Vísir - 25.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 25.11.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefancti: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Slysfaxir og slysavarnir. gTÖÐUGT ferst fjöldi manns á ári hverju hér við land af sjóslysum, og má þó undur telja eins og veðráttu er hagað hér, að síysin skuli ekld vera tíðari. Samkvæmt skýrslu þeirri, er forseli Samhands íslenskra fisk- framleiðenda gaf í morgun á fundi félagsins hafa 50 menn farist, við land og utan lands, af íslenskum, skipum, það sem af er þessu ári, og er þar stórt skarð höggið í fylkingu ís- lenskrar sjómannastéttar og raunar þjóðarinnar allrar. Með aukinni tækni á sviði sjávarútvegsins hefir stórlega dregið úr slysahættu. Skipin eru yfirleitt úthúin með ágæt- um tækjum, sem gera siglingar auðveldari. en áður, og veita frekara öryggi. Skipin eru stærri og tryggari en fyr, en þrátt fyrir allar hinar miklu framfarir, sem orðið liafa, er enn Iangt í land til þess að vel sé. Ber þá þess fyrst að geta að alger stöðvun hefir orðið á þró- un útvegsins nú ura margra ára skeið. í stað þess að efla út- veginn, endumýja skipin og auka öryggi sjomannanna, virð- ist svo sem þær tilhneigingar hafi alveg orðið að víkja fyrir taumlausri skattagrægði liins opinbera, og nú er svo komið, að togarafloti íslendinga er að mestu hygður upp af gömlum ,,ryðkláfum“, sem flesta þarf að endurnýja. Þegar þessa er gætt, má það furðu gegna, að enn séu menn að amast við því að togaraútveginum gefist færi á að afla sér nýrra skipa og tækja, sumpart til þess að auka öryggi þeirra, sem að atvinnu- vegi þessum starfa, en sumpart til hins, að auka afköstin og tekjumar fyrir þjóðarhúið. Nú á síðari árum hefir tog- urum fækkað til muna, og það má heila einstæður viðburður, að slik skip séu keypt hingað til lands. Liggur það að sjálfsögðu í því, að menn hafa flúið útveg- inn, vegna hinnar miklu á- hættu, sem honum er samfara, en heita má, að sú áhætta, að því er fjárhagsafkomu snertir, sé fyrst og fremst innlendur iðnaður, — framleiddur í þing- sölunum, — þar sem trúnaðar- menn þjóðarinnar ráða ráðum sínum henni til framdráttar og blessunar. Fjárkúgun sú, sem útgerðin hefir sætt til þessa veit okki fyrst og fremst að útvegs- mönnum, með því að þeir tapa aldrei öðru en fé sínu, lieldur öllu frekar að sjómönnunum, sem á skipunum eru, með því að þeir eiga alt á hættu. Það eitt og út af fyrir sig er ekld nóg til viðreisnar útveginum, að togaraeigendum gefist kostur á að greiða bönkunum skuldir sínar, heldur verða þeir einnig að fá færi á að endurnýja tog- araflotann. Á því byggist öll framtiðin, — afkoma þjóðar- innar og öryggi sjómannanna. I þessu efni, sem öðrum, þýð- ir ekki að stara einvörðungu á ástandið í dag. Það breytist fyr varir. Alla áherslu verður að leggja á hitt, að gera þjóðina færa um að mæta vaxandi erf- iðleikum, og það verður ekki AðaUundur S. í. F. hófst í morgun Félagið seldi fisk á árinu fyrir 22% milj. kr.s og reksturhagnaður er rúmar 2 milj. Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda hófst kl. 9 í morgun í Kaupþingssalnum. Formaður félagsins, Magnús Sigurðsson, setti fundinn. Fund- arstjóri var kosinn Benedikt Sveinsson bókavörður, en fundar- ritarar Árni Jónsson alþm, og A rnór Guðmundsson skrifstofu- stjóri. Þá var kosin kjörhréfanefnd: Kristján Einarsson, framkv.- stj., Jón Árnason, framkv.stj., Jónas Guðmundsson, framlcv.