Vísir - 06.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 06.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sfmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 6. nóvember 1940. 257. tbi. ROOSEVELT ENDUR- KOSINN FORSETI. Varaforsetaefui republikana ©g andstæðingrablöð Roosevelts viður- kenna, að bann liafi náð endurkosniiigii, þott fullnaðarúrslit séu ekki fyrir hendi. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. FRANKLIN D. ROOSEVELT forseti hefir verið endurkjörinn forseti Banda- ríkjanna og er það í fyrsta sinni, sem sami maður er kjörinn forseti þar í landi þriðja sinn, og aldrei hefir það komið fyrir áður, að sami maður hafi boðið sig fram nema tvisvar. En það voru hinar ískyggilegu horfur í heiminum, sem réðu því, að Roosevelt gaf kost á sér í þriðja sinn og þar að auki áttu demokratar engan mann, sem var nokkurn veginn viss um að komast að. Voru hér brotnar hefðbundn- ar reglur og sýnir fátt betur hina miklu lýðhylli Roosevelts, að þjóðin skyldi una því, að brotjð væri í bág við þessar óskráðu reglur. Það var alment talið, að það mundi muna litlu hvor bæri sigur úr býtum, Roosevelt eða Willkie. En í nótt sem leið við)ar- kendi vara-forsetaefni republikana, að Roosevelt hefði komist að. Hið sama gerði New York Times, helsta blað Bandaríkjanna, og mörg blöð, sem studdu Willkie. Fullnaðarúslit eru ekki fyrir hendi, er þetta skeyti er sent, en samkvæmt seinustu fregnum var Roosevelt á undan, að því er atkvæðamagn snerti í f jölda mörgum ríkjum, New Yprk, Illinios, Ohio, suðurríkjunum og víðar, og jafnvel í Indiana, þar sem Wendell L. Willkie er borinn og barnfædd- ur. Alls hafði Roosevelt þá fengið 14.879.000 atkvæði, en Willkie 11.987.000 atkvæði. Ef miðað er við kunn úrslit hefði Roosevelt 453 kjörmannaatkvæði, en Willkie 92. (Sá frambjóðandi, sem sigrar í einhverju fylki fær öll kjörmannaatkvæði þess fylkis, þannig fengi t. d. Roosevelt 49 kjör- mannaatkvæði í New York, ef hann hefði meirihluta kjósendaatkvæða í því fylki sem líkur eru til).------¦ Franklin Delano Roosevelt,_ fyrsti maður í Bandaríkjunum sem býður sig fram til forseta þrisvar, og er kosinn þrisvar. ÞaÖ var mikið, um að vera í Bandaríkjunum alla síðastliðna nótt. Fáir Bandaríkjamenn tóku á sig náðir. Menn sátu við út- varpsviðtækið eða menn söfnuðust saman á torgum og gatna- mótum. Við Times Square í New York safnaðist saman svo 'mikill mannf jöldi, til þess að fylgjast með úrslitunum, sem aug- lýst voru á byggingum, að öll umferð stöðvaðist. Lögreglan reyndi fyrst í stað að halda opinni braut, en það tókst ekki og klifu menn þá upp á sporvagna og bíla, til þess að sjá betur. Gullu við fagnaðarópin, er Roosevelt hafði víðast betur, en Roosevelt á mjög miklu fylgi að fagna í New York. Eitthvert áhrifamesta blað ! landsins, Kansas City Star, sem studdi Willkie, hefir viðurkent, að hann hafi ekki komist að, en Willkie hafði ekki sjálfur viður- kent það er síðast fréttist. Roosevelt forseti dvelur nú að heimili sinu i Hyde Park, New York ríki, en ættarsetur hans er þar, ofarlega við Hudsonána. Boosevelt kaus heima hjá sér og fór kona hans og móðir með honum iá kjörstað. I nótt sem leið, er