Vísir - 17.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 17.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ar. Reykjavík, þriðjudaginn 17. desember 1940. Ritstjóri 1 - Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla J 5 Hnur 293. tbl. MESTA ORUSTA SIÐAR Bretar sækja íram í áttina til Tobrouk, Refsiaðgerðir gegn Bretum. Þeir hertóku Kapnzzovirki ogr Nollum í grær eftir þrigrgja iólarhringa oruitu. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Bretar vinna hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Að eins viku eftir að sóknin mikla hófst (þ. e. í gær) höfðu þeir hrakið innrásarherinn ítalska úr Egipta- landi og sóttu hratt fram vestur á bóginn, í Libyu, í áttina til Tobrouk, eftir að hafa hertekið Sollum á landamærunum og Kapuzzovirki, en við þessa tvo staði hafa staðið harðar orustur í þrjá daga. Eftir að ítalir hafa orðið að gefast upp þar eru enn minni líkur til þess en áður, að þeim auðnist að stemma stigu við framsókn banda- manna. Næsta markmið bandamanna er Tobrouk, mikilvæg bækistöð og flotastöð Itala á Libyuströndum. Tepeliia fallii. Grikkir hrinda gagn- áhlaupum ítala. EINKASKEYTI frá U. P. — London í morgun. Fregn frá Struga í Júgóslavíu hermir, að öll borgin Tepelina sé á valdi Grikkja. Fregn þessi er ó- staðfest. Hermálaráðuneytið griska til- kynnir í morgun, að til frekari bardaga liafi komið á ýmsum vígstöðvum. Bardagar þessir hafa yfirleitt verið í srnjáum stil, og hefir Grikkjum veitt betur. Hafa Grikkir bætt aðstöðu sína og sótt nokkuð fram. í fregn frá útvarpinu í Búda- pest segir, að Grikkir séu í sókn á öllum vigstöðvum, þrátt fyrir erfiðleika, sem miklar fann- komur valda. Snjórinn er um 3 fet á dýpt víða og sumstaðar enn dýpri. Bardögum heldur á- fram við Kimara og Tepelina og hafa Grikkir stöðugt betur. Hafa þeir náð nýjum stöðvum á sitt vald þaraa. Grikkir Iiafa lirundið 7 á- hlaupum ítala, sem þeir gerðu til þess að ná aftur hæðum, sem eru mikilvægar til verndar Kimara. Á öðrurn vígstöðvum hafa Grikkir einnig hrundið á- hlaupum ítala og tekið 200 fanga. I fregnum frá Bretlandi er talað um „mestu orustu, sem háð hefir verið á síðari tímum“. Og það verður lieldur ekki út skafið, að Bretar og bandamenn þeirra hafa unnið stórglæsilega sigra undangengna daga. Frá því hefir áður verið sagt hvernig þeir tóku fremstu að- albækistöð ítala, Sidi Barrani, óhemju birgðir her- gagna o. s. frv. og mikinn f jölda fanga. Sollum og Kap- uzzovirki hafa þeir tekið með líkri aðferð. Vélaher- sveitirnar hafa sótt fram fyrir sunnan staðinn, sem átti að hertaka, svo sveigt til strandar og komist milli stað- arins og næstu herstöðvar ítala þar fyrir austan. Herlið Itala þannig króast inni, en úti fyrir ströndinni hafa bresk herskip haldið uppi stöðugri skothríð á árásar- staðina. Loltárás á Sviss- 16 sprengjnm varpað á svissneska borg. Einkaskeyti frá Uniled Press. London í morgun. Fregn frá Basel i Sviss herm- ir, að kl. 11.28 í gærkveldi liafi verið gefin aðvörun um loftárás þar, en kl. 1.35 var tilkynt, að hættan væri liðin hjá. Sprengjum var varpað á Ba- sel. Ein kona beið bana, en nokkurir menn særðust. Tvær konur biðu bana og eitt barn særðist i Binningen, einu út- hverfinu. Úr flugvélum, sem menn ekki vita deili á, var varpað 16 sprengjum yfir borgina. Skemd- ir urðu á járnbrautarstöðinni og allmörgum húsum öðrum. MÖRG SKIP SKEMD í NEAPEL. Það er nú kunnugt, að í loft- árásiun Breta í Neapel s. 1. laug- ardag urðu miklar skemdir á lierskipum. Breski flugflotinn liafði gefið nánar gætur að því, hvar ítalski flotinn væri, og er það kom í ljós, að allmörg ít- ölsk lierskip voru komin til Nea- pel, gerðu breskar sprengjuflug- vélar þar mikla árás s. 1. laugar- dagskvöld. M. a. var varpað sprengjum á orustuskip, sem lágu við hafnargarð, og á beiti- slcip og