Vísir - 11.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 11.11.1940, Blaðsíða 2
/ VÍSIR •t DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Æsingaskrif Alþýðublaðsins. jþví fer fjarri að nokkur til- raun liafi verið gerð til þess að hnekkja mannorði Stef- áns Jóhanns Stefánssonar í greinum þeim um utanríkismál- in, sem undanfarið hafa birst hér í blaðinu. Hann liefir fengið að njóta fulls sannmælis. Það hefir engin krafa verið gerð um það, að Iiann hyrfi úr ríkis- stjórninni. Það liefir ekkert ó- vingjarnlegt orð fallið í lians garð. Það liafa verið færð full rök að því, að hann á ekki að gegna embætti utanrikisráð- herra. En jafnframt hefir verið bent á það, að hann gæti tekið að sér önnur störf innan ríkis- stjórnarinnar, sem betur væri við hans hæfi. Það er þess vegna alveg ástæðulaust af Alþýðu- blaðinu, að vera að hleypa æs- ingi í þessar umræður. Við ætt- um öll að geta verið sammála um það, að þjóðinni sé það fyrir bestu að réttur maður sé á rétt- um stað í ríkisstjóminni. Við ættum ekki að þurfa að deila um það, að þetta sjónarmið á að ráða um verkaskiftingu milli ráðherranna. Sjálfstæðisflokk- urinn er stærsti flokkur þjóðar- innar og á þannig eðlilega kröfu til þess að utanríkismálaráð- herrann sé úr þeim flokki, úr því forsætisráðherrann er það ekki. Þegar það fer þannig sam- an, að flokkurinn hefir hæfasta manninum innan ríkisstjómar- innar á að skipa i þessa stöðu og iá eðlilega kröfu til þess, að skipa þetla embætti, að öðru jöfnu, er engin leið að koma því inn hjá hugsandi mönnum, að hér sé á ferðinni nein ósanngirni af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það er því örþrifaráð hjá Al- þýðublaðinu að gripa til æsinga í þessu máli og getur ekki dugað því stundinni lengur. * Alþýðublaðið hlýtur að skilja, að það er hvorki Stefáni Jó- hanni né neinum öðrum vegs- auki, að sitja í stöðu, sem ekki er við hans hæfi. Slíkt hlýtur að verða hverjum manni álits- skerðing, þegar til lengdar læt- ur. Þess vegna á að taka þvi með þökkum, þegar bent er á leið til þess að liæfileikar manns, sem þannig er settur, fói notið sín betur. Það er alveg fráleitt að halda þvi fram, að nokkur and- úð felist í því til Stefáns Jó- hanns, að honum er bent á það í fullri alvöru að skifta um starf. Það er þvert á móti. Alþýðublaðið tjaldar mjög vináttu sinni við Breta og skal liún ekki dregin í efa. Þess vegna færi ekki illa á því að blaðið tæki sér aðferðir Breta til eflirbreytni. Hvernig hefir tekist að sameina bresku þjóð- ina, svo að liún hefir aldrei ver- ið jafn einhuga og nú? Það hefir tekist með því að leita altaf að hæfasta mánninum. Bretar eru ekkert hræddir við að skifta um menn í ríkisstjórninni. Þeir eru liræddir við hitt, að láta menn sitja við störf, sem þeir eru ekki færir um að gegna. Þar helst engum uppi að bregðast við allri gagnrýni með því einu, að „þyngja á sér“. Þar er ekki til neins að segja: „Eg skal aldrei fara“, þegar rök eru færð að því, að selið er lengur en sætt er. * Æsingaslcrif þau, sem utan- ríkismálaráðherra lætur blaði sínu haldast uppi, gera ekki ann- að en árétta og fullsanna, að Stefán Jóhann skortir skilning á stöðu sinni. Það má benda á það, að fyrir nokkuru var flutt- ur til Englands ungur læknir, Bjarni