Vísir - 06.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 06.11.1940, Blaðsíða 2
V t S 1 R D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sambandsþing. jj^ LAUGAKDAGINN kemur hefst þing Sambands ungra sjálfslæðismanna hér í bænum, og er þegar vitað, að fjöldi ungra manna, víða að af land- inu, mun sækja það. Upphaf- lega var ætlunin að lialda þing- ið á Þingvöllum á síðasta vori, einkum með tilliti til þess, að þá voru 10 ár liðin frá þvi er sambandið var stofnað, en stofnþingið var haldið á Þing- völlum á þúsund ára hátið Al- þingis árið 1930. Frá þessu ráði var horfið af þeim sökum ein- um, að svo hafði málum skip- ast hér í landi, að ekki var talið rétt að efna til hátíðahalds í sambandi við 10 ára afmælið, þar sem land vort var hertekið, og ekki vitað nema að öldur ófriðarins bærust hingað að öðru leyti þá og þegar. Ýms fé- lagasambönd önnur liurfu einn- ig að þvi ráði að fresta fundum sínum til haustsins vegna hinna ískyggilegu atburða, sem að höndum höfðu borið. Nú þegar sumarið er liðið og starfsemi æskulýðsfélaganna hefst fyrir alvöru, bæði hér í höfuðstaðnum og úti í hinum dreifðu bygðum, þykir vel við eiga, að fulltrúar félaganna hittist, til þess að ráða ráðum sínuni, skipa málum og taka upp störf til undirbúnings þeirrar baráttu, sem fram fer á komanda vori. Óliætt er að fullyrða, að fylgi Sjálfstæðisflokksins með- al æskunnar i landinu fer ört vaxandi. Um það má nokkuð dæma m. a. af því, hvaða af- stöðu ungir menn taka í skól- um landsins. I háskólanum eru saman Komnir ungir menn úr öllum héruðum landsins, ein- mitt þeir menn, sem líklegir eru til forystu á komandi árum. Sú hefir verið venja í Iiáskólan- um hin síðari árin, að við stúd- entaráðskosningar hafa flokk- arnir borið fram lista liver í sínu lagi, en þó mun nokkur samvinna hafa rikt meðal so- cialista og Framsóknarmanna, og var svo á þessu liausti. ,ur- slit kosninganna að þessu sinni urðu þau, að listi sjálfstæðis- manna fékk 137 atkvæði af 240 atkv., og hafði aukið fylgi sitt stórlega. Mátti heita, að fylgis- aukning flokksins næmi öllum hinum nýskráðu stúdentum, að því er andslæðingablöð Sjálf- stæðisflokksins telja, og sýnir það hve fylgi vinstri flokkanna fer rénandi innan háskólans, um leið og Sjálfstæðisflokkur- inn eflist þar og dafnar. Það niun mála sannast, að úrslitin í stúdentaráðskosning- unum beri þess ljósan vott, hvert fylgi æskunnar í heild beinist nú í þjóðm'álunum. Sjálfstæðisflokkurinn á þar stöðugt vaxandi fylgi að fagna. Æskan hefir snúið baki við öll- um lrinum óþjóðlegu öflum, sem um skeið reyndu að ánetja hana og varð nokkuð ágengt. Með fullum rétti má telja, að þessum straumhvörfum valdi m. a. sá vandi,-sem borið befir að höndum íslensku þjóðar- innar. Menn hafa haft það á orði að nú væri þjóðin að ganga undir prófraun, er sýndi hvort hún væri þess um komin eða ekki að teljast sjálfstæð þjóð, og þessi kenning er rétt og tvímælalaus. Ef þjóðin á að standast þessa prófraun verður húu að fylkjast í eina órjúfandi heild til verndar öllum þjóðleg- um verðmætum og hugsjónum. Hún verður að vera þess albúin að fórna miklu