Vísir - 28.10.1940, Blaðsíða 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson
Skrifst.; Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstrœti)..
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Upp stigann.
gJÁLFSTÆÐISFLOKEURÍNN
er eini stjórnmálaflokkurinn
liér á landi, sem ekki er stétta-
flokkur. Það var þessvegna eðli-
legt að mörgum sjálfstæðis-
manni þætti vel liorfa, þegar
það var gefið hátíðlega til kynna
við myndun þjóðstjórnarinnar,
að meðan hún sæti, skyldi eng-
um haldast uppi að ota sínum
tota fram yfir það sem réttlátt
væri „samanborið við aðra“.
Það var sýnilegt, að þetta var
eina leiðin til þess að tryggja
hina „friðsamlegu Iausn vanda-
málanna“, eins og það var orð-
að. Hermann Jónasson hafði
orð fyrir ríkisstjórninni. Hann
lagði svo mikla áherslu á þessa
meginstefnu stjórnarflokkanna,
að liann sagði skýrt og skorin-
ort að samstarfið mundi mis-
takast, ef út af væri brugðið.
Menn höfðu fengið sig fullsadda
á kröfupólitikinni og togstreit-
unni. Það var óspart slegið á þá
strengi, að þjóðin yrði að bregð-
ast við erfiðleikunum samhent
og einhuga, en til þess að svo
mætti verða átti eitt yfir alla að
ganga. Á þennan liátt var stefna
stjórnarinnar mörkuð, þegar
hún settist að völdum.
Það þurfti mikið átak til þess
að fá almenning til að sætta sig
við að fara að „klifra niður stig-
ann“. Fyrverandi stjóniar-
flokkar treystu sér eMci til þess
upp á sitt eigið eindæmi. Þess-
vegna var sjálfstæðismönnum
boðin samvinna. Það var talið
óhjákvæmilegt að allir stærstu
stjórnmálaflokkarnir tækju
sameiginlega á sig ábyrgðina á
þeim vanda, að skipa mönnum
að „klifra niður“.
Nú þykir möilnum sem farið
sé að fenna í þau spor, sem for-
sætisráðherra markaði, þegar
hann lýsti stefnu stjónarinnar.
Nú keppist liver sem betur get-
ur að „klifra upp stigann", eins
og liann eigi lífið að leysa.
Flokkur forsætisráðherra telur
sér það til gildis að hafa fo-
ustuna í þeirra keppni.
Það má vel vera að þetta
komi sér vel í bráðina. En þeg-
ar allar afleiðingar koma í ljós,
er hætt við að mörgum muni
þykja, að „klifrað“ hafi verið
af furðu mikilli léttúð.
Tímamenn ætlast til þess að
bændur, hvaða flokki sem. þeii'
fylgja, séu þeim þakklátir fyrir
að taka forustuna í harðvítugri
stéttapólitík. En það eru engin
líkindi til að svo verði. Sjálf-
stæðismenn hafa haldið velli í
sveitum landsins, án þess að
flokkur þeirra hafi verið stétta-
flokkur. Hermann Jónasson óx
í augum þessara manna, þegar
hann bannlýsti stéttapólitíkina.
Hann getur þessvegna ekki bú- •
ist við því, að vaxa i augum
þeirra sömu manna við það að
leysa stéttapólitíkina aftur úr
banni.
Nú er ballið byrjað. Frám-
sókn hefir „fært upp“ og nú
þeysast fleiri og fleiri í dans-
inn. Það er ekki gott að segja
hvernig þeirri danskepni lýkur.
Ef rið hugsurn aðeins um • líð-
andi stund, getum við horft
með jafnaðargeði á þann leik,
sem hafinn er. En hættan er
sú, að við eigum eftir að vakna
Frá setningarhátíð
háskólans.
Væntanleg starfsemi hans og hlutverk á komandi árum — —
Setning Háskólans fór fram á laugardag kl. 2 síðdegis í hin-
um glæsilega hátíðasal skólans. Fjölmenni mikið var viðstatt
athöfnina, sem fór fram með miklum virðuleik. Blandaður kór
undir stjórn Páls ísólfssonar annaðist sönginn, en sungin var
hátíðakantatan hin nýja er þeir hafa samið Jakob Jóh. Smári
og Emil Thoroddsen, en Pétur Jónsson óperusöngirari söng ein-
söng. Að lokum söng kórinn þjóðsöng vorn. Hér á eftir fer út-
dráttur úr ræðu rektors og erindi Ólafs próf. Lárussonar, sem
og' ávarp Guðbrandar próf. Jónssonar er hann afhenti gullmen
það er háskólanum var gefið.
