Vísir - 18.02.1941, Side 2
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II.F.
Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 G 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Afbrýðissemi
Alþýðuflokksins.
ÞAÐ er augljóst mál, að Al-
þýðuflokkurinn er afbrýð-
issamur. Það er ósköp skiljan-
legt að hann sé afbrýðissamur.
Hann hefir orðið að horfa upp
á það á seinni árum, að fjöldi
verkamanna hefir yfirgefið
hann og sagt sig i sveit með
sjálfstæðismönnum. Alþýðu-
flokkurinn getur ekki ásakað
sig unCað liafa ekki talað nógu
illa um keppinaut sinn. Það er
ekki mörg ár síðan Alþýðublað-
ið slaðhæfði, að „íhaldið þráði
ekkert nema dauðann og alls-
leysið.“ Það er heldur ekkert
langt síðan blaðið hélt því fram,
að hæjarstjórnarmeirililulinn í
Reykjavík vildi „bera hörnin
út“!
Það hefir ekki vantað að Al-
þýðublaðið liafi reynt að gera
Sjálfstæðisflokkinn að grýlu i
augum verkamanna. En reynsl-
an hefir sýnt, að þetta liefir
ekkert stoðað. Fylgi sjálfstæðis-
stefnunnar í hópi verkamanna
hefir farið vaxandi að sama
skapi, sem fylgi Alþýðuflokks-
ins hefir farið minnkandi. Þetta
er staðreynd, sem enginn getur
mótmælt.
Yerkamenn geta valið og
liafnað. Þeir fylgja þeim flokki,
sem þeir trúa bezt fyrir málum
sínum. Fyrir nokkrum árum
trúðu þeir Alþýðuflokknum
hezt. Nú er þetta breytt. Al-
þýðuflokkurinn á sér ekki við-
reisnarvon, nema hann geri sér
skynsamlega grein fyrir því,
hvernig á því stendur, að verka-
menn snúa við lionum hakinu.
Ástæðan gelur ekki verið sú, að
hann hafi ekki talað nógu illa
um Sjálfstæðisflokkinn. Því
hvað sem árvekni og samvizku-
semi hans liður í öðrum grein-
um, verður liann ekki sakaður
um, að liafa brugðist þvi hlut-
verki. Ófriðum manni stoðar
ekki neitt að segja, að keppi-
nautur sinn sé Ijótur, ef allir
sjá, að hann er miklu ljótari
sjálfur.
Alþýðuflokkurinn gelur ekki
sakað okkur sjálfstæðismenn
um, að við höfum ekki verið
honum ráðhollir. Við höfum oft
bent honum á, að hann verði
að manna sig upp. Við liöfum
sagt honum að liann verði ein-
hverntíma að standa við orð
sín, ef honum eigi að verða trú-
að. En þetta er eins og að
stökkva vatni á-gæs. I rauninni
væri ekkert við þvi að segja,
þótt sjálfstæðimenn þreyttust
með öllu á vinsamlegum leið-
beiningum til þessa bágstadda
stamstarfsflokks, úr því ekkert
keinur mót, nema vanþakklæti
og hortugheit. En sjálfstæðis-
menn mega ekki setja þetta fyr-
ir sig. Þeir líta svo á, að Al-
þýðuflokkurinn megi sízt minni
vera, en þegar er orðið.
Alþýðublaðið liefir á undan-
förnum árum sakað sjálfstæð-
ismenn um fjandskap við
verkalýðinn, og andúð gegn öll-
um umbótum. Þegar þetta hefir
ekki dugað, hefir verið fundið
upp að flokkurinn væri hlyntur
nazisma. Þegar það hefir held-
ur ekki dugað, hefir honum
verið brigslað um að vera hlynt-
ur kommúnisma.
En þessar ásakanir hafa enga
þýðingu, af því að þær liafa
ekki við neitt að styðjast. Sein-
asta tilraunin er þó heppilcgust
fyrir Alþýðuflokkinn. Það er
engin hætta á að sjálfstæðis-
menn fái óorð af kommúnist-
um. Aftur vita allir menn í
hvers skjóli kommúnisminn
náði að dafna hér á landi.
