Vísir - 15.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 15.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaug sson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn SímS: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Itnur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 15. október 1940. 238. tbl. Skemdarverk unnin á olíu- lindasvæðum Rúmeníu - - 3 olíubrunnar gerðeyðilagðir. Þjóðverjar ætla að senda mikinn her til Rúmeníu. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Samkvæmt fregnum, sem borist hafa frá Rúmeníu kom upp eldur í gær á olíulindasvæðum Rúm- eníu, þar sem þýskt herlið hefir tekið sér að- setur, til þess að hindra, að skemdarverk yrði framin. Eldur komst í þrjá olíubrunna og þrátt fyrir allar til- raunir þýska herliðsins til þess að kæfa eldinn tókst það ekki og gereyðilögðust þessir þrír brunnar. Eins og geta má nærri hvílir sterkur grunur á, að hér sé um hefndarverk að ræða, og er rannsókn hafin til þess að komast að raun um hvernig á eldsupptökum stendur. Það er nú talið, að Þjóðverjar muni auka mikið lið sitt í Rúmeníu. Samkvæmt sumum f regnum áf orma þeir að hafa þar a. m. k. 200.000 manna her, hafa þar flug- stöðvar um land alt og flotastöð við Svartahaf. Ýmsar fregnir benda til, að óánægja manna í Rúm- eníu út af því, að þýskur her hefir sest að í landinu sé að magnast, og veldur m. a., að því er hermt er í fregn- um, sem bresk blöð birta, að farið er að bera á meiri matarskorti. Kjöts má nú að eins neyta 4 daga í viku, og sumar matvælategundir, svo sem smjör, eru vart fáan- legar þar sem útflutningurinn til Þýskalands hefir auk- ist mikið. Sagt er, að áróðursmiðum gegn Þjóðverjum hafi verið dreift um Biíkarest. Það hefir vakið mikla athygli, að stórnin í Júgóslavíu er sögð hafa neitað kröfum Þjóðverja um aukinn útflutning á hafra- mjöii o. fl. kornvörutegundum. Að sögn kröfðust Þjóðverjar, að þeir fengi allar kornvörur Júgóslava, sem þeir þyrfti ekki til eigin nota. Stjórnin í Júgóslavíu telur hinsvegar, að hún þurfi að tryggja sér nægar birgðir í landinu. Tyrknesk herforingjanefnd er komin til Aþenuborgar og orð- rómur gengur um, að Tyrkir, Grikkir og Júgóslavar ætli að gera með sér varnarbandalag. Gort lávarður. I viðbótarfrégn um olíubrun- ann í Rúmeníu segir svo í skeyli frá United Press: Oliubrunnar þessir voru ná- lægt Baicoi og gereyðilögðust þeir. Þýskt slökkvilið, sem hefir bækistöð í Ploesti og nýlega kom þangað, brá við og fór á vett- vang. Skeytaskoðunin í Rúmen- iu hefir ekki leyft að birta nein- ar fregnir um orsök brunans, og er því haldið fram af opinberru hálfu, að ekki sé um skemdar- verk að ræða, heldur hafi slysni valdið, að eldur komst í olíuna. 45.000 þýskir hermenn í Rúmeníu. Það er nú talið, að 45.000 þýskir hermenn séu komnir til Rúmeníu. 15.000 manna véla- hersveit kom til Ploesti i gær. Alls 10 herfylki verða send til Rúmeníu og ef til vill enn meira lið. Viðbúnaður Rússa. Það er enn algerlega á huldu hvað Rússar ætla áð gera og blöðin gefa helst í skyn að Rúss- ar muni fylga „hlutleysisstefn- unni" áfram, þ. e. taka ekki þátt i styrjöldinni, en Rússar auka mjög viðbúnað sinn i Bessara- biu og Norður-Bukovina, og hafa sent mikið lið, fótgöngulið, vélahersveitir fluglið og ridd- aralið til ýmissa héraða í þessum landshlutum. ínovt lávarður kom hingað í dag. Gort lávarður og hers- höfðingi kom hingað í morgun. Breskur heið- ursvörður tók á móti hon- um á hafnarbakkanum og kannaði hann sveitina. Að því loknu ók hann á fund sendiherra Breta í Þórshamri, Mr. Howard Smith, en hélt síðan úr bænum. Vísir veit ekki hversu lengi „Tiger" Gort — eins og hann er alment nefndur, meðal Jbreskra hermanna — dvelur hér. Hann mun vera í eftir- litsferð og skoðar við- búnað breska setuliðsins hér. 1 Mikið tjón af völiluni loftárásaniia í Fjölcla Eiíörgrsiiii eldsprengjuiii vai* varpað yfir I <»ei«Iobi ogr fleiri borgir EINKASKEYTI FRÁ UNITÉD PRESS. — London í morgun. Loftárásirnar á London í gærkveldi voru einhverar hinar hörðustu, sem gerðar hafa verið frá styrjaldarbyrjun. 