Vísir - 14.05.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1941, Blaðsíða 2
Tilkynning frá utanríkismálaráðuneytinu: Tilgangslaust að halda tilraunum á- íram um öflun efnis til hitaveitunnar. \ Gangur málsins rakinn eftir að Danmörk var hernumin. TILKYNNING FRÁ UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU: Yegna þess hve mikilvægt hitaveitumálið er fyrir höfuðstað- inn, og fyrir alla þjóðina, hefir ríkisstjórnin — enda þótt samn- ingar séu þeir, að verktaka, firmanu Höjgaard & Shultz beri að, annast flutning á öllu efni hér til landsins — talið skylt að vinna að því af alefli eftir hernám Dammerkur 9. apríl 1940, að reyna að fá flutt hingað það efni tii hitaveitunnar, sem enn liggur í Danmörku. Þar sem telja má tilgangslaust að svo stöddu að halda þessum tilraunum áfram, telur ríkisstjórnin nú tímabært að gefa almenningi þær upplýsingar um gang málsins, sem hér fara á eftir. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h.f. Greiði kemur greiða mót. AÐ er liægara að kenna lieil- ræðin en lialda þau. Al- þýðuflokkurinn er alltaf að skora á Sjálfstæðisflokkinn að „gera hreint fyrir sínum dyr- um“. Við skuluin segja að þessi bróðurlega umönnun sé sprott- in af góðum hug, og er þá sjálf- sagt að þaklca svo sem vert er. Hitt er það, að kunnugir telja að þrifnaðurinn hjá umvandar- anuni sé ekki meira en við hóf, enda „sæmir vel að sauðaspörð sjáist kring um fjárliúsið.“ Al- þýðuflokknum hefir ekki tekizt að „moka frá“ — nema fylg- inu! Nú hljóp nýlega á snærið hjá þessum bágstadda nágranna, og er vonandi að hann „taki sig nú saman“ og noti tækifærið. Það er líklega ekki til neins að reyna meðal verkamanna í Sjáifstæð- jsflokknum. Þeir gátu ekki sætt sig við einræði Alþýðu- flokksins. Þeir vildu eltki leggja á sig skyldur einar, án þess nokkur réttindi fylgdu. Hermann Jónasson forsætisráð- lierra hefir manna bezt lýst „Iýðræðinu“ í Alþýðusamband- inu. Á Hólmavík var verkalýðs- félag með 60—70 félagsmönn- urn. Aðeins örfáir, 3 eða 4, af þessum mönnum töldust til AI- þýðuflokksins. Samkvæmt lög- um Alþýðusambandsins voru Alþýðuflokksmenn einir kjör- gengir á þing þess. Pólitísldr vantrúarmenn töldust ekki eiga þangað neitt erindi. Afleiðingin var sú, að félagið á Hólmavík varð annaðhvort að velja ein- Iivern af þessum sárfáu Alþýðuflokksmönnum, eða vera fulltrúalaust á Alþýðusam- bandsþinginu. * Fyrirkomulagið innan Al- þýðusamhandsins hefir að þessu leyti minnt einna mest á það, sem líðkast í Rússlandi. Þótt ekki sé nema á að gizka hundr- aðasti hver maður í Sovétríkj- unum i kommúnistaflokknum ræður þessi fámenni hópur einn fyrir öllum fjöldanum. Ef Alþýðublaðið vildi hugsa sig um, mætti það minnast þess, að hér um haustið voru verka- menn við höfnina neyddir til að leggja niður vinnu í því skyni að fá hækkað kaup fastlaunaðra starfsmanna Reykjavíkurbæjar, kyndarannaíGasstöðinni. Vinna var lítil um þessar mundir og sáu verkamenn, að vonum, eftir þeim vinnudögum, sem þeir misstu vegna þessarar deilu. Þeir fóru að mögla og krefjast skýringa. En hvað skeður? Alþýðuflokkurinn réði þá fyr- ir Dagsbrún. Formaður félags- ins gaf út svofellda dagskipun: „Yerkamenn eiga að lilýða skil- yrðislaust." Og svo bætti Iiann náðarsamlegast við: „Þeir mega spyrja — á eftir“! ★ Svona var nú lýðræði Alþýðu- flokkins í þá daga. En svo kem- ur Stefán Jóhann til skjalanna. Hann kom heim úr utanför og sagði frá því býsna kampakát- ur í Alþýðublaðinu, að sósíalist- ar á Norðurlöndum væri búnir að uppræta kommúnista. Fylgj- um þeirra dæmi! hrópaði Stef- án Jóhann og sló í horðið. Nokkrum mánuðum síðar var sá blessaði St. Jóhann kominn á framboðslista við bæjarstjórn ■ arkosningar í Reykjavík — með Einari Olgeirssyni og félögum hans! Það má kannske enn minna Alþýðuhlaðið á það, að þegar Jónas Guðmundsson bölsótaðisí sem mest á kommúnistunum, sérstaklega kommúnistum í kennarastétt, var hann samtím- is að koma kommúnista að sem kennara við Austurbæjarbarna- skólann í Reykjavík. Og livað er langt síðan Al- þýðuflokksmennirnir í bæjar- stjórn Reykjavíkur gerðu sam- fylkingu við kommúnista? Var ]iað ekki í fyrrahaust, þegar kosið var í niðurjöfnunarnefnd- ina ? Greiði kemur greiða mót. Um leið og Alþýðublaðinu er þökk- uð sú hugulsemi, að benda iSjálfstæðisflokknum á að gera breint fyrir sínum dyrum, er blaðinu vinsamlegast bent á, að beina því til flokksmanna sinna, að réttara sé að „moka frá“, áð- ur en umvöndunardámurinn verður alltof sterkur. a Bústaðaskipti. Þeir kaupendur Vísis, sem hafa bústa'Saskipti, eru be'ðnir a'8 tilkynn það í síma 1660. Húsaleiguhækkunin nær ekki til ein- stakra herbergja. Allsherjarnefnd neðri deildar flytur lillögur um að heimila hækkun húsaleigu sem svarar liækkun viðhaldskostnaðar frá stríðsbyrjun. Auk þess skuli heimilt að hækka liúsaleigu sem svarar verðhækkun á eklsneyti, sem innifalið er í leigunni, vaxta og skattahækkun af fasteignum og öðru þess háttar. Einnig leigu eftir húsnæði, sem af sér- stökum ástæðum hefir verið leigt lægra en sambærilegt hús- næði á þeim stað (kaupstað, kauptún eða sveit). Hækkunarákvæðin eiga ekki að taka til „leigu á einstökum herbergjum, sem, leigutaki eða húseigandi leigir einhleypum úí frá íbúð sinni.“ Kauplagsnefnd og hagstofan ákveður vísitölu hækkunarinn- ar tvisvar, þannig að hún komi til framkvæmda 14. mai og 1. október. 40 ára hjúskapar- aímæli. í dag eiga þau hjónin frú Bir- gitta Jónsdóttir og Sigurjón Grímsson fyrrv. múrari, Njáls- götu 41, 40 ára hjúskaparaf- mæli. Allan sinn búskap hafa þau átt heima hér í Reykjavík, og lengst af að Njálsgötu 42, eða um 36 ára skeið. Þau eru bæði ættuð úr Árnessýslu, og er Sig- urjón einn af hinni kunnu Bergs-ætt. Þekkt eru þau að öllu góðu, fyrir alúð og prúðmennsku i hvívetna. Þau hjóin eiga 4 upp- komna syni, þá Bjama Engil- berts, forstjóra, K.höfn, Jón listmálara, Sigurstein nudd- lækni og Grím prentara. Einn son misstu þau teggja ára gamlan. Frú Birgitta verður 68 ára, en Sigurjón 69 ára á þessu ári. Bústaðaskipti. Þeir kaupendur Visis, sem hafa bústaÖaskipti, eru beÖnir a'Ö tilkynna það í síma 1660. Þýzkt leyfi lá fyrir. Nokkru eftir hernám Dan- merkur sneri Sveinn Björnsson sendiherra í Khöfn sér til ]iýzka sendiráðsins þar á staðnum með tilmælum um það, að það liefði milligöngu um að útvega samþykki réttra þýzkra stjórnarvalda til þess að liindra ekki á neinn hátt flutning lil Islands á því efni, vélum o.s.frv., sem flytja þyrfli á næstunni frá Khöfn til Reykjavíkur, svo að hægt yrði að halda áfram hitaveitunni. Tók