- stj., Jón Auðunn Jónsson, fram- kv.stj., Jóhann Þ. Jósefsson, al- þingismaður. Fundurinn er fjölsóttur, og er Vísi kunnugt um þessa fundar- menn utan af landi: Vilhjálmur Benediktsson, Norðfirði, Jón A. Jónsson, ísa- firði, Grímur Jónsson, Súðavík, Einar Guðfinnsson, Bolungavík, Elías Ingimarsson, Hnífsdal, Þórhallur Sigtryggsson, Húsa- vík, Jakob Frímannsson, Akur- eyri, Sigurjón Eyjólfsson, Kefla- vík, Elías Þorsteinsson, Kefla- vík, Sigurþór Guðfinnsson, Keflavík, Jóhann Guðnason, Keflavík, Einar G. Sigurðsson, Keflavík, Sveinhjörn Árnason, Kothúsum, Gísli Sighvatsson, Sólbakka, Þorbergur Guð- mundsson, Jaðri, Jóhannes Jónsson, Gauksstöðum, Halldór Þorsteinsson, Vörum, Þórður Guðmundsson, Gerðum, Guð- mundur Jónsson, RafnkeTsstöð- um, Ólafur Auðunsson, Vest- mannaeyjum, Tómas Guð- mundsson, Vestmannaeyjum, Sigurður Gunnarsson, Vest- mannaeyjum, Sigurður ÓTason, Vestmannaeyjum, ÁrsæTl Sveinsson, Vestmannaeyjum, Hannes Hansson, Vestmanna- eyjum, Guðlaugur Brynjólfs- son, Vestmannaeyjum, Eiríkur Ásbjörnsson, Vestmannaeyjum, Gunnar M. Jónsson, Vest- mannaeyjum, Sigurður Gunn- arsson, Vestmannaeyjum, BaTd- ur Guðmundsson, Patreksfirði, Alhert Guðmundsson, Tálkna- firði, Sæmundur Jónsson, Vestmannaeyjum, Gestur Jó- hannsson, Seyðisfirði, Iialldór Jónsson, Seyðisfirði. Þá er kjörbréfanefnd Iiafði verið kosin flutti formaður S. í. F., Magnús Sigurðsson banka- stjóri, skýrslu um starfsemi fé- lagsins. Mintist liann fyrst 50 sjómanna, er farist liafa á árinu. Um leið og eg visa til yfir- lits míns á aðalfundi Síf, 14. í'ebr. þ. á., og skýrslu félags- stjómarinnar fyrir félagsstarfs- árið 1. júlí 1939 til 30. júní 1940, — eg mun sérstaklega síðar víkja að niðursuðuverksmiðj- unni —, þá vil eg geta þess, að hér fer á eftir, viðvíkjandi starf- semi Síf frá 1. júlí þ. á. til 15. þ. m., og þá einnig víkja nokkr- um orðum að framtíðarhorfum gert með öðrum hætti öruggari en að hæta framJéiðslutækin. Það þýðir ekki að efla slysa- varnir í landi, ef sjómennirnir eru sendir út á liafið á lekahrip- um, sem standast hvorki storm né sjó. Hvorki vitar, slysavarnir né björgunartæki koma þá að haldi. Öruggustu slysavarnirn- ar felast i hinu, að liafa sem vönduðust skip og nákvæmast eftirlit með þeim, og skipin verða aldrei of vönduð og eftir- litið aldrei of nákvæmt, þegar um er að ræða líf og hagsmuni íslenskrar sjómannastéttar. En samhliða þessu geta svo allar aðrai' öryggisráðstafanir og slysavarnir komið að góðum nolum, en æðsta boðorðið er þetta og þetta eitt: Endurnýjum togaraflotann! á saltfiskverslun frá mínu sjón- armiði, þó það ef til vill falli ekki saman við skoðun annara. Aflinn. Eins og félagsmönn- um mörgum mun vera lcunn- ugt, þá hefir afli landsmanha frá áramótum 1940 til 15. þ. m. verið alls um 16,500 smálestir, og er það miðað við fullverkað- an fisk. / Sölur. Af þessum afla var ekkert selt, þegar síðasti aðal- fundur var haldinn, 15. febr. þ. á., en á árinu liefir verið selt og sent fiskmagn það, er hér grein- ir, og er þá um leið getið landa þeirra, er fiskurinn hefir verið seldur til. Selt hefir verið og sent: Til Portugal 4135 smál. — Ítalíu 385 — —- Englands 2113 — — Spánar 4790 — — Brazilíu og Cuba 326 — — Danmerkur 200 — Samtals 11949 smál. Samkvæmt því, er eg hefi nú sagt, voru því ófarnar frá land- inu 15. þ. m. 4600 smálestir af saltfiski, miðað við þurrfisk. En af þessum hirgðum eru seldar, en ófarnar: Til Poi'tugal 860 smál. —■Spánar 560 — —- Suður-Ame- ríku 400 — Það sem þá verður eftir af fiski, um 2800 tonn, er ætlunin að selja til Spánar, og Spánverj- ar