Vísir - 07.05.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 07.05.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Féiagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 7. maí 1941. Ritstjóri 1 Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla J 102. tbl. STIMSON. Stalin íorsætisráð- herra Sovét- London í morgun. 1 gær var gefin út tilskipun þess efnis, að Molotov hafi verið leystur frá störfum sínuni sem forsætisráðherra að eigin ósk, að því er talið er. Hafi hann ekki treyst sér til að gegna áfram tveimur jafn imikilvægum em- bættum og forsætisráðherra- og utanríkisráðherraembættinu. 1 annari tilskipun er svo á- kveðið, að Stalin taki við for- sætisráðherraembættinu, og er það í fyrsta skifti, sem hann tekur opinberlega þátt í störfum sjálfrar stjórnarinnar. 1 þriðju, tilskipuninni er svo ákveðið, að Molotov verði vara- forsætisráðherra. 1 London er þessi breyting tal- in afar mikilvæg, sérstaklega að Stalin hefir tekið við embætti forsætisráðherra. Að sumra æt^- an er breytingin talin benda til, að líkumar sé að vaxa fyrir því, að Rússar taki þátt í styrjöld- inni. Með breytingunni hefir Stalin tekið í sínar hendur forystu bæði þjóðar og ríkisstjómar, og er þetta gert þegar Þjóðverj- ar eru farnir að hafa í hótunum við Tyrki og sú hætta vofir yfir, að Tyrkland missi jTirráðin yfir Dardanellasundi. Rússum er heldur ekki um það, að Þjóð- verjar hafa nú raunverulega strendur Rúmeníu og Búlgaríu við Svartahaf í sínu valdi. Fascistaforingi myrtor í París Franska blaðið „France“, sem er málgagn frjálsra Frakka og gefið út í London, birtir þá fregn frá mjög áreiðanlegum heimildum, að franski fasista- foringinn Jean Fontenoy hafi verið myrtur í Pai’ís. Vekur fregn þessi nokkra athygli vegna þess, að það var Font- enoy, sem skipulagði fyrir Þjóð- verja franskan fasistaflokk í París skömmu eftir hemám Frakklands. Hefir hans verið saknað í hálfan mánuð, en lík hans hefir nú verið slætt upp úr Signufljóti, en því hafði ver- ið fleygt í fljótið eftir morðið. Þýzka fréttastofan flutti þá fregn fyrir nokkru, að Font- enoy væri á lífi og lifði undir fölsku nafni í nafngreindri borg í Frakklandi. Ntimson herniálaráðliciTa Bauclaríkiaiiiia livetur cindregið til »ð HandaFÍkJaflotfiiii verði látlnn fylg*|a fliitiim^askip inii til Bretlands Líkur til, að fullnaðarákvörðun um þetta verði tekin innan tveggja til þriggja vikna. Afleiðingin að líkindum styrjöld við Þýzkaland. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Henry L. Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna flutti í nótt ræÖu þá, sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu um öll Bandaríkin og allan heim, því að það hafði hálft í hvoru verið boðað, að Stimson hefði hinn mikilvæg- asta boðskap að flytja. í gærkveldi átti Roosevelt forseti fund með helztu ráðherrum sínum og ráðunautum og er talið víst, að á þeim fundi hafi Roosevelt og „stríðs- stjórn“ hans fallist á ræðu Stimsons. í ræðu sinni lagði Stimson eindregið til, að Bandaríkin hefðist þegar handa um að nota flota sinn til þess að flytja hergögn og annað, sem Bretar þurfa, til Bretlands. I brezkum blöðum og amerískum er bent á, að þegar slíkuf maður sem Stimson og i hans stöðu, beri fram slíkar tillögur, en hann talar í rauninni fyrir munn stjórnar- innar og leggur þessa tillögu fyrir þjóðina — hljóti það að hafa hin mestu áhrif á almenningsálitið, sem allt af hefir verið að sveigjast í þá átt, að