Jónsson, fyrir það að hann hafði verið í flokki þjóð- ernissinna hér á landi fyrir 5 árum. Hann var ekki bendlaður við neina „fimtu herdeildar“ starfserni. Þá heldur Alþýðublaðið því hiklaust fram að svo og svo rnikill hluti af Sjálfstæðis- fiokknum sé nazistar, starfi hér sem „fimta herdeild“ o.g séu þess albúnir að reka njósnir fyrir Hitler. Ekki bara það, að meiri eða minni hluti sjálfstæð- ismanna liafi vérið nazistar ein- hverntíma — í gær eða fyrir 5 árum. Nei að þeir séu nazistar, séu „fimta herdeild“ hoðnir og búnir að reka njósnir fyrir Hitler. Úr því að ástæða var til að flytja Bjarna Jónsson úr landi fyrir að hafa verið nazisti 1935, — hversu miklu meiri ástæða er þá ekki til að flytja úr landi sjálfstæðismennina, sem nú eru nazistar, nú eru „fimta lier- deild“, nú eru virlcir eða óvirkir njósnarar Hitlers? Getur nokkur maður látið sér koma á óvart að Sjálfstæðis- flokkurinn getur ekki unað svona brigslum ? Og getur nokk- ur ímyndað sér, að áframhald- andi æsingaskrif Alþýðublaðs- ins geti orðið til annars en þess, að Sjálfstæðisflokkurinn verði því eindrégnari í þeirri kröfu, að Stefán Jóhann hverfi frá ut- anríkismálunum ? a Breskir hermenn bjarga barni úr tjörninni. Um kl. 2 e. h. í gær var f jöldi fólks á tjörninni á skautum, að- allega unglingar og börn. ísinn var hinsvegar veikur, einkum um Tjörnina miðja, og fór eitt barnið þar ofan í og gat enga björg sér veitt, enda mátti heita að höfuðið eitt stæði upp úr, en ísinn brotnaði jafnharðan er bamið reyndi að hefja sig upp á hann. Svo virtist, sem úrræðaleysi liefði gripið mjög um sig með- al skautafólksins, með því að engin Iiafði sig verulega í frammi til þess að bjarga bam- inu. Bar þá að breska liermenn, er fleygðu sér niður á ísinn og slcriðu í áttina til bamsins, en ísinn brast undan þunga þeirra og fóru þeir allir á kaf. Tókst þeim því næst að ná barninu og koma því upp á skörina með aðstoð þeirra, er þar stóðu, en við það verk brotnaði ísinn enn og einhverjir fleiri fengu dýfur. Stóð i þessu stappi alllengi, og með því að frost var og kuldi, má telja hepni ef krakkinn, Bretarnir og aðrir þeir, sem votir urðu, sleppa við lasleika vegna vosbúðarinnar. Það vakti athygli áliorfenda, að enginn íslenslcur lögregluþjónn sást í nánd við Tjörnina, en þess væri sannarlega þörf, með því að það er ekki óþekt fyrir- brigði, að börn álpist niður um ísinn. í þessu tilfelli, sem hér um ræðir, ber að þakka það snarræði og lijálpsemi Bret- anna, hve skjótt var komið barninu til hjálpar. Sjötta þing Sambands ungra Sjálf- stæðismanna hóíst hér i bænum um helgina. Þinpun vcrðnr væntanle^a §li(ið I tlagf. ekki til aukinnar opinberrar eyðslu ríkis, bæjar- og sveitar- félaga, sem óhjákvæmilega hefði i för með sér enn meiri erfiðleilca fyrir þjóðina þegar styrjöldinni lýkur og væntan- legt verðhrun slcellur á.