Vísir - 04.02.1941, Blaðsíða 4

Vísir - 04.02.1941, Blaðsíða 4
T VISIR Gamla Bíó (Nurse Eflith Cavell). s % Aðalhlutverkin leika: Anna líeaglc, George Sanders, Edna May Oliver og Mary Robson. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar 2 búlstraðir stólar t Ottúman og pulla. Húsgagnavinnustofa ÓLAFS OG GUÐLAUGS. Bankastræti 7. Sími: 5581. RUGLVSINGRR BRÉFHRUSR BÓKflKÚPUR EK WUSTURSTR.12. Flutnmgur til % Islands. Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip i förum. Sérstak- lega hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusend- ingar er að ræða. Tilkynningar um vörur sendist CullifoFd & Clark Ltd. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, eða Geir H, Zoéga Símar 1964 og 4017, er gefur frekari upplýsingar. BRETAR OG ÍTALIR. Frh. af bls. 2. loftárásum Þjóðverja í viður- eignum í Frakklandi var minnst um það hugsað, að spara mannslif og vélar, enda misstu þeir þá að jafnaði meir en 50 vélar á dag. í vestur-sandauðn- inni var öðrum og öruggari að- ferðum beitt. Þó að vér nálg- umst það nú óðfluga, að ná jafnvígisaðstöðu í lofti, var allt gert sem hægt var, til að tryggja öryggi flugmanna og véla, enda var árangurinn eftir því. Þá vikuna, sem, lof(árásirnar náðu hámarki sínu, var tjónið alls 15 flugvélar, en á sama tíma misstu ítalir 97 vélar. Dagana 9.—13. desember voru 35 ít- alskar orustuvélar eyðilagðar í eltingaleik (,,dogfight“), en það kostaði ekki nema sex brezkar vélar, en þrem flug- mönnum var bjargað. Slíkur árangur sannar betur en nokk- i uð annað yfirburði hinnar brezku flugmennsku, því að í slíkum eltingaleikjum eigast jafnan ein og ein flugvél við, svo að þar kemur ekkert til greina nema flughæfni og vöndun flugvéla. Á sama tima hefir verið unn- ið skipulega að því, að eyði- leggja Iiervald ítala annarsstað- ar í Afríku. Austur-Afríku- stöðvar Italá hafa orðið fyrir 481 loftárás af liendi brezka flugliðsins í Súdan, 266 árásum af hálfu flugliðsins í Aden og 215 frá Kenya. 1 öllum þessum árásum hefir verið um nánd samvinnu að ræða milli flug- hersins og hersveita frá Suður- Afríku og Rhodesíu. Það er eftirtektarvert, hve góður árangur hefir náðst í þessum viðureignum, einkum vegna þess hve allar lofthern- aðaraðgerðir í eyðimörkunum eru erfiðar. Sandfokið getur tekið alger- lega fyrir skyggni, svo að flug- menn þurfa að vera mjög æfð- ir til að geta fundið skotmörk sín og lendingarstaði. Auk þess blandast sandurinn við smurn- ingsoliu vélánna og veldur miklu sliti. Þurfa því vélamenn að vinna mikið við vélarnar að staðaldri. En aðalatriðið er, að brezki flugherinn hefir sýnt, að hann getur sigrast á öllum örðugleik- um, eins og hann sigrast á fjandmönnunum. Aðalfundur Skógarmanna K. F. U. M. verður haldinn annað kvöld, miðvikud. 5. febr., kl. 8I/2 í húsi K. F. U. M. Dagskrá samkvæmt fund- arboði. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Hálft steinhús til sölu í Norðurmýri. Uppl. gefur Haraldur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, Hafnarstræti 15. Símar: 5415 og 5414 heima. Stúlka ÓSKAST I VIST bálfan eða allan daginn og unglingar til að gæta barns á Hallveigarstig 9, 1. liæð. vantar nú þegar á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Uppl. gefur yfirhjúkrunar- konan. — Uppl. ekki gefnar í síma. VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morgun kl. 10 síðdegis. — Flutningi veitt móttaka til kl. 6. — Kristján Gudlaugsson hæstaréttarmálaflutningsmaSur. ^úrif Qlnfiitírpi TO-T? C*g* T-^ Hverfisgata 12 — Simi 3400 KAUPUM AF- KLIPPT SÍTT HÁR háu verði. HÁRGREIÐSLUSTOFAN PERLA Bergstaðastræti 1. Sími: 3895. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. HKENSLAl SNÍÐANÁMSKEIÐ byrjar 6. þ. m. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sími 4940. ; (37 ÍTAFÁE-niNiro] SJÁLFBLEKUNGUR hefir tapazt frá Smáragötu um Hljómskálagarðinn að Ásvalla- götu. Finnandi vinsamlegast geri aðvart í síma 2927. (58 LINDÁRPENNI tapaðist á Baldursgötu, Kárastíg, Frakka- stig eða Laugavegi. Vinsamlega skilist á Baldursgötu 15. (54 TAPAZT hefir vettlingur, rósaprjónaður. A. v. á eiganda. (46 HRÓI HÖTTUR OG MENN HANS. ■núsNÆéil UNGUR, ‘reglusamur maður óskar eftir góðu herbergi. Fyr- irframgreiðsla. —■ Uppl. í síma LÍTIÐ herbergi óskast. Uppl. í síma 1849. 45 EINHLEYPUR, reglusamur maður óskar eftir lierbergi til leigu nú þegar eða seinna. Fyr- irframgreiðsla, ef óskað er. — Uppl. i síma 3228. (40 LÍTIÐ herbergi óskast strax. Simi 4940. (36 ■VINNAfl HÚSSTÖRF VANTAR stúlku, helzt sem fyrst. Uppl. í síma 4581. (43 STÚLKU vantar herbergi strax. Uppl. í síma 3588. (55 STÚLKA, dugleg, gelur feng- ið góða atvinnu við klæðaverk- smiðjuna Álafoss. Uppl. á afgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2. (57 VORUR ALLSKONAR GÚMMÍSKÓGERÐIN Lauga- veg 68. Gúmmíviðgerðir. Ullar- leistar. Vinnuvettlingar. Sími 5113. (561 NÝR fallegur pels til sölu. — Sími 3834. (34 STOFUSKÁPAR og klæða- skápar til sölu á Viðimel 31. —- (38 NOTAÐIR MUNIR TIL SÖLU RAFSUÐUHELLA til sölu. Uppl. Baldursgötu 22, uppi. (39 GÓÐUR sjónauki til sölu. — Tækifærisverð. Gúmmískógerð- in, Laugavegi 68. — Sími 5113. (41 STOPPAÐAR mublur lil sölu og lmotuborð. Þorkell Steinsson Holtsgötu 14 A. (44 Nýja Bió Systurnar (The Sisters) Amerísk stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir hinni víðfrægu skiáldsögu með sama nafni, eftir MYRON BRINING. Aðalhlutverkin leika: BETTIE DAVIS og ERROL FLYNN. Sýnd kl. 7 og 9. SMOKING." — Lítið notaður smoking á meðalmann til sölu. Uppl. síma 2894, kl. 8—9 í kvöld. (35 PÍANÓ til sölu. Uppl. í Aðal- stræti 16, uppi, kl. 6—8. (49 TAUSKÁPUR, — sem má Iireyta í fataskáp, — lítið skrif- borð og stofuborð, til sölu með tækifærisverði í Miðbæjarskól- anum, hjá kyndaranum, kl. 5 —7 síðd. (50 SVARTUR vetrarfrakki með belti, sem nýr, á meðalmann. Tækifærisverð. Ásvallagölu 31, kl. 6—8 síðd. (52 NOTAÐIR MUNIR ÓSKAST KEYPTIR: OLÍULAMPI óskast keyptur. Simi 4772.____________ (53 GÓÐUR, nolaður barnavagn Óskast keyptur. Sími 1326. (51 BARNAVAGN óskast í góðu standi, Austurstræli 7, þriðju hæð. (48 KAUPUM BLÝ hæsta verði. Trésmiðjan Rún, Smiðjustíg 10. Sími 4094. (47 HÚS L GOTT hús óskast til kaups, milliliðalaust, talsverð úthorg- un. Tilboð leggist inn á afgr. Vísis fyrir næstu helgi, merkt: „Húsakaup“. (42 641. EIGN KONUNGSINS. —■ MiðaÖu nú vel, Hrói. — Þegiðu, Tuck, þú hræ'Sir hjörtinn á brott. Þá verðum við að svelta. —- Vel skotið, fannst þér það ekki, Litli-Jón. — Nú fáum við bráð- lega að bragða á gómsætu kjöti. •—■ Tuclc, það er bezt að þú verðir matsveinn. Notaðu rýtinginn. Það er furðulegt, að rýtingurinn kon- ungsins .... — Ríkarðs konungs ljóshjarta? — Já, Tuck. Eg hefi séð hann bera hann. Honum fylgja miklar hættur. E. PHILLIPS OPPENHEIM: AÐ TJALDABAKI. skipunum vinar míns, lögreglustjórans í Scot- land Yard. En Brennan miátti ekki sleppa. Eg veit hvar Brennan er og fylgist gerla með öllu, :sem hann gerir. Hann flutti í herbergi í húsi við smágötu, Rectory Row í Hampstead, og hann <er svo skelkaður og taugaæstur, að honum hrak- ar með stundu hverri. Við og við hringir hann eftir bíl. En það koma alltaf tveir bílar. Brennan horgar fyrír bílinn og fer strax inn aftur. Hann er eins hræddur og héri, sem þorir ekki að fara íir holunrii sinni.