Vísir - 23.04.1941, Síða 2

Vísir - 23.04.1941, Síða 2
/ m _____ VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Kosningar. g\MKVÆMT ákvæðuni stjórn- arskrárinnar, eiga kosning- ar að fara fram hér á landi fjórða hvert ár, og stendur nú þannig á, að þær eiga að fara fram í sumar. Þingmenn liafa á hendi umboð sín þar til kosn- ingum er lokið, og nýir full- trúar kjörnir, og hlýtur það að vera i fullu samræmi við lýð- ræðisskipulagið, að Alþingi. sé ávallt starfhæft og skipað lög- lega kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar. Frestuðust kosningar einhverra hluta vegna, yrði vafalaust að líta svo á, að um- boð þingmanna féllu ekki nið- ur, — annars væri með öllu vikið frá lýðræðisgrundvelli þeim, sem þjóðskipulagið hygg- ist á, og ráðandi rikisstjórn hvorki liáð vilja þings né þjóð- ar, þótt hún yrði að sjálfsögðu að bera fulla áhyrgð gagnvart þingi, er síðar settist á rökstóla, og væri það lienni nokkuð að- hald. Elf umboð þingmanna félli niður skilyrðislaust, sam- kvæmt ákvæðum stjórnar- skrárinnar, eins og haldið hef- ir verið fraúi i blaði einu, væri aðeins tvennt til: annarsvegar einræði ríkisstjórnarinnar eða algjört upplausnarásland, og getur hvorugt staðizt. Hitt er svo annað mál, að löggjafinn ætlast tri þess, að ákvæðið um kosningar fjórða livert ár sé í heiðri haldið, og ekki vikið frá því nema því að- eins, að ótvíræð nauðsyn krefji, og samkvæmt gildandi grund- vallarreglum brýtur nauðsyn lög, þegar svo ber undir. Nauð- synin verður að vera ótviræð, og handahófsmat í því efni fær ekki staðist. Einhverjar full- gildar ástæður til frestunar kosninga, verða að liggja fyr- ir, — ástæður, sem miðast við almanna heill, — og kosning- ar verða að fara fram svo fljótt sem því verður frekast við komið. Því getur ekki komið til mála, að kosningum verði frestað um óákveðinn tíma, eða yfirleitt til lengri tíma en svo, að líkindi séu tij að brevttar verði ástæður frá því, sem var er ákvörðunum um frestunina var tekin. Væri kosningum frestað uin óákveðinn tíma eða óeðlilega langan tíma, væri slíkt misbeiting valds eða að- stöðu, sem væri óheimil að lög- um og ótvirætt stjórnarskrár- brot. Það verður því að fata allt meðalhóf, ef til þess kem- ur, að kosningum verði frestað nú í vor, og varast að fresta þeim um of Iangan eða óákveð- inn tíma, — slíkt er ekki í sam- ræmi við lýðræðisreglur né þjóðarvilja. Æskilegast væri, að til þess þyrfti ekki að koma, að kosningum yrði frestað. Öll röskun á gildandi stjórnskip- unarlögum, sem að ástæðulitlu er ger, stefnir til engra heilla, en vafalaust frekar til óheilla. Hefir ekki verið horfið að því ráði í nokkru Iandi, nema ef það verður gert hér, að fresta kosningum, og hafa þó flest ! ríki við sömu erfiðleika að stríða og við íslendingar. Þær raddir hafa heyrzt, að vel mætti hafa kosningar, og VlSÍR Loftvarnirnap; Hverfisstjórarnir liafa verid á námskeiði undanfarin kveld. í dag byrja þeir að leiðbeina bæjarbúnm. Sveinn Einarsson, verkfræðingur Loftvarnanefndar, hefir undanfarin kveld haft námskeið með hverfisstjórum þeim, sem valdir hafa verið til að vera fulltrúar nefndarinnar í hinum ýmsu hverfum bæjarins. Hverfisstjórarnir eru samtals 61 að tölu, og byrjuðu þeir fyrstu að fara um hverfi sín í gær, til að leiðbeina bæjarbúum. haga þeim á annan veg, en tíðk azt hefir til þessa. Væri