Það er talað um að kommúnist-
ar sitji i opinberum stöðum.
Hverjir eiga sök á þessu? Fyrr-
verandi stjórnarflokkar. Það er
engin líkindi til að Alþýðuflokk-
urinn bafi dregið taum komm-
úni§ta síður en Framsókn. Allt
til síðustu ára leitaðist Alþýðu-
flokkurinn við að sníða stefnu-
skrá sína í samræmi við kröfur
kommúnista. Eftir þingkosn-
ingarnar 1937 var verið heilt
misseri í samningamakki. Við
bæjarstjórnarkosningarnar árið
1938 voru þeir á sama listan-
um Haraldur Guðmundsson,
Einar Olgeirsson og Stefán Jó-
hann. Það er svona stutt síðan
að þessir tveir flokkar gerðu
opinbert kosningabandalag.
Og það eru ekki nema 2—3
mánuðir síðan. Alþýðufloklcur-
inn gerði samfylldngu við
kommúnista í bæjarstjórn
Reykjavíkur, ásamt Framsólcn,
til þess að koma manni í nið-
urjöfnunarnefnd.
Sjálfstæðismönnum gera
þessi kommúnistabrígsl ekkert
til. Það eina, sem Alþýðuflokk-
urinn liefir upp úr þessu, er, að
menn rifja eitthvað upp feril
lians á undanförnum árum og
þar er kommúnistadekrið eitt
skýrasta einkennið. Það er skilj-
anlegt að Alþýðuflokkurinn sé
afbi’ýðissamur. En við skulum
ennþá ráða honum heilt: Hann
ætti að reyna að leyna afbrýðis-
seminni betur.
a
Viðskiptaumleitanir
Japana og Rússa.
EINKASKEyTI FRÁ U. P.
Lond'on i morgun.
Viðræður eru byrjaðar um
nýja viðskiptasamninga milli
Rússa og Japana. — Japönsku
blöðin segja, að samkomulag
hefði raunverulega náðst fyrir-
fram um helztu ágreiningsat-
riðin — eða fyrirsjáanlegt,. að
þau verði leyst bráðlega.
70 ára
er í dag Ólafur Bjarnason frá
Gesthúsum í Hafnarfirði.
llruiiiiin í grær:
Miklar ikemmdir
HB 1*41 II á lltiislllll.
Eins og skýrt var frá í nokkurum hluta upplagsins í gær,
var slökkviliðið kvatt að húsinu Hverfisgötu 30 klukk-
an rúmlega þrjú. Var eldurinn orðinn allmagnaður, er
liðið kom á vettvang, en þótt veður væri að öllu leyti hið hag-
stæðasta til slökkvistarfa, gat liðið ekki farið heim aftur fyrri en
klukkan rúmlega 5.
Þegar slökkviliðið kom á
vettvang, var eldurinn farinn
að læsa sig upp á þakhæðina
og neðri hæðina, en fyrst var
ráðið við eldinn þeim meg'ii á
miðhæðinni og neðstu hæ'ðinni,
sem sneri frá götunni.
Þá brauzt eldurinn úí um
tvo glugga á miðhæð hit >ins,
er sneru að götunni. Varð cft-
ir það að berjast við eldinn frá
tveim hliðum.
Erfiðast var að komasi að
-eldinum og rá'ða niðurlögum
hans á efstu hæð hússins. Varð
að rjúfa þakið til þess að kom-
ast að honum, en þó að þnð
væri gert, tók all-langan t'.i a
að slöklcva, vegna þess hversu
eldurinn var búinn að læsa sig
víða um þakið og erfitt að
komast fyrir liann.
Þó var ekki um frekari út-
breiðslu að ræða, er svo var
komið og urðu engar skemmd-
ir á húsunum i kring. í næsta
húsi, Hverfisgötu 32, bjuggu
Bretar á efri hæðinni. Báru
þeir allt hafurtask sitt út á
götu, og Vísi hefir verið tjáð,
að fólk, er bjó á efri hæðinni
í IJverfisgötu 28, liafi búið sig
undir að flytja búsmuni sína
út, því að veggurinn á milli
liúsanna fór að hitna.
