Vísir - 15.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1940, Blaðsíða 2
V ISIR íi DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsnjiðjan h/f. Framsókn og dýrtíðin. Jjp AÐ er enginn efi á því, að Hermanni Jónassyni for- sætísráðherra var fullkomin al- vara, þegar liann lýsli því yfir við myndun þjóðstjórnarinnar, að hann teldi samstarfið mundu mistakast, ef nokkurri stétt liéldist uppi ásælni fram yfir það, sem réttlátt væri „saman- horið við aðra“. Með þessu var línan lögð fyrir þeirri stefnu, sem halda átti. Almenningur í landinu varð að taka á sig byrð- ar vegna gengislækkunarinnar. Flestír báru þetla möglunar- laust, af því þeir trúðu þvi fastlega, að við það yrði stað- ið að byrðarnar kæmi sem jafn- ast niður. Tíminn heldur áfram rógburði sínum viku eftir viku um alla þá menn, sem gerast svo djarfir, að mánna á hina upphaflegu, yfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Fyrir hálfu öðru ári birti blaðið ræðu forsætisráð- herra við stjórnarmyndunina og var mjög hrifið af. Nú er éins og sú ræða hafi aldrei hald- in verið. Tíntínn þorir ekki að minnast á liana. Því ef það sæ- ist í blaðinu, að forsætisráð- herra hefði kveðið niður stétta- pólitíkina, þá væri, hann kom- inn í lióp þeirra manna, sem nú eru kallaðir fjandmenn bænda i dálkum Tímans. Það er elck- ert minni ástæða til að saka Hermann Jónasson um „her- ferð á hendur bændum,“ með þeirri stefnu, sem liann lýsti yf- ir þegar ríkisstjórnin settist að völdum, heldur en þá menn, sem benda nú á, að hvikað hafi verið frá þessari stefnu. Þetta sjá allir menn, sem um málið vilja hugsa. En Jónas Jónsson og hans nótar lata slíkt ekkert á sig fá. Þeir hafa náð í rógsefnið og eru þess ráðnir að standa á þvi eins og hundar á roði fram að næstu kosning- um. Þá varðar ekkert um að þverbrotin er sú stefna, sem for- sætisráðherra markaði á hátíð- legasta augnabliki lífs sins. Þá varðar ekkert um, að forsætis- ráðherrann er úr þeirra flokki og að þeir sjálfir tóku undir ræðu hans fullum rómi. Þeir skeyta hvorki um skömm né heiður, þessir menn, frekar nú en áður. Þeir mæta rökum með rógi og níði, treystandi þvi, að málstaður andstæðinganna komi aldrei fyrir augu Iesenda Tímans. Hermanni Jónassyni var það ljóst eins og öllum öðrum að friður gæti ekki haldist til Iang- frama, nema því aðeins að tog- streiían félli niður. Hann lagði svo mikla áherslu á þetta; að hann lýsti því yfir skorinort, að samstarfið hlyti að mistakast, ef nokkurri stétt eða félagsheild héldist uppi ásælni framyfir það, sem réttlátt væri saman- borið við aðra. Hann lýsti stétta- pólitíkina í bann, meðan núver- andi stjórn sæli að völdum. Hann hlaut mikið hrós fyrir þessa djarflegu og víðsýnu stefnu og þó mest í Tímanum. Nú þorir Timinn ekki að nefna þessa stefnu forsætisráðherra, af því hver sem henni fylgir er brennimerk tur f j andmaður hændanna! En hvað ætli Tíminn hefði sagt, ef kaupgjaldið hefði hækk- að um 68% en kjötið ekki nema um 27%. Ælli þá hefði ekki ver- ið vitnað í það, að hér væri brot- ið algerlega í bág við þá stefnu, sem forsætisráðherra hefði markað fyrir hönd rikisstjórn- arinnar. Og ætli Jónasi Jónssyni hefði ekki þótt það hart, ef það hefði verið talinn vottur um sérstakan fjandskap við laun- þega, að á þelta væri minst? Baráttan við dýrtíðina var eitt af stefnumálum stjórnarinnar. Síðan styrjöldin hófst höfum við öll verið