“ Samþykt í einu hljóði. Þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna hófst hér í bænum s.l. laugardag og var sett kl. 2 e. h. í Kaupþingssalnum í Eim- skipafélagshúsinu. Kristján Guðlaugsson formaður Sambandsstjórnar setti þingið, með stuttu ávarpi til fundarmanna, en þeir eru um 80, og þar af um 50 fulltrúar utan af landi úr flestum sýslum. Að ræðu formanns lokinni var Jóhann G. Möller koshin forseti þingsins, en Gunnar Thoroddsen varaforseti. Ritarar voru kjörnir Hermann Guð- mundsson, Hafnarfirði og Val- garð Blöndal, Sauðárkróki, og endurskoðendur reikninga sam- bandsins þeir Jón Árnason, Akranesi og Páll Daníelsson, Bergsstöðum. Formaður gaf því næst skýrslu um starfsemi sam- bandsstjórnar og kom víða við, enda hefir dregist nokkuð, vegna ýmsra atvika, að halda sambandsþing. Var ætlunin að halda það á Þingvöllum í vor, með því að þá voru 10 ár liðin frá stofnun Sambandsins, en sú ráðagerð fór út um þúfur vegna hertökunnar. Er formaður hafði lokið skýrslu sinni varð fundarhlé, en fundur hófst að nýju kl. 4 sd., og flutti þá Bjarni Benediktsson Borgar- stjóri langt erindi og snjalt um stjórnmálaviðhorfið, en að máli hans loknu var nefnd kosin, er marka skyldi afstöðu og stefnu ungra sjálfstæðismanna og gera tillögur þar um. Voru í nefnd- ina kosnir eftirtaldir menn: Björn Loftsson, Bakka, Gísli Gíslason, Haugi, Baldur Daní- elsson, Vestmannaeyjum, Jón Árnason, Alíranesi, Magnús Jónsson, Mel, Björn Snæbjörns- son, Rvík, Óttar MöIIer, Rvík, Kristján Guðlaugsson, Rvik. Þá flutti Jóhann Hafstein langt og ítarlegt erindi um sjálf- stæðismálið, og að lokinni ræðu hans var nefnd kosin til að und- irbúa ályktanir í því efni, en hana skipa: Gunnar Thorodd- sen, Rvík, Sigurður Bjarnason, Vigur, Leifur Auðunsson, Dal- seli, Páll Daníelsson, Bergsstöð- um, Björgvin Sigurðsson, Rvík, Ásólfur Pólsson, Ásólfsstöðum, Sigurður Sigurðsson, Akureyri, Hermann Guðmundsson, Hafn- arfirði, Jóhann Hafstein, Rvik og Stefán Jónsson, Hafnarfirði. — Þá var og kosin allsherjar- nefnd og skipa hana þessir menn: Sigurður Haraídsson, Tjörnum, Þorsteinn Bemliarðs- son, Rvík, Stefán Ingimarsson, Litlabæ, Eggert Jónsson, Rvílc, Lúðvík Hjálmtýsson, Rvík, Baldur Jónsson, Rvík og Bjarni Björnsson, Rvík. Ekki vanst tími til að taka fleiri mál til umræðu á laug- ardaginn, enda efndi félagið Heimdallur til skemtunar um Icvöldið og var fulltrúum á Sam- bandsþingi þangað boðið. Stóð sá fagnaður fram eftir nóttu, en þar fluttu ræður Jóhann G. Möller, Valgarð Blöndal, Sig- urður Haraldsson og Magnús Jónsson frá Mel. Nefndir tóku til starfa í gær- morgun, en kl. 2 e. h. hófst fundur að nýju og gáfu þá full- trúarnir skýrslu. Fór allur fyrri hluti fundarins í þessar skýrslugjafir og tók fjöldi manns til máls og skýrðu frá starfseminni i flestum héruðum landsins, sem og hvaða ráðstaf- anir þyrfti að gera á hverjum stað flokknum til eflingar. — Þá skýrðu nefndir frá störfum og lögðu fram tillögur, en með því að áliðið var orðið fundar- timans tókst aðeins að afgreiða tillögur stefnuskrárnefndar, en af hálfu hennar liöfðu framsögu þeir Óttarr Möller og Björn Loftsson frá Bakka. Voru eftirtaldar tillögur nefndarinnar samþyktar ein- róma: Verkamannasamtökin. „Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna, haldið í nóvem- ber 1940, fagnar þeirri hreyf- ingu, sem liafin er til að lcoma á öflugum samtökum sjálf- stæðra verkamanna, og treystir þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn linni ekki baráttunni fyrir fullu jafnrétti og lýðræði innan verkalýðsfélaganna fyr en full- ur sigur er unninn.