Skemmdir urðu mestar á
miðhæð hussins, en þar kom
eldurinn upp. Er það ekki rétt,
er gekk hér staflaust um bæ-
inn í gær, að kviknað liefði i
liúsinu vegna óaðgæzlu brezkra
hermanna. Hermenn búa í
neðri liæðinni, i kjallara, út-
byggingu og annarri íbúðinni
á þakhæðinni. En eldurinn
mun hafa komizt í skotfæri
hjá Bretunum, sem bjuggu á
neðri hæðinni, þvi að tvær
sprengingar ' :—-~ smávægilegar
þó — urðu nokkuru eftir að
eldurinn kviknaði.
Fra Elísabet Einarsdóttir bjó
á miðhæð hússins, en hún tel-
ur, að eldurinn hafi átt upptök
sín á þeirri liæð. Breiddist eld-
urinn svo fljótt lit, að e ngu
varð bjargað á þeirri liæð, og
liefir frúin orðið fyrir mjög til-
finnanlegu tjóni, þvi að allt
var óvátryggt, er hún átti. —
Brenndist frú Elísabet dálítið
í andliti áður en hún komst út,
Brezkir hermenn hjálpuðu
til við slökkvistarfið.
Litill þrýstingur var á vatn-
inu í fyrstu er brunaliðið tók til
starfa, en úr því var bætt á
þann hátt, að skrúfað var fyrir
tvær leiðslur, sem liggja til
Vesturbæjarins, önnur um
Tryggvagötu, en hin um Banka-
stræti.
Átti Vísir tal við Helga Sig-
urðsson verkfræðing hjá
Reykjavíkurbæ um málið og
innti hann eftir, hvort borið
hefði á vatnsskorti að undan-
förnu. Skýrði bann svo frá í
stuttu máli:
„Þriðjudaginn annan er var
bárust okkur kvartanir um
vatnsskort, og var þar aðallega
að ræða um, vatnsleysi i efri
hæðum húsa. Sendum við þá
strax menn upp að Gvendar-
brunnum til þess að athuga
valnsmagn þeirra, og reyndist
það eitthvert hið mesta, sem
um er að ræða í brunnunum.
Við létum menn fara meðfram
öllum æðunum til bæjarins, ef
ske kynni að leki hefði komizt
að leiðslunum, en svo reyndist
ekki.
Kl. 5 síðd. á miðvikudag, er
við athuguðum vatnsmagn
geymanna, reyndust þeir tómir,
og sýnir þetta, að vatnsnotkun-
in hefir verið afar mikil. Við
höfum daglegt og stöðugt eftir-
lit með vatnsmagni geymanna
og liafa þeir reynzt fullir á
liverjum morgni. Hafa geym-
arnir aldrei tæmst yfir daginn,
og vöru þeir þannig t. d. hálfir
kl. 4 s.l. laugardag. Á sunnu-
dagsnóttina “fylltust þeir að
nýju og var nægur vatnsþrýst-
ingur allan þann dag. í gær-
morgun kl. 8 reyndust geym-
arnir svo fullir, að út af þeim
rann, en ld. 8 í gærkveldi voru
þeir tómir. Vatnsnotkunin i
gær hefir því verið óhóflega
mikil, og þó var gripið til þess
bragðs, meðan á brunanum
stóð, að loka tveimur leiðslum
af fjórum, sem, til Vesturbæjar-
ins liggja. Voru leiðslur þessar
lokaðar frá því ld. 3% til kl.
5V4 síðd.
Eftirlit hefir verið haft með
þeim fyrirtækjum, sem mesta
vatnsnotkun hafa og þau hvött
til þess að stilla henni i hóf, en
reynslan sýnir að þetta'er ekki
nægjanlegt. í haust þegar vatns-
skorts gætti var almenningur
hvattur til að eyða ekki vatni
að óþörfu, og þá brá svo við,
að allir liöfðu nægjanlegt vatn.