“ „Og ætlið þéfað láta hann dúsa þarna?“ „Ætlið þér ekkert að aðhafast meðan hann er þarna?“ spurði Mark. Dukane varð þannig á svipinn, að auðséð var, að hann var að liugsa vandamál. „Það veltur á ýmsu,“ svaraði hann. Þjónarnir komu inn með lokaréttinn, sér- staka tegund af aspargus, sem flutt var loft- leiðis frá Suður-Frakklandi. Mark áræddi að ávarpa Estelle. „Hlakkið þér til að taka að yður húsmóður- sstörfin í Cruton House?“ „Eg er ekkert hrifin af starfinu,“'sagði hún. „En guðmóðir mín — Semendria prinsessa — ællar að létta undir með mér. Til allrar ólukku höfðum við sama smekk — og höfum söinu að- dáendur — þ. e. a. s. mánir aðdáendur verða hennar aðdáendur.“ „Eg vona, að þér þurfið ekki að efast um mína hollustu.“ „Nei, eg efast ekki um yður,“ svaraði hún kuldalega. „En eg er alls ekki viss um Dor- chester lávarð. Eg held raunar, að hann dáist að hinum freknótta, en laglega dansfélaga yð- ar í dag. Eg fer að efast um stöðuglyndi ungra manna. Pabbi — leyfist mér að giftast brezk- um aðalsmanni?“ „Eg vil ekki að þú giftist neinum — og mun sporna við því eftir mætti,“ svaraði faðir hennar stuttlega, „og það kemur alls ekki til mála, að þú giftist Englendingi." „En Bandaríkjamanni?“ spurði Estelle. „Vitleysa,“ sagði Dukane háðulega. „Kaffi og ‘ konjak.“ Seinustu orðunum var beint til þjónsins. Estelle kveikti sér í vindlingi. „Þar sem eg er ung og hefi skáldlegar til- lineigingar, eíns og títt er um, stúlkur á min- uin aldri, van Stratton, mun yður skiljast, að mér er ekki um sumar skoðanir föður míns. En eg lofa þér einu, pabbi, eg „pipra“ ekki.“ Hún klappaði á liönd hans. Dulcane liorfði á hana sem snöggvast og lcipr- aði saman augun. Það var eins og hnyklaðar brúnirnar gerðu andlitið enn skuggalegra og harðneskjulegra — og þó fanst Mark rétt sem snöggvst bregða fyrir mildi í svipnum. „Eftir misseri skulum við tala um þessi mál,“ sagði hann. „Það er nógur tíminn.“ „Harðstjóri,“ sagði Estelle, „og vorið er að koma. Þú ert ekki nærgætinn, faðir minn. Herra von Stratton hefir hug á að fá mig fyrir konu. Hann er dálítið gamaldags, — hann sagði eitt- hvað í dag um, að tala við þig og biðja um hönd mína og hjarta.“ Dukane varð ógnunarlegur á svipinn og harði í borðið með kreptum hnefanum. „Þú ferð í taugarnar á mér, Estelle, þegar þú lieldur uppteknum hætti og segir tópia vit- Ieysu.“ Estelle andvarpaði og helti kaffi í bolla sinn. Dukane sneri sér að Mark. „Van Stratton,“ sagði hann. „Eg þakka yður fyrir þá aðstoð, sem þér veittuð dóttur minni í gær. Eg ætlaði að minnast á það í gærkveldi, en það gerðist svo margt. Yfirvöldin voru að skipta sér af því, sem eg hefst að, og svo var þessi Brennan.“ „Það var ekki mikið, sem eg gat gert,“ sagði Mark. „Þér björguðuð öllu við samt sem áður. Skjölin voru ekki mikils virði — ekki eins mik- ils og eg bjóst við, en eg verð að fá vitneskju um hvað aðrir gera, sem, stefna að sama marki og eg.“ „Eg veit eklcert um efni skjalanna — eða málið, sem um er að ræða. Eg vildi aðeins verða dóttur yðar að liði.“ „Til þessa,“ sagði Dukane, „hefi eg — með talsverðum erfiðleikum og aðferðum, sem hafa síður en svo gert mig vinsælan hjá yfirvöld- lyium hér, — unnið meira fyrir friðinn í álf- unni, en nokkur ríkisstjórn me^. lieilan her og flota að baki sér. Eg sé ekki nokkura ástæðu til annars en að hvaða ríki í álfunni, sem vera skal, skuli ekki geta byrjað að liafa verulegan hagnað af því, að friður er kominn á. Það þarf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.