Vísir - 12.11.1940, Síða 2
VfSIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstrœti)..
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Ver farið en
heima setið.
Tónas Guðmundsson er ein-
hver snyrtilegasti maður,
sem sést hér í bænum og mesti
skýrleiksmaður í tali. En það er
eins og hann megi ekki setjast
niður að skrifa. Þá er snyrti-
menskan öll rokin út í veður og
vind og skýrleikurinn sömu
leiðina. Það er þess vegna
klaufalegt af utanrikismálaráð-
herranum að fá Jónas til að
bera skjöld fyrir sig. í grein
sem Jónas skrifar í Alþýðublað-
ið í gær er hann að tala um að
ráðisl haff verið á utanríkis-
málaráðherrann liér í hlaðinu
með ódrengskaþ og róg. Það er
ekki til neins að reyna að telja
lesendum Vísis trú um þetta.
Hér í blaðinu liefir verið sagt
að núverandi utanríkismálaráð-
herra þætti „fremur lingerður“
maður. Tæplega er þetta svo
niðrandi, að liægt sé að brigsla
mönnum um ódrengskap og
rógburð, þólt þeir láli þessa
skoðun i ljós. En sannleikurinn
er sá . að. Jónas. Guðmundsson
gerir alveg óafvitandi lítið úr
ráðherranum. Því allur tónninn
í grein lians er þessi: Það er ekki
gustuk að vera vondur við liann
Stefán Jóhann!
Svona fer oft fyrir Jónasi
Guðmundssyni, þegar hann
reynir að skrifa hlaðagrein. Eða
er liægt að hugsa sér meiri
slysni en þá, að liann fer að hæla
Alþýðuflokknum fyrir það,
livað honum hafi tekist einstak-
lega vel að einangra kommún-
ista. Það er engu líkara en að
Jónas sé að gera leik að því, að
láta menn ldæja að sér og
flokknum. Á fimtudaginn var
gengu Alþýðuflokksmennirnir í
bæjarstjóminni til samfylking-
ar með kommúnistum. Það var
engin hætta á, að menn gleymdu
þessu, þótt Jónas yrði ekki til
þess að vekja athygli á því.
En þetta verður mörinum því
minnisstæðara þegar Jónas fer
að lýsa „samfylkingarpeslinni“.
En hún er „sífeldar vangavelt-
ur og koketterí við lygar, svik og
undanbrögð einræðisflokk-
anna“. Það var ljótt að þessi
hugvekja kom ekki fyrir síðasta
bæjarstjórnarfund. Þá hefðu
flokksbræður Jónasar kannske
ekki verið eins „koket“ við
kommúnistana og raun varð á.
Og svo kemur náttúrlega
gainli sörigurinn um að „sundr-
ungaröflin“ séu að „vekja ill-
deilurf< að óþörfu. Jónas getur
ekki skilið að það sé að vekja ill-
deilur, að brígsla stærsla stjórn-
málaflokknum, í landinu um að
hann' sé „fimta herdeild“ og
njósnarlið fyrir nazista. Hann
virðist telja það bæði drengilegt
og þjóðholt.
Það ætti að vera hverjum
hugsandi manni á íslandi hið
mesta keppikefli að sambúðin
við Breta gæti farið vandkvæða-
laust fram. Engum ætti að vera
þetta hugleiknara en utanrikis-
ráðheiranum og málgagni hans.
En hvað mundi líldegra til að
spilla sanlbúðinni en það, að
Bretár legðu trúnað á það, að
stærsti flokkurinn á íslandi væri
gegnsýrður af nazisma. Þetla er
I
það sem Alþýðublaðið hefir
verið að telja mönnum trú um.
Jónas telur að utanríkisráð-
herrann hafi til að bera mikla
„gætni og stillingu“. Vafalaust
er maðurinn stiltur, en er það
gætni að láta blaði sínu haldasl
uppi jafn háskalegur rógur og
komið hefir fram í því dag eftir
dag?
Það' er þessi „stilling“ þessi
„gætni“, sem Jórras telur liöfuð-
röksemd fyrir þvi, að núverandi
utanríkisráðherra eigi að íialda
áfram að gegna hinu ábvrgðar-
mikla starfi sínu. En svona
„stillmg“ og svona „gælni“, eru
einmitt fullkomnar röksemdir
fyrir því, að hann eigi að láta
af starfinu. Eftir lestur greinar
Jónasar Guðmundssonar liafa
menn sannfærst um það eitt, að
þar var ver farið en heima setið.
a
scin fórust
ined lleg'ra.