“ Samþykt í einu hljóði. _ Vinnudeilur. „Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna, haldið í nóvem- ber 1940, telur þjóðarnauðsyn, að atvinnurekstur landsmanna stöðvist eigi af ástæðum, sem landsmenn ráða við sjálfir, meðan svo horfir sem nú. Þingið beinir eindregnum til- mælum lil verkamanna og at- vinnurekenda, að semja hið fyrsta um kaupgjaklsmálin, þannig að komist verði lijá vinnustöðvun af þeim sökum.“ Samþykt í einu hljóði. SkattaJöggjöfin. „Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna, haldið í nóvenir ber 1940, lýsir yfir því, að það telur brýna nauðsyn bera til, að liraðað verði heildarendurskoð- un skattalöggjafar landsins, enda verði hún þannig úr garði gerð, að sjálfsbjargarhvöt éin- staklinganna og atvinnuvegir landsmanna geti þrifist, að tek- ið verði tillit til mismunandi á- hættu einstaklinga og atvinnu- vega, en á sambærilegan at- vinnurekstur verði sömu skatt- ar lagðir.“ Samþykt í einu hljóði. Efling sjávarútvegsins. „Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna, Iialdið í nóvem- ber 1940, lýsir ánægju sinni yf- ir þeirri viðréttingu, sem hafin er i sjávarútvegi landsmanna, og telur þjóðarnauðsyn, að hún verði eigi barin niður þegar i upphafi, heldur verði svo að þessum atvinnuvegi búið, að hann geti staðist verðsveiflur þær og skakkaföll, sem yfir geta dunið áður en varir.“ Samþykt í einu hljóði. Iðnaðurinn. „Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna, haldið i nóvenv ber 1940, télur nauðsynlegt að styðja heilbrigðan innlendan iðnað og miða allar aðgerðir við, að hann geti staðist eftir að óeðlileg höft eru niður fallin.“ Samþykt í einu hljóði. Frjáls verslun. „Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna, haldið í nóvem- ber 1940, telur að hag þjóðar- innar sé best borgið með frjálsri verslun, og skorar á rikisstjórn- ina að halda áfram á þeirri braut, að létta af verslunarliöft- unum, eftir því sem ytri ástæð- ur frelcast leyfa.“ Samþykt í einu hljóði. 8undrungaröflin. „Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna, haldið í nóvenir- ber 1940, lýsir yfir því, að það telur liöfuðskilyrði fyrir fram- tíð þjóðarinnar að landbúnaður og sjávarútvegur landsmanna megi eflast og þróast. Til þess að svo megi verði er nauðsyn- legt að gott samstarf sé milli manna, bæði til sjáyar og sveita, og vítir þingið liarðlega fram- komu þeirra, sem vinna að fjandskap milli þessara aðila.“ Samþykt í einu hljóði. Nauðsyn samvinnu. „Sambandsþing ungra sjálf- stæðismanna, haldið í nóvemr ber 1940, telur þjóðarnauðsyn, að samstarf sé milli höfuð- flokka um stjórn landsins eins og nú horfir. Þingið vítir þess vegna harðlega viðleitni núver- andi samstarfsflokka sjálfstæð- ismanna til að torvelda og sundra þessari samvinnu.41 Samþykt í einu hljóði. Sparnaður. „Þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna, haldið í nóvem- ber 1940, skorar á ríkisstjórn- ina að íhuga gaumgæfilega þá hættu, sem afkomu þjóðarinn- ar stafar af þeirri verðbólgu, sem styrjaldarástandið hefir skapað, og gera ráðstafanir til þess að stundarvelmegun at- vinnuveganna í landinu leiði Tillögur varðandi landbúnað- armálin verða afgreiddar á þinginu í dag. Fundur hefst að nýju kl. 5 í dag í Kaupþingssalnum og verð- ur þar lialdið áfrarn umræðum um tillögur nefndarinnaxy sem >kki voi’u afgi'eiddar og