til þess að vinna stóra sigra, en umfram alt verð- ur hún að gæta þess, að lirekja allar öfgar út i liafsauga, ef hún á að standast þá raun og ráða fram úr þeim vanda, sem nú hefir borið að liöndum. Öfgar eru aldrei hklegar til sig- urs, lieldur skynsemin ein, sem velur þann veg að „standa á réttinum“, þótt liin íslenska þjóð neyðist nú um stund til að „lúta hátigninni“, eins og einn valdsmaður þjóðarinnar komst að orði fyr á öldum er hann gekk fyrir Danakonung. Þing Sambands ungra sjálf- slæðismanfla, það er nú kemur saman, á að móta starfsémi æskunnar innan Sjálfstæðis- flokksins á komandi árum, — bæði stefnuna og slarfsaðferð- ir. — Eitt af höfuðskáldum vorum og merkustu brautryðj- endum á sviði stjórnmála og athafnalífs, hefir lýst hlutverki þjóðarinnar á þann hátt, að eigi verður betur gert: Starfið er margt, en eitt er hræðrabandið, -boðorðið hvar sem þér i fylking standið, Iivernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið. Þetta boðorð mótar fyrst og fremst starf og stefnu ungra sjálfstæðismanna. t Bjami Sæmundsson dr. phil. andaðist að heimili sínu liér í bæ í morgun. — Æviatriða þessa þjóðkunna merkismanns verður nánara getið hér í blað- inu síðar. . Slys. Snemma í gærmorgun varð slys á Hafnarfjarðarveginum, með þeim hætti, að maður á bifhjóli ók á vörubíl. Þetta skeði á afleggjaranum niður að Fífuhvammi. Vörubifreiðin hafði verið að ná i sand, og þegar hún ólc upp á aðalveginn, ók maðurinn á bifhjólinu á hlið bifreiðarinnar, framarlega. Skall maðurinn á hurð bílsins og braut hana, en féll síðan í götuna . Maðurinn á bifhjólinu — Einar Sigurðsson, búsettur hér í bæ, var strax fluttur á Land- spitalann. Hann fékk heilahrisL- ing, en var lítið meiddur að öðru leyti. Þegar Vísir spurðíst fyrir um líðan hans i morgun, var hlað- inu tjáð að honum liði vel. Húsnæðisvandræði íþróttamanna. Það hefir verið svo undan- farna vetur, að íþróttafélögin sum hafa orðið að leita á náð- ir skólanna um húsnæði fyrir íþróttaiðkanir. Skólanefnd Austurbæjarskól- ans hefir /samþykt nýlega að láta félögin fá tíma í Ieikfimis- Braga>slysið. Slysið vildi til i §tormi ogr niða-m^rkri. Fpásögn Stefáns Ólasonap kyndara. fréifír í gær laust fyrir hádegi kom „Haukanesið“ hingað til bæjar- ins með tvo af þremur þeirra manna er björguðust af „Braga“, en það voru þeir Þórður Sigurðsson 2. stýrimáður og Oddur Stefán Ólason kyndari. Þriðji maðurinn sem bjargaðist var Stefán Einarsson kyndari, en hann kvefaðist eftir volkið og var ekki fyllilega búinn að ná sér þegar „Haukanesið“ lagði af stað heimleiðis. Með skipinu kom einnig lík Ingvars Einarssonar skipstjóra. Tíðindamaður Vísis hafði tal af Stefáni Ólasyni í morgun og fer frásögn hans hér á eftir: Við komuni til Fleetwood þirðjudaginn þ. 29. okt., og lögðumst við akkeri fyrir mynni árinnar, því við gátum ekki komist upp í höfnina fyrr en daginn eftir. Við máttum engin ljós liafa og kom eftirlitsskip. til okkar til að segja okkur frá þessu. Talsvert fleiri skip lágu þarna, aðallega togarai’, og rétt hjá okkur lágu tveir færeyskir togarar, sem allir ætluðu upp í liöfnina strax og unt væri. Árla