vilja kaupa liann, og eru það 500 smál. af „Labradorfiski,, og 1000 smál. af „pressufiski“, en afgangurinn, um 1300 smál., sem er mestmegnis saltfiskur, er að miklum hluta seldur til Englands, og hitt seljanlegt hve- nær sem er. Hinsvegar er óvíst um, hve nær fiskur þessi fer, og valda þvi flutningsörðugleikar. Það hefir verið unnið að því, að festa skip til þess að flytja fisk þann, er þegar er seldur, en það hefir ekki tekist ennþá. Suður-Ameríka og Cuba. Vér liöfum selt rúmar 700 smál. af harðþurkuðum saltfiski til Suð- ur-Ameriku, en eftir eru ófarn- ar um 400 smál. Ennfremur eig- um vér um 450 smák, aðallega þurkaðan upsa, sem hæfur er fyrir þessa markaði, sem ennþá eru óseldar. Verð það, er boðið hefir verið fyrir þennan fisk, er ekki svo hátt, að Sif hafi tal- ið það viðunandi, og mun hann því að líkindum seldur til Eng- lands. Vegna stríðsins urðu öll við- slcifti og yfirfærslur erfiðari með degi hverjum, og kom það sérstaldega í ljós með farm þann, er seldur var og sendur héðan 27. febr. þ. á. Var þá af- ráðið af stjórn Sif að senda einn af framkvæmdastjórunum utan með e.s. „Thorfinn Jarl“, er fór til þess að gæta hagsmuna þess. Til þessarar farar var valinn Ólafur Proppé, framkv.stj., og hefir hann verið ytra síðan og stjórnin ekki óskað að hann kæmi heim fyr en sölum og greiðslum á þessa árs fiski er lokið á Spáni og Portugal, auk annara erinda, er hann hefir rekið fyrir Síf út af eldri við- skiftum. Það gekk í fyrstu mjög erf- iðlega að fá greiðslu fyrir farm- inn i „Thorfinn Jarl“. Ólafur Proppé fór utan með skipinu, og kom til tals að selja farmr inn til Ítalíu. Spánverjar buðust til þess að lalca farminn á land á sinn ícostnað, og flytja hann aftur á sinn kostnað, livort sem við kysum heldur til Bordeaux í Frakklandi, eða til Italíu, ef farmurinn yrði ekki greiddur á Spáni innan tveggja mánaða. Skeyti fóru fram og aftur milli stjórnar Síf og Spánar (Ö.P.) um þetta, og var loks ákveðið að losa farminn á Spáni. Greiðsla fyrir farminn úr „Thorfinn Jarl“ komst endan- lega í lag 16. apríl, með þeim hætti, að % farmsins skyldi greiðast eftir 3 mánuði, % cftir 6 mánuði og % eftir 10 mánuði. Síðar breyttist þetta sam- komulag þannig, að allur farm- urinn var greiddur 29. júni þ.á. Því er hér þessa sérstaklega getið, til þess að vekja athygli félagsmanna á þeim erfiðleik- um, sem nú er við að stríða með afhendingu og greiðslu seldra afurða, þó alt sé í lagi frá selj- andans hálfu; hefðu samlags- menn gott af að athuga þetta, þar sem hér er alt er heimtað af öllum, nema það eitt, að hver lieimti eitthvað af sjálfum sér. Rétt þykir mér að geta þess hér í þessu sambandi, áð Eng- land lánaði Spáni 2 milj. punda og naut Island góðs af þvi, þar sem greiðsla fyrir þennan farm og aðra Spánarfarma síðai' seldra, mun hafa greiðst af láni þessu og ísland þar notið við vinsamlegs stuðnings Englands. Þá vil eg einnig minnast á það, að um líkt leyti, eða í marslok 1940, seldi sendinefnd frá Norð- mönnum 12,500 smál. af salt- fiski lil Spánar af fyrra árs afla og var verðið 28/4 sli. cif. — 5 ára gjaldfrestur og vextir 3^2% —; á þann hátt og með þei'm kjörum getur Island ekki selt afla sinn. Meðan svo stóð á, var því um engar sölur á þann markað að ræða. Ferðalög framkv.stjóranna. En svo kom innrásin í Noreg, 9. apríl, og þá breyttist viðhorf- ið þar suður frá. Gerði þá fram- kv.stj. Ólafur Proppé, með samþykki stjórnar Síf, samning um sölu á 5000 smál. af fiski til Portugal og um, 5300 smál. af fiski