Vísir - 14.05.1941, Blaðsíða 5

Vísir - 14.05.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR Miðvikudaginn 14. mai 1941. Kirkjuhljómleikar í Kristskirkju i Landakoti A sunnudaginn kemur kl. 8V2 (20,30) verður efnt til kirkjuhljómleika i Kristskirlcju i Landakoti undir stjórn dr. V. v. Urbantschitseh. Syngur blandaður kvennakór með að- stoð ýmsra viðurkenndra söng- kraftar bæjarins og slroksveitar Hljómsveitar Reykjavikúr. Viðfangsefnin eru eins og við er að búast kaþólsk kirkju- söngslög/og eru þau frá tímum viðreisnarstefnunnar og nokkru yngri 10. og 17. aldárlög. Dájkurinn i hljómleiknum verður hið fræga lag „Stahat mater“ eftir Jón sldrara Perg- olse, f. 1710, d. 1736 26 ára. Sálmurinn, sem er einn al' höf- uðsálmum ldrkjunnar — í röð svo nefndra sequentia -— liefir verið þýddur á íslenzku af ýms. um, meðal annars Mattliíasi Jochumssyni og Gísla Brynjólfs- syni, en liann er eftir smábróð- urinn Jacobus de Benedictis, sem kallaður var Jacopone. frá Todi, en þaðan var liann ættaður (f. 1230, d. 1306), Þrátt fyrir skamma ævi var Pergolse frá- bærlega afkastamikill og samdi allskonar tónverk, óperur, són- ötur, heilar messur og allskonar ldrkjulög, og livað, sem nöfn- um tjáir að nefna. „Stabat mat- er“ var síðasta lagið, sem hann samdi, og var hann þá lcominn á grafarbakkann, en að launum hlaut hann upphæð, sem í'étt tæplega nægði til þess, að hann gæti keypt sér legstað í dóm- kirkjunni Pozzuoli, en' þar er liann grafinn. Um kraft svipar Pergolese ekki til Haydns og um tíguleik ekki til Palestrína, en um elskusemi og þokka svipar honum einna helzt til Rossini. Talið er að lagið „Stabat mater“ muni lifa flest verlc hans önnur. Af öðrum lögum verður far- ið með „Pueri Haebreorum“, hynina úr prócessíunni á pálma- sunnudag eftir Palestrina föður nútíma kaþólsks kirkjusöngs (d. 1594), „In nomine Jesu“ eftir jugoslavneska munkinn Jakob Handl (Gallus, d. 1591), „O vos omnes" mótettu eftir Spánverjann Tómas Hlöðver de Victoria (Vittoria d. 1613), eitt helzta tónskáld að palestrinsk- urn hætti, og loks sálmur fyrir tenór og 5 armfiðlur eftir ítal- ann Alexander Stradella (myrt- ur 1681, 36 ára gamall). Menn eru hér, sem vonlegt er, mjög ókunnugir liinum fagra kaþólska nútíma kirlcjusöng, sem er allfrábrugðinn kirkju- söng mólmælenda, þegar af þeirri ástæðu, að ólík er ætlun livors um sig í kirkjusiðunum. Hvor kirkjusöngstegundin um sig hefir ált yfir ýmsum glæsi- legustu tónskáldum lieimsins að ráða, og nþ gefst mönnum hér l'æri á að kynnast hinum ka- þólsku tónlistarjöfrum í með- ferð, sem vafalaust verður með ágætum, því bæði er dr. v. Urbantschitsch sprenglærður í þessum efnum, bráðfínn hljóm- smekkmaður og auk þess ka- þólskrar trúar, en það er stað- reynd, að erfitt er að flytja kirkjutónlist annara trúar- flokka, en þeirra, sem menn játa sig undir, svo .náskylt er eðli hénnar sjálfum trúarhrögðun- um og hinu innra trúarlífi. Þelta er merkileg tilraun, eins og reyndar allar tilraunir dr. v. Urbantscliitsch, en hann og ýmsir erlendir menn liafa á sið- ari árum lagt afardrjúgan skerf lil tónmenntunar íslendinga. Nýkomið: Saumur Hóffjaðrir Heyhrífur Orf Hrífusköft JÁRN V ÖRUDEILD Jes %imi§ieii Kristján Guðlaugsson HæstaréttarmálafluthingsmaÖur. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hverfisgata 12. — Sími 3400. Ný IJóðabók. Margrét Jónsdóttir: Lauf- vindar blása. Kvæði. — Reykjkvík MCMXL. Áður hefir komið út eftir Margréti Jónsdóttur kennara kvæðasafnið: „Við fjöll og sæ“ árið 1933. Þetta nýja kvæðasafn kom út skömmu fyrir síðustu jól. Það er 16 arkir að stærð og snolurt að ytra frágangi. Margrét Jónsdóttir er meðal þeirra kvenna hér á landi, sem bezt kunna að koma fyrir sig orði í Ijóði. Mörgum er bún orðin að góðu kunn af kveðskap sínum. Einkum liafa börn og unglingar notið góðs af ljóða- gáfu liennar. Er liún mikill vin- ur barna og unglinga, kann vel skapi þeirra og yrkir jafnan svo að lyftandi er og göfgandi fyrir unga lesendur. Al' þeirri ástæðu eru ljóðabækur hennar ágætis gjöf handa börnum og ungling- um, sem næm eru á fagurt mál og fagrar hugsanir í ljóðaformi. Eg liefi lesið þessa bók Mar- grctar mér til ánægju. Mál og form er þýtt og Ijóðrænt, lífs- skoðun og hugsun fögur og lieil- brigð. Höf. tekur ríkan þátt í lífi samtíðar sinnar, og finnur Iivort sem orsökin er eigin brest- ir, misrétti mannfélagsins eða ógnarástand vorra tíma. Hún er ósvikið barn íslenzkrar náttúru og elskar j)á móður vor allra fölskvalaust. tífcn leikur sér að ýmsum bragarháttum, bregður jiar á meðal f.yrir sig stundum þulu-laginu, sem alltaf á sína töfra, þegar vel er með farið. Reykjavík, vor gamli og góði Ingólfshær, á falslausan vin þar sem Márgrét Jónsdótir er, þó að hún sé sveitabarn, eins og ljóðin hennar sýna víða. Kvæðið til Revkjavíkur i þessari Ijóðabók er fagurt og vel gert. Eg tel ekki rélt að taka upp í jiessi fáu orð einstök erindi úr kvæðum jieim, sem mér þykja bezt. Þó vil eg að lokum færa hér til tvö erindi, helguð íslenzka jjjóðfánanum, úr kvæðinu: „Til íslands“: 1 „Nú blaktir bér frelsis fáni nýr svo fagurrauður og mjallarsldr og blár eins og himins bogi. Hann sameinar fjallanna ís og eld og unnarblámann um sumar- ' lcveld á Ijómandi logkyrrum vogi. Ó, fáni míns lands, Jjú fagra mynd, sem flekkaðist aldrei af neinni synd á ógnþrungnum orustúdegi, sem aldrei blakti’ yfir blóðugum val, en borinn til sigurs vei’ða skal á friðarins framliðarvegi.“ Á. S. Smávörup mikið og gott úrval. Sigti, margar teg. Ausur Spaðar Eggjaskerar Rjómaþeytarar Glerkönnur með Rjómaþeytara Kleinujárn Pottasleikirar Kökuform fjölbreytt úrval Blikkbrúsar JÁRN V ÖRUDEILD *Ies Zim§eií K. P. U. M. , Fundur annað kvöld kl. 81/2. Ástráður Sigursteindórs. son talar. — Allir karlmenn velkomnir. NOTAÐUR lefaiiiifii óskast. — Uppl. i síma 2758. Fitndur í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8%. Umræðuefni: Kosningafrestunin. Frummælandi Gísli Sveinsson alþm. Allir sjálfstæðismenn velkomnir meðan húsrúm levfir. STJÓRNIN. Vegna flutninga verður skrifstofa vor lokuð í dag og til hádegis á morg- un. — Verður þá opnuð á Vesturgötu 4. Fiskimálanefnd Samkvæmt reglugerð 23. sept. 1936, um námskeið og próf i siglingafræði utan Reykjavíkur, verða ráðnir 2 siglingalTæðikennarar og 2 eða fleiri kennarar i verk- legri sjómennsku við námskeiðin, frá 1. október n. k. til næstu 4 ára. Annar siglingafræðikennarinn verður ráðinn fyrir Akureyrar- og Isaf jarðarnámskeið, hinn fyrir Norð- f jarðar- og Vestmanngeyjanámskeið. Umsóknir sendist skólastjóra Stýrimannaskólans í Reyk javík fyrir lok júlimánaðar. Tilkynnið íiutninga á skrifstofu vora Gunnarssundi 8, vegna mæla álesturs. Rafveita Hafnarfjarðar. Sími 9094. Rasiiar Asgjeirsioii: Garðyrkja heimilanna. Niðurl. I Steinselja — persille — er smávaxin