Vísir - 31.03.1941, Blaðsíða 2
VlSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIIt H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hvers vegna
mótmælum
vér ekki?
jyj ÓTMÆLI eru á stundum
lítils virði, að því leyti, að
þau breyta lítið i svip þeim að-
stæðum, sem mótmælt ,er. En
þau geta oft síðar verið mikils
virði, til þess að halda á lofti
þeim rétti, sem brotinn hefir
verið.
Engum kemur til hugar, að
mótmæli frá íslands hálfu muni
breyta þeirri ákvörðun Þjóð-
verja, að setja hafnbann á land-
ið, en þrátt fyrir 'það mun
hverjum íslending þykja það
sjálfsögð skylda ríkisstjórnar-
innar, að mótmæla óhikað og
eindregið þvi gerræði við ibúa
landsins, sem felst í hafnbanns-
yfirlýsingunni. Þótt vér getum
ekki varið oss, þá er óþarfi að
sagan þurfi síðar að geta þess,
að vér höfum ekki haft mann-
dóm til að mótmæla þessu bana-
tilræði við þjóðina.
Alþingi, undir forustu Jóns
Sigurðssonar, hrópaði til full-
trúa konungs „vér mótmælum
allir“, þegar þingið var beitt of-
beldi af hinum danska konungi
landsins. Þegar landið var her-
numið, mótmælti stjórnin fljótt
og einarðlega þessari árás, sem
gerð var á frelsi og hlutleysi
þjóðarinnar. Hinni seinustu á-
rás, sem heinist að lifsafkomu
landsmánna, má ekki sögunnar
vegna láta ómótmælt.
Þótt vér búum í hemumdu
landi, höfum vér samt lögmæta
ríkisstjóm og hið þjóðkjörna
löggjafarþing skipar öllum mál-
um þjóðai-innar eins og áður.
Landsmenn verða sjálfir að sjá
sér farhorða, annast siglingar
sinar, flytja afurðirnar á mark-
að og flytja heim aðkeyptar
nauðsynjar. Hið þýzka herveldi
er því ekki aðeins að færa út
kvíarnar gagnvart liinum vold-
uga andstæðingi sínum, Breta-
veldi, heldur er það um leið að
banna allar bjargir hlutlausri
smáþjóð, sem verður að senda
'ski'p sín >-fir hafið og sigla um
miðin, til að geta lifað.
Lífsréttindi einnar smáþjóð-
ar eru ef til vill ekki mikils
virði í augum ]>eirra, sem heyja
hinn ægilega liildarleik. En fyr-
ir smaþjóðina sjálfa eru þessi
réttindi sama og Iífið sjálft, og
þess vegna verður hún að gera
það eina, sem hún getur gert,
að mótmæla. Fulltrúi Þjóðverja
hér er sænski ræðismaðurinn.
Honum á að afhenda þessi mót-
mæli, og þarf ekki að efast um,
að þau muni komast í hendur
réttra aðila. Er því eklci hægt
að.bera því við, að ekki sé hægt
að koma mótmælunum • til
þýzku stjórnarinnar.
Það er einnig full ástæða til
i að mótmæla þvi, að yfirvöld
Þýzkalands líti á Island sem
„danska eyju“, enda mætti segja
að slíkt kæmi úr hörðustu átt,
þar sem margir ágætismenn
Þjóðverja fyr og síðar hafa
stutt íslendinga i frelsisbarátt-
unni með ráðum og dáð. Auk
þeés hefir þýzka ríkið viður-
kennt fullveldi landsins sam-
kvæmt sambandslögunum 1918.
Ríkisstjórnin verður að taka
Mikilsverðar samgöngu-
bætur í nágrenni
Brýr fereikkaðai' og:
nýjar býg^ðar.
P'
laugardagsmorgun voru Elliðaárbrýrnar ný ju opn-
aðar til umferðar. Er fyrst um sinn ætlazt til að
umferðin frá bænum fari eftir nýju brúnum, en um-
ferðin til bæjarins fari áfram eftir gömlu brúnum,
þangað til öðruvísi verður ákveðið.
Þessar brýr eru 8.70 metrar
að utanmáli,en ökubreidd þeirra
er 6.00 mtr. og gangstígar eru
báðum • megin. Er ökubreidd
þeirra jafnmikil o'g steypta veg-
arins inn að Elliðaám.
Brýrnar eru 13. mtr. langar
liver um sig.
Byrjað var á smíði brúnna
snemma í nóvembermánuði síð-
ast liðnum.
Þá hefir brúin á Varmá i
Mosfellssveit - brúin hjá Brú-
arlandi - verið breikkuð, svo
að ökubreidd hennar er nú 6
metrar, eins qg á Elliðaárbrún-
um, en auk þess er gangstígur
öðrum megin á henni.
Loks liefir brúin lijá Korp-
úlfsstöðum verið breikkuð upp
í sex metra.
