Vísir - 25.11.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 25.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsspn Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. _f • "¦'...' " 1 í _s Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 5 línur Reykjavík, mánudaginn 25. nóvember 1940. 273. tbl. ÞJÖÐVERJAR HÓTA GRIKKJUM. Hulæt ^ið íhlutun Þjóðverja- í ltalkan§;tyrjöldinni þá og* þegfar Itölum gengur jafnerfiðlega og fyrr. Grikkir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum — EINKASKEYTI frá United Press. London i morgun. Það hefir vakið mikla athygli, að þýsku blöðin eru farin að hafa í beinum hótunum við Grikki. Greinilegast kemur þetta f ram í Diplo- matischer Korrespondenz, málgagni þýska utanríkis^ xnálaráðuneytisins, sem gerir útvarpsræðu Metaxas herf oringja að umtalsefni, en í ræðu þessari, sem flutt var sem ávarp til grísku þjóðarinnar, sagði Metaxas, að Grikkir berðisF ekki að eins f yrir Grikkland, heldur f yrir Albaníu og aðrar Balkanþjóðir — og þeir berðist með Bretum að enn æðra marki, — að því að allar undir- okaðar þjóðir fengi frelsi sitt á ný. Hið þýska blað, s.em f yrr var nef nt, aðvarar Metaxas og sakar Grikki um að vera verkfæri í hendi Breta, og verði þeir að taka afleið- ingunum. t 1 Bretlandi er litið svo á, að Hitler hafi séð fram á að hann verði að hjálpa Mússólíni á Balkanskaga, til þess að reyna að rétta við álit ítala og möndulveldanna, sem hefir beðið alvarleg- an hnekki vegna ófara ítala. I London er bent á, að Hitler geti ekki hjálpað ítölum á Balkan nema með því, að skerða hlutleysi Júgóslavíu og Búlgaríu eða kúga þessar þjóðir til fylgis við sig. En hvor leiðin sem farin yrði, um Júgóslavíu eða Búlgaríu, yrði afleiðingin, að styrjöldin færðist á nýjan vettvang. Júgóslavar hafa margsinnis lýst yfir, að þeir myndi verja sjálfstæði sitt, og ólíklegt er, að þeir láti kúgast til þess að leyfa Þjóðverjum að fara með her manns yfir land sitt. Sigrar Grikkja hafa og örvað Júgóslava til djarflegari framkomu gegn þeim, sem hafa í hót- unum. Sigrar Grikkja vekja umhugsanir um fornaldarfrægð Grikkja, sagði Churchill í skeyti. Vélahersveitir Breta í Súdan og á landamærum Kenya eru í sókn. Italir hafa nú hörfað undan frá Matama og það er helst, þegar dimt er orðið, að framvarðasveitir þeirra áræða að fara á stjákl í hæðunum þar í kring. Bretar hæðast að Itölum fyrir tilkynningar þeirra um, að þeir hafi Galabad enn á sínu valdi. — Suðurafríkönsk vélahersveit hrakti á flótta ítalska vélaher- sveit á landamærum Kenya, þrátt fyrir allmikinn liðsmun. — Ný-Sjálenskir flugmenn eru nú komnir til Grikklands, og stór- ar bréskar herflutningavélar, varðar orustuflugvélum, flytja stöðugt skriðdrekafallbyssur og ýms nútímahergögn til víg- stöðvanna, og eru þau þegar af- hent Grikkjúm. — Grikkir sœkja svo hratt fram á víg- stöðvunum fyrir norðan Kor- itza, að þeir gefa sér engan tima til þess að safna saman her- gögnum þeim, sem ítalir hafa orðið að skilja eftir á flótta sín- um. I Koritza hefir fundist mikið af skjölum, áróðursmiðum, til- kynningum o. fl., og er margt af þessu prentað á grisku. Átti að dreifa þessu meðal almenn- ings i Grikklandi jafnóðum og