sendiráðið þessari mála- leitun liðlega, og var sam- komulag um það, að Sveinn Björnsson sendi sendiráðinu skriflega rökstudda málaleitun í þessa átt. Gerði liann það með bréfi, dags. 18. apríl 1940. Áður en hann fór frá Khöfn 24. april 1940, á leið til íslands, tjáði þýzki sendiherrann honum, að þýzku stjórnarvöldin mundu taka málinu vel. í því sam- bandi fékk hann samþykki þýzkrá stjórnarvalda til þess að talca með sér til íslands frá íirmanu Höjgaard & Schultz alla uppdrætti m. m., sem þá voru tilbúnir og þurfti til þess, að vinnan hér við hitaveituna þyrfti ekki að stöðvast. 26. apríl 1940 barst sendiráð- inu islenzka i Khöfn svar þýzka sendiráðsins í Khöfn við fram- angreindu bréfi, dags. 18. apríl. Segir þar m. a. þetta: „að af hálfu þýzkra stjórnarvalda sé ekkert því til fyrirstöðu, að senda megi vörur þær, er um ræðir í bréfinu (þ. e. frá 18. apríl), sem ætlaðar séu til liita- veitulagnar fyrir bæinnReykja vík. Farmrúmi verði að sjá fyr- ir af íslands hálfu.“ Á meðan Sveinn Björnsson var á heimleið, áður en hann hafði átt tækifæri á því að gefa ríkisstjórninni skýrslu um að- gerðir þapr, er að framan get- ur, en eftir hernám Islands, sneri ríkisstjórnin sér til sendi- ráðsins í Khöfn (skeytið dags. 15. maí) með ósk um, að reynt sé að ganga úr skugga um, hvort unnt sé að senda hita- veituvörurnar frá Danmörku innan ákveðins tíma, ef til vill með sænskum eða fitínskum skipum. 24. sama mán. er sent áherzluskeyti, þar sem tekið er fram, að ef of langur drátt- ur verði, muni óumflýj anlegt að reyna að fá efni í skarðið annarsstaðar. 25. maí simar sendiráðið í Khöfn, að vörurnar verði til seinni hluta júní, og þýzkt leyfi liggi þegar fyrir. Verið sé í samningum um tvö finnsk skip til flutninganna. / Samningar takast við Breta. Nú hefjasí samningar við brezk stjórnarvöld um máliö, sumpart með milligöngu brezka sendiherrans í Reykj avík, sum- part með milligöngu islenzka sendifulltrúans í I-ondon. —- Sveinn Björnsson var nú hing- að kominn, og fól ríkisstjórn- 'in lionurn meðal annara starfa að vinna að þessu máli. Eftir að Vilhjálmur Finsen var sezt- ur að sem sendifulltrúi Islaiids í Stokkhólmi, fóru öll skeyti til Kaupmannaliafnar um málið um hendur hans, svo og ýms milliganga við sænsk stjórnar- völd o. fl. Voru ýmsir erfiðleikar, sem komast þurfti fram lijá. M. a. var krafizt eftirlits flutninga- skipanna í Gautaborg, eu til þess þurfti samþyldci sænsku stjórnarinnar. I byrjun júlí er svo komið, að sendiráðið i Khöfn telur á- kveðið finnskt skip, sem liggi í Mariehamn á Álandseyjum, geta byrjað að talca vörurnar í Khöfn 10. júlí. Þó með því skilyrði, að Bretar leyfi flutn- inginn og taki ábyrgð á því, að skipið snúi aftur til Khalnar frá Reykjavík, tálmunar>oust af Breta hálfu. Fékkst .loforð Bretastjórnar um þetta. Þjóðverjar neita. 