hjartanlega sam- mála um, að við yrðum áð var- ast. að gefa dýrtíðinni lausan tauin, eins og gert var í síðustu styrjöld. Nú er þessu öllu gleymt. Opinberar nefndir hafa tekið stífluna úr. Kaupkröfurn- ar eru á leiðinni. Dýrtíðin flæð- ir yfir. Við erum, að nálgast þau víti, sem við ætluðum að varast. Harðvítug stéttapólitík er komin í stað þeirrar jafnvæg- isstefnu, sem stjómin markaði sér í upphafi. Hver olar sínum tota sem best getur. Þannig liafa flokksmenn Hermanns .Tónas- sonar ^brugðist þeirri stefnu, sem hann lýsti svo hátíðlega, þegar stjórnin settist að völd- um. a Logfinn helgri. Stíll — nýjar brautir. Eg hefi dvalið árum saman í erlendum stórborgum og séð margt af því besta, sem heim- urinn hefir upp á að bjóða, og frægustu listamennina. Það var því ekki laust við að nokkur ó- rói væri i mér þegar eg fór á frumsýningu hjá Leikfélaginu, merkasta leikriti einhvers hins merkasta höfundar, sem nú er uppi. Og hafði eg þó séð ýmis- legt af leikritum lians leikið í New York. Það var ekki langt liðið á 1. þátt, þegar eg s:á hvert leiðir lágu. Hér var stefnt inn á nýjar brautir, að vísu nýjar aðeins hér heima, erlendis hefi eg séð ,fjölda sýninga leiknar á þennan hátt. Sýningar W. Dieterle, sem þektur er hér fyrir „Pasteur“ og fleiri myndir, . eru flestar með þessu marki brendar. Fyrir mér ók þetta spenninginn um allan helming samfara þeim spenning sem leikritið sjálft skapaði, fór spenningurinn um það, hver áhrif þetta hefði á áhórfendur og hvort leikendun- um tækist að halda þessum stil út leikritið. Að þessu sinni var leikið Jjannig, .að tilfinningunum var aldrei gefinn laus taumurinn, en undir niðri ólguðu þær svo, að máður vissi aldrei livenær upp úr mundi sjóða. Við Jjetta skapast andrúmsíoft og spenn- ingur, sem heldur manni helj- artðkum allan tímann. Ekki er heldur hætt við að hávaði „hysteri“ eða ánnar viðvanings- háttur meiði mann. í hinum mentaða heimi er slíkur leikur talinn hámark iá kultiveruðum leik. Eg veit ekki hvaða skoðan- ir menn hafa á þessu hér heima, en hitt veit eg að grát- bólgin andlit og hvítir klútar að leikslokum, töluðu sínu máli. Leikmátinn var djarfur, sam- boðinn djörfu leikriti. Leikfélag Reykjavíkur vann stórsigur með sýningu þessari, sigur á nýjum stíl. Eg tek undir með frumsýningargestum: „Þökk fyrir sýninguna. Þökk fyrir- skemtunina“. Bjarni Bjömsson. Tíminn neitaði vendingu. \ Ntarfsmannaráðnin^ar í frétta- §töður ntvarpsin§. Bftir Jóna§ l>or8)erg:§ioii iitvar|»§stjóra. Fyrrverandi ritstjóri Tímans, Jónas Þorbergsson, út- varpsstjóri hefir beðið Vísi fyrir eftirfarandi grein. Segir höfundur að Tíminn hafi neitað að birta hana. Okkur þykir hart, að þessum reynda leiðtoga Framsóknarflokksins skuli vera úthýst úr sínum fornu heimkynnum. Því er greinin til birtingar tekin, án þess að blaðið taki nokkra afstöðu til þess máls, sem þar er rætt. Útvarpsstjóri hefir orðið: Hr. Jón Eyþórsson, formaður útvarpsráðs, liefir í svari sínu til Þjóðviljans, sem birtist í Alþýðuhlaðinu 30. sept. s. 1., gefið frá sínu sjónarmiði yfirlit nokkurt um tildrög og tilhögun þeirra starfsmannaráðninga, er gerðar voru síðastliðið vor í fréttastofu Rikisútvarpsins. Mál þetta liefir sætt nokkru umtali í sumum blöðum Reykjavíkur, og hefir formaður útvarpsnáðs tal- ið sig til knúðan að mótmæla ummælum, þar sem hann telur að sakir hafi verið bornar ó útvarpsráð. Með því að