engin nauðsyn, að framboðsfundir yrðu lialdnir, en nægja myndi að frambjóðendur ræddu við flokksmenn sína og fylgismenn í hverju kjördæmi. Mætti með því móti koma í veg fyrir til- gangslitlar ýfingar millum sfjómmálaflokkanna, sem tor- veldað gætu samvinnu siðar, — en slík samvinna sé nauðsyn, eins og nú standa sakir. Auð- sætt er, að slík tilhögun >Tði ekki framkvæmanleg, nema að nokkru, og þá aðallega þar, sem sömu frambjóðendur væru og fyr, enda orðnir kunnir kjósendum. Þar sem nýir franv bjóðendur kæmu fram á sjón- arsviðið, yrði þessi tilhögun sennilega ekki framkvæman- leg. Frambjóðendurnir yrðu að fá tækifæri til að kynnast kjós^, endunum, og kjósendurnir þvrftu þó öllu frekar að fá tækifæri til að gera sér grein fyrir, hvort frambjóðendurnir væru nokkurs megnugir, eða til nokkurra liluta líklegir. Enginn vafi er þó á því, að auðvelt er að baga kosningahríðinni þannig, að hún væri i fullu sámræmi við alvöru yfirstand- andi tíma og nauðsyn þjöðar- innar til samheldni og sam- starfs. Hvað, sem ofan á kann að verða i þessu efni, er eitt nauð- synlegt, en það er að varast frekari frestun kosninga en ó- hjákvæmileg er, og enga röslc- un ber að gera, sem hægt er að forðast, en til þess eru vít- in öll að varast þau. En ekki er víst til hvers þau kunna að leiða, ef óvarlega eða óhönd- uglega er með þau farið. Frá hæstarétti: Sigurðup Benedikts— son sýknaðup í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu Réttvísin gegn Sigurði Benediktssyni póstmanni. En Sigurður þessi var, svo sem kunnugt er, tekinn fastur af brezku heryfirvöldunum um síðastliðin áramót og sakaður um að hafa reynt að koma því til leiðar, að skemmdarverk yrðu unnni á skipum í þjónustu Breta. Síðar var hann svo af- hentur íslenzkum yfirvöldum, er rannsökuðu mál hans, og gekk dómur í þvi í aukarétti Reykjavíkur í febrúarmánuði s. 1. Féll hann á þá leið, að ákærði var sýknaður. I hæstarétti urðu úrslit málsins þau, að 'héraðs- dómurinn var að öllu leyti stað- festur og sakarkostnaður allur lagður á ríkissjóð. Skipaður sækjandi málsins var hrm. Gunnar Þorsteinsson, en skipaður verjandi hrm. Pétur Magnússon. Metsala á blaði. BarnadagsfilaOia seldist íyrir kr. 1313 J i sær Það mim vera einsdæmi, að nokkurt hérlent blað selst á einum degi fyrir nær hálft fimmta þúsund krónur. En slíkri sölu náði Barnadagsblað- ið í gær, því það seldust af þvi 5000 eintök fyrir samtals kr. 4363. I Sundhöllinni fór fram sund- mót til ágóða fyrir sumardvöl barna, og var þar húsfyllir. í dag kemur „Sólskin“ út og verður selt á götum bæjarins. I dag munu ennfremur 10 ungar stúlkur fara til ýmissa bæjar- búa og sækja til þeirra gjafir. En á morgun er aðalsöfnun- Vísir hafði tal af Sveini Ein- arssyni í gær og spurði liann í hverju kennslan liafði verið fólgin. Sveinn skýrði svo frá: „Námskeiðið hafði þrenns- konar tilgang: í fyrsta lagi að kynna þeim skipun loftvarnanna í bænum í einstökum atriðum. í öðru lagi að kenna J>eim að úlbúa sprengjubrotheld byrgi i íbúðarhúsum. í þriðja lagi að kenna þeim almennar varúðarráðstafanir gegn eldhættu og að eyðileggja ikveik j usprengj ur. Hverfisstjórarnir eiga að ganga í livert hús í sínu liverfi og leiðbeina íbúunum til að velja hentugasta staðinn, sem völ er á i húsinu, fyrir loftvarna- skýli, segja þeim hvernig það verði gert sem tryggast og ör- uggast á læztan