morguns, löngu nokkuð fyrir birtingu varð áreksturinn. Eg svaf í koju minni, ásamt þrem öðrum mönnum, aftur í skipinu. En frammi í skipinu sváfu hásetar. Á „vakt“ ofan- skips voru þeir Þórður Sigurðs- son, 2. stýrimaður, Lárus Guðnason, háseti og Sveinbjörn Guðmundsson. En niðri i vél- arruminu ;voru „á vakl“ þeir Ingvar J. Guðmundsson 2. vél- stjóri og Stefán Einarsson kyndari. Eg vaknaði við að skipið slengdist á aðra hliðiha og í mjög skjótri svipan. Eg rauk í ofhoði fram úr rúminu, var hálfklæddur og rauk upp í stig- ann. Eg hljóp út að lunning- unni stjórnborðsmegin, og þá var skipið alveg að komast á hliðina, eg slökk þá upp' á síðuna og álla leið útundir „slyngubrettið“. Þar nam eg eiít andartak staðar, af því að eg fann að skipið lá þá kyrt — en sú kyrstaða varði ekki nema örstutta’ stund, því á næsta augnabliki veltist skipið alveg á hvolf, þó ekki hraðar en svo, að eg gæti komist upp á kjölinn og þar beið eg í náttmýrkrinu uns hálur kom frá „Duke of York“ og tók mig. Eg heyrði ekkert og sá ekkert enda var myrkur. Skipið sem rakst á okkur varpaði að visu Ijósum á skipið, en ekld fyr en þó nokkru eftir að eg komst á kjöl. En þrátt fyrir birtuna sá eg ekki til mannanna þeirra sem björguðust, fyr en rétt um það leyti sem þeir voru teknir upp í björgunarbátirih. Eg vissi ekki hve lengi eg sat á skipskilinum, en það mun hafa verið nokkuð lengi, enda var mér orðið mjög kalt, þó eg væri ekki orðinn ncitt þjakaður eða farinn að tapa mætti. Þeim Þórði og Stefáni var bjargað á undan mér, en þeir voru eklci fluttir til skipsins sal skólans, svo sem hér segir: Ármann, Fram pg Valur fá 2 slundir hvert um sig, íþrótta- félag templara 3 stundir (þar af eina á sunnudegi), íþróttafé- lag kvenna 4 stundir og K. R. fær 5 stundir, þar af 1 á sunnu- dögum. K. R. er sérstaklega illa statt í velur, vegna þess að setulið- ið nolar hús þess sem verslun, og er það alveg liúsnæðislaust. Hefir félagið því einnig leitað á náðir Miðbæjarskólans og fær að nota leikfimissal skólans 12 slundir á viku. strax, beldur hafðir i hátnum þar til búið var að finna mig. Kólnaði þeim allmikið sem von- legt var, því þeir voru renn- blautir og þar að auki var stormur og kalt í veðri. Aðhlynningin í skipinu var prýðileg. Þegar við komuhi um borð, fengum strax sjóðandi kaffi og sterk vín og vorum hiáltaðir niður i rúm. Við það hrestumst við allir ákaflega lljótt, enda. varð okkur ekki meint við, að öðru leyti en því að Slefán kvefaðist lítið eitt, en varla svo mikið að orð sé á gerandi. Við vorum fluttir lil hafnar skamt frá Fleetwood, vorum þar kyrrir á fimtudag og lögð- um svo af stað með Haukanes- inu um miðjan dag á föstudag. „Eg vil að síðustu,“, segk' Ste- fán, „biðja Vísi fyrir alúðar- þakkir til skipshafnarinnar á „Haukanesinu“ fyrir framúr- skarandi alúð og aðlilynningu á leiðinni heim.