formaður útvarpsráðs hefir af útvarpsins liálfu hafið umræður um þessi efni á þann hátt, sem ætla má að veki eftirtekt og geti ]>vi miður valdið nokkurum misskilningi, tel eg rétt að gefa yfirlit um málið eftír opinberum gögnum, sem fyrir liggja. Kemur þá fyrst til greina bréf, er við Sigurður Ein- arsson, fréttastjóri, rituðum kenslumálaráðuneytinu þann 4. maí síðastliðinn: Reykjavík, 4. maí 1940. Eftir móttöku bréfs hins háa ráðuneytis, dags. 20. mars sið- astliðinn, hefi eg, samkvæmt þvi, sem fyrir er lagt á fylgi- skjali VI, auglýst til umsóknar fréttaritarastöður við Rjkisút- varpið (sjá fylgiskjal I). Að loknum umsóknarfresti þann 20. apríl síðastl. völdum við Sigurð Einarsson fréttastjóri 11 af þessum umsóknum til álita, gerðum okkur grein fyrir, hverjar kröfur bæri að gera um þekkingu og verkhæfni til um- ræddra starfa (sjá fylgiskjöl II—III) og sömdum verkefni lil samkepnisprófs á þessa leið: 1. Stutt ritgerð um fréttarit- un, með sérstakri athugun um kröfur gcrðar lil útvarpsfrétta, ]>ar sem ætlast er til, að kepp- endur geri sér grein fyrir, hverj- ar kröfur beri að gera til frétta- ritunar alment og hvort og þá hvert sérviðhorf þarfir útvarps- ins og skyldur marka. 2. Ritgerð um heimsviðburði. Efni: Hvað má líklegt telja, að hvor hinna tveggja styrjaldar- aðilja, Bandamenn og Þjóðverj- ar ætlist fyrir með hernaðarað- gerðum sínum á Norðurlönd- um? 3. Keflavíkurdeilan 1932. Lagt vaí’ fyrir keppendur að gera útvarpsfrétt um málið samkvæmt gefnum heimildum (blaðagreinar). Skyldi í sem stystu máli á ólilutdrægan liátt greint frá staðreyndum óg yfir- lit veitt um málið. 4. Lagt var fyrir keppendur að þýða og vélrita samtímis greinakafla úr dönsku, sænsku, enslcu, þýsku og frönsku. 5. Keppendum var gefinn koslur á að hlusta ó erlendar út- varpsfréttir á hinum fyrgreindu erlendu málum og hreinrita ]>að, sem þeir náðu. Eins og hæstvirtum kenslu- málaráðherra er kunnugt, sam- kvæmt viðtölum, sem við Sig- urður Einarsson höfum átt við hann, sendum við úrlausnir keppendanna á verkefnunum I—IV til álitsgerðar þeirra Ein- ars hæstaréítardómara Arnórs- sonar og Sigurðar prófessors Nordal, þar sem óskað var álits þeirra um, hversu leyst væri úr verlcefnunum, að hve miklu leyti umsækjendur gætu komið til greina sem verkhæfir menn og í hvaða röð. Fylgir hér með * Blaðið Tíminn neitaði að birta þessa grein. — J. Þ. greind álitsgerð (sjó fylgiskjal IV). Um árangur af hlustunum dæmdu J>eir Gunnlaugur Briem verkfræðingur og Vilhj. Þ. Gíslason (sjá fylgiskjal V). Það er sameiginlegt álit okk- ar Sigurðar Einarssonar, frétta- stjóra, að við ráðningar manna í stöður }>essar verði að full- nægja eftirgi-eindum skilyrð- um: 1. Að fréttaritari I sé nægi- lega J>roskaður og starfsvanur til þess, auk fréttastjóra, að geta borið ábyrgð á vandasamri inn- lendri fréttaritun. 2. Að tveir af starfsmönnun- um séu svo vel færir í enskri tungu, að þeir geti annast upp- töku útvarpsfrétta á því máli. 3. Að tveir af starfsmönmm- um séu svo vel færir í þýskri tungu, að þeir fullnægi sömu skilyrðum. 4. Að allir fréttaritararnir séu vel færir í Norðurlandamálum. 