Vísir - 21.10.1940, Blaðsíða 2
V I S I K
VISII?
- ^AGBLAÐ
• Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)..
Símar 16 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Þættir úr
sambýlinu.
JT VAf) eftir annað hefir verið
uni það skrifað hér í hlað-
ið, hve: illa fari á því, að hinir
erlendu hermenh, seni sest hafa
hér að> gengju vopnaðir í frí-
stundiim sínum. Það hefir einn-
ið vertið sagt frá því, að fyrir
einum; hálfum mánuði sendu
hokkrir áhrifamenn ríkisstjórn-
inni áyarp og mæltust til þess,
að hún hlutaðist til um það við
bresku yfirvöldin, að þessum
lítt skíljanlega vopnaburði yrði
hætt. ;;Nú hefir þessum óskum
fengist framgengt og hefir þeg-
ar vebið ákveðið, að hermenn-
irnir skuli ekki hera vopn í frí-
stundum sínum framvegis.
Mun allur almenningur á Is-
landi fagna þeim tíðindum.
Hér skal vitanlega ekki full-
yrt, að eina ástæðan til þess að
þessum hvumleiða vopnaburði
verður nú hælt, sé sú, að bresku
yfirvöldin hafi viljað láta að
óskum Islendinga í þessum
efnum. En hitt er trúlegt, að
vitneskjan um hið eindregna al-
menningsálit hér á landi hafi
ýtt mjög undir að þessi ákvörð-
un var lekin. Það er vafalaust
mesti misskilningur og þá um
leið mjög óheppilegur misskiln-
ingur, að við Islendingar eigum
ekki að láta í ljós skoðanir okk-
ar um framferði og háttu
þeirra manna, sem hafa tekið
sér stundarbólfestu í okkar
landi. Það er jafn fráleitt af
okkur að þegja um það, sem
okkur finst aflaga fara í sam-
búðinni, og hitt, að vera með
sífeldar ýfingar í garð þessara
manna. Reynslan hefir sýnt, að
- því fer fjarri, að Bretar sáu ó-
fáanlegir lil að endurskoða sín-
ar eigin fyrirskipanir og hliðra
til, þegar nógu röggsamlega og
viturlega er á málum haldið af
okkar hálf u. Má í því sambandi
sérstaklega minna á hvernig
tókst að fá þá til að falla frá
kröfunni uni að svifta skipa-
flota okkar loftskeytatækjun-
Uttl.
Það á að vera okkur öllum
keppikefli, að sambúðin geti
verið sem vandkvæðisminst. Til
þess að svo megi verða, er nauð-
legt, að hin bresku yfirvöld fái
að vita, hvað það er, á hverjum
tíma, sem íslendingar eiga erf-
iðast með að sætta sig yið- Hitt
er svo annað mál, að nauðsyn-
legt er, að málstaður okkur sé
borinn fram með rökum og
einurð, en án allrar hótfyndni
og illkvitni. Enda er sjálfsagt
að yjðurkenna, að aðeins eitt
blað hér ,,-á Ia,ndi yirðist vinna
að því opnum augum að spilla
sambúðinni og torvelda þar
með framgang málstaðar okk-*
ar til leiðréttinga.
Atvik hefir nýlega komið
fyrir, sem sýnir að bresku yfir-
völdin' eru ekki svo á verði sem
nauðsynlegt er, um það, að ekki
sé stofnað til réttmætrar ó-
ánægju af okkar hálfu. Þegar
verkamenn í Bretavinnunni
íéiigu Iaun sín greidd riú fyrir
helgina voru þeir hvattir til að
káuþa happdrættismíða, sem
seldir eru til eflingar breskum
flugvélasjóði, svo nefndum
„Spitfire fund". Er mælt, að
því hafi sumslaðar verið haldið
allfast að verkamönnum að
kaupa þessa bresku happdrætt-
ismiða, og hafi sumir íslend-
íngar, sem aðstoðuðu Við út-
borgunina, gengið vel fram i
því.