kryddjurt, sem nær ágælnni jjroska í görðum bér, ef snemma er til hennar sáð; t. d. samtímis gub'ótum og lienni ætlað sama vaxtarrými. Hún er af sveipjurtaætt, skyld gulrótum, hvönn og kúmeni. Blöðin eru bragðsterk og bæti- efnarík. Blöð af steinseljú ern notuð afar mikið i nágranna- löndum okkar, í flestar máltíð- ir allan ársins liring, ýinist ný úr garðinum eða þurrkuð og i höndum þeirrar húsmóður, sem kann með liana að fara, er steinseljan því mikils virði, j)ó að hvert blað sé ekki stórt. Eru jiau söxuð smátt og hrærð í smjör, blandað i sósur, stung- ið í kjöt, sem á að steikja o. m. fl. Blöð steinseljunnar verða hér með bezta móti, svo að eg bef ekki séð þau betur þroskuð 'í öðrum löndum. Enda er j)að svo, að ýmsar þær tegundir matjurtanna, sem á annað borð þrífast í norðlægum löndum, verða betri þar en í hinum suð- lægari og ná oft beti-i jjroska. Kerfill lieitir önnúr krydd- jurt, af sömu ætt og steinselja, sem gott er að bafa á svo sem einum ferm. Er það allbragð- sterkt og 110 tað í súpur. Blað- selja — selleri — er einnig ræktað og notað í sama skyni, því með því að nota kryddjurt- ir, má búa til bragðsterkar súp- ur úr grænméti og ágætar, án þess að liafa einn einasta kjöt bita með. Nokkrar fleiri smá- jurtir mætti nefna, sem gerlegt væri að rækta hér, þó eg ekki telji J)ær upp að sinni. Benda vil eg J)ó á, að fljótvaxnasta matjurtin er karsi, og verður hún fullvaxin á 10—15 dögum. Hún er notuð þegar plantan er um 2-3 cm. há og til hennar sáð svo j)étt að heita má að korn liggi við korn. Blöðin eru bragð- sterlc ' og C-bætiefnarik og J)ví vörn gegn Jjeini kvillum, sem rekja rót sína til vöntunar á þvi efni, I. d. skyrbjúg. En skyr- bjúgseinkenni mun mega finna víðar á fólkinu en menn al- mennt grunar. Kemur hér aft- ur að því, að grænmeti er bin bezta lieilsuvörn, sé það notað rétt, Jjví fjölda kvilla og sjúk- dóma hjá „menningarþjóðum“ má rekja til Jjess, að mataræði er þar eklci lengur í samræmi við Jjarfir mannslíkamans. Rabarbari mun vera ein al- gengasta og vinsælasta matjurt liér á landi og lil svo að segja í hvers manns garði. Þarf J)vi eigi að mæla með henni hér. Þá eru káltegundirnar. Af þeim er lil fjöldi tegunda og afbrigða og verður bér aðeins minnst á fæst af þeim. Blómkál er líklega ein allra vinsælasta káltegundin, vegna Jjess live Ijúffeng hún er. Af blómkáli má setja 8-12 plöntur á 1 ferm. eftir slærð afbrigðanna. Erfurt- er-blómkál er gamalt afbrigði, sem enn er í góðu gildi og er fljótvaxnast en ekki slórt. Eini ókostur blómkáls er hve það geymist illa fullþroskað. En goti ráð til að skemina sem minnst af J)ví síðsumars, er að borða J)að á hverjum degi meðan ])að er til. Því ráði ættu þeir að fylgja, sem eru svo vel stæðir, að eiga nóg af ])ví. — Blóm- kálið er sú tegundin, sem kál- fluga spillir belzt, þar sem.bún er til. Um varnir gegn kvillum og skaðlegum skorkvikindum, eiga menn að leita til jurta- læknis. Bók Ingólfs Davíðsson- ar ineistara, um jurtasjúkdóma og varnir' gegn J)eim eiga allir garðeigendur að eiga, þvi heil- brigðisástandið verður að vera gotl í garðinum, ef uppskera á að verða góð. Af toppkáli og blöðrukáli (sa- vöjkáli) má setja 8—12 plönt- ur á 1 fermetra. Eru þessar káltegundir snemmvaxnastar af þeim, sem vefja blöðunum sam- an í „höfuð“. Snemmvaxnar káltegundir geymast sízt, og Jiegar kálliöfuð fara að rifna, J)á mega aðeins líða fáir