Vísir - 21.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 21.10.1940, Blaðsíða 3
VISIR Félagið Ingólfur íóf bókaútgáfu sína fyrir finim árum og hefir nú gefið út all- margar ritgerðir og sumar merkilegar. Útgáfustarfsemin hófst á Lýsmg Gullbringu- og Kjésarsýslu, eftir Skúla land- fógeta Magnússon. Aðrar rit- gerðir eru m. a. þessar: Land- nám Ingólfs, eftir Guðna Jóns- son, Hversu Seltjarnarnes bygð- ist, Árland og Framætt Ingólfs. Arnarsonar, eftir Ólaf Lárus- son, Laugarnes og Engey, eftii Finn Jónsson, Kjósarsýsla, eftir Björn Bjarnar.son, Arnarhóls- land og Fyrirætlanir Andrew Mitchels um Grafarvog, eflir Georg Ólafsson, Lifnaðarhættir í Reykjavík á síðara helmingi 19. aldar, eftir Þórberg Þórðar- son. Ennfremur hefir félagið gefið út Sóknalýsingar í land- riáminu og Þætti úr sögu Reykjavíkur. Þá eru ótaldar rit- gerðir í hefti því, sem nú er ný- lega útkomið. Þær eru þessar: Fornminjar um Reykjaness- skaga, eftir Magnús Grímsson (skáld og prest að Mosfelli i Mosfellssveit, d. 1860). Greinin er allfróðleg og skemtilega rit- uð. — Næst kemur: Hvar bjó Steinunn in gamla?, eftir Pál heitinn Jónsson (frá Hjarðar- 'holti). Leitast höf. við að sýna fram á, að hún hafi búið að Hólmi i Leiru. — Þá er löng ritgerð eftir Þorstein J. Jóhanns- son: Landkönnun Ingólfs og bústaðarval. Ritgerðin er skyn- samleg, enda er Þ. J. J. prýðilega greindur maður, íhugall og fróður um margt. En hún er í lengsta lagi og sumar hugleið- ingar höf. snerta ekki beinlinis landnám eða landkönnun og bústaðarval Ingólfs Arnarsonar. — Síðasta ritgerðin: Æsku- minningar, er eftir frú Önnu L. Thoroddsen (d. 1939). Frú Anna var, sem kunnugt er, ein hinna mörgu og gáfuðu dætra Pélurs Guðjohnsens organleik- ara (d. 1877) og konu hans, frú Guðrúnar Lárusdóttur f. Knud- sen (d. 1899). Eignuðust þau 15 börn og komust 13 þeirra úr æsku. Er nú sú fríða sveit öll til moldar gengin, en lengst lifði frá Kirstín, ekkja síra Lárusar Halldórssonar, komst á tíræðís- aldur og er nýlátin. Æskuminn- ingar frú Önnu eru skemtilegar og bera þvi vitni, að henni hefir verið létt um að rita. Frásögnin blátt áfram, lipur og lifaudi, en nokkuð fljótt yfir sögu farið. Hefði t. d. verið ánægjulegt, að fá þarna enn fyllri lýsingu á bijiu góðfræga Guðjolmsens- heimili og ýmsu samtíðarfólki frú Önnu, er hún var að alast upp. Heimili þeirra Gnðjobn- sens-hjóna hefir vafalaust verið meðal mestn menningar-heim- frábrugðin báðum. Hún er and- leg, en heimtar þó hrynjanda, efniskend, en samt óhað rúmi." Frú Stowe segir: „Þar sem málaralistin kemst skemst, það er í tjáningu hins æðsta siðgæð- is, þar er hljómlistin guðdóm- lega máttug." Goethe: „I besla skihiingi, þarf hljómlistin ekki nýbreytni. Nei, þvi eldri sem hún verður, og því meir sem vér venjumst henni, þeim mun voldugri tru áhrif hennar." Lúther: „Hljómlistin er spí-- mannleg list, hin einasta list, sem getur gangtekið sálina. Hún er ein sú indælasta og mik- ilvægasta gjöf, sem guð hefir veitt mannkyninu". Carlyle segir: „Það er vel sagt, að hljómlistin sé englamál." Það er ekkert undarlegt, þótt heilagar ritningar segi, að í himnaríki muni allir leika á hörpur. Pétur Sigurðsson. ila Reykjavíkur á þeirri tíð, en ekki var þar veraldarauði