Vísir - 03.03.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1941, Blaðsíða 2
V I S I R D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR ÍI.F. Ritstjóri: ICristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla; Hverfisgötu 12 ^ (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Mislöngu sverðin. Einhverjir leiðtogar Fram- sóknarmanna liafa von- andi hlýtt á útvarpserindi Gi'ét- ars Felis rithöfundar í gær- kveldi. Hann sagði sögu, sem vel rnætti verða þeim ihugunar- efni. Hún var um það, að forn- maður einn geklc til einvígis. Áður en hardaginn liófst veitti liann þvi athygli að sverð and- stæðingsins var styttra en hans eigið. Hann vildi ekki herjast við svo ójafnan leik, fór og sótti andstæðingi sínum svei'ð sem var jafnlangt lians eigin sverði og barðist síðan. Svona lýsti ís- lenzkur drengskapur sér stund- um á söguöld. Nú verður seim lagt til hólm- göngu. Álþingislcosningar ’eiga að fara fram eftir tæpa 4 mán- uði. Einn flokkurinn hefir þar stórum lengst sverðið. Ef dreng- skapur Framsóknar væri slíkur sem fornmanns þess, er frá var sagt, mundi flokkurinn neita að ganga til þess móts, nema tryggt væi’i að þ’eir sem við ættust hefðu jafnlöng sverð. Við skulum ekki gera ráð fyi'- ir, að Framsóknarmenn fari að fyrra hragði að gangast fyrir því að jafna sverðlengd- imar. Svo vakandi er dreng- skapur þeirra tæpast. Krafan verður að koma frá þeim, sem styttri sverðin bera. Fornmanninum var það „við- kvæmt miál“ að berjast við ó- jafnan leik, þótt sverðlengdin væri honum í hag. Framsókn virðist vilja hafa allan hag af sinni miklu sverðlengd og telja það „viðkvæmt mál“, að aðrir vilja ekki una við sín stuttu sverð. Svona hafa drengskapar- hugmyndirnar breyzt. Grundvallarkenning lýðræð- isins er sú, að þeir sem við eig- ast í stjórnmálabaráttunni hafi allir jafn Iöng sverð. Hér hefir áður verið sýnt fram á að kosn- ingasverð Framsóknar er ná- lega heímingi lengra en kosn- ingasverð sjálfstæðismanna. Þetta þýðir það að ef hér væru að eins tveir flokkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, gæti Framsókn liaft meirihluta þing- manna þótt hún hefði ekki nema 35% af kjósendunum, en Sjálf- stæðisflokkurinn 65%. Ef Framsóknarflokkurinn væri ekki yfirlýstur lýðræðis- flokkur, mætti skilja aðstöðu hans. En nú vita allir, að Fram- sóknarflokkurinn þreytist aldrei á þvi, að prédika lýðræðishug sinn. Þess vegna ætti í rauninni að vera óhugsandi að flokkur- inn synjaði um allar umbætur í jiessu efni. Frá því sögur hófust hefir aldrei verið háð jafn hörð bar- átta milli lýðræðis og einræðis og um þessar mundir. Fram- sókn fer ekki dult með það, hvorum megin hún stendur í þeirri baráttu. Yið ráðum ekk- ert við livort ofan ó verður í umheiminum, lýðræði eða ein- ræði. En er eltki alveg óstætt á því, að óska þess að lýðræðið | sigri í umheiminum, en spyrna jafnframt fæti við því, að lýð- ræðið sigri í okkar eigin landi. Það lætur svo ankannalega í eyr- um að vera alltaf að óska lýð- ræðinu sigurs hjá öðrum, en berjast gegn sigri þess hjá okk- ur sjálfum. Það er enginn ágreiningur um það, að frjáls faintíð þessarar þjóðar sé undir sigri lýðræðis- ins komin. Sá eini sigur lýðræð- isins, sem við höfum nokkur óhrif á er í okkar eigin höndum. Við eigum að liætla að berjast með mislöngum sverðum. Ef íslenzkur drengskapur væri jafn mikill nú og meðal sumra fornmnnna, ætti sú krafa að koma frá þeim sem 'lengst sverðið hefir. Úr því svo er ekki, verður krafan að koma frá þeim sem styttri sverðin bera. Það er á færi Alþingis .að jafna lengdina á kosninga- sverðunum. Ef full alvara fylgir lýðræðistalinu ætti það að ,vera framkvæmanlegt í friði og sátt. a Aðalfundur Óðins. Fjárhagur félagsins 4 ágætur. Aðalfundur M.f. ,Óðinn var haldinn i gær. Sýndi fundurinn mikinn áhuga hjá félagsmönn- um fyrir félagsstarfseminni. — 1 stjórn félagsins fyrir næsta ár voru kosnir: Ólafur J. Ólafsson formaður, Kristinn Árnason varaformaður, Gísli Guðnason, Ásmundur Guðmundsson, Sveinn Jónsson, Kristinn Ivrist- jánsson, Axel Guðmundsson. — Varastjórn: Alfreð Guðmunds- son, Sigurður Þórðarson, Einar Guðnason, Snæbjöm Eyjólfsson og Ilannes Arnórsson. Endurskoðendur Björgvin Grímsson og Guðm. Sveinsson. |Ólafuir J. Ólafsson þakkaði fráfarandi form., Sig. Halldórs- syni fyrir störf hans í þágu fél. og formennsku allt frá stofnun þess. Fjárhagur félagsins stendur nú með miklum þlóma og liafa sjóðirnir aukist stórlega á síð- asta ári. Árshátíð Starfs- mannafélags Rvíkur. Starfsmannafélag Reykjavík- ur hélt árshátið sina i Oddfell- owhúsinu s.l. föstudagskvöld. Boðsgestir voru þeir Bjami Benediktsson borgarstjóri og Tómas Jónsson borgarritari og frú hans. Hátíðin bvrjaði með borðhaldi kl. l1/^. í forföllum formanns, Péturs Ingim,undar- sonar, stýrði varaformaður,Lár- us Sigurbjörnsson, samkom- unni. Meðan sétið var undir borðum, söng Pétur Jónsson, fyrst þrjú lög eftir Hallgrím Helgason, sem annaðist sjálfur undirleik, og siðar þrjár aríur úr söngleikum.. Þá flutti Hall- grímur eigið verk, tilbrigði fyrir píanó. Var gerður góður róm- ur að frammistöðu þeirra lista- mannanna, og þeim þakkað með dynjandi lófataki. Lórus; l3igu!rbjörnsson flutíti ræðu og minntíst einkum starfsmannanna með tilliti til Reykjavíkurbæjar. Minni ís lands flutti Jóhann Möller, en Helgi Hallgrímsson mælti fyrir minni hins nýkjörna borgar- stjóra, próf. Bjarna Benedikts- sonar. Áður en staðið var upp frá borðum flutti borgarstjóri snjalla og hlýlega ræðu, þakk- aði sóma þann, er sér væri sýnd- ur og vék að hinum margþættu störfum, er starfsmenn Reykja- víkur inntu af liöndum í þágu bæjarfélagsins. Eftir að borð voru upptekin Bretar lána mann til þess að kenna Islendingum að gera rekdufl óskaðleg. Þór verður sendur í tundurduflaleiðangur. Þ. 25. febrúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun, að fram- kvæma tillögu þá, sem samþykkt var á aðalfundi Slysa- varnafélags íslands, að skip yrði gert út á tundurdufla- veiðar. Var samþykkt að taka varðskipið Þór til þessa starfs. — Skipið mun nú geta byrjað þessar tundur- duflaveiðar á næstunni, að því er Pálmi Loftsson, for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins tjáði Vísi í morgun. — Bretar munu lána mann, er verður með Þór fyrst um sinn, meðan verið er að kenna skip- verjum að gera duflin óskað- leg. Þeir munu einnig lána tæki þau, sem þarf lil jiess. Verður duflunum annaðlivort sökkt þar sem þau finnast, eða þau verða flutt á þá staði, þar sem óhætt er að eyðileggja þau á annan hátt. Þá munu og verða hafðir’ rifflar um borð i strandferða- skipunum, svo að skipverjar á Jieim geti skotið á tundurdufl, sem Jieir sjá á reki, og annað- hvort sökkt þeim eða sprengt þau. Bærinn hafði tekið Þór á leigu og notaði liann í fisk- flutninga. Átti síðan að öota liagnaðinn af þessari sölu, til Jiess að lækka verð á fiski, sem yrði seldur hér í bænum. Svo var samið um, að hægt væri að segja samningunum upp með viku fyrirvara og sagði Skipaútgerðin lionum upp seint í siðasta mánuði. Bretar liafa að undanförnu liaft nokkur skip við tundur- duflaveiðar víðsvegar meðfram strönduin landsins, en sjófar- endum mun Jiykja mjög aukið öryggi að hverju nýju skipi, sem bætist við í þann lióp. Stýrimannafélag Islands hélt fund i síðasta mánuði, Jiar sem samþykkt var áskorun tíl ríkis- stjórnarinnar, um að hún beitti sér fyrir því, að brezku liern- aðaryfirvöldin liefðu nægan skipakost við tundurduflaveið- arnar. Jafnframt mótmælti fundurinn því, að menn, sem ekkert kynni til Jiess að gera duflin óskaðleg væri látnir gera Jiað. Menn geta verið sammála um, að ekki komi til mála, að menn starfi að því að gera dufl- in skaðlaus, án Jiess að fá til Jiess tilsögn Jieirra, sem vanir eru að fást við Jietta. Nú mtinu Bretar lána mann til þess, og ætti starfið Jivi ekki að hafa aukna sh'sahætlu í för með sér fyrir ]>á, sem vinna Jiað. íslandi, að Jiví er varðar ýmsa viðskiptalega örðugleika. Um atvinnumálin var við- liorfið hinsvegar nokkuð annað, og var leyst úr Jieim málum eft- ir föngum fyrir árið 1941. Er vonazt eftir, að sú úrlausn megi verða lil happs báðum þjóðun- um. Þá var Jiví lieitið af Islands liálfu, að sú aðstoð yrði veitt við lausn hagsmunamála Fær- eyinga, sem ástæður leyfi á hverjum tírna. Ægir bjargar skipi sem hafði mist stýrið. y ARÐSKIPIÐ ÆGIR var væntanlegur hingað um hádegið í dag með erlent skip í eftirdragi, sem hafði misst stýrið. Skip þetta var statt fyrir sunnan land í fái*viðrinu á dög- unum og brotnuðu meðal ann- ars björgunarbátar skipsins, auk stýrisins. Eitthvað mun Jiað liafa laskast meira. I gærkveldi var Ægir komr inn upp undir Eyrarbakka með skipið, og bjóst Skipaútgerðin við honum liingað um hádegið. Vatn látið renna að óþörfu víða í húsum. M.s. Eldey strandarvið Skotland. SimniitDaviöræflyr i i Mma. 1 Utanríkismálaráðuneytið hef- ir gefið út eftirfarandi tilkynn- ingu um samningaviðræður við fulltrúa frá Færeyjum: Eftirlitsmenn Vatns- veitunnar á ferli í öll- um bæjarhlutum. I gær og í dag reyndust vatnsgeymarnir svo fullir að út af flóði, og taldi verkfræðingur vatnsveitunnar, í viðtali í morg- un, að nokkuð myndi það stafa af því, að dregið hefði úr frost- unum. Ingvari Vilhjálmssyni, út- gerðarmanni, barst í morgun skeyti frá Bretlandi þess efn- is, að mótorskipið Eldey hefði strandað (aðfaranótt) þ. 28. febrúar á Whithorn á Skotlandi (norður af Isle of Man.). Skipverjar — 9 að tölu — björguðust, en nánari fregn- ir um skemmdir á skipinu eru ókomnar. og áður en dansinn hófst, söng Alfred Andrésson nokkur skemmtikvæði. Hófst nú dans- inn, sem stóð fram eftir nóttu. Þegar á það er litið, að fjöldi starfsmanna var önnum kafinn við ýms störf tvegna óveðursins, línumenn rafveitunnar vegna skemmda á leiðslum, slökkvi- liðið á verði gegn eldsvoða og Jiafnsögumenn við björgun og skipaleiðsögn, þá mátti þátttak- an teljast góð. Hóf þetta fór í einu og öllu bezta fram, öllum viðstöddum til sannrar ánægju og gleði. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá ónefndri. io kr. frá L. H. 2 kr. frá J. G. 2 kr. frá Hafsteini. Færeysk samninganefnd um viðskipta- og atvinnumál hefir dvalið hér undanfarinn hálfan mánuð. Samningamennirnir eru: Christian Djurhuus, sýslu- maður og lögþingsmaður, for- maður. P. N. Dan, kennari og lögþingsmaður. J. P. Eliasen, sjómaður. M. Godtfred, útgerð- armaður. Ole Jacob Jensen, skipstjóri, ‘ Hjalmar Nielsen, kaupmaður. Joen Rasmussen, kaupmaður og lögþingsmaður. Til samninganna af Islands liálfu voru tilnefndir af ríkis- stjóminni: Stefán Þorvaldsson, skrif- stofufulltrúi í utanriltísmála- ráðuneytinu, formaður, Gunn- Iaugur Briem, fulltrúi í atvinnu- og samgöngumálaráðneytinu, Jón Guðmundsson, skrifstofu- stjóri i viðskiptamálaráðuneyt- inu, og sem ritari nefndarinnar Henrik Sv. Bjömsson, cand. juris. Samningaviðræðum er nú lokið. Af hálfu færeysku nefndar- innar voru skýrð þau vand- kvæði í atvinnu- og viðskipta- málum, er valda mesturn örðug- leikum i Færeyjum, en nánari athugun leiddi í Ijós, að sömu vanlkvæði voru fyrir hendi á Undanfarið hafa menn farið víða um bæinn og athugað vatnsnotkun í húsum einstak- linga og Jiá sérstaklega vatns- rennsli á nóttum. Ilafa þeir gengið úr skugga um, að viða i bænum,en Jió einkum í úthverf- unum, láta meim vatn renna alla nóttina til þess að koma i veg fyrir að Jiað frjósi í leiðsl- unum. Á öðrum stöðum, ekki sízt í nýjum húsum, er vatn látið renna af hreinum trassa- skap, og háfa nauðsynlegar ráð- stafanir verið gerðar til Jiess að koma í veg fyrir slíkt. Við þessar aðgerðir hefir dregið til muna úr óþarfa vatnsnotkun, en eftirliti þessu mtai verða haldið áfram enn um skeið. Ætti fólk að hafa það hugfast, að nauðsyn ber til að sparlega sé farið með vatnið og það ekki látið renna að ó- þörfu, enda má það vænta J>ess, að ef J>að sinnir þessu ekki, verði grpið til annara ráðstaf- ana. Þingskrifarapróf. Þann 27. febr. síðastl. fór fram þingskrifarapróf. Þessir stóðust prófið með eftirfarandi einkunnum : Ingibjörg Jónsdóttir 0.80. Þorvald- ur Þórarinsson 0.68. Ársæll Júlíus- son 0.60 og Guðjón Kristinson 0.50. f áá* I.O.O.F.5=120338=8V2.I&IL Fimtugur verður á morgun, þriðjud. 4. marz, Stefán Tómasson, búsettur á Laugaveg 74B hér í bænum. Stefán fluttist hingað til bæjarins árið 1934 og tók sér þá fyrir hendur að fægja glugga. Þá atvinnu hefir hann stundað síðan, eða í nærfelld 7 ár, og er hann þekktastur hér fyrir það.. Stefán er gleðimaður hinn mesti, trúr í starfi, sinu og af öllum vel látinn, sem til hans þekkja Nokkrir Ármenningar fóru í Bláfjöllin á laugardags- kvöld. Um nóttina snjóaði töluvert qg var því ágætt skíðafæri í gær.. Ef eitthvað bætist við snjóinn nú. i vikunni, er áformað að byrja á fyrsta skíðanámskeiðinu i Jósefsdal um næstu helgi. Hóskólafyrirlestur. Næsti háskólafyrirlestur C. Jack- son’s verður þriðjudaginn 4. marz kl. 8x/2 í 1. kennslustofu. Efni:, Húsakostur á Englandi. Háskólafyrirlestur. Dr. Símon Ágústsson flytur fyr- irlestur á rnorgun kl. 6.15 í 3. kennslustofu. Efni: Auglýsingar. Aðalfundur Eyfirðingafélagsins verður haldinn í Ingólfs Café á morgun, þriðjud. 4. marz, kl. 8/ e. h. Að fundinum loknum verður sýnd íslandskvikmynd S.Í.S. Síðan verður kaffidrykkja og dans. Misritun átti sér stað í blaðinu á föstu- daginn, þegar sagt var frá för v.b. Freyju frá Keflavík til Reykjavík- ur. Formaður bátsins heitir Guð- leifur ,(ekki Guðlaugur) ísleifsson. Sölubúðir verða lokaðar í fyrramálið til kl. 1 e. h./vegna afmælishátíðar Versl- unarmannafélags Reykjavíkur. Skólaboðsundið (bringusund) verður háð í Sund- hölinni í kvöld 3. þ. m. Kept verð- ur í 20 manna sveitum, og syndir hver maður tvær leiðir. Þessir skól- ar senda sveitir til þátttöku: Há- skólinn, Menntaskólinn, Iðnskólinn, Verzlunarskólinn og Gagnfræða- skólinn i Reykjavík. Iíept verður um nýjan bikar, sem Stúdentaráð Háskólans hefir gefið. Fyrsta bik- arinn hafði Stúdentaráð einnig gef- ið, en stúdentar unnu hann til eign- ar í fyrra. Hefst boðsundið kl. 9. Næturlæknir. Kristbjörn Tryggvason, Skóla- vörðustíg 33, sími 2581, Næturvörð- ur í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búðinni Iðunni. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1 fl. 19.25 Þingfrétt- ir. 20.00 Fréttir. 20.30 Fimmtíu ára afmælisfagnaður „Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur" (útvarp úr veizlusal að Hótel Borg) : a) Hall- grímur Benediktsson kaupm.: Minni félagsins. b) Árni Jónsson alþing- ism.: Minni verzlunarstéttarinnar. c) Björn Ólafsson kaupm.: Minni íslands. d) Kórsöngur. 21.15 Um daginn og veginn (Jón Eyþórsson). 21.30 Útvarpshljómsvéitin: Finnsk Jijóðlög'. Einsöngur: Holger Gisla- son: Gígjan, eftir Sigfús Einarsson. Leiðsla, eftir Sigv. Kaldalóns. Draumalandið, eftir Sigf. Einars- son. Vorgyðjan, eftir Árna Thor- steinsson. Alfaðir ræður, eftir Sigv. Kaldalóns. Dýrtíðaruppbót. Bæjarráð hefir samþykkt, að starfsmönnum bæjarins skuli greidd full dýrtíðaruppbót á laun sín. Þó greiðist uppbót ekki af launum, sem hærri eru. en 650 kr. Færeyskur kútter hætt kominn. Færey§kur kútter var hætt kominn í nótt í Keflavík. Var hann með bilaða vél og gat ekki komist á brott. Mönnunum var þó engin hætta búin, þvi að varðbátur- inn Óðinn var yfir honum reiðubúinn til þess að taka mennina um borð. I morgun var sett dráttartaug um borð i kútterinn og dró Óð- inn hann hingað til Reykjavík- ur. —• Bcejap

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.