Vísir - 24.02.1941, Blaðsíða 2
VÍSIR
VÍSIR
DAG BLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vaxandi
dýrtíð.
|£AUPLAOSNEFND og Hag-
stofan hafa nú reiknað út
vísitöluna fyrir marzmánuð og
er hún 148 miðað við verðlagið
1. febrúar. Reiknast verðlags-
upphót á kaupgjald frá 1. marz
eftir þessari vísitölu, og hefir
hún hækkað um tvö stig miðað
við visitölu þá er gilti fyrir fe-
brúarmánuð, sem er 146.
I uppliafi var ætlun löggjaf-
ans að vinna af fremsta megni
gegn vaxandi dýrtíð. Voru í því
augnamiði sett ýms lög og fyr-
irmæli, þegar áður og eftir að
stríðið hófst, en löggjafinn
hvikaði þó fljótlega frá þessum
góða ásetningi, — veitti tilslak-
anir á tilslökun ofan, og snjó-
boltinn, sem var fyrirferðarlít-
ill i upphafi, hlóð utan á sig á
leiðinni niður hrekkuna, og er
nú orðinn að stórri óstöðvandi
skriðu. Þau fyrirmæli, sem enn
eru í gildi, hljóta að reynast
skammgóður vermir , og má
þar einkum nefna húsaleigu-
löggjöfina, sem hlýtur að breyt-
ast þegar á þessu þingi. í kaup-
slöðunum eru það húseigendur
einir, sem enga uppbót hafa
hlotið vegna hinnar vaxandi
dýrtíðar. Vinnulaun hafa þó
stórhækkað og allar nauðsynj-
ar til viðhalds Iiúsanna, og eru
engin skynsamleg rök fyrir þvi,
að þessir menn fái ekki fulla
uppbót á leigu vegna viðhalds-
kostnaðar liúsanna. Þeir eiga
rétt á slíkri hækkun eins og
allir aðrir, — undanlátssemin
verður að koma þeim til góða
með því að engan mannamun
mega stjórnarvöldin gera sér í
því efni. Ein og sömu lög verða
að gilda fyrir alla.
Hin aukna dýrtíð hér í Iandi
hefir stórkostlega þjóðhagslega
þýðingu, og hlýtur óhjákvæmi-
lega að miða að algjöru hruni,
ef allar varúðarráðstafanir eru
ekki gerðar í tíma. Þessa liefir
þegar orðið vart og nægir í því
efni að henda á, að það eitt er
ekki nóg að hækka kaupgjaldið
í samræmi við dýrtíðina, með
því að það eru hinir erlendu
markaðir, sem ákveða hvaða
kaupgjakl framleiðslan er fær
um að greiða.
Nú er það kunnugt að ýmsir
hinna ágætustu markaða, sem
við Islendingar höfum húið að,
hafa lokast með öllu. Hefir það
aftur leitt til þess að sumar
framleiðsluvörur vorar liggja ó-
seldar í landinu og eru óseljan-
legar fyrir það verð, sem náuð-
syn er á að fáist fyrir þær.
Styrjöldin hefir leitt til þess að
við höfum leitað til Vestur-
heims um viðskiptasambönd.
Þar situr allt í sama farinu að
þvi leyti að verðhækkunar hefir
þar ekki gætt og meðan svo er
fæst ekki fuljnægjandi fram-
leiðsluverð fyrir íslenzkar vör-
ur, sem þangað eru seldar, —
miðað við þá miklu dýrtíð> sem
hér ríkir í landi.
Þótt sá óvænti hvalreki liafi
orðið hér í Iandi, að unnt reyn-
izt -að greiða verðuppbætur á
útflutta vöru á þessu ári, er
það engin Iausn á vanjlanum,
heldur aðeins gagnslitil stund-
arfróun. Eina varanlega lækn-
ing meinsemdanna hlýtur að
vera sú, að öll áherzla sé lögð
á að vinna gegn dýrtíðinni með
öllum þeim ráðum, sem unnt
er. Það er að sjálfsögðu Ijóst,
að hér er ekki um vandalaust
verkefni að ræða, en náist ein-
hver árangur er hann miklu
meira virði en tilgangslítil
styrkjastarfsemi.
Nú í bili bitnar dýrtíðin til-
finnanlegast á landbúnaðinum.
Afurðirnar liggja sumpart ó-
seldar í landinu, en þær vörur,
sem út hafa verið fluttar, hafa
selst fyrir algerlega ófullnægj-
andi verð. Kaupgjald hefir hins-
vegar hækkað svo gifurlega, að
litil líkindi eru til að bændur
geti greitt það án tilfinnanlegs
hallarekstrar á búum sínum.
