminn að Jakob Möller hafi „tekist“ að gera á- fengíssöluna að meiri féþúfu en dæmá séu til áður. Þetta eiga menn að skilja svo, að .Takob Mölíer liafi lagt sig sérstaklega fram um að koma út áfengi. Þetta er því rætnara, þegar jafnframt er á það bent, að Jakob Möller er „liáttsettur em- bættismaður í stórstúkunni“, eins og Tíminn segir. Allir vita, að hinar auknu tekjur af áfeng- issölunni upp á síðkastið stafa af því tvennu, að almenningur hefir haft meiri fjárráð og auk þess að nxjög liefir bæst við „neytendahópinn“ við tilkomu erlendra manna. Er vonandi að með hinu nýja fyrirkomulagi takist að uppræta þann ósóma, að íslenskir menn geri sér það að féþúfu að selja vopnuðum útlendingum áfengi. Menn munu yfirleitt fagna því, að leitast er við að draga úr drykkjuskapnum m,eð því að taka upp skömtun áfengis. Hilt er aítur nijög trúlegt, að Tíminn eigi einhverntíma eftir að hrigsla Jakob Möller um það, að hann hafi vanrækt 'að sjá hag ríkissjóðs borgið með því að draga úr áfengissölunni. Og þá getur Tíminn sagt með full- urn rétti, að öðruvísi hafi þetta verið meðan Eysteinn var fjár- málaráðherra. a Mikil verðlækk- un á innf lutnings- matvörum. Félag Matvörukaupmanna hér í bænum auglýsir í dag hér í blaðinu allmikla verðlækkun á ýmsum nauðsynjavörum. Stafar verðlækkunin af því að mjög hagstæð innkaup hafa tekist á vörum þessum í Ameríku, og kemur verðlækkunin strax til framkvæmd^. Er verið að flytja vörurnar sem óðast í búðimar og mun því lokið í dag. Verðlækkunin er sú, er hér greinir: Strausykur lækkar úr 50 aurum á kg. í 45 aura, mola- sykur úr 63 í 58, liveiti úr 35 í 30, haframjöl úr 50 í 40, hrís- grjpn úr 55 í 45, rúgmjöl úr 30 í 23. Nær lækkunin jafnf til smærri sem stærri kaupa. Það er óhætt að fullyrða að þessi lækkun á erlendum nauð- synjum kemur alnienningi vel, þegar innlendar matvöruteg- undir hækka stöðugt í verði, þannig að launþega’r verða að spara alt við sig til þess að draga fram lífið. Eiga matvörukaup- menn þakkir skilið fyrir það hve fljótt þeir hafa brugðið við, og láti almenning njóta góðs af verðlækkuninni, einkum þar sem finnn mánaða úthlutunin kom til framkvæmda í gær. Áf þessari verðlækkun hlýtur einnig að leiða veruleg verð- lækkun á brauði, hverju nafni sem nefnist, og veitir síst af þvi. Verið að velja nýju lögr egluþ j ónana. Þessa dagana er verið að velja hina 16 nýju lögregluþjóna, að því er Vísi var tjáð af lögreglu- stjóra í morgun. Eins og lesend- ur blaðsins muna, sóttu um 200 manns um þessar stöður. Búið er að skilja „sauðina frá höfrunum“, þ. e. velja þá, sem tíí greína geta komíð. Þessír menn munu þó ekki byrja starf sitt strax á götunum, því að þeir verða Iátnir ganga á námskeið fyrst. Vart munu þeir taka við stöðum sínum fyrri en um næstu mánaðamót. Það hefir verið föst venja um lengri tíma hér í bænum, að at- vinnurekendur flyttu smiði, er þeir þurfa að senda til vinnu utan við bæinn aðra leiðina í tíma atvinnurekandans og þá með fullu kaupi, en hina leið- ina í tíma smiðsins, án kaups. Allir meðlimir