Þessir menn voru á v.b.
Hegra, er hann fórst á leiðinni
til Hafnarfjarðar frá Norður-
landi:
Jón Sigurðsson, vélsmiður og
útgerðarmaður. Hann var 57
ára og tvíkvæntur. Hann á tvö
uppkomin hörn frá fyrra hjóna-
handi. Með síðari konu sinni átti
Jón tvö börn 4ra og 7 ára. Móti
Jóni átti bátinn að hálfu:
Erlendur Oddgeir Jónsson,
frá Hafnarfirði, er var formað-
ur hátsins. Hann var 35 ára, að
aldri og lætur eftir sig konu og
mjög ungt harn. Auk þess álta
ára gamalt barn frá fyrra hjóna-
bandi. Erlendur álti lieima á
Öldugötu 22, Hafnarfirði.
Gestur Jónsson, 24 ára, frá
Hvallátrum í Patreksfirði. Hann
var ókvæntur en á foreldra á
lífi.
Jón Á. Guðlaugsson, 22 ára,
frá Akureyri. Hann var ó-
kvæntur, en átti barn á öðru ári.
Trausti Baldvinsson, 18 ára,
frá Hofsós. Ilann á foreldra á
lífi og mörg systkin.
Félag til styrktar
lömuðu fólki.
Víðsvegar um landið er all-
margt karla og kvenna, einkum
þó ungt fólk og hörn, sem af
völdum lömunarveiki hafa mist
starfsgetu sína að einhverju eða
verulegu leyti.
Til þessa hefir of lítið verið
gert til þess að lcoma fólki þessu
til hjálpar, en nú hafa nokkrir
áhugamenn bundist samtökum
um stofnun félagsskapar til
styrktar þvi.
Megintilgangur félagsins er
sá, að veita fólki þessu lijálp til
sjálfshjálpar, útvega því kenslu
í verklegum greinum, er sé við
þess hæfi, efla það til kaupa á
nauðsynlegum vinnutækjum og
efni o. s. frv.
Stofnfundur félagsins verður
haldinn í kvöld í Kaupþings-
salnum og hefst kl. 8%.
Vænta fundarboðendur þess,
að allir, sem Ieggja vilja hinu
lamaða fólki lið, mæti á fundin-
urn í kveld.
Nýja Bíó.
Athygli kvikmyndahúsgesta skal
vakin á því, að vegna þess, hversu
myndin „Mr. Smith gerist þing-
maður“, er löng, byrjar fyrri sýn-
ingin kl. 6.30.
Gamla Bíó
sýnir í fyrsta sinn í kvöld afar-
spennandi sakamálamynd, er nefn-
ist „Strokufanginn frá Alcatraz".
Eins og menn vita, er Álcatraz ram-
gerasta fangelsi Bandaríkjanna. —
Aðalhlutverkin leika J. Carrol Na-
ish, Lloyd Nolan og Robert Pjest-
on.
| Dr. Bjarni Sæmundsson |
fyrv. yfirkennari.
F. 15. apríl 186^. — Ð. 6. novembei* 1040
Þótt eg sé ekki náttúrufræð-
ingur og beri því miður rauna-
lega lítil kensl á þau efni, sem
náttúrufræðingar eru að glíma
við, langar mig alt að einu til
að skrifa nokkur orð um dr.
Bjarna Sæmundsson, sem nú
er nýlátinn, rúmlega 73 ára að
aldri, í minningu gamallar vin-
átlu okkar frá því við háðir
vorum ungir.
Hið allra fyrsta, sem eg man
eftir Bjarna Sænumdssyni, er
frá haustinu 1883. Eg kom þá
einn veðurgóðan dag upp á
hókhandsstofu Sigfúsar Ey-
mundssonar. Þar hitti eg fyrir
ungan og laglegan pilt, er sat
þar við lestur. Sigfús sagði
mér hvernig á piltinum stæði:
liann væri sunnan úr Grinda-
vík og vildi nú fyrir livern mun
verða „busi“. Þegar eg heyrði
þelta, gaf eg mig (með þrjá
skólavetur að baki og mikla
reynslu, að mér fanst) á tal við
piltinn og spurði hann, hvernig
liann hugsaði til þess að fara í
skólann. Hann svaraði: „Eg er
nú ekki kominn þangað ennþá
qg kemst líklega aldrei.“ Þarna
hófst kunningsskapur okkar
fyrir 57 árum.