“ Skemtanaleyfi verður að bindá því skilyrði að íslendingar hafi þar einir aðgang. Frá því er hið breska setulið settist að hér á landi, hafa blöð- in, þau, sem mark er á takandi, livatt almenning til þess að sýna sem mest afskiftaleysi og á- reitnisleysi í þess garð, og á það einnig við um hvern einstak- ling, sem liér á hlut að máli. Lið þetla er þannig hingað komið, að það á hér enga aðra eða frekari kröfu á hendur þegnum liinnar íslénsku þjóð- ar, nákvæmlega á sama hátt og íslendingar eiga rétt á því, að frá hendi hresku herstjórnar- innar sé liins sama gætt að því er veit að íslendingum. Þetta afskiflaleysi er frum- skilyrði þess, að sariibúðin verði órelcstralaus. íslendingar eru því óvanir að umgangasí her- lið,. þekkja elcki lög þau og reglur, skráðar og óskráðar, er um herlið gilda erlendis, og geta því óviljandi, vitandi eða óvitandi, gert sig seka um móðganir 1 garð herliðsins við ofnána sambúð. Það getur aft- ur leitt til margskonar óhag- ræðis fyrir þjóðina í lieild, og gefið tilefni lil afskifta, sem enginn æskir eftir frá liendi hins erlenda valds. Islendingar líta á hertökuna út af fyrir sig sem hina stór- feldustu móðgun, og nokkrir viðaukar liafa orðið þar á sið- an. íslendingar eiga óhægt með að sætta sig við ofbeldi og yfir- gang í livaða mynd, sem liann birtist og hsver, sem á hlut að máli, en það bætir að engu leyti málstað vorn, að einstakir þegnar taki upp þykkjuna, og geri sig seka um móðganir í garð þess, sem höfuðmóðgun- ina hefir drýgt gagnvart oss. Þar eiga íslensk stjómarvöld ein um að fjalla. Ofnáin sambúð getur ávalt leitt til árekslra, og því ber að gæta þess, að tilefni séu ekki gefin að ástæðulausu, einkum á samkomum, þar sem vín er. haft um hönd. Ætti það að vera ófrávikjanlegt skilyrði fyrir leýfisveitingum til skemtana- halds, að íslendingar einir liafi þar aðgang og engir aðrir. Vegna ógætilegrar hegðunar íslenskra þegna, sem ekki hafa virt þá sjálfsögðu skyldu að gefa ekki tilefni til árelcstra, liafa komið fyrir óþægileg at- vik nú nýlega, sem allir aðilar óska, að aldrei hefðu komið til. TJr því verður ekki bætt, en vel má at því læra. Þessi atvilc, sanna það m. a., að frumskil- yrði fyrir góðri sambúð er al- gert afslciftaleysi og áreitnis- leysi frá liendi beggj a þeirra aðila, sem hér ræðir um. Alt annað leiðir til ófarnaðar. — Stjórnarvöldin geta þó bægt þessari hættu á braut að nokk- uru, með því að binda skemt- analeyfi því skilyrði, að íslend- ingar hafi þar einir aðgang, og það verður að gera í framtíð- inni meðan þessi stundarsam- búð varir. 550 félagax í Bálfara- félagi íslands. Samkvæmt ársskýrslu Bál- farafélags íslands fyrir árin ’38 og ’39, á félagið nú rúmlega 31 þús. kr. í byggingarsjóði. Á síðasta Alþingi var hinsvegar feldur niður styrkur lil hál- stofubyggingar á fjárlagafrv. fyrir 1941,r að uppliæð kr. 10 þús. En félagið væntir þess fastlega, að þingið taki styrk- beiðni félagsins til greina í vet- ur og að bæjarsjóður Reykja- vikur styrki væntanlega bál- stofu með jafnhárri uiiphæð. Félagar Bálfarafélagsins eru nú 550, allir æfifélagar. Stjórn skipa: Gunnl. Claessen læknir, form., Ben. Gröndal verkfr. varaform., Björn Ólafsson stór- kaupm. gjaldkeri, Gunnar Ein- arsson prentsmiðjustj. ritari og Ágúst Jósefsson heilbrigðisfull- trúi. , I fyrra og hitteðfyrra voru Jörð. ÞriÖja hefti fyrsta árgangs hinn- ar nýju ,,JarÖar“ (ritstj. síra