Vísir - 06.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 06.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR tr DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vetrar- hjálpin. EYKVÍKINGAR eru allra manna hjálpsamastir. Það hafa þeir ávalt sýnt, er eitthvað hefir á bjátað, hvort sem hlut liafa átt að máli borgarar höf- uðstaðarins, eða menn úr öðr- um landshlutum. Reykvíkingar hafa ávalt hrugðið við fyrstir manna og ótalið mun það fé, sem héðan hefir runnið til bág- staddra víðsvegar um land, og hefir þó aldrei verið leitað langt yfir skamt, þegar um hjálpar- starfsemi hefir verið að ræða. Það liafa þau reynt líknarfé- lögin, sem starfað hafa liér í hænum. 1 dag hefur Vetrarhjálpin starfsemi sína, en það er sú starfsemin, sem mestu liefir miðlað til fátækra og þurfandi á undanförnum árum, enda starfar hún að tilhlutun bæjar- stjórnar og nýtur styrks úr bæjarsjóði. Að þessu sinni verður starfinu hagað á sama hátt og undanfarin ár, enda verður framkvæmdastjórinn hinn sami, Stefán A. Pálsson kaupmaður, sem á undanförn- um árum hefir sýnt hinn mesta dugnað í þessii starfi, enda afl- að sér ahnenns trausts og vin- sælda fyrir það. í ár hefir verið meira um at- vinnu, en nokkru sinni fyr liinn síðasta áratuginn, en þess ber þó að gæta, að þessi atvinnu- aukning og aukið veltufé kem- ur ekki að öllu leyti almenn- ingi til góða, með því að aukin dýrtíð á öllum sviðum hefir lagt lóð sín á metaskálarnar þar á móti. Einkum hefir flýr- tíðin bitnað þungt á þeim, sem erfiðast liafa átt um vinnu- hrögðin, þ. e. a. s. gamalmenn- um og hinum, sem vegna heilsuleysis hafa ekki þrótt eða getu til að stunda erfiðisvinnu að staðaldri, en draga fram líf- ið með margskyns ílilaupa- vinnu, sem ekki hefir gefið verulega mikið fé í aðra hönd. Á þvi leikur enginn vafi að nóg- ir eru níauðstaddir hér í bæ, sem hjálpar þurfa með, og Reykvíkingar munu njiðla þess- um mönnum með þeim mun meiri ánægju, sem getan er meiri. Vetrarhjálpin birti í morgun ávarp til almennings, þar sem gerð er grein fyrir starfinu ár- ið 1939---40, en þá var út- lilutað af Vetrarhjálpinni: Af matvælum 979 sendingar fyrir samt. kr. 20.864.73, af mjólk 8879 ltr. kr. 3.575.84, af kolum 89.000 kg. kr. 8.197.20, af fatn- aði 7.900 flíkum fyrir kr. 30.158.36, og var þannig sam- tals úthlutað alt starfstímabilið fyrir kr. 62.796.13. Þeir, sem gjafir þessar fengu, voru 334 einstaklingar og 709 fjölskyldur, sem á framfæri smu höfðu 1381 barn, og má af tölum þessum marka hve þörfin hefir verið brýn fyrir hjálp þá, sem veilt var. í ávarpi sínu getur Vetrar- hjálpin þess, að þegar séu tekn- ar að streyma inn beiðnir frá fálæku fólki og fyrirspurnir um starfsemina í ár, og sé auðsætt að víða sé þröngt í búi, einkum hjá öldruðu fólki, og verði því hjálp öll þakksamlega þegin. Er vakin athygli á því í ávarp- inu, að það séu ckki aðeins pen- ingagjafir, sem til greina komi, heldur og matvæli og fatnaður, og Vetrarhjálpin mun að þessu sinni, sem undanfarin ár, starf- rækja saumastofu, breyta fatn- aði og sjá um aðgerðir og hreinsun eftir þörfum. Það skal fram tekið að skrifstofa Vetr- arhjálparinnar verður að þessu sinni að Tryggvagötu 28, neðstu hæð, og er hún opin alla virka daga kl. 10—12 f. h. og kl. 2 —6 e. h., en símanúmerið er 1267. Gjöfum verður einnig veitt móttaka í Franska spítal- anum, en þær sóttar til lnnna, sem þess æskja. Aðalúthlutun Vetrarlijáípjir- innar fer fram fyrir jólin, og er því áriðandi, að þeir, sem hugsa sér að láta eitthvað af hendi rakna, til þess að gleðja fátæka og liruma, geri það hið skjótasta. Þarf ekki að efa, að Reykvíkingar munu nú