Slíkt ástand hvetur sízt til
bjartsýni, og áður en varir
munu erfUðleikarnir tala sínu
máli á öðrum sviðum þjóðlífs-
ins, vegna hinnar sivaxandi
dýrtíðar.
Viðleitnin hlýtur framvegis
fjæst og fremst að beinast að
þvi, að lækka dýrtíðina, með
öllum þeim ráðum, sem gefast.
Hver sigur í þvi efni, þótt smár
kunni að vera, miðar í rétta átt,
— það á að skapa heilbrigt og
eðlilegt atvinnuástand í landinu,
í stað þeirrar hættulegu hringa-
vitleysu, sem nú veður uppi.
Það þing, sem nú situr, hlýtur
að marka stefnuna í þessu efni,
og þótt kosningar séu fyrir dyr-
um, og freistingar til óheil-
brigðrar áróðurshneigðar kunni
að gera vart við sig og liafi þeg-
ar gert það að hálfu andstæð-
inga Sjálfstæðisflokksins er
þess að vænta, að þeir skorist
ekki undan þeirri skyldu, að
vinna einhuga að þeim nauð-
synjamálum, sem mest er um
vert og þingið þarf að leysa.
Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið og allur dráttur er til ills
eins. Því þarf að hefja barátt-
una gegn dýrtiðinni og því fyr
því betra.
Hagur Flug-
félagsins er
góður.
p LUGFÉLAG ISLANDS hélt
aðalfund sinn á laugardag.
Bergur G. Gíslason, formaður
félagsins, gáf skýrslu um störf
þess á liðna árinu, en eins og
Vísir skýrði frá fyrir nokkuru
flugu flugvélar félagsins rúm-
lega 100.000 km. á árinu.
Tekjur félagsins námu rúm-
lega 115 þús. krónum, en gjökl-
in tæplega 109 þúsund og eru
þá afskriftir með taldar. Rekst-
urshagnaður varð kr. 6831.52
og glerði stjórnin það að til-
lögu sinni, að 5000 kr. væri
lagðar i varasjóð, en hitt fært
til þessa árs og enginn arður
yrði greiddur. Þessi tillaga
stjórnarinnar var samþykkt.
Þá gaf Örn ö. Johnson, flug-
maður, sem er jafnframt fram-
kvæmdastjóri félagsins, skýrslu
um flugið.
Stjórn félagsins var öll end-
urkosin og eru þessir menn í
henni: Bergur G. Gíslason, Agn-
ar Kofoed-Hansen, Örn Ó.
Jolinson, Jakob Frímannsson
(Akureyri) og Kristján Krist-
jánsson (Ak.).
Vilhjálmur Þór, bankastjóri,
var kosinn varamaður í stórn-
ina, en endurskoðandi Magnús
Andrésson, fulltrúi, og Svan-
björn Frímannsson, aðalféhirð-
ir. — ,
Úthlutun mat.vælaseðla
í Reykjavík fyrir næstu fjóra
mánuði, hefst á morgun. Afgrei'ðsl-
an er í Tryggvagötu 28, afgreiðslu-
tími kl. 10—12 f. h. og 1—6 e. h.
Hún verður opin fram til mánaða-
móta.
Lúðvlg? €!nðiniind§§on:
Hefir al^er m^rkvim
lbæ|arm§ verið
ákveðm ?
Myrkvunin rædd á Alþingi.
T Alþbl. í dag sé eg, að hr.
alþm. Finnur Jóns-
son hefir á þingfundi í gær
spurt „hvort nokkuð hefði
frekar verið athugað um
myrkvun bæjarins“. Skv.
frásögn blaðsins svaraði
forsætisráðherra því, að
„eflaust yrði nánar athug-
að um þetta“.
Bæjarbúum munu enn vera
i fersku minni myrkvunar-
áform þau, er lögreglustjórinn
birti um mánaðamótin júlí—
ágúst, og ganga áttu í gildi þ.
15. ágúst síðastl. Áform þessi
og ýmsar ráðstafanir, sem
jafnframt var tilkynnt, að
nauðs)rnlegar væru vegna
myrkvunarinnar, svo sem skerð -
ing á skemmtanafrelsi bæjar-
búa o. fl., sættu megnri and-
úð og gagnrýni bæjarbúa og
voru úr gildi felld áður en þau
kæmi til framkvæmda.