landið væri hernumið. Skildu Italir þetta alt eftir i flaustrinu, er þeir yfirgáfu borgina. — I Koritza hefir nú verið skipað bæjarráð, sem 11 Grikkir og 4 Albanir eiga sæti í, og er einn þeirra borgarstjórinn i Koritza. Breskar sprengjuflugvélar hafa gert árás á Elbasan i Al- baníu, en um þá borg liggur vegurinn, sem hersveitir ítala frá Pogradec fara á undanhaldi sínu. Churchill forsætisráðherra hefir sent Metaxas forsætisráð- herra Grikklands heillaóska- skeyti. Segir hann, að Bretum sé það mikil hvatning, að Grikk- ir hafi unnið glæsilega sigra i viðureign við óvinaþjóð, sem er margfalt mannfleiri og betur útbúin hernaðarlega. Breskí fluDhsrinn íer í -i; ' \\im\m\w\ Er frekar búist við, að Jugo- slavar muni grípa til vopna, heldur en- hleypa her annarar þjóðar inn í landið. I Jugoslavíu hefir það vakið mikinn ugg, að ýmsir búlgarskir stjórnmála- menn láta nú all dólgslega og heimta ,að-kröfur verði bornar fram um, að lönd verði látin af hendi við Búlgari, ekki að- eins sneið af Grikklandi, heldur einnig , sá hluti af Make- doniu, sem Júgóslavar eiga. — Búlgarar kunna að láta kúga sig til að fara að vilja Þjóðverja, og er þó vist, að konungur landsins og allur almenningur vill frið, en herinn er sagður á bandi Þjóðverja. En ef ráðist verður á Grikkland frá Búlg- aríu, hafa Tyrkir Iofað að grípa til vopna, enda telja þeir þá sitt eigið land í hættu. SIGRAR GRIKKJA. Grikkir sækja e'nn fram, á Öll- um vígstöðvum. I fregnum, sem bárust í gærkveldi, var frá því sagt, að vestast (við Adríahaf) hefði þeir tekið borg eina gegnt eynni Korfu, og væri Argyro Castro, sem er nokkuru aust- ar, i enn meiri hættu en áður, vegna þessa sigurs. I annari fregn segir, að Grikkir hafi náð á sitt vald hæðum, við Argyro Castro, og hafa Grikldr þar með fengið aðstöðu til þess að skjóta af fallbyssum á borgina^pg vegi, sem liggja að henni. Argyro Castro er einhver mikilvægasla hernaðarbækistöð ítala i Suður- Albaníu. Hafa þeir þar flugstöð mikla. Á Pindusvígstöðvunum er flótti ítala ekki eins hraður og annarsstaðar. Verjast nokk- urar hersveitir þar í f jöllunum, og nokkuru norðar reynir meg- inher ítala á þessum slóðum að búast fyrir í nýjum varnar- stöðvum. En Grikkjum veitti betur í öllum viðureignum þarna, er síðast fréttist. Á víg- stöðvunum fyrír norðan Koritza hafa Grikkir unnið mikilvægan sigur. Þeir hafa hertekið borg eina um 15 mílur norður af Koritza, og eiga þvi ófarnar að eins 15 milur til Pogradec. — Vegna hins nýja sigurs munu italskar hersveitir á þessum slóðum ekki geta leitað inn í Júgóslaviu . Landið milli Koritza og Po- gradec er mjög fjöllótt, og hafa Grikkir sótt þarna fram furðu hratt. Það var riddaralið, sem tók framannefnda borg. Grískar og breskar sprengjuflugvélar halda uppi árásum á hersveitir ítala á undanhaldinu. Það er leidd athygli að því, að ttalir hafa nú ekki sömu aðst^u og áður til þess að beita flugher sínum gegn Grikkjum, þvi að Grikkir hafa nú 3 flugstöðvars sem Italir höfðu við Koritza, á sínu valdi, og nái Grikkir flug- stöðinni við Argyro Castro á sitt vald, verenar aðstaða ítalska flughersjnj; í Albaníu enn að miklum mun. — Ástralskir og Grikkir komnir í úthverfi ^Poflr adec. Þeir tóku 1500 fanga í MoscopoL Gríska herstjórnin tilkynti í morgun kl. 11, að grískar f ramvarðasveitir væri komnar inn í úthverf i Pogradec. Er það riddaralið, sem þangað er komið. Borgin sjálf haf ði ekki verið hertekin, er síðast f réttist. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. I gærkveldi bárust fregnir um það frá ýmsum stöðum á ströndinni í Kent, að breskar sprengjuflugvélar hefðu farið i stórum hópum til nýrra árása á innrásarbækistöðvarnar við Ermarsund. Loftárásir á Bret- land voru með minna móti i gær. Þrjár þýskar flugvélar voru skotnar niður. I fyrrinótt gerðu breskar sprengju'flugvélar harðar árásir á marga staði á meginlandinu, og er einkum getið árásanna á Berlin, þar sem eldar komu upp á mörgum járnbrautar- stöðvum, m. a. kom sprengja beint á Potsdamjárnbrautar- stöðina. Hundruðum eld- sprengja var yarpað milli Pots- dam- og Ahhalterstöðvanna. Einn flugmaðurinn sá eld koma upp á 28 stöðum. Sprengjum var varpað á Kruppverksmiðj- urnar i Essen. I miðju verk- smiðjuhverfinu kom upp eldur á þremur stöðum, og var bálið einkanlega mikið á einum staðnum. Stórkostlegar spreng- ingar urðu. I Turin var varpað sprengjum á Fiat-hreyflaverk- smiðjurnar og konunglegu her- gagnaverksmiðjurnar, stálverk- smiðjur o.fl. hernaðarlega staði. London í morgun. Það var og opinberlega til- kynt, að Grikkir héldi öllum stöðvum, sem þeir hafa tekið við Argyro Castro. En auk þess herma fréttastofufregnir, að herlið Grikkja sé i nánd við borgina og italskar hersveitir séu á flótta til St. Queranti, á ströndinni. Hermálastjórnin gríska til- kynti i gær, að Grikkir hefði hertekið Moskopol á leiðinni til Pi-ogradec, og tekið þar 1500 italska fanga. Grikkir eru nú að hreinsa til á Koritzasvæðinu. Öryggismálaráðuneytið griska tilkynnir, að ítalir hafi engar loftárásir gert á griska bæi undangenginn sólarhring. Vaxandi andúð gegn Þjóðverjum í Belgíu. London í morgun. Fyrir skömmu fyrirskipaði þýska lögreglan (Gestapo) öll- um Gyðingum i Belgíu að ganga með armbönd, sem á væriprent- uð Gyðingastjarnan, þannig að þeir þektust frá öðrum borgur- um. Belgíu menn notuðu Almenningur i Belgíu notaði tækifærið til þess að láta í Ijósi andúð sina gegn hinum þýska yfirgangi ineð þvi að bera sams- konar einkenni og Gyðingar. Varð það til þess að lögreglan Ireysti sér ekki til frekari fram- kvæmda í auðkenningu belg- iskra borgara af Gyðingaættum, vegna hinnar almennu þátttöku borgaranna. Hliiíleysisíögum Bandarikjanna verður breytt Bretlandi í vil. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Það er nú tilkynt,v að King öldungadeildarþingmaður muni bera fram tillögur um það i dag í utanríkismálanefnd þjóðþings- ins, að Johnson-hlutleysislögun- um verði breytt þannig, að heimilað verði að veita Bretum lán til hergagna. — Náin sam- vinna Breta og Bandarikja- manna er til umræðu í Was- hington og hefir komið til mála, að Bretar setji eign sína i ame- rískum verðbréfum til trygg- ingar lánum þeim, sem þeir taka vegna stríðsins. ÞÝSKT HERSKIP VIÐ VESTUR-INDIU-EYJAR. Enkaskeyti frá United Press. * London i morgun. McKay-útvarpsstöðin í Bandarikjunum hefir birt fregn um það, að breskt skip hafi orð- ið fyrir skothríð