Vísir - 15.03.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 15.03.1941, Blaðsíða 1
( Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, laugardaginn 15. marz 1941. 61. ..Oi*ii*t;iii iiiii Aílanz- hafið að hyrja“. Báðir aðilar búa sig undir orustuna, sem úrslit styrj aldarinnar velta á EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Sir Percy Noblehefir verið skipaður flotaforingi á siglingaleiðum frá Yesturálfu til Bretlands- eyja (Western Approaches Command) og er fjetta nýtt embætti. Sir Percy er einn af færustu mönnum Breta. Hann hefir verið flotamálaráðherra og yfirmaður Asíuflota Breta og gegnt fleiri mikilvægum embættum. 1 Bretlandi er litið svo á, að þar sem stofnað hefir verið embætti það, sem að ofan greinir, sé Ijóst, að brezka stjórnin líti svo á, að „orustan um Atlantzhaf- ið“ sé í þann veginn að byrja. Og hún velur einhvern sinn bezta mann til þess að stjórna flotadeildunum, er verja flutningaskipin, sem flytja hergögnin, sem nú fara að koma í „stríðum straumum“ frá Bandaríkjun- um. Þjóðverjar hafa boðað, að, þeir muni beita öllum ráðum til þess að hindra hergagnaflutningana. Þeir segjast sökkva hverju skipi, sem flytur hergögn frá Bandaríkjunum. Bandaríkin segja, að hergögnin skuli komast á ákvörðunarstað og Bretar grípa fil sérstakra ráðstafana til þess að vernda skipin. Og um það er í rauninni enginn ágreiningur, að úrslitin í styrjöldinni eru und- ir „orustunni um Atlantzhafið komin“. liftárás á Breneo New York Times um láns- og leigulögin: „Það er alveg Ijóst af orð- sendingu Roosevelts til fulltrúa- deildarinnar, að sá tími er Rð- inn, er vér aðeins látum samúð vora í Ijós með orðum. Það er augljóst, að liér eftir munum vér taka öll þau skref, sem bezt þykja, lil þess að tryggja það, að Bretar sigri í þessari styrj- öld. Möndulveldin ályktuðu skakkt, er þau komust að þeirri niðurstöðu, að Bandaríkin myndi aldrei hefja íhlutun í þessari styrjöld. Þau álykta einnig skakkt, ef þau ætla, að vér framleiðum mikið af full- komnustu vopnum til þess að láta sökkva þeim í Atlantzhaf. Ef á reynir, mun koma í ljós, að vér munum koma hergögn- unurn til Bi'etlands einhvern veginn.“ Fyrsta hergagnasendingin komin af stað. Stimson hermálai’áðlierra til- kynnti hlaðamönnum í gær, að fyrsta hergagnasendingin sam- kvæmt láns- og leigulögunum væri þegar komin af stað. Sókn á Abessiniu- vígstöðvunum. London í morgun. Hersveitir Haile Selassie, sem tóku Buxye, eru nú komnar ná- lægt Debra Mai'kos, sem er 120 enskar mílur norðvestur af Addis Abeba, en milli þessara hæja er ágætur vegur. Hersveitii'nar, sem tóku Azosa í Vestui'-Abessiniu sækja fram til Mendi, og hersveitirn- ar, sem tóku Jevello í Suður- Abessiniu sækja norður á bóg- inn. Ágreiningur milli franskra leiðtoga. Neogues herforingi í Marokko •er sagðpr mótsnúinn Weygand. Abrial og Katova, frönsku flotaforingjarnir, styðja Darlan hvað sem á dynur, að áliti frétta- ritara D.Telepi-agh, en Dai'lan er einnig mótsnúinn Weygand. — Frakkar búast ekki við, að Þjóðverjar geri tilraun til þess að ná Marokko á sitl vald að svo stöddu, lieldur treysta að- Þjóðverjar ogr Arabar. Fyrrverandi