Samkvæmt frásögn „Tím-
ans‘ 9. ágúst siðastl., átti livorki
loftvarnanefnd né lögreglu-
stjóri, heldur yfirstjórn brezka
setuliðsins, frumkvæði að á-
formum þessum. En eftir að
í ljós var komin mikil andúð
bæjarbúa á ráðstöfunum þess-
um, kvaddi fulltrúi brezka
setuliðsins fréttamenn blaða og
útvarps á fund sinn. 1 dagblöð-
unum 7. ág. er skýrt frá fundi
þessum, og er af frásögn þeirri
Ijóst, að herstjórnin er þá orð-
in fráhverf fyrri tillögum sin-
um. Hinsvegar tilkymnt fulltrú-
inn (skv. Mbl. 7. ág.), að lier-
stjórnin mundi nú „leggja til
við ríkisstjórnina, að verðir
verði hafðir í rafmagnsstöðv-
um, svo að liægt verði að taka
rafstraum af strax, ef loftárás
Væri yfirvofandi, eða tilraun
til loftárásar yrði gerð“, og að
herstjórnin þess vegna ráðleggi
„almenningi að útbúa eitt lier-
bergi í bverju búsi eða íbúð,
sem hægt er að byrgja svo vel,
að ekki sjáist út, þó haft sé í
þessu herbergi kerta- eða
Iampaljós“.
Viðtal þelta sefaði hugina!
Víða mátti heyra, að nú væri
allt í lagi. Þetta væri svo sem
eitthvað annað en myrkvunar-
plön lögreglustjórans!
— Leið nú og beið. Flestir
munu einnig liafa beðið — og
bíða sennilega enn, — með að
„útbúa eitt herbergi í hverju
húsi eða íbúð“ í samræmi við
brezku ráðin. Almenningi er
heldur eigi láandi, því að tii
þessa dags munu engar opin-
berar tilkyínningar — hvorki
frá íslenzkum stjórnarvöldum
né heldur frá stjórn brezka
setuliðsins — hafa verið birt-
ar um endanleg úrslit málsins
og nauðsyn slíkra varúðarráð-
stafana, sem að ofan getur.
Síðastl. haust ritaði ég grein
í „Vísi“ um mál þetta og rakti
gang þess. Samkvæmt öruggum
heimildum slcýrði eg þar frá
þvi, að mál þetta, — þ. e. till.
brezku herstjórnarinnar frá 7.
ágúst — hafi þá nýlega verið
til umræðu á fundi bæjarráðs-
ins og ráðið þannig til úrslita,
að vörðum á rafstöðinni við
Elliðaárnar skyldi verða falið
„að taka rafstraum af strax, ef
loftárás væri yfirvofandi, eða
tilraun til loftárásar yrði gerð“,
svo að notað sé orðalag brezku
tillagnanna.
í grein minni lýsti eg eftir op-
inberri tilkynningu um úrslit
þessi. En árangurslaust. Eng-
in slík orðsending befir kom-
ið fyrir augu almennings, svo
að mér sé kunnugt. Rétt eins
og bér væri um ómerkilegan
hégóma eða smámuni að ræða,
sem bséjarbúa skipti engu að
vita um.
Vegna fyrirspurnar hr. alþm.
F. J. lireyfi eg þessu máli enn
á ný. Vil eg einnig biðja hátt-
virta lesendur blaðsins að
reyna að gera sér í lnigarlund
ástand það, er skapast mundi
hér í bqenum, ef t. d. þýzkar
flugvélar kæmi hér að nætur-
lagi, að bæjarbúum óviðbúnum
gerri myrkvun.
Fylgja liér nokkrir drættir,
er nota mætti í þessa mynd:
Þýzkar flugvélar fljúga t. d.
yfir Selfoss. Fárra mínútna
flug til Reykjavíkur.— Skyndi-
boð til stöðva setuliðsins hér.
— Aðvörun til lögreglustöðv-
arinnar hér og rafstöðvarinn-
ar við Elliðaárnar. — Rafflaut-
urnar i gang! — Síminn hring-
ir! — Þrjár mínútur líða. Raf •
flauturnar þagna. — Flugvél-
arnar yfir bænum. — Skothríð
loftvarnabyssanna. — Bæjar-
búar hafa vaknað með felmtri.
— Hætta yfirvofandi! — Fólk-
ið stekkur fram úr rúmunum.
