Vísir - 18.04.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 18.04.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Reykjavík, föstudaginn 18. apríl 1941. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 87. tbl. Þjóðverjar senda fram sveitir slnar fll þess afl úrsiit í Grikklandi Bretar og Grikkir viður- kenna, að horfurnar séu alvarlegar. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Ifregnum, sem bárust til London í gærkveldi seg- ir, að Þjóðv. tefli fram úrvals vélahersveitum sínum og fótgönguliði til þess að knýja fram úrslit í Grikklandi. Sækja Þjóðverjar fram með ógrynni skriðdreka, en auk þess nýtur fótgönguliðið stuðnings flugvélafjöIda.Hafa Þjóðverjar svo hundruðum skiptir af Stuka steypiflugvélum og Messerschmidt flugvélum og nota þessi hergögn sín eins og þeir stöðugt hefði af nógu að taka. Einn af hermálasérfræðingum Bretlands sagði í útvarpsfyrirlestri í gærkveldi. að Hitler sparaði ekki mannslífin fremur en Napoleon hefði gert á sínum tíma. Ekkert annað skipti máli, en að knýja fram sigur- inn sem fyrst og til þess er öllu fórnað. Til marks um það hversu mikið kapp Þjóðverjar leggja í séknina er, að á einum af 3—4 stöðum, þar sem þeir leggja mest- an kraft í sóknina, tefla þeir fram 10 herfylkjum, auk flughers. Þetta er um 200.000 mánna lið, og eftir því mun ekki fjarri að ^álykta, að þeir hafi þegar um milljón manna í eldinum í Grikk- landi og Albaníu. Það er fyrir sunnan Servia, sem þeir hafa þessi 10 herfylki, en þótt Þjóðverjar hafi getað sótt þar nokkuð fram, hefir mótspyrna verið afar hörð, og feikna manntjón í liði þeirra. Flugvélar þeirra hafa komið í svo þéttum hópum, að Ástralíumenn hafa skotið allmargar niður með Brenn-vél- byssum sínum. Eftir fregnum í gærkveldi að dæma, hafa Þjóðverjar ekki enn tekið Grevena, en miklir bar- dagar standa þar yfir, og eins fyrir norðari Kalabaka, sem er „lykillinn að Þessalíusléttunni.“ Austar sækja þeir fram, við Ser- via, sem fyrr var sagt, og einnig meðfram sjónum, eftir veginum frá Saloniki til Aþenu. En bvar- vetna er hinni hörðustu mót- spyrnu að mæta. Það éru Nýja Sjálandsmenn, sem eru til varn- ar í skarðinu í Olympsfjöllum. í London var tekið fram í gærkveldi, að ekki einn einasti brezkur hermaður hefði verið fluttur fró Grikklandi, — og, að varnir Breta og Grikkja hefði livergi bilað, Þjóðverjar hefði hvergi rofið fylkingar þeirra, eða brotizt í gegn, eins og sagt er, þótt Bandamen liafi orðið að hörfa undan sumstaðar. Þjóðverjar hafa nú fengið að- stöðu til þess að herja á Grikki á vígstöðvunum í Albaníu, vegna þess, hversu farið hefir í Júgóslaviu, og eru líkur til, að Grikkir verði að hörfa úr Al- baníu, til þess að samræma varnir sínar þar og í Norður- Grikklandi. Er því ekki leynt í Grikklandi né Englandi, að al - varlega horfir. Horfumar í Jugoslaviu. 1 London er bent á, að frá Júgóslavíu sé litlar fregnir að liafa, nema þær, sem eru undan þýzltum og ítölskum rótum runnar. Er meðal annars á það bent, að fregnin um uippgjöf júgóslavneska hersins, sem Þjóðverjar segja að gangi í gildi kl. 12 í dag, hafi ekki verið staðfest annarsstaðar. Og víst er um það, að eftir svissneskum fregnum að dæma í morgun, var í morgun barizt víða í Júgóslaviu, þótt herinn lyti ekki lengur einni og sömu stjórn. Og jafnvel þótt herstjórn Júgóslava kunni að liafa fallist á uppgjöf, getur vel farið svo, að einstakir herir haldi áfram smáskæru- hernaði gegn Þjóðverjum. Loftárásirnar á Belgrad voru hryllilegar. Nýjar fregnir hafa borizt um ógnirnar í Belgrad, er borgin var lögð í rústir í loftárásum Þjóðverja. Eftir fyrstu árásina voru margar byggingar, sem stjórnardeildirnar höfðu aðset- ur sitt í, í rústum, en heil hverfi stóðu i björtu báli, og á einni aðalgölunni taldi brezkur blaða- maður 200 lík. Talið er að í loft- árásunum á þessa óvíggirtu borg hafi alls 10000 manns far- ist. Menn féllu við liúsdyr sín- ar, heldur en flýja, en stjórnin hafði lagt í'íkt á við menn, að yfirgefa eklci heimili sín. En loftárásirnar lcomu mönnum mjög á óvænt og loftvarnir Belgrad voru ekki í