Það ætti ekki að þurfa að
eyða orðum að því, hversu aí-
gerlega óviðeigandi athæfi er
hér á ferðinni. Hin hresku yfir-
völd hljóta að sjá, að til þess
verður ekki ætlast af islenskum
verkamönnum, að þeir fari að
leggja fram fé til breskra hern-
aðarþarfa. Þess verður þvi fast-
lega að vænta, að tafarlaust
verði láfið af uppteknum hætti
í þessum efnum.
«
Bifreiðarslys á laug-
ardaginn.
Á laugardaginn hjólaði 13 árá
gamall sonur Magnúsar pró-
fessors Jónssonar, Jón Þor-
steinn, á bifreið og stórslasað-
ist.
'Slysið skeði fyrir neðan hús
Kennaraskólans, en þar liggur
Hringbrautin um garð Gróðrar-
stöðvarinnar. Hefir verið brotið
skarð í steinvegginn umhverfis
garðinn og liggur Hringbrautin
um þetta skarð upp á Laufás-
veginn.
Bifreiðin vai' á suðurleið, en
drengurinn kom á hjóli sínu af
Laufásveginum og ók á hana,
þegar bifreiðin fór um skarðið
á veggnum.
Bifreiðarsijórinn flutti dreng-
inn þegar á Landspítalann.
Hafði hann fengið stóran á-
verka á höfuðið og fékk heila-
hristing. Þegar Vísir átti tal við
Landspitalann í morgun leið
drengnum eftir vonum.
»Fjallamenn« halda
ljósmyndasýningu.
p JALLAMENN" deild F. í.
Reykjavíkur hefir ákveð-
ið að halda ljósmyndasýningu
hér í bænum dagana 16. nóv.
—2. des.
Félagið býður 15 áhuga-
mönnum þeim er líklegastir
þykja til að styðja vandaða
sýningu, að sýna og selja sjálf-
valdar myndir á sýningunni. —
Aðrir þátttakendur en þeim
sem er boðið, koma ekki til
greina.
1. Myndir sem sýndar verða
séu frá 13X18% örk.
2. Æskiiegt er að hver þátt-
takandi sendi eigi færri en 5
myndir til þess að hann geti
keppt um flokksverðlaun.
3. Sýndar verða eingöngu
landslags- og sportmyndir —
sérstaklega er óskað að þær
myndir verði sendar, sem eigi
Iiafa komið áður fyrir almenn-
ingssjónir, t. d. á sýningum eða
í blöðum og tímaritum. Myndir
sem hafa áður fengið viður-
kenningu koma eigi til greina
við veitingu verðlauna.
4. Verðlaun eru í tvennu
lagi, flokksverðlaun og heið-
ursverðlaun. Flokksverðlaun
fyrir 2 myndaflokka: a) lands-
lagsmyndir, b) sportmyndir.
Heiðursverðlaun verða veitt
fyrir bestu mynd sýningar-
innar.
5. Dómnefnd skipa: Sigurð-
ur Tómasson, Halldór E. Arn-
órsson, Guðmundur Einarsson.
Námskeið
í uppeldisfræöi og barnasálar-
fræði/i Háskólanum. Þeir kennarar
og kennaraefni, sem ætla a'8 taka
þátt í námskeioi dr. Símonar Jóh.
Ágústssonar, eru heðnir að koma
til viStals á morgun kl. 6 í 3. kenslu-
stofu í Háskólanum. Námskeiðið
er ókeypis.
Dagsbrúa segir upp
samningum frá næstu
áramítnm.
_____»
Frá íulltrúaráðsfimdinum í gær.
Fúndur trúnaðarmannaráðs Dagsbrúnar var haldinn í gær
kl."4 síðd., og var þar rætt um mörg mál varðandi hagsmuni
verkamanna.
M. a. var sú ákvörðun lekin,
að félagið Dagsbrún segði upp
öllum gildandi samningum við
vinnuveitendur, sem kaup-
gjaldsákvæði eru í.. Bar stjórn-
in tillögu þessa fram, og var
hún samþykkt í einu hljóði.
Falla samningarnir þannig úr
gildi frá og með næstu áramót-
um.
Einnig var ákveðið að segja
upp samningum, við firmað
Höjgaard & Schultz frá sama
tíma, og vinnuskiftasamningi
milli verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og Trésmiðafélags
Beykjavikur, en þar gildir 6
mánaða uppsagnarfrestur.