Reynir að kveikja ljós. — Raf-
magnslaust. — Myrkur i svefn-
lierberginu, stofunni, eldhús-
inu, göngunum. Alstaðar myrk-
ur. — Fáklætt leitar fólkið ör-
yggis á neðstu liæð hússirrs eða
i kjallara. — Myrkur. — Kon-
ur, börn, gamalmenni. —
Hræðsla grípur um sig. — Hvar
er öruggast skýli? — Hvar er
kerti eða olíulampi? — Hvern-
ig er búið um glugga ? — Myrk-
ur og kuldi. — Alstaðar myrk-
ur. — Skothríðin dynur úti. —
Óttinn magnast. — Fum. —
Fát. — Ofsaliræðsla.------
Nú getur hver valið úr þess-
um frumdráttum þá, er hann
vill. Aukið við, ef ástæða þýk-
ir til. Hafnað ]>eim — nokkr-
um eða öllum, — ef honum
þóknast það heldur.
En livað sem þessu öllu lið-
ur, — og án þess liér að kveða
upp dóm um nauðsyn eða
heppilegustu tilhögun myrkvun-
ar, — veit eg, að eg mæli fyrir
munn mikils fjölda bæjarbúa,
þegar eg fer fram á, að birt
verði afdráttarlaus opinber til-
kjmning um það, hvaða ráð-
stafanir hafa verið ákveðnar
um myrkvun og hvaða fyrir-
mæli sett um öryggisráðstafan-
ir vegna myrkvunarinnar, ef
til loftárása kynni að koma hér
að næturlagi á meðan nótt er
enn dimm. •
Reykjavík, 22. febr. 1941.
Lúðvig Guðmundsson.
Rauði Krossinn opnar sýn-
íngu 1
Félagid liefur
Rauði Kross íslands hefir
opnað fjölbreytta og eftir-
tektarverða sýningu í Há-
skólanum. Gefur hún
glögga hugmynd um hið
víðtæka mannúðarstarf fé-
lagsins og vöxt þess og við-
gang á undanförnum árum.
Sýningin er mjög vel undir-
búin og er öllu vel fyrir-
komið. Hafa ýmsir sjálf-
boðaliðar Iagt fram mikið
starf til þess að sýningin
gæti náð tilgangi sínum sem
bezt.
Ýms línurit sýna starfsemi
félagsins. Eitt sýnir vöxt þess,
en frá því árið 1937 til 1940
fjölgaði félögunum úr 516 i
1162. — Þá er og skrá yfir allar
þær hjálparstöðvar, sem félag-
ið liefir komið á fót, og er ætlað
að starfa, ef svo skyldi fara að
hér yrði gerð loftárás. Starfar
fjöldi sjálfboðaliða við stöðvar
þessar, læknar og læknanemar,
hjúkrunarfólk o. s. frv.
Félagið hefir eignast 100
sjúkrarúm, sem hægt er að
flytja hvert sem mest er þörf á.
Þá gefur að líta á sýning-
unni sjúkrasleða, sém félagið á.
Er hann mjög handhægur og
fullkominn, og hægt að nota
liann sem sjúkrabörur, ef þörf
krefur. Hefir félagið mikinn
hug á að auka sleðaeign sína
og hafði gert ráðstafanir til þess
að fá þá frá Svíþjóð, en þegar
ófriðurinn barst til Norður-
landa 1 vor, lokaðist sú leið.
Félagið hefir líka unnið að
ýmsum þörfum málefnum, svo
sem því að koma börnum í
útgáfu tímarits.
sveit s.l. sumar, koma á bréfa-
sambandi við útlönd, safnað fé
til Finnlands o. fl.
Rauði Krossinn selur ekki að-
gang að sýningunni. Hún er til
þess að sanna almenningi hvað
félagið hafi megnað að gera og
hvers megi af því vænla, er
skilningur almennings á ágæti
þess fer vaxandi.
Á öskudag hefir R. K. I.
merkjasöludag. Þá gefst bæjar-
búum kostur á að sýna, að þeir
kunni að meta starfsemi fé-
lagsins. Þann dag eiga allir að
bera merki þess.
•
Rauði Krossinn liefir nú bætt
úr þeirri vöntun, sem, hér hefir
verið á alþýðlegu riti um heilsu-
vernd og heilbrigðismál. Er rit-
ið nefnt „Heilbrigt líf“, en rit-
stjóri þess er dr. med. Gunn-
laugur Claessen.