neinu lagi. Þjóðverjar reyna einnig að knýja fram úrslit í Libyu. Bretar eru 1 sókn sem stendur. Það, sem einna mesta athygli vekur nú í Libyustyrjöldinni, er að framsókn Þjóðverja hefir stöðvast, og Bretar eru þar i sókn, og beita flota, flugher og landher. Nýju áhlaupi Þjóð- verja á Tobruk liefir verið hrundið, en framvarðasveitir Breta frá Sollum hafa farið í skýndileiðangra með ágætum árangri — og tekið samtals um 1500 fanga, aðallega Þjóðverja, undangengin dægur. Undan- farna 1 daga hefir verið hlé á framsókn Þjóðverja. Brezkur hermálasérfræðing- úrvalsher- knýia fram ur telur, að eins og Bretar hafi gert of lítið úr hernaðarstyrk- leik Þjóðverja í Afríku, eins hafi Þjóðverjar gert of litið úr þvi, hvers Bretar og Ástralíu- menn eru megnugir í lofti, þvi að Þjóðverjar eru nú farnir að nota hraðfleygari flugvélar en áður í Libyu og befir aðstaða Þjóðverja batnað mikið við að fá flugvöllinn í Benghazi,. en þrátt fyrir þessa bættu aðstöðu er brezki og ástralski flugber- inn í sókn, en með aðstoð flot- ans hefir Þjóðverjum verið bak- að mikið tjón, m. a. með árás á skriðdrekaþyrpingu, þar sem voru 100 skriðdrekar. Aðstaða Breta hefir batnað undanfarna daga, og það er ekki sizt þvi að þakka, að þeir hafa enn mikið lið í Tobruk, að Þjóð- verjar liafa ekki getað haldið áfram sóluiinni í fullum krafti. En þó eru menn varaðir við of mikilli bjartsýni í London, og vel megi vera, að Þjóðverjar séu að búa sig undir sókn til Egiptalands. Yist ,er, að Bretar búa sig undir það livað sem fyr- ir kann að koma. Það er við Mersa Malruk, sem Bretar hafa skipulagt varnir sínar aðallega —1 og það höfðu þeir raunar gert áður en þeir hófu sókn sína, til þess að verða fyrri til en Graziani, og ekki þarf að efa, að þeir hafa treyst varnir sínar þar síðar. í skyndiáhlaupi Breta við Tobrulc tóku þeir 800 fanga og eyði- lögðu 20 skriðdreka. Það er tal- ið líklegt, að Þjóðverjar kunni að hafa yfir að ráða í Libyu um 600 skriðdrekum og nóg herlið til þess að senda fram í skrið- drekaáhlaupi og mikinn flug- her. Bretar gera sér ljóst, að það kunni að verða mjög hörð átök á landamærum Egiptalands og Libyu, en að ýmsu horfir vel, og þeir eru öruggir um úrslita- sigurinn. 9000 fangar komnir til Addis Abbeba. Enn hafa ehgar áreiðanlegar fregnir borizt af viðræðum er- indreka hertogans af Aosta og Cunninghams herforingja. Ital- ir segja, að liertoginn hafi engan erindreka sent, en í London er að eins tekið fi'am, að Bretar ætti að vita betur en Italir hvað er að gerast í Abessiníu. Alls eru nú komnir 9000 fang- ar til Addis Abbeba, en' yfir helmingur þeirra er ítalir. Liðhlaupar úr nýlenduher It- ala í Suður-Abessiníu eru nú gengnir í lið með Suður-Afríku- mönnum og liérsveitum Haile Selassie. Seinustu fregnir frá Grikk- landi herma, að nú sé harðast barist tá Olympsvigstöðvunum, einkanlega fyrir sunnan Servia og við Katerina á ströndinni. Ástraliumenn hafa hrundið hverju áhlaupi Þjóðverja á fæt- ur öðru og liefir Þjóðverjum hvergi tekist að brjótast í gegn. VON PAPEN Á FÖRUM HEIM. Von Papen sendiherra Þýzka- lands leggur af stað heimleiðis í dag frá Ankara, til þess að gefa LONDON I SÁRUM. Mynd þessi sýnir hversu ástatt var í London eftir eina loftárás flugmanna Hitlers. — Þann- ig og kannske enn ver er nú umhorfs i fjölda mörgum hverfum borgarinnar, eftir loftárásina miklu í fyrrinótt. Loftárásin á London í fyrrinótt. Árás á borg í Suður- Euglanði í nðtt. Allan daginn í gær var unnið að björgunarstarfi í London. — Eldur logaði í sumum hverfum fram eftir degi. Margar kirkjur skemmdust eða gereyðilögðust í áriásinni og byggingar þriggja kunnustu stórverzlana borgar- innar. Tjón varð meira og minna í fjölda mörgum hverf- um. Skýrslur um manntjón hafa ekki verið birtar. Árás á borg í Suður- Englandi í nótt. Loftárás varð gerð á borg á suðausturströndinni í nótt sem leið. Hún mun ekki hafa verið líkt þvi eins hörð og lárásin á London, en stóð þó í nokkurar stundir. I London er tekið fram í til- efni af þvi, að Þjóðverjar segja, I að þeij- hafi verið að hefna sín fyrir seinustu árás