Björn O. Björnsson) er út komiÖ fyrir skömmu, allmikil bók, myndum prýdd. Höfuðritgerðin og lang- merkasta er eftir Árna prófessor Pálsson: Málskemdir og málvörn. Af öðru efni má nefna: „Svona fer Emil Ludwig að því“. (þýtt úr ensku). „Menningarsjóðsbækurn- ar“, eftir Guðbrand Jónsson.' Magn- ús Ásgeirsson: „Tvö þýdd ljóð“. „Yfirlit um heimsviðburði“ (Sig- urður Einarsson). „Styrjöldin". — „Hugleiðingar um uppskéru“ (R. Á.) „Arma Ley“ (Kr. G.). „Á kvennaþingi". — „Kona“ (Fram- haldssga eftir Somerset Maugham). „Þjóðaruppeldi, sérmentun karla og kvenna, hjúskapur og atvinna“ (Pétur Sigurðsson). „Vögguvísa" (eftir V. V. Snævar, lag eftir Sig- urð Þórðarson). „Islenska glíman“ (H. Hjörvar). „Orðsending til kaupendanna“, og margt fleira. Myndirnar í heftinu eru sumar mjög fagrar. Hefir síra Björn mik- inn hug á því, að gera tímarit sitt hið besta úr garði. Nemendasámband Verslunarskóla Islands heldur skemtifund fyrir meðlimi sína og gesti þeirra annað kvöld í Oddfell- owhúsinu. Næturlæknir. Theodór Skúlason, Vesturvalla- götu 6, sílni 3374. Næturverðir í Ingólfs apóteki og Laugavegs apó- teki. Vörður heldur fund í kvöld kl. 8/ í Varðarhúsinu. Jakob Möller, fjár- málaráðherra, hefur umræður. — Fjölmennið, Varðarfélagar! Framkvæmdanefnd sumardvalar barna (Rauði Kross j Islands o. fl. félög) sækir um 5000 kr. styrk til bæjarráðs til viðbótar áður veittum 25.000 kr. Verslunarmannafél. Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8j4 í húsi félagsins. Framhald umræðna um launamálið. Iívennadeild S.V.Í. Þeir, sem lofað hafa að gefa muni á híutaveltu Kvennadeildar Slysavarnafélagsins og geta ekki komið þeim sjálfir, eru góðfúslega beðnir að hringja á skrifstofu fé- lagsins, sími 4897, og láta vita þeg- ar sækja má munina. Háskólafyrirlestur. Sænski sendikennarinn frk. Anna Osterman flytur háskólafyrirlestur i kvöld kl. 8. Efni: Úr annálum Uppsalaháskóla í tilefni af Gustavs Adolfs-deginum. Öllum heimill að- gangur. Veitingamannafélag Reykjavíkur hefir sent bæjarráði erindi, þar sem farið er fram á að bæjarstjórn dragi að sér hendina um að veita meðmæli til að menn fái veitinga- leyfi. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Ingunn Sveins- dóttir og Haraldur Böðvarsson, út- gerðarmaður á Akranesi. Hallbjörg Bjariíadóttir heldur síðustu næturhljómleika sína í kvöld kl. nl/2, í Gamla Bíó. Hljómsveit Jóhanns Tryggvasonar 4 íslendingar bálsettir livort ár- ið i Danmörku, fyrir tilstilli Bálfarafélags Islands, en í ár var ekki hægt að koma þvi við vegna ófriðarins. Innheimta útsvara ur mun betur en í geng- fyrra. Á.skrifstofu borgarstjóra hefir verið samin eftirfarandi skýrsla um innheimtu útsvaranna þ. 31. október: 1939 1 940 Gjaldendur 14710 14988 — sem hafa greitt út- svar að fullu eða liluta 6295 10431 Hundraðshluti 2 af 1 . . 42.8 % 69. Greiðslur talsins 13820 32281 Meðalgreiðsla kr. 163.00 kr. 94. Áætluð útsvör — 4.541.210.00 —* 5.463.000. Innborgað — 2.261.352.00 — 3.055.551. — hundraðshl 49.66% 55. — útsvarseftirst — 555.629.00 — 680.529. Hundraðshl. eftirst 47.3 % 56.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.