Vísir - 31.03.1941, Page 3
VISIR
fíandknattleiks-
mótið.
Á laugardagskveld voru leiJcn-
ir tveir leilcir. Fyrri leikurinn
var milli Vals og Víkings í II.
aldursflokki. Þessi félög urðu
efst í þeim flolclci í fyrra og
kepptu nú að milclu leyti meS
siknu liSum. Valur skoraSi í
upphafi 4 mörk í röS, en eftir
það var hálfleilcurinn jafn að
mestu. Laulc lionum meS 12:7.
SíSari hálfleikur var mjög
spennandi og jafn. Var framan
af að sjá sem Víkingur ætlaSi
að jafna mörlcin, en Valur náði
sér aftur á strik og lauk liálf-
leiknum með 8:8. Valur vann
því með 20:15. — Valsliðið var
jafnara og öruggara og hafði
meira bolmagn. Hinsvegar voru
oft meiri tilþrif hjá Víkingum,
en IiSið var glompótt.
Síðari leikurinn var' milli Ár •
manns og Fimleikafélags Hafn-
arfjarðar í I. aldursfloklci. Var
leikurinn ákaflega jafn, svo
engu mátti muna. Fyrri liálf
leiknum lauk með 13:12 í liag
Ármanns. Síðari hálfleiknum
lauk með 12:12, svo að Á. sigr-
aði með 25:24.
Dómari í báðum leikjum var
Aðalsteinn Hallsson. Var hann
mjög strangur og lét vítaköst-
um rigna yfir breyska leikend-
ur. Vafasamt er ef til vill, að það
nái tilgangi sínum, en auðséð er,
að hann vill reyna að uppræta
allt það hnoð, hrindingar og
handaslátt, sem er i þann veg
að eyðileggja þessa skemmti-
legu íþrótt. D.
Frá Akureyri:
Skautamót.
Frá fréttaritara vorum.
Akureyri, í morgun.
Skautamót fyrir Akureyri fór
fram í gærdag í Hólmum fram-
an bæjarins, að tilhlutun
Skautafélags Akureyrar. Fjög-
ur félög kepptu: Skautafélagið,
Þór, K. A. og Iþróttafélag
menntaskólans. Þátttakendur
voru alls 30.
Keppt var í 300 m. hlaupi
drengja i tveim flokkum, 500
m. hlaupi lcarla, 15 ára og eldri
og 6x200 m. boðlilaupi. Það
lilaup vann Skautafélag Akur-
eyrar á 2 mín. 26.3 sek.
Þá sýndu Gunnar Thoraren-
sen og Ágúst Ásgrímsson list-
lilaup við almenna hrifni og
loks var sýndur skautadans og
íshocky. Job.
9,Gamsill
skattanefndar-
maðnr^
nefnir maður sig sem skrifar í
Tímann 27. marz „um útsvar og
skatta“ og segja kunnugir að
þetta muni enginn annar vera en
Eysteinn Jónsson ráðherra, því
þarna er sama tuggan, sama
handbragðið, sömu lölurnar og
sama orðalagið og liann er van-
ur að nota í dálkum Tímans þeg-
ar liann hefir skrifað um útsvör
og skattamál.
Ur þessari grein skulu aðeins
prentaðir upp tveir smákaflar
orðréttir svo lesendur geti séð
hvert hugarfarið er:
„En svo er eitt sjónarmið,
sem í augum margra hefir úr-
slitaþýðingu, þegar um háa
skatta er að ræða. Oft er talað
um það, að ýms störf og sum
embætti séu launuð um of lijá
oss íslendingum, og miklu
hærra en líðkast í sumum ná-
grannalöndunum, um svipuð
störf og stöður. — Nú getur
Alþingi og rílcisvaldið vitanlega
ráðið bót á þessu, og það hefir
reynt að ráða bót á misfellum
launamálanna, með því að skipa
nefndir, er komið liafa með rölc-
studdar tillögur í þessum mál-
um. En jafnan hefir, er á átti að
Iierða, ýmiskonar — og míáske
ósvífin —- sérhagsmunastreita
evðilagl árangur af umbótavið-
leitni í þessa átl. — Hálf-opin-
berar slofnanir, svo sem Eim-
skipafélagið, stærsta bæjarfé-
lagið, bankarnir o. fk, hafa víst
elclci talið sér skylt að hlíta á-
kvörðunum Alþingis í þessu
efni.“
„Flestir þeir, sem stungið
Iiafa niður ]ienna um skattamál
undanfarið, hafa gert ráð fyrir,
að sett yrðu sérstök lög um
stríðsgróðaskatt. Eklci hefir þó
verið borið við að skilgreina
livað væri „stríðsgróðaskattur“
og þess þurfti þó sannarlega
með. Sannleikurinn er lílca sá,að
stríðsgróði er alltaf að verki'í
einhverri mynd á þessum tím-
um, þar sem um verulega aukn-
ar telcjur eráð ræða. Fiskimenn
og farmenn hafa hlotið hærri
tekjur en áður af völdum ófrið-
arins. Landbændur vonandi að
einhverju leyti. Svo og eklci sízt
fiskiskipaeigendur, bæði félög
og einstaklingar, og loks lausa-
braskarar þeir, sem lceypt hafa
ísaðan fisk til útflutnings og
leigt skip í því slcyni, og sumir
átt þau sjálfir.“
í næsta blaði Tímans er lofað
áframhaldi af þessari hugvekju.
E. J.
Berklamálin eru
mál alþjóðar.
sr
R Þriö j)a ár hafa berkla-
sjúklingar hér á
landi haft með sér samtök
og er tilgangur þeirra í
stuttu máli sá, að vinna al-
hliða að umbótum í berka-
málum..
Berlclasjúklingar þelckja veilc-
ina af eigin raun og óska þess
því af alhug, að allt sé gert sem
í mannlegu.valdi stendur til þess
að uppræta liana með öllu,
sporna við því að menn veikist
og hjálpa þeim til þess að ná
fótfestu á nýjan leik, sem orðið
hafa fyrir veikinni og lamast
við það að likamlegu þreki. Til
þess að þetta megi takast hafa
berklasjúklingar kallað til sam-
vinnu við sig kllt fólk í landinu,
af öllum stéttum og flokkum.
Stendur því sambandið alger-
lega fyrir utan alla flolclca og er
algerlega ópólitískt.
Nú vill svo undarlega til að
tvö blöð bæjarins hafa nýverið
reynt að klína pólitískum lit á
sambandið með því að bendla
það við ákveðinn flolclc og á-
kveðið mál. Svo mikið hefir þótt
liggja við að upp hafa verið
spunnin tilhæfulaus ósannindi
um ]>að að formaður berlcla-
sjúklinga sambandsins liafi lán-
að fjölritara þess til notlcunar
fyrir menn þá er stóðu að hinu
svonefnda „dreifibréfi“. Stjórn
S.Í.B.S. hefir hralcið ósannindi
þessi með því að upplýsa að S.
I. B. S. hefir aldrei átt neinn
fjölritara og ekki heldur neina
slcrifstofu sem . hægt væri að
láná hann út úr.
Hvað hugsa þeir menn, sem
að þessum skrifum standa?
Hyggjast þeir að ná sér niður
á pólitiskum andstæðingi, eða er
tilgangurinn sá að reyna að
skaða félagsskap sjúklinga?
Hafi þeir haft hið fyrra í
huga hafa þeir algerlega inisst
marks. En hafi þeir haft það eitt
í huga að gera starf S. í. B. S.
torhyggilegt í augum almenn-
ings, getur verið að þeim hafi
lánast það að nokkru leyti og
sjá allir þeir er þessum málum
unna, að slíkt er illa gert og
ódrengilegt.
Sjúklingar óska þess ein- j
dregið að fá að halda sínum !
málum fyrir utan allt pólitíslct
þras, enda lætur félag þeirra sig
engu skipta hverjar pólitíslcar
skoðanir menn hafa sem eru
innan vébanda þess. Það væri
illa farið ef við Islendingar vær-
um svo djúpt soklcnir í sundr-
unginni að við gætum elcki allir
mætzt til sameiginlegra átaka
um velferðarmál sem alla þjóð-
ina varðar.
Innan sjúkraliúsanna erum
við öll sem einn flokkur og ein
stétt, þar þekkist enginn munur,
við erum öll berlclasjúklingar.
Almenningur liefir tekið S. í.
B. S. mjög vel, enda hafa marg-
ir landsmanna fengið að finna
fyrir berklunum á einn eða ann-
an liátt.
Við berklasjúklingar viljum
af öllum mætti vinna að því að
berklunum verði útrýmt og
blöðin ættu að oklcar áliti að
slyrlcja oklcur eftir megni í bar-
áttu oklcur. Við höfum ekki
stofnað félag til þess að krefjast
aukinna hlunninda olckur til
handa. Við höfum rétt fram
hönd olclcar til samvinnu við
alla þá, sem sjá og slcilja
að án samtaka alls al-
mennings verður ekki liægt
að útrýma berfclunum úr land-
inu, þrátt fyrir þá glæsilegu
sigra sem læknar okkar hafa
unnið á undanförnum árum.
Að endingu vil eg skora á all-
an almenning að gerast meðlim-
ir í Berlclavarnafélögunum, þar
hafa allir aðgang og þar geta
allir lagt fram sinn skerf í bar-
áttunni við berklana sjálfum sér
og öðrum til góðs.
Berklamálin eru mál alþjóðar
en ekki 'flokksmál.
Karl R. Matthíasson.
Dugleg, hreinleg
kona
óskast 3 tíma á dag til hrein-
gerninga á stigum, skrifstof-
um og verzlun. Uppl. í
Lífstykkjabúðinni,
Hafnarstræti 11.
Lítill blll
í góðu standi til sölu, lientug-
ur til breytingar i flutnings-
I
bil. Uppl. á Bifröst í dag.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmm,
Bíll
Plymouth 1933, i góðu
standi, til sölu með góðu verði
ef samið er strax.
Uppl. Sóleyjargötu 19,
niðri.
TIL SÖLU, stærð 3x3 yards.
Uppl. Húsgagnavinnustofu
Helga Sigurðssonar, Fralclca-
stíg 12.
Allir þurfa að eignast
Heilbrigt líf
tímarft Rauða Kross Islands,
um heilsuvernd og líknar-
slarfsemi.
Símar 4658 og 2328.
Gangið í félagsslcap Rauða
Krossins.
Styrlcið gott málefni. Oft
er þörf en nú er nauðsyn. —
Símar 4658 og 2328.
Tveir duglegir
Sendisveinar
óslcast strax. Gott kaup.
HARÐFISKSSALAN.
Sími: 3448.
RAFTÆKJAYERZLUN OC
VINNUSTOFA
LAUGAVEG 46
SÍMI 5858
RAFLAGN8R
VIÐCERÐIR
• • • • •
SÆKJUM SENDUM
NINON
Mikið úrval af
Kjólum
og
Pilsu:
Daglega nýjar vörur.
Bankastræti 7
Sími 3669
Fasteignir s.f.
Önnumst kaup og sölu fast-
— eigna og verðbréfa. —
Hverfisgötu 12. Sími: 3400.
Karlmanna-
lcven- og barnasokkar
í stóru úrvali.
Bidpá- ur
BIHNDRHB T=iaffi
Sendisveinn
óskast hálfan daginn
frá kl. 1—6.
Verksmiðjan FÖNIX.
Suðurgötu 10.
Hreinar
léreftstusknr
kaupir hæsta verði.
Félagspentsmiðjan %
Fyrsta seudingin af
vor og sumarkápu-
efnum er Jkomin
Dömnr
Einnig frakkar og úlsterar.
Klæðaverzlnn Andrésar Andréssonar b/f
Iðkynilil Irá MHHiiil
Frá mánudeginum 31. þ. mán. verður Sund-
0' I
höllin aftur opin fyrir almenning á tímanum
frá kl. 11—1 á virkum dögum.
Hr ogn
Kaupi ný og söltuð hrogn.
Bernln. Petersen,
Simi 1570.
Salt
Ctvegum enskt salt með stuttum fyrirvara
f. a. s. Fleetwood eða Runcorn.
G. Helgason & Melsted h.f.
Fliitnmgfiir tif
*
Kslandi.
Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd
Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstak-
lega hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusend-
ingar er að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
Culltfopd & Clark Ltd.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
eða
Geir H, Zoéga
Símar 1964 og 4017,
er gefur frekari upplýsingar.
5 manna bíll
í góðu standi óskast til lcaups
strax. Tilboð sendist afgr.
Visis fyrir miðvikudags-
lcvöld, merkt: „5 manna“. —
í f jarveru minni
út þessa viku gegnir hr. lækn-
ir Axel Blöndat læknisstörf-
um minum.
Ólafur Þ. Þorsteinsson.
Jarðarför
frú Guðpúnar Siguróardóttur,
prófastsekkju frá Flatey, fer fram frú dómkirkjunni i
Reykjavík miðvikudaginn 2. april og hefst með húskveðju
á heimili dóttur hennar, Garðastræti 33, kl. 13.30.
Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað.
Börn og tengdaböm.
ODIR KJOTKAIJP
Fyrst um sinn seljum við daglega hverjum sem hafa vilí
væna framparta af fullorðnu fý', fyrir að eins kr. 1.80 — eina kronu og áttatíu
artra — hvert kíló.
Rýrara ærkjöt í/Iieilum skrokkum selst fyrir sama vérð.
Komið í þessari viku, því birgðirnar getur þrotið áður en varir.
Í*IIISII> DERÐCBBEIÐ
Sími: 2678. / Fríkirkjuvegi 7.
/
t
I