á Berlín, með árásinni á London, að hótanir Þjóðverja muni ekki hafa nein áhrif iá brezku þjóðina. Þjóð- verjar séu að reyna að koma því lil leiðar með bótunum að ekki verði gerðar árásir á Berlín. Með jjessu kannast þeir í raun- inni við, að Göring hefir orðið að eta það ofan í sig, er liann sagði, að brezkar flugvélar skyldi aldrei komast inn yfir Bei'lín. Árás á innrásarbækistöðvarnar. Brezkar sprengjuflugvélar fóru í gær yfir Frakkland til árása á innrásarbækistöðvar Þjóðverja þar. Seinustu fregnir herma, að borg sú á suðurströndinni, sem varð, fyrir árás í nótt sem leið, hafi verið Portsmouth. Eftir fyrstu fregnum að dæma var manntjón miklum mun minna en œtla mætti og eigna- tjón tiltölulega lítið, miðað við það, að margar flugvélar tóku þátt í árásinni, sem stóð í nokkr- ar klukkustundir. stjóm sinni skýrslu. Er talið í Ankara, að hann kunni að halda kyrru fyrir í Berlín margar vik- ur. i Lioftárás á Berlin í nótt. London í morgun. Brezkar sprengjuflugvél- ar gerðu árás á Berlín í nótt. Enn hefir ekki verið birt nein tilkynning um árás þessa frá brezka flugmála- ráðuneytinu, en Þjóðverjar viðurkenna í fregnum sín- um, að brezkar flugvélar hafi komist inn yfir borg- ina. Einnig er getið um árás- ir á borgir í Norðvestur- Þýzkalandi. Fréttaritari „Dailv Mail“ i Lissabon liefir haft tal af kunn- ingja sínum, sem nýkominn er til Porlúgal, og var maður þessi staddur í Berlín, þegar brezki flugherinn gerði liina miklu árás sína á miðhluta Berlínar. Lýsti hann árásinni á þá leið, að hún liefði verið ótrúlega mikil. Til dæmis gat hann þess að ein sprengja liefði sprengt upp heila húsaþyrpingu, og stóð þar tæplega steinn yfir steini, svo að engu var líkara en að húsin hefðu horfið með öllu. Á „Unter den Linden“ognærliggjandi göt- um var hristingurinn svo mikill, að helzt líktist jarðskjálfta, enda féll fólk unnvörpm á götuna. Fréttamaðurinn kvaðst " liafa leitað skjóls í kjallara liótels þess, er hann bjó í, en þótt þessi loftvarnakjallari væri útúinn sérstaklega með það fyrir aug- um að deyfa hljóðfrá sprenging- um, þá lieyrðust sprengingarnar samt greinilega þangað niður. Klukkan hálffjögur um morg- uninn var loks gefið merki um að hættan væri liðin lijá, og fót lieimildarmaðurinn þá upp á þak liótelsins, en þaðan gat hann séð viða um miðbæinn. Hvert sem litið var, loguðu eld- ar, og slökkvilið og herlið unnu að því að kæfa eldana þangað til langt fram á næsta dag. Heimildarmaðurinn bætir þvi við, að Þjóðverjar taki loftárás- um mjög illa, og beri sig miklu ver en Bretar, en um það þvkist bann geta dænit, því að hann var staddur í Loudon í september i fyrra, þangað til skömmu eftir að liinar lirikalegu loftárásir Þjóðverjar hófust á þá borg. Bálfaraíélaginu berst gjöf Bálfarafélagi Islands hefir borizt 500 kr. gjöf frá ekkjufrú einni austanfjalls. Gefandinn óskar ekki að láta nafns síns getið, en gjöfinni á að verja til byggingar bálstofu. Saltfiskaílinn. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lags íslands var saltfiskaflinn 15. marz s.1. orðinn 913.76 smál. miðað við fullverkaðan fisk. Rúmlega tveir þriðju þess magns var í Sunnlendingafjórð- ungi, eða 625.12 smál. I marzlok var fiskaflinn hins- vegar kominn upp í 4610.58 smál. og eru rúmlega 3900 smál. í Sunnlendingafjórðungi. Til samanburðar má geta þess að 31. marz 1940 nam, saltfisk- aflinii — miðað við fullverkað- au fisk — 6.409.32 smál. og á sama tíma 1939 14.003.77 smál. Skólaskýrsla Gagnfræðaskóla Reykvíkinga Skólaskýrsla Gagnfræðaskóla Reykvíkinga fyrir skólaárin 1937—40 er nú komin út. Hefst skýrslan á minningar- grein um Pétur heitinn Hall- dórsson, borgarstjóra, er var formaður skólanefndar frá upp- hafi árið 1928 til dauðadags. Skýrslan gefur glöggt yfirlit yfir starfsemi skólans, sem er orðín mjög mikil, skýkjr frá prófum, skiptingu kennslu með- al kennara og loks birtast þar reikningar skólans þessi þrjú skólaár, og inntökuskilyrði í skólann. Þessi þrjú ár liafa alls 218 nemendur gengið undir gagn- fræðapróf í skólanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.