5. Að þeir séu allir sæmilegir vélritarar. Þá er það enn fremur sam- eiginlegt ólit okkar, að próf ]>essi hafi ekki leitt i ljós frá neinum umsækjendanna ]>á yf- irburði, sem nauðsynlegir megi teljast til þess að takast á hend- ur starf fréttaritara I. Við höf- um þvi haft lal af Axel Thor- steinson, sem er þaulæfður fréttamaður, hvort liann myndi fáanlegur til þess að takast starfið á hendur, ef á J>að yrði fallist að öðru leyti. Fylgir hér með bréf hans (sjá fylgiskjal VI). Eftir viðlali okkar við liæst- virtan kenslumálaráðherra í gær, þar sem hann tók það fram, að hann myndi senda mál ]>etta til útvarpsráðs og óska eftir sameiginlegum til- lögum, tel eg ekki að svo komnu tímabært að gera tillögur um einstaka menn, en leyfi mér að leggja þennan órangur þeirra athugana, sem farið liafa fram, fyrir hið liáa ráðuneyti til þeirr- ar meðferðar, er það kynni að óska. Það skal tekið fram að lokum, að fresturinn til undirbúnings ákvarðana um málið reyndist nokkuð stuttur, meðal annars vegna þess, að ekki var unt að láta prófin fara fram í stofnun- inni nema á helgkiögum. Virðingarfylst (Sign.) Jónas Þorbergsson. (Sign.) Sig. Einarsson. Til Kenslumálaráðuneytisins. Niðurlag álitsgerðar þeirra Einars hæstaréttardómara Arn- órssonar g Sigurðar prófessors Nordal, sem hér er til vísað, hljóðar á þessa leið: „Samkvæmt ]>essu koma þessir fjórir umsækjendur til greina að áliti prófdómenda: Benjamín Eiríksson, Björn Franzson, Jón Þórarinsson, Njáll Þórarinsson. Að öllu athuguðu, þýðingum og hlustunum, auk ritgerðanna, þykir rétt að raða þessum fjór- um umsækjendum þannig: 1. Björn Franzson. 2. Benjamín Eiríksson. 3. Njáll Þórarinsson. 4. Jón Þórarinsson. En prófdómendur vilja bæta því við, að þar sem skamt bil er á milli nr. 1 og 2, telja þeir langt bil á milli nr. 2 og 3 og aftur á milli nr. 3 og 4. Reykjavík, 1. maí 1940. Einar Amórsson. (sign.) Sigurður Nordal.“ (sign.) Þessi undirbúningur okkar Sigurðar Einarssonar sætti mótmælum í útvarpsróði, og taldi formaðurinn prófið og álitsgerð próf dómendanna markleysu eina. tJ t af bókuð- um átölum á 608. fundi útvarps- ráðs lét eg á næsta fundi þess bóka það, sem hér fer á eftir: Bókun útvarpsstjóra á fundi útvarpsráðs 21. maí 1940. Með skýrskotun til yfirlýs- ingar minnar á 608. fundi út- varpsróðs (bls. 280) óska eg bókað það, sem hér segir: I 3. grein útvarpslaganna, sbr. 1. grein laga um breytingu á lögum nr. 68, 28. des. 1934 ■ um útvarpsrekstur ríkisins, er svo fyrir mælt, að ráðherra ráði starfsmenn útvarpsins „að fengnum tillögum útvarps- stjóra og útvarpsráðs“. Lögin mæla ekki fyrir um það, að til- lögur um sérhverja ráðningu starfsmanns liggi fyrir frá báð- um aðiljum, og verður að telja, að slíkt* sé á valdi ráðherra, hvers hann óskar þar um í hverju lilfelli. Ráðherra hafði persónulega Iýst því yfir við mig að liann hygðist ekki að neyta heimildar þeirrar, sem felst í fyrnefndri lagagrein, um að setja frétta- stofu útvarpsins undir stjórn út- varpsraðs, enda slaðfestist það með bréfi ráðuneytisins til út- varpsráðs, dags. 15. þ. m., þar sem útvarpsráði er að eins falið „að fylgjast með“ starfsemi frétlastofunnar um eins árs skeið. Út frá þessari staðreynd taldi eg einsætt að haga undir- búningi starfsmannaráðninga í fréttastofunni, próförkum, verk- efnum til prófs og öðru þar að lútandi, i samráði við frétta- sljórann, sem hlaut að eiga mest á liættu um það, hversu til tæk- ist um starfsmannaval. Eg tel, af þessum ástæðum, að átölur útvarpsráðs í minn garð, varandi meðferð málsins að þessu leyli, séu ekki rétt- mætar og hafi ekki við rök að styðjast. Eg tel ennfremur, að samkepnisprófið, það