Með nýju Elliðaárbrúnum og
breikkun hinna brúnna tveggja
er hrundið í framkvæmd mikils-
verðum samgöngubótum, sem
voru orðnar mjög aðkallandi
vegna hinnar gífurlega auknu
umferðar á nágrenni bæjarins.
Skíðamót Reykjavíkur;
Mjög misjaln árangur.
»Himiiariki« í Bláf jöllima.
Bezta veður var í BláfjöIIum í gær, sól og norðan andvari.
Áhorfendur á mótinu voru rúmlega tvö hundruð. I skála Ár-
manns voru 70 næturgestir aðfaranótt sunnudagsins og í
Himnaríki voru allir, sem þar komust fyrir, en það er varla
meira en 15 manns.
Dvöl barna
við Silunga-
poll.
Dvalartíminn miklu
lengri en í fyrra.
Tíðindamaður Vísis hitti-Jón
Pálsson að máli i gær og spurð-
ist fyrir um það, livort Odd-
fellowar liefði í liyggju að halda
uppi sumardvöl að Siíunga-
polli fyrir „fátæk og veikluð
börn“, eins og að undanfömú,
og þá á hvern veg að þessu sinni.
Jón Pálsson sagði: Já, áreið-
anlega! Undirbúningur til þess
er þegar liafinn. Það verður aug-
lýst í blöðum og útvarpi næstu
daga, að umsóknir megi senda
til mín um þetta nú þegar eða
liið allra fyrsta. Fyrirkomulagið
verður eins og ávallt áður, en eg
tel líklegt, að byrjað verði
miklu fyrri en venjulega, og að
dvalartíminn verði að miklum
mun lengri en vant er. Að eins
stúlkur 5 til 12 ára og drengir
5 til 9 ára koma til greina, og
þá að undangenginni læknis-
skoðun, sem auglýst verður sið-
ar á sömu lund sem áður segir.
Focke-Wulff-flugvél af „Condor“-gerð, eins og hingað kom
í gær.
Þriðja heimsókn þýzkrar
flugvélar til nágrennis
Reykjavíkur.
Talið að flng:véliii 9iafi orðið fyrfr
siireng:|n.
Um kl. 10 í gærmorgun hófst áköf skothríð af loftvamabyss-
um í nágrenni bæjarins, og nokkuru síðar hljómuðu loftvama-
merkin og aðvörunarmerki var gefið í símann um árásarhættu.
Skothríðin hélt áfram nokkura stund, en þagnaði því næst alveg
og hófst ekki að nýju.
Keppnin hófst kl. 2, eins og
auglýst var og var fyrst keppt
i A- og B-flokkum. Þar voru
fimm keppendur skráðir, en
einn kom ekki til keppni og
annar var dæmdur úr leik fyrir
að fara ekki um eitt lilíð.
Leikar fóru svo sem hér seg-
ir í þessum flokkum:
1. Einar Eyfells (Í.R.) 1:01.0
minútur.
2. Haukur Hvannberg (K.R.)
1:03.4 mín.
3. Bolli Gunnarsson (Í.R.)
2:07.6 mín.
Einar Eyfells er i B-flokki og
gengur upp í A-f lokk við þenna
sigur.
Strax á eftir — ]>egar búið
var að breyta brautinni — fór
fram keppnin í C-flokki. (Urslit
í þeim flokki urðu þessi:
1. Georg Lúðvíksson (K. R.)
1:36.9 mín.
2. Jóhann Eyfells (I. R.)
1:39.0 mín.
3. Eyjólfur Einarsson (Á.)
1:41.6 mín.
4. Bragi Brynjólfsson (K. R.)
1:43.9 mín.
5. Guðm. Samúelsson (Á.)
1:47.2 min.
6. Björn Þorbjarnarson (Í.R.)
1:50.2 mín.
7. Hörður Þorgilsson (Á.)
1:52.3 mín.
8. Hörður Ólafsson (í. R.)
1:52.8 m.
9. Magnús Guðmundsson
(Hafnarfj.) 1:56.1 mín.
10. Haraldur Árnason (I.R.)
2:02.0 mín.
Af 28 á leikskrá gengu 6 úr
leik en einn kom, ekki til
keppni.
Menn höfðu yfirleitt betri
tíma í fyrri umferð, því að
brautin versnaði fljótlega. Bezta
tíma í einni umferð hafði
Eyjólfur Einarsson (Á.), 44.6
sekúndur.
mál þetta upp með fullri ein-
urð, og þótt það breyti ekkert
því, sem orðið er, verður það
þó fróun öldnum og óbornum,
að vér höfum haft manndóm
til að mótmæla.
Uppi í Bláfjöllum hafa nokk-
urir Ármenningar komið sér
upp litlum skála, sem þeir nefna
„Himnaríki“. I>ar í kring er allt
af snjór, ef liann er þá á ann-
að borð einhversstaðar hér í
nágrenni Reykjavíkur.
I skálanum eru sex tveggja
manna kojur, en alls munu geta
verið 15 manns þar á nóltu. —
Fyrir framan skálann er tjörn,
þar sem hægt er að vera á
skautum, ef menn vilja það
heldur.
Ármenningar reistu þennan
skála í fyrrasumar. Þurftu þeir
að bera allt efni á bakinu langa
og erfiða leið. Ber „Himnaríki“
dugnaði og áhuga Ármenninga
lofsamlegt vitni.
liór
og bílþvottamaður geta feng-
ið atvinnu nú þegar hjá
Steindóri.
Trillu-bátur
til sölu
með 6 lia. Kelvin-vél. Uppl. í
síma 2562.
Að þessu sinni var það stór
þýzk langferðaflugvél, sem kom
í heimsókn. Flaug hún í fyrstu
í allmikilli hæð, en lækkaði
flugið, er hún flaug suður yfir
flugvöllinn í áttina til Hafnar-
fjarðar. Þaðan flaug hún aust-
ur yfir í átt til Þingvalla, og
livarf þá sjónum manna, en
síðast spurðist til hennar yfir
Vestmannaeyjum og veittu þá
þrjár brezkar flugvélar henni
eftirför.
Vísir átti' i morgun tal við
Capt. Wise og taldi hann að
flugvélin hefði í fyrstu verið i
11.000 feta hæð, er hún flaug
inn yfir bæinn.
Sjónarvottar hafa skýrt blað-
inu svo frá, að skotin úr loft-
varnabyssunum hafi sprungið
mjög nærri flugvélinni, og full-
yrða jafnvel, að hún muni hafa
orðið fyrir broti út sprengju.
Marka menn það á því, að er
ein kúlan sprakk mjög nærri
flugvélinni, _ virtist hvítleitur
reykur koma frá einum hreyfl-
inum. Um þetta er þó ekkert
unnt að fuhyrða, og má vel
vera, að hér hafi verið um sjón-
blekking eina að ræða.
' > ! a
Svana-smjörllkiö
er sælgæti ofan á branð, það
©■• oviðjafnanlegrt til að steikja
í og: bezt í allan bakstnr.
Nýja Svana-smjöHíkið
Alllangur tími leið frá því er
flugvélin hvarf sjónum, þar til
er merki var gefið um að hætt-
an væri liðin hjá, en það mun
hafa verið stundái'fjórðung yfir
lcl. 11.
Hér var augsýnilega aðeins
um rannsóknarflug að ræða, og
er þetta þriðja heimsóknin, sem
Reykjavík fær af þýzkum flug-
vélum. Er því auðsætt, að Þjóð-
verjar fylgjast með því, sem hér
fer fram og full líkindi til, að
þetta verði ekki síðasta heim-
sókn þeirra hingað til lands,
heldur öllu frekar upphafið á
því, sem verða vill.
Almenningur mun liafa tek-
ið viðburði ]>essum með hinni
mestu rósemi, og er það gott út
af fyrir sig, einkum ef slík ró-
semi helzt, þótt eitthvað kunni
út af að bera.
Nefndir starfa nú að því að
undii'búa ýmsar ráðstafanir,
sem gera þarf fyrir voi'ið, eink-
um varðandi brottflutning
barna og svo öryggisráðs tafanir
innan bæjai’ins, sem óhjá-
kvæmilegt er að gex'ðar verði.
Vísir háfði tal af Agnari Ko-
foed-Hansen, lögreglustjóra,
formanni Loftvarnanefndar,
í moi-gun og spurði liann um
atburðina i gær. Honum fórust
svo orð:
„Eg var staddur á Sóleyjai’-
götu, þegar fyi'sta skotið reið
af, og var þá flugvélin komin
yfir bæinn. Var eg að ljúka við
æfingu með lögreglunni og fór
þegar niður á Lögreglustöðina
og lét gefa loftái'ásai'merki.
Göturnar tæmdust fljótlega,
en þegar skothríð loftvarna-
byssanna hætti, fór fólk að tin-
ast út úr byrgjunum, enda þótt
ekkert merki hefði verið gefið
um að hættan væri liðin hjá.
Ber þetta vitni um fádæma
hugsunarleysi, því að sprengju-
brotum rignir lengi niður, eftir
að skothríðinni er hætt. Má það
teljast mesta mildi, að enginn
skyldi slasast af þessum sökum
í gær.
Loftvarnanefndin iríún senda
út yfirlýsingu vegna atburð-
anna í gær“.
Bllar
til sölu.
FORD, 5 manna,
BUICK, 7 manna,
CHEVROLET, 5 manna,
CHEVROLET, vörubíU.
Hagkvæmir greiðsluskilmál-
ar. A. v. á.
/