kunnugt varð, að Roosevelt myndi verða kjörinn á ný, fóru dalsbúar í fylkingu að heimili hans, og báru þeir hlys. Forsetinn ávarp- aði þá og þakkaði þeim hollustu þeirra, vináttu og trygð. Eg er altaf hinn sami, gamli Frankie Roosevelt, sagði hann, og bætti því við, að það liti svo út, sem .h'ann ætti eftir að verða forseti hið þriðja sinn — og síðasta. Ýmsir leiðtogar demokrata 'hafa látið svo um mælt, að með þessum kosningaúrslitum hafi þjóðin vottað Roosevelt traust sitt og samþykt stefnu hans í utan- sem innanríkismálum. Seinustu fregnir frá Banda- ríkjunum herma, að Roosevelt sé viss1 um sigurinn. Hann hefir fengið um 18.500.000 kjósenda- atkvæði, en Willkie um 15..400.- 000. Hefir því Boosevelt um 3 milj. kjósendaatkvæða fram yf- ir Willkie. v Auk þess, sem kosið var um forseta, var kosið í % sæta öld- ungadeildarinnar og alla full- trúadeildina. Demokratar munu halda meiri hluta atkvgeða í öld- ungadeildinni, og þeir hafa þeg- ar fengið 168 þingsæti í full- trúadeildinni, en republikanar sað eins 65. Öllum fregnum ber saman um það, að flokkarnir muni nú leggja deilumálin til hliðar og sameinast gegn hinni utanað- komandi hættu. Verður höfuð- málið efling landvarnanna. Þeg- ar i kvöld koma helstu menn beggja flokkanna saman á fund sem haldinn verður í Carnegie Hall, New York, og verður ræð- unum útvarpað um öll Banda- ríkin. Þykir það merki hinnar þjóðlegu einingar, sem er að skapast í landinu, simar frétta- ritari United Press, að slíkur fundur er haldinn. Styrjöldin í Grikklandi. Fyrsta ræða Cliiircli- i\Ym eftiv ávám Itala á Qrikkland. Vilja Bretar fá taekisíöði ar í Eire? EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Winston Churchill flutti í gær fyrstu ræðuna, sem hann hefir haldið eftir að ítalir réðust á Grikkland. Ræða þessi var eins konar yfirlit um styrjöldina og horfurnar og að sjálfsögðu f jallaði hún að verulegu leyti um hina nýju Balkanstyrjöld. Lýsti hann yfir því, að Bretar myndi styðja Grikki af fremsta megni, þrátt fyrir það, að Frakkar og Bretar buðu Grikkjum vernd sameiginlega, en Frakkar hafa nu ekki aðstöðu til þess að veita Grikkjum neina hjálp. Grikkir í sókn. Mik- ið manntjón af völd- um loftárása. * Grikkir hafa náð valdi á fjallavíggirðingum skamt frá Koritza og tekið marga fanga og náð allmörgum fallbyssum, og mjög mörgum vélbyssum frá ítölum,. Fát mikið kom á Itali, er Grikkir hófu áhlaup sitt og skutu Italir af skriðdrekabyss- um sínum á ítalskar fótgöngu- h'ðssveitir. Grikkir hafa gert loftárásir með miklum árangri á flugstöð Itala við Koritza og á aðra flug- stöð í Albaníu. Eyðilögðu þeir fjölda margar flugvélar á báð- um stöðunum og flugskála. Seinustu fregnir herma, að Grikkir séu áfram í sókn á Kor- itszavígstöðvunum i nánd við Álbaniu. Halda þeir áfram að skjóta á Koritza. Þeir halda og En Ghurchill kom viða við i ræðu sinni. Hún fjallaði einnig um warnir Bretlands, kafbáta- hernaðinn o. m. fl. Mikla at- hygli vakti sá kafli ræðunnar, sem f jallaði um baráttuna gegn kafbátunum, en Churchill sagði að ef Bretar hefði bækistöðvar á suður- og vésturströnd Ir- lands (þ. e. í Eire), hefði þeir miklu betri aðstöðu til þess að vernda skip