Vinnuveitenda- félags íslands liafa fylgt þess- ari reglu og talið sig bundna af henni nema hið danska firma, Höjgaard & Schultz, sem nú leitar eftir að brjóta regluna með stuðningi Vinnuveitenda- félags íslands. Það mun ekki liafa verið fyr en undir lok aprílmánaðar s.l„ að vinna trésmiða hófst að nokkru ráði við Ilitaveitu Reylcjavíkur innan við Elliðaár. Fyrir þann tíma var alls ekki um það að ræða, að flytja tré- smiði til vinnu við Hitaveituna burt úr bænum. Trésmiðafélag- inu var i fyrstu með öllu ókunn- ugt um það, hvort trésmiðirnir voru fluttir að eða frá vinnu- stað í tíma atvinnurekenda. En með þvi að engin umkvört- un barst frá smiðunum sjálf- um til félagsins, var gengið út frá því sem gefnu, að liér væri farið eftir venju og smiðirnir fluttir aðra leiðina í tíma at- vinnurekenda. Um mánaðamótin maí og júní s.l. barst Trésmiðafélaginu kæra frá meðhmum félagsins, er unnu við Hitaveitu Reykja- víkur, út af því, að þeir væru fluttir að og frá vinnustað á bekkjum í opnum bifreiðuin. Formaður Trésmiðafélagsins fór þegar á vinnustaðinn til að kynna sér málavexti og kemst þá að því, að smiðirnir eru fluttir að og frá vinnustað í eigin tíma. |Út af kæru smið- anna og flutningi þeirra að og frá vinnustað átti stjórn Tré- smiðafélagsins viðtal við full- trúa Höjgaard & Schultz, hr. Lundgaard verkfræðing, strax sama daginn og formaður Trésnúðafélagsins komst að þvi, hvernig flulningnum var háttað. Mótmælti stjórn^ Tré- smiðafélagsins því, að smiðirn- ir voru fluttir í opnum bifreið- um og í þeirra eigin tima og krafðist þess, að þessu yrði breytt og mennirnir flutlir aðra leiðina í tíma atvinnurekenda svo sem venja stæði til. Út af brottfarartímanum fóru ekki fram nein bréfaskifti á milli firmans og félagsins, heldur aðeins viðtöl. Vænti Trésmiða- félagið, að þessu yrði komið í Iag strax og .kvartað var, þó reynslan yrði önnur. í s.I. ágústmánuði varð á- greiningur milli Dagsbrúnar og Höjgaard & Schultz um flutn- ing verkamanna að og frá vinnustað. Gerðu verkamenn verkfall út af þessum ágrein- ingi, er stóð til 2,. sept. Verkfall þeíía gerði Dagsbrún fyrirvara- laust og án þess að fylgja að öðru leyti fyrirmælum laga um stéttarfélög og vinnudeilur um verkföll. Verkfall Dagsbrúnar virðist því hafa verið ólöglegt, enda hefir framkv.stj. Vinnu- veitendafélags íslands lialdið því fram í blaðagrein, að svo hafi verið. En vegna þess að Trésmiðafélagið efaðist um lög- mæti Dagsbrúnarverkfallsins tók félagið engan þátt í því og lét meðlimi sína mæta til vinn unnar. Virðist það næsta und- arlegt er stjórn Vinnuveitenda- félagsins telur nú, að Trésmiða- félagið hafi glatað einhverjum rétti með því, að taka ekki þátt í verkfalli, er framkvæmdap- stjóri Vinnuveitendafélagsins, Iir. E. Claessen, telur að verið hafi ólöglegt. Á meðan stóð á deilunni á milli Dagsbrúnar og Höjgaard & Scliultz voru nokkrar líkur til þess, að hún myndi enda með samningum um að flytja verkamennina aðra leiðina í tíma atvinnurekenda. Þegar samningar komust á þann 2. september