Vísir - 15.01.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1941, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIf? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Viðskipía- málin. P| INHVER alvarlegustu tíð- indi, sem nýlega hafa gerzl hér, eru þau, að nú hefir sam- kvæmt kröfu Breta, verið tekið fyrir allan frjálsan innflutning til landsins. Við erum mjög illa við þessu búnir. í mörg ár hafa gilt hér ströng innflutningshöft. Af þeim sökum hefir verðhækk- un sú, sem orðið hefir á inn- fluttum vörum, skollið á okkur með meiri þunga en ella liefði orðið. Þetta er ein meginorsök þess, að dýrtíðin er svo mikil, sem raun er á. Þeir, sem málum þessum ráða, hafa til skamms tíma eklci horið við öðru en gjaldeyris- skorti til réttlætingar höftun- um. Ráðstafanir verður að miða við ástandið, eins og það er á hverjum tíma. Gjaldeyris- ástandið var allt annað á árinu 1940 en það hafði verið á árun- um 1935—39. Þótt ekki hafi verið birtar opinherar skýrslur, er öllum kunnugt, að þegar snemma á umliðnu ári var svo komið, að gjaldeyrisskortur var ekki lengur framhærileg ástæða til þess að halda höftunum. Þvi var lialdið fram hér í blaðinu á sínum tíma, að eftir fyrstu 5 mánuði ársins hefði verzlúnar- jöfnuðurinn verið okkur að minnsta kosti 20 miljónum króna hagslæðari en á sama tíma árið áður. *, En hinar opinheru ráðstafan- ir voru ekki miðaðar við ástand- ið eins og jiað var, heldur ejns og það hafði verið. Gjaldeyris- ástæðurnar höfðu gerbreyzt, án þess breytt væri um viðskipta- stefnu. Þegar hér var komið var hætt að bera við gjaldeyrisskortin- um. í þess stað var því slegið fram, að það væri sparnaður, að takmarka innflutninginn sem allra mest og væri aldrei meiri þörf á því en einmitt eins og á stóð. Afleiðingar þessarar stefnu urðu þær, að innflutn- ingsmagnið 1940 er talið þriðj- ungi minna en árið áður. Og er þó vitað, að þörfin hefir mjög aukizt við tilkomu hins erlenda herliðs. Það var ekki fyr en seint á árinu, að slakað var á höftun- um. Var það þó enganveginn eftirtölu. eða möglunarlaust. Nú er vitað, að verzlunarjöfn- uðurinn er okkur liagstæður eftir árið um meira en 50 milj. króna. Auk þess hefir erlenda herliðið greitt hér tugi miljóna. Erlendar vörur hafa alltaf verið að hækka. Á síðasta ári var sjaldgæft tækifæri til að birgja landið af vörum og vinna þar með gegn dýrtíðinni. I stað þess hefir verið lögð meginaherzla á að safna innstæðum i gjaldeyri þjóðar, sem nú heyir baráttu fyrir tilveru sinni. * Að því er snertir hinar nýju ráðstafanir, má auðvitað segja, að ekki sé til neins að deila við dómarann. Við erum svo háðir hinu erlenda valdi, að við fáum ekki rönd við reist. En það er eðlilegt, að menn rifji upp þau fyrirheit, sem Bretar gáfu, þeg- ar landið var hernumið. Þá var okkur lieitið hagkvæmum verzl- unarsamningum. Þótt frelsi landsins sé ekki „verðlögð vara“, hafa nxenn sætt sig bet- ur við það, sem hér hefir gerzt, af því menn hafa trúað því, að staðið yrði i einu og öllu við það, sem lofað var, þegar her- takan fór fram. Hinir „hag- kvæmu viðskiptasamningar“ voru ekki skildir svo, að Bretar þyrftu ekki að greiða okkur út- fluttar vörur fyr en eftir hent- ugleikum, né heldur svo, að þeir gætu skammtað okkur innflutn- inginn eftir eigin geðþótta. Nú kemur að nýju til afskipta stjórnarvaldanna um allan inn- flutning til landsins. Á undan- förnum árum hefir verið ágrein_ ingur um meðferð þessara mála Nú hefir erlent vald skorist í leikinn. Þegar svo stendur, ætli að mega vænta þess, að við stöndum saman. Það hafa verið bornar fram tillögur um réttlát- ari skipun þessara mála. Nú er þjóðin í heild sinni orðin aðili í þessu máli gagnvart erlendu valdi. Þegar svo er komið, verð- ur að vænta þess, að sá skilning- ur vakni, að ekki sé lengur