Vísir - 03.03.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1941, Blaðsíða 3
VlSIR Tóraas Guðmunds<<on: Ntjörnnr vor§in§. Þetta er þr'iðja ljóðabók Tómasar og bezta ljóðabóldn, sem eg liefi lesið lengi, — eða frá því er önnur Ijóðabók lians — „Fagra veröld“ — kom á markaðinn árið 1933. Tómas er fágaðasta sleáld, sem við eigum nú, — smekkvís svo ekki verður að fundið og framar öllu vand- virkur, þannig að liann lætur ekkert hálfklárað verk frá sér fara. Af þessum ástæðum er Tómas ekki afkastamikið skáld, — það er ekki gnægðin heldur gæðin, sem liann leggur rikasta áherzlu á ög vel er það. Jónas alþm. Jónsson sagði nýlega í blaðagrein að Tómas syngi „eins og englarnir á himnum“, og allir hafa telcið honum lofsamlega, sem á annað borð gefa listinni gaum, og Tómas er sannarlega vel að lof- inu kominn. Tómas er auðugur af góðlát- legri kímni og veldur eflaust hneyksli hjá þeim, sem siða- postular þykjast vera, — gagn- stætt englunum á himnum. Eg var hér a dögunum að lilýða á þungan reiðilestur, varðandi gjálifi þjóðarinnar, — einkum höfuðstaðarbúanna. Eg sló upp í „Stjörnum vörsins“ til þess að fá aðra andlega fæðu og sjá: „Því nýmálað fólk og nætur í mánaskini er nafnið á þvi, sem hjarta mitt dáir og ann. Eg vil sitja í djúpum stól undir stoltum hlyni með stóra flösku af víni og konu, sem elskar mann.“ Þetta er mannlegt og græsku- laust gaman. íslenzka þjóðin ætti að vera auðugri en hún er af gleði og bjartsýni, — það gefur lífinu gildi og líkindi til stórra afreka, — en að sjálf- sögðu skal öllu vel i hóf stillt. Tómas leileur sér að ríminu á óvenjulegan og skemmtilegan hátt: r „Og hrörlegar stúdentshúfur, sem liöfðu enzt okkur næsta lengi við erfiðan lestur, í leitirnar koma enn. Nú prýða þær ýmist poka- presta, skáld eða hæsta- réttarmálflutningsmenn. Hér safnaði Guð okkur saman einn sólskinsmorgun og liéðan lokkaði lifið okkur með langvinnu prófin sín. Og sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu’ henni’ í vín.“ En mat verður að leggja á alla veraldlega hluti og á al- menna vísu myndu þeir gálausu verða vegnir og létlvægir fundnir, en Tómas segir: I „En hversvegna þá að hugsa um hitt að fá úr því skorið, hverjir á heimsins vísu hafi kornizt til manns, ef allir höfum við eitthvað í augum Drottins borið úr býtum á hnetti hans.“ En lifið breytist og: I „Við verðum gráir og gamlir og nennum einskis að njóta og nefnum það viljaþrek.“ 1 En niðurstaðan verður æ og ævinlega sú sama, að „Svo heldur hver sína götu og hver með sinn persónulega heim í einmana hjarta, i og hver með sitt leyndarmál. TÖMAS GUÐMUNDSSON. Því æskunni veilist einni að eignast gleði og trega sameiginlegfi sál.“ Hér er svo annað ljóð með öllum einkennum skáldsins: „Það fer elcki hjá því að daginn lengir og lengir. Látlaust meira og meira að skuggunum þrengir. Þeir hnipra sig saman og atyrða almanakið eins og við er að búast. Og jörðin er alllaf að hverfast um sólina sína og seinast finnur hún ljósið á andlit sitt skína. Þá hallar hún sér í himneskri gleði á bakið og hættir alveg að snúast. En fju-st að þú, Drottinn, lætur ljósið þitt skíi\a og lengir daginn fyrir þá vini þína, sem hafa yfirleitt ekkert nieð tímann að gera annað en bara að vinna, og úr því þú hefir af nægum tíma að taka, en til eru liinsvegar menn, sem þurfa að vaka, þá ættirðu lika að lofa nóttinni að vera og lengja liana helzt ekki ntinna.“ Hér er blærinn ósvikinn, þessi góðlátlega „humoristiska" heimspeki höfundarins, bjart- sýni hans i bölsýni og þung- lyiidi, eins og ljóst kemur fram í þessum orðum: „Svo lítil eru takmörk þess, sem tíminn leggur á oss. Hann tekur jafnvel sárustu þjáninguna frá oss.“ Þá er hér enn eitt Ijóð ein- kennandi fyrir Tómas: „Úðinn drýpur og sindrar í silfurgljá. I svona veðri finnst regninu gaman að detta á blómin, sem eru upptekin af að spretta og eru fyrir skemmstu komin á stjá. Og upp úr regninu rís hin unga borg rjóð og tær eins og nýstigin upp af baði. Og sólin brosir á sinu himneska lilaði og liorfir með velþóknun yfir stræti og lorg. Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð eins og glóbjört minning um sólskinið frá í vetur. 0, engan ég þekki, sem gæti gert þetta betur en Guð, að búa til svona fallega jörð.