13. ágúst kemur símslceyti frá sendiráðinu í Khöfn am að flotastjórnin þýzka neiti um leyfi til þess að skip, sem nú væru í Eystrasalti, mættu flylja hitaveituvörurnar til IsL.nds, þótt Bretar lofuðu því að táln „ þvi ekki, að það sneri aftur. Eftir að þrautreynt hafði veiið af Höjgaard og Schullz og sendiráðinu í Kliöfn að fá þessu kippt i fyrra horf (m. a. fór Höjgaard verkfræðingur til Berlín til þess að tala við æðstu stjórnarvöld um málið), en ár- angurslaust, var snúið að öðr- um leiðum. Aðrar leiðir reyndar. Frá Kliöfn kom uppástunga um að reyna að fá samþykki heggja ófriðaraðilja til þess að fá danskt skip, sem lá í liöfn 1 Bandaríkjum Norður-Amer- íku, til flutninganna. Var þessi leið þrautreynd. Frá Þjóðverj- um fékkst aldrei svar. Frá Bretum kom loks það svar 28. okt., að þeir mundu ekki treystast til þess að leyfa flutn- ing með dönsku skipi, en vildu athuga með velvilja uppástung una um skip hlutlausrar þjóð- ar (t. d. finnskt eða sænskt). Allt sgmband um mál þetta var símleiðis, því að engin tök voru að koma bréfum á milli; enda hefði það tekið allt of langan tíma, þótt fært hefði verið. Með „Esju“ frá Petsamo í október kom bréf um málið frá sendiráðinu í Khöfn. Er það dags. 20. sept. 1940. Auk þess að staðfesta það, sem þá hafði farið á milli, kemur fram í sambandi við neitunina um, að skip, sem væru í Eystrasalti, mættu flytja vörurnar til Is- lands, að þýzka sendiráðið í Khöfn hefir látið uppi þá skoð- un, „að grundvöllurinn fyrir leyfunum væri burt fallinn, vegna atburða, er síðar skeðu, og áleit, að leggja yrði málið fyrir í Berlín.“ M. a. þess vegna mun Höjgaard hafa farið til Berlín. Greint álit þýzka sendiráðs- ins í Khöfn hafði ekki komið fram í skeytuip. En þar sem ekki varð annað séð af greindu bréfi og símskeytum, en að al- ger afsvör Þjóðverja um að sleppa hitaveituvörunum frá Kliöfn lægju eklci fyrir, var til- raunum haldið áfram. Ber verktaki eða bærinn tjónið? Þegar tilraunirnar um danska skipið máttu teljast algerlega strandaðar, var kvatt til fund- ar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavik 31. okt. 1940. Á fundi voru ráðherrarnir Stefán Jóh. Stefánsson og Jalcob Möller, settur borgarstjóri Bjarni Benediktsson, Valgeir Björns- son bæjarverkfræðingur, Lang- vad verkfræðingur sem um- boðsmaður verktaka (firmans Höjgaard & Schultz) ög Sveinn Björnsson sendiherra. Á þeim fundi varð samkomu- lag um að halda áfram tilraun- unuin nokkurn tíma enn þá. Hafði um þetta leyti borizt orð- sending gegnum brezka sendi- herrann í Reykjavík um það. að ef allar tilraunir til þess að fá vörurnar frá Khöfn mistækj- ust, mundi brezka stjórnin styðja að þvi, að reynt yrði að útvega samskonar vörur í Bret- landi. En til þess þyrfti upp- drætti, sundurliðanir og ná- kvæma lýsingu á verkinu. Varð samkomulag um að fela bæjar- verkfræðingi og Langvad að gera þennan undirbúning, sem taka mundi máriaðartíma. En á meðan yrði gerð tilraun til þess að fá samþykki ófriðar- aðiljanna til þess að nota mætti einhver hlutlaus skip til flutn- inganna. Var þetta tjáð sendi- ráðinu í Khöfn og því jafn- framt falið að tjá verktaka, að ef þetta allt mistækist, teldi bærinn sér heimilt að reyna að útvega efnið annars staðar. 