Nokkurum dögum síðar
gekk Grindvíkingurinn upp lil
inntökuprófs í fyrsta hekk og
stóðst prófið með þeim lieiðri,
að verða næstur þeim efsta í
nýsveinabekknum. Og því sæli
hélt hann í bekk sínum, að eg
hygg, öll árin, sem hann var í
skóla. Efsta sætið mun jafnan
hafa skipað sami pilturinn, Sig-
urður Pétursson frá Sjávar-
horg, prýðilega gefinn piltur
(hann dó ungur sem sýslu-
maður í S.-Múlasýslu, 1896).
Öll skólaár sín var Bjarni á
kosti — og mig minnir líka lil
liúsa — lijá Sigfúsi Eymunds-
syni, og naut þar ógleymanlegs
ástríkis og umönnunar þeirra
lijóna, Sigfúsar og frú Solveig-
ar konu lians, en þau frú Sol-
veig og Bjarni voru að frænd-
semi systrabörn og Bjarni heit-
inn eftir afa þeirra heggja,
Bjarna Hannessyni um eitt
skeið spítalahaldara í Kaldaðar-
nesi.
Það kom þegar i ljós fyrsta
vetur Bjarna í skóla, að liann
var búinn ágætum námsgáfum,
en svo var vitanlega um marga
pilta aðra. En það var eitthvað
í svip þessa unga, fríða pilts,
sem skólabræður lians urðu
hugfangnir af, og dagfar hans
og öll framkoma slík, að þeir
fengu mætur á honum sem
góðu ungmenni og vel inn-
rættu. Hann varð því brátt eft-
irlætisgoð margra meðal pilta.
En námfýsi hans ávann honum
jafnframt hylli kennaranna. —
Nú er því svo farið, að altof al-
mennar vinsældir í hópi ungra
félaga, svo oft sem misjafn j
er sauður í mörgu fé, geta orð- j
ið miður happasælar fyrir
þann, er á þeim að fagna. En
hér reyndist það ekki svo. Hinn
ungi Grindvíkingur var gædd-'
ur þeirri skapgerðarfestu, er
hertigjaði liann gegn óhollum
áhrifum, en þá festu átti hann
að þakka góðu uppeldi í for-
eldraliúsum, sem orðlögð voru
fyrir háttprýði húsráðendanna
og heimilisstjórn.
Það mun hafa mátt segja
um Bjarna * Sæmundsson á
skólaárum hans, að hann væri
nokkurn veginn jafnvígur á
allar námsgreinar. Þó mun
hann hafa verið staðráðinn í
vali framtíðamáms sins um
það leyti, sem hann varð stúd-
ent. En það varð hann vorið
1889 með liárri lofseinkunn.
Að sjálfsögðu var mér á-
nægja að endurnýja gamlan
kunningsskap við Bjarna, er
hann kom til Hafnar þá um
sumarið. Yið liöfðum þá ekki
sést í þrjú ár. En þólt við hitt-
umst altaf öðru hvoru fyrsta
veturinn lians (en siðasta
minn) á Garði, þá áttum við
minna saman að sælda en eg
hafði húist við þessi þrjú ár,
sem við vorum þá samtíða i
Khöfn, sem orsakaðist af því
einu, að fyrir mér var tekið að
síga á seinni hluta námstímans
og að eklcert var sameiginlegt
með þeim námsgreinum, sem
hvor okkar lagði stund á.
Bjarni hafði ásett sér að húa
sig undir svo kallað skók^m-
hættispróf (magisterium) með
náttúrusögu og landafræði sem
aðalnámsgreinum, en eðlis- og
efnafræði sem aukanámsgrein- .
um. Þykist eg mega fullyrða, |
að þetta val hans hafi, að j
minsta kosti meðfram, verið
að þakka áhrifum tveggja á- '
hætra kennara hans hér við
skólann, Björns Jenssonar og
Þorvaldar Tlioroddsen, sem j
einmitt höfðu verið kenriarar j
hans í þessum námsgreinum.