og ódýrastan hátt, hvað hafa þarf nauðsyn- lega í skýlinu og leiðbeina fólki með aðrar varúðarráðstafanir, sérstaklega með tillili til eld- hætlu. Byrja hverfisstjórarnir á þessu í dag. Ef til loftánásar kemur, þá myndar hverfisstjórinn mið- stöð í sínu hverfi og hefir Jiar þrjá menn sér til aðstoðar, og eru tveir þeirra sendiboðar. I bverfismiðstöðinni er tekið við boðum úr hverfinu, hjálpar- beiðnum o. s. frv. Fylgjast starfsmennirnir með öllu er gerist í hverfinu, - kalla á slökkviliðið og ruðningsdeildir, ef þess gerist þörf, tilkynnir lög- reglunni ef sprengjur falla, sem springa ekki, svo að hægt sé að afgirða' umhverfið og flytja íbúana á brott. Þá á hverfisstjóri og að til- kynna loflvárnanefnd um tjón það, sem verður í hverfi hans.“ 5. Háskólatónleikar Árna Kristjánssonar og Björns Ölafssonar. Tónleikarnir voru einkar skemmtilegir. Verkefnin voru aðlaðandi, listamennirnir í ess- inu sínu, og svo var leildð nýtt fiðluverk i fyrsta sinn eftir áð- ur óþekktan höfund, Helga Pálsson frá Norðfirði, sem, Idaut ágætar viðtökur. Af fiðlu- verkum er islenzk tónlist mjög fálæk. Áhuginn hefir allur ver- ið á söngnum. Það er því ný- lunda að heyra íslenzk tónverk önnur en sönglög, ekki sízt þeg- ar höfundurinn kynnir sig í fyrsta sinn opinberlega með slíkum verkum. Verk það, sem liér er um að ræða, er „Svita fyrir fiðlu og klaver“ og er það í þrem, köflum. Eg treysti mér ekki til að leggja neinn dóm á verkið eftir fyrstu heyrn, sízt hvað snertir rökfasta byggingu og heildarsvip, en áhugi minn á því var strax vakinn með fyrstu tónunum og fór stöðugt vaxandi allt verkið á enda. Fannst mér höfundurinn leita til okkar þjóðlegu uppsprettu öðrum þræði og tjá á nýtízku ardagurinn, «g hefir áður verið tekið fram hér í blaðinu hvern- ig sú fjársöfnun fer fram. vísu það, sem honum bjó í brjósti, það er að segja, þó ekki á róttæka nýtízku vísu, lieldur m,eð hógværð og prúðmennsku og málfari nútímamannsins. í miðkaflanum bregður fyrir ís- lenzku kóralstefi: „Hver sem reisir hæga byggð“, sem er rammislenzkt og eitthvert allra bezta sálmalagið okkar. Helgi Pálsson hefir aflað sér tónlista- menntunar hér innanlands og liefir iðkað tónlist í tómstund- um sínum, að því er mér hefir verið tjáð, sér lil hugarhægðar, en hvorki sér lil lofs né frægð- ar. Er það vel farið, þegar lista- menn okkar sýna íslenzkum tónsmíðum ræktarsemi, svo sem þeir Árni og Björn hafa gert, og hlýtur það að verða ' tónskáldunum’ okkar til uppörf- unar að mega vænta þess, að falleg verk eftir Jiau verði leikin opinberlega. Árni Kristjánsson lék einleik á pianóið sónötu í f-moll éftir Brahms, einhverja veigamestu og fegurstu píanósónötuna eftir *daga Beethovens. Sónatan er mjög að skapi Árna, Ijóðræn og dreymin á köflum, stórbrotin og þrungin þess á niilli. Hann lék hana með vandvirkni og ná- kvæmni, eins og honum er lag- ið, og með'andagift og tilþrif- um. Sónatan er skáldlegt verk og maður finnur ihninn, þegar Árni situr við hljóðfærið. Björn Ólafsson lék með und- irleik Árna rússneska þjóðdansa eftir Béla Bartók og Chaconne eflir Vitali, auk svítunnar is- lenzku. Bjöm var óvenjulega vel ui^plagður og minnist eg þess ekki, að hafa heyrt hann spila með öllu rneiri hita og fjöri. Húsfyllir var og viðtökurnar ágætar. B. A. „íslenzk nllu. í sýningu þeirri, er „íslenzk ull“ hélt dagana fyrir páskana voru eftirfarandi verðlaun veitt: 1. verðlaun, 50 krónur, hlaut frú Ólína S næbjarnardóttir, Stað, Reykjanesi, fyrir framúr- skarandi vinnslu á ull, þ. e. a. s. fyrir hært þel og fínar sam- kembur, sömuleiðis fyrir spuna. 