aðrar nefndir skila af sér störfum. Þá fer og frarn kosning sam- bandsstjórnar, og verður þmgr inu væntanlega slitið í kvöld. í gærkveldi sátu fulltráarnir boð sambandsstjórnar, ,og voru þar ennfremur mættir fulltrú- ar frá miðstjórn flokksins. Yar þar mikið um ræðuhölcE og söng. Til máls tóku: Hermann Guðmundsson, Magnús Jónsson próf., Leifur Auðunsson, Björn Loftsson, Valgarð Blöndal, Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein, Óttar Möller, Júhann G. Möller, Sigurður Bjarnason frá Vigur og Iíristján Guðlaugs- son. Sambandsþingið sendi þeim þakkir og árnaðaróskir Torfa Hjartarsyni bæjarfógeta á ísa- firði, sem var fyrsti forseti sambandsins og Thor Tliors að- alræðismanni í New-Yoi-k, sem var fyrsti fulltrúi ungra sjálf- stæðismanna á Alþingi. Enn- fremur var Bjarni Benedikts- son, settur borgarstjóri, liyltur af þingheimi. Þingstörf öll liafa gengið vel og greiðlega. Áhugi er mikill og alger eining og er þess að væn ta, að margír sjálfstæðismenn vinni mikið og gott starf í þágu flokks síns á komandi tímum. Slysfarii*: Þrír meon drokna írá Úlafsvík, einn frá Húsavik r ¥ illviðrinu, sem gekk um land alt á laugardaginn, drukn- uðu f jórir me'nn. Þrír þeirra druknuðu á legunni í Ólafs- vík en sá fjórði skamt frá Húsavík. Slysið í Ólafsvík vildi til sem hér segir, samkvæmt símtali, sem Visir átti þangað vestur í morgun. Opni vélbáturinn Dagmar var að koma úr róðri og var veður vont og sjógangur mikill. Þegar báturinn var kominn inn á leguna fékk hann á sig sjó og stöðvaðist vélin. Gátu bát- verjar þá ekki haldið í horfinu og sökk báturinn undir þeim. Fjórir menn voru á bátnum og druknuðu þrír þeirra: Pétur Jóhannsson, formaður, Guðjón Ásbjörnsson, vélamaður, og Jó- 'iannes Vigfússon háseti. Sá, sem bjargaðist var Hervin Pét- ursson, sonur formannsins. — Hafði hann verið í sjónum um 15 mín., þegar honum var bjargað. • Á laugardag var opinn vél- bátur, eign þeirra bræðra Aðal- steins og Sigurmundar Hall- dórssona frá Húsavik, að koma úr róðri. Báturinn var undan Saltvíkurbjargi, þegar vélin bilaði. Tókst ekki að koma henni.af stað aftur og drógu bátsverjar því upp segl og ætl- uðu að ná lendingu með þeim. En veður var ínikið og rifnuðu seglin. Bátinn rak upp í ldetta undir bjargi. Aðalsteirii tókst að halda sér við bátinn, þar til hann tók niðri, stökk þá upp á syllu i berginu. Sigurmund hafði tekið út, svo og þriðja manninn, Stefán Halldórsson (Hann er ekki bróðir þeirra). Höfðu þeir áður bundið lóða- belgi um sig. Aðalsteini tókst að klífa upp bergið og hélt strax áleiðis til Húsavikur. Þar vissi enginn hvað gerst hafði, en menn var þó farið að gruna, að ekki myndi alt með feldu, því að veður var dimt og vont. Var því bíll sendur af stað til þess að svipast um eftir mönnunum. Aðalsteinn mætti bílnum á miðri leið. Var hann fluttur lieim. Aðalsteinn var liálfrugl- aður og vissi ekkert um félaga .sína. Bíllinn fór síðan aftur og fann þá Sigurmund. Hafði liann komist upp i bergið eftir nokk- ura stund, en Stefán fanst hvergi. Lík lxans fanst í gær um þrjúleytið. Læknir hefir skoð- að það. Telur hann, að Stefán liafi rotast. Stefán var 41 árs að aldri. Ilann var kvæntur og lætur eft- ir sig 4 ung börn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.