Vísir - 09.04.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 09.04.1941, Blaðsíða 1
A Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S linur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 9. apríl 1941. 82. tbl. BRETAR OG GRIKKIR YFIRGEFA SALONIKI Þjóðverjar liafa ruðst inn í Vardardalinn og sækja fram í áttina til borgarinnar. Vöm Grikkja írábær, en liðsmunur er gífurlegur. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Igær var tilkynnt í Aþenuborg, að vegna þess að Jugoslavar hef$i neyðst til þess að hörfa und- an syðst í Serbíu hefði varnarlínu Grikkja til vinstri verið teflt í mikla hættu, en Grikkir berðist af miklu móði og ekki væri neinn smáblettur látinn í hend- ur óvinunum án þess úthelt væri blóði. Mannfall var talið ógurlegt í liði Þjóðverja, sem höfðu dregið að sér ógrynni liðs í Petrich í Búlgaríu, og hófu sóknina það- an. Fyrsta markið var að rjúfa sambandið milli hers Serba og Grikkja og náðu Þjóðverjar því, er Serbar neyddust til að hörfa undan, og komu svo Grikkjum í opna skjöldu. Samkvæmt tilkynningu, sem birt var í nótt, frá Aþenuborg liefir Þjóðverjum tekist að ryðja sér braut inn í Vardardalinn og hefir þar með verið aðskilinn her Grikkja í Þrakiu og Make- doniu, og verði framhald á sókninni er Saloniki í mikilli hættu. Væri það bandamönnum ómetanlegur hnekkir að missa borg- ina, en þó telja Bretar hana ekki eins mikilvæga hernaðarbæki- stöð eins og í seinustu styrkjöld. Seinustu fregnii4 sem borizt hafa til Aþenu- i borgar herma, að hersveitir Grikkja og Breta í Vardardalnum hörfi hratt undan Þjóðverj- um, sem geisa fram á þessum vígstöðvum. Aðalherinn gríski er að yfirgefa Saloniki og er unnið af feikna kappi að brottflutningi her- gagna. Ný loftárás á Coventry. Allra seinustu fregnir herma, að Covenlry hafi orð- ið fyrir mikilli árás í nótt sem leið. Mun hún vera borg sú, sem átt var við í fyrri fregnum. ítarlegar fregnir eru ekki fyrir hendi, en fullyrða má, að árásin hafi verið mjög hörð, því að hún stóð í margar klukkustundir, og miklum fjölda íkveikju- sprengja og sprengikúlna var varpað yfir hana. Búist er við að manntjón hafi orðið mikið. Eins og menn muna hefir Coventry orðið fyrir ægilegri loftárás. f alliu. Bretar hafa tekið Massawa og hafa ítalir þá aðeins eina hafn- arborg í Eritreu -— Assab. Lið frá Eritreu verður flutt til Cyrenaica, því að Bretar bú- ast við hörðum átokum um Egiptaland á næstunni. Fregnir frá Istanbul herma, að grískir flóttamenn úr Mar- itzadalnum séu farnir að koma til Tyrklands, en Þjóðverjar hafi liertekið alla Vestur-Þra- kíu eftir að Grikkir rýmdu það- an. Talsmaður grísku stjórnar- innar sagði í morgun, að þýzki herinn héldi áfram stöðugum á- hlaupum í Strumadalnum, en Grikkir hafa haldið öllum stöðvum og varist af mikilli hreysti. Það er nú kunnugt orðið hvers vegna Serbar neyddust til að hörfa undan. Serbneskt her- fylki var innikróað, þegar Þjóð- verjar höfðu sótt, inn í Serbíu á tveimur stöðum, með eldingar- hraða. Sóttu Þjóðverjar þar fram, sem hentast