tundurspilla, sem liágu i þyrpingu. Komu 5 sprengjur niður á þessi lierskip og munu þau hafa orðið fyrir miklum skemdum. SIDI BARRANI 1 RÚSTUM. Sidi Barrani er að mestu í rústum og eins verður að gera ráð fyrir, að sé í Sollum eftir bardagana og árásir herskipa og flugvéla. Skýringin á því, að miklar hergagnabirgðir fundust óskemdar í Sidi Barrani og víða í sandauðninni, er sú, að birgðir þessar eru titt grafnar í jörðu. í sumum stöðvum ítala liafa bandamenn náð mörgum flug- vélum alveg óskemdum. Sést af þessu, að víða liefir ekki gefist tóm til að bjarga neinu. Bresku hersveitirnar hafa komið eins skyndilega og sandstormurinn og sópað ítölum á brott. Árásin á fyrstu bækistöð ítala, áður en Sidi Barrani var tekin, kom Itölum svo á óvart, að Maletti. herforingi, sem fékk skot í ann- að lungað í bardaganum og beið bana af, var að setjast að morg- unverðarborði í „rólegheilum,“, þegar ógurlegur skruðningur heyrðist, én það voru drunurnar í flugvélum Breta og skriðdrelc- linum, ítölsku skriðdrekafor- ingjarnir höfðu ekki tima til þess að komast upp í skriðdrelca sína, svo hratt komu Bretar og bandamenn þeirra. Nokkur mótspyrna var þó, en ítalir gáf- ust fljótt upp. Bretar tóku þarna marga skriðdreka, sem enginn maður var í til að verja. Þáð tafði nokkuð framsókn Breta, að miklir sandstormar voru í sandauðninni i fyrradag og daginn þar áður, en þrátt fyrir það var hernaðaraðgerð- um haldið áfram. Yeðurskilyrði voru enn óhagstæð í gær, því að brugðið hafði til rigningar, og verður þá víðast erfitt yfirferð- ar með vélahergögn. En þrátt fyrir alla erfiðleika var bardög- um haldið áfram. Italir höfðu búist um sem ramlegast í Ka- puzzovirki og Sollum, og þarna voru háðar hinar ægilegUstu or- ustur. I herstjórnartilkynning- unni frá Kairo í gær segir lítið annað en það, að hersveitir bandamanna hafi tekið Ka- puzzovirki og Sollum í gær, og stefnt sé í áttina til Tobrouk. Framvarðasveitir Breta (véla- hersveitir) voru komnar í ná- munda við Bardia, en aðrar her- sveitir unnu að því að „hreinsa til“ á hinu hertekna svæði. Breski flugherinn, ekki síður en i flotinn, veitti mikla aðstoð við töku Kapuzzo og Sollum. Mest | var barist í svonefndu „Vítis- | eldaskarði“ í nánd við Sollum. — í fyrkneskum fregnum segir, | að breskar vélahersveitir séu ; komnar fram hjá Bardia, en svo j „virðist sem Bardia sé enn í höndum ltala“. Sennilegt er þó, að Tyrkinn sé „á undan áætlun“ í tilkynningum sínum, en það liggur Ijóst fyrír, að framsókn vélahersveitanna bresku er furðulega hröð. Það er talið víst, að miklar hergagnbirgðir hafi verið tekn- ar í Kapuzzovirki og í Sollum, og mikill fjöldi fanga. — Til- raunir ítalskra kafbáta og tund- urskeytabáta til þess að ráðast á bresku herskipin hafa engan árangur borið. En breski flug- herinn hefir enn gert hinn „Þýskir flugmenn héldu á- fram, refsiaðgerðunum gegn Bretlandi í gær með miklum árangri“, er alvanalegt að lieyra í útvarpinu. — Þessa mynd segir þýska myndskoð- unin, að þýskur flugmaður liafi tekið yfir Eastbourne á Englapdi, en sú borg er mik- il iðnaðarmiðstöð. Það má sjá sprengjurnar vera að falla til jarðar. Hafa hringir verið dregnir umhverfis sum- ar þeirrá, til þess að þær sjá- ist betur, en aðrar cru llka greinilegar. mesta usla í ítalska flotanum. Samkvæmt tilkynningu bresku hersljórnarinnar, Iiafa Bretar tekið meira en helmingi meira herfang af Itölum í Egiptalandi en þeir notuðu sjálfir til árásanna. Sama máli mun gegna í Grilddandi, eftir því sem herstjórn Grikkja gef- ur í skyn, því að hún segist nú liafa miklu meira af hergögnum yfir að ráða en í upphafi styrj- aldarinnar, og er þ*ess þó getið um leið, að hergagnasendingar frá Bandarikjunum séu enn ekki komnar á vettvang. Útvarpsþulur i Róm kvað svo að orði í frétlalestri i gær, að viðureignin í Egiptalandi væri