1 birtingu í morgun var víða auðnar- og ömurlegt um að litast. Víða gat að líta rústir einar og umturnaðar götur. Sumstaðar voru mikíir gígir, en annarstaðar hafði e.ldur grandað heimilum manna. Víða hafði umferð algerlega stöðvast, vegna grjóts og braks úr húsum, en vegir voru sumstaðar þaktir olíu úr olíusprengjum Þjóðverja. Eldur kom upp mjög víða, en hvarvetna gekk all- greiðlega að slökkva hann. Þegar leið á nóttina fór að draga úr árásunum og var nokk- urnveginn kyrt síðari hluta nætur og fram undir morgun. — LOFTÁRÁSIR Á BERLÍN. Tvær aðvaranir um loftárás- ir voru geí'nar í Berlín í nótl sem leið. í fyrra skiflið sást ekkí eða heyrðist til l'lugvéla, en kastljós sáust hvarvetna. 1 siðara skiftið gerðist ekki neitt sérstakt fyrst i stað, en brátt kvað við feikna skothríð úr öll- um lof tvarnabyssum borgarinn- ar, og voru þá breskar srengju- flugvélar komnar inn yfir borg- ina, og flugu þær lægra en nokkuru sinni. í opinberri tilkynningu segir, að breskar sprengjuflugvélar hafi gert árásir á staði í Norður- Þýskalandi, og hafi sumar þeirra flogið yfir Berlín, varpað hafi verið niður nokkrum srengjum og skemdir orðið á nokkurum íveruhúsum og Wir~ cliow-sjúkrahúsi. Dnnr til saibiilni iltaiiisil.0. Það var tilkynt í Washington i gær, að Summer Welles, að- stoðarutanríkismálaráðherra Bandarikanna og rússneski sendiherrann í Washington hefði náð samkomulagi um ýms deiluatriði, sem á undan- förnum árum hafa valdið erfið- leikum í sambúð Bandarikja- manna og Rússa. Ennfremur var boðað, að, sendiherrann og Welles myndi ræðast við frek- ara, og er búist við að frekara samkomulag náist Um mikil- vægari mál. iruliriitii verhr opnuo tii lemiuliti- fiai I iistilniu. EINKASKEYTI FRÁ U. P. — London í morgun. Burmabrautin verður opnuð til herflutninga næstkomandi föstudag. Mikill viðbúnaður er í Kína og Norður-Burma, að hefja herflutninga þegar á föstudaginn. Bifreiðalestir bíða í löngum röðum og allar vöru- skemmur eru fullar. — I Ran- goon eru feikna birgðir, aðal- lega frá Ameriku, sem eiga að fara til Kina. Japanir gerðu loftárás á Burmabrautina í gær. Tóku 27 flugvélar þátt í árásinni, en litið sem ekkert tjón varð af völdum hennar. SKOÐIIM TEKIJR E. T. V. 2-3 DAGA. Esja kom í morgun frá Petsamo og Kirkwall með Islend- inga þá sem' dvalið hafa á Norðurlöndum frá 9. apríi, þegar Þjóðverjar gerðu innrásina í Danmörku og Noreg. Eru á skip- inu alt að 300 íslendingar, eins og Vísir hefir skýrt frá áður. Fær Bandaríkjaflotinn bækistöð í Singapore? Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. London í morgun. Orðrómur er stöðugt á sveimi um það, að Bretar ætli að leyfa Bandarikjamönnum afnot flotahafnar sinnar í Singapore, og er sagt að þetta hafi komið til orða milli ríkisstjórna Bandarikjanna og Bretlands. í seinustu fregnum frá Kina segir, að miklar olíubirgðir Bandaríkjamanna í Shanghai verði fluttar til Singapore, — verða þær olíubirgðir Kyrra- hafsflota Bandarikjanna. Það er ekki talið neinum vafa undirorpið, að ef til átaka kæmi milli Japana annarsvegar og Breta og Bandarikjamanna hinsvegar, myndu Bandaríkin hafa full not af flotahöfnum Breta í Hongkong, Smgaþore og víðar. Ameríski Kyrrahafsflotinn er nú að æfingum og er nýlega farinn frá Pearl Harbour á Hawaii. Eru þetta um 30 her- skip og meðal þeirra beitiskip og 2 stór orustuskip og flug- vélas töðvarskipið Yorktown. Skipatjón vikuna, sem endaði 6. októher, meS minsta mðtl. Tilkynt hefir verið i London, að vikuna, sem endaði 6. þ. m., hafi verið sökt skipum sem voru samtals 31.000 smál., þar af 7 bresk, 2 bandamanna Breta og 1 eign hlutlausrar þjóðar. — Er þetta minsta vikutjón í 5 mán- uði. Vísir hafði tal af Capt. Wise í dag og_spurði hann, hvenær skipið myndi geta lagst að 