til Spánar, og hefir áð- ur verið getið livað mikið af fiski þessum er farið og greitt og live mikið ófarið. Ólafur er ennþá suður frá og verður þar þar til séð er fyrir lokin á sölum þessum. Þá liefir hann og atliugað gamlar skuld- ir Síf á Spáni og vísast þar um til atliugasemda endurskoðenda við skýrslu félagsstjórnarinnar. Ólafur fór einiiig til Italíu og dvaldi þar stutta stund til þess að athuga sölumöguleika þar, og í Grikklandi,, en ekki varð af sölu þangað vegna styrjaldarútlits. Ítalía gerðist þátttakandi í heimsstyrjöldinni 11. júni s.l. og kom síðasti fiskfarmurinn með e.s. „Ivorea" þangað dag- inn áður og flutti liún afgang- inn af Ítalíufiskinum frá fyr^a ári. Rétt áður hafði ísl. skip, sem flutti fiskfarm fyrir Síf til Ítalíu, sloppið úr höfn og varð að hætta við að ná í fullfermi af vörum til íslands, til þess að komast á brott í tæka tíð. Skipum þeim, er Síf hefir sent farma sína með, hefir yfirleitt gengið vel, nema einu þeirra, e.s. „Tobago“, sem slrandaði við Skotlandsstrendur. Mann- hjörg varð, en farmurinn eyði- lagðist. Var skip þetta hlaðið fiski áleiðis til Portúgal. Farm- urinn var að sjálfsögðu vá- trygður og er nú greiddur. 1 sambandi við ferðalag Ól- afs Proppé þykir rétt að geta þess hér, að Thor Thors fram- kvæmdastjóri fór til Ameríku með e.s. Goðafossi 12. ág. s.l., sem aðalræðismaður Islend- inga í Bandaríkjunum, og hef- ir þvi Kristján Einarsson fram- kvæmdarstj. einn gegnt fram- kv.stjórastörfum hér heima undanfarið. Helgi Briem var sendur sem sendimaður ís- lands til Spánar og Portúgal, 23. sept. s.l. með aðsetri í Mad- rid og var það samkv. ósk Síf. Útborgunarverð fyrir seldan fisk hefir verið það, er hér segir: Portúgalsfiskur nr. 1 170 kn. fyrir skippund. Spánarfsikur % þurkaður 150 kr. fyrir skpd. Labradorfiskur 130 kr. fyr- ir skpd. Saltfiskur á 0.41— 0.45 fyrir kílóið á vertið, en 0.55 fyrir kílóið nú í haust. Enn er óákveðið úthorgunar- verð á 2000 smál., er síðast seldust til Spánar, við mun hærra verði en fyrri sölurnar. Fiskurinn mun yfirleitt hafa líkað vel, þar eð engar kvart- anir hafa borist né kröfur um skaðabætur, er nokkru nemi, en komið hafa fram smávægi- legar kröfur um bætur á und- irvigt á saltfiski og er það hvimleitt, ef' við getum ekki losnað við þær kröfur fram- vegis. Ýmsar upplýsingar o. fl. Eft- ir stríðsbyrjun, 1. sept. f. á., var búist við verðhækkun á ís- uðum fiski og hafði það i för með sér, að bæði togarar, línu- veiðaskip og stæri’i vélbátar fóru að kaupa fisk, um land alt að telja má, af hinum smærri vélbátum. Smátt og smátt bættust fleiri skip við 1 þennan hóp og fluttu þau is- aðan fisk til Englands. Voru skip þessi ýmist keypt eða leigð og voru sum þeirra útlend,. færeysk, norsk o. s. frv. Þó aflaskýrslur beri það með sér, að aðeins hafi aflast í salt um 16.500 smál. af fiski, það sem af er þessu ári, miðað við fullverkaðan fisk, þá mun lieildarafli landsmanna á þessu tímabili, þegar með er talinn ísaður og frystur fiskur, ekki hafa orðið minni að magni, en á árunum 1938 og 1939. Stríðið hafði í för með sér mikla friðun á miðum Iands- marina. Hundruð erlendra skipa hurfu af miðunum, er áður höfðu stundað þar veiðar. Var því gott útlit fyrir, að ver- tíðin yrði góð, ef gæftir yrðu sæmilegar, en vertíðin varð þannig, að þrátt fyrir friðun- ina og góðar gæftir, þá varð samt afli með minna móti lijá flestum, því að fiskigöngur komu aldrei að neinu ráði. Aflalirotan í Vestmannaeyjum brást alveg, sama má segja um Faxaflóa og