var að koma við vélahersveitum. Þegar inn í Vardardalinn var komið var auðvelt að sækja fram til Ghev- gheli og niður á slétturnar neðar í dalnum síðar um daginn. Hersveitir Serba, sem tóku Skutari, hafa tekið Lesh 25 milum sunnar, segir í útvarpi frá Ankara, og hersveitir Serba hafa vaðið inn í Albaníu á öðr- um stað til. VÖRN GRIKKJA. Grikkir hafa barist af frá- bærri hreysti gegn Þjóðverjum og viðast við ofurefli liðs. Mjög er rómuð vörn Grikkja í Rupel- skarði, þar sem 150 griskir sjálf- boðaliðar sprengdu í loft upp brýr og eyðilögðu skriðdreka og töfðu framsókn Þjóðverja í 36 klst., meðan grísku hersveitirn- ar tóku'sér stöðu annarsstaðar. Þegar Þjóðverjar loks gátu hald- ið áfram sókninni stóð enginn maður uppi af þessum 150 grísku sjálfboðaliðum. VARNIR SERBA. Það er engum vafa undirorp- ið, að Serbar verjast af mikilli hreysti, en fregnir þaðan hafa j verið óljósar og erfitt að átta sig á hvað þar hefir gerst. Sennilega verður það nú auðveldara, þar sem útvarpsstöðin í Belgrad er aftur tekin til starfa, en hún hef- ir ekki látið frá sér heyx-a siðan vopnaviðskipti hófust þar til i gærkveldi. Mikill hluti borgar- innar mun í rústum eftir hinar grimmilegu árásir Þjóðverja. Atvinnumálaráðherrann, leið- togi Slóvena, fórst í árásinni. Fregnir xun að Þjóðverar hafi tekið Skoplje og Nisch hafa ekki vex-ið staðfestar, en Jugoslavar hafa sótt 25 mílur suður fyrir Skutai'i í Albaniu. BRETAR 1 GRIKKLANDI. Um hersveitir Breta og Ástra- líumanna i Grikklandi er það að segja helzt, að þær hafa tekið við nokkrum hluta vígstöðv- anna, en ekki er tilgreint hvar. Brezki flugherinn hefir veitt Gi’ikkjum mikilvæga aðstoð með árásum sínum á herstöðv- ar Þjóðverja. EINS OG FYRRI DAGINN. — Eins og fyrri daginn — á vest- urvígstöðvunum — virðist Þjóð- verjum hafa tekist að finna „veikasta punktinn“ og þar gerðu þeir meginárás mönnum að óvörum. 1 þessu tilfelli var árásin gerð, skammt þar frá, sem landamæri Sei'biu og Gi'ikklands og Búglariu mætast. ROOSEVELT SENDIR PÉTRI KONUNGI SAMÚÐARSKEYTI. Roosevelt fox’seti liefir sent Péti’i II. konungi Jugoslaviu samúðai'skeyti og látið i ljós að- dáun sína og allra Bandai'íkja- manna á liinni vasklegu vörn Jugoslava gegn Þjóðverjum, sem gert hafa glæpsamlega árás á land þeirra. — Endurtekur Henry Wallace: Bandaríkín fara í stríðið, ef þörf krefur. London í morgun. Henry Wallace varaforseti Bandarikjanna saigði í ræðu í gær, að aldrei mætti til þess koma, að nazistar ynni sigur. Heimurinn vill ekki nazistafrið, sagði liann — og ef þörf krefui', fara Bandaríkin í styrjöldina, til þess að tryggja lýðræðisþjóðun- um sigurinn. BANDARÍKIN KAUPA DÖNSKU SKIPIN. Roosevelt forseti ætlar að fara fram á, að lög verði sett, sem heimila kaup á 39 dönskum skipum í höfnum i Bandaríkjun- um. Sendiherra Dana í Was- hington mun ekki hreyfa mót- mælum. ÞÝZKU OG ITÖLSKU SKIPIN VERÐA TEKIN EIGNARNÁMI. Þýzku og ítölsku skipin verða tekin eignarnámi — án þess far- ið verði fram á nokkura sérstaka lagaheimild, og ekkert tillit verður