Vísir


Vísir - 05.02.1941, Qupperneq 1

Vísir - 05.02.1941, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: . Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur" Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 5. febrúar 1941. 28. tbl. Þjóðverjar hraða innrá undirbúningnum — Æfingar fara fram í Noregi, Danmörku, Hollandi, Belgíu og Frakkandi. ir S‘eg’81 j£Sl»Ö8SBfiBBl. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnir liafar borist frá Lissabon, þar sem gerð er grein fyrir innrásaráformum Þjóðverja, eftir ýmsum heimildum. Segir i fregnum þessum, að innrásarundirbún- ingnum sé haldið áfram af hinu mesta kappi i Noregi, Danmörku, Holiandi, Belgíu og Fraiíkiandi. Hafi Þ jóðverjar dregið að sér mikið iið og f jölda skipa. M. a. fiskiskip og smáskip. Æfingar fara fram að staðaldri og eru fiskimenn í fyrrnefndum löndum látnir aðstoða — m jög gegn vil ja sínum, — við þ jálfun hins þýzka herliðs. Þýzku hermennirnir kváðú síður en svo vera fúsir til þess að taka þátt i þessum æfingum, og er sagt, að kvisast hafi jafnvel þeirra meðal um innrásartilraun, sem á að hafa verið gerð s. 1. sumar eða haust. En þá Var hellt olíu í sjóinn milli innrásarskipanna og kveikt í og særðust f jölda margir hermenn af brunasárum, en aðrir dóu kvalafullum dauða, Það hefir mikið verið um það deilt, hvort nokkur slík innrás hafi átt sér 'stað. I brezkum fregnum hefir verið vikið að þesSari innrásartilraun í seinni tið, en Þjóðverjar hafa neitað, að nokkur slik innrásarilraun hafi átt sér stað, en orð- rómurinn um hana er sýnilega enn á kreiki. Loftárásir á innrásarhafnirnar í nótt. í morgun snemma var til- kynnt, að brezkar sprengjuflug- vélar hefið gert árásir á flota- liafnir Þjóðverja og innrásar- bækistöðvar þeirra í hernumdu löndunum. Einnig voru gerðar árásir á iðnaðarborgir í Rulir. Frekari fregnir um árásirnar eru væntanlegar. Það er kunnugt, að þetta var mesta loftárásin, sem Bretar hafa gert á Þýzkaland síðastlið- inn hálfan mánuð. Lík ítalskra her- manna rekur á land í Júgóslavíu Fregnir frá Júgóslavíu herma, að fjölda mörg lík ítalskra her- manna liafi rekið á land á ströndum Júgóslavíu. Hefir nýlega verið sökkt nokkurum herflutningaskipum Itala á leið til Albaniu og er tal- Íð, að margt hermanna hafi drukknað. !IKj Talsmaður grísku herstjórn- arinnar sagði í gær, að líkur væri til, að ítalir væri að yfir- gefa Tepelini. Eldur logar víða í borginni og bendir það til, að ítalir hafi kveikt í forðabúrum sínum þar, og ætli nú að forða sér. Frá Tepelini liggur vegur til Vallona. Víst er, að aðstaða ítala í Tepelini hefir orðið erfiðari með degi hverjum að undan- förnu, og fyrir nokkurum dög- um bárust fregnir um, að ítalir væri að yfirgefa borgina. Eru meiri líkur til, að fregnirnar re.vnist réttar nú. Grikkir hafa tekið ramlega víggirtar fjallastöðvar fyrir norðan Kimari við Adriahaf. Darlan gefur Petain skýrslu. EINKASKEYTI FRÁ U. P. London í morgun. Darlan, flotamálaráðherra/ kom aftur til Vichy í gær og fór þegar á fundPetain’s marskálks. Því næst ráðgaðist Petain við Darlan, Flandin, utanríkisráð- herra og Huntzinger, hermála- ráðherra. Búist er við, svari Vi- chy-stjónarinnar við kröfum- Hitlers næstu daga. £ sumum fregnum segir, að Laval heimti mikil völd. Útvarp- ið í Stuttgart hefir varað Frakka við að trúa á sigur Breta. Þeir, sem það gera, voru sakaðir um léttúð og „landráð“. Var jafn- framt boðað, að Bretaveldi mundi hrynja í rústir í ægilegri sókn en í Póllandi og Frakk- landi — og varnir Breta bila enn skjótara en Pólverja og Frakka. Seinustu fregnir lierma, að Darlan muni fara til Parísar í dag með svar Hitlers. Lausa- fregn hermir, að Laval vilji verðg innanríkisráðherra og fá einnig í hendur yfirstjórn lög- reglumálanna. „Times“ farast þarinig orð um atbui-ði siðustu daga: „Samningáumleitanir nazista og Vichy-stjórnarinnar hafa náð hámarki sínu með för Dar- lan’s til Parísar. Sú staðreynd, að það var yfirflotaforinginn, sem fyrir valinu varð, en eklci Fl’andin utanríkismálaráðherra, bendir eindregið til þess, að lcröfur Þjóðverja snúist aðal- lega um framsal franslca flot- ans og flotahafna beggja vegna Miðjarðarliafs.