sem fyr leitast við að gera öllum gleði- leg jólin. Síðastliðinn miðvikudag var kveðinn upp í hæstarétti dóm- ur í málinu: Eigendur og vá- tryggjendur S.s. Dixie og farms þess gegn skipaútgerð rikisins. Urðu úrslit málsins þau, að á- frýjendur voru dæmdir til að greiða Skipaútgerðinni 280 þús. kr. í björgunarlaun og kr. 8.500 í málskostnað. Málavextir eru þeir, að 1. desember 1939 misti norska skipið Dixie skrúfuna. Var það þá statt 100 sm. suður af Vestmannaeyjum. Varðskip- ið Ægir dró Dixie til Re)rkja- víkur. Skipið, ásamt farmi, kol- um, vistum og farmgjaldi var metið á kr. 2.226.293.00. Sjó- dómur Reykjavíkur dæmdi Skipaútgerðinni kr. 300 þús. í björgunarlaun og kr. 12.500 — í málskostnað, en i hæstarétti voru björgunarlaunin, eins og áður segir, lækkuð í kr. 280 þús. og málskostnaður fyrir báðum réttum ákveðinn kr. 8.500.—. Hrm. Pétur Magnússon flutti málið af hálfu áfrýjanda, en Garðar Þorsteinsson hrm. af hálfu Skipaútgerðarinnar. Hættusvæðið minnkað. • I»ad færist vcstur um V2 grádu. Lesin var upp í útvarpið í gærkveldi auglýsing frá vita- málastjórninni til báta fyrir Norðurlandi, um að hlusta á tilkynningu, sem send myndi verða frá loftskeytastöðvun- um á ísafirði og Siglufirði síðar um kveldið. Tilkjmning þessi var um að hættusvæðið, sem tilkynt hafði Verið um í s.I. viku, hefði verið minkað, fært um hálfa gráðu í vestur. Náði það í fyrstu frá 66° n. br., eða frá Skaga við Dýra- fjörð og austur að 22° v. I., eða að Geirólfsgnúp á Strönd- um. Nú hefir þetta verið rýmk- að svo, að austurtakmörk svæðisins eru 22°30' (22 gr. og 30 mín.) v. 1., eða rétt austan við Hælavíkurbjarg. Við þessa rýmkun losnar nokkur hluti Strandagr-unns og Hornbanka undan bann- inu. Auk þess auðveldar þetta nokkuð samgöngur við Norð- urland. Frá bæjaritjórn: Hitaveitan - Báta- höfn - Götunöfnin / # Bæ.]arst]ornarfundur var haldinn í gær og voru þar vms mál til umræðu. Áður en gengið væri til dagskrár inintist Guðm. Ásb.jörnsson, forseti bæ.jarstjórnar, Péturs heitins Halldórssonar, borgarst.jóra með stuttri ræðu. Að ræðunni lokinni risu bæ.jarfulltrúar úr sæt- um sínum, en síðan var lesið upp bréf frá K. Langvad,- verkfræðingi H. & S., þar sem hann t.jáði bæ.jarst.jórn samúð sína við andlát borgarstjóra. Meðal þeirra mála, sem á , dagskrá voru, var Hitaveitan. | Skýrði Bjarni Beriediktsson frá himum síðustu ráðstöfunum í | því efni. Skýrði hann frá því m. a., að þótt alls ekki sé vonlaust að fá megi efnið frá Danmörku, þá hafi þó bæjarráð ákveðið að leita fyrir sér um efni annars- staðar. Hefði því verið ákveð- ið, að óska þess við ríkisstjórn- ina, að hún leitaði til breska sendiherrans hér um að Bretar hefði milligöngu í þessu máli — að útvega tilboð í efni í Eng- landi. En þótt þreifað yrði fyrir sér í Englandi — og jafnframt í Ameríku — þá verður samt ekki liætt við að reyna að fá efnið, sem liggur i Kaupmanna- höfn. 1 Bæjarráðið hefir leitað um- sagnar lögfræðinga um það, liver heri áhyrgð á efninu, sem er ennþá í Kaupmannahöfn, en sú álitsgerð er eigi fullgerð. Þá var og rætt um galna- nöfnin nýju, sem Vísir skýrði frá i gær. Kvað Bjarni Bene- diktsson það líklegt, að hygg- ingarnefnd myndi samþykkja jiessi nöfn, nema e. t. v. Sælún. Hin nöfnin eru Höfðatún, Sam- tún, Miðtún, Ilátún og Nóatún. Þá var og rætt um lengingu Sólvallagötu. Lagði Bjarni Benediktsson til að Kirkju- garðstígur og Hólatorg yrði ekki sameinuð Sólvallagötunni, heldur væri hún látin byrja á sama stað og áður. Rætt var um bátalægi í höfn- inni í sambandi við fundargerð hafnarstjórnar. Voru gefnar þær upplýsingar í þessu, að vegna efnisskorts í sumar hefði framkvæmdir