Vísir - 10.02.1941, Síða 2

Vísir - 10.02.1941, Síða 2
Ví SIR 11 DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB H.F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengi'ð inn frá Iugólfsstræti) Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hættumerki. M ENN bregðast misjafnlega við hættumerkjum. Sum- ir sleppa sér af hræðslu. Aðrir yppta öxluin ög láta seni sér komi Jietta ekkerl \úð. Loks eru enn aðrir, sem liugsa um' það eitt, að fara eftir settum regl- um. Sem betur fer eru menn ekki farnir að venjast lofthern- aði. En það ætti að vera óþarft að fjölyrða um, hversu nauð- sjmlegt er að allir fari eftir þeim reglum, sem iit hafa verið gefnar. Enginn getur sagt, hversu oft þýzkar flugvélar kunna að liafa verið yfir íslandi. Tvisvar sinnuin hafa þær gerzt svo nær- göngular, að skotið liefir veríð á þær úr varnarvirkjum setu- liðsins hér í höfuðstaðnum. Það er réttmætt, að líta á þessi könnunarflug sem fyrirboða meiri líðinda. Og hvernig fer þá? Flugvélin, sem flaug yfir Reykjavík í gær lagði leið sína yfir ströndu suður að Keflavík, sneri þar við og kom sörnu leið til baka að liðnum stundarfjórð- ungi. Við vitum ekki hver end- anleg’ örlög þessarar flugvélar hafa orðið, en svo mikið er víst, að henni hlekktist ekki alvar- lega á við heimsóknina til höf- uðstaðarins. Það má segja, að við liöfum lítið vit á hernaði, og séum því ekki bærir að gagnrýna aðgerð- ir eða aðgerðaleysi þess herafla, sem hér hefir aðsetur. En það verður að segja það eins og er, að það er ekki til þess að auka öryggistilfinningu íslenzkra borgara, þegar það kemur fyrir oftar en einu sinni, að þýzkar flugvélar geta athafnað sig hér, án þess verulega saki. Okkur hefir verið boðin vernd. Við liöfum ekki beðið um hana. Sumir okkar eru svo uppveðraðir yfir þessari vernd, að þeir Jiafa viljað hlaupa yfir það smáræði. að landið liefir verið svipt hlutleysi sínu og frelsi um stundarsakll*. En úr því þessi vernd átti yf- ir okkur að koma, livort sem við vildum eða vildum ekki, þá hefðum við kosið, að liún væri svo áhrifarík, að henni yrði treyst lil fullnustu'. Reykjavík er ekki stór bær. íbúatalan er tæp 40.000. En engu að síður er þetta stærsta höfuðborg í heimi, miðað við íbúatölu landsmanna og dýrasta höfuðborg í heirni miðað við þ,ióðarauðinn. Lundúnaborg er kölluð hjarta brezka heims- veldisins. Reykjavík er Islend- ingum margfalt meira virði en Lundúnaborg Bretum. Svona horfir málið við frá okkar sjónarmiði. Hertaka landsins hefir leitt hættur yfir þessa borg. Við vildum gjam- an sjá sem skýlausastar sann- anir fyrir því, að varnirnar væri slíkar, að hættunum yrði afstýrt. Sunnudagsheimsókn Þjóðverjans var ekki til þess fallin að leiða slikar sannanir í ljós. Flugvélin kemur við á Sel- fossi og lieilsar upp á hermenn- ina, sem þar dvelja. Koma hennar er tafarlaust tilkynnt. Svo líður góð stund þangað lil hún flýgur yfir Reykjavík. Eng- ar brezkar flugvélar eru á lofti. Þýzka flugvélin heldur áfram suður með sjó, snýr þar við og kemur sömu lcið lil baka' eins og ekkert bafi í skorizt. Engin brezk flugvél á lofti. Við erum fáfróðir i hernaði og það má segja okkur margt. En er til nokkurs að reyna að telja okkur trú um, að þetta sé vernd eins og vernd á að vera? Hættumerkið, sem gefið var í gær, verður vafalaust ekki það síðasta í þessari styrjöld. Það er ekki vert að vera méð neinar hrakspár. En er ekki rétt að vera við því búinn, að Þjóð- verjar kunni að þykjast eiga hingað erindi meira en bara í lcönnunarskyni ? ’ Ef til þess kemur er vonandi að verndar- arnir verði viðbragðsskjótari en þeir liafa reynzt þau tvö skipti, sem Þjóðverjar liafa verið hér i sunnudagsheimsóknum. a Sigurður Bene- diktsson sýknað- ur og látinn laus úr gæzluvarð- haldi. Sakadómari, Jónatan Hall- vatðsson, kvað upp dóm s. I. laugardag1 í máli því, er réttvís- in höfðaði gegn Sigurði Bene- diktssyni póstmanni, og var Sig- urður sýkn fundinn. Var Sig- urður ákærður fyrir að hafa reynt að telja tvo erlenda há- seta á að sprengja upp skip sitt gegn 2 þúsund króna þóknun. í forsendum dómsins segir svo: „Ákærður hefir ákveðið og eindregið neitað því, að liafa liaft í liuga, eða unnið að skemmdarstarfsemi þeirri, er hann er sakaður um. Hann hef- ir skýrt svo fró, að liann liafi verið við drykkju á jóladaginn og um kvöldið verið orðinn það drukkinn, að hann ekki muni eftir sér. Hefir hann skýrt ffá félögum sínuni um daginn og tilnefnt nokkra menn, er hann liafði hitt og drukkið með, og hafa þeir staðfest frásögn lians um drykkjuna. Ákærður sat bjá kunningjum sinum um kvöldið og fór þaðan, að því er ætla má, um kl. 12. Kveðst liann eftir það liafa út- vegað sér eina hálfflösku af koníaki, en síðan»ekki muna til sín. Hefir hann með öllu neitað að ínuna tíl þess að hafa hitt vitnin, né hafa viðhaft við nokkurn mann þau tilmæli, er þau skýra frá.“ Að áliti rétt- arins eru ekki fram komnar gegn neitun ákærða sannanir fyrir því, að hann hafi unnið að verki þvi, sem á liann er borið. Hin enskli vitni hafa ekki orðið leidd fyrir rétt, og jafnvel þótt frásögn þeirra sé lögð til grund- vallar, verður að líta á ummæli þau, er í framburði þeirra eru höfð eftir ákærðum, frekar sem drykkjuraus en alvarlega áskor- un. Þykir sjálf frásögn vitnanna sýna það, og það eins koma heim við það, sem vitað er um drykkju ákærða um daginn.“ Samkvæmt ofanskráðu varð niðurstaðan sú, að Sigurður var sýknaður og honum sleppt úr gæzluvarðhaldi, en þar hafði liann setið frá því 5. f. m. Nýtt námskeið í þýzku hefst bráðlega i háskólanum. Kennari Ingvar Brynjólfsson. Uppl. hjá háskólaritara fyrir sunnudag. Næturlæknir. Gunnar Cortes, Eiríksgötu II. Sími 5995. Næturverðir í Lauga- vegs apóteki og Ingólfs a|óteki. ÞÝZK FLUGVÉL yfir Nelfossi ogr ná- gfrenni Re^kjavíknr. Var elt á h.af út af brezkri flugvél? Kl. 11.12 árdegis í gær hófst skothríð mikil hér við bæinn, og allnokkuru síðar kváðu við loft- varnarmerki. Hafði þá sést til þýzkrar flug- vélar, er kom úr austurátt. Flaug hún hér innanvert við bæinn, hátt í iofti, en fylgdi því næst strandlengj- unni til Hafnarfjarðar og Keflavíkur, beigði því næst norður yfir flóann og þá til austurs og sást síðast til hennar yfir Sandskeiði. Skip, sem lágu hér í höfninni tóku að blása í eimpípur sínar áður en loftvarnarmerki var gefið, — strax er sást til flugvél- arinnar, — og er hún flaug hér yfir hófu þau skothríð að henni, eins og varnarstöðvamar í námunda við. bæinn. Skothríð þessi mun ekki hafa sakað flugvélina að neinu leyti, og hélt hún áfram flugi sínu eins og ekkert hefði í skorizt. Það liafði verið tílkynnt í blöðunum að loftvarnamerki myndi fyrst gefið í þrjár mínút- ur, ef hætta bæri að höndum, en því næst yrði blé þar lil gefið yrði merki um að hættan væri liðin hjiá. Loftvarnarmerkið hljómaði hinsvegar miklu leng- ur, en þrjár mínútur, og er það hæfji héll fólk að nú væri öllu óhætt og tók að þyrpast sem skjótast úr öryggisstöðvum sín- um. Var það þá tekið til bragðs að hefja hættumerkið að nýju og var það látið hljóma óslitið þar til kl. liðlega 11.50, en þá var hættunni aflýst. Fregnin um flugvélina mun fyrst liafa verið simuð frá Árbæ lil lögreglustöðvarinnar hér kl. 11.06 f. h., en óður hafði flug- vélin flogið yfir Selfoss, og það- an mun koma hennar hafa verið tilkynnt þá þegar. Flugvélin mun hafa flogið lágt yfir Selfossi, og var hafin á bana skothríð úr vélbyssum, en var þá liafin vélbýssuskothríð einnig úr flugvélinni, og sam- kvæmt upplýsingum Capt. Wise, blutu nokkrir hermenn skeinur í þessari viðureign. Tel- ur setuliðið við Selfoss líkmdi til að flugvélin hafi orðið fyrir skotum í þessar viðureign. Hins- vegar bar liún þess engin merki á flugi sínu hér í nágrenni bæjarins, að hún væri verule^a löskuð. Það vildi þannig til að tveir starfsmenn Vísís voru staddir austur á Hellisheiði, fyrir ofan Hellisskarð er þýzka flugvélin kom austan fyrir Kambabrún. Flaug hún þó lágt en smá hækk- aði flugið er vestar dró. Horfðu þeir á hana um stund í sjónauka og sáu að hún var stór, en gátu þó hvorki greinl einkenni henn- ar négerð, og kom enda ekki til hugar annað en hún væri brezk. Skömmu eftir að hún hvarf sjónum þeirra drundi við skot- hríð, að því er virtist niður á Sandskeiði eða þar í grennd, og jafnframt sáust nokkurar af kúlunum stíga til lofts er þær sprungu. Nokkuru seinna sáust enn skotmekkir stíga til lofts i nokkuru meiri fjarlægð en áður, og gizka mennirnir á, að það væri yfir Reykjavík. En þá var fjarlægðin orðin svo mikil að skotdrunurnar heyrðust ekki. Á meðan skothríðin sást í vestri kom önnur flugvél úr austri, nokkuru sunnar en sú fyrri og stefndi til vesturs. Virt- ist hún vera af annari gerð og minni en hin flugvélin. Flaug hún hátt, en þegar hún var kom- in í stefnu ýfir Bláfjöllin sneri hún til suðurs á haf út og síðar til austurs aftur. Hvarf hún á bak við Skálafell. Ármenningar sem voru uppi í Bláfjöllum sáu mjög vel til þýzku flugvélarinnar er hún flaug vestur yfir, sáu og heyrðu skothríðina og sáu loks er hún kom að veslan aftur og flaug austur með ströndinni. Kom þá önnur flugvél úr austri, er þeir hugðu vera brezka, sneri hún til suðurs er yfir Bláfjöllin kom og stefndi þá i áttina til hinnar þýzku. Sáu þeir síðast til þeirra er þær voru komnar austur yfir Þorlákshöfn, en þar hurfu þær sjónum — fjarlægðin var orðin svo mikil. Samkyænil upplýsingum, sem Vísir hefir aflað sér, brugðu hjálparsveitir þær, sem stofnað- ar liafa verið hér í bænum, fljótt og rösldega við, og mættu á stöðvum sínum, svo sem fyrir þær hafði verið lagt. Voru heimtur taldar góðar þrátt fyrir veikindi þau, sem nú eru bér í -bænum. Vegfarendur munu liinsvegar lítt hafa liirt um reglur þær, sem settar liafa verið, en lög- reglan gerði allt, sem í liennar valdi stóð til þess að beina fólki til loftvarnabyrgjanna. Eink- um lét fólk það blekkja sig er Ioftvarnamerki var hætt og bugði, að þá væri hætta öll lijá liðin, og tók lögreglan þá það til bragðs, að gefa hættumerki að nýju, Þau alvarlegu mistölc urðu bér í bænum í gær, að sum loft- varnarbyrgin munu hafa verið rammlega lokuð og læst, og þeir, sem lyldanna gættu fund- Ust hvergi. Er slíkt gérsamlega óverjandi slceytingarleysi, og verður að gera naiiðsynlegar ráðstafanir til jiess að slíkt end- urtaki sig ekki. Þá bar það við í stórhýsi einu hér í bæ, þar sem loftvarnabyrgi er í kjallara, en í hann gengið frá tveimur hlið- um, að dyravörður liússins hrakti hvern þann á braut, sem liann taldi að kæmi um rangar dyr, og sýnist eldd vanþörf á að gera einhverjar umbætur að þessu leyti einnig, — annað- livort á dyrverðinum sjálfum, — eða merkjum þeim, er sýna skulu hvar inn í byrgin sé geng- ið. • Að öðru leyli er fótt eitt um þessa. óvenjulegu „loftvarnaæf- ingu“ að segja. Menn tóku lienni yfirleitt rólega, en ein- staka veikgeðja fólki mun þó bafa þótt nóg um, og einstaka konur fallið í yfirlið. Þar, sem búast má við að sagan kunni að endurtaka sig hér í bænum, og verða jafnvel öllu alvarlegri og örlagaríkari en að þessu sinni. sýnist það ekki úr vegi að veikl- uðu fólki verði komið á óhultan stað, ef með þarf, þannig að það verði ekki til trafala, ef á kann að bjáta. Loftvarnanefnd sat á fundi í morgun, og mun bafa rætt við- burði dagsins í gær og þær framtiðarráðstafanir er gera þarf. Yisir álli lal við capl. Wise árdegis í dag. Ekki hefir frétzt til flugvélarinnar síðan í gær, er hún var suðaustur af Sand- skeiði. Vérið getur að flugvélin liafi hrapað í sjó niður. — Hún mun áreiðanlega bafa orðið fyr- ir vélbyssuslcoti á Selfossi og skot úr loftvarnabyssum fóru ekki langt frá lienni, og kann þrýstingurinn, er þau sprungu, að hafa valdið einhverjum spjöllum á flugvélinni. Þar fyr- ir getur flugvélin liafa haldið á- fram ferð sinni. — Flugvélin mun liafa verið í um, 2000 enskra feta hæð, er liún var yf- ir Reykjavík. Munu flugmenn- irnir vart hafa séð skip á höfn- inni, t. d. vegna þess, hversu mökkurinn yfir bænum var mikill. — Talið er að flugvélum sé liættast fyrir skotum út loft- varnabyssum í 5000—15.000 enskra feta liæð. Þýzka útvarpið skýr- ir írá íluginu til Reykjavíkur. Þýzka útvarpið skýrði svo frá að þýzkar flugvélar hefðu flogið allt lil Revkjavíkur, höf- uðborgar íslands, en þangað sé 1100 mílna flug talið frá norð- urodda Skotlands og alla leið yfir sjó að fara. Taldi útvarpið, að flugvélarnar hefðu skotið á brezkar flugvélar á jörðu niðri á flugvelli einum í nánd við Reykjavík. Hefði þýzku flug- vélunum ekki hlekkst á í för þessari. Inflúenzan. Héraðslæknirinn í Reykjavík biður þetta tilkynnt bæjarbú- um: Skátar bjóða aðstoð til skyndihjálpar á lieimilum, sem eru ósjálfbjarga vegna inflú- enzu. • Skátavörður verður þvf fyrst um sinn á skrifstofu héraðs- læknis í Mjólkurfélagshúsinu, lierb. 23—25, frá ld. 9 árd. til kl. 9 síðd., simi 5054. — Þau heimili eða einstakhngar, sem, eru svo nauðulega staddir vegna inflúenzu að þeim sé bráðnauð- syn skyndihjálpar, svo sem til sendiferða eða nauðsynlegrar heimilisaðstoðar, mega því leita þangað. Munu skátar þá eftir fremsta megni reyna að leysa þeirra vandræði. Þess er einkum vænst, að læknar tilkynni skátaverðinum, ef þeir telja nauðsyn skjótrar hjálpar. SKÍÐAFERÐIR UM HELGINA. Yfirleitt fjölmennti fólk á skíðum um helgina, þótt snjór væri yfirleitt lítill og færi ekki sem bezt. Veðrið var eins fag- urt og bezt varð á kosið og hélzt það jafn fagurt frá morgni til kvölds. Ármenningar létu einna bezt af skíðafærinu. Sögðu þeir, að það hefði verið silkifæri á köfl- um í Bláfjöllunum. Um ot) manns voru á vegum félagsins í gær — þar af um 30, eru fóru í Jósefsdal á laugardagskvöldið.. Um 50 K.R.-ingar fóru í skála; sinn á laugardagskvöldið og 35, manns bættust við á sunnudag- inn. Talsverður snjór var, en frystandi skari og færi ekki á- kjósanlegt. í Skálinni var ein góð brekka og þar liélt fólkið sig aðallega um daginn. Á Kolviðarhóli voru um 100 manns i gær, Ul» 20 fórii þang- að á laugardagskvöldið. Göngu- færi var yfirleitt ekki gott en einstakar brekkur ágætar. Tundurduíl spríngur á Melrakkasléttu. Fregn frá Raufarliöfn hermír, að tundurdufl hafi rekið þar á land í gær nálægt Harðbak, en þar eru tvö íveruhús, annað úr timbri, hitt úr steini. Rúður brotnuðu í báðum liúsunum, myndir duttu af veggjum o. s. frv. Grjót hentist 200 metra úr fjörunni upp á land. Sprenging- in heyrðist til Raufarliafnar, 12 krn. vegalengd. Smávægilegt tjón varð á símanum, þræðir slitnuðu o. s. frv. Sprengingin varð kl. 9 í gær- kvcldi. Hess flytur ræðu: Hain biíili ótikiarlt- oOan kaíbátaiiernað í vor London í morgun. Rudolf Hess, staðgengill Hit- lers, flutti ræðu í gær. Hann boðaði ótakmarkaðan kafbáta- hernað með vorinu og sagði, að Bretar ætti sök á stríðinu og þar með hefði þeir tafið um mörg ár endurreisnarverk Hit- Iers í álfunni. Hess sagði, að Bretar hefðu aðeins fengið smjörþefinn af því, livers Þjóðverjar væri megnugir í hernaði. Þjóðverj- ar hefðu náð kverkataki á Bretum, og þyrfti enginn að efast um hversu fara mundi fyrir þeim. Grikkir skutu niður 8 ítalskar flugvélar í gær. London í morgun. Gríski flugherinn var at- bafnasamur í gær og hafði hann betur í öllum viðureign- um við ítalska flugherinn. Átta ítalskar flugvélar voru skotn- ar niður. ítalskar flugvélar gerðu til- raunir til árása á Tepelinivíg- stöðvunum, en griskar flugvél- ar hröktu þær á flótta, og skutu tvær niður. Grikkir treysta aðstöðu sína á vígstöðvunum og tafa tekið allmarga fanga. 1 gær var tilkynnt í Aþenu- borg, að Grikkir hefði grand- að 3 ítölskum kafbátutn í styrj- 1 öldinni og sökkt herflutninga- skipum, sem voru samtals 35 þús. smálestir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.