dagar Jiar til þau eru notuð. Hvílkál er stórvaxnast allra höfuðkáltegunda og matarmest. Erlendis er talið að mest matar- magn verði framleitt á hverjum ferm. lands með því að fram- leiða hvitkál. Ekki má setja fleiri hvítkálsplöntur en 4—6 á hvern ferm. Dittmarsker hvít- kál ér g'olt snemmvaxið áf- brigði, sem reynist hér ágæt- lega. Iaatun heitir únnað gott afbrigði, séinvaxnara, en geym- isl mun lengur. Hvílkálsböfuð geta orðið mjög þung, ef rétt er að farið og vel borið á. Hafa skulu þeir það í huga, sem setja niður þær káltegundir, sem bér liafa yerið nefndar, í vor, að káltegundir gera miklar kröfur til áburðar og að mikill bús- dýraáburður hentar þeim bezt. En þær borga vel áburðinn, ef rétt er að farið. Kálplöntur má nú fá keyptar bjá gárðyrkj u- mönnum á réttum gróðursetn- ingartíma, venjulega síðari hluta maímánaðar. Rauðkál og rósakál eru þær káltegundir, sem erfiðast er við að fást hér og þelcki eg ekki afbrigði af þeim, sem hægt er að lelja viss hér á landi. Eg hef reynt hér snemmvaxin rauð- kálsafbrigði, sem J)roskasl á jafn stutlum tima og blómkál erlendis, en hér héfir mér reynst það nijög á annan veg. Þá er ótalin sú káltegundin, sem eg' liefði að réttu lagi átt að nefna fyrst hér, en ])að er grænkálið. Margra liluta vegna ættum við að bugsa meira um það en gerl er hér á landi.’ Séu káltegundir rannsakaðar með tilliti til næringarefna, þá eru í blómkáli og hvítkáli 10% af þeim, en í grænkáli 20%. Það er því næringarauðugasta matjurt- in, sem bér verður ræktuð. Með tilliti til bætiefna, J)á vérð- ur útkoman hin sama. í blóm- kálshöfði eru engin bætiefni, og i hvítkálshöfði eru þau aðeius í yztu blöðunum, sem verða fyrir áhrifum sólarljóssins. En græn- kál myridar ekki höfuð, svo birt- an nær til hvers einasta blaðs, en í blöðum jurtanna myndast bætiefnin fyrir áhrif geislanna. Grænkálið er bætiefnarikasta matjurtin okkar og því að ýmsu leyli sú eftirtektarverðasta. Nokkuð hefir verið rætt um það, að réttmætt væri að rækta skarfakál vegna C-bætiefnainni- lialds þess, en vafalaust er miklu réttara að snúa sér að ræktun grænkálsins í.því skyni. En þeir, sem eiga kost á skarfa- káíi, Jiar sem Jiað vex vel, eink- um í evjum við sjóinn, ættu að sjálfsögðu að nota sér það. En grænkál gefur margfalda upp- skeru á móts við skarfakál. Fræ af grænkáli er ódýrasta kálfræið, og grænlcálið er liarðgerðast allra káltegunda, og þykir jafnvel hezt, eftir að J)að hefir fengið frost. Það má því liafa nýtt til neyzlu allay veturinn, ef liægt er að vernda ])að fyrir næðing- um og snjóþyngslum. Ennfrem- ur má bæði þurrka J)að og salta eins og aðrar tegundir káls. 6 —-8 grænkálsplöntur má hafa á 1 ferm. lands. Með því vaxtar- rými og nægum áburði getur hver planta orðið stór og þung, matarmikil. Milcils virði væri það liverju héímili, að eiga 50 —100 slíkar plöntur undir vet- urinn. Þá lief eg talið bér einar 15 —16 tegundir matjurta, sem eg tel að ættu að vera í livers manns garði, ef vel ætti að vera. í liöndum nýtinnar búsmóður gæti það orðið stórkostlega mikils virði. Matjurtagarðui’inn ú alltaf að vera sem næst íbúð- ar húsinu, svo að húsfreyja eigi aðeins fáein spor út Jiangað að sækja sér verðmæt og heilnæm efni, svo að segja í hverja mál- tíð dagsins. Þá er garðyrkja heimilisins líka í því horfi, sem á að vera. 1. maí 1941. Ragnar Ásgeirsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.