Vísir


Vísir - 04.04.1941, Qupperneq 2

Vísir - 04.04.1941, Qupperneq 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræli) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vorkosningar eða haust- kosningar. NDANFARNAR víkur hefir hugur landsmanna verið bundinn við hið mikla afliroð, sém við höfum þegar goldið af völdum styrjaldarinnar. Svo að segja daglega hafa verið haldn- ar minningarathafnir, bæði hér í Reykjavík og úl um land, um vaska menn, sem lagt hafa út á liafið og ekki komið aftur. Þessa dagana er l'agt allt kapp á að kenna höfuðstaðarhúum að leita sér skjóls í loftárásum. Það er verið að reyna að koma sem flestum íbúum bæjarins, þeím, er heimangengt eiga, burt, á tryggari staði. Við vitum ekki, hvort ógnir muni yfir olckur dynja. En við verðum að vera við því búin. ísland er komið inn á ófriðarsvæðið. Hver skips- höfn, sem yfirgefur þetta land, eða nálgast það, er í þeirri hættu að falJa ógild. Afleiðingar liinn- ar algeru styrjaldar eru eklci komnar í ljós. Við getum búist við mjög tilfinnanlegri siglinga- teppu. Það er þegar farið að minnka skammtinn á erlendum vöruin. Við eigum það á hættu, að koma ekki framleiðsluvörum okkar á erlendan markað. Yfir- leitt er sama hvert litið er. Framundan virðast margskonar hættur og erfiðleikar. Við Jielta allt er hugur manna bundinn öðru fremur. Þess vegna verður þvi ekki neitað, að þjóðin er ekki vel við því búin, að leggja út i kosningabaráttu nú í vor. Það er eklcert tiltöku- mál, þótt komið hafi til orða að fresta kosningum, Jiegar svo stendur á. Og það er ekkert launungarmál, að um þetta hef~ ir verið rætt meðal manna úr öllum flokkum, bæði innan þings og utan. Allir viðurkenna vandkvæðin á því, að kosningar fari fram. Hinsvegar eru ákvæði stjórnarskrárinnar skýr um það, að kosningar eigi að fara fram 4. livert ár. Nú hefir ritstjóri Morgun- blaðsins borið fram uppástungu í þessu máli, sem vel er þess verð að rædd sé. Hún er sú, að Alþingi snúi sér nú þegar að^af- greiðslu Iiinna stóru mála, sem fyrir liggja. Síðan yrði þinginu 1‘restað til hausts og jafnframt þeim kosningum, sem annars hefir verið gert ráð fyrir að fram færu í júní. Hér skal ekldu um það dæm t, hvort þessi frest- un á kosningum er samrýman- leg ákvæðum stjórnarskrárinn- ar. En ef svo er, virðist einsætt að hniga að þessu ráði. Á það er bent, að orustan um Atlantshafið muni komast í al- gleyming á þessu sumri. Þess- vegna séu nokkur líkindi til þess, að meiri kyrrð verði kom- in á með liaustinu. Þessi tillaga hefir verið lílið rædd, enda alveg nýlega fram komin. En þó tekur Tíminn í gær í málið 'á þann hátt, að furðulegt má kallast. Blaðið lokar augunum alveg fyrir þeim erfiðleikum, sem á því eru, að vorkosningar fari fram. Það bendir á að óhagstæð veðrátta gæti takmarkað kjörsókn í sveitum að hausti til, og sér ekki annað í tillögunni en illan hug lil ,dreifhýlisins“. Það er rétt að benda Tíma- mönnum á það, að innan Fram- sóknarflokksins eru mikilsráð- andi menn, sem gera sér fulla grein fyrir þeim erfiðleikum, sfem eru vorkosningum sam- fara, eins og nú stendur á. Það er ennfremur ré/t að benda þeim á, að sú leið er til, að hafa fleiri en einn kjördag að hausti, ef veðrátta er mjög óhagstæð. Loks er rétt að henda þeim herruni á það, að hér er um að ræða meira alvörumál en svo, að það verði afgreitt með útúr- dúrum og skætingi. En ef farið væri út í það, að tala um lmg manna til kjósenda silt á hvað í sanlbandi við kosn- ingarnar, þá gæli svo farið, að „veðurskilyrðin“ yrði ekki sér- lega liagfelld ýmsum kjósend- um bæjanna nú í vor. Hvers- vegna er verið að hafa loft- varnaæfingar ? Er það ekki vegna þess, að sá möguleiki er fyrir hendi, að til loftárása geii komið, hvaða dag sem. er? Það getur þessvegna vel komið fyrir, að t. d. Reykvíkingar verði að hafast við í