víðar við land. Þetta varð.meðal annars til þess, að togararnir og línuveiðaskipin veiddu eða keyptu fisk í ís fyr- ir Englandsmarkaðinn, en fóru ekki á saltfiskveiðar nema log- arar Bæjarútgerðarinnar í Hafnarfirði, sem fóru 5 salt- fiskveiðiferðir og togarinn „Júpiter“, sem fór eina íir. Er þetta í fyrsta sinn, sem skipafloti þessi hefir ekki tek- ið þátt í saltfiskveiðum á vetr- arvertíðinni. Síðan stríðið liófst, hefir sala á saltfiski, eins og á flest- um öðrum framleiðsluvörum landsmanna, orðið mjög erfið og þá ekki síður verið erfitt að koma seldu vörunum til út- landa og virðist svo sem þessir erfiðleikar fari sivaxandi og það í stórum stíl. Fiskur liefir hækkað í verði, því er ekki að neita, en allur kostnaður við framleiðslu hans hefir eiunig liækkað gífurlega og þá ekki síst farmgjöldin og striðsvá- tryggingar. Það er stríð, og þykir rétt að minna á það, að það er eins og vér íslendingar, margir hverjir, alls ekki viljum taka tillit til þess, að ástandið er þannig, og höldum að vér ein- ir getum lieimtað alt eins og oss sýnist, en gleymum oftast hinu, að tiltölulega höfum vér ennþá lcomist best hjá ófriðar- erfiðleikunum, miðað t. d. við frændþjóðir vorar og ná- granna. ‘ Vér megum með vissu búast við því, að meðan ófriðurinn lieldur áfram, þá mun þrengja að mun meira að atvinnuveg- um vofum, en nú er, og er oss gott að Ieggjá"það vel á minnið. Markaðir hafa víða lokast al- veg fyrir oss, öll Norðurlöndin, Pólland, Þýskaland, Holland, Belgía, Frakkland og Italía, en við það að hún fór í stríðið, lokaðist einnig markaðurinn fyrir saltfisk í Grikklandi og Egiptalandi. Stríðið hefir valdið oss margskonar erfiðleikum, t. d. að ná andvirði fiskjarins, taf- ir með sendingu á honum, vandræði með að ná i flutn- ingaskip, — en oss hefir komið að miklu gagni hinn litli kaup- skipafloti vor; þá hafa einn- ig orðið óþægindi og aukinn kostnaður með sendingu hréfa og skeyta o. s. frv. Alt hefir þetta orðið til þess að auka all- an kostnað á þessum liðum Iijá Sif. Eg kem þá loks að útlitinu fyrir komandi ár, og vil i þvi sambandi taka það fram, er hér segir. — Þar sem búast má við, ef stríðið heldur áfram, að ýmsar þjóðir, er hér hafa stundað fiskveiðar við land með hund- ruðum fiskiskipa undanfarin ár, eins og Englendingar, Þjóð- verjar, Hollendingar, Belgir, Frakkar, Danir, Færeyingar og Spánverjar, geti ekki rekið veiðar liér að ári, þá mun það hafa í för með sér mjög mikla friðun á fiskimiðunum, og þar af leiðandi eru miklar líkur fyrir aukinni veiði landsmanna sjálfra, ef fiskur á annað horð gengur á miðin og gæftir eru sæmilegar. Þess skal getið um Færey- inga, að þeir munu að öllum líkindum sigla á England með stærri skip sín meðan verðlag þar á ísuðum fiski er sæmilegt. Búast rná við, að allar nauð- synjar til útgerðar hækki og að erfitt verði með að ná í sum- ar af þeim. Um verðlag er ekki hægt að spá neinu, en þó ætti einhver hækkun að vera í vændum, þar eð allar þessar framleiðsluþjóðir hafa stöðvað þessa framleiðslu, þó markað- ir hafi hinsvegar takmarkast mjög, en minna má á það, að íslendingar verða einnig og liafa ávalt tekið tillit til kaup- getu manna í þeim löndum, er þeir hafa selt saltfisk sinn til. Saltfiskur mun framvegis, og það ekki síður eftir stríð, vera alment neysluvara almennings í þeim löndum, sem úð undan- farnar aldir hafa neytt hans. Það er engin hætta á því, að liann hverfi af mörkuðunum. Hvaða lönd eru þá ennþá op-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.