á siglingaleiðum milli Bretlands og Ameriku, en nú er, og kom það i ljós í ræðu hans, að þessa byrði hefði ald- rei átt að leggja á herðar Breta, þótt breiðar væri. Einn af þing- mönnum verkalýðsins, sem tók til máls fyrstur þingmanna á eftir Churchill, gerði þennan kafla ræðunnar að umtalsefni, og sagði m. a., að ef ekki væri Bretlands vegna, hefði Eire beðið sömu örlög og Hollands, Belgíu og Frakklands, og ætti að leiða athygli Bandaríkjanna að því, hver hætta siglingum milli Bandaríkjanna og Bret- lands væri búin, af því að Bret- áfram tilraunum sínum til þess að innikróa Itali þar í fjöllun- um og hafa tekið allmarga fanga. Italir hafa hert loftárásirnar á Piræus, Saloniki og Kastoria. AHs hafa 291 maður beðið bana af völdum loftárásanna, en 690 særst. ar hefði ekki bækistöðvar á ströndum Eire. Churchill sagði, að hinn it- alski einræðisherra hefði fyrir- skipað árás á Grikki, fræga og friðelskandi þjóð, sem ekki hefði neitt til saka unnið. Kon- ungur Grikklands og forsætis- ráðherra hefði tekiS þá ákvörð- un að verja frelsi og heiður þjóðar sinnar, og stæði öll gríska þjóðin einhuga með þeim í þeirri baráttu. Nýjar skyldur hefði mi verið lagðar ó herðar Bretum, því að þeir hefði heitið Grikkjum stuðn- ingi af fremsta megni og þeir myndi standa við skuldbinding- ar sínar gagnvart Grikkjum, þótt vernd sú, sem Grikkjum var heitin, hafi verið sameigin- leg vernd Frakka og Breta. Churchill ræddi albtarlega hversu aðstaða Breta hefði orð- ið erfiðari vegna uppgjafar Frakka. Allar hernaðarlegar á- ætlanir við Miðjarðarhaf hefði bygst á bresk-franskri sam- vinnu. Bretar hefði svo verið svif tir stuðningi landhers Frakka i Norður-Afríku og Sýr- landi, aðstöðu til að- nota flug- hafnir og flotastöðvar þeirra, og aðstoð franska flotans. — Churchill kvaðst aldrei hafa reynt að leyna hættum og erf- iðleikum, en hann gæti sagt, að aðstaða Breta þar eystra væri betri nú, en er Frakkar gáfust upp. Breski flotinn hefði alger Þannig hrapaði hann — ! Tveir breskir flugmenn, sem eru nýkomnir úr bardaga við þýskar sprengjuflugvélar lýsa bardögum sinum. Sá til hægri virðist vera að segja fré því, hvernig andstæðingur hans hrap- aði til jarðar. V yfirráð á Miðjarðarliafi og þótt ekki hefði komið til stór- átaka milli Breta og Itala, hefði Bretar haft betur í öllum við- ureignum og tjón Itala væri tuttugu sinnunx meira en Breta. Ekki hefði tekist að fá italska flotann til að leggja í orustu. Tyrklandi kvað hann mikið ör- yggi í því, að Bretar hefði öfl- ugan flota í austurhluta Mið- járðárháfs. Churchill lýsti yfir þvi, að Bretar hefði sett á stofn flug- og flotastöðvar á Krít, og árásir væri byrjaðar á herstöðv- ar ítala á Suður-Italíu og þær yrði sífelt auknar hér eftir." Þá sagði Churchill, að þrátt fyrir það, að þurft hefði að koma upp miklum her á Bret- landi og innrásarhættan stöð- ugt vofað yfir, hefði verið hald- ið uppi stöðugum herflutning- "um frá Bretlandseyjum og öðr- um breskum löndum, til land- anna við austanvert Miðjarðar- haf — í tugþúsundatali hefði verið flutt lið þangað, mánuð eftir mánuð, og mikið af her- gögnum. Churchill vék að því i ræðu sinni, að Hitler hefði hótað að leggja