sem það náði, liafi verið fullgildur mæli- kvarði lil samanburðar um liæfileika og verkhæfni þeirra manna, sem undir próf gengu, og úrskurður tillcvaddrar dóm- nefndar um þann samanburð verði ekki með réttu véfengdur, og beri að taka niðurstöðuna til greina, með því að gera verður ráð fvrir, að hæfileikar og verk- kunnátla eigi fyrst og fremst að ráða um starfsmannavaí, ef ekki liamla aðrar augljósar og al- viðurkendar ástæður. I framanbirtum skjölum kemur fram skilningur minn á því, hversu mér ber að vinna það hlutverk, er mér var falið. Skal eg svo víkja nokkurum orðum að einstökum atriðum í gi’ein formannsins: 1. Hann lítur svo á, að sam- kvæmt réttum lögum beri um val allra starfsmanna útvarps- ins að liggja fyrir tillögur bæði frá útvarpsstjóra og útvarps- ráði. Með „höggorms“-ákvæði því, sem smeygt var inn í út- varpslögin ó hauslþinginu 1939, var burtu feld sú sundurgrein- ing, er áður fólst í lögunum, varðandi tillögur um starfs- mannaval. Þetla liefir valdið erfiðleikum í stofnuninni, tor- veldað góða samvinnu og síst verið til hagræðis ráðherra, er samkvæmt lögunum tekur end- anlegar ákvarðanir. Eg hefi ávalt litið svo á, að tillögurétur- inn um val starfsmanns ætti að vera hjá þeim, sem á að bera ábyrgð á starfi mannsins. Þess vegna kvaddi eg Sigurð Einars- son, fréttastjóra, mér til ráðu- neytis um val þeirra manna, er kvaddir skyldu til prófs, um próftilliögun og um val próf- dómenda. í fyrgreindri lagabreytingu er ráðherra veitt heimild til þess að »gera fréttastofuna að sér- stakri stofnun undir stjórn út- varpsráðs. Þessarar lieimildar liefir hann ekld neytt enn seni komið er. Hins vegar tjáði hann mér, er eg lagði fyrir liann ór- angur undirbúningsins undir starfsmannavalið, að hann myndi skjóta málinu til útvarps- ráðs. Eg kaus því ekki, eins og á stóð, að gera sértillögur, með því að eg taldi þær felast í bréfi okkar, þar SBm ræðir um Axel Thorsteinson, svo og í niður- stöðu prófdómendanna. 2. Af 44 umsækjendum voru 11 kvaddir til prófs. Formaður telur, að tilkvaðning þessi af hendi okkar Sigurðar Einars- sonar liafi verið gerð af full- komnu handahófi. Um þetta mó liann fyrir mér liafa sínar sér- skoðanir. Hann tekur sem dæmi, að Björn Franzson hafi verið kvaddur til prófs, en ekki Axel Tliorsteinson. Þelta eru, að því er varðar Axel Thorsteinson, bein ósannindi. Hann kaus ekki að keppa um stöðurnar, en ósk- aði að eins að fá að halda þvi aukastarfi, er hann áður hafði gegnt. Það sýnir best, hvort Ax- el Th. ekki kom til greina, að við Sigurður Einarsson fórum þess á leit við liann að loknu prófi, að liann gæfi kost á sér til þess að takast á hendur fréttaritarastöðu I. Eins og tekið er fram í bréfi okkar Sigurðar Einarssonar til ráðuneytisins, gafst mjög naumur tími til þess umfangs- mikla prófs, sem lálið var fara fram. Það var því með öllu ó- kleift að taka alla liina 44 um- sækjendur til prófs, enda full- kominn óþarfi, með þvi að það lá í augum uppi, að einungis fáir þeirra gátu komið til greina. 3. Formaður telur, að útvarps- ráðið hafi með tillögúm sínum um að stöður þessar yrðu aug- lýstar gengist fyrir heiðarlegri tilbreytni frá þeim venjum, sem alt og mikið tíðkast hér við ýmsar stofnanir, þegar stöður losna. Hann telur ennfremur, að útvarpsráð hefi haft fullan hug á að velja hina hæfustu úr hópi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.