“ Eg gat um ])að í uppliafi, að Tómas léti ekkert óvandað frá sér fara. Um það bera öll kvæð- in vott í þessari bók og sama mátti segja um „Fagra veröld“, er út kom 1933. Sú bók fékk hinar beztu viðtökur og átti það fyllilega skilið, en þó tel eg að Tómas hafi náð enn meiri þroska í þessum ljóðum, — tón- arnir eru enn dýpri og enn hreinni. Það er ekki í smáljóðum ein- um, sem Tóinas nýtur sín, — hann er jafnvel enn snjallari í hinum lengri Ijóðum. Mætti þar nefna: Aladdin, Skólabræíjur, Við Laugaveginn, Anadyomene, Konan með hundinn, í lauf- skálagarðinum, Ljóð um unga konu frá Sudan, Jerúsalems- dóttir o. fh, sem allt eru ágæt Ijóð. Tómas leikur sér jafnvel um of að ríminu, -— svona til gam- ans: „Og hnetti man ég eftir, ef hnött það skyldi kalla, sem lilaðinn var af mannabeinum púðri og vikursalla. Og alveg var ég hissa er þerrann lét sér detta í hug að nota þetta handa foringjanum Hitler og föður Jósep Stalin. — Nú fá þeir að vera saman, og rímsins vegna í peýsum frá prjónastofunni Malin.“ Þér er þetta óhætt, Tómas. Þeir, sem hafa fullkomið vald á listinni geta leyft sér að taka smá útúrdúra, sem öðrum helzt ekki uppi. Tómas Guðmundsson og Davíð Stefánsson eru þau ís- lenzk ljóðskáld, sem standast fyllilega samanburð^við erlenda nútíma-höfunda og eru þeim í engu að baki, — og ýmsum miklu fremri. Tómasi hefir verið sýndur sá einstaki sómi, að ljóð hans hafa verið þýdd á frönsku, — föðurfnál frægustu og fáguðustu skáldanna, og mun þeim hafa verið vel tekið þar í landi. Sum ljóð lians hafa verið þýdd á enska tungu og jafnvel 'japönsku, svo að auð- sætt er að þau hafa vakið at- hygli, enda er Tómas „genial“, en það orð er ekki unnt að nota nema um sárfáa höfunda ís- lenzka. Bilstjóri neð minna prófi óskar eftir atvinnu.— Uppl. í síma 5763. Tefstóll stór og góður til sölu. Uppl. í síma 4439. Radió- grammófónn TIL SÖLU. Verð 500 krónur. Til sýnis Fomsölunni Ivolasundi. íbúd 3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 14. maí. Sigurður Guðmundsson. Símar 3684 og 3162. GOTT Pianó Homung & Möller til sölu. A. v. á. IC.F.U.K. A.-D. og U.-D. Munið á morgun er saumafundur (kaffi) kl. 8V&. Allt kvenfólk velkomið. Biá'jitj' ur B10NDRHIB haffi Inn á milli slær Tómas á lótta strengi, eins og t. d. í kvæðinu: Þegar eg praktiseraði, sem frægt er orðið. í þeirri léttu list, sem að engu leyti er auðveld, nær Tómas jafnan prýðilegum árangri og allsstaðar annars- staðar, enda er hin góðlátlega kímni eitthvert sterkasta og við- feldnasta einkenni lians. Eg óska Tómasi til hamingju með það einstaka afrek að hafa gefið út tvær ljóðabækur, sem svo eru úr garði gerðar, að ekki verður að þeim fundið með réttu. Það munu fáir leika eftir og engir nema stórskáld. K. G. Kaup Dagsbrúnarverkamanna verður frá og með 1. marz á klukkustund sem liér segir: Dagkaup....................kr. 2.15 Eftirvinnukaup .............— 3.18 Helgldagavinna .............— 4.00 Næturvinna sé hún leyfd — 4.00 STJÓRNIN. Píanó N o k k u r BROADHOOD p í a n ó væntanleg í þess- um mánuði í Hljóðfærahúsið Einkasala fyrir Broad- wood á íslandi. Kjólasilki Gardínutan Flauel Ullarsokkat Silkisokkar ísgarnssokkar ^Bómullarsokkar Sokkaböntl Sokkabandateygjur o.fl. NÝKOMIÐ. Dyngja Laugavegi 25. Skagfirðingamót verður haldið í Oddfellowhúsinu fimtudaginn 6. marz og hefst með borðhaldi kl. ?i/2. — TIL SKEMMTUNAR: RÆÐUR — SÖNGUR OG DANS. Aðgöngumiðar verða seldir í „Flóru“ og Söluturninum eftir mánudag. — Félagsmenn! Takið aðgöngmiðana sem fyrst, því húsrúm er takmarkað. Enskt monntóbak. Smásöluverð má eigi vera hærra en hér segir: WILLS’ BOGIE TWIST í 1 lbs. blikkdósum (hvítum) kr.'20.40 dósin. Utan Reyk javíkur og Hafnarf jarðar má verð- ið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Jarðarför konunnar minnar, Ólafar Helgu Kristmundsdóítur, fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 4. marz og hefst með bæn á heimili hinnar Iátnu, Baldursgötu 10, kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Bjarni Guöjónsson. \ii hafið þér Vér ltöfum sköimnt unarmiða til fJögra mánaða. mlklar Viirgðir af flcstnm skömmtnnarvörnm. Gerið yðar til að dreifa birgðunum með því að kaupa í heilum sekkjum og kössum. Auk öryggisins sem dreifing birgðanna skapar sparið þér hreint ekki svo lítið á verðmismuninum. — ökaupíélaqió

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.