1 þessu sambandi skal þess getið, að umlioðsmaður verk- taka lét falla orð um það á fundinum, að það væri bærinn og ekki verktaki, sem yrði að bera tjónið af því, ef mistæk- ist að fá fluttar vörurnar, sem lægju tilbúnar í Khöfn, og það sama yrði keypt annars staðar í staðinn. Var þessi" skoðun hans véfengd. En í þvi sam- bandi mun borgarstjóri hafa talið rétt að afla álits hlutlauss lögfræðings á þessu réttar- atriði. Hitaveitan og síldin. Á me^an svotía stóð var nú tilraunum hér beint inn á á- kveðna braut. Kunnugt var, að Sviar höfðu hug á því að fá héðan síld og nokkrar aðrar íslenzkar af- urðir. Leit svo út, að flytja yrði þær til Petsamo, þar sem lok- aðar voru allar siglingar til Svíþjóðar 1 héðan. Vafalaust væri, að Svíum væri hentugra að fá þetta flutt til Gautaborg- ar, ef slík undanþága fengist uildan hafnbanni Breta. Nú virtust Bretar hafa áhuga á þvi, að vér fengjum hitaveituvör- urnar. Hins vegar mundi hvert það skip, sem flytti vörurnar frá Khöfn, verða að koma við i Gautaborg til eftirlits. Reyn- andi væri að fá samþykki beggja ófriðaraðilja til þess að spyrða þetta tvennt saman, flutning hitaveituvaranna hing- að og flutning síldarinnar m.m. lil Svíþjóðar. Þjóðverjar ættu að vera þess óskandi, að Sví- ar féngju íslenzku afurðirnar, og Bretar, að vér fengjum hita- veituvörurnar. En Svíar fúsir að veita málinu einnig sinn stuðning, vegna þarfa sinna á íslenzku afurðunum. Var þetta nú borið fram við alla aðilja. Hittist svo á, að sænska stjórnin hafði um þetta leyti tekið upp samninga við brezku stjórnina um einhverja tilslökun á hafnbanninu þann- ig, að Bretar leyfðu einhverju af vörum að komast til Sví- þjóðar vestan að og frá Sví- þjóð vestur á bóginn. Leit svo út sem þetta ætlaði að verða ekki alveg óvænlegt um árang- ur, enda fékk liugmyndin góð- ar undirtektir brezku stjórnar- innar, þótt tregar gengi að fá ákveðin svör Þjóðverja. Var ofangreind hugmynd rædd við sænska sendifulltrú- ann í Reykjavík áður en hún var borin fram. Varð hann fús- lega við því að styðja málið við stjórn sína, eins og hann einnig studdi málið á annan hátt á mismunandi stigum þes^. Utboðslýsingar til Bretlands og' Bandaríkjanna. 5. des. var lokið að semja „nákvæma skilgreiningu um það efni allt, sem óskað er að fá keypt í Englandi til hita- veituframkvæmdanna, svo og nánari skilmála, er setja verð- ur við útboð í Englandi“. Var það afhent brezka sendiherr- anum samdægurs með tilmæl- um að koma því til réttra stjórnarvalda í London, í þeirri von, að þau styddu að þvi, að hægt væri að fá vörurnar frá Bretlandi i tæka tið. Tók sendi- herrann þetta fúslega að sér. Með næstu skipsferð voru plögg þessi send einnig til aðal- ræðismannsins íslenzka i New York, svo að þau væru tiltæk þar til útboðs, ef hann fengi símskeyti um að reyna að fá vörurnar í Bandaríkjuntim. En fyrik því var ráð gert, ef bráð- lega strönduðu hvort tveggja tilraunir, að fá vörurnar flutt- ar frá Khöfn eða að fá aðrar samskonar vörur í Bretlandi. Enn reynt að afla skipa til flutningsins. Meðan á þessum tilraunum stóð, komu fram tvær sérstak- ar hugmyndir: 1. Að hægt mundi að fá finnskt skip, sennilega i febrú- ar, til flutninganna fyrir mjög hátt gjald, 220—250 d. Kr. á smálestina. 2. Að kaupa gamalt júgó- slafneskt skip, sem hér hafði komið, væri ódýrt, og sennilega tiltækt i febrúar. Reyndust báðar þessar hug- myndir óframkvæmanlegar. Var þvi haldið áfram að vinna að máþ'nu á hinni brautinni, þótt þar reyndust margskonar erfiðleikar um að fá samþykki allra aðilja. Loks tilkynnti brezka sendi- ráðið hér 10. jan. 1941, að brezka stjórnin hefði nú sam- þykkt, að ákveðið finnskt skip, „Immo Ragnar“, sem væri um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.