Nú lítur út fyrir, að almenn-
ingur hafi tekði upp fyrri háttu,
og láti vatn renna að óþörfu.
Slíkt getur reynst mjög baga-
legt, og ættu menn því sjálfs sín
vegna og annarra, að gæta
sparnaðar í þessu efni, þannig
að ekki þurfi að gera sérstakar
og óvenjulegar ráðstafanir í
því augnamiði að lcoma í veg
fyrir óþarfa vátnsnotkun."
Samkvæmt frásögn Sveins
Þjóðverjar skýra frá fyrirætlunum sínum
í nýlendumálum að stríðinu loknu.
Um nokkurra ára skeið
hefir starfað í Þýzkalandi
félagsskapur, er hefir með
höndum uppfræðslu ungra
manna og kvenna í öllum
þeim efnum, sem að ný-
lendumálum lúta. Er þetta
gert í sambandi við kröf-
ur þær, sem Þjóðverjar
hafa lengi gert til að fá
aftur nýlendumar, sem
Bandamenn tóku af þeim
með Versalasamningunum
1919.
Fólki þvi, sem síðar er ætlað
að fara til nýlendnanna, þegar
Þjóðverjar eru búnir að fá þær
aftur, lærir ræktun ýmsra
nauðsynja o. s. fi*v., yfirleitt allt,
sem gera má ráð fyrir, að ný-
lendubúum megi að gagni
koma í baráttu sinni í landi, þar
sem lífsskilyrði eru öll öðruvísi
en í heimalandinu.
Nýlendusambandið þýzka hef-
ir sitt eigið málgagn er heitir
Deutsche Kolonialzeitung. I
grein, sem birtist í blaði þessu
fyrir skemmstu er það gefið i
skyn, að þegar Þjóðverjar liafi
náð þýzku Suð-vestur-Afríku
aftur muni 50% allra Búa og
Breta, sem þar eru búsettir
verða reknir úr landi. Fer hér
á eftir útdráttur úr greininni,
saminn af fréttaritara United
Press í Berlín.
„Margir búgarðar, sem að
undanförnu hafa verið eign
hatramra fjandmanna Þjóð-
verja, munu verða afhentir
þýzkum bændum,“ segir
Deutsche Kolonialzeitung. „Bú-
garðar þeirra, sem að eins hafa
diegið fram lífið á opinberum
styrkjum, verða einnig teknir
af þeim. Það er elcki hægt að
þola það, að í þýzkri nýlendu sé
40 % ibúanna Þjóðverjar og
60 % Bretar og Búar.
Þegar tekin verður stjórnin
á Suð-veslur-Afríku verða allir
embættismennirnir og f jöl-
skyldur þeirra að liverfa á brott
þaðan. Jafnframt verða þeir
látnir fara, sem tóku þátt í of-
sóknum á Þjóðverja, livort sem
þeir lifa á jarðrækt eða öðru.
Og svo auðvitað allir Gyðingar
og vinir þeirra.
Fortíðin hefir
mikið að segja.
Ef Þýzkaland færi eins að og
stjórn nýlendunnar í lok
Heimsstyrjaldarinnar, þegar
hún rak alla þá Þjóðverja úr
landi, sem henni geðjaðist ekki
að svipnurh á, þá myndi að eins
örfáir Búar og Englendingar fá
að dvelja þarna áfram. En við
skulum bíða og sjá, hvað Þýzka-
land gerir. Það, sein gert verður,
mun að öllum líkindum velta iá
afstöðu og framkomu Suður-
Afríku-sambandsins í þessu
striði.
En jafnvel þótt 30% íbúanna
væri Búar og Englendingar,
myndi þessi háa hlutfallstala
ekki gera það nauðsynlegt, að
þeir væri kúgaðir. Þvert á móti
myndi þeir fá að halda tungu
sinni og siðum, því að við höfum
enga löngun til þess að „þýzlca“
þá. En þeir mun verða áhrifa-
lausir í stjórnmálum.“
Blaðið ræðir síðan möguleika
og horfur á landnámi Þjóðverja
i Suð-vestur-Afríku ‘og segir i
lok þeirra hugleiðinga: „Mögu-
leikarnir eru að eins litlir og
landrýmið er ekki svo mikið, að
það fullnægi þörf Þjóðverja
fyrir aukið landrými lianda
börnum sínum.“
Mikilvægar framkvæmdir
fyrirhugaðar.