. Sigurður Halldórsson, for-
maður Dagsbrúnar skýrði frá
því, að stjórn félagsins hefði
rætt við ríkisstjórnina um ýmsa
hagsmuni verkamanna vegna
Bretavinnunnar hér, og skrifað
rikisstjórninni siðan, og borið
fram ákveðin tilmæli um leið-
réttingu á ýmsum misíellum.
Gerði formaðuriim ráð fyrir að
þær umbætur,«.sem farið hefði
verið fram á næðu fram að
ganga með tilstyrk og milli-
göngu rikisstjórnarinnar.
Þá var einnig frá því skýrt,
að stjórn Dagsbrúnar hefði far-
ið fram á við bæjarráð Beykja-
víkur að teknir yrðu upp end-
anlegir samningar, varðandi
verkamannavinnu hjá bænum,
og hefir stjórninni borist svar
frá bæjarráði, þar sem ákveðið
hefir verið að hefja samning-
umleitanir næstu daga. Borgar-
stjóri annast samningagerðina
af hálfu bæjarráðs. Dagsbrún
hefir einnig rætt við og skrifað
ríkisstjórninni um að hún tæki
eínnig upp slíka samninga,
varðandi verkamannavínnu hér
í Beykjavík og nágrenni. End-
anlegt svar hefir ekki borist frá
rikisstjórninni, en mun ^vera
væntanlegt næstu daga.
Erlent happdrætti og hlut-
leysi íslendinga.
»^pitfire-jFuad« er íslenskum
verkainönnnm óviðkomandi.
Um síðustu helgi er útborgun fór fram til verkamanna þeirra,
sem hjá Bretum vinna, bar það til tíðinda, að verkamönnum var
boðið, — og jafnvel lagt að þeim að kaupa happdrættismiða til
ágóða fyrir „Spitfire-sjóðinn". Verkamenn tóku slíku að vonum
misjafnlega, og neituðu margir að kaupa, en aðrir létu undan
og keyptu miðana. Er talið að, í sumum vinnuflokkunum hafi
nafn þeirra verið ritað á lista er keyptu, og tóku verkamenn það
svo, sem sauðir mundu skildir frá höfrum sfðar.
Við því út af fyrir sig er ekk-
ert að segja, að breska setuliðið
bjóði út happrætti hér meðal
sinna eigin manna, en sam-
kvæmt íslenskum lögum liggur
bann við því að íslendingar taki
þátt í slíku, ef um erlend fyrir-
tæki er að ræða. Er því íslensk-
um verkamönnum óheimilt að
kaupa hlut í happdrætti sem
þessu, enda stórlega viðsjárvert
að öðru leýti.
Bresku setuliðsstjórninni á
að vera það jafnljóst og hverj-
um íslenskum þegni, að ís-
leridingar eru ekki og munu
aldrei verða hernaðaraðili, held-
ur munu þeir um alla framtið
gæta ýtrasta hlutleysis, og
Ieggja engan skerf til morðtóla-
kaupa,. livorki fyrir Breta né
Þjóðverja. Hver sá íslendingur,
sem slíkt gerir, eða stuðlar að
því beint eða óbeint að fslenskir
þegnar leggi fram, fé i styrjald-
arþágu, brýtur herfilega í bága
við þá afstöðu, sem íslenska
þjóðin hefir tekið.sem heild —
að gæta hlutleysis umfram alt
og á hverju sem gengur.
Breska setuliðsstjórnin getur
einskis af okkur krafist annars,
en að íslendingar gæti gagnvart
hinum bre^ku þegnum, sem hér
dvelja um stund, frekasta af-
skiftaleysis og áreitnisleysis, og
íslendingar krefjast hins sama
af þeim. Við æskjum vinsam-
legrar sambúðar, meðan hún
þarf að vara, en við æskjum
hins miklu fremur, að eiga allar
þjóðir að vinum, og að enginn
íslenskur þegn geri á hluta
þeirra, viljandi eða óviljandi.
Af stríðsástandinu leiðir, að
Bretar hafa af okkur miklu
meira beint og óbeint gagn, en
andstæðingar þeirra. Það ætti
að nægja og það er ekki okkar
sök, en taki íslenskir þegnar af-
stöðu, sem nálgast brot á hlut-
leysi þjóðarinnar ber íslenskum
stjórnarvöldum skylda til að
grípa inn í tíma og gæta hlut-
leysis þess, sem verið er að fót-
um troða.