Fyrirle§tsir
próí. Olafs
Lárussoiiar.
Fyrirlesarinn vék fyrst að
því, að rétturinn væri bæði skil-
yrði menningarinnar og einn
þáttur hennar, sem bæði mótaði
aðra þætti liennar og yrði sjálf-
ur fyrir áhrifum frá þeim.
Menning hvers tíma ætti sér
heildarsvip og oftast væri unt
að finna ættarmót með sam-
tíma þáttum í menningu þjóð-
arinnar. Rétturinn bæri lika
„keim, og eim síns aldarfars“ og
sama mætli um lögfræðina
segja. Þar mætti finna merki
eftir hugarstefnur þær, sem
efstar hefðu verið á baugi.
Sem sýnisborn þess kvaðst
fyrirlesarinn hafa valið sér að
umtalsefni fjármunarétt 19.
aldarinnar og nútímans. Gerði
hann grein fyrir afstöðu þessa
þáttar í fræðikerfi lögfræðinn-
ar á 19. öld. Sýndi hann fram
á að í fjármunaréttinum í lög-
fræði 19. aldarinnar gætti mjög
einstaklingsliyggju, efnishyggju
og jTjárhyggju. Fjármunarétt-
indin væru mjög sjálfstæð og
því aðeins viðurkend að þau
yrðu metin til peninga, og að-
eins líkamlegar lilutir taldir
geta verið andlag þeirra. Þvi
næst vék liann að hreytingum
þeim, er síðan liefðu orðið. Ein-
staklingshyggjan hefði þokað
fyrir félagshyggjunni og ýms
merki mæíti sjá þess, að tök
efnis- og fjárhyggjunnar væru
að minka. Rétturinn og lög-
fræðin viðurkendu nú, að-ólík-
amleg gæði gætu verið andlag
einkaréttinda og að hagsmuijir, .
seni ekki yrðu metnir til pen-
inga, gætu notið lögverndar.
Þessu til skýringar tók hann svo
nefnd réttindi til hugverka, þ. e.
réttindi til auðkenna og höf-
undaréttindi, og sýndi fram á
hversu bæði þessi sjónarmið
koma fram í löggjöf og lögfræði
nútímans um það efni. Að end-
ingu komst hann svo að orði:
„Eg hygg að það sé varla til-
viljun, að lögfræðin tekur að
viðurkenna, að ólíkamleg gæði
við óþægilegan höfuðverk. Sú
varð reyndin eftir vimuna í síð-
ustu styrjöld.
Það er elcki hægt að „klifra
niður sligann“ eins og nú
standa sakir. En hugsandi
mönnmn stendur stuggur af
því, hvað „klifrað er upp“ af
mikiíU áfergju. Það eru ekki
nema rúm tuttugu ár síð-
an síðustu .styrjöld lauk. Við
vitum hvernig þá fór. Við virt-
umst öll staðráðin í þvi í fyrra-
haust, að brenna okkur ekki
aftur á sama soðinu. Nú er eins
og. alt sé gleymt. Það er klifr-
að upp stigann af þeim hraða,
að varla festir auga á. Og þó
vitum við, að einhverntíma
þarf að klifra niður aftur. Þá
getur orðið erfitt að fóta sig, en
fallið hátt.
v
geti yerið andlag réttinda að
lögum, um líkt leyti og raun-
visindin kollvarpa kenningunni
um óbreytileik efnisins. Vér gel-
um lálið oss koma til bugar, að
þar sé um sömu straumhvörfin
að ræða. Þróunin, sem eg liefi
lýst liér að framan, virðist bera
greinilegan vott um vaxandi
virðingu fyrir audlegum verð-
mætum, liækkandi mat á gildi
þeirra. Það var vegna þess, að
eg valdi mér hana að umtals-
efni á þessum stað og þessari
stund. Eg býst ekki við að neinn
maður vænti þess, að finna
nokkuð evangelium í lögfræð,-
irini. En ef til vill má finna þar
einhver veðurmerki og ef til vill
er þessi þróun slíkt merki, og
fátt mundi vera oss, þessari
máttarlitlu þjóð, meira fagnað-
arefni en það, ef svo skyldi
reynast, að þau veðrabrigði, sem
þessi þróun bendir til, rættust.“
•
Prófessor Alexander Jóhann-
esson rektor talaði á eftir próf.