Segir svo í formála ntsins,
eftir Gunnlaug Einarsson,
lækni, formann Rauða Kross ís-
lands: „Tímaritið verður smám
saman vísir að liandbók lieim-
ilanna í þessum málum, og
bætir þar ófyllt skarð í bók-
menntum vorum. Þess vegna er
hverju beimili nauðsyn að
fylgjast með frá byrjun.“
Ritið á að koma út 4 sinnum
á ári eða i tvöföldum lieftum
— 12—14 arkir árlega.
Háskólafyrirlestur á ensku.
J Dr. Cyril Jackson sendikennari ►
' flytur fyrirlestur fyrir almenning |
í I. kennslustofu háskólans á mo.rg-
i un kl. 8.15. Efni: Háskólar í Eng-
landi.
Finnlandssöf nunin:
Hverjir voru
örlátastir?
[ HINU nýja riti Rauða Kross;
Élands, „Heilbrigt líf“, er
prentuð ársskýrsla formanns,
Gunnlaugs Einarssonar, og hef-
ir hún að geyma margan fróð-
Ieik.
Meðal annars er þar skýrsla
um Finnlandssöfnunina, sem R.
Kr. I. og Norræna félagið geng-
ust fyrir, og sýnir hún hverstr
mikið safnaðist í hverri sýslu
og kaupstað á landinu. Alls
söfnuðust kr; 174.486.89, og er
þá meðtalið áætlað verð prjóna-
og sklnnavara, 10 lýsistunna, 5
gullhringa, 2já skúfhólka, 2já
skartgripa til, vaxtatekjur og fé
frá ónefndúm úti á landi.
Reykvíkingar gáfu í pening-
um kr. 40.622.22 og þótt það sé-
næstum fjórðungur alls fjárins
eru þó' 18 sýsluiv og bæjir-
jöfulli af íbúum 22ja bæja og
sýslna, ef reiknað er hve mikið.
kemur á hvern ibúa. Hver
Reykvíkingur gaf að jafnaði
kr. 1.09;
Siglfirðingar voru rausnar-
legastir, þeii’ gáfu kr. 9000 eða
sem svarar kr. 3.18 á hvern
íbúa. Næstir voru Dalamenn,
sem gáfu kr. 3.898.05, eða hver
ibúi kr. 2.62. Næstir voru Ak-
ureyringar:
Lægstir voru Vestmannaey-
ingar. Þeir gáfu kr. 1052.94 eða
kr. 0.30 á íbúa. Eyfirðingar
voru næstlægstir með kr. Ó.94
á mann eða kr. 4975.00 sam-
tals. — Allsstaðar annarsstaðar
kom inn meira en ein króna á
íbúa til jafnaðar:
Sæbjörg dreour vélbát
og llnuveira til lialnar
Á laugardag var lökið við-
gerðinni á Sæbjörgu, eftir á-
fallið er hún varð fyrir um
míðjan mánuðinn. Fór hún þá
út til þess að hjálpa v.b. Garð-
ari.
Báturinn var staddur undan
Hafnabergi við Kirkjuvog og
var vélin biluð. Kom Sæbjörg
með Garðar til Iíirkjuvogs í
fyrrinótt.
Sæbjörg fór síðan út aftur
til þess að lijálpa línuveiðaran-
um Rúnu frá Akureyri. Dró
Sæbjörg hann einnig til Kirkju-
vogs. Rúna var stödd sunnan
Reykjaness, þegar hún bilaði.
Dreifibréfsmálid s
Sækjendur og
verjendur fyr-
ir Hæstarétti.
JJÆSTIRÉTTUR er búinn að
skipa sækjendur og verj-
endur í landráðamáli kommún-
istanna. Sækjandi verður Sig-
urgeir Sigurjónsson, hdm., en
verjendur Pétur Magnússonr
hrm., og Egill Sigurgeirsson,
hdm.
Pétur Magnússon ver þá Ás-
geir Pétursson og Eggert Þor-
bjarnarson, en Egill Sigurgeirs-
son hina átta: Hallgrím B. Hall-
grímsson, Eðvarð Sigurðsson,
Guðbr. Guðmundsson, Helga
Guðlaugsson, Har. Bjamason,
Guðm. Björnsson og Þjóðvilja-
ritstjórana Einar Olgeirsson og
Sigfús Sigurhjartarson.
Verjendurnir fá útdrátt úr
málsskjölunum og er þeir hafa
athugað hann, fá þeir frest til
að undirbúa vörn sina.
Málafærslan er munnleg fyr-
ir Hæstarétti. Fyrst talar sælcj-
andi, siðan verjendur, þá svar-
ar sækjandi þeim og að síðustu
svara þeir og er þá málaflutn-
ingi lokið.