En livað sem því líður, þá sneri
Bjarni sér að þessu námi sinu
ásamt f orspj allsheimspeki n n i
(fyrsta veturinn) með þeim á-
liuga og samviskusemi, sem
liafði einkent allan námsferil
hans undanfarið. Fór snemma
orð af þvi meðal stúdenta á
Garði hve kappsamur Bjarni
væri við lesturinn, hve gjör-
frásneiddur liann væri öllu
„slugsi“ og hve prýðilega liann
stundaði námið. Eg átti tvo
málkunningja, er háðir lögðu
stund á náttúrufræði. Annar
þeirra var Wesenherg Lund
(seirina nafntogaður „Fersk-
vandsbiolog“, sem Danir kalla
svo, og prófessor við háskól-
ann) og liinn var Adolph Jen-
sen (seinna stórlærður prófess-
or í dýrafræði). Þeir voru að
vísu lítið eitt eldri í náminu en
Bjarni, en höfðu þá kynst hon-
um nokkuð síðustu námsár
Bjarna. Er mér í minni, hve
mikið álit þeir höfðu á Bjarna
sem efni í vísindamann og það
þegar frá fyrstu kynningu.
Annar þeirra — hinn síðar-
nefndi að minsta kosti — varð
seinna vildarvinur Bjarna og
stóð árum saman í nánu hréfa-
sambandi við hann um náttúru-
fræðileg vísindaefni.
Vorið 1894 — eftir aðeins 5
ára háskólanám — lauk Bjarni
skólaembættisprófi sinu með
miklu lofi. Þótti það rösklega
af sér vikið á jafnskömmum
tíma, því að skólaembættis-
próf þóttu í þá daga alt annað
en leikur. Eg fór alfarinn heim
þá um sumarið og varð Bjarni
mér samskipa.
Þegar fyrsta liaustið eftir
heimkomuna hófst það starf
Bjarna, sem varð aðalstarf
hans við lærða skólann (er
seinna hlaut nafnið „almennur
mentaskóli“.) Dr. Þorv. Thór-
oddsen hafði fengið leyfi til að
létta af sér nokkru af kenslu-
stúndunum við skólann næsta
vetur, gegn því að liann tæki
sér aðstoðarkennara. Til þes’s
starfs valdi dr. Þorvaldur
kandidat Bjarna. En þegar á
næsta ári fékk sami kennari
leyfi til að dvelja vetrarlangt
erlendis til þess m. a. að vinna
að jarðfræðisögu íslands, sem
liann hafði safnað til á ferða-
lögum sínum um, landið mörg
undanfarin ár. Fékk liann því
Bjarna settan sér l'yrir stað-
göngumann meðan á þessu
stæði. En fjarvera Thóroddsens
frá skólastarfinu varð lengri en
hann hafði gert sér í hugarlund
og þar kom loks, að hann
beiddist lausnar frá adjunkts-
störfum liaustið 1899 og fékk
liana. Var þá Bjarni þegar
settur fastur kennari við skól-
ann og veitt það embætti í apríl
árið eftir (1900). Og þetta em-
hætti hafði hann svo á hendi til
haustsins 1923.
Það er nú síst mitt meðfæri
að Jeggja dóm á kennarastarf
Bjarna Sæmundssonar og alt
hans margþætta starf í sam-
bandi við það, svo sem rann-
sóknir þær, sem hann liafði
með liöndum á liverju sumri,
ýmist úti á reginliafi, á fiski-
skútum og seinna botnvörpung-
um, oft í misjöfnu veðri, eða
við ár og vötn í landi, alt í þágu
þeirra vísinda, sem voru orðin
lionum svo lijartfólgin og hann
vikli helga líf sitt. Það er enn
síður meðfæri mitt að leggja
dóm á hinar mörgu ritgerðir
lians (hæði á íslensku, dönsku,
ensku og þýsku) varðandi „líf-
ið“ í sjónum og vötnunum, eða
á kensluhækurnar mörgu, sem
hann samdi handa skólunum,
bæði í náttúrusögu og landa-
fræði. Og hið sama er að segja
uin slarf hans sem formanns
Náttúrufræðafélagsins (síðan
1905) og aðalskipunarmanns
Nátlúrugripasafnins í Lands-
bókasafnshúsinu, að ógleymdu
starfi lians í stjórn Fiskifélags
íslands frá því er það var stofn-
að. Á ékkert af þessu sé eg mér
fært, fáfræði minnar vegna, að
leggja dóm, enda fulllreysli eg.