tekið til þriðju mótmæla- orðsendingar Þjóðverja, sem lögð hefir verið fram i Washing- ton. í MEXICO. í Mexico hefir verið tillcynnt að ríkisstjórnin muni taka þýzku og ítölsku skipin til eigin nota. Roosevelt forseti loforð sín um aðstoð. PÉTUR II. OG MATCHEK ÁVARPA JUGOSLAVA. Pétur konungur og dr. Matchek, varaforsætisráðherra hafa ávai-pað Serba, Slovena og Ivróata, og skoi’að á þá að vai’ð- veita einingu sína og samheldni. Nýr brezkur flugvéla- hreyfilL Bretar eru nú farnir að fram- leiða nýja gerð flugvélahreyfils, sem er aflmeiri að tiltölu við stærð, en nokkur annar hreyf- 1 ill, sem smíðaður hefir verið. Hreyfill þessi er framleiddur af Napier-verksmiðjunum og er nefnduiv„Sabre“. Hann fram- leiðir rúmlega 2000 hestöfl og er um 6 fet á lengd. Verið er að teikna nýjar or- ustu- og sprengjuflugvélar við hæfi þessa hreyfils. Kínverjar vinna mikinn sigur. Samkvæmt síðustu herstjórn- artilkynningu Kínverja, gefinni út í fyrrakvöld, hörfa Japanir í áttina til Nanchang-Kiukiang- jámbrautarinnar í Mið-Kína, 240 km. suð-austur af Hankow. Ivínverjar sækja fast á eftir og nota margar flugvélar í eftir- förinni. Orustan stóð skammt frá borginni Nanchang, sem er höf- uðborgin i Kiangsi-héraði. Her- málaráðherra Kinverja, Ho Ying-cliing, hefir lýst þessum sigi'i sem hinum mesta er Kin- verjar hafi unnið i styrjöldinni. Japanir liafa misst 20.000 sæi’ða og fallna, að því er Kín- verjar tilkynna. Meðal hinna föllnu voru þrír hershöfðingjar. Rússar og fallhlífar- * hermenn. Rússar leggja nú mikla á- herzlu á að æfa menn í að verj- ast árásum fallhlífarhermanna. Fara t. d. nú fram miklar æf- ingar í Moskva-héraði. Alls eru 28 héruð í Rússlandi að æfa slikar sveitir til varnar fallhlífarhermönnum, en í fjór- um þeirra, umhverfis Moskva, eru æfingarnar lengst komnar. I þessum 4 héruðum eru sam- tals 34.000 fullæfðir menn. Bandaxíkjamenn fara í sprengjuleiöangra. Fulltrúar Bandaríkjahers, sem eru komnir til Bretlands, eiga bráðlega að taka þátt í árásar- leiðöngrum Breta á Þýzkaland. Menn þessir eiga að fara i hinum nýju, langfleygu sprengjuflugvélum, sem Bretar fá frá vei'ksmiðjum í Banda- rikjunum og er það ætlunin að þeir sendi skýrslur yestur um baf um hvernig þær reyndust. Hefir það aldrei komið fyrir áður, að fulltrúar ríkis, sem ekki væi'i í stríði, tæki þátt i árásarleiðöngrum. Loftárásir Breta. Vikuna sem lauk 4. april, gei'ði brezki flugherinn allharð- ar árásir á bækistöðvar óvin- anna handan Ermarsunds og í Þýzkalandi sjálfu, þnátt fyrir mjög óhagstætt veður. Meðal staða þeirra, sem ráðist var á, voru Bremen, Emden, Rotter- dam, Ameland og Terchelling. í Emden voru hinar nýju sprengj- ur notaðar með miklum árangri, en i Terchelling var ráðist á byssustöðvar og hei'lið og valdið miklu tjóni, enda tókst hinum brezku flugvélum að dýfa sér niður í 50 feta hæð. Tvö oliu- flutningaskip voru skotin i bál utan við Frakklandsstrendur, en sprengjur komu á þýzkan tund- urspilli og kaupfar á höfninni í Alderney. Birgðaskip, kafbáta- spillir og tvö vopnuð kaupför urðu einnig fyrir sprengjum úti fyrir Frakklandsströndum. ' í leiðöngi’um þessum misstu Bret- ar 10 flugvélar, en ein þýzk sprengjuflugvél var skotin niður S yfir eigin flugvelli af nætur- orustuflugvél og þýzk oi'ustu- flugvél var skotin niður af brezkri sprengjuflugvél. Fyrir 1 ári: Norðmenn minn- ast innrásarinnar Þ. 9. apríl í fyrra hófu Þjóð- verjar innrásina í Noreg, sam- tímis í Oslo, Stavanger, Bergen, Trondheim og Narvik. 