til sóma og stolts fyrir hervald Itala. MthiÉll M Þýski sendiherrann í París kominn til Vichy Hann hafði vopnsfð lið sér til fylgdar. Einkaskeyti frá United Press. Þýski sendiherrann í París, Abetz, er kominn til Yichy, til viðræðna við frönsku stjómina. Það hefir vakið mikla athygli, að sendiherrann hafði s jö sérfræð- inga með sér í ferð þessa og vopnað lið sér til fylgdar. Sendiherranum var tekið með viðhöfn. Abetz er kominn til Vichy til þess að semja við Pet- ain og Baudoin. — Abetz hefir þegar rætt við Flandin utanríkismálaráðherra, sem nú liggur í influenzu. — Kl. 10 árdegis fór Abetz á fund Petain’s marskálks. Því næst hafði ríkisstjórnin boð inni fyrir sendiherrann, og mun hann fara aftur til Parísar i dag. llRIII! I llllll. Fregn frá Rómaborg hermir, að Mússólini hafi gefið út til- skipun þess efms, að framvegis skuli taka mjög strangt á þvi, ef menn safna matvælabirgðum eða birgja sig upp að öðrum nauðsynjum. Öll mál út af slik- um brotum verða tekin fyrir í sérstökum dómstólum, er dæma í málum, er varða öryggi ríkis- ins. Liflátshegning íiggur fram- vegis við framangreindum brot- um. Það vekur nokkura furðu, að Abetz sendiherra skuli liafa far- ' ið til Vichy, þvi að menn liöfðu búist við, að Þjóðverjar létu ' franska ráðherrann lcoma til !• sín. Það var jafnvel búist við, að Petain mundi fara sjálfur til , Parisar. Ýmsar getgátur koma fram í erlendum blöðum í sam- j bandi við þessa atbui'ði alla. M. a. er því lialdið fram, að vegna j þess að Italir séu að verða Þjóð- ( verjum gagnslausir sem banda- menn, áformi Þjóðverjar að fá I Frakka fyrir bandamenn í styrjöld gegn Bretum. Að þessu liafi Laval verið að vinna og hafi liann og Abetz sendilierra lagt á ráð um, að fá Petain til þess að koma til Parísar. Eftir því sem fréttaritari New York Times i Dern segir, átti að kúga Petain til þess að fallast á öll á- form Þjóðverja, og álti ckki að sleppa Petain aftur til Vlcliy, heldur hafa hann þar, sem hægt er að liafa áhrif á allar hans gerðir. En Petain hefir verið mótfallinn öllum í'áðagerðum um að Frakkar styddi Þjóð- verja í stríðinu gegn Bretum. Ilann vill ekki styrjöld milli Bretlands og Frakklands. Það er sagt, að komist hafi upp um áform Lavals á seinasta fundi Vichy-stjórnarinnar, er hann taldi nauðsynlegt, að Petain færi til Parísar, og kæmi þar fram ásamt Ilitler, til þess að staðfesta samvinnu Frakka og Þjóðverja. Þegar innanríkisráð- herrann spurði um hvaða ráð- stafanir hefði verið gerðar til persónulegs öryggis Petains varð ógreitl um svör, og spunn- ust út af þessu deilur, sem af leiddi, að Petain krafðist skýrslu. Hafði Laval þá í hót- unum og var leiddur á brott og hefir verið í lialdi síðan. Vegna þessara atburða er litið svo á, segir fréttaritari New Yorlc Times, að það hafi átt að ginna Petain marskálk til Parísar, en þetta hafi komist upp í tíma. Og nú hafi Abetz orðið að fara til Vichy, i stað þess, að áform- að var, að Petain færi til Par- ísar og yrði að vera þar meðan Þjóðverjum bauð svo við að horfa. Sunnudagsblað New York Tribune segir, að framleiðsla á Curtiss-orustuflugvélum handa Bandaríkjáher hafi verið stöðv- uð í bili, til þess að flýta fyrir afgreiðslu til Breta. Sjómaðurinn, blað Stýrimannaíélags Islands, jólablaðið, er komiÖ út, og er þa'S selt á götunum í dag. Bla'ðið er mjög smekklegt að öllum frágangi. Það er 72 síSur að stærð og i þvi eru 25 myndir. Blaðið verður, auk þess að vera selt á götunum, einn- ig selt í bókaverslunum. Jólablað Sjómánnsins í fyrra seldist upp á tveimur dögum. 1 auglýsingu bér i blaðinu í dag er nánar skýrt frá efni þessa myndarlega blaðs. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Tryggvagötu 28, sími 1267. Þar er tekið á móti hvers kyns gjöf- um. Alt kemur að notum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.