þýsks herskips í nokkurri fjarlægð frá Vestur- Indíueyjum. — Líkur eru taldar til, að hér sé á ferðinni herskip það, sem sökti Jarvis Bay. Kunnir stjórnmála- menn látnir. London í morgun. Það var kunngert í London i gær, að látinn væri Tryon fyrry. ráðherra. Hann var eftirlauna- málaráðherra og póstmálaráð- herra Bretlands um nokkur'ár. Hann var 69 ára að aldri. Einnig var tilkynt i gær and- lát Craigavons lávarðs, forsætis- ráðherra Norður-írlands. Hann var forsætisráðherra Norður- írlands um fjölda mörg ár, harðskeyttur og eindreginn fylgismaður Breta, og mótfall- inn sameiningu Norður- og Suður-írlands. AFSTAÐA RÚSSA. London í morgun. Rússneska útvarpið birtir nú fregnir af umræðunum i búlg- arska þinginu á dögunum, og vitnar einkum í ræður þeirra þingmanna, sem vilja að Búlg- aría yerði hlutlaus áfram. Er þetta slrilið svo i London, að Rússar beiti áhrifum sinum til þess, að Búlgarar verði hlut- laxisir áfram. Stórkostleg árás á borg í Suður- Englandi. Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. I fyrrinótt var gerð stórkost- leg árás á borg í Suður-Eng- landi. Hver flugvélabylgjan kom á fætur annari, og hraðaði sér á brott, eftir að sprengjun- um hafði verið varpað niður. Stói-byggingar hrundu, eða urðu fyrir miklum skemdum, og voru meðal þeirra kirkja, sjúkrahús, gistihús, kvikmynda- hús o. s. frv. Eldur kom upp á mörgum stöðum, en með snar- ræði og harðfengi tókst að hindra útbreiðslu hans. Meðal margra manna, sem fórust, voru 2 slökkviliðsmenn. Það er í frásögur fært, að i kvikmynda- húsi einu, þar sem, 1500 manns sátu og horfðu á kvikmyndir, f ór enginn maður úr sæti, með- an árásin stóð yfir. — Loftárás- ir voru gerðar i fyrrinótt á fjölda marga staði aðra, en hvergi eins stórkostlegar semTá þessa borg. London i morgun. I þýskum .f regnum segir, að það hafi verið Southampton, sem varð fyrir árás þeirri, sem að ofan getur. I nótt var önnur mikil árás gerð á borg i vestur- hluta Bretlainfe. Þjóðverjar segjast hafa gert árás á Bristol í nótt sem leið og mun það vera sama árásin, sem átt er við í breskum fregnum. Slovakía aðili að þríveldasáttmálanum. Einkaskeyti frá United Press.. London i morgun. Dr. Tucka, forsætisráðherra Slóvakiu, skrifaði undir þri- veldasáttmálann (þ. e. Þýska- lands, ítaliu og Japan) í Berlín í gær. t dag er forsætisráðherra og utanríkisráðherra Búlgaríu væntanlegir til Berlinar, og er búist við, að þeir muni skrifa undir sáttmálann fyrir hönd Búlgaríu. Óttast um vélbátinn Eggert frá Keflavík. Átta bátar úr Keflavík, varð- skipið Ægir og bresk flugvél leituðu í gær árangurslaust að vélbátnum Eggert frá Keflavík. Flugvélin leitaði allsstaðar meðf ram Mýrunum og viðar, en varð hvergi neins vör. Keflavik- urbátarnir og Ægir leituðu einnig frá því um morguninn, en þeir urðu heldureinskis varir. Þegar Vísir hafði tal af Slysa- varnafélaginu í morgun hafði þvi enn ekki borist fullnaðar- skýrsla frá brésku flugmönnun- um, en hún er væntanleg sið- degis í dag. Eggert fór i róður á aðfara- nótt laugardagsins. Sunkist Creme Cítrónur 300 stykki í kassa eru þær bestu. , Nokkrir kassar óseldir. Heildi. LMDSTJARMAM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.