ÖJ^ifi Lárussyni. Hann talaði
um hina innri og ytri sköpun
háskólans.
í uppliafi ræðu sinnar fagn-
aði hann liinum miklu fram-
förum, sem orðið hefði á að-
búnaði liáskólans á ýmsum svið-
um, en samliliða þessari ytri
þróun liefði hinar innri franir
farir einnig verið miklar.
Rannsóknarstofa Háskólans
liefði unnið mikið starf og
þarft, ekki síst í þágu landbún-
aðarins. Alvinnudeildin væri
mildu yngri, en hefir þó merki-
Ijeg störf með höndum og mörg
verkefni bíða úrlausnar í fram-
tiðinni.
Þá er það gleðiefni, að kensl-
an hefir verið aukin, nýjum
fræðigreinum bætt við, þ. e. j
verkfræði og tungumálakenslu,
svo og viðskiflafræði, þegar hún
verður lögð undir háskólann.
Þá talaði rektor um íþrótta-
iðkanir stúdenta. Er hafinn und-
irbúningur undir skipulega í-
þróttakenslu og er ætbmin að
það verði skilyrði fyrir að fá
að ganga undir embættispróf,
að stúdentar hafi stundað í-
þróttir í 2 ár og lokið»prófi í
þeim.
Síðan þakkaði rektor fyrir
sjóð þann, er próf. Guðm. Hann-
esson bafði fært háskólanum,
svo og fyrir gullkeðju þá, sem
gefin var skólanum, svo sem
getið er annarsstaðar.
í lok ræðunnar ávarpaði
rektor hina nýju stúdenta og af-
henti þeim síðan háskólaborg-
arabréfin.
Gnllmenið
afheni.
Nokkur mentafélög hér i bæ
og nokkrir einstakir menta-
menn hafa tekið höndum sam-
an um það, að gefa Háskólan-
um gullfesti, er rektor beri við
hátíðleg tækifæri. Gefendurnir
eru Málflulningsmannafélag ís-
lands, Verkfræðingafélag Is-
lands, Prestafélag íslands,
Læknafélag Reykjavíkur og
Stúdentafélag Reykjavikur og
sendiherra dr. de Fontenay,
Marteinn biskup Meulenberg,
liæstaréttardómari dr. Einar
Arnórsson og próf. dr. Guðjón
Samúelsson.
Skömmu áður en hátíðin
hófst gekk nefnd af hálfu gef-
enda fyrir rektor og háskóla-
kennara og afhentu gjöfina.
Próf. Guðbrandur Jónsson
hafði orð fyrir lienni og mælti
á þessa leið:
Ágæti og lærði rektor, virðu-
legu og lærðu prófessorqj og há-
skóVakennarar.
Þó að margt sé ólíkt með
mönnum, þá er hitt þó miklu
meira, sem er eins eða ákáflega
sviplíkt í geðslagi allra manna,
og þetta eru menn víst vanir að
kalla frumeðli mannsins. Það
eitt með öðru, að maðurinn lief-
ir ódrepandi tilhneigingu til þess
að reyna að samræma á sjálf-
um sér og öðrum. ytri svip og
innra eðli. Menn vilja að það,,
sem er tíguletg í eðli sínu, beri
það með sér hið ytra, og menn
vilja eftir föngum reyna að
auka tíguleikann og hlaða und-
ir hann, elcki vegna þess, að
sjálft hið tígulega eðli sé ekki
nóg, heldur vegna þess að mað-
urinn lifir og hrærist í skynjun
skilningarvita sinna. Þessi við-
Ieitni manna kemur fram á ótal
sviðum, og þótt þetta sé frunir
eðli manna, þá er það ekki sér-
einkenni hins frumstæða
manns, því svona er það enn í
"dag. Konungur er ekki síður
konungur þó hann beri ekki
kórónu, og bislcup ekki síður
biskup, þó hann beri ekki mít-
ur, og þó bera þeir þetta báðir,
og lögregluþjnn vorra daga er
ekki síður lögregluþjónn þó
hann beri ekki einkennisbúning,
en hann ber Iiann þó samt, því
ytri virðuleikur stöðunriar vex
í augum alla, því glæsilegar
sem hann kemur fyrir sjónir.