sæmilegt, að standa gegn sann- gjörnum tillögum í rétllætisátt. a Iðja og iðnrek- endur semja. Síðdegis í gær gekk saman með Félagi íslenzkra iðnrek- enda og Iðju, félagi verksmiðju- fólks. Hófst vinna aftur í morg- un. — Samningar eru á þá leið, að kaup kvenna hækkar um 5 kr. á mánuði eftir eitt starfsár í verksmiðju og verður 170 kr. á mánuði eftir fjögra ára stgrf. Kaup karla, eldri en 18 ára, hækkai' um 5 kr. á mánuði, eftir tveggja ára verksmiðjustarf og kemst upp í 310 kr„ eftir 3ja lára starf. Full dýrtíðaruppbót greiðist á kaupið mánaðarlega. Að öðru leyti var eldri samn- ingnum ekki breytt. Fyrsti Varðarfundur- inn á árinu. IVarðarfundurinn sem ■ haldinn er á þessu ári, verður í kveld í Varðarhúsinu og hefst kl. 8«/2. Rætt verður um bæjarmál Reykjavíkur og verð- ur Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri, frummælandi. Þessi miálefni hafa oft verið rædd, og oftast á þann hátt, að deilt hefir verið á þá menn, sem farið hafa með stjórn bæjarins, en ekki i’eynt að láta þá njóta sanngirni eða rökum beitt. Á fundi Varðar i kveld munu þessi mál rædd á þann hátt, að menn fái sem sannasta mynd af stjórn bæjarmálefnanna. Þess vegna má vænta þess, að fund- urinn verði sóttur óvenju vel. Farmannadeilan. Fundur var haldinn í gær vegna deilu sjómanna á kaup- skipum og skipaeigenda, að til- hlutan sáttasemjara. Fundurinn varð árangurslaus og var ákveðið að fresta viðræð- um um óákveðinn tíma. Á Siglufirði situr allt við það sama og eins er nxeð deilurnar milli klæðskerasveina og meist- ara og Sveinafélags hárgreiðslu- kvenna og meistara. Ómerkileg grein í lítt lesnu vikublaði og dularfulla dagblaðið í Washington - - Tilkynning frá utanríkismála- ráöuneytinu. í fréttaskeyti fná United Press. til eins af daghlöðunum í Reykjavik var nýlega skýrt frá því, að stjórnmálamenn í Washington hefðu upplýst, að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga áform um að greiða fyrir herflutningum til Bret- lands þannig, að amerísk skip flyttu hergögn til íslands, en þaðan yrðu sömu hergögn flutt til Bretlands með brezkum skipum. Ríkisstjórnin taldi ástæðu til að rannsaka nánar, livað rétt væri í þessari frétt, og fól aðal- ræðismanni íslands í New York að grennslast tafarlaust eftir, hvað liæft væri í henni, og voru honum jafnframt gefin fyrir- mæli um, hvað honum hæri að aðhafast, ef fótur væri fyrir fregninni. I svarskeyti sínu skýrir aðal- ræðismaðurinn frá J)vi, að upp- haf þessa máls sé ómerkileg grein í lítl lesnu vikublaði i Bandaríkjunum, er síðar liafi þó einnig verið getið i dagblaði i AVashington. Hinsvegar hafi utanrikismálaráðuneytið í AVashington upplýst, að Jiví sé gersamlega ókunnugt um slíkt áform sem fréttin segir frá, enda hafi Jietta aldrei komið til tals af hálfu Bandaríkjastjórn- ar né við hana. Aðalræðismaðurinn í New York mun að sjálfsögðu fylgj- ast vel með J)ví, hvort nýjar raddir komi fram með tillögur í svipaða átt, og skýra rílds- stjórninni jafiióðum frá því, ef svo skyldi verða. Reykjavík, 14. janúar 1941. Skeyti það, sem hér mun vera átt við, birtist hér í blaðihu hinn 6. jan. sl., en á frumtaxtanum var J)að svoliljóðandi: „WASHINGTON DIPLO- MATIC QUARTERS DIS- CLOSE ADMINISTRATI- ON CONSIDERING PLAN WHEREBY NEUTRAL ICELAND BECOME TRANSHIPMENT BASE UNISTATES WARSUPP. LIES TO BRITAIN. — PLAN ALLOW UNISTAT- ES SHIPS CARRY SUPP- LIES REYIÍJAVlK WHICH OUTSIDE COM- BAT ZONE AS DEFINED NEUTRALITY ACT REDUCING BY MORE TWOTHIRDS DISTANCE BRITISH SHIPS CON. VOYS TRAVEL.