“ Bretar í sókn á öllum víg- stöðvum í Afríkn. Rádherrar biöjast lausnar i Balkan- löndum. London í morgun. Markowitz, dómsmálaráð- herra í Júgóslavíu, hefir beðist lausnar frá störfum. Enn sem komið er er ekki kunnugt hver er orsölc lausnarbeiðninnar. Þá hefir landbúnaðarniSherra Einkaskeyti til Vísis frá U. P. London í morgun. I gærkveldi var tilkynnt í London, aÖ hersveitir Breta væri í sókn á öllum víg- stöðvum í Afríku. Nílarher- inn hefir tekið Cyrene, 50 enskar mílur fyrir vesan Derna og er mótspyrna af hálfu ítala lítil. Bretar eru enn 130 mílur frá Benghazi í Eritreu sækja Bretar fram til Karin, við járnbrautina, um 70 mílur frá Asmara og Massawa. Frá Barentu, en þar tóku Bretar marga fanga, reka þeir flóttann austur á bóginn. Bretar eru nú lcomnir yfir Gondæi'fljót i Abessiniu og a. m. lc. 30 mílur enskar innar inn i landið á þessum slóðum. Suður-Afrikuhersveitir liafa telcið nýjar stöðvar í Suður- Abessiníu og um 100 fanga. Abessiníumenn valda ítölum æ meira tjóni. Hafa þeir setið fyrir herflokkum Itala og gert árásir á þá. Leynislcyttur Abess- iníumanna eru hvarvetna á ferðinni. Milcill hergagnaflutningur á scr stað frá Karthoum til Abess- iníu. Svipaða sögu er að segja frá Norður-Abessiniu. ítalir eru þar enn á undanlialdi. 1 Suður- Abessiníu treysta hersveitir Suður-Afrikumanna aðstöðu sina og sælcja lengra fram. Sömuleðis i Somalilandi. Þar hefir Suðurafríkanski flugher- inn eyðilagt 6 flugvélar fyrir ít- öíum. Alhnargir fangar liafa verið teknir. Brezlci flugherinn gerði árás- ir nýlega á flugstöðina við Ben- gliazi og lcom þar upp milcill eldur. Einnig varð járnbrautar- stöðin í Barce fyrir skemmdum i loftárás. Búlgaríu beðist lausnar. Hann er Þóðverjavinur mikill og var nýlega í Þýzklandi. Vekur lausnarbeiðni hans mikla athygli. Þótt verzlunarsáttmáli Bandarikanna og Japans sé fvrir I nokkru úr gildi fallinn, kaupa Japanir engu minna vestan hafs en þeir gcrðu áður. Andúð er mikil i Bandarikjunum gegn þess- ari verzlun og hún kemur fram í ýmsu. Stúlkurnar, sem sjást á myndinni, eru andvigar því að Japönum sé seldir gamlir járn- brautarteinar, því að piltarnir þeirra hafa verið kallaðir í lier- inn og lcúlur eru gerðar úr járninu og má nota þær gegn þeiiri. Skipið, sem sézt að baki þeim, er japanskt og á það að taka járnið. Lloyd lávavð- ui* látinn. London í morgun. Lloyd lávarður lézt um, mið- nætti síðastliðið. Hann veiktist fyrir þremur vikum, og var á batavegi, en laust fyrir helgina síðastliðnu var tillcynnt, að hann hefði verið fluttur i sjúkrahús. Kunnur brezkur læknir, IJorder lávarður, stund- aði hann. En Lloyd lávarði varð eklci bjargað. Honum þyngdi stöðugt frá því á laugardags- lcvöld, þar til hann lézt í nótt sem leið, eins og að framan er getið. Lloyd lávarður, nýlendu- málaráðherra, var einn af mik- ilhæfustu ráðherrum í brezku stjórninni. Hann var 61 árs að aldri. Þingmaður varð hann 1910 í fyrsta sinn, en gegndi mörgum mikilvægum embætt- um, var landstjóri i Bombay og Egiptalandi og Sudan. Hann ferðaðist um Austurlönd og hafði mikinn áhuga fyrir Aust- urlandamálum. Flugskírteini féklc Lloyd lávarður 58 ára og var hann svo slyngur flugmað- ur, að hann liafði aflað