Vísir - 16.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 16.11.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ v Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afg'reiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1660 (5 línur). VeTð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Happdrætti Framsóknar. Tónas Jónsson skrifar í ^ fyrradag grein í Tímann um kosninguna i niðurjöfnun- arnefnd Reykjavíkur. En eins og kunnugt er, gerðu framsókn- armenn ásamt Alþýðuflokknum bandalag við kommúnista til þess að hrifsa meirihlutann í niðurjöfnunarnefndinni úr höndum sjálfstæðismanna. Þessi samfylkingarpólitík hefir að vonum mælst misjafnlega fyrir. Oí/ það er sannast að segja engin furða þótt mönnum bregði i brún, er slik tíðindi gerast. Alþýðublaðið og Tíminn keppast um að úthúða komin- únistum. Það er meira að segja reynt að sverta sjálfstæðismenn með þvi, að þeir séu ekki nærri nógu harðir í garð kommúnista. Það er bent á það, að kommún- istar sitji i ýmsum opinberum stöðum og í rauninni mætti svo virðast af skrifum þessara blaða, að sjálfstæðismenn eigi sökina á þessu. Það væri gaman að vita hvað margir kommún- istar hafa fengið starf hjá rik- inu síðan sjálfstæðismenn fóru að taka þátt í stjórn landsins og bera það saman við það sem áður var. Öllum er kunnugt, að því fer svo fjarri, að kommún- istum hafi verið bægt fná störf- um undir stjórn þeirra flokka, sem lengst af bafa farið með völdin seinustu 13 árin, að það voru um tíma þvert á móti hin bestu meðmæli að vera sem allra róttækastur i stjórnmála- skoðunum. Það er mikið talað um að kennarastéttin hafi verið mjög menguð af kommúnisma og farið mörgum og fjálgleg- um orðum um þá liættu, sem hinum uppvaxandi æskulýð landsins stafi af þessu. En hverjir hafa skipað kommún- istana í kennarastöðurnar? Einhversstaðar stendur, að eins og maðurinn sáir, svo muni hann og uppskera. Jónasi Jóns- syni líst ekki á þann gróður, sem sprottið hefir upp af því, sem hann og bandamenn hans liafa sáð á.undanförnum árum. En um þetta er ekki að sakast við aðra. Reynslan hefir sýnt að kommúnisminn hefir dafnað hér betur en i flestum nágranna- löndum okkar. Aftur á móti hefir nazisminn, þrátt fyrir mikla vináttu íslendinga við þýsku þjóðina, aldrei náð að festa hér rætur. Það er eftir- tektarvert að á sjálfu Bretlandi hafa verið tiltölulega álíka margir nazistar og á Islandi. Þetta er af því, að Sjálfstæð- isflokkurinn tók fyrir kverkar nazismanum. Ef Alþýðuflokk- urinn og Framsókn hefðu sýnt sama manndóm í viðureigninni við kommúnismann, hefði hann ekki orðið eins örðugur viðfangs og raun er á. Nazism- inn var kveðinn niður, en kommúnisminn fékk að vaða uppi. Þetta er allur munurinn. Jónas Jónsson liuggar sig með því, að .,happ-drættisvinn- ingur Sigurðar Jónassonar muni ekki hafa neina verulega þýðingu“. Þetta þýðir vist það, menn eigi góðfúslega að Það verður áð hækka styrkina til stúdentanna. Þeir eru nú 6 sinnum lægri en 1911. Stúdentar hafa í haust haldið tvo fundi þar sem rætt hefir verið um styrk jamálin, en þau eru nú komin í það öngþveiti að við svo búið má ekk lengur standa. Það er ótrúlegt en satt, að styrkir stúdenta eru nti að verðgildi 6 sinnum lægri, en þegar Háskólinn var stofnaður 1911. gleyma þessu samfylkingar- makki sem allra fyrst. En svo bætir Jónas Jónsson við: „En vel mætti „happdrættið“ um sætið í niðurjöfnunarnefnd verða til þess að vekja athygli sjálfstæðismanna á því, hve lítið þeir hafa gert til að tryggja liagfelda sambúð við Fram- sóknarflokkinn um málefní Reykjavíkur.