Vísir - 30.10.1940, Blaðsíða 1
Rítstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritsíjóri
Bíaðamenn
AugSýsingar
Gjaldkeri
Algreiðsía
Sími:
1660
5 iínur
30. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 30. október 1940.
251. tbl.
Meglnsókn
ekki hafln.
Miklir liðflutningar til
Albaníu. - - ítalir bjugg-
ust ekki við, að Grikkir
myndi verjast.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Samkvæmt flestum fregnum, sem borist hafa um
bardagana á landamærum Albaniu og Grikk-
lands hefir ítölum ekki orðið neitt verulega
ágengt enn þá. Grikkir halda því fram í sínum tilkynn-
ingum, að herlið þeirra verjist í f jallaskörðunum, og
hafi hvergi látið undan sínaí_Hafa ítalir ólíkt betri að-
stöðu til þess að gera loftárásir en Grikkir, því að þeir
eiga miklu stærri flugflota en Grikkir, enda hafa ítalir
notað sprengjuflugvélar óspart til þess að fljúga yfir
varnarstöðvar Grikkja. Einnig hafa þeir skotið á þær
af f allbyssum, léttum og stórum. En um neina verulega
framsókn er hvergi getið nema í tilkynningu ítala
sjálfra. Þeir segja, að hersveitir þeirra sæki fram, en
veður sé óhagstætt.
1 fregnum frá Jugoslaviu segir hinsvegar, að Grikkjum hafi
orðið meira ágengt, og að þeir hafi unnið ýmsa sigra, og náð
nokkuru landsvæði á sitt vald. Þessar fregnir þykja þó vafa-
samar.
Frést hefir, að ítalir flytji nú mikið herlið sjóleiðis til Al-
baniu og var þó talið að þeir hefði nægan herafla við hendina í
Albaniu til þess að gera innras í Grikkland. Hafa komið fram
ýmsar tilgátur um hvernig á því muni standa, að ítalir verði að
hefja liðflutninga til Albaniu þegar, í stórum stíl, og hallast
margir að því, að Albanir geri þeim í ýmsu mjög erfitt fyrir, og
þess vegna verði Italir að auka heraflann þar, til þess að forða
þeim her sem til Grikklands sækir frá árás að aftanverðu. Svo
er því haldið fram, að ftalir hafi hlaupið á sig — ekki verið með
öllu við búnir árásinni, því að þeir hafi talið víst, að Grikkir
myndu samþykkja úrslitakostina. ítalska þjóðin hafi ekki vitað
um styrjöldina fyrir en nokkurum klukkustundum eftir að hún
byrjaði — og sé engu líkara en að það hafi verið beðið eftir því,
að Grikkir sæi sig um hönd og gæfist upp, og það átti að til-
kynna ítölsku þjóðinni.
AFSTADA TYRKJA.
. Það hefir ekki verið látið
neitt uppskátt opinberlega um
afstöðu Tyrkja. Alment er taÞ
jð, að Tyrkir muni ekki hefja
íhlutun í styrjöldinni meðan It-
alir og Grikkir eigast einir við.
Hinsvegar hafa þeir viðbúnað til
þess að koma Grikkjum til
hjálpar, ef Búlgaria hefur þátt-
töku í styrjöldinni, og tyrk-
nesku blöðin segja Búlgörum
hreinskilnislega, að ef þeir fari
í stríð gegn Grikkjum sé tyrk-
neska hernum að mæta.
HVAÐ GERIR HITLER?
Fregn frá Sofia, höfuðborg
Búlgaríu, hermir, að Hitler ætli
að hindra útbreiðslu þessarar
Balkanstyrjaldar, sem nú er
hafin, og jafnvel miðla málum
í deilum Italíu og Grikklands,
en í London er litið svo á, að
héðan af geti Italir ekki komist
hjá því að halda styrjöldinni á-
fram, hvort sem Hitler líkar
betur eða ver.
FYRSTA HJÁLP BRETA.