sér rétt- inda til að stýra Hurricaneflúg- vél (orustuflugvél) hjálpar- laust. Starfsþrek Lloyd lávarðs var mikið og hann var maður skjót- ráður og vildi framkvæma allt fljótt og skipulega, en liann hafði mikla skipulagningar- hæfileilca. Þegar Halifax lávarður varð sendiherra varð Lloyd lávarður (10. jan.) fyrirsvarsmaður stjórnarinnar í lávarðadeildinni, en vegna veikindanna mun hann elclci hafa haldið þar nema eina ræðu eftir að liann tók við embættinu. Vísir átti í morgun tal við Jónatan sakadómara Hallvarðsson, og skýrði hann blaðinu svo frá að dómsmálaráðherra hefði fyrirskipað máls- höfðun samkvæmt 10. kap. hegningarlaganna gegn öll- um þeim mönnum, sem riðnir eru við dreifibréfsmálið. Þessir menn eru þeir, er hér greinir: Eggert Halldór Þorbjarnarson, fæddur 26. september 1911. Hallgrímur Baldi Hallgrimsson, fæddur 12. nóvember 1910. Eðvarð Kristinn Sigurðsson, fæddur 18. júlí 1910. Ásgeir Pétursson, fæddur 15. febrúar 1906. Haraldur Bjarnason, fæddur 1. júní 1908. Helgi Guðlaugsson, fæddur 20. marz 1906. Guðbrandur Guðmundsson, fæddur 7. september 1892. Allir liafa þessir menn sélið i gæzluvarðhaldi að undanförnu, en aulc þeirra, er einn maður við málið riðinn, sem elcki hefir verið settur í gæzluvarðhald, en mál verður einnig liöfðað gegn lionum. Heitir liann Guðmundur Björnsson og er 36 ára að aldri. Allt eru þetta ungir menn, sem að undanförnu liafa helgað sig kommúnistaflokknum og unnið ósleitulega fyrir hann. X. kapituli liegningarlaganna fjallar um landráð, og má því búast við að refsing sú er hinir ákærðu liljóta, verði þeir sekir fundnir, muni verða allþung. Þá hefir dómsmálaráðherra einnig fyrirskipað máls- höfðun g-egn ritstjórum Þjóðviljans, þeim Einari 01- geirssyni og Sigfúsi Sigurhjartarsyni cand. theol., sam- kvæmj 2. málsgrein 121. greinar hegningarlaganna, vegna skrifa þeirra um dreifibréfsmálið, en það ákvæði er svo hljóðandi: „Hver, sem opinberlega og greinilega fellst á eitthvert þeirra brota, er í X. eða XI. kafla laga þessarar getur, sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 1 ári“. Loks hefir dómmálaráðherra fyrirskipað málshöfðun gegn SIGURÐI BENEDIKTSSYNI póstmanni fyrir meint brot á 10. kap., sem og 18. kap. hegningarlaganna, en 18. kap. f jallar um brot, sem hafa í för með sér almannahættu. Rannsókn í málum allra þessara manna mun vera að mestu eða öllu lokið, og gerði sakadómari ráð fyrir að hann myndi gefa blaðamönnum fyllri upplýsingar í dag um rannsóknina. Hámarksverð á ísfisk í Bret- landi. Eftir öllum líkum að dæma virðist nú ákveðið, að sett verði hámarksverð á ísfislc í Bretlandi. Samkvæmt fregn, sem Vísir hefir frá London, er gert ráð fyrir, að fundur verði haldinn 12. þ. m. um málið, þar sem fulltrúar fislc- sala og útgerðarmanna i Bretlandi munu ganga frá meginatriðum í sambandi við hámarksverðið. Þetta verður eklci gert með lagasetningu, heldur frjálsum samtökum útgerðarmanna og fisksala. Reipdráttur hefir lengi verið um livort gera skyldi þessar ráðstafanir, en óánægja hef- ir farið vaxandi í Englandi vegna liins háa fiskverðs, sem verið hefir undanfarið, og er talið að matvælaráð- herrann hafi sett fisksölum þá kosti, að hámarksverð yrði ákveðið með lögum eða með frjálsum samtökum. Þeir tólcu síðari kostinn. Samkvæmt upplýsingum í enska blaðinu „The Fish Tra- des Gazette“ 19. janúar s.l. er gert ráð fyrir, að hámarks verð á þorski verði 70 shill ings hvert „kit“ (10 stone — 140 lbs.) Þetta samsvarar um £ 56 fyrir tonn af fiski. Tog- ararnir mundu þá selja ar meðaltali í ferð fyrir £ 6— 7000 og er það allt að helm- ingi minna en verið hefir undanfarið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.