Parísar-fréttarit- ari Daily Telegi-aph í London símar blaði sínu, að þýzldr „agentai’" streymi nú til Norð- ui'-Afríkulanda Frakka, einlc- anlega Marokko, og leitast við að koma sér í mjúkinn hjá leið- togumlAraba. Reyna Þjóðverj- ar, segir fi’éttaritarinn, að telja þeim trú um, að Þjóðverjar liafi áhuga fýrir sjálfstæðis- málum Araba. Sömu aðferðum, er beitt í Sýrlandi — og allstað- ar bola Þjóðvei'jar fulltrúum ítala frá. Dr. Auer, fyi’rverandi starfsmaður í þýzku sendisveit- inni í Pai'ís, er formaður nefnd- ar þeirrar, sem Þjóðvei’jar liafa i Casablanca. Nefnd þessi hefir ýms störf með lxöndum og hef - ir leitast við að þafa afskipti af flugmálum Frakka í Norður- Afríku o. fl. stöðu sína þar, og ná völdunum þar síðar. Hinsvegar liyggja sumir, að íxiarkmið Þjóðverja sé að ná völdum i Bizerta hið fyrsta til þess að hafa þar kaf- bálastöð, og Dakar í Vestur-Af- i'iku, til þess að geta ógnað Bandaríkjunum. London í morgun. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu árás á Bremen í nótt. Þýzkar flugvélar voru yfir Bretlandi í nótt á ýmsum stöð- um, en munu hafa valdið mestu tjóni í borgum við Clyde. 4 þýzkar flugvélar voru skotnar niður. Brezka flugmálaráðuneytið hefir birt skýrslu, sem sýnir, að nú vei'ður loks verulega ágengt í baráttunni gegn flugvélum ó- vinanna, sem koma til árása að næturlagi. Alls voru skotnar niður að nætui'lagi undanfax’na ínánuði (tölur í svigum flugv. skotnar niður af bi'ezkum oi’- ustuflugvélum (nigbtfigbters)): Júní 20 (12), júli 4 (1), ágúst 11 (4), september 29 (6), októ- ber 27 (2), nóvémber 24 (0), desember 10 (3), janúar 13 (2), febrúar 16 (4) marz (til 14. marz að eins) 33. Þessi mikla breyting verður í það mund, sem tilkynnt er, að nýjar og fullkomnari flugvélar hafi verið teknar i notkun. Alls eru þetta 187 (47). Er það mjög glæsi- legur árangur ,sem náðst hefir í marz. Það hefir verið bjart af tungli undangengnar nætur — en það hefir komið fyrir áður er árásir voru gerðar að nætur- lagi á brezkar borgir. Vafalaust er árangurinn og að þakka þessu: 1. Flugmennirnir vei’ða æ betur æfðir í árásarflugi að nætui’lagi. 2. Beti’i og fullkomnai'i flug- vélum. Aýir óiigrar Ifala í Alluiníu. i- t London i morgun. j Útvarpið í Aþenuborg skýrði j fi'á því í gæi', að ítalir Iiefði gert áköf gagnáhlaup á 17 mílna löngum vigstöðvum í Albaníu, og var teflt fram liðí, sem er nýkomið fi’á ítaliu, en þvi vai' tvistrað í ákafri skotbrið. — Fyrsta áhlaupið var hai'ðast, en Grikkir hopuðu hvergi. Var þá teflt frarn meix’a liði, en það fór á sömu leið, og Grikkir hröktu Itali til sinna fyi'ri stöðva. Hehningur 5 ítalskra her- fvlkja, sem barizt liafa undan- farna 5 daga á vigstöðvunum, við Tepelini og Klisura, er fall- inn, særður eða tekinn til fanga, sagði talsmaður grisku lier- stjórnarinnar i gærkveldi, Brezkar flugvélar hafa skotið niður 14 ítalskar flugvélar (í fyrradag), en 2 skutu Grikkir niður. Þótt brezku flugvélarnar væri færrí réðust þær til atlögu við ítölsku flugvélarnar, sem voru alls um 50 — sprengju- flugvélar varðar orustuflugv’él- um. Engin brezku flugvélanna var skotin niður. ítalir viðurkenna, að italskt flutningaskip hafi orðið fyrir skemmdum í loftárás á Vall- ona. Inneignir Frakka í Bandaríkjunum. I brezkum blöðum er að þvi vikið, að innstæður Frakka í Bandarikjunum liafi ekki verið frystar og þetta fé sé notað ekki aðeins til þess að greiða laun franska sendiherrans og franskra ræðismanna, heldur líka til undirróðurs gegn aðstoð við Breta og lýðræðisríkin. Fá Grikkir Suður-Albaníu? í fregn frá Belgrad er því haldið fram, að Hitler leggi að Mússólíni að fallast á, að Grikk- ir fái •Suður-Albaniu, svo að unnt verði að leiða styrjöldina á Balkanskaga til lyktal Á þetta liefir Mússólíni ekki viljað fall- ast enn sem komið er. FRÉTTIR FRÁ DANMÖRKP: Erfiðleikar, §em leiða af li e r n ám I im. Bústofninn eydist, en þýzkip pappírsseðlar koma í stadinn Brezka tímaritið „The Economist" birtir hinn 22. febrúar síðastliðinn grein um ástand og horfur í Danmörku, ásamt uppíýsingum er fengizt hafa hjá fréttaritara þess í Stockhólmi, með bréfi, er hann skrifaði hinn 11. febr. s. 1. Hér er um mjög athyglisverðar upplýsingar að ræða, sem við íslendingar höfum gott af að kynna okkur með tilliti til eigin búskapar. Kemur hér greinilega í Ijós hvert stefnir í atvinnumálum Dana og f jármál- um. Fer grein „The Eronomist“ hér á eftir: Hafnir Eire. 129 kunnir Bandaríkjamenn af írskum ættum hafa sent Va- lera skeyti, sem svo bljóðar: Við óskum þess, að Eire veiti Bretum afnot af böfnum sinum — ekki vegna Englands, heldur vegna írlands og Bandarikj- anna og fyrir öll lýðræðislönd heimsins. Frgmtíð og frelsi þjóðanna er undir því komin, að siglingar lialdist milli Bret- landseyja og Bandaríkjanna, og til þess að verja siglingaleiðirn- ar þarf hafnir í Eire. Hvert fóru 4. * afurðirnar? Eingöngu 4 lönd keyptu af okkur framleiðslu okkar í janú- ar síðastliðnum, en árið 1940 skiftist hún milli 10 þjóða. Þjóðir þær, sem heltzt hafa úr lestinni frá í fyrravetur, eru auðvitað fyrst og fremst Norð- urlandaþjóðirnar, Danir, Norð- menn og Svíar, og svo Færey- ingar, auk ítala og Kanada- manna. Verzlunin við Bretland var í janúar s.l. fimmfalt meiri en í jan. 1940. Á þessu ári var hún 17.092 þús. kr., en árið áður 3.340 þús. kr. Verzlunin við Bandaríkin rúmlega tvöfaldað- ist á sama tíma, úr rúml. 578 þús. kr. í 1229 þús. kr. Þær vörur, sem við keyptum í janúar, komu frá 8 nafn- greindum þjóðum, en dálítið kom frá ónafhgreindum. Árið áður hafði innflutningurinn komið frá 15 nafngreindum löndum. Dáiiskt fjármálalíf er í alvar- legi'i hættu vegna hinnar miklu peningaveltu, sem stafar af þvi, að Danir hafa verið neyddir til að selja bústofn sinn og aðrat eignir, aðallega sem landbún- aðarframleiðslu til Þýzkalands. Útflutningsverðið hækkar stöð- ugt, en jafnhliða hækka allar vörur, sem frá Þýzkalandi eru fluttar. Þar sehi Þýzkaland borgar innflutning sinn frá Danmörku með dansk-þýzkum „clearing“-viðskiptum, liefir verðhækkunin ekki í för með sér neina éhættu fyrir Þjóð- verja. Samkvæmt seinasta clearingreikningi skuldar Þýzkaland Danmörku nú kr. 432 millj. Ennfremur sýnir jafnaðarreikningur danska þjóðbankans að „aðrir skuldu- nautar“ bafa liækkað um kr. 450 millj. Þessi reikningur sýnir kostnað þýzka