Bandaríkjaherskip 2tti að vernda flutningaskipin, því að tilgangslaust væri að verja tugum og hundruð- um milljóna til þess að framleiða hergögn og horfa svo upp á það aðgerðarlausir að þeim sé sökkt í sjó. Stimson sagði, að það yrði að nota Bandaríkjaflotann til þess að koma hergagnabirgðunum til Bretlands, því að — bætti hann við — það er hvorki meira né minna en frelsi vort og framtíð, sem er undir þvi komið, að Bret- land sigri í styrjöldinni um Atlantshafið. — Stimson var ómyrkur í máli. Hann sagði, að það væri ekki hinum minnsta vafa bundið, að áform Þjóðverja væri heimsyfirráð, og þegar þeir hefði sigrað Bretland kæmi röðin að Bandaríkjunum. Hann ræddi um hversu mikilvægar vígstöðvar Atlantshafið væri. Þeir, sem þar sigruðu, bæri og sigur af hólmi í lokaorust- unni. Nazistar eru nú í þann veginn að geta beitt hámarkskröft- um sínum, sagði Stimson — þeir getá ekki „sparað kraftana“ — þeir verða að gera það, sem þeir geta, og gera það nú, — þess vegna megum við ekki bíða. Vér eigum líf vort og framtíð undir því, að, siglirtgar haldist yfir Atlantshaf, undir vernd Breta og Bandaríkjamanna. Vér höfum enn tækifæri, enn vald til þess að grípa inn í, með vissu um mikinn árangur. En ef brezki flotinn er sigraður vofir það yfir oss, að floti vor verði „annars flokks floti“ og Bandaríkin verði ekki lengur stórveldi. Brezk og amerísk blöð ræða þegar í morgun mikið ræðu Stimsons. New York Herald Tribune segir t. d„ að það séu næstu þrjár vikurnar, sem verði hinar örlagaríkustu í sögu Bandaríkjanna, og víðar kemur fram, að menn ætla, að innan þess tíma verði fullnaðar- ákvörðunin tekin. Blaðið segix-, að Bandaríkja- menn verði nú að gera sér ljóst hversu liorfurnar séu í raun og veru, þeir megi ekki lengur vera þeirrar skoðunar, að þeir geri það, sem þeim ber, með þvi að lána eða leigja hergögn, m,eð því að framleiða sem mest af slíku, þeir mega eklci treysta því, seg- ir blaðið, að Bretar geti bjargað Bandaríkjunum, ef Bandaríkja- menn vilja eklci berjast. Blaðið New Yoi-k Times fer svipuðum orðum um þetta og segir, að ef Bi'elar vei'ði sigraðir, muni Þjóðverjar leitast við að leika Bandaríkjamenn á sama hátt og Pólverja, Tékka og aðrar þjóðir. Mensies fljdur ræðu. Mensies forsætisráðherra Ástralíu er nýkominn til New Yoi’k og flxxtti bann þar ræðu í gær, sem vakti mikla athygli. Hann sagði, að þetta væri ekki Evrópustyrjöld — styi'j- öld um Evrópupólitik, beldur styrjöld, sem vai’ðaði allar þjóð- ir — allt íxiannkyn. Eins og þér, sagði Mensies, erum vér Ástralíumenn fjarri vígstöðvunum, en vér höfum farið lit í styrjöldina vegna þess, sem í lnifi er fyi’ir allar þjóðir. Vér spyrjum, allur heimur- ixxn spyr, hve nær þér verðið búnir að koma framleiðslu yð- ar í hámark —- og hvenær þér verðið komnir í fremstxx víglínu. I Bandax’íkjahlöðum er lögð sérstök álierzla á þau ummæli Stimsons, að ef Þjóðverjar næði Bretlandi á sitt vald, myndi þeir fi'amleiða þar ógrynni vopna og hergagna og fá að- stöðu til þess að byggja þar langtum fleiri herskip og flxxtn- ingaskip eu Bandaríkin, og gæti Bandaríkin þá ekki varið land sitt — aðstaða þeirra til þess væri nxiklu hetri nú, en hún m,undi nokkum tíma verða. Og meðan Bandaríkin korna sér upp öflugum flugher og land- lier, geta þeir notað flotaim einan. FRETTIR í STUTTU MÁLI Horfurnar í Irak hafa batnað að mun. Hersveitir Irakmanna lxafa liörfað undan frá Habba- nya. Og upppreistarmenn, sem höfðu náð nokkurum, liluta olíxxleiðslunnar á sitt vald, hafa gefist upp. Haile Selassie hélt liátíðlega innreið sína í Addis Ahheba í fyrradag og voru þá að kalla ná- Ixvæmlega. 