“ -Skeyli Jietta er hér birt orð- rétt þannig, að almenningur geti borið frumtaxtann saman við J)ýðingu Vísis, þá er að ofan greinir (6. jan. s.l.), og athugað hvort hlaðið hefir gert meira úr fréttinni, en innihald liennar gefur tilefni lil. I sambandi við ummæli tveggja blaða, sem reynt hafa að gera fréttaflutn- ing Vísis tortryggilegan í Jiessu sambandi, skal vakin atliygli á því, að livað skiptir okkur meira máli, en ráðagerðir umheims- ins varðandi Island? Þótt Jæssi blöð fái ekki skeyti send og liafi þannig ekki aðstöðu til að birta annað en útvarpsfréttir, ferst þeim ekki að hlakka yfir J)vi, að Vísir kynnir leseiídum sín- um ])ær raddir, sem hevrast varðandi ísland meðal stórveld- anna. Með tilliti lil liins, um hve geysiþýðingarmikla frétt var hér að ræða, setti ritstjórn Vísis fram eftirfarandi unxmæli, án ])css þó að skeytið út af fyrir sig gæfi tilefni lil Jiess: „Er ekki að efa, að umræð- ur hafa farið fram um þetta efni meðal stjórn- málamanna í Bandaríkj- unum, en hver*álvara sé í. slíku, er ekki unnt um að dæma, með því að engin tilmæli eða málaleitan mun hafa borizt íslenzku ríkisstjórninni. Án sam- þykkis íslenzkra stjórnar. valda verður ráðagerð þessari ekki komið í fram- kvæmd, nema því aðeins, að það verða gert með of- beldi, sem hvorki Bretum né Bandaríkjaþegnum er trúandi tiL“ Baeíap fréttír Nýir ljósastaurar Skeyti aðalræðismanns Is- lands í New York segir að vísu, að hér liafi verið uin „ómerki- lega grein í lítt lesnu vikublaði“ í New York að ræða, en Jiar er þess jafnframt getið, að grein um sama efni hafi birzt í dag- hláði í Washington, og þess ekki getið, að Jiað sé „ómerkilegt“ og „lítt lesið“. Frumtexti skeytisins, sem. hér er birtur, svo og ])ýðing þess, sem birtist hér í blaðinu hinn 6. J). m„ sannar einmitt að Uni- ted Press birtir fregn sína sam- kvæmt ])ví, sem fram hefir komið í blaði í Whasington, senx vafalaust er mark á tak- andi, en ekki vegna greinar Jieirrar, er birtist í hinu „lítt lesna“ vikuhlaði í New York. Það vill svo til, að Vísir liefir í höndum eintak af einhverju víðlesnasta blaði Bretlands, sem er „Daily Mirror“, en J)að blað birtir sömu frétt og Vísir sama dag, — mánudaginn 6. janúar, — á forsíðu í blaðinu, og vafa- laust hafa mörg blöð gert hið sama. Getur Vísir J)ví unað sínu' hlutskipti vel, með því að blaðið hefir ekki aðeins sannað lesend. um sínunx hve skjóta skeyta- J)jónustu það hefir, heldur lief- ir ritstjórnin einnig tekið rétta afstöðu til málsins strax í upp- liafi. hafa veríð settir upp á gatnainót- um Lækjargötu og Austurstrætis. Er annar á „riúllinu" sunnanverÖu, en hinn á gangstéttinni fyrir fram- an túnið í lóð K.F.U.M. Er rrrikil l)ót að því, að lýsing er aukin á þessum gatnamótum. ÞórSur Bförnsson, cand. juris, hefir veri.ð skipaður fulltrúi hjiá sakadómaranum í Reykjavík. Hann var áður fulltrúi hjá lögmanni. Sjúklingar á Vífilsstöðum biðja Vísi að færa Ólafi Péturs- syni og Iienna Rasmus kærar þakk- ir fyrir komuna og skemmtunina um daglnn.. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Háa Þó.r annað kvöld, og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 i dag. Frú Elisabeth Göhlsdorf les upp í kvöld kl. 8.30 þýzkar nútíma smásögur, í Kaupþingssaln- um. Frú Göhlsdorf þykir lesa með slíkum ágætum, að tæplega hafi heyrzt hér listrænni né skeinmtilegri upplestur. Næturlæknir. Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturverðir í Lyfjabúð- inni Iðunni.og Reykjavikur apóteki.. Útvarpið f kvöld. Kl. 15.30' Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzku- kennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Óperulög. 20.00 Fréttir. 20.30' Kvöldvaka: a) Bjarni Ásgeirsson alþm.: Frá Djúpi og Ströndum, II: Ferðasaga. b) „Áttmenningar" syngja. c) Jónas Sveinsson læknir: Frá Vínarborg. Erindi. d) íslenzk lög (plötu). AFUNDI, sem haldinn var í Gamla Bíó 12. þ. m., var samþykkt að stofna nýjan kirkjusöfnuð í Reykjavík, með síra Jón Auðunns sem prést. Fóllc það, sem vill innrita sig sem stofnendur safnaðarins, getur gert það á eftirtöldum stöðum, hjá: Stefáni A. Pálssyni, Varðarhúsinu, sími 3244. Guðmundi Guðjónssyni, Skólavörðustíg 21 A, sími 3689, Sólmundi Einarssyni, Vitastíg 10, sími 2985, og Jóni Jónssyni, Verzlunin Rangá, Hverfisgötu 71, sími 3402. UNDIRBÚNIN GSNEFNDIN. Skýrsla n Lárn fimdi Herra ritstjóri! 