2. verðlaun, 35 krónur, urðu þrenn og hlutu þau frú Jólianna Bjarnadóttir, Fossi, Hruna- mannahreppi, Árnessýslu, fyrir „lopaband“ í þrem sauðlitum, frú Kristín Þorsteinsdóttir, Ól- afsfirði, fyrir urtalitun á bandi, frú Sigríður Ófeigsdóttir og ungfrú Aðalheiður Jónsdóttir, Skaganesi, Skaptafellssýslu fyr- ir tvibanda vettlinga. Dómnefnd skipuðu: Frú Karólína Guð- mundsdóttir, Frú Sveinbjörg Klemenz og Matthías Þórðarson fornminjavörður, auk þess for- stöðukonuraar, frú Anna Ás- mundsdóttir og frú Laufey Vil- hjálmsdóttir. Níræð er á morgun (sumard. fyrsta) frú Guðný HafliSadóttir Zoéga, nú í Mýrarholti við Bakkastíg. Er hún fædd í Reykjavík og hefir alið hér allan aldur sinn. Sundmótið í gærkveldi. Sundmót var haldið í Sund- höllinni í gærkvöldi til ágóða fyrir sunuirdvöl barna í sveit. Hófst mótið, með keppni í 100 metra sundi, frjálsri að- ferð fyrir drengi innan 16 ára. Þátttakendur voru aðeins tveir, Benny Magnússon úr K.R., er bar sigur úr býtum á 1 mín. 19.9 sek. og Einar Iljartarson úr Ármanni, er synti vegar- lengdina á 1:20.2 mín. I 100 mtr. bringusundi fyrir drengi innan 16 ára, voru þátt- takendur einnig tveir: Einar Davíðsson (Á.) synti vegal. á 1:31.1 mín. og Jóhann Gíslason (K.R.) á 1:36.7 mín/ Þá fór fram sundknattleik- ur milli Ægis og Ármanns. Var hann fjörmikill og skemmti- legur. Til að byrja með virtust yfirburðirnir vera Ármanns- megin. Settu þeir á skammri stund 2 mörk, en áður en hálf- leik lauk gátu Ægismenn jafnað seinna markið og lyktaði keppninni með 2:2. Á eftir fór fram skyrtuboð- sund og hindrunarsund og loks var listræn sundsýning stúlkna úr K.R. Um þá sýningu er vafalaust allt gott að segja, en hún sást bara ekki, nema hjá þéim áhorfendum, er voru fyrir miðri Sundhöllinni. Þetta er feykilegur galli, en úr þessu mætti bæta, ef hægt yrði að sýna i þrem flokkum, sinn í hvorum enda Sundhallarinnar og einn fyrir henni miðri. Þá er misráðið að hafa kastljós, J)ví enda þótt þau séu skraut- leg, þá fá allir áhorfendur, sem sitja í innri hluta Sundhallar- innar, ljósin beint í augun og njóta ekki neins af því, sem fram fer. Fyrirkomulagið á mótinu í gær var ekki gott; tafirnar vöru allt of mildar. Það er t. d. með öllu misráðið að láta sund- knattleik fara fram á eftir kappsundi, því það tekur svo langan tíma að koma mörkun- um fyrir. Það urðu einnig mild- ar tafir við hindrunarsundið, en sundmót verða að fara fram með hraða, og þeim mun frem- ur sem óþægilega heitt er í Sundhöllinni og fólk því ó- rórra að híða. Aðalfundur Norræna félagsins. orræna félagið hélt aðal- fund sinn í gær í Oddfell- owhúsinu. Hefir félögum fjölg- að á árinu um 45 og eru nú 934 á öllu landinu. — Fjárhagur fé- lagsins er hinn bezti. Ritari félagsins, Guðlaugur Rósinkranz, gaf skýrslu um starfsemi félagsins og fara hér á eftir nokkur atriði úr henni. Félagið gekkst fyrir söfnun 17. maí til norskra flóttamanna. Var úthlutað fatnaði og borgað fæði fyrir 20 menn á Akureyri og hér. Þá hafði félagið og boð fyrir Norðurlandasjómenn. Tveir skennntifundir voru haldnir og einn fyrirlestur, þar sem sagt var frá styrjöldinni í Finnlandi. „Nordens Kalender“ gat ekki komið út og fengu félagsmenn því bókina „Svi]>jóð á vorum dögum“, eftir Guðlaug Rósin- kranz. Næst er ætlunin að gefa út bók um Noreg, að öllum lík- indum eftir Skúla Skúlason, rit- stjóra. Einnig á að gefa út jóla- rit, er nefnist „Norræn jól“. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hún er svo skipuð: Stefán Jóh. Stefánsson, formað- ur, G. Rosinkranz, ritari og með- stjórnendur: Jón Eyþórsson, Páll Isólfsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. leismkotiliit' á lítn. Svo bar við í refabúi norð- ur á Blönduósi fyrir skömmu, að tófa ein gat ekki fætt eða homið frá sér yrðlingum sín- um. Þjáðist dýrið mjög og þótti brátt sýnt, að þess biði ekki annað en dauðinn, ef ekki fyndist einhver ráð til bjarg- ar. Þetta var afbragðs dýr, eitthvert bezta eða allra bezta kvendýrið á búinu. Var nú leitað til Páls Kolka læknis, ef þar væri hjálp að fá. Brá hann þegar við og gerði keisaraskurð á tæfunni og barg með því lífi hennar og . yrðlinganna. Heilsaðist tófunni vel, er síðast fréttist. Mun þetta fyrsti „keisara- skurður“, sem gerður hefir verið á tófu hér á landi. Ræða Ólafs Thors á Varðarfundi í gær- kveldi. (Ólafur Thors talaði um stjórnmálaviðhorfið á Varðar- íundi í gærkvöldi fyrir fullu liúsi áheyrenda. Ræðan stóð á aðra klukkustund. Ræðumaður fór nxjog ýtar- lega út í skattamálin. Gerði hann grein fyrir frumvarpi því, sem' riú liggur fyrir Alþingí, rakti sögu málsins og aðdrag- anda. Benti hann á, að hér værí um að ræða langmesla deilu- málið, sem verið hefði milli stjórnmálaflokkanna hér á landi. Yrðu menn að hafa þetta í huga, ])egar dæmt væri um þá lausn málsins, sem nú llcgi fyr- ir. Hann skýrði síðan með dæmum, hvernig útkoman yrði fyrir ú tgerða rf yi'i r tæki n sam- kv. frumvarpinu og gerði sam- anburð á skattgreiðslum ein- staklinga samkv. frumvarpinu og núgildandi lögum. Síðan talaði Ól. Th. um sjálf- stæðismálið. Rifjaði hann upp þær tillögur, sem hann hefði sjálfur borið fram í málinu og talið, að hefðu stuðning Sjálf- stæðisflokksins. Kvaðst hann vona, að um lausn þessa máls yrði samkomulag innan stjórn- arflokkanna og mætti búast við að það yrði bráðlega lagt fyr- ir Alþingi. Þvi næst sneri ræðumaður sér að þeim erfiðleikum, sem atvinnulíf vort á nú við að stríða, siglingateppuna og flótt- ann frá framleiðslunni. Sýndi hann fram á hver vá væri fyrir dyrum, ef siglingar lægi niðri til langframa, en framleiðsla ís- lenzkra matvæla minnkaði jafnframt stórlega, sökum skorts á vinnuafli. Þá minntist hann á ófriðartryggingarnar og fór að lokum nokkrum orð- um um kosningarnar. Lýsti hann nokkuð þeim erfiðleikum, sem á því væri að kosningar færi fram nú í vor, enda væri uppi raddir um, að fresta kosn- ingum meðan svo stæði. Sumardvalir barna 1941. Gjafir: Kristján Eggertsson io kr. Svava Þórhallsdóttir 20 kr. Markús Sigurðsson og fjölskylda, Miðstr. 8, 15 kr. Kr. E. 5 kr. Á. 50 kr. Ó. 100 kr. Ónefndur 100 kr. Frú Hjartarson, Egilsg. 22, 100 kr. Fr. Bertelsen 50 kr. Þ. E. J. 100 kr. O. Johnson & Kaaber 1000 kr. Eimskipafélag Reykjavíkur h/f 1000 kr. Kvittun nr. 1 1000 kr. — Áður augl. Slippfélagið í Reykja vílc h/f. 2000 kr. — Kærar þakkir. Sumard valan efnd. Innkomið til kristniboðs á pálmasunnudag: 672.56 kr. Kærar þakkir. Stjórnin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.