5 ár frá því, er ítalir settust að í borginni. Haile Se- lassie afsalaði sér aldrei völdun- um og verður því ekki krýndur til keisara á ný. Cunningham herforingi og synir keisarans, krónprinsinn og hertoginn af Hax’rar tóku á móti honum. Mikil fagnaðarlæti voru í borg- inni. íalir verjast nú helzt á Amba Alagisvæðinu og er þar barizt í 10.000 til 11.000 enskra feta hæð. — Iriidverskar hersivedtir sækja stöðugt fram, þrátt fyrir mikla erfiðleika. Níu þýzkar flugvélar voru skotnar niður í nótt og alls 51 á 6 fyrstu nóttum mánaðarins og 239 fi'á ársbyrjun. Seinustu 4 mánuði ársins 1939 voru skotn- ar niðxir að nætui'lagi yfir Bret- landi 95 þýzkar flxxgvélar. Bandaríkin liafa sent 4 eftir- litsskip til Grænlands. Vfgbúnaður Bandapfkjanna. Þessar flugvélar, senx sjást á myridinni, eru að koma úr æf- ingaleiðángri og hyggingin, senx þær fljúga yfir, er stjórnax’- bygging Randolph-flugvallarins í Texas í Bandaríkjunum. Sá flugvöllur er nxjög stór og fer þar fi'arn mikil flugkennsla og hefir hann því fengið nafnið „West Pöint flughersins“ en í West Point er liðsforingjaskóli Bandaríkjahei'sins. Umræðurnar í brezka þmginu* Churcliill mnn fljija lokaræðnna í día^. Traustsyfirlýsing var samþykkt í efri málstofunni í gæp. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Umræðunum um styrjöldina í hrezka þinginu mun verða lok- ið í kvöld. Churchill flytur lokaræðuna og má telja víst, að ti'austsyfirlýsing verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. — í gær töluðu fyrstir af hiálfu stjórnarinnar Antliony Eden ut- ani'iksmálax’áðliei'ra í neði'i mál- stofunni og Movne lávarður, nýlendumálaráðhei'ra, í lá- varðadeildinni. Attlee flutti lokaræðuna í neðri mólstofunni. Meðal helztu ræðumanna þar voru aulc Edens og Attlee, Lee Smith, Hore-Belisha, fyrv. her- málaráðhefra, Savery, Shin- well o. fl. Eden vai'ði stefnu stjói’nar- innar að senda herlið til Gi'ikk- lands og gerði grein fyx'ii' liversu ástatt var, er Bretar urðu að taka ákvörðun sína. Barst þeim orðsending frá Grikkjum um leið og þeir tóku Benghazi. Var lxersveitum Wavells þá nauð- syn að fá hvíld og vélaeftii’lit að fara fx-am. Herinn hefði vei’ið i eldinum um tveggja mánaða skeið. Höfnin í Benghazi var eklci nothæf og af þessu leiddi, að ekki var unnt að halda áfram til Tripoli. Gi'ikkir báðu ekld um lijálp. Þeir skýrðu frá afstöðu sinni — að þeir myndi verja land sitt. Bretar urðu að talca sína ákvörð- un. Hún gat ekki orðið nema á einn veg. Var það sameigin- legt lálit stjói’nmálamanna og hermálasérfræðinga. Milli Dills og Edens var enginn ágreining- ur. Enginn gerði sér neinar tál- vonir, en er þeir Dill og Eden fóru austur var von um árangur og enn er eg þeirrar skoðunar, sagði Eden, að ákvöi'ðunin var í’étt. Eden rakti þvi næst hversu illa fór í Júgóslavíu. Samtök um varnir tókust ekki fyrr en nýja stjórnin var komin að völdum. Þá var allt of seint. Eden lofaði Tyrki fyrir drenglyndi og lioll- ustu í öllu. Framkoma þeirra yrði vafalaust áfram hin sama framvegis, sem verið hefir. Eden ræddi og um írak. Gerði hann grein fyi'ir afstöðu Breta. Þeir eru þakklátir Egiptum og Tyrkjum fyrir tilboð um að- stoð til þess að leysa deiluna, en fyrst verða írakmenn að draga her sinn frá Habbanya og hætta Frlx. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.