Það er æfaforn siður á meg-
inlandi Evrópu, að þeir menn,
sem hafa frammistöðu fyrir
háskolana, sem eru og voru
æðstu menningarsetur landanna,
beri gullna festi um háls sér
sem virðingarmerki allrar
stofnunarinnar og sjálfra sín.
Hingað til hefir rektor háskóla
vors elckert slíkt virðingarmerki
átt eða borið, og liggur vafa-
Iaust.til þess sá kotbragur, sem
háskólinn hefir hingað til búið
við hið ytra. Nú eru á þessu orð-
in hin mestu umskifti, eftir að
háskólinn er hættur að vera
hjáleigubóndi Alþingis og er
kominn í þessa glæsilegu höll.
Nú eru lionum fyrst sköpuð
þau vinnuskilyrði, er heimila að
gera til hans fylstu kröfur. En
svo að alt standist á, er ákjós-
anlegt, að" háskólinn geti upp
héðan látið foz-svarsmann sinn,
rektorinn, koma fram fyrir sina
hönd, svo að ekki sé hann ver
til fara en flestir aðrir stéttar-
bræður hans um álfuna. Þess
vegna hefir nokkrum félögum
íslenskra mentamanna, Mál-
flutningsmannafélagi íslands,
V erkf ræðingaf élagi íslands,
Prestafélagi íslands, Læknafé-
lagi Reykjavíkur og Stúdenta-
félagi Reykjavikur og nokkrum
einstökum mentamönnum, sem
bera hlýjan hug til stofnunar-
innar, komið saman um að
gefa háskólanum gullfesti, er
rektor hans beri við hátíðleg
tækifæri sem virðingaimerki
stöðu sinnai’, og á sú festi að
ei'fast frá í-ektor til rektors um
aldir.
Alexander
Jóhanessou
rektor
háskólans
meS
ea gullmenlð.
Það er löngu alkunn stað-
reynd, að allur táknrænn skiln-
ingur, sem menn festa við at-
hafnir, gi'ipi eða annað, svo
nefnd symbolik, er svo til aldrei
undirstaða athafnanna eða til-
efni gz'ipanna eða gei'ðar þeirra,
heldur eru athafnirnar sjálfar
og gripirnir sjálfir grundvöllur
liins táknræna skilnings. Svo er
og að þessu sinni. Þegar gripur
þessi var gerður, var ekki um
annað liugsað en að gera liann
eins sélegan og fátæk efni stóðu
til. En þegar vér nú lítum á
hann fullgerðan, þá er að vissu
leyti eins og hann tali sínu
táknræna máli. Mynd sú af
Jóni Sigui'ðssyni, sem festin
ber, mætti minna háskólann á,
að liann á fyrst og fremst að
vera vísindastofnun, rétt eins
og Jón Sigurðsson fyrst og
fremst var vísindamaður og
þjálfaði með því liæfi sitt til að
vei-a leiðtogi lands og lýðs. Eng-
inn maður var markvisari í
starfi sínu en hann, og mynd
hans mætti því einnig minna
háskólann á að vera markvís í
iðkunum sínum, og láta ekki
glundui'shneigð tímans — líð-
andi stundar og stunda — fá
færi á að hrekja sig afleiðis.
Efni festai-innar á hinsvegar að
flytja stofnuninni ósk gefenda
um að starf háskólans megi
vera gulli glæstara, nú og í allri
framtíð.
Huganum gæti hér orðið
hvarflað til æfintýranna í Þús-
und og einni nótt, því þjónustu-
reiðubúnir andar voru háðir
ýmsum gripum, sem þar eru
nefndir. Þegar Aladín knúði
lanlpann, birtist honum andi
sá, er lampanum fylgdi ogflutti
haim, ef hann vikli, inn í dulda
Iieima, sem hann fékk að nema.