því, að það verði gert af öðrum,
sem um það geta dæmt af
þekkingu. Það eitt tel eg mér
þó heimilt að segja um minn
látna æskuvin, að eg hefi að-
eins fáa menn þekt, er voru
jafn alteknir af áhugamálum
sínum og dr. Bjarni var. Um
þau liugsaði liann, fyrir þau
starfaði hann, i þeim lifði hann
öllum stundum. Hann fór þá
ekki lieldur varhlula viður-
kenningar þeiri-a manna, sem
bærastir voru hæði innanlands
og utan, til að meta að verðleik-
um hið yfirlætislausa starf
lians í þágu vísindanna. En sú
viðurkenning ætla eg að hafi
glalt Bjarna meira en alt ann-
að, þegar Háskóli Kaupmanna-
hafnar árið 1929, á 450 ára af-
mæli sínu, sæmdi hann fyrir
vísindaleg afrek hans liæsta
heiðrinum, sem háskólar geta
vísindamönnum í té látið, þ. e.
kjöri hann heiðurs-doktor í
heimspeki.
Að öllu athuguðu ætti það að
vera nokkurn veginn augljóst
mál, að Bjarni Sæmundsson
hafi sem mentaskólakennari
verið „réttur maður á réttum
stað“, enda var hann gæddur
ótvíræðum kennarahæfileikum.
Alt að einu er mér geði næst að
ætla, að hann með sinn djúpsetta
lærdóm og vísindalegu rann-
sóknargáfu, hefði notið sín enn
betur og orðið í enn fyllri mæli
„réttur maður á réttum stað“
sem háskólakennari, vegna
hinna margfalt hagkvæmari
starfsskilyrða, sem slíkir kenn-
endur eiga við að búa, en
mentaskólakennarar ekki með
þeirri niðslu á starfskröftum
kennara, sem þar á sér stað (t.
a. m. með 24 kenslustundum á
viku að jafnaði, sem lieimtaðar
eru af kennurunum, auk allra
heimavinnu, sem kenslan liefir
í för með sér!). Mér er þá ekki
heldur ókunnugt um, að það
kom, einatt til orða manna á
milli um það leyti, sem liáskóli
vor hljóp af stokkunum hve
æskilegt það hefði getað verið,
að þar hefði komist á fót kenn-
arastóll í náttúrufræði, og
höfðu menn þar sérstaldega
augastað á þeim Bjarna Sæ-
mundssyni og Helga Péturss
sem vænlegustu kennaraefnum
í þeirri grein. En fjárhagur
landsins þótti elcki leyfa slíkt
þá, og enn er sá kennarastóll
ókominn á fót.
Að dr. Bjarni, þrátt fyrir hin
miður góðu starfsskilyrði, varð
jafn-mikilvirkur með penna
sínum og raun gefur vitni, get-
um vér þakkað óþrotlegri iðui
hans og starfsgleði. En þetta er
því lofsverðara, þegar þess er
gætt, hve alvara lífsins einatt,
einkum siðari liluta starfsæfi
hans, gekk nærri lionum. Hinn
26. september 1896 hafði hann
gengið að eiga ungfrú Stedn-
unni Guðmundssen (dóttur
Sveins kaupmanns Guðmund-
sens frá Búðum og konu hans,
frú Kristínar f. Siemsen).
Fæddust þeim, í ástúðlegi’i
lijónasambúð þrjár dætur, er
urðu yndi og eftirlæli foreldra
sinna. Einni þeirri, Sigríði, urðu
þau á bak að sjá stálpaðri árið
1919, hinu elskulegasta og efni-
legasta barni. En, eins og mál-
tækið segir, er sjaldan ein bár-
an stök. Um þetta leyti tólc liús-
móðirin og móðirin vanheilsu,
sem mannlegir kraftar gátu
ekki rönd við reist og þyngdist
ár frá ári, uns h.ún lagði liana
í gröfina 21. jan. 1928, til sár-
asta harms eiginmanni og
dætrum. Ofan á þelta hættist
svo þrálát vanheilsa dr. Bjarna
sjálfs, sem ágerðist með liverju
ári og lilaut að liafa lamandi
áhrif á vinnuþrekið og þau þvi
tilfinnanlegri sem vinnulöng-
unin var óhreytt.
En þótt ekkils-líf dr. Bjarna