loftvarnabyrgjum tímunum sainan á sjálfan kjör- daginn. Sennilega játar jafnvel Tíminn að „elds og kúlna hríð“ loftárásanna geti orðið kjósend- um farartálmi, engu síður en stórhríð á fjöllum. Og svo að endingu: Það verð- ur að fá úr því skorið tafarlausl, hvort kosningar fara fram á til- teknum tíma, eða þeim verður frestað til haustsins. Alþingi verður að laka ákvarðanir sín- ar. Ivjósendur eiga heimting á, að það dragist ekki. a Frá hæstarétti: Kaupkrafa ekki tekin til greiita. í dag var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í málinu Kristján Kristjánsson gegn Sveini Brynj- ólfssyni. Eru málavextir þeir, að stefndi, sem er bifreiðastjóri, var i þjón- ustu áfrýjanda. Seint í ágúst 1939 lenti í orðasennu milli málsaðilja. Mun áfrýjandi hafa orðið allstórorður. Taldi stefnd- ur að áfrýjandi hefði rekið sig úr vinnu að ástæðulausu og fyr- irvaralaust, en hann ætti heimt- ingu á að fá mánaðar uppsagn- arfrest, þar sem hann hefði ver- ið ráðinn með þeim kjörum. Á- frýjandi mótmælti þvi, að hann hefði rekið stefnda úr þjónustu sinni, heldur hefði hann farið af sjálfsdáðum og ætti hann því enga kröfu á hendur sér. 1 hér- aðsdómi urðu úrslit málsins þau, að dómarinn taldi að stefndur hefði mátt skilja orð Kristjáns sem uppsögn og dæmdi honum kaup í mánuð, vegna ólögmætrar uppsagnar. 1 Hæstarétti urðu úrslit málsins hinsvegar þau, að Kristján, sem áfrýjað liafði málinu, var sýkn- aður af kröfum stefnda og hon- um dæmdar kr. 200,00 i máls- kostnað fyrir hæstarétti, en málskostnaður í Iiéraði látinn falla niður. Segir svo í forsend- um hæstaréttardómsins: „Að vísu verður að telja á- frýjanda hafa mælt þau orð við stefnda í sennu aðilja þann 27. ágúst 1938 sem í héraðsdómi getur. En stefndi verður þó ekki talinn hafa haft heimild til þess að leggja þann skilning í þau, að áfrýjandi ætlaðist til þess, að hann færi þegar alfarinn úr vinnunni, enda var stefnda inn- an handar að krefja áfrýjanda þegar yfirlýsingar um það, hvort orðin skyldi skilja á þann veg, en það gerði stefndi ekki.“ Hrm. Lárus Jóhannesson flufti málið af liálfu áfrýjanda en stefndi lét ekki mæta við flutning málsins i liæstarétti og var það því flutt skriflega. Köniin lir bænum! IJn dirbúiiin g’ssiar £id er nú luifið af íaillum krafti. Almenningur verdur að létta þaó eftir mætti T morgun hófst undirbuningur að því að koma börn- um á brott úr bæntnn. Eitt hundrað og tuttugu kennarar byrjuðu að safna skýrslum um öll þau börn, 14 ára og yngri, sem koma þarf úr bænum, hvort sem þau verða í sveit á vegum foreldranna, eða nefndar þeirrar, sem falin hefir verið framkvæmd málsins af hendi bæjar, ríkis og Rauða Kross íslands. Skýrslusöfnun þessari verð- ur lialdið áfram á morgun, en á þá að verða lokið, svo að nefndin geti haft nokkurt ráð- rúm til þess að koma öllu und- irbúningsstarfinu frá í tæka tíð. Blaðamenn voru í gær hoð- aðir á fund formanns nefndar- innar, Þorsteins Schevings Thorsteinssonar, og fram- kvæmdastjóra hennar, Arn- gríms Kristjánssoar, og skýrðu þeir frá starfi nefndarinnar i höfuðatriðum. Nefndin er skip- uð sjö meðlimum: Ásmundi Guðmundssyni, prófessor og Sigurði Thorlacius skólastjóra, auk Arngrírus, frá Barnavernd- arráði, frú Guðrúnu Péturs- dóttur og frú Soffíu Ingvars- dóttur, kjörnum af bæjarstjórn Reykjavíkur og Haraldi kaup- manni Árnasyni, sem er annar fulltrúi R. Kr. I. með Þorsteini Sch. Thorsteinsson. HVAÐ Á AÐ GERA? Hlutverk nefndarinnar er tvöfalt, að atliuga þörfina á fyrirgreiðslu um útvegun á dvalarstað fyrir börn og leita fyrir sér um liúsnæði handa þeim í sveitmp landsins. Fer skýrslusöfnunin í dag og á morgun fram vegna hins fyrr- nefnda hlutverks nefndarinn- ar. Er afarnauðsynlegt að þetta starf gangi greiðlega, svo að hver kennari komist yfir sitt liverfi á hinum tilskilda tíma. I sambandi við síðarnefnda atriðið hefir nefndin hugsað sér fjórar leiðir. 