Breskar sprengjuflugvélar
hafa flogið yfir flugstöð Itála
á eyjunni Patmos, sem er ein af
Dodecanese-eyjum (Tylftareyj-
um), sem ítalir 'eiga. Patmos
er ein af nyrstu eyjunum og þar
i, er sú flugstöð Itala, sem næst
er Aþenuþorg. Mikið tjón varð
af sprengjum þeim, sem varpað
var á flugskýli, flugvélar, renni-
brautir o. s. frv. Samvinna er
og hafin milli herskipaflota
Breta og Grikkja.
ENGUM SPRENGJUM
VARRPAÐ Á AÞENU-
BORG.
Engum sprengjum var varp-
að á Aþenuborg í nótt sem leið,
en einu sinni gefin aðvörun um
að loftárás væri yfirvofandi.
Eftir tíu mínútur voru gefin
merki um, að hættan væri liðin
hjá.
HVAÐ ER AÐ GERAST
I ALBANÍU?
Grískar flugvélar hafa flogið
yfir Suður-Albaníu og var varp-
að niður miðum, sem á voru
prentaðar áskoranir til Albana
að berjast með Grikkjum gegn
ítölum.
Fregnirnar um uppreist í Al-
baníu eru frá Belgrad komnar
og eru enn óstaðfestar, en það
er talið víst, að mikil ókyrð
sé í landinu, hermdarverk séu
unnin o. s. frv., en að því er
virðist hefir ítölum tekist að
halda Albönum í skefjum víð-
ast hvar enn sem komið er.
Tvær barnabækur
hafa Vísi borist. Önnur þeirra er
2. hefti af FeríSum Gulivers, en
hin heitir „Sagan af litla svarta
Sambó". Þær eru báðar prýddar
fjölda mynda, og verður þeirra get-
ið nánar sírjar. Bókaútgáfan Heim-
dallur gefur bækurnar út.
Mikilfenglegasta hlutaveltan
verður í Varðarhúsinu á föstudag-
inn! Hefst kl. 5 eftir hádegi. Þar
verður enginn hlutur undir tveggja
króna virði. Margar smálestir kola,
mörg hun'druð króna í p'eningum,
úrval af vefnaðarvöru og matvöru!
oll í Varðarhúsið á föstudilginn!
Itala
Kínverjar í
sókn í
Norður-Kína
Mikilvægasti sigur
þeirra í þrjú ár.
London í morgun.
Kínverjar hafa unnið mikil-
vægasta sigur sinn um þriggja
ára skeið, segir' í símfregnum
frá Kína. Þeir hafa tekið borg-
ina Nanning í Suður-Kína, sem
er mikilvæg borg frá hernaðar-
legu sjónarmiði, en hana tóku
Japanir fyrir einu ári, og lögðu
allhart að sér til þess. Fregnin
um töku Nanning hefir vakið
feikna gleði um allt Kína og
aukið sigurvonir þjóðarinnar.
Japanir eru sagðir á undanhaldi
hvarvetna í Kwangsi. Áður en
japönsku hersveitirnar fóru frá
Nanning kveiktu þær í borginni.
Kínverjar hafa tekið marga
bæi á landamærum Franska
Indó-Kína, en Japanir eru sagð-
ir á f lótta til Franska Indó-Kína,
og sumar hersveitir þeirra hafa
þegar leitað inn fyrir landa-
mærin.
Kröfur
Hitlers
London i gær.
Eins og símað var í dag (sbr.
skeyti í Vísi í dag) hefir sendi-
herra Frakklands i Washing-
ton neitað því, að Vichy-stjórn-
in hafi fallist á að láta lönd af
liendi við möndulveldin, og
jafnframt neitaði hann, að sam-
komulagsumleitanir um friðar-
skilmála stæði yfir.
Síðdegis- í gær voru birtar
fregnir í London frá Sviþjóð og
Svisslandi, um kröfur Hitlers,
og var lagt meira upp úr slík-
um fregnum (óstaðfestum) en
vanalega, þar sem þær komu
samtímis frá tveimur fjarliggj-
andi löndum. Fregnir þessar
komust á kreik eftir viðræðu-
fundi Mussolini og Laval i Flor-
enz.