Öll rétt vísindaiðkun er leit að
dularheimum hins ókenda, og
þangað fýsir hvern dyggan þjón
vísindanna. Það er óreynt hvort
nokkur andi þjóni þessari festi,
en ef svo er, þá er það von gef-
enda hennar, að andi gullkeðj-
unnar megi flytja þá fræðimenn,
er við háskólann starfa í bráð
og lengd og knýja, inn á liinar
duldu ónumdu lendur fræð-
anna, svo að þeir fái farið um
þær eldi þjóð vorri og öllum
mönnum til gagns og góðs.
Vér biðjum svo háskólann að
þiggja þessa gjöf, og þig, ágæti
rektor, og eftirmenn þína í
þeii'ri stöðu, að bera hana með
heiðri og sóma.
Rektor háskólans þakkaði
gjöfina. Hann kvað starf rekt-
ors háskólans vera þjónsstarf í
þágu alma matris — hinnar
mildu móður — háskólans og
hann liti á festina sem fjötur
þann, er bindi rektor vanda
starfsins á herðar, en gullið í
keðjunni skoðaði hann ímynd
þess vegs, er starfinu fylgdi, ef
vel væri unnið. Hann kvaðst og
vona að svo tækist, að öllum
þeim, er festi þessa ætti að bera,
mætti lánast að vinna starfið
svo, að liáskólanum yrði til
gagns og sóma.
Bar rektor síðan keðjuna í
fyrsta skifti á háskólahátíðinni.
Frauifarasjóðui*
stúdenta.
Nokkurir stúdentar frá 1887
og 1888 stofnuðu fyrir mörgum
árum sjóð er nefndist Menning-
arsjóður íslands. Skuldbundu
stofnendur sig til að leggja fram
100 kr. hver, eigi síðar en 5 ár-
um eftir að þeir fengi embætti.
Sjóður þessi hefir nú verið af-
hentur Háskólanum. Er liann
kr. 5166.62 að stærð og heitir
nú Framfarasjóður íslands. Af-
henti próf. Guðm. Hannesson
sjóðinn, en liann hefir einnig
samið nýja skipulagsskrá. Sam-
kvæmt lienni er lilgangur sjóðs-
ins að styðja íslenska menning-
ar- og framfaraviðleitni, einkan-
lega á sviði atvinnuveganna,
sem gæti bætt afkomu þjóðar-
innar.
Þegar sjóðurinn er orðinn
100.000 kr. má verja alt að
helmingi vaxtanna i nefndu
augnamiði. En meðan útborgað-
ir vextir ná ekki 500 kr. skal
þeim öllum varið til þess að
styrkja álitleguslu rannsóknir
eða tilraunir, sem Atvinnudeild-
in hefir með höndum. Úr þvi
má veita fénu til styrktar starf-
semi utan deildai’innar.
Sjóðurinn tekur við gjöfum
og loforðum um gafir og sér um
innheimtu á þeini. Stjórn sjóðs-
ins skipa rektor Háslcólans, for-
s töðumaður Atvinnudeildarinn-
ar og formaður Stúdentaráðs-
ins.-
Slys við höfnina.
Það slys vildi til á níunda
tímanum í gærmorgun að kassi
féll úr „stroffu“ við uppskipun
niður við höfnina og féll kass-
inn niður á mann er vann við
uppskipunina og meiddi hann
talsvert, án þess að enn sé vitað
með vissu live meiðslin eru
mikil.
Maðurinn lieitir Ingibergur
Grímsson til heimilis á Laugar-
nesvegi 68. Var honum þegar
ekið á Landspítalarin og eftir
því sem blaðinu var tjáð í
morgun mun aðaláverkinn liafa
verið á höfðinu. Hafði hann
skorist á enni og sömuleiðis
liafði hann verki í mjóliryggn-
um og skrámur á fótum. Það
var elcki búið að taka af honum
niyndir, en læknar töldu .senni-
legt að slysið væri ekki alvar-
legt.
Næturlæknir.
Eyþór Gunnarsson, Laugavegi
98, sími 2111. Næturvörður í Lyfja-
búðinni IÖunni og Reykjavíkur apó-
teki.
Varðarfundur
verður haldinn á niiðvikudags-
kvöldið kl. 8.30. — Frummælandi
Jakob Möller fjármálaráðherra.
/