1) Að hörnum sé komið fyr- ir einum síns liðs á sveita- heimilum. Vill nefndin þá koma því til leiðar, að 12—14 ára börn geti unnið fyrir ein- hverju kaupi og ætti sú hug- mynd að vera vel framkvæm- anleg, þegar þess er gætt, að skortur á vinnuafli er fyrirsjá- anlegur í sveitum í sumar, ef ekki verður mikil breyting á atvinnuháttum við sjávarsíð- una. Þá mun nefndín og reyna að sjá svo um. að 10 og 11 ára börn geti verið í sveit fram- færanda að kostnaðarlausu, með því að þau vinni ýms létt störf, sem eru við þeirra hæfi. 2) Að koma börnum og mæðrum fyrir á sveitaheimil- um. Er þetta vegna þess, að á mörgum sveitaheimilum hátt- ár svo til, að ekki er unnt að taka börn, þótt húsrými leyfi að tekin sé til vistar mæður og börn, þar sem móðirin annað- Iivort vinnur fyrir barninu eða börnunum, eða henni er séð fyr- ir húsnæði, en hún sér að öðru leyti sjálf fyrir sér og sínum. Hefir nefndin fengið nokkur slílc tilboð úr sveitum. 3) Að koma upp sérstökum sumardvalarheimilum fyrir börn á aldrinum 4—8 ára og veikluð börn á öllum aldri. Vegna þessa hefir verið borið fram á Alþingi stjórnarfrum- varp það, sem Vísir gat um í gær. Jafnframt hefir nefndin sent simleiðis fyrirspurnir um það til skólastjóra í sveitum, hversu mörg börn geti yerið í hverjum skóla. Er ætlunin að skipta þessu skólahúsnæði milli Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar, Akraness, Siglufjarð- ar, Akureyrar og Seyðisfjarð- ar, en starfssvið nefndarinnar er takmarkað við þessa bæi. 4) Að koma á fót mæðra- heimilum, þar sem börn og mæður dvelja sumarlangt. Er þetta vegna yngstu barnanna, sem mæðurnar vilja lielzt ekki skilja við. IIVAÐ IJEFIR VERIÐ GERT? Fyrir all-löngu var öllum þeim sveitaheimilipn, sem höfðu börn í fyrra, skrifað bréf og spurst fyrir um það, livort þau geti ekki tekið börn aftur. Auk þess hefir verið skrifað til 50—60 heimila í Þingeyjarsýsl- um, sem huðust til að taka hörn í fyrra, en svar þeirra kom svo seint, að undirbún- ingsnefndin hafði engin börn að senda þeim. Þá var og símað til allra presta, oddvita og skólanefnda á landinu um að veita þessu máli aðstoð sína. Er undirbún- ingsnefndin farin að fá svör við málaleitan sinni og munu þau yfirleitt vera á eina leið, áð fólkið sé fúst að taka börn aftur. Þá liafa skólanefndir barna- skólanna samþykkt, að próf skuli falla niður að þessu sinni önnur en fullnaðarpróf, og á því að verða lokið fyrir apríl- lok. Ef fólk getur sjálft útveg- að börnum sinum sumardval- arstaði, þá láta skólarnir það óátalið, þótt þau sé seiid af stað fyrir mánaðamótin. IJVERNIG VERÐUR ÞETTA GERT? Til þessa hefir rekstur sum- ardvalarheimila og fyrir- greiðsla þessa máls verið svo að segja einvörðungu borinn uppi af líknarfélögum í bæn- um. Nú hefir ríki pg bæjarfé- lög að vísu heitið fjárhagsleg- um stuðingi, en þrátt fyrir það er hér treyst á þessi líknarfélög og almenning, er þau liefir stutt, og hefir í bæjarfélögun- um yfirleitt tekist samvinna, milli líknarfélaganna annars- vegar og viðkomandi nefnda, sem framkvæmdir hafa með höndum hinsvegar, og er heit- ið á almenning til þess að taka vinsamlega hverri bón, er bor- in er fram í þessu skyni. Hér í Reykjavík er þessu þannig háttað, að það félagið, sem hefir hvað mestu látið sig varða mál- stað bama, þ. e. Barnaviriafé- lagið Sumargjöf hefir tekið að sér fyrir framkvæmdanefnd- ina að hafa forgöngu um al- menna fjársöfnun vegna sumar- dvalarinnar, og mun sú fjár- söfnun fara fram á sumardag- in fyrsta — sama dag og Sum- argjöfin liefir undanfarin ár haft fyrir sinn aðal fjársöfn- unardag. Útvarpið í da^. Kl. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Þing- fréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Út- varpssagan: „Kristín Lafransdótt- ir“, eftir Sigrid Undset. 