Fregnunum ber ekki í öllu
saman, en i höfuðatriðum eru
þær á þessa leið:
Frakkar eiga að láta Elsass-
Lothringen af hendi við Þjóð-
verja, en Italir fá Nizza og Sæ-
Alpahérað (Mjaritimes Alpes),
en i þvi héraði er Nizza aðal-
bórgin. Þá er gert ráð fyrir, að
Þjóðverjar fái yfirráð yfir
,;göngum" (corridor) frá Sviss-
landi lil Miðjarðarhafs, meðan
styrjöldin helst, og möndulveld-
in fái yfirráð yfir franska flot-
anum og afnot flughafna og
flugstöðva í þeim hluta Frakk-
lands, sem ekki er hernuminn.
Viohy-stjórnin fær ef til vill
meira land til umráða í Frakk-
landi. „Landamæri" hins óher-
numda Frakklands verða færð
norðar, en franska stjórnin fær
aðsetur í.eða i nánd við París.
ítalir fá Tunis og hluta# af Al-
gier og Spánverjar hluta af
Eitt þeirra vopna, sem breski herinn fær nú mjög mikið af frá Bandaríkjunum, eru hinar svo
nefndu Thompson (Tommy) hríðskotabyssur. Sést breskur hermaður vera að æfa sig á einni slíkri
byssu á myndinni. — I amerískum sakamálakvikmyndum, sem hér hafa verið sýndar, hafa venju-
lega sést ein eða fleiri Tommy-bj'ssur.
Bandaríkin ætla að veita
Bretlandi enn aakinn
stuðning.-RæðaKennedy
EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun.
Mikilvægur fundur var haldinn í Washington í gær og er talið,
samkvæmt áreiðanlegum heimildum, að viðræðuefnið hafi ver-
ið aukin hjálp til Breta. Kennedy, sendiherra Bandaríkjanna í
London, en hann fór fyrir skömmu vestur um haf, til þess að
gefa Roosevelt skýrslu um horfurnar í EVrópu, flutti og athygl-
isverða ræðu í gær um hjálp Bandaríkjanna Bretum til handa.
Hann sóttu ýmsir helstú ráð-
herrarnir í Bandarikjunum,
Morgenlhau fjármálaráðherra,
Stimson hermálaráðherra, Knox
flotamálaráðherra og yfirher-
foringi Bandarikjanna. Af Breta
hálfu sóttu fundinn hergagna-
innkaupanefndin, sem dvelur
vestra. Fullyrt er, að til umræðu
hafi verið hversu mikið af her-
gögnum Bandarikin gæti látið
Bretum í té, án þess að tefla
landvörnum Bandaríkjanna og
Vestiuiálfu í hættu. En Banda-
ríkin hafa sem kunnugt er for-
ystuna á hendi í því, að verja
alla Vesturálfu, ef til árásar
á nokkurt land þar kemur.
Vafalaust er taljð, að stórum
*áukin aðstoð til Bretlands er á-
formuð.
RÆDA KENNEDY.
Kennedy sendiherra Breta í
London, fór vestur um haf fyrir
skömmu loftleiðis, og þegar
er hann kom til Washington,
ræddi hann lengi við forsetann.
Stóð fyrsta viðræðan í 4 klst.,
en siðan hafa aðrar viðræður
Marokko. Frönsku nýlendurnar
verða settar undir þrívelda-
stjórn (möndulveldanna ög
Frakklands).
Laval er sagður stritast við að
fá meirihluta frönsku stjórnar-
innar til þess að fallast á þessa
skilmála.
Eftir fundinn í Florenz voru
birtar óstaðfestar fregnir um,
að fleiri fundir yrði haldnir og
Hitler mundi ræða á nýi við
Petain og Franco, en því var
neitað i Madrid í gærkveldi, að
nýr viðræðufundur Hitlers og
Franco væri áformaður.
farið franí. í gær flutli Kennedy
ræðu í New York og studdi hann
eindregið þá stefnu Roosevelts,
að styðja Bretland eftir megni,
án beinnar þátttöku i styrjöld-
inni.*
Kennedy kvaðst vera sann-
færður um, að einræðisríkin
Iiefði stofnað til baráttu sinnar
gegn öllum lýðræðirikjum, þótt
til árásar hafi 'ekki komið nema
á hin smærri enn sem komið er.