1 norsku útvarpi frá London í nótt minntust Norðmenn þessa. Sagði norskur sjóliði frá bardaga, er skip hans átti við þýzk herskip, en síðan var út- varpað frá samkomu Norð- manna, einhversstaðar i Eng- landi. London í morgun. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu mikla loftárás á Kiel í nótt sem leið, en nánari fregnir eru ekki komnar af henni. Loftárásin á Kiel í fyrrinótt var hin ógurlegasta sem Bretar nokkuru sinni hafa gert á þýzka borg — og sennilega einhver hin mesta, sem gerð hefir verið. Varpað var sprengikúlum svo hundruðum smálesta skipti yfir borgina, aðallega stórum sprengikúlum af nýrri gerð, sem hafa fimm sinnum meira sprengiefni en eldri gerðir, og 30.000 íkveikjusprengjum. Á ferhyrningsmílusvæði stóð allt í björtu báli og feikna tjón varð í hafnarhverfunum, skipasmiða- stöðvunum og kafbátasmíða- stöðinni. Mikið tjón varð í sjálfri borginni. Vindur var all- snarpur og er talið ólíklegt, að unnt hafi verið að hindra út- breiðslu eldsins um nóttina. Einn flugmannanna sagði, að hann hefði aldrei séð neitt þessu líkt, og það hefði virst gersam- lega útilokað að slökkva eldinn, nema ef hægt hefði verið að „ýta borginni í sjóinn“. Mörg hundruð sprengjuflug- vélar tóku þátt í árásinni og komu þær í hópum inn yfir borgina. Fjórar brezkar flugvélar voru skotnar niður. ÁRÁS Á BORG 1 MIDLANDS 1 NÓTT. Mikil loftárás var gerð á borg eina í Midlands í Englandi í nótt og mun hafa orðið þar mikið tjón. Sex þýzkar flugvélar voru skotnar niður eða einni fleiri en í fyrrinótt. Loftvarnarmerki voru gefin í London í gærkveldi. fréttir. Samkvæmt Berlínarfréttum eru Þjóðverjar komnir 120 km. inn í Júgóslavíu — yfir Vard- ardalinn — og hafa tekið 20 þús. fanga, þ. á m. 6 hershöfð- ingja. Þá eru Þjóðverjar komnir framhjá Doiran-vatni og hafa alveg slitið sambandið milli júgóslavnesku og brezk-grísku herjanna. Loks segja Þjóðverjar, áð Bretar búist til að flytja her sinn frá Grikklandi. Sé mörg skip komin til að sækja hann. Hinknr vid böfnina. 1 nótt varð lögreglan vör við mink í timburstafla á Faxagarði — nýja garðinum vestast í höfn- inni. Fórii nokki'ir lögregluþjónar þangað til þess að reyna aðvinna minkinn, en hann stökk þá i höfnina og misstu lögregluþjón- arnir þannig af honum. Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem minks verður vart hér í bænum, þvi að fyrir eigi all- löngu varð vart við mink hjá Sundhöllinni, á svæðinu, sem Hitaveitan hefir haft til afnota. Þá var miiilcur drepinn rétt fyrir innan bæinn í lok síðustu viku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.