Dr. H. Blumenhagen, sem er
höfundur greinar þessarar, er
þeirrar slcoðunar, að Þýzkaland
muni ekki hika við að leggja
fram mikið f jórmagn til þess að
rétta við hag landsins. Með því
að byggja stiflur, miklar og
voldugar mun vatni verða veitt
yfir mikil landflæmi og tilraun
mun einnig verða gerð til þess
að hagnýta megnið af því rign-
ingarvatni, sem nú kemur að
litlum sem engum notum. Á
annaðhvort að byggja stíflúr til
þess, eða steypa „varnargarða“
Fimmtugur:
€runnar
Ólafsion
bifreiðastjóri.
Gunnar Ólafsson bifreiða-
stjóri, Frakkastíg 6A, er fimmt-
ugur í dag, 18. febrúar. Hann
hefir nú um 13 ára skeið
haft með höndum akstur næt-
urlækna bæjarins, og stund-
að það starf með einstakri trú-
mennsku og prýði. Hefir hann
aflað sér almennra vinsælda
bér í bæ, ekki sízt hjá þeim,
sem skipti liafa átt við liann
í störfum lians við næturakst-
urinn.
Gunnar nam í æsku liús-
gagnasmíði lijá Jóni Halldórs-
syni & Co. og stundaði þá iðn
um skeið, en þegar bifreiðar
fluttust hingað til lands, nam
hann bifreiðastjórn og var
einn af fyrstu bifreiðarstjórum
hér á landi. Hefir hann ávallt
stundað bifreiðastjórn siðan,
haft með höndum kennslu í
bifreiðaakstri, og átt sjálfur
fjölda bifreiða.
Gunnar er kvæntur Ragn-
heiði Bogadóttur Sigurðssonar
frá Búðardal, og eiga þau
fjórar dætur.
Verður fjölmennt á heimili
þeirra hjóna í dag, og munu
þeim berast hlýjar kveðjur í
tilefni dagsins víðs vegar að„
Þ.
Sæmundssonar lögregluþjóns,
er Vísir átti tal við hann í morg-
un, bafði lcviknað út frá mið-
stöðinni á miðhæðinni —- en
hún var inni i skáp eða litilli
kompu inn af eldhúsinu — sem
var sameiginlegt fyrir báðar í-
búðir hæðarinnar.
Stúlka hafði verið að bæta i
mdðstöðina, en fór svo niður í
kjallara til að sækja kol. Þegar
þangað kom, varð hún þess vís-
Frh. á 4. síðu.
neðanjarðar, sem varni því að
vatnið renni eftir jarðlögum á
brolt frá þeim stað, sem því
rigndi á.
Blumenhagen segir, að ef
þetta sé framkvæmanlegt, muni
að minnsta kosti 10 sinnum
fleiri bændur geta lifað í land-
inu en nú lifa þar. Hann bætir
því við, að með þvi að reisa
stíflur og grafa áveituskurði, sé
hægt áð gera sum landssvæði
300 sinnum frjósamari en þau
eru nú. Ef svo reynist myndu
þá 3 lieklarar gefa jafnmikið af
sér og 900 áður.
Skólinn, sem að ofan gelur er
í Witzenliausen. Nemendurnir
læra þar ýms Afríkumál og þeir
læra ræktun og meðferð á mis-
munandi jurtum, svo sem kaffi,
kakaó, sago, kokain o. s. frv.
Eins og Blumenhagen, eru
þessir tilvonandi nýlendubúar
þess fullvissir, að „ávextir sigra
olckar fara nú að koma í ljós, og
þá mun verða bætt fyrir hið
-fyrirlitlega rán á nýlendum
okkar.“