í þessu máli fall- ið niður. En bráðlega yrði rann- sakaður staður fyrir smáháta í höfninni. Bátalegan, sem ætlað er að gera vestur við Grandagarð, er ætluð hátum af öllum stærðum. Hún er mikið mannvirki og tekur tíma að fullgera liana, svo að smábátaeigendur gela ekki beðið eftir henni. Til umræðu var líka að leigja skátum jörðina Úlfljótsvatn. Vildi Har. Guðm. að skátum yrði gert að skyldu að vinna þar að jarðabótum,, vegna þess, að ekki var minst á að þeir ætti að greiða neina leigu. H. G. bar þó ekki fram tillögu um þetta. Var samþykt að leigja Bandalagi íslenskra skáta jörð- ina. Er ætlun skátanna að reka þar búskap og kenna skátum alla algenga sveitavinnu. Esja tekur niðri. Esja tók niðri í síðustu strandferð sinni. Var skipið statt á Húnaflóa, á leið milli Bitrufjarðar og Hvammstanga í dimmviðri. Skipið laskaðist mjög lítið, aðeins ein plata ílfnaði lítils háttar og ekki meira en svo, að hægt var að láta viðgerð fara fram án þess að skipið færi i Slipp. »Stjórnmála- menskatt —o-- Fyrirlestur til styrktar starfsemi Sumargjaf ar — Barnavinafélagið Sumar- gjöf hefir í fyrsta sinni á þess- um vetri rekið dagheimili og barnagarð, og hefir aðsókn reynst svo mikil, að um 80 börn dvelja þannig á vegum félags- ins. Hefir það bækistöð sína á Amtmannsstíg 1 og 1 Vestur- borg, og hefir allur rekstur gengið vel og greiðlega það sem af er vetri. Fjárhagurinn er að sjálfsögðu frekar þröngur, en þeim mun meiri dugnaðurinn og áhuginn frá hendi forustu- manna félagsins. Nú nýlega hefir prófessor Guðbrandur Jónsson tilkynt stjórn Suniargjafar, acj hann hafi ákveðið að gefa félaginu allan ágóða af fyrirlestri, sem hann ætlar að halda í Nýja Bíó ! næstkomandi sunnudag kl. M/2 ! e. h., og ennfremur mun liann gefa félaginu fyrirlesturinn sér- prentaðan í 500 eintökum . Fyrirlesturinn nefnist: „Stjórnmálamenska“, en ekkért hefir prófessorinn viljað láta uppi um efni hans að öðru leyti. Telja þó kunnugir að þar muni „slegið á létta strengi“, og eins og kunnugt er, er prófessorinn manna fyndnastur og orðhepn- aslur, þannig að eklci þarf að efa, að fyrirlesturinn mun verða f jölsóttur. Það er nú langt um liðið frá því, að almenningi liefir gefist kostur að hlýða á prófessor Guðbrand, og ætti þannig að vera vel undir það búinn, að veita lionum áheyrn að nýju, — ekki síst þar eð menn styrkja gott málefni, sam- timis því, sem þeir njóta ánægj- unnar við að hlýða á fyrirles- arann. Góður afli og mikil atvinna á Siglufirdi. Fréttaritari Visis á Siglufirði símaði hlaðinu í morgun, að gæftir væru þar nú stirðar og frekar erfitt tiðarfar. Þegar á sjó gefur er afli aftur sæmileg- ur og stundum ágætur, einlcum ef róið er á Slcagagrunn. Hlut- ur í róðri er þetta frá kr. 50,00 til 70,00, en hæsti heildarhlutur á háta er kr. 1500—1600. Er m.b. Hjörtur Pétursson afla- hæstur, en hann liefir stundað róðra frá því i septemberlok. Atvinna er nú með mesta móti á Siglufirði og afkoma al- mennings sæmileg. Einkum er nrikil vinna við liið nýja hrað- frystihús. Tók það til starfa lrinn 12. júní i sumar og hefir þegar sent frá sér 5400 kassa af frystum og flökuðum þorski, ýsu og rauðspettu. Frystihúsið hefir aðeins tvö vélakerfi, en vinnan hefir gengið gfeiðlega og að óskum. Islaodsmeistðrarnir sioruöu Vestuianuaeyinoa. Úrslitin i Handknattleiks- kepninni í gær urðu þau, að Ivarlaflokkur Hauka úr Hafnar- firði vann karlaflokk Ármanns með 25:24. En í kvennakepn- inni sigraði flokkur Ármenn- inga Vestmannaeyjastúlkurnar með 13:6. I kvöld keppa Valur og Vík- ingur (2. fl. karla) og Vest- mannaeyjastúlkurnar við kven- flokk Hauka. Iíepnin fer fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar. — Merkilegur háskóla fyrirlestur. Á sunnudaginn flytur pró- fessor Guðmundur Thoroddsen mjög merkilegan fyrirlestur fyrir almenning í hátíðasal Há- skólans. Er þetta þriðji fyrirlesturinn fyrir almenning, sem liáskóla- lcennarar flytja, en á sunnudag- inn var flutti próf. Niels Dung- al fyrirlestur um skammdegið og áhrif þess á heilsufar manna. Hlýddi fjöldi manns á þann fyrirlestur. Fyrirlestur próf. Guðmundar Thoroddsens verður um krabbamein. Mun marga fýsa að fræðast um það af vörum próf. Guðmundar. Fyrirlestur- inn hefst kl. Z1/^. Morgenthau sammála Jesse Jones. London í morgun. Morgenthau, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, liefir lýst yfir því að hann sé sammála Jesse Jones, formanni lána- stofnunar Bandaríkjanna, að það sé áhættulaust, að lána Bretum. -— Sir Frederick Phil- ips, fjármálasérfræðingur breska fjármálaráðuneytisins, sem nú er kominn vestur, hefir byrjað viðræður sínar við stjórnmálamenn- og fjármála- sérfræðinga. í dag ræðir hann við Morgenthau. Horfir vænlega, að Bretar fái lán eftir þörfum i Bandaríkjun- um. Hjúskapur. 23. nóv. s.l. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Matthildur Maríasdóttir og Einar Sigurbjörns- son. Heimili þeirra er á Skeggja- götu 16. , 100 miljöoir dollara til þess að reisa flugvélaverk- smiðjur London í morgun. Til marks um það hversu mikil láherslu er nú lögð á það vestra, að efla flugvélafram- leiðsluna, er það að flugvéla- framleiðendur hafa lagt 100 milj. dollara í nýjar flugvéla- verksmiðjur, en verkamönnum í slíkum verksmiðjum hefir fjölgað á einu ári úr 28.000 í 165.000 og fer enn fjölgandi. 4. stjórnmálanám- skeið SjálfstæðisfL senn á enda. Nú um helgina lýkur fjórða stjómmálanámskeiði Sjálfstæð- isflokksins. í því tilefni hélt Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þátttakendum þess samsæti í ' gær. j Sumir hinna ungu manna liéldu ræðu þarna í gærkveldi og voru það þessir: Jónas Magnússon frá Strandarhöfða i Rangárvallasýslu, er mælti fyr- ir minni Islands, Páll Daniels- son frá Bergsstöðum á Vatns- nesi, er mælti fyrir minni Sjálf- stæðisflokksins, Ásólfur Páls- son frá Ásólfsstöðum, er talaði um samstarf sveita- og kaup- staðafólks, Eyjólfur ísfeld frá Eskifirði, er talaði um þátttöku æskunnar í stjórnmálunum, og Baldur Skarphéðinsson frá Hróarsstöðum í Axarfirði, er talaði um starf stjórnmálaskól- ans. i Fleiri ræður voru og lialdnar. | Tveir þátttakendanna, þeir Ás- ólfur Pálsson og Sig. Þorbjarn- arson frá Geitaskarði, skemtu með tvísöng. Samsæíið fór ágætlega fram og var hið ánægjulegasta. I.O.O.F. 1 = 1221268'/,= Æfintýri Lawrence í Arabíu, eftir Lowell Thomas, eru nýkom- in út í þýSingu Páls Skúlasonar. Þetta er mikil bók, prýdd fjölda mynda og með afbrigðum skemti- leg. Fjallar hún um einn mesta og fífldjarfasta æfintýratnann þessar- ar aldar. Bókarinnar verður nánar getiÖ siðar. Næturakstur. Aðalstöðin, Lækjartorgi, sími 1383, hefir opið i nótt. 000ííí>»00t>0öís0tí0íi00ííí>0!ií50íií>ííísíi00íí0í>ö00í>i3í5t>0íst5í5öö00íííxs0« p Hjartanlega þakka ég auðsýnda ástáð og vmáttu || á sextugsafmæli mínu. g KjartanÓlafsso n., OOOOOOÖOtStSOtSOOOtÍOOOtSOOOOöOOOOQöQOOÖÖÖtÍÖOtÍOÖtÍOÖOOöööCOt DAMEIKIIB í Oddfellow-húsinu laugardaginn 7. des. kl. 9 l/i. — Húsið opnað kl. 9. DANSAB UPPI 0« \IIUtI Aðgöngumiðar seldir í Oddfellow frá kl. 6 á laugardag. AÐEINS FYRIR ÍSLENDINGA. Zophonías Thorkelsson vantar tvö herbergi og eldhús eða heila hæð. — Húsgögn þurfa að fylgja.- Menn snúi sér til Kristjáns GuðlaUgssonar ritstjóra Vísis. — Sími 1660.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.