1 Sunnudagsblaði Vísis 3. nóv. f„ á. hafið þér hirt skýrslu Sig- urðar Magnússonar um fund hjá Láru miðli ásamt nokkrum inngangsorðum. Af því, að mér finnst Jiar Jnirfa nokkuð til skýringar og skilningsauka bæði á málefninu sjálfu og skýrslu Sigurðar, langar mig til að fara um það nokkrum orðum. í iiinganginum segir, að talað sé unx „fund“ hjá Láru eins og „hversdagslegt einfalt fyrir- brigði líkt og hreppsnefndar og stjórnmálafundi eða álíka sam- komur.“ Að þetta sé hversdags- legt, getur til sanns vegar færzt, J)ví að í rauninni er það svo, eins og Jægar verið er að fást við önnur Jækkingaratriði mannanna, aðeins að reyna að fá sannanir fyrir því Jiekkingar- atriði, sem þýðingarmest er allra, livort „maðurinn lifnar aftur, Jiegar hann deyr.“ Mann- kyninu er nauðsyn, að fá vissu um Jiessa þekking, á hvorn veg sem hún ætti að falla. Til ])ess eru mjðlafundir, í rauninni að- eins vísindaleg lilraun, að þvi leyti að niðurstaðan getur feng- ið og hefir fengið vísindalegt gildi. Það er ekki fjarri, að kalla þá þekkingar-eftirgrennslun hversdagslega. Það er engin lielgislepja eða J)ess konar há- tíðleiki, að ekki mega segja nema eitthvað fyrirfram ákveð- ið, eins og eftir helgisiðabók. Fundarmenn tala eðlilega, segja ef til vill góðleg gamanyrði. En ekkert er þar, sem líkist hrepps- nefndar eða stjórnmálafundi, ef átt er með ]>ví við J)ráttanir og ýfingar. Á miðlafundum er fundarmönnum alvara og leggja aðaláherzlu á að vera með samstilltum huga, en geta svo ekki að því gert, að þeir lendi við og við í höndum miðla sem beita brögðum. í Englandi liafa verið menn, er lögðu sig eftir að koma upp um þá og hafa verið nefndir „medium hunters" (miðlaveiðarar). Einn hinn nafnkunnasti er Harry Price, sem fyrir 2—3 árum gaf út stóra hök unx 50 ára reynslu sína og ])ar á meðal nokkrar uppljóstranir, og líklega Jæss vegna aldrei kannazt við sam- band við látna menn. En síð- ustu fréttir af lionum eru, að liann sé nú orðinn snúinn. 1 blaðinu Light frá 31. okt. stend- ur grein með fyrirsögn: Mr. Harry Price is at last convinc- ed (Hr. II. P. er loksins orðinn sannfærður). Svo fer um nær þvi alla, sem rannsaka og mun einsdæmi, áð hafa þurft til J)ess 50 ár. I innganginunx stendur, að því fari betur, að þeir séu ekki svo fáir, sem engan fund hafa setið. Sé átt við fund, þar sem brögðum er beitt, er ekki unnt að neita þiessu. En rökrétt á- lyktun af l)ví er, að bezt væri, að enginn sæti neinn slíkan fund. En J)á væri heldur enginn haldinn og engu upp að ljóstra, og væri það sjálfsagt bezt. En J)ví er aðeins ekki til að dreifa, því að „óumflýjanlegt er að hneykslanir komi.“ Og hefði S. M. ekki komið á neinn fund, hefði hann ekki komið þessu upp, J)ótt enn hafi ekki komið opinberlega fram, hvort fleiri atvik stuðluðu að J)ví, en upp- ljósturs athygli hans sjálfs. Sé aftur átt við mdðlafundi almennt, að bezt sé að sækja J)á eigi, ])á er eg að sjálfsögðu á annari skoðun. Það er ein- mitt aðalmein sálarrannsókna- málsins, að þeir eru, J)ví miður, of margir, seni fást ekki til að rannsaka, sækja fundi og kynna sér miðlasamband. Þetta á ekki sízt við J)á, senx sizt skyldi, vís- indamenn og kirkjumenn, sem vegna efnishyggju. eða trúar- fordóma leiða málið lijá sér, að ekki sé sagt fyrirlíta það og hata. í liópi þiessara manna hef- ir þó verið fjöldi afhurða- og ágætismanna, senx liafa rann- sakað, sannfærzt og sannað. Og á þeim grundvelli ekki sízt stendur nxálið öruggt og óhagg-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.