“ Framsóknarmenn hafa ekki nema 1 fulltrúa af 15 í bæjar- stjórninni. Þeir virðast þvi liljóta að sætta sig við, að áhrif þeirra á bæjarmálin séu ekki ýkjamikil, meðan svo stendur. Þessi bending Jónasar Jónsson- ar verður því tæplega skilin á annan veg en þann að fram- sóknarmenn séu tilleiðanlegir til að gera samfylkingu við kommúnista, hvenær sem á þurfi að halda. Þetta kemur mönnum ekkert á óvænt. Framsóknarmenn flutu inn á þing á atkvæðum kommúnista við síðustu kosn- ingar. Kommúnistar liéldu því fram að þeir hafi komið fram- sóknarmönnum að í hvorki meira né minna en 7 kjördæm- um. Þess vegna kemur engum á óvart, þótt samskonar bandalag geti staðið fyrir dyrum í bæjar- málefnum Reykjavikur. Hitt ldýtur ýmsum að koma ein- kennilega fyrir sjónir, að í sömu andránni sem framsóknarmenn þykjast vera að ganga milli bols og liöfuðs á kommúnistum, skuli þeir falla fyrir þeirri freist- ingu, að gera við þá bpinbert bandalag, fyrir ekki stórvægi- Iegri ávinning en það, að koma Sigurði Jónassyni árlangt í niður j öfnunarnefndina. a Póstbáturínn »Ólaí« kominn fram. 1 gær auglýsti Slysavarnafg- lagið eftir póstbátnum „01af“ frá ísafirði, en hann hafði farið um tvöleytið aðfaranótt fimtu- dagsins frá Patreksfirði áleiðis liingað til Reykjavíkur. I gær- kveldi var liann ekki kominn fram og hvergi hafði orðið hans vart, svo að Slysavarna- félagið auglýsti eftir honum og fékk jafnframt varðskipið Ægi Fyrri fundur stúdenta var haldinn í október, en hinn síð- ari i gærkveldi. Báðir voru vel sóttir og voru stúdentar sam- mála um, að þessum málum yrði að fylgja fast eftir og leysa þau hið skjótasta. Axel V. Tulinius hafði fram- sögu á hendi á báðum fundun- um og bar að lokum fram til- lögur þær, sem hér fara á eftir: Almennur _stúdentafundur, haldinn 15. nóvember 1940, skorar á stúdentaráð að vinna að því við ríkisstjórn- ina og Alþingi: 1) að þeir náms- og húsa- leigustyrkir, sem Alþingi lief- ir veitt fyrir yfirstandandi liáskólaár, verði greiddir með þeirri dýrtíðaruppbót, sem lægsti launaflokkur fær hjá ríkissjóði, miðað við þá kauplagsvísitölu, sem í gildi er þegar styrkirnir eru greiddir, og 2) að vegna þess að stú- dentar (ca. 40 að tölu) hafa mist hlunnindi þau, er þeir höfðu af Garðvist, verði húsaleigustyrkur á þessu ári hækkaður um 6000 kr., í 15 þúsund krónur. Siðaiú tillagan hljóðar svo: Almennur fundur liáskóla- stúdenta, lialdinn 15. nóvem- ber 1940, lítur svo á, að vegna aukins stúdentafjölda og fjölgunar deilda í Háskólan- um sé nauðsynlegt að koma til að fara vestur og leita að honum í gærkveldi. Um fjögur leytið i nótt fékk Jón Bergsveinsson erindreki skeyti um það, að báturinn væri kominn til Skarðsvíkur á Snæ- fellsnesi og að alt væri i lagi nema talstöðin. styrkjamálum stúdenta á ör- uggan grundvöll, og felur þess vegna Stúdentaráði að vinna að því við ríkisstjórn- ina og hið háa Alþingi, að lög verði sett um ríkisstyrk háskólastúdenta, sem miðast við það álit, sem Alþingi í upphafi (1911) hafði á þess- um málum, þannig að tekið sé fult tillit til fjölda slúdenta þeirra, sem, nám stunda i Há- slcólanum og framfærslu- kostnaðar á hverjum tíma. Um þessar mundir eru um 290 stúdentar innritaðir í Há- skólann og er um helmingur þeirra styrks þurfi, en á undan- förnum árum hefir aðeins ver- ið hægt að veita 70—80 stú- dentum styrki. Það má liverjum hugsandi manni ljóst vera, að það er ekki vansalaust fyrir þjóðina að búa svo að slúdentum sínum, að þessu leyti, sem raun ber vitni. Við eigum nú einn fegursta og tilkomumesta liáskóla á Norð- urlöndum, en lil hvers er liann, ef eigi er jafnframt búið svo að þeim stúdentum, sem fátæk- ir eru, að þeim sé gert kleift að sækja hann? Vonandi verður þetta mál Ieyst hið hrá^asta á þann hátt, að allir megi vel við uná, enda mun krafa stúdenta eiga fylgi mikils meii’i hluta allrar þjóð- arinnar. Félag Harmoníkuleikara heldur einn af sínum vinsælu dansleikjum annað kvöld í Oddfell- oWhúsinu. Dansað bæði uppi og niðri. Auk þess sem harmoníku- hljómsveitir leika, þá leikur Hljóm- sveit Aage Lorange. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Hafnarfirði, heldur skemtun að Birninum í kvöld. 75 áp« i dag: x Jóhanna Gestsdóttir. Jóhanna Gestsdóítir, Stýri- mannastíg 7, er 75 ára i dag. Hún er alþekt merkiskona, sem, alið hefir mestan sinn aldur hér i bænum. Hún er ekkja effir tvo liina þektustu og manndóms- mestu skipstjóra, sem liér stunduðu sjó, þegar þilskipaút- gerðin var liér i blóma, þá Kristján Bjarnason og Pétur Mikael Sigurðsson. Báðir þess- ir dugnaðarmenn fórust með skipum sínum, og var sviplegt fráfall beggja. Jóhanna átti 3 börn með fyrra manni sínum og 2 með hinum seinni. Kom hún þeim öllum til þroska með hinum mesta dugnaði og mun þó oft hafa verið þröngt um vik. Hún er enn létt á fæti og dugnaðurinn og áhuginn sam,i og áður. Og alcjrei er liún svo önnum kafin, að liún reyni ekki að leysa livers manns vandræði, er til hennar leitar. Slíkar dugnaðar- og sæmdar- konur eru til fyrirmyndar í liverju bæjarfélagi. Helgidagslæknir. Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Vígsla Akureyrarkirkju. Akureyrarkirkja verður vígð á morgun og hefir biskupinn yf- ir Islandi, Sigurgeir Sigurðssojn, farið norður til að vígja hana. Þetta er ein með stærstu Qg veglegustu kirkj ubyggingum þessa lands. Guðjón Samúelssdn húsameistari rikisins gerði upp- drætti að henni og hafði yfir- umsjón með byggingu liennar. En kirkjuna bygðu þeir Guð- mundur Ólafsson, Ásgeir Aust- fjörð, Þorsteinn Þorsteinsson og Bjarni Rósantsson bygginga- meistarar. Auk þeirra sáu þess- ir menn um einstök atriði, er að byggingunni laut: Indriði Helgason rafvirkjameistari sá um raflagnir, Raftækjaverk- smiðja Hafnarfjarðar um hit- unartækin, Osvaldur Knudsen málarameistari um málningu, Kristján Aðalsteinsson hús- gagnameistari um. smiði á bekkjum, Ólafur Ágústsson húsgagnameistari um smiði á altari og kórumbúnaði og Ás- niundur Sveinsson myndhöggv- ari gerði lágmyndir á gafli söngloftsins. Byrjað var á kirkjubygging- unni árið 1938 og unnu þá skólapiltar i ákvæðisvinnu að byggingunni. Rúmar hún um 600 manns í sæti en alls komast í hana 1000—1200 manns. Gamla kirkjan var orðin of litil fyrir Akureyrai-bæ og var haldin kveðjuguðsþjónusta í lienni s.l. sunnudag. Itílstjóri sem liefir keyrt utanlands og innan, er einnig trésmiður, óskar eftir atvinnu. Tilboð, merkt: „Meirapróf“ sendist Yísi fyrir 20. þ. m. _á morgun ld. 2 í Bænahúsínu. Börnin ættu að hafa með sér myndabækurnar, sem þau Fengu i fyrra, til að fá i þær nýjar myndir. S. Á. Gíslason. Bretar íordæma allan sparnað við flug- vélaframleiðslu. [ 10.000 flugvélar á mánuði. | Eftir Brydon Taves, fréttaritara U. P. Bretar ætla að láta Heimsstyrjöldina 1914— 18 sér að kenningu verða. Þeim er orðið Ijóst, að þegar um framleiðslu her- flugvéla og baráttuna um yfirhöndina í lofti er að ræða, getur enginn sparn- aður komið til greina. — Árið 1916 var eitt sinn svo á- statt fyrir þeim, að þeir gátu ekki fullnægt kröfu um 120 flugvélar, sem nauðsynlega þurfti á Vesturvígstöðvunum. Nú gera flugforingjarnir kröfu til 10.000 flugvéla eða fleiri á mán. Þar með eru Bretar falhiir frá sparnaðinum, sem var boð- orð þeirra í næstum 20 ár eftir 1920 og dró alla vaxtarmögu- leika úr flughernum. Flugherinn — eða Royal Air Force (RAF) eins og hann heit- ir á ensku — er skipulagður á mjög heilbrigðan hátt og hefir mjög nána samvinnu við her og flota. Hann skiftist í 7 deildir, sem eru undir einni stjórn. ★ Það má segja, að RAF hafi elcki farið að nálgast núverandi mynd, né að fá fast skipulag fyrri en dag einn seint i nóvem- ber 1916. Þá barst bresku stríðs- stjórninni í Bretlandi bréf frá yfirforingja Breta í Frakklandi. Bréfið var frá Sir Douglas Haig, marskálki, og hann krafð- ist þess að fiá þegar 120 