Halldór Skaf tason
sextugur.
í gær átli Halldór Skaftason
sextugsafmæli, en hann er elsti
íslenski símritarinn hér á landi,
[ — hóf starf sitt árið 1906 er sæ-
j símasamband komst á við Seyð-
! isfjörð. Nýtur Halldór hins
I mesta trausts allra þeirra er
honum hafa kynst og með hon-
um hafa unnið, enda er hann
maður samviskusamur svo af
ber og prúðmenni í sjón og raun.
Halldór er sonur Skafta Jó-
sefssonar ritstjóra, og mun
likjast honum mjög. Er hann
maður glæsilegur að vallarsýn,
þannig að athygli vekur, en
hinsvegar er honum lítt um það
gefið að hafa sig í frammi um-
fram nauðsyn. Ahugamaður er
Halldór um öll þau mál, sem til
nytsemda horfa, og gefur hverju
riiáli fylgi sitt heilt og óskift.
Halldór er kvæntur Hedvig
Wathne, dóttur hins merka
manns Ottos, Wathne, og eiga
þau tvö börn uppkomin.
Petsamo-klúbburinn;
&tofnencliii* hátt á
3. hniitlrað.
Stofnfúndur Petsamo-klúbbsins var haldinn í gær í Oddfell-
owhúsinu og hófst um kl. 3. Stofnfélagar eru hátt á 2. hundrað.
Skúli Skúlason, ritstjóri, setti
samkomuna og stjórnaði henni.
Las hann m. a. upp lög fé-
lagsins, en þeir einir eru tækir
í félagið, sem-^iafa ferðast frá
Petsamo til Reykjavíkur.
Auk Skúla töluðu. þarna
Slefán Jóh. Stefánsson, félags-
málaráðherra, Ásgeir Sigurðs-
son, skipstjóri, Sveinn Björns-
son, sendiherra, Pálmi Lof tsson,
framkvæmdastjóri og Ölafur
Davíðsson, útgerðarmaður.
Kosin var stjórn til næsta að-
alfundar, eða framhaldsfundar
og var stungið upp á þessum:
Ásgeir Sigurðssyni, skipstjóra,
Lárusi Pálssyni, leikara, Ólaíi
Jóhannessyni, lækni, frú Re-
gími Þörðardóttur og frk. Þór-
unni Hafstein. Voru þau kosin
með lófataki.
Meðan ,setið var undir borð-
um voru sungin Petsamo-ljóð,
sem fengið höfðu fyrstu verð-
Iaun í Ijóðasamkepninni, sem
haldin var á leiðinni. Hinn sigur-
sæli höfundur er Friðrik Hall-
dórsson, loftskeytamaður á
Esju, en verðlaunin voru 25 kr.
Friðrik gaf verðlaunin i fé-
lagssjóð og eru það fyrstu krón-
urnar, sem honum bárust.
Þegar hinum alvarlegri fund-
arstörfum var lokið, hófst dans-
inn og var hann stiginn til kl. 7
síðdegis.
PET8AMO-LJOB.
(L a g : Seltjarnarnesið er líti'ð og lágt).
Hún laðar og knýr okkur hugþráin heini
að hamla' er ei viðlit gegn átökum þeim,
þótt tefla við hljótum á tæpasta vað
í trausti' á hið ókomna' er haldið af stað.
-Oss dylzt ei sú ógn, er í djúpunum býr,
til daglegrar samheldni þörfin oss knýr,
áð leikjum, við söng og í dynjandi dans
«r dáleiddur hugur hvers einasta manns.
Og þegar að skilnaði hönd þrýstir hönd
huganum ylja þau vináttubönd,
er hér voru í einlægni, tállaus og traust,
í trúnaði bundin og fordildarlaust.
F r i ð r i k H a 11 d o r s s o n,
loftskm. ,J2sju".
TOfromáttur tónllstðrlnnra.
Lífið er marglitt, svipmikið
og stórbrotið, það er því eðlílegt
að skoðanir manna á lífinu verði
margar og misjafnar. Allir vita,
að ilmsætar og yndislegar rósir,
og hinir sárustu þyrnar vaxa á
sama meiði.