fyrir að í'ara. Mundi skemtanafiðrild- um hins fríða kyns nú á dögum gott að kynnast „Æskuminh- ingum" frú Önnu og festa sér í minni, hvað heimtað var af beimasætum beirrar tíðar. — Seflir Thailand Franska Indokínastríðáhendur? i ! Fréttaritari United Press í j Bangkok simar, að stjórnin i I Thailand (Siam) sé staðráðin í að halda til streitu kröfunum um, að Franska Indókína láti lönd af hendi við Siam, þótt af- leiðingin verði styrjöld. „Tilgangur Ingólfs er að gefa út, eftir því sem efni leyfa, rit, er heitir Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess." — Árstillag er 6 krónur og væri mjög æskilegl, að ekki þyrfti að bækka það, þrátt fyrir gífurlega aukinn út- gáfukostnað. Þeir, sem félagar gerast á þessu ári, fá allar árs- bækurnar, sem út hafa komið undanfarin fimm ár, fyrir einav 15 krónur. Eru það einstök vild- arkjör. Og það veltur mjög á tölu félagsmanna, hversu mikið félagsstjórnin telur. sér fært að gefa út árlega. „Við fjölgun fé- laga getur félagið aukið út- gáfnstarfsemi sína að mun, án þess þó að hækka árstillagið." Félagsstjórnin hefir litið að því gert undanfarin ár, að auka tölu fastra áskrifanda. En nú heitir hún á góða menn, „að út- vega Ingólfi nýja meðlimi". Páll Stgr. Bcbjop íréWtr Hjónaband. Gefin voru saman í hjónabancl hjá lögmanni á laugardag Ingunn Kristjánsdóttir og Björn Sigurðs- son, Aðalstræti 9, Rvík. Kensla í sænsku fer fram í Háskólanum á fimtu- dögum kl. 5—7. Kensla er ókeypis og heimil öllum. Þeir, sem vilja verða kenslunnar aðnjótandi, gefi sig fram við háskólaritara. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá Stellu og 15 kr. frá N. N. Næturlæknir. -Ólafiir Þ. Þorsteinsson, Eiriks- gotu 19, sími 2255. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Bresku hermennirnir eu nú ekki lengur sky'daðir til þess að ganga með hyssur sínar hvert sem þeir fara. Næturakstur. AÖalstöðin, Lækjartórgi,. sími 1383, hefir opið í nótt. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 IslenskukensJa, 2. fl. 19.00 Þýskukensla, 1. fl. — IQ.25 Hljómplötur: Lög leikin á bíó-org- el. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Valtýr Stefánsson rit- stjóri). 20.50 Hljómplötur: Ein- söngur (Paul Robeson og Marion Anderson). 21.10 Útvarpshljóm- sveitin: a) Dönsk alþýðulög. b) 21.35 Gömul danslög. 21.50 Fréttir. Esjumálið; Engin lausn Farþegarnir sjö eru ennþá um borð í Ægi og eru nú búnir að vera tæpa viku í haldi. Vísir spurðist fyrir um málið í morgun, en fékk það svar, að engin lausn, sé fengin á því. Hefir rikisstjórnin það til með- ferðar og vinnur að þvi að fá farþegana látna lausa. Sóknrnefndar- kosningin í Laugarnessókn. j Kosið var í sóknarnefnd | Laugarnessóknar í gær, eins og ; auglýst hafði verið og hlutu ! þessir kosningu, talið eftir at- ! kvæðamagni: i Jón Ólafsson, bifreiðaeftir- litsmaður, Carl Olsen stórkaup- maður, Emil Rokstad bóndi, Tryggvi Guðmundsson bústjóri og Kristján Þorgrímsson bif- reiðarstjóri. Safnaðarfulltrúi var kosinn , Jón Ólafsson. SITT AF flVERJU. Ryksugan var fundin upp af William Noe í San Francisco áriS 1905. ' Arni óskaöi vini sínum til ham- ingju: — Þú ert þá loksins kom- inn í hjónabandið, gamli vinur. Leyfðu mér aS óska þér til ham- ingju. Mér hefir verið sagt, aS þetta sé gagnmentuð stúlka, sem þú átt. — Sannariega, lagsmaSur. Hún er heima í hljómlist, bún er heima í málaralist og hún er heima í vísindum. Hún er yfirleitt heima í öllu, nema — ¦—¦ — Nema hv'erju? — Heimilinu! Þaö er venja að þingfundir í neöri málstofu breska þingsins hefjist meö baen. Eitt sinn tók Gladstone eitt barnabarna sinna me8 sér á fund, og spurSi þá barn- ið: „Hversvegna er beSin bæn, afi?" Gladstone sva'raSi: „Forsetinn lítur á þingmennina og biSur fyrir þjóSinni." - Kontrakt^brigde Leiðréttiiig. Því miður hefir komist nokkur skekkja inn i brigdeþraut síðasta Sunnudagsblaðs og erhún því birt hér að nýju — eins og hún raunverulega á að vera: 4fk 5-2 éfk G V D-G-5 ? 5-2 * K-D • ? Ás-4 V Ás-K-8 ? K ? 7-4 Spaði er tromp, Norður ogSuður eiga að fá 6 slagi. Suður spilar út. V 10-6-3 * 9-8-2 4 ^ 9-7 4 Ás-D-G-9-7-6 N V A S Trésmíða- vélar óskast keyplar. Tilboð um verð, gerð og fjölda vélanna, sendist Vísi, merkt: Strax. DUGLEGA eldhússtúlku vantar. Matstofan Brytinn, Hafnarstræti 17.' If F 1T lt l\e £ • U* IV. * U. D. Fundur annað kvöld kl. &y2. Cand. theol. Gunnar Sigurjónsson talar. — Alt kvenfólk velkomið. : Gott herbergi helst í nýlegu húsi, óskast strax. — Uppl. í síma 3882. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Gardínutau, Handklæði. , Spegil-flauel. Lakaléreft. Fiðurhelt léreft. Damask. Léreft, hvitt og misl. Sirs, mikið úrval. Blúndur. Leggingar o. fl. Laugaveg 25. Stúlka vön hattasaumi óskast nu þegar. Uppl. á Laufásveg 12. Kolaofn stópan og gódan viljum vid kaupa. Samband ísl. samvinnufél. JWiðurjsuðugrlös lítið oselt. Laugavegi 1. tJtbú Fjölnisvegi 2. Nýtt Folalda- og Trippakjöt fæst í dag og á morgun í SKJALDBORG við Skúlagötu. — Lágt verð.------ Cíoð f an$teig:ii í Austurbæ sem gefur af sér kr. 5880.00 i ársleign, er til sölu nú þegar. — Semja ber við Ólaf Þorgrímsson hæstaréttarmálaflutningsmann, Austurstræti 14. F..U. S. HEIMDALLUR. F. U. S. HEIMDALLUR. Fundur verður í félagi ungra Sjálfstæðismanna „Heimdalli", þriðjudaginn 22. okt. kl. 8% í Varðarhúsinu. DAGSKRÁ: I. Þjóðrækni og kommúnismi: Jóiiann Hafstein. II. Félagsmál: 1. Skilagrein sumarstarfseminnar. 2. Vetrarstarfsemin. 3. Kosning fulltrúa á Sainbandsþing. 1. Kosning í fulltrúaráð SjálfKtæðisfélaganna. Fjölmennið á fundinri. STJÓRNIN. I. O. G. T. I. O. G. T. Hlutavelta ST. VERÐANDI nr. 9, þriðjudaginm IsL 4. ENGIN NÚLL. KOL, Haframjöl í sekkjum. Skófatnaður, Prjónafatnaður. FOLALD, mjög gott hestefni. — LÖMB. — MÁLVERK. — Sjöl. — Þjóðfrægar bækur í leðurbandi. — Ljósakrónur. — Myndavélar. — Peningar — o. fl. Þér getið verið viss um að hafa gleM og gagn af því að koma i Goodtemplarahúsið á inorgun. ------------- D Hmum | Qlse^i | ¦ ¦BHBHBHM ¦1 láQi ídjid um BLQNDRHíl haffi HBBHBHUIII s Jarðarför okkar kæra fósturföður og teHgdaföður, Þórðap ÞóröarsonaK frá Bjarmalandi, fer fram frá frikirkjunni þriðjudaginn 22. október klukkan Í% e. hd. Þorkell Þórðarson. Jóhanna og Emil Rokstad. Innilegt þakklæti til allra nær og fjæt. sem heiðruðu minningu eiginmanns og bróður okkar, Grímúlfs H. Ólafssonap, við andlát líans og jarðarför. Stefania Friðriksdóttir. Björgúlfmr Ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.