21.00 Minnisverð tiðindi: Sigurður Ein- arsson. 21.20 Takið undir! Spá sem að not- um gæti orðið. I. Hér liggur fyrir framan mig grein sem lieitir „Nýjárshugs- anir 1939“, og kom í Vísi í jan. það ár. Þar er þessi eftirmáli, ritaður 13. jan.: „Eftirtektar- vert virðist mér hvernig hvert slysið liefir rekið annað, síðan grein þessi var rituð, og riian eg ekki eftir neinu ári sem liafi byrjað jafn slysalega. Er það grunur minn að svo gæti farið, að varla mundu líða 3 ár áður hæfust hér manndráp, varla 10 ár áðu.r liér yrðu sú óáran, að fólkinu fækkaði um þúsundir, og varla 100 ár áður íslenzka þjóðin yrði með öllu undir lok liðin. Það mannkyn sem bent hefir verið á leiðina frá Hel- stefnu til Lífstefnu, og ekki þiggur þá bendingu, er í meiri hættu statt en nokkru sinni áð- ur. En fyrst af öllum mundi ís- lenzka þjóðin undir lok líða vegna þess, að hér átti vaxtar- broddurinn að vera“. ( II. Það er þegar farið að koma í Ijós, að mig hefir rétt grunað. Áður en 3 árin eru liðin, eru manndrápin hafin. Og eins mundi reynast um það sem á eftir fer. En því er eg að minna á þetta, að hörmungum þess- um sem þegar hafa á dunið, hefði mátt afstýra, og hinum enn meiri hörmungum sem nú vofa yfir, má afstýra. En þó er það einungis eitt sem getur bjargað. Menn verða að gefa gaum að því, hverskonar tíma- mót nú eru, og færa sér í nyt sannindi sem á Islandi hafa fundin verið fyrst. En#ef ís- lenzkur þjóðræknisskortur er þar til fyrirstöðu, þá mætti reyna að hafa þess not, hversu ágætur Breti, Adam Rutherford, hefir sagt, að frá íslandi mundi koma það ljós —- eða m. ö. o., að á íslandi jnundu verða fundin þau sannindi, sem öllu mann- kyni eru nauðsýnleg til vel- farnaðar. Og enn mætti hafa gagn af því, hversu augljóst það er nú þegar orðið, að íslenzka þjóðin getur ekki átt neina góðá framtíð í vændum, ef ekki er hægt að sýna fram á, að lnin sé þess makleg að vera í háveg- um höfð áf öllu mannkyni, þjóð þar sem gæti orðið það fram- hald sem ekki verður án verið, af tilraun þeirri sem gerð var á Grikklandi og Gyðingalandi forðum, til að bjarga framtið mannkynsins. Einmitt af því að eg segi yður sannleikann trúið þér mér ekki, sagði Jesú. Það voru stórkost- leg orð og þung, og betur að ekki verði enn ástæða til að segja slíkt. III. Mál þetta sem hér er drepið á, er skýrt nokkru frekar en eg hefi áður gert, í hók sem á að lieita Framnýall,, og nú er verið að prcnta. En þá væri þeim ár- angri náð sem duga mundi, ef tækist að vekja áhuga á að koma hér upp stöð slíkri til sam- bands við lífið á stjörnunum, sem eg hefi oft á minnst. Gæti Alþingi það sem nú situr, átt hér að góðan hlut, með því að gera einhverjar þær ráðstafanir sem að þessu miðuðu. 28. marz ’41. Helgi Pjeturss. Stúdentar, sem útskirfuðust 1931 úr Menntaskólanum í Reykjavík, eru beðnir að mæta í Oddfellow- húsinu (uppi) næstkomandi laugardag kk 5 e. h. Sýning á samkeppnisuppdráttum af kvik- myndahúsi Háskóans verður hald- in á sunnudag kl. 1—6 og á mánu- dag og þriðjudag kl. 5—7. Sýning- in verður í Háskólanum. Næturlæknir. Theódór Skúlason, Vesturvalla- götu 6. Sími 3374. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og LyfjabúÖ- inni Iðunni. Blindraiðn Gólfldiitar fyrirliggjandi í heildsölu. Sími: 4046. V eggfóöixr Fjölbreytt og ódýrt úrval nýkomið. VEGGFÓÐURVERZLUN Victors Helgasonar. Hverfisgötu 37. Sími 5949. Aðalfundur Blindravinafélags Islands verður lialdinn i kvöld kl.8.30 i Varðarhúsinu. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundin- um fást hjá gjaldkera félags- ins, Bóklilöðustig 2. Stjórnin. 6 mðnni liíll TIL SÖLU. Til sýnis á Bifreiðastöðinni Bifröst. Páskaeggin Yoru í [m§nndatali. I dag* í liundraðatali Koinid áður en það er of seint. — IJrvalið me§t og: afg:reið§lan l»ezt i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.