hersins í Dan- mörku, —- allar greiðslur Dana fyrir 10 mánaða vernd Þýzka- lands nema því nú um 850 mill- jónum, þegar teknar eru til greina smáupphæðir á þessum reikningum fyrir innrás Þjóð- verja. Verðbólguhættan, Hin vaxandi hætta á óviðráð- anlegri verðbólgu (inflation) kemur berlega i ljós á þvi að seðlavelta þjóðbankans var i síðastliðnum desemberménuði 741 millj. króna mót 599 millj. árið 1939. Samtimis þvi sem seðlaveltan eykst fara vöru- birgðir minnkandi. Birgðir hrá- efna og hálfunninna efna hafa mjög skerzt og af þessu hefir aftur leitt samdráttur i iðnaðar- framleiðslunni, einkanlega neyzluvörum. Visitala iðnaðar- framleiðslunnar var þegar í nóvembermánuði komin ofan i 91 í stað 116 í nóv. 1939. Te, coco og suðusúkkulaði gekk til þurðar eftir jól og eru nú engar birgðir til af jieim vörum. Kaffibirgðir endast sennilega þangað til i april, ef skömmtun er í gildi, — 125 grömm á mán- uði lieldur éfram. Á viku hverri er einstaklingnum ætlaður liveitibrauðsskammtur 525 gr., en af rúgbrauði fær liann 1% pund, af sykri 365 gr., en af smjöri og smjörlíki 345 gr. Eftirfarandi tafla sýnir út- flutning ýmsra landbnúaðaraf- urða á árinu 1939 og 1940. Kr. Tonn. Kr. tonn. milj. milj. Smjör, tonn 150.000 291 180.000 329 Svinakjöt, tonn 190.00 394 143.000 311 Egg í miljónatali .... 1.704 146 1.344 129 Fjöldi svína á fæti .... 132.800 25 753.000 115 Nautgr. á fæti og slátr. 242.000 — 440.000 Síðasta talan áætluð. vinnuleysi sem nú er í Dan- Yerðhækkunin á landbúhað- mörku. Um 30.000 manna njóta Byggmgarsamvinnufél. Rvíkur heldur aðalfund í Kaupþingssaln- um á mánudag kl. 8)4 síðd. arafurðum, sem nemur a armu 1940 31% á smjöri, 40—50% á ostum, 30% af slátruðum naut- gripum og 12% á slátruðum. svinum, þýðir það ekki að dauski bóndinn liagnist, sem hækkun þessari nemur. Fram- leiðslukostnaðurinn hefir stór- aukizt, og að lokum er bústofn lians eyddur, en í hans stað fær hann pappírsseðla hjá danska þjóðbankanum, sem er neyddur til þess að standa undir útflutn- ingnum til Þýzkalands. Mikið atvinnuleysi. Erfiðasta þjóðfélagsviðfangs- efníð í Danmörku er atvinnu- leysið. Atyinnuleysingj afj öldinn hækkaði úr* 132.000 í s.l desem ber í 193.000 í janúar. Af öllum þessum fjölda njóta 179.000 at-. vinnuleysistrygginga, en í þeim félögum eru 504.000 meðlimir. Þetta sýnir þó ekki allt það at- nú atvinnu með því að vinnu- stundafjökli liefir verið lækkað- ur í iðnaðinum og 25.000 verlca- menn bafa leitað til Þýzkalands. Atvinnuleysingjaföldinn nálg- ast þvi i rauninni 250.000 manns, eða m. ö. o. að annar liver maður, sem nýtur atvinnu- leysistryggingar, nýtur ekki at- vinnu. Þeir 25.500 Danir, sem leitað bafa til Þýzkalands, búa við allt önnur vinnuskilyrði en tíðkast í Danmörku. Þeir búa í verkamannaskálum, og eru sendir hvert á land sem er, þar sem Þjóðverjar þurfa þeirra með, alveg án tillits til verk- kunnáttu þeirra. Þeir eru látnir vinna i 60 stundir á viku eða meir, en þó er fullyrt, að dansk- ur verkamaður afkasti því á 8 stundum, er Þjóðverjar aflcasta á 10 stundum. Hitt er annað mál, live lengi afköst danska Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.