borgir Bretlands i rústir, ef Bretar gæfist ekki upp. Vafa- laust hefir Hitler haldið, að bann gæti þetta, en borgir Bret- lands standa enn. Aðeins 300 hermenn hafa beðið b'ana, en 500 særst. Sýnir þetta Ijóslega, ] að ekki hefír verið lögð nein á- hersla á, að varpa spréngjum á hernaðarlega mikilvæga staði. Breska þjóðin hefir ekki látið neinn bilbug á sér finna. Kvaðst Churchill ekki harma það, að Hitler hafi reynt að drepa i henni kjarkinn, því að hún hafi þegar sýnt, að honum tekst það aldrei. Hann vitnaði í orð verkamanns, sem sagði, að alt laundi fara vel, ef „við látum engan bilbug á okkur finna." Vér gætum valið einkunnarorð í þessa átt í vetur. Ög vér mun- um velja oss önnur næsta vet- ur og þar næsta, ef óvinir vor- ir hafa ekki gefist upp þá. — Churchill kvað það mikið á- nægjuefni, að manntjón af völdum loftárása færi mink- andi. Að meðaltali hefði særst og beðið bana á viku hverri i september 4500 manns og 3500 í október, í fyrstu viku septem- ber úm 6000, en í seinustu viku október 2000. Flugvélatjón Þjóðverja hefði orðið svipað og hann bjóst við (3 móti hverri breskri), én flugmanna- tjónið miklu meira (10 gegn 1). — Þjóðin hefir ekki bugast, framleiðsla hefir aukist og við- skifti og engin starfsemi, sem þjóðin á líf sitt undir, hefir bil- að. Vissasta leiðin að sigur- markinu er að ná yfirráðum i lofti. og það mun takast, með sivaxandi flugher og flugvéla- framleiðslu, og auknum inn- flutningi flugvéla. Um innrásarhættuna sagði Churchill, að það væri ekki ein- göngu versnandi flugskilyrði, er vetraði, sem þakka mætti að dregið hefði úr tjóni af völdum loftárása, heldur bættum loft- vörnum og síharðnandi mót- spyrnu flughersins. Churchill kvað mikinn her æfðan, ekki aðeins i Bretlandi, heldur líka i Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku og Indlandi. Heimavarnarherinn væri orðinn öflugur. I honum væri 1.700.000 manna og helm- ingurinn uppgjafahermenn, er hefði bárist á ýmsum vígstö&v- um i heimsstyrjöldinni. 1 mil- jón manna i heimavarnarliðinu hafa fengið riffla og vélbyssur að vopnum. — Hvatti hann al- menning og blöð til þess að á engan hátt yrði dregið Úr þvi, - að vinna að fullnaðarsigrinum, Þrír menn detta af bíL Síðdegis í gær slösuðust þrír menn með þeim hætti, að þeir duttu aftan af bíl. Var einn mannanna breskur hermaður, en hinir voru íslenskir verka- menn. íslendingarnir voru þegar fluttir á Landspítalann og var búið um meiðsli þeirra. Annar gat siðan farið heim til sin, en hinn liggur enn á Landspítalan- um. Maður þessi heitir Guðm,und- ur Stefánsson. Hefir sennilega orðið einhver blæðing í lungiin, én auk þess vár hann marinn og hafði slasast á höfði. Guðmundi leið bærilega í. morgun, en í gærkveldi hafði hann allmiklar kvalir, bæði i baki og fyrir brjósti. Bæjarráð hélt fund s.l. föstudag og sam- þykti þá m. a. að taka boði at- vinnu- og samgöngumálaráðuneyt- isins um að ráðuneytiÖ fari meÖ kröfu bæjarsjóðs á hendur setuli'Ö- inu um skaSabættir fyrir sérstakt slit á vegum bæjarins. Borgarstjóra og bæjai'verkfræÖingi var falið a8 gera kröfurnar og fara meÖ mál- iÖ við ríkisstjórnina. s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.