Bretland hefði tekið að sér for-
ystu lýðræðisríkjanna í vörn-
inni, og Bandaríkjunum væri
skylt að styðja Bretland af
fremsta megni. Stefna Roose-
velts væri hárrétt. Andstæðing-
ar hans héldi því f ram, að hann
miðaði að beinni þátttöku
í styrjöldinni, en það væri fjar-
stæða, og hvorki Bandarikja-
eða Bretastjórn hefði nein á-
form í þá átt.
Vélaþörf frekar en manna.
Þetta er styrjöld, þar sem vél
um er beitt meira en mönnum
(a war of machines, not men)
sagði Kennedy. Og Breta skort-
ir ekki mannáfla. En þeir þurfa
að fá eins mikið af hernaðar-
nauðsynjum í Bandaríkjunum
og frekast er unt að láta i té.
Kennedy lét í ljós þá trú, að
auðið mundi verða að sigra ein-
ræðisríkin. Hann ræddi af mik-
illi aðdáun um Churchill og
samherja hans i stjórninni —
, undir forystu slíkra manna
hlyti sigur að vinnast, sérstak-
lega þar sem þeir hefði fram að
tefla dugandi, sívaxandi flug-
her, og sjóliði, sem héldi öllum
siglingaleiðum opnum.
Kennedy neitaði því, að hann
ætlaði að biðjast lausnar.
Samlnií Grikkja og ítala
á undanförnum árum.
Cambúð Grikkja, og ítala
hefir yfirleitt verið góð
síðustu árin og Italir hafa hvað
eftir annáð lofað að virða sjálf-
stæði og lönd Grikkja.
23. sept. 1928: Undirritaður
vináltusátlmáli Grikkja og
Itala af Mussolini og Venizelos.
Sáttmáiinn var til fimm ára og
framlengdist til.annara 5 ára, ef
honum var ekki sagt upp 6 mián-
uðum áður en hann væri út-
runninn. — Honum var ekki
sagt upp.
10. apríl 1939: Charge d'af-
faires Itala i Aþenu tilkynti
grisku stjórninni, að ítalska
stjórnin myndi á engan hátt
skerða lönd eða frelsi Grikkja.
20. sept. 1939: Bæði stjórnir
Grikklands og Italíu lýstu yfir
viuátlu þjóða sinna í framtíð-
inni.
2. maí 1940: Sendiherra Itala
i Aþenu lilkynti, að italska
stjórnin hefði ekkert fjandsam-
legt í hyggju gagnvart Grikkj-
um.
10. júní 1940: Þann dag, ev
ítalir fóru í stríðið, hélt Mússó-
líni ræðu og lýsti yfir því, að
Italir hefði ekki í hyggju að
draga neitt nágrannaland sitt —
Sviss, Júgóslavíu, Tyrkland,
Egiptaland eða Grikkland —¦
inn i styrjöldina.
PoisÉflutiiiiigrar
frsí Ameríku.
Samkomulag hefir nú náðst
um afgreiðslu á pósti frá Banda-
ríkjunum. Samdi atvinnumála-
ráðherra um þessi mál við
sendiherra Breta.
Það samkomulag, sem náðst
hefir, er á þá leið, að allur póst-
ur, sem varðar farm skipanna,
skuli ekki þurfa að fara til Eng-
lands. Annar póstur verður
sendur til Englands sem áðUr
og verður skoðaður þar. Er
þetta fyrirkomulag betra en
það, sem hingað til hefir verið,
þ. e. að senda allan póstinn til
Bretlands til skoðunar.
Bandaríkin hafa einnig fallist
á þetta fyrirkomulag.
Næturlæknir.
Gísli Pálsson, Laugavegi 15, sími
2474. NæturverÖir í Reykjavíkur
apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni._