Vísir - 12.02.1941, Blaðsíða 3
VISIR
Verðlagsuppbót á útflutt-
ar vörur vegna lokaðra
erlendra markaða.
Viðskiptasamningai* Breta og íslendinga.
þ eir alþingismennirnir Bjarni Ásg-eirsson og Steingrímur
Steinþórsson, hafa nýlega borið fram á Búnaðarþingi til-
lögu þess efnis, að skorað verði á ríkisstjórnina að gera nú þeg-
ar ráðstafanir til þess að greiddar verði verðuppbætur á útflutt-
ar landbúnaðarafurðir. Þessar verðuppbætur skulu greiddar
jafnóðum og vörurnar eru fluttar úr landi, og séu ekki lægri en
svo, að verð hinna útfluttu vara samsvari verðlagi þeirra á inn-
lendum markaði. Ræðir í tillögu þeirra aðallega um: frosið
dilkakjöt, gærur, garnir og ull.
I greinargerð þeirra alþingis-
mannanna er gert ráð fyrir því,
að ríkisstjórnin hafi liandbært
fé til þess að greiða uppbætur
þessar, en ekki er þess þó nán-
ar getið, hvaðan það fé sé feng-
ið né hverri uppliæð það nemi.
Hinsvegar segja flutningsmenn
tillögunnar að það muni „úti-
lokað, að liægt sé að verja fé
því, sem ríkisstjórnin hefir um-
ráð yfir til verðupphótar til þess
að verðbæta vörur seldar innan-
lands“ og sé því tilgangslaust að
gera köfur á þeim grundvelli.
Vísir sneri sér í morgun til
fjármálaráðuneytisins og bar
frarn fyrirspurn þessu viðvíkj-
andi, og þá einnig með tilliti til
orðróms, sem gengur manna í
millum i sambandi við verðlags-
uppbætur vegna útfluttra af-
urða. Á síðasta sumri, er samn-
ingar stóðu yfir um, gagnkvæm
viðskifti Islands og Bretlands,
— en þá samninga liafði ís-
lenzk-brezka samninganefndin
með höndum, — gengu Bretar
inn á það, að greiða fúlgu nokk-
ura í því augnamiði og unnt
yrði að veita uppbót á verð út-
fluttra vara, sem framleiddar
væru á árinu 1940, en sem elcki
seljast á erlendum markaði fyr-
ir framleiðslukostnað.
Vitað var að hernám íslands
og hafnbann það, sem lagt var
á meginland Evrópu, hlyti að
hafa þær afleiðingar í för með
sér, að sala á ýmsum íslenzkum
útflutningsaf urðum, myndi
tregðast til stórra muna, og þótt
vörurnar reyndust /seljanlegar
myndi verð þeirra á hinum
brezka markaði verða miklu
lægra en fáanlegt liefði verið á
markaði á meginlandinu, ef
vöruflutningar þangað hefðu
verið lieimilaðir. Var jafnvel
talið ólijákvæmilegt, að ýmsar
vörur yrðu seldar undir fram-
leiðslukostnaði. Þeirri uppliæð,
sem Bretar gengu inn á að
greiða, skyldi svo úlldutað, er
endanlega yrði séð hver afkom-
an yrði varðandi sölu útflutn-
ingsafurða ársins-1940.
Bretar munu hafa greitt í
þessu augnamiði 200 þús. pund
sterling, og munu alþingis-
mennirnir eiga við það fé, sem
ríkisstjórnin hafi handbært til
verðuppbótar. Hefir rikisstjórn-
in skipað nefjnl, erv hafa skal
með höndum úthlutun fjárins,
en í nefndínni eiga þeir sæti:
Georg Ólafsson bankastjóri,
Richard Thors framkv.stj., Jón
Árnason framkv.stj., Vilhjálm-
ur Þór bankastjóri og Ásgeir
Ásgeirsson bankastjóri. Mun
nefnd þessi hafa verið nýlega
skipuð, og er Ijlaðinu ekki kunn-
ugt um hvað starfi hennar líður.
Um afurðasölu ársins 1940 er
aftur það að segja, að engin
tregða hefir yfirleitt verið á sölu
sjávarafurða, og hafa þær selst
fyrir ágætt iverð. Þó er undan-
tekning í þessu efni varðandi
síldarafurðirnar, einkum síklar-
lýsi, en af því munu enn vera
óseld 10 þúsund tonn, og al-
gerlega óvíst livort unnt verð-
ur að selja það á Ameríku-
markaði, en þá fylgif sá bögg-
nll skammrifi, að verðið er
miklu lægra en sem svarar
framleiðslukostnaði. Verði sú
raunin á, að síldarlýsið verði
selt á þessum markaði fyrir það
verð, sem nú er þar fáanlegt, |
bitnar sú afurðasala með mikl-
um þunga á síldarverksmiðjun-
um, og er þá óhjákvæmilegt að
bæta þeim upp þessa óhag-
kvæmu sölu, til þess að forða
verksmiðjunum frá stórkostleg-
um relcstrarhalla.
Þá má einnig vekja athygli á j
því, 'að sólþurkað fiskimjöl j
mun nú mega teljast óseljanleg j
vara, eða svo lágt verð fápnlegt 1
fyrir það, að engu tali tekur.
Mun það að mestu eða öllu óselt
ennþá, og kæmi verðuppbót ó-
hjákvæmilega til greina í þessu
efni. Að öðru leyti hefir útkoma
sjávarútvegsins verið góð, og
kemur verðuppbót þar ekki
fiekar til greina, en allt öðru
máli gegnir um afurðir land-
búnaðarins. Kjöt mun að mestu
eða öllu selt og fíutt úr landi,
en verð á þvi hefir verið lágt,
þannig að fullur framleiðslu-
kostnaður hefir ekki fengist. —
Gærur og ull hefir ekki reynst
unnt að selja enn sem komið ér,
en von liefir verið um að leyfi
fengist til að selja vörur þessar
til Svíþjóðar, en engin endan-
leg lausn liggur. fyrir i því máli,
þótt ef til vill megi telja að enn
sé ekki öll von úti. Það er því
auðsætt, að landbúnaðurinn
stendur að þessu leyti mjög
höllum fæti, og þarfnast upp-
bótar á andvirði hinnar útfluttu
vöru.
Af ýmsum ástæðum liefir út-
hlutun fjárins ekki farið fram
enn þá, en þó mun þar þyngst
á metunum, að erfitt er að út-
! hluta fénu, fyrr en útséð er
um sölu þeirra afurða frá ár-
i inu 1940, sem enn liggja ósehl-
ar í landinu. Yirðist sem þeir
alþingismennirnir, Bjarni Ás-
geirsson og Steingrímur Stein-
þórsson, vilji leggja inn á nýj-
ar brautir í þessu efni, þar
sem þeir krefjast að verðupp-
bótin verði greidd af hendi
jafnóðum og útflutningur af-
urða fari fram. Er ekki að svo
komnu máli unnt ttm að dæma,
hvort slík úthlutun muni yfir-
leitt reynast framkvæmanleg,
en um það mál mun nefnd sú
fjalla, er falin hefir verið for-
sjá málsins, og er þvi ekki
tímabært að ræða málið frek-
ar að þessu sinni.
VíniH
1” möskvi,
nýkomin.
J. Þorláksson & Norðmann
Sími 1280.
Launauppbót opin-
berra starfsmanna.
„Einn af starfsmönnum hins
opinbera“ skrífar Vísi:
„Blöðin hafa skýrt frá því
fyrir nokkuru, að starfsmenn
hins opinbera hafi farið fram á
fulla dýrtíðaruppbót. Fullyrða
má, að blöði og allur almenn-
ijingur telji sjálfsagt, að þessar
kröfur nái frain að ganga. Hitt
er annað mál, að gera þarf ráð-
stafanir til þess að lialda niðri
dýrtíðinni í landinu. Eg, sem
þessar línur rita, hefi ekki liitt
einn einasta sjálfstæðismann,
sem ekki telur sjálfsagt, að
starfsmemí liins opinbera njóti
sömu kjarábóta og aðrar stétt-
ir, og vakti það furðu mína, er
Alþýðublaðið fyrir skömmu
gerði tilraun til þess að kenna
fjármálaráðherra Um, að ekki
er búið að taka ákvörðun um
kröfur starfsmanna rikisins.
Mun hér eitthvað annað liggja
á bak við og engin ástæða til að
óttast, að ráðherrar sjálfstæðis-
manna frekar en aðrir sjálf-
stæðismenn muni snúast gegn
réttum kröfum starfsmanna
ríkisins. Það er hinsvegar rétt,
að starfsmönnum hins opinbera
er það milcil nauðsyn, að fá leið-
rétting mála sinna, þ. e. fulla
dýrtiðaruppbót hið fyrsta. Þeir
hafa fæstir þær ástæður, að það
komi þeim að sama gagni, að fá
uppliótina siðar. Dýrtíðin er svo
þungbær orðin, að þeir þurfa
I fullrar uppbótar, ekki síður en
i aðrar stéttir,. og án þess þetta
dragist lengur.“
Heilhveiti
fæst hjá
Tlieodór Siemsen
Sími 4205.
Mennila.
Stúlka óskast, sem getur
kennt undir fyrsta belck
Verzlunarskóla íslands. -—
Tilboð, merkt: „H. S.“, send-
ist afgr. Vísis fyrir 15. þ. m.
GOTT
Píano
til sölu. Uppl. i síma 4525.
Stúlka
vön karhnaimafatasaumi,
óskast strax. — Uppl. í síma
4458. —
5 manna
bifreiö
vil eg kaupa. Tilboð, merkt:
„A, B. C.“, sendist blaðinu
fyrir miðvikudagskvöld.
2-3
> vesturbænum óskast í skipt-
um fyrir sólrika tveggja her-
bergja ibúð i nýju liúsi i
Norðurmýrinni. Umsókn,
merkt: „Sólrík íbúð“, sendist
afgr. Vísis.
Amepískar
og enskar
dansplötor
|voru teknar upp fyrir hádegi
í dag.
NÁLAR, allar tegundir. —
PLÖTUALBÚM, ,
og fleira.
Hljóðfærahúsið
Gasluktarnet
200 og 300 kerta,
nýkomnin.
GElYSIR H.F.
V eiðarf æraverzlun.
Sveinafélag hárgreiðslukvenna.
TiIfeynnÍDg'.
Ákveðið er að taka ekki'lengur á móti pöntunum í síma 2513
og eru þvi viðskiptavinir beðnir að snúa sér til eftirtaldra liár-
greiðslustúlkna: '
Ester Einarsdóttir Sími 3241 Kristínar Waage Síini 4153
Toyu Baldvins —- 2647 Maríu Pétursdóttur —- 2435
Dúu Jakobsdóttur — 5809 Ruth Manders — 3804
Reykjavík, 12. febr. 1941.
Stjórn Sveinafélags hárgreiðslukvenna.
s
ALL BRAN
fyi’irlig/gjsftiBiIi.
H. Benediktsson & Co.
Sími: 1228.
TILBOÐ
óskast í 500-600 hestaíia diesel-
mótor í skip.
I tilboðinu sé tilgreint verð, lengd mótorsins frá
fremsta punkti að aftari tengistétt þrýstiláss, dýpt
botnsslcálar frá sæti að lægsta punkti skálar að framan
og aftan og hæðin sem þarf að vera frá undirstöðu að
þilfari, svo hægt sé að ná bullunum upp. Auk þess skal
tilgreina snúningshraða mótorsins, slaglengd bulkr og
gildleika skrúfuáss.
Ennfremur óskast tilboð í hjálparvélasamstæðu: ca.
12 hestafla dieselmótor liandræstur, sem knýr 110
volta ca. 5 KW jafnstraums rafal í beinu samhandi,
ásamt ræsiioftsþjöppu fyrir aðalmótor og austurdælu,
báðar tengdar með snúingstengslum, öllu komið fyrir
á sömu undirstöðu.
Tilboðin óskast afhentá skrifstofu Fiskimálanefndar
i Reykjavík eigi síðar en 24. þ. m.
Réttur til að taka hverju tilboðinu sem vera skal, eða
hafna öllum, er áskilinn.
Flskimálanefnd.
Jarðarför konunnar minnar,
Ingibjargar M. Þorláksdóttur,
fer fram frá fríkirkjunni föstudaginn 14. þ. m. og hefst
með húskveðju á heimili liennar, Njálsgötu 1, kl. iy2 e. h.
Jóh Hafliðason.
Elsku litli drengurinn okkar,
Diðrik Nóvember,
er andaðist á lieimili sínu, Bragagötu 32, verður jarðsung-
inn föstudaginn 14. febrúar kl. 1 e. h.
Jarðað verður í Fossvogi.
Guðbjörg- Bjarnadóltir. Stefán Hjörleifur Diðriksson.