flugvél- ar, til þess að Þjóðverjar næði eklci alveg yfirhendinni í loftinu. Hinar nýju Albatros og Hal- berstadt-flugur Þjóðverja voru miklu betri en þær, sem Bretar höfðu á að skipa. Þjóðverjar höfðu þá endurskipulagt flugher sinn, sett hann allan undir eina stjóm og það boðaði lofthernað, sem engan gat órað'fyrir. En breska stjórnin var neydd til að segja Haig, að það væri ó- gerningur að fullnægja kröfu lians. Tultugu og þrem árum síðar, þegar Þjóðverjar hröktu hina hálfvarnarlausu Bandamanna- héri út úr Noregi, stóðu Bretar andspænis hinu sama vanda- máli. En nú er ekki krafist 120 flugvéla — heldur 10.000 á mánuði — eða jafnmargra og Bretar, Kanada og Bandarikin gæti með nokkuru móti fram- leitt. * Ein yfirstjórn, sem ræður tilraunum, framleiðslu, dreif- ingu, árásum og vörnum, er það sem mest er undir komið. Sumir hermálasérfræðingar Breta segjá hiklaust, að ef stjórn flug- liðsins hefði fengið að ráða stefnu sinni á friðartímum, myndi bardagarnir i Noregi og Niðurlöndum hafa farið á ann- an veg. í núverandi mynd varð RAF til 1. apríl 1918. Flugher hafði að vísu verið til síðan 1912, bæði fyrir landher og flota, en rígur og nágrannakritur var þar altaf í milh'. Bréf Haigs varð til þess að nefnd var stofnuð, er sá um alla framleiðsluna en ekki meira. Það var ekki fyrri en í júní 1917, að mönnum varð ljóst, að meira þurfi en það. Þ. 13. júní kom nefnilega floti þýskra Gotha-flugvéla og varpaði 4 smál. af sprengjum á London um bjartan dag. Bretar voru þessu alveg- óviðbúnir, 162 manns biðu bana og 432 særð- ust. Þá fóru menn í Bretlandi að hugsa sem svo, að stofna þyrfti sérstaka stjórn allra flugmála., Ilún ætti að sjá um varnir iðju- vera, gera árásir á fjandmenn- ina o. s. frv. í nóvember 1917 var framleiðsunefndinni breytt í ráðuneyti, er átti að steypa flugliðinu í eina heild. * Skipulag RAF er miklu ein- faldara en flotans og hersins. Eins og áður getur er stjórn þess skift í sjö deildir, en stjórn- andi liverrar deildar er ábyi’g- ur fyrir foringja herforingja- ráðsins, Sir Charles Portal. Af þessum sjö deildum eru orustu- og sprengjuflugvéla- deildirnar elstar. Sprengjuflug- véladeildin stjómar öllum þeim sprengjuflugvélum, sem heima eru, en hinni er falin vörn iðju- vera, borga o. þ. h. Hefir sú síð- arnefnda nána samvinnu við loftvamabyssudeildina, leitar- Ijósadeildina, belgjadeildina o. s. frv. Strandvarnadeildin heldur uppi njósnum með ströndum fram í samráði við flotamála- ráðuneytið. Þá er hún og til verndar kaupskipaflotum (con- voy). Kensludeildin er i tvennu lagi. Fyrst læra flugmannaefni alt um byggingu og fyrirkomu- lag flugvéla, en síðan tekur sjálf flugkenslan við. Hefir kenslu- deildin yfirstjórn allra flug- skóla. Viðgerðadeildin hefir á hendi viðgerð flugvéla, eins og nafnið bendir til. Hún liefir lilca eftirlit með skotfærum flugvélanna, sprengjum og að nóg sé jafnan fyrirliggjandi af varahlutum. Loks er sú deildin, sem hefir eftirlit með öllum loftvarna- belgjum og kennir meðferð þeirra. \ * Auk þessara deilda hefir flug- herinn f jórar fastar bækistöðv- ar í öðrum löndum, Palestínu, Indlandi, Singapore og Egipta- landi. Heyra þær undir flug- málaxáðuneytið bi’eska, en ráða sér að mestu leyti sjálfar. Flug- liðið, sem sent var til Frakk- lands, hafði sérstaka stjórn þar, en hún var ábyrg gagnvart flugmálaráðuneytinu. Flugdeildirnar í Ástralíu, Kanada, Kenya og Rhodesíu eru að öllu Ieyti óháðar flugstjóm- inni bresku. Þá er enn ótalín eín deíld breska flughersins — fluglið flotans. Það heyrir að öllu leytí undir flotamálaráðuneytið.RAF og fluglið flotans hafa jxó mjög nána samvinnu, þar sem því verður við komið. Fluglið flot- ans hefir þó sínar eigin reglur og sérstaka einkennisbúninga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.