Kvöldið var drungalegt. Eg
sat við ritvél mína, en alt í einu
varð eg þess áskynja, að eg var
orðinn einn eftir í íbúðinni.
Meiri hluti fjölskyldunnar var
farinn niður í dómkirkju að
hlusta á hljómleik Tónlistarfé-
lagsins, en eg sat og skrifaði
róttækt ádeilu erindi. Svo stóð
eg upp, gekk inn i næsta her-
bergi. Götuljósin lýstu þægilega
inn í herbergið. Það var líka
yndislegt að vera þarna alein;i.
En maðurinn unir því sjaldan
lengi að vera einn. Eg lagði af
stað niður í bæ til þess að sitja
fyrir konunni þegar hún kæmi
af hljómleikunum. í miðbænum
var lífið fremur draslaralegt.
Sallarigning og slabb á götum,
lítið af fólki nema erlendum
hermönnum. Margir þeirra voru
nokkuð ölvaðir, þeir reikuðu
um í hópum, gerðu hávaða og
gleymdu sumsstaðar kurteis-
inni. Eg ráfaði um stundarkorn
og virtí fyrir mér þetta óbragð-
Iega líf, gekk svo niður að dóm-
kirkjunni. Hvað gerðist þar?
Þar var alt annar heimur. Það
vissi eg. Þar var víst hvert sæti
skipað af heilluðum sálum. Eg
komst að því á ef tir. Þar skemtu
tveir listamenn —- Páll Isólf sson
og Björn Ólafsson —. tilheyr-
endum sínum. Skemtun er þó
varla nógu háleitt orð um slika
helgiþjónustu.
Á leiðinni heim var eg í troð-
fullum strætisvagni. Eg-heyrði
menn tala um hljómleikinn,
tala um hina yndislegu „stemn-
ingu", og snild listamannanna.
Konan mín — um hana má eg
auðvitað ekki tala — en hún
sagði, er hún koni heim, að hún
i mundi ekki sofna strax. Hugur
og sál var gagntekið og hrifið
til fegurri heima. — Eg gat auð-
vitað ekkert sagt, en eg hugsaði:
Því er þessi list, þessi töframátt-
ur ekki tekinn meira i þjónustu
mannkynsins. Ekki standa hús-
in tóm þar, sem slíkt er á boð-
stólum, og dregur ekki slíkt á-
hrifavald sálir manna til hins
fegursta og göfugasta. Og svo
eru þessir listamenn oft í vand-
ræðum með húsrúm og ýmsan
aðbúnað meðal þjóðanna. Væri
ekki minna af stríðum og deil-
um, ef listin væri betur ræktuð-
hjá þjóðunum. Grikkir töldu til
forna það fé vera heilagt, sem
þeir greiddu til mustera sinna
og lista, og enginn þeirra á með-
al taldi eflir sér að greiða það.
En þar náði siðmenningín há-
marki sínu í sögu þjóðanna.
Allar fagrar listir hljóta að
vera mannbætandi, en þelta
gildir ekki síst um hljómlistina.
Um hana segir Beethoven þetta:
„Hún er boðberinn milli hins
líkamlega og andlega lífs. Þótt
andinn sé ekki herra þess, er
hann framleiðir í hljómlistinni,
þá er hann samt sæll við þá
sköpun, sem er, eins og öll önn-
ur skopun listarinnar, voldugri
eii listanTaðurinn sjálfui-."
Mazzini segir: „Hljómlistin er
hin san.ræmisfagra rödd alhar
sköpunar, endurómur hins ó-
sýnilega heims, einn strengur í
hinni guðdómlegu samhljóðar,
sem alheimurinn er skapaður til
að enduróma í fylling tímans."
H. Heine segir um hljómlist-
ina: „Það er eitthvað undur-
samlegt við hljómlistina. Það
má segja, að hún sé í sjálfu sér
hið riiesí undur. Staða hennar
er einhversstaðar á milli huga
og fyrirhrigða. Hún er dásam-
legur tengiliður milli anda. og
efnis, tengd hvorutveggja, en þó
¦^«ÍBHB