'bryggju og farþegar farið í land. Kvað hann geta orðið nokkura bið á því jafnvel 2—3 daga, vegna þess að engin rann- sókn var gerð á skipinu í breskri höfn, eins og til var ætlast i up.pb.afi. r Tveir foringjar i breska setu- liðinu hér voru sendir út fyrir nokkuru, til þess að talia á rrióti Esju og áttu þeir að sjá um skoðunina. Vegna einhverra misgripa hefir ekki orðið af þessari skoðun og verður hún því að fara fram hér. Sagði kapteinninn að nokkur- ir menn myndu vera með skip- inu, sem ekki hefði verið á hin- um upprunalega farþegalista og þarf því að athuga þá áður en þeim er hleypt i land. Þó kvaðst Capt. Wise vona, að hægt yrði að hleypa farþeg- um í land í smáhópum og er vonandi að það fyrirkomulag verði haft ef annað verður ekki hægt. FIMM ÞÝSKAR FLUG- VÉLAR SKOTNAR NIÐ- UR I MORGUN. London i morgun. Loftbardagar byrjuðu í morg- un snemma og komu þýskar flugvélar inn yfir Kentströnd- ina. Lenti þegar í orustum við Spitfire- og Hurricaneflugvélar, og höfðu a. m. k. 5 þýskar flug- vélar verið skotnar niður fyrir hádegi. Engar opinberar fregn- ir hafa verið birtar um loftbar- dagana í dag enn sem komið er. Lítil telpa verður undir bil. CJíðastliðinn fimtudag varð umferðarslys á Vesturgöt- unni, með þeim afleiðingum, að f jögra ára gömul telpa f ótbrotn- aði. Telpan heitir Heiðrún Guð- mundsdóttir og á heima á Vest- urgötu 46. Varð hún undir fólksflutningabifreið og brotn- aði hægri fóturinn. Telpan var strax flutt i Landákotsspítala og dvelur þar ennþá. Líður henni vel eftir atvikum. Rafmagnið JHcwJKKalTa Á síðasta fundi bæjarráðs lá fyrir frv. að nýrri gjaldskrá fyr- ir Rafmagnsveitu Reykjavíkur, jafnframt ítarlegri greinargerð frá rafmagnsstjóra. 1 frv. er lagt til að 5 % hækk- uniri frá í október 1939, sem gerð var vegna gengisbreyting- arinnar, verði tekin inn í gjald- ski-ána og auk þess lagt til að taxtar verði hækkaðir um 3.5%. Er þessi hækkun vegna aukins kostnaðar af dýrtíðaruppbót starfsmanna. Samkvæmt •frumvárpinu um gjaldskrána hækkar alt raf- magnsverð um 1 eyri á kwst., nema ljósakwst., sem hækkar um 4 aura — úr 44 i 48 aura, — rafmagn til smávéla hækkar um 3 au. og herbergjagjald hækkar úr kr. 13.20 og 16.50 i kr. 14.96 og 17.96 á cári. Næstum helmingur þessarar hækkunar er þegar kominn á, þ. e. gengisviðaukinn — 5% — sem innheimtur hefir verið síð- an i október i fyrra. fundarstörf hófust mintist hún frú Mörtu Indriðadóttur, sem starfaði ötullega i félaginu með- an hennar naut við. Hefir orðið skarð fyrir skildi við fráfall frú MÖrtu, sem seint mun fylt. — Vottuðu fundarkonur hinni látnu starfssystur lotningu sína með þvi að rísa úr sætum sín- um. Þá stóðu og f undarkonur upp til virðingar við frú Ágústu og Thor Thors sem flutt eru aust- ur um, haf. Frú Marta og Ágústa áttul báðar sæti í stjórn Hvatar, og i stað þeirra voru kosnar Soffía M. Ólafsdóttir og Dýrleif Jóns- dóttir. Ólafur Thors, atvinnumála- ráðherra, hélt siðan langa og fróðlega ræðu, en siðan var rætt um félagslífið i vetur. Ríkir hinn besti áhugi i félaginu og eru félagskonur þegar komnar í baráttuhug fyrir kosningarnar. lijiirfl \ Stiultz \m lirJ Fundur í Hvöt. C jálfstæðiskvennafélagið Hvöt hélt fund í gærkveldi og var hann f jölmennur. Frú Guðrún Guðlaugsdóttir stýrði fundinum og áður en Nokkur spellvirki hafa verið framin á mannvirkjum hita- veitunnar á milli Brúarlands og Reykja. Það var búið að setja upp steypumót við steinsteypurenn- una sem hitaveitupípurnar eiga að liggja í. Þessi steypumót hafa verið rifin burt á á að giska 60—70 m. svæði, og hefir þeim verið fleygt út um alla mýri. Það er talið víst að mótin hafi verið rifin upp á sunnu- dagskvöldið eða 'aðfaranótt mánudagsins, því það sáust ekki nein verksummerki þarna fyr en verkamenn komli til vinnu í gærmorgun. Hefir yfirverkfræðingur firmans, Höjgaard & Schultz kært þetta fyrir sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.