s.l. fór þetta á ann- an veg og var þá nauðsynlegt fyrir Trésmiðafélagið að hefj- ast handa sjálft og var það gert með bréfi dags. 4. f. m. Eftir það fóru fram nokkrar árang- urslausar umræður um málið, og er nú hafinn undirbúningur undir löglega vinnustöðvun af hálfu Trésmiðafélagsins. Að því er varðar þá staðliæf- ingu Vinnuveitendafélags ís- lands, að Trésmiðafélagið sé bundið af samningi Dagsbrún- ar og Höjgaard & Schultz frá 21. olct. sl., þá er slíkt alrangt. Dagsbrún hafði ekkert umboð til að semja fyrir Trésmiðafé- lagið og Trésmiðafélaginu var með öllu ókunnugt um tilvist samningsins, enda er hann gerður 6 mánuðum áður en ut- anbæjarvinna smiða hófst. Það er því rangt, að samningi þess- um hafi verið breytt gagnvart trésmiðum í hérumbil 10 mán- uði. Vinna trésmiða innan við Elliðaár bófst vart fyr en sein- ast í april og Trésmiðafélagið mótmælti flutningsfyrirkomu- laginu strax og því var kunnugt um það og þá — í byrjun júní — hafði enginn huglcvæmni til þess gagnvart Trésmiðafélaginu að réttlæta fyrirkomulagið með Dagsbrúnarsamningnum. í bréfi Vinnuveitendafélags íslands frá 29. f. m. eru orð látin liggja að því, að Trésmiða- félagið vísi til þess stuðnings kröfum sínum, að breska setu- liðið flytji trésiniði til vinnu- staða utanbæjar aðra leiðina í tima atvinnurekenda. Út af þessu vill Trésmiðafélagið al- veg sérstaklega undirstrika, að það er gömul föst venja hér í bæ, að vinnuveitandi flytji smiðina þannig aðra leiðina í sínum tíma. Þessari venju hafa allir atvinnurekendur hér í bæ fylgt athugasemdalaust og þar á meðal að sjálfsögðu allir með- limir Vinnuveitendafélags ís- lands, Það er því hrein fjar- stæða að liugsa {sér, að Tré- smiðafélagið geti þolað það, að erlendu firma megi haldast uppi að brjóta þessa reglu, enda hrein ósanngirni að gera vægari kröf- ur til Höjgaard & Schultz en innlendra atvinnurekenda. Að því er varðar frásögn bréfs Vinnuveitendafélags Islands um vinnuskýlin, þá er rangt sagt frá um það, sem fram fór á fundinum, en með því að hér er um atriði að ræða, sem ekki snertir sjálfa deiluna, þá sjáum við ekki ástæðu til að draga það inn í umræðurnar. Ofanritað hefir Trésmiðafé- laginu þótt rétt að talca fram vegna bréfs Vimíuveitendafé- lags Islands í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Virðingarfylst, Trésmiðafélag Reykjavíkur. Handíðaskólinn. Annnð stai-fsár Ilandíðaskól- ans er um það bil að liefjast. Verður kent sjö mánuði í vet- ur og 36 stundir á viku í kenn- aradeildinni. Kenslan er ókeyp- is, en neméndur greiði efnis- kostnað, enda verða munir þeir, er þeir gera, eign þeirra að loknu náminu. Þá heldur Handíðaskólinn uppi lcenslu í handíðum í öll- um bekkjum Kennaraskólans; sömuleiðis kenslu fyrir öryrkja og almenning, er fer fram síð- degis og á kvöldin. Unglingum 14—18 ára að aldri eru kendar trésmíðar, 2 klst. í viku og er sú kensla ó- keypis að öðru leyti en því, að nemendurnir leggja sér sjalfir til efni. Kvöldkenslan fyrir ahnenn- ing hefst 1. okt. og endar 30. mars. Verður henni hagað sem hér segir: Teikning. Kvöldkensla í teikn- ingu liefst 1. október og stend- ur yfir til loka marsmánaðar. Kent verður í tveim flokkum, 4 stundir í viku í hvorum flokki. Til þess að sem flestum, er áhuga hafa á teikningu, gefist kostur á að taka þátt í námi þessu, fer það fram kl. 8—10 á kvöldin. 1. Almenn teikning og með- ferð lita. Kent verður á mánud. | og fimtud. kl. 8—10 e. h. Meg- ináhersla verður lögð á fríhend- isteikningu (með blýantj, krít og penna). Vei'ður teiknað m. a. eftir ýmsum munum, lifandi plöntum, landslagi, likama mannsins o. fl. Kend verður meðferð vatns og olíulita; enn- fremur teikning vefnaðar- og útsaumsgerða (Mönster-teikn- ing), dúkmyndagerð (I.inole- um-skurður) o. fl. Er eigi gert ráð fyrir því, að þátttakendur stundi allar þess- ar greinir jöfnum höndum, heldur séræfi þeir sig liver á kjörsviði sínu, þegar komið er yfir byrjunarstigin. 2. Fjarvíddarteikning. Kent verður á þriðjud. og föstud. kl. 8—10 e. h. Kend verður fjar- víddarteikning (Parallelper- spektiv og Cenlralperspektiv) og hagnýting hennar við vinnu- teikningar og tillöguuppdrætti. Ennfremur stílteikning, eftir byggingum, húsgögnum, mun- um og myndum. Kensla í þessum flokki er fyrst og fremst ætluð þeim, sem hafa áhuga á sögu og þróun myndlistar og stíls í liandíðum, listiðnaði og byggingarlist, svo og þeim, sem sjálfir stunda þessar greinir, eða liafa í liyggju að leggja þær fyrir sig. SJOMENN, LÆRIÐ AÐ SYNDA. Ókeypis kensla, Næstkomandi föstudag liefst ókeypis suiidkensla fyrir sjó- menn í björgunarsundi, í Sund- liöll Reykjavíkur, og stendur kenslan yfir í 12 daga. Allir þeir sjómenn, sem nú eru í landi, milli ferða, ættu að nota sér þetta ágæta tækifæri til þess að læra björgunarsund hjá góðum kennurum. Það slcal tekið fram, að þeir, sem vilja læra björgunarsund, verða að vera allvel syndir. Ennfremur skal bent á, að það er nauðsyn- legt að tilkynna þátttöku sína i dag eða á morgun, til Sund- hallarinnar. I ráði var að kensla i almennu sundi færi fram um sömu mundir fyrir sjómenn, i Sund- laugunum, en vegna anna þar verður ekki hægt að byrja á kenslu fyr en í næsta mánuði. Lifgun úr dauðadái er kend í sambandi við þessi námskeið. Námskeiðum þessum fyrir sjómenn hefir verið komið á fyrir atbeina Slysavarnafélags- ins, með þáttöku Sundliallar- innar og bæjarins, og er það vel farið, því oft er þörf, en nú er nauðsyn, að sjómenn vorir séu vel syndir. Opel-Blit; VÖRUBIFREIÐ TIL SÖLU. Ágætis nýstandsett „Opel- Blitz“ yfirbygð vörubifreið, með mjög nýlegum hjól- börðum, er til sölu. PAPPÍRSPOKAGERÐIN h.f. Vitastíg 3. MÚ8IK Kensla í píanóleik, hljóm- fræði, stílfræði, komposition. Tilsögn í flutningi sönglaga — (Correpetition) og undir- leik. — Robert Abpaham. Upplýsingar í síma 3760, milli kl. 12—1 og eftir kl. 7 e. h. — F. Ú. S. HEIMDALLUR. Skemtikvöld í Oddfellowhúsinu laugardaginn 5. okt. n. k. Mjög